Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Í miðborg Reykjavíkur eru mörg gömul hús, sem þegar eru friðuð. Þar eru líka mörg steinsteypt hús sem eru að verða 100 ára og eiga kannski ekki endilega skilið að verða friðuð.
Hundrað ára hús verði ekki sjálfkrafa aldursfriðuð
Til stendur að leggja fram frumvarp á þingi um að í stað þess að 100 ára hús verði sjálfkrafa aldursfriðuð verði fundið eitthvað nýtt ártal til þess að miða aldursfriðun húsa við. Ekki er ljóst hvaða ártal verður lagt til.
Kjarninn 5. ágúst 2022
Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, síðar á kjörtímabilinu.
Vill skoða aðra kosti í skýrslu Rögnunefndar ef Hvassahraun þykir ófýsilegt
Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að ef svo fari að hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni verði slegnar út af borðinu myndi hann strax vilja ráðast í vinnu við að skoða aðra flugvallarkosti sem fjallað var um í skýrslu Rögnunefndarinnar.
Kjarninn 5. ágúst 2022
Hommar hafa lægri tekjur en gagnkynhneigðir þrátt fyrir meiri menntun
Samkvæmt nýrri rannsókn BHM, Samtakanna 78 og Hagfræðistofnunar telur meirihluti hinsegin fólks halla á kjör og réttindi þess á vinnumarkaði. Hommar eru tekjulægri en gagnkynhneigðir karlar en lesbíur eru tekjuhærri en gagnkynhneigðar konur.
Kjarninn 5. ágúst 2022
Svigrúm til launahækkana sé „takmarkað“ eða jafnvel „á þrotum“
Tveir hagfræðingar sem Þjóðhagsráð fékk til þess að leggja mat á stöðu mála á vinnumarkaði núna í aðdraganda kjarasamningalotu segja að lítið svigrúm sé til launahækkana, ef það eigi að vera mögulegt að verja kaupmátt landsmanna.
Kjarninn 5. ágúst 2022
Hér er unnið að því að fjarlægja einn af fjórum sprengiskutlum úr hvalnum á mánudag.
Tvö fyrstu skotin hæfðu tarfinn í höfuðið – MAST með frekari rannsókn í gangi
Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun fóru fyrstu tvö skot hvalveiðimanna sem lönduðu langreyðartarfi með fjórum sprengiskutlum í sér á mánudag í höfuð hvalsins. Stofnunin er nú með hvalveiðar sumarsins til „frekari rannsóknar“.
Kjarninn 5. ágúst 2022
Xi Jinping, forseti Kína, og Tsai Ing-wen, forseti Taívan.
Kínverjar æfa eldflaugaskot á meðan Taívanar búa sig undir að verjast
Umfangsmesta heræfing Kínverja fer nú fram umhverfis Taívan. Stjórnmálamenn víða að kalla eftir því að allt fari friðsamlega fram en flugskeytum hefur verið skotið á loft á æfingunni. Taívanar ætla ekki að hrinda af stað átökum en eru við öllu búnir.
Kjarninn 4. ágúst 2022
Vinsældir Framsóknarflokksins dala milli mánaða.
Framsókn tapar mestu milli mánaða og fylgistap ríkisstjórnarflokkanna eykst
Stjórnarflokkarnir hafa tapað næstum níu prósentustigum af fylgi frá síðustu kosningum. Á sama tíma hafa þrír stjórnarandstöðuflokkar bætt samanlagt við sig 10,5 prósentustigum.
Kjarninn 4. ágúst 2022
Hluthafafundurinn mun fara fram í höfuðstöðvum Sýnar við Suðurlandsbraut.
Boðað til hluthafafundar hjá Sýn í lok mánaðar
Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar á síðasta degi ágústmánaðar, þar sem stjórnarkjör mun vafalaust fara fram að kröfu fjárfestingarfélagsins Gavia Invest, sem eignaðist stóran hlut í félaginu undir lok júlí.
Kjarninn 4. ágúst 2022
Hópur fréttamanna og ljósmyndara á Bessastöðum fyrir nokkrum árum síðan.
Tuttugu og átta útgáfufélög sækjast eftir opinberum rekstrarstuðningi
Alls sækjast 28 félög eftir því að fá stuðning frá hinu opinbera vegna reksturs einkarekinna fjölmiðla í ár. Nítján fengu slíka styrki í fyrra, en 384 milljónir verða til úthlutunar í ár.
Kjarninn 4. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni ætlar að halda áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur setið í því embætti frá því snemma árs 2009. Í nóvember verður fyrsti landsfundur flokksins í fjögur og hálft ár haldinn. Bjarna finnst „ekkert annað eðlilegt en að ég haldi mínu striki“.
Kjarninn 4. ágúst 2022
Þórólfur Matthíasson
Þórólfur segir kæru annars endurskoðanda Vísis gegn sér vera tilraun til þöggunar
Hagfræðiprófessor og annar endurskoðandi útgerðarfyrirtækisins Vísis hafa staðið í ritdeilu undanfarnar vikur vegna þess hvernig aflaheimildir eru bókfærðar. Prófessorinn segir kæru endurskoðandans til siðanefndar vera tilraun til þöggunar.
Kjarninn 4. ágúst 2022
Fyrr á þessu ári mótmælti fólk ákvörðun hæstaréttar Bandaríkjanna um að snúa við dómi í máli Roe gegn Wade.
Banni við þungunarrofi hafnað í hinu íhaldssama Kansas-ríki
Hátt í 60 prósent kjósenda í Kansas voru andvíg því að fella niður rétt til þungunarrofs. Ríki allt í kringum Kansas hafa saumað að réttinum til þungunarrofs eða jafnvel bannað með öllu og er ríkið orðið eins konar athvarf kvenna sem vilja rjúfa þungun.
Kjarninn 3. ágúst 2022
Evrópumeistarar kvenna 2022.
Ljónynjurnar hvetja næsta forsætisráðherra til að tryggja stúlkum aðgengi að knattspyrnu
Áhugi á kvennaknattspyrnu hefur aldrei verið meiri í heiminum. Nýkrýndir Evrópumeistarar Englands skora á Rishi Sunak og Liz Truss að tryggja öllum stúlkum í Bretlandi aðgengi að knattspyrnuæfingum í gegnum skólastarf.
Kjarninn 3. ágúst 2022
Arion banki kominn með yfir tíu prósent hlut í Sýn – Átök um völd yfir félaginu framundan
Skömmu fyrir verslunarmannahelgi hófust umfangsmikil uppkaup á hlutabréfum í fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu Sýn. Þau hafa haldið áfram í þessari viku og alls hafa vel á þriðja tug prósenta af hlutum í Sýn skipt um hendur á örfáum dögum.
Kjarninn 3. ágúst 2022
Á myndavél RÚV, sem sögð er vera staðsett á Langahrygg, sést að eldgos er hafið við Fagradalsfjall.
Kvika streymir upp á yfirborðið við Fagradalsfjall – Eldgos hafið á ný
Eldgos er hafið á Reykjanesi á ný. Kvika sést streyma upp úr jörðinni á vefmyndavélum sem bæði RÚV og mbl.is eru með staðsettar við Fagradalsfjall.
Kjarninn 3. ágúst 2022
Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli sem leikur með Everton er hér á hnjánum ásamt þremur leikmönnum Arsenal.
Hætta að krjúpa niður á hné fyrir alla leiki
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa ákveðið að hætta að krjúpa niður á hné fyrir alla leiki, eins og gert hefur verið undanfarin tvö tímabil. Samkvæmt framkvæmdastjóra deildarinnar óttast leikmenn að slagkraftur skilaboðanna fari þverrandi.
Kjarninn 3. ágúst 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöll Íslands jókst um 115 milljarða króna í júlí
Alls hefur virði hlutabréfa í 15 skráðum félögum hækkað það sem af er ári en lækkað hjá 14 félögum. Eftir mikla dýfu á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur markaðurinn tekið við sér og úrvalsvísitalan hækkaði um 7,9 prósent í júlí.
Kjarninn 3. ágúst 2022
Afnám útvarpsgjaldsins var á meðal loforða sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti fram í baráttu sinni fyrir endurkjöri í embætti fyrr á þessu ári.
Útvarpsgjaldið afnumið í Frakklandi
Franska þingið samþykkti í nótt að afnema útvarpsgjaldið, sem notað hefur verið til að fjármagna France Télévision og Radio France áratugum saman. Frakklandsforseti hafði lofað því að afnema gjaldið í kosningabaráttu sinni og hefur loforðið nú verið efnt.
Kjarninn 2. ágúst 2022
Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
Enn stefnt að því að skila úttektinni til þingsins í þessum mánuði
Ríkisendurskoðandi segir að ennþá sé stefnt að því að skila úttekt á sölu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka til forseta Alþingis núna í ágústmánuði. Þá má vænta þess að þingmenn verði kallaðir úr sumarfríi til að fara yfir málin.
Kjarninn 2. ágúst 2022
Segja frumvarp sem heimilar farveitur „gera út af við“ leigubifreiðaakstur hérlendis
Leigubifreiðastjórar segja drög að nýju frumvarpi til laga um leigubifreiðaakstur vera „feigðarflan“. Tvö fagfélög leigubílstjóra leggjast alfarið gegn frumvarpinu sem þau segja sniðið eftir tillögum Viðskiptaráðs og Samkeppniseftirlitsins.
Kjarninn 2. ágúst 2022
Hér sést fjallið Þorbjörn við Grindavík. Grindvíkingar hafa sumir lýst stóra skjálftanum á sunnudag sem þeim harðasta af öllum þeim skjálftum sem tengst hafa umbrotunum á Reykjanesskaga undanfarin misseri.
Hátt í sex þúsund skjálftar frá því á laugardag
Skjálftavirknin í nágrenni Grindavíkur hefur haldist stöðug frá því síðdegis á laugardag. Frá því á laugardagskvöld hafa alls 11 skjálftar sem voru 4 að stærð eða stærri, mælst á svæðinu.
Kjarninn 1. ágúst 2022
Tvö ráðuneyti ekki að birta upplýsingar úr málaskrám eins og lög gera ráð fyrir
Vegna uppstokkunar ráðuneyta innan hafa tvö ráðuneyti það sem af er ári ekki birt upplýsingar úr málaskrám sínum eins og þeim er skylt að gera samkvæmt upplýsingalögum. Það stendur þó til bóta.
Kjarninn 1. ágúst 2022
Kolbrún Baldursdóttir segir íbúa í grennd við Hlemm hafa áhyggjur af því að komast ekki að húsum sínum á bíl eftir að Hlemmtorg verður að veruleika.
Saknar samráðs við íbúa og spyr hvað verði um bílastæðin á Hlemmtorgi
Borgarfulltrúi Flokks fólksins segir lipurð og sveigjanleika skorta hjá meirihlutanum í skipulagsmálum. Að hennar sögn hafa íbúar í grennd við Hlemm áhyggjur af því að komast ekki að húsum sínum á bíl, til dæmis til að afferma vörur.
Kjarninn 1. ágúst 2022
Carbfix fangar kolefni úr jarðgufu við Hellisheiðarvirkjun.
Hagfræðistofnun segir kolefnisföngun ábatasamari en stjórnvöld geri ráð fyrir
Reiknað er með að hægt verði að fanga 150 þúsund tonn af kolefni sem losnar frá jarðvarmavirkjunum árið 2030. Hagfræðistofnun gerir ráð fyrir að föngun á árunum 2021 til 2030 verði 950 þúsund tonn og að þjóðhagslegur ávinningur föngunar sé 6 milljarðar.
Kjarninn 1. ágúst 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og sakborningur í þeim anga Fishrot-málsins sem hefur verið til rannsóknar þar í landi.
