Eggert Þór Kristófersson hættir sem forstjóri Festi hf. í sumar. Vítalía Lazareva, sem greindi frá meintu kynferðisofbeldi í byrjun janúar, m.a. af hendi Þórðar Más Jóhannssonar stjórnarformanns Festi, segist eiga Eggerti mikið að þakka.
Vítalía um fráfarandi forstjóra Festi: „Ég á Eggerti mikið að þakka“
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, var einn fárra sem hafði samband við Vítalíu Lazareva eftir að hún sakaði valdamenn í viðskiptalífinu um kynferðisbrot. Eggert Þór mun láta af störfum hjá Festi í sumar.
Kjarninn 5. júní 2022
Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Ekkert grín að safna fyrir fyrstu útborgun
Fasteignamat tekur stökk milli ára og segir varaþingmaður Pírata að þetta þýði að fasteignagjöld muni hækka – og þar af leiðandi leiga. „Hærri leiga þýðir hærri útgjöld sem þýðir enn þá minni líkur á að við náum að safna fyrir útborg­un.“
Kjarninn 5. júní 2022
Mengun af völdum rykagna sem losna af dekkjum við akstur verður gæti von bráðar orðið áskorun fyrir löggjafa
Bíldekk menga meira en útblástur – samkvæmt nýrri rannsókn
Eftir því sem þyngri bílum fjölgar verður mengun frá bíldekkjum nærri tvö þúsund sinnum meiri en mengun vegna útblásturs, samkvæmt nýrri rannsókn. Mengun af þessu tagi gæti brátt orðið mikil áskorun fyrir löggjafa.
Kjarninn 4. júní 2022
Misjafnt er hvort lífeyrissjóðir séu byrjaðir að taka mið af fasteignamati 2023 við vinnslu húsnæðislána.
Misjafnt hvort lífeyrissjóðir byrja strax að horfa til nýs fasteignamats við lánavinnslu
Af sjö lífeyrissjóðum sem svöruðu fyrirspurn Kjarnans um hvort þeir tækju nýtt fasteignamat strax inn í lánavinnslu sína segjast þrír þeirra ætla að gera það nú þegar en fjórir ætla að bíða fram í desember eða janúar.
Kjarninn 4. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Vinstri græn styðja stækkun NATO í fyrsta sinn
Utanríkismálanefnd, undir forystu Vinstri grænna, leggur til að tillaga um aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO verði samþykkt. Þetta er í fyrsta sinn sem Vinstri græn styðja við stækkun NATO.
Kjarninn 4. júní 2022
„Löggæsla á Suðurnesjum er ekki kynþáttamiðuð“
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fullyrðir að löggæsla í umdæminu sé ekki kynþáttamiðuð og þekkir hann ekki dæmi um slíka löggæslu.
Kjarninn 4. júní 2022
Lögreglan heldur ekki sérstaklega utan um mál þar sem kynþáttamörkun kemur við sögu.
Lögregla heldur ekki sérstaklega utan um mál sem tengjast kynþáttamörkun
Kynþáttamiðuð löggæsla eða kynþáttamörkun er ekki sérstaklega skráð hjá lögreglu en hægt er að leita að slíkum málum í kerfi lögreglu þar sem öll mál eru skráð. „Ekki er hægt að fara í slíka vinnu,“ segir í svari ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 4. júní 2022
Gengi ríkisstjórnarflokkanna hefur verið æði misjafnt það sem af er kjörtímabili. Framsókn mælist í kjörfylgi á meðan að hinir tveir flokkarnir mælast nálægt því lægsta fylgi sem þeir hafa nokkru sinni mælst með.
Fylgi Vinstri grænna ekki mælst minna síðan skömmu eftir formannsskipti 2013
Fylgi Pírata og Samfylkingar hefur ekki mælst hærra á þessu kjörtímabili en það gerist nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist annan mánuðinn í röð með um 20 prósent fylgi og Vinstri græn mælast verr en þau hafa gert í níu ár.
Kjarninn 3. júní 2022
Pólverjar eru lang fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi eða um 36 prósent allra innflytjenda. Meira en helmingur þeirra hefur orðið fyrir hatursorðræðu.
56 prósent pólskra innflytjenda hafa upplifað hatursorðræðu
Meirihluti pólskra innflytjenda á Íslandi hefur upplifað hatursorðræðu hér á landi og stór hluti þess hóps ítrekað. Lektor í lögreglufræðum segir málfrelsi oft notað sem réttlætingu fyrir hatursorðræðu.
Kjarninn 3. júní 2022
Ríkisstjórnin samþykkti skipan nýju ráðherranefndarinnar á fundi sínum í morgun.
Setja á fót tímabundna ráðherranefnd um málefni innflytjenda og flóttafólks
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og mennta- og barnamálaráðherra munu skipa nýja ráðherranefnd um málefni innflytjenda og flóttafólks, sem á að vinna markvisst að áherslum stjórnarsáttmála í þessum málaflokkum.
Kjarninn 3. júní 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála.
Ferðaskrifstofur fá áratug til þess að greiða lánin frá Ferðaábyrgðarsjóði til baka
Síðustu lánin sem ríkið veitti ferðaskrifstofum til að endurgreiða neytendum vegna ferða sem felldar voru niður í upphafi heimsfaraldursins verða ekki að fullu greidd til baka fyrr en undir lok árs 2032, samkvæmt frumvarpi ráðherra.
Kjarninn 3. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon.
Svandís gerir Steingrím J. að formanni spretthóps um alvarlega stöðu bænda
Matvælaráðherra hefur skipað hóp sem á að skila tillögum vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu eftir tíu daga. Hækkanir á aðföngum til bænda sé við það að kippa stoðum undan rekstri þeirra.
Kjarninn 3. júní 2022
Ragnheiður Tryggvadóttir, framvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands og Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda
Greiðslur úr ríkissjóði bjargvættur bókaútgáfu en meira hafi mátt renna til höfunda
Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að skoða þurfi gaumgæfilega hvort stuðningur ríkisins við bókaútgáfu hafi skilað markmiði sínu. Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir markmiðum laga um stuðninginn svo sannarlega hafa verið náð.
Kjarninn 3. júní 2022
Íslandsbanki ætlar ekki að byrja að taka tillit til nýs fasteignamats við endurfjármögnun húsnæðislána fyrr en nýja fasteignamatið hefur tekið gildi.
Íslandsbanki byrjar ekki að horfa til fasteignamats 2023 fyrr en á nýju ári
Bæði Landsbankinn og Arion banki byrja strax að horfa til fasteignamats næsta árs við endurfjármögnun húsnæðislána. Íslandsbanki hins vegar horfir ekki til nýja fasteignamatsins fyrr en það tekur gildi og segir það gert í ljósi aðstæðna í efnahagslífinu.
Kjarninn 2. júní 2022
Páll Magnússon og Erna Kristín Blöndal
Páll hættir sem ráðuneytisstjóri og Erna Kristín tekur við keflinu
Nýtt skipulag mennta- og barnamálaráðuneytis tók gildi í dag og mun Erna Kristín Blöndal taka við af Páli Magnússyni sem ráðuneytisstjóri.
Kjarninn 2. júní 2022
Eggert Þór Kristófersson hættir sem forstjóri Festi hf. í sumar.
Eggert Þór segir skilið við Festi í sumar
Eggert Þór Kristófersson, sem verið hefur forstjóri N1 og síðar Festi frá árinu 2015, segir skilið við fyrirtækið í sumar og hefur komist að samkomulagi við stjórn um starfslok. Hann segir rétt að Festi finni sér nýjan forstjóra á þessum tímapunkti.
Kjarninn 2. júní 2022
Frá Reykjavíkurflugvelli.
Ætla má að innanlandsflug hafi hækkað um 10 prósent á milli ára
Flugfargjöld sem keypt voru með Loftbrú voru um það bil 10 prósentum dýrari í febrúar á þessu ári en í febrúar í fyrra, samkvæmt því sem fram kemur í svari innviðaráðherra við fyrirspurn á þingi.
Kjarninn 2. júní 2022
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Kvikmyndafrumvarp um endurgreiðslur „augljóslega gallað“
Formaður Miðflokksins segir kvikmyndafrumvarp menningar- og viðskiptaráðherra „augljóslega gallað“. Fjármála- og efnahagsráðherra segir athugasemdir sem ráðuneytið gerði við frumvarpið ekki efnislegar, heldur snