hello

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pirata.
„Ólíðandi að bjóða lýðræðinu upp á þetta“
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi í morgun og tók út af dagskrá öll þau mál sem fjalla átti um í dag eftir gagnrýni frá þingmanni Pírata.
Kjarninn 16. apríl 2020
Guðbjörg Matthíasdóttir er aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja.
Ísfélagið segir gagnrýni ráðamanna á útgerðirnar ekki hafa haft „nein áhrif“
Stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja segir að aðaleigandi félagsins hafi verið búin að óska eftir því að hætt yrði við milljarða króna málshöfðun gegn íslenska ríkinu áður en að leiðtogar ríkisstjórnarinnar gagnrýndu þær útgerðir sem stóðu að málinu.
Kjarninn 16. apríl 2020
Forsvarsmenn helstu einkareknu fréttamiðla skora á stjórnvöld að grípa til aðgerða
Kallað er eftir aðgerðum til stuðnings fjölmiðlum byggðum á fyrirliggjandi ósamþykktu fjölmiðlafrumvarpi og að ríkisstjórnin beiti sér fyrir frekari aðgerðum, sem gætu verið tímabundnar, til að styðja einkarekna fjölmiðla vegna yfirstandandi aðstæðna.
Kjarninn 15. apríl 2020
Fimm af sjö sjávarútvegsfyrirtækjum falla frá málsókn
Fyrirtækin sem um ræðir eru Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes.
Kjarninn 15. apríl 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Krakkar, þið eruð að standa ykkur vel og eruð frábær
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, hrósar krökkum landsins sérstaklega. Hann segir krakka hafa farið eftir leiðbeiningum, mætt í skólann og staðið sig vel.
Kjarninn 15. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Valkvæðar aðgerðir hefjast fyrr en ráðgert var
„Nú virðist sem að við séum komin á lygnari sjó varðandi faraldurinn,“ segir Alma Möller landlæknir. Valkvæðar aðgerðir verði því gerðar fljótlega á ný og tilslakanir á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimili eru í vinnslu.
Kjarninn 15. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Þrjár leiðir færar í ferðalögum fólks
Sóttvarnalæknir segir að niðursveifla sé nú greinileg í faraldrinum. Á næstu vikum og mánuðum megi þó áfram búast við einstaka smitum og jafnvel hópsýkingum, „ef við gætum ekki að okkur“.
Kjarninn 15. apríl 2020
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári: Þessi veira er skringileg skepna með fullt af stökkbreytingum
Mótefnamælingar eru hafnar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári Stefánsson forstjóri sagði að íslenska rakningarteymið ætti sér ekki hliðstæðu í heiminum, svo sérstakur væri árangur þess.
Kjarninn 15. apríl 2020
Sjö ný smit á einum sólarhring
Tæplega 1.080 manns hafa náð bata af COVID-19 hér á landi. Enn fækkar mjög þeim sem eru í sóttkví.
Kjarninn 15. apríl 2020
Tekjutengdar afborganir námslána lækka að meðaltali um 25 þúsund
Stjórnvöld kynntu í dag breytingar á námslánakerfinu, sem hafa verið í ferli frá því að lífskjarasamningarnir voru undirritaðir á almenna vinnumarkaðnum síðasta vor. Greiðendur námslána munu helst finna fyrir því að tekjutengd afborgun lækkar.
Kjarninn 15. apríl 2020
Íbúar Færeyja eru 52.337. Sýni hafa verið tekin af yfir 5.600 þeirra.
Vika án smita í Færeyjum
Dýralæknir í Færeyjum varaði stjórnvöld við því í janúar að kórónuveiran gæti orðið að heimsfaraldri. Þar var því gripið til skipulegra aðgerða fljótt.
Kjarninn 15. apríl 2020
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Segir ríkið vera að hóta útgerðunum sem eigi „lögboðinn rétt“ á makrílkvóta
Framkvæmdastjóri einnar af þeim útgerðum sem hefur stefnt íslenska ríkinu og krefjast samtals 10,2 milljarða króna skaðabóta vegna úthlutunar makrílkvóta segir að þær hafi verið beittar rangindum. Útgerðirnar geti ekki verið sökudólgar í málinu.
Kjarninn 15. apríl 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.
Telur rétt að skoða tollamál til að efla innlenda matvælaframleiðslu
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir að Íslendingar þurfi að leggja aukna áherslu á matvælaframleiðslu á næstunni. Til þess þurfi að skoða tollamál, sérstakar landgreiðslur og tryggja bændum ódýrt rafmagn.
Kjarninn 14. apríl 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Reikningurinn vegna milljarðakröfu útgerða verður ekki sendur á skattgreiðendur
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að möguleg innbyrðis togstreita um aflaheimildir milli útgerða verði ekki leyst á kostnað skattgreiðenda. „Það er bara svo einfalt.“ Hann segir útilokað að allir muni geta komist efnahagslega skaðlausir út ástandinu.
Kjarninn 14. apríl 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Í öllum kreppum felast nýir möguleikar“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í næstu aðgerðum stjórnvalda þurfi að horfa til lítilla fyrirtækja, einyrkja og námsmanna. Hún segir Íslendinga eina ekki geta ráðið því hvaða heimsmynd blasi við þegar faraldurinn verður liðinn hjá.
Kjarninn 14. apríl 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
„Við vitum hins vegar ekki hve lengi vinstri slagsíða hægrimanna endist“
Formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi þá trú að traust á stjórnmálum muni aukast með víðtækari samvinnu stjórnmálahreyfinga. Ríkisstjórnin hafi hins vegar ekki treyst sér í það samstarf.
Kjarninn 14. apríl 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Forsætisráðherra fer fram á að útgerðirnar dragi til baka tíu milljarða kröfur á ríkissjóð
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi orðið reið þegar hún fékk upplýsingar um kröfur sjávarútvegsfyrirtækja á hendur íslenska ríkinu upp á 10,2 milljarða. Þær kröfur séu ekki góð leið til að „vera á sama báti“.
Kjarninn 14. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldurinn að mestu tilkominn vegna ferða Íslendinga erlendis
Á meðan tiltölulega fáir hafa sýkst og þar með myndað mótefni þarf að huga að því hvernig hægt er að vernda þann stóra hóp sem enn er móttækilegur. Það er til dæmis hægt með einhvers konar ferðatakmörkunum, segir sóttvarnalæknir.
Kjarninn 14. apríl 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Ferðatakmarkanir í gildi hér til 15. maí
Íslensk stjórnvöld munu staðfesta framlengingu á ferðatakmörkunum sem eru í gildi á ytri landamærum aðildarríkja Schengen. Takmarkanirnar verða því í gildi til 15. maí.
Kjarninn 14. apríl 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Ætlum ekki að „renna í skriðunni og lenda á nefinu“
Þrátt fyrir að ýmsum takmörkunum verði aflétt eftir 4. maí er „mikið átaksverkefni eftir sem við þurfum að klára saman, allt samfélagið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í dag.
Kjarninn 14. apríl 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundinum í dag.
Ýmis þjónusta getur hafist á ný 4. maí en miklar hömlur áfram í gildi
Samkomubann mun frá 4. maí miðast við 50 manns í stað 20 nú og ýmis þjónusta getur hafist á ný. Þá verður íþróttastarf barna leyft á ný, en þó er ljóst að áfram verða miklar hömlur á daglegu lífi fólks.
Kjarninn 14. apríl 2020
Smitum heldur áfram að fjölga á norðanverðum Vestfjörðum.
Smitum enn að fjölga á Vestfjörðum
Alls eru nú 74 tilfelli COVID-19 skráð á Vestfjörðum. Tvö ný smit voru greind í gær, bæði hjá fólki sem hefur tengsl við hjúkrunarheimilið Berg.
Kjarninn 14. apríl 2020
Samherji nýtir sér hlutabótaúrræði stjórnvalda
Vegna sóttvarnaráðstafana í fiskvinnslum Samherjasamstæðunnar á Akureyri og Dalvík eru starfsmenn nú í 50 prósent starfshlutfalli. Fyrirtækið nýtir sér hlutabótaúrræði stjórnvalda, en tryggir þó að starfsmenn verði ekki fyrir kjaraskerðingu.
Kjarninn 14. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Við eigum langt eftir til þess að geta virkilega hrósað sigri“
Þrátt fyrir jákvæða framvindu COVID-19 faraldursins hér á landi þá bendir sóttvarnalæknir á að þrátt fyrir að tilefni sé til að gleðjast þá sé enn langt í land.
Kjarninn 13. apríl 2020
Virkum smitum fækk­ar sjö daga í röð
Á sjúkra­hús­i liggja 39 sjúk­l­ingar vegna COVID-19 sjúk­­dóms­ins, þar af níu á gjör­­gæslu.
Kjarninn 13. apríl 2020
Benedikt Jóhannesson var fjármála- og efnahagsráðherra um nokkurra mánaða skeið á árinu 2017.
Ekkert einfalt svar til við því af hverju Viðreisn myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki
Fyrrverandi formaður Viðreisnar segir að þær viðræður sem best hafi gengið eftir kosningarnar 2016 hafi verið við Samfylkingu og Pírata. Þegar Vinstri græn hafi komið inn í þær viðræður hafi öll mál sem Viðreisn taldi til umbóta verið stöðvuð.
Kjarninn 13. apríl 2020
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Vill tífalda listamannalaun
Þingmaður Samfylkingarinnar leggur til að ríkissjóður auki framlag sitt til listamannalauna úr 650 milljónum króna í 6,5 milljarða króna.
Kjarninn 13. apríl 2020
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði landsmenn í kvöld.
„Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara“
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði þjóðina í kvöld og ræddi veirufaraldurinn sem sett hefur daglegt líf úr skorðum. Hann sagði að áfram myndi reyna á samstöðu og seiglu þjóðarinnar, vandinn yrði viðameiri áður en sigri yrði fagnað.
Kjarninn 12. apríl 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG.
Stjórnarþingmaður segir kröfur útgerða „til dæmis um fáránlega græðgi“
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að milljarðakröfur sjö útgerðarfyrirtækja á hendur ríkinu vegna úthlutunar á makrílkvóta séu „forkastanlegar og til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“
Kjarninn 12. apríl 2020
Alma Möller landlæknir.
Áætlun um slakara samkomubann kynnt síðar í vikunni
Alma Möller landlæknir segir að búist sé við að smit verði áfram viðvarandi á Íslandi, en þó í litlum mæli. Minni hópsýkingar gætu þó komið upp, sem myndu kalla á hertar aðgerðir. Áætlun um slakara samkomubann verður kynnt síðar í vikunni.
Kjarninn 12. apríl 2020
Einungis tólf ný smit greind í gær
Tólf ný COVID-19 smit greindust á Íslandi í gær og eru smitin nú orðin fleiri en 1.700 alls. Virk smit eru þó einungis 804 talsins.
Kjarninn 12. apríl 2020
Ísfélag Vestmannaeyja á hæstu kröfuna. Guðbjörg Matthíasdóttir er eigandi Ísfélagsins.
Sjö útgerðir krefja ríkið um 10,2 milljarða króna auk hæstu mögulegu vaxta
Nokkrar útgerðir sem telja sig hafa verið sviknar um makrílkvóta vilja að ríkissjóður greiði þeim samtals 10,2 milljarða króna í bætur auk vaxta. Hæsta krafan er frá Ísfélagi Vestmannaeyja, sem vill 3,9 milljarða króna.
Kjarninn 11. apríl 2020
Ákveðið hefur verið að samkomubann miðað við 10 manns gildi áfram í Vestmannaeyjum að minnsta kosti til og með sunnudagsins 19. apríl.
Fimm dagar án nýs smits í Eyjum
Samtals hafa 103 greinst með veiruna í Vestmannaeyjum, 45 náð bata og eru því enn 58 með virk smit og eru í einangrun. Í dag eru 188 manns í sóttkví.
Kjarninn 11. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þurfum að virða fjarlægðarmörk og forðast mannfjölda út þetta ár
Sóttvarnalæknir segir okkur þurfa að stunda ítarlegt hreinlæti, virða fjarlægðarmörk og forðast mannmarga staði að minnsta kosti út allt þetta ár.
Kjarninn 11. apríl 2020
Aðeins fjórtán ný smit greind á einum sólarhring
Jafnmörgum hefur nú batnað af COVID-19 og eru með virk smit. Elsti sjúklingurinn er 103 ára íbúi á öldrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík.
Kjarninn 11. apríl 2020
Átta látnir vegna COVID-19 hér á landi
Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef spítalans.
Kjarninn 11. apríl 2020
Ellen DeGeneres
„Að vera í sóttkví er eins og að vera í fangelsi“
Ellen DeGeneres sagði brandara á dögunum þar sem hún líkti sóttkví sinni við það að vera í fangelsi að því leyti að hún hefði verið í sömu fötunum í 10 daga og að þeir einu sem væru í kringum hana væru samkynhneigðir. Brandarinn hefur farið misvel í fólk.
Kjarninn 11. apríl 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni: Blessunarlega er vandi Íslendinga ekki eins ærinn og við blasti fyrir áttatíu árum
Forseti Íslands sendir öllu starfsliði utanríkisþjónustu Íslands heillaóskir og þakkir fyrir farsæl störf og giftudrjúg í áranna rás. Utanríkisþjónustan er áttatíu ára í dag.
Kjarninn 10. apríl 2020
Dagur B. Eggertsson og Obama
Dagur með Barack Obama á fjarfundi
Fjallað var um COVID-19 á fundi borgarstjóra víðs vegar að úr heiminum sem haldinn var í gær. Dagur B. Eggertsson var á fundinum.
Kjarninn 10. apríl 2020
Bolungarvík
Kona úr bakvarðasveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða handtekin
Konan er grunuð um að hafa falsað skjöl um menntun og starfsleyfi sín sem sjúkraliði. Þá er hún grunuð um að hafa stolið eða reynt að stela lyfjum.
Kjarninn 10. apríl 2020
Enn fækkar þeim á Íslandi með virk smit
Í dag eru 918 ein­stak­ling­ar ­með virk COVID-19 smit en í gær var fjöld­inn 954. Alls hefur 751 náð bata.
Kjarninn 10. apríl 2020
Sjúklingur lést af völdum kórónuveirunnar á Landspítalanum
Sjö hafa nú látist eftir að hafa smitast af COVID-19 sjúkdómnum hér á landi.
Kjarninn 10. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
„Algjörlega ótækt“ af Arion banka að greiða arð við þessar aðstæður
Seðlabankastjóri segir að bankinn yrði „mjög brúnaþungur“ ef að Arion banki myndi halda í yfirlýsta stefnu sína og greiða hluthöfum sínum út tíu milljarða króna í arð í maí.
Kjarninn 9. apríl 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020