Fishrot-málið bar á góma hjá utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings
Randy Berry, sem líklega verður brátt skipaður sendiherra Bandaríkjanna í Namibíu, ræddi um Fishrot-skandalinn og spillingarvarnir í Namibíu er hann kom fyrir þingnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings í liðinni viku.
Kjarninn 31. júlí 2022
Naphorn er á milli Berufjarðar og Breiðdalsvíkur.
Átjándu aldar morðsaga af Austurlandi – Morðið í Naphornsklettum
„Þetta er stórmerkileg saga sem lét mig ekki í friði,“ segir Ásgeir Hvítaskáld, sem ritað hefur skáldsögu sem byggir á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað austur á fjörðum undir lok 18. aldar.
Kjarninn 31. júlí 2022
Ensku ljónynjurnar fagna í kjölfar þess að þær unnu Svía 4-0 í undanúrslitum á þriðjudag.
Skila ljónynjurnar boltanum heim?
Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu á Englandi, sem hefur slegið hvert metið á fætur öðru er varðar áhorf og áhuga, er senn á enda. Heimafólk á Englandi, sem er leiðandi í framþróun knattspyrnu kvenna, eygir loks von um að fá fótboltann heim.
Kjarninn 31. júlí 2022
Aldrei hafa fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til Íslands á einum ársfjórðungi
Alls fluttust um 5.050 manns til Íslands á öðrum ársfjórðungi. Þar af voru erlendir ríkisborgarar rúmlega 4.500 talsins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Um 980 Úkraínumenn voru í þeim hópi.
Kjarninn 30. júlí 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja.
Hagnaður Ísfélagsins næstum þrefaldaðist og eigendurnir fengu 1,9 milljarða króna í arð
Eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, sem er að uppistöðu í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og barna hennar, átti eigið fé upp á 40,8 milljarða króna um síðustu áramót. Fjölskyldan er umsvifamikil í fjárfestingum í rekstri ótengdum sjávarútvegi.
Kjarninn 30. júlí 2022
Carrin F. Patman verður sennilega næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Rússland og Kína skilji efnahagslegt og hernaðarlegt mikilvægi Íslands
Carrin F. Patman, sem líklega verður sendiherra Bandaríkjanna hér á landi innan skamms tíma, sagði þingnefnd á fimmtudag að hún teldi að Rússland og Kína skildu hernaðarlegt mikilvægi Íslands og vill leggja áherslu á varnarmál í sínum störfum.
Kjarninn 30. júlí 2022
Kaffibarþjónn leggur lokahönd á einn rjúkandi heitan cappucino.
Bandarísk kaffihús hafa ekki náð sér af COVID-19 sökum aukinnar heimavinnu
Í kórónuveirufaraldrinum þurftu margir að segja skilið við skrifstofuna og sinna vinnunni heiman frá sér. Bandaríkjamenn vinna enn talsvert heima hjá sér og kaffihús þar vestanhafs hafa þurft að súpa seyðið af þeirri þróun.
Kjarninn 29. júlí 2022
Skjáskot af frétt Fréttablaðsins frá því í morgun.
Utanríkisráðuneytið hafnar forsíðufrétt Fréttablaðsins um meint áform NATO
Utanríkisráðuneytið segir að forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag sé alröng og hafnar því alfarið að svo mikið sem hugmyndir séu uppi um byggingu varnarmannvirkja í Gunnólfsvík í norðanverðum Finnafirði á Langanesi.
Kjarninn 29. júlí 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Telur „álitaefni“ hvort sýslumannafrumvarp Jóns samræmist markmiðum byggðaáætlunar
Frumvarpsdrög frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem liggja frammi í samráðsgátt stjórnvalda hafa hlotið fremur dræmar undirtektir umsagnaraðila. Byggðastofnun er ekki sannfærð um að frumvarpið gangi í takt við nýsamþykkta byggðaáætlun.
Kjarninn 29. júlí 2022
Ferðamenn skoða sig um á Hellnum á Snæfellsnes
Erlendar gistinætur orðnar fleiri en fyrir faraldur
Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum í júní voru 12 prósent fleiri en í sama mánuði árið 2019. Fjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll hefur ekki náð sömu hæðum en dvalartími ferðamanna hefur lengst frá því fyrir kórónuveirufaraldur.
Kjarninn 29. júlí 2022
Skjáskot úr myndbandi frá Birgi Birgissyni sem sýnir afar glæfralegan (og ólöglegan) framúrakstur bifreiðar um síðustu jól.
Hafa ekki sektað neina ökumenn fyrir að taka ólöglega fram úr hjólreiðafólki
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei sektað ökumann fyrir að taka fram úr hjólreiðamanni án þess að 1,5 metra bil sé á milli bíls og hjóls. Samtök hjólreiðafólks hafa gagnrýnt lögreglu fyrir að taka ekki á móti myndefni sem sanni slík brot.
Kjarninn 29. júlí 2022
Þóroddur Bjarnason telur rétt að staldra við fyrirætlanir um að fjármagna uppbyggingu samgönguinnviða með gjaldtöku í jarðgöngum.
Gjaldtaka í jarðgöngum yrði „talsverð byrði“ fyrir íbúa smárra sveitarfélaga
Prófessor í félagsfræði spyr hvers vegna íbúar á landsvæðum þar sem jarðgöng eru brýn nauðsyn ættu að greiða fyrir samgöngubætur annars staðar á landinu, umfram þá vegfarendur sem fara um önnur kostnaðarsöm mannvirki á borð við brýr eða mislæg gatnamót.
Kjarninn 29. júlí 2022
Í upphafi árs breytti olíurisinn Royal Dutch Shell um nafn og flutti höfuðstöðvar sínar frá Den Haag til London. Í dag heitir fyrirtækið einfaldlega Shell.
Methagnaður hjá Shell í miðri orkukrísu
Mögur ár kórónuveirufaraldursins eru að baki fyrir olíuframleiðendur. Stjórnvöld hafa gagnrýnt olíu- og orkufyrirtæki fyrir að maka krókinn á sama tíma og almenningur þarf að greiða hátt verð fyrir orku til húshitunar og fyrir eldsneyti á bílinn.
Kjarninn 28. júlí 2022
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 11,1 milljarð á fyrri helmingi ársins
Hagnaður Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi nam 5,9 milljörðum króna. Bankinn hagnaðist um rúmlega tveimur milljörðum meira á fyrstu sex mánuðum ársins en hann gerði í fyrra.
Kjarninn 28. júlí 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði fyrr í mánuðinum.
Skoða hvernig framfylgja megi dýravelferðarlögum „enn fastar“
Matvælastofnun er þessa dagana með það til skoðunar hvort, og þá hvernig, opinberir aðilar geti „enn fastar“ framfylgt ákvæðum laga um dýravelferð að óbreyttri löggjöf. Fundað var um viðbrögð við skotum sem geiga við hvalveiðar hjá stofnuninni á mánudag
Kjarninn 28. júlí 2022
Brottfall kvenna úr framhaldsskólanámi er um 15 prósent á móti 25 prósent hjá körlum.
Brottfall úr framhaldsskólum hefur aldrei mælst minna hjá Hagstofunni
Hagstofan hefur fylgst með brottfalli nemenda úr framhaldsskólum allt frá árinu 1995, og aldrei mælt það minna en hjá þeim árgangi nýnema sem hóf nám árið 2016. Tæp 62 prósent nemanna höfðu útskrifast árið 2020.
Kjarninn 28. júlí 2022
Þolmarkadagur jarðarinnar er í dag, tveimur dögum fyrr en í fyrra
Til að standa undir auðlindanotkun jarðarbúa þyrfti 1,75 jörð samkvæmt útreikningum samtakanna Global Footprint Network. Margar leiðir eru færar til þess að minnka auðlindanotkun og seinka þannig deginum.
Kjarninn 28. júlí 2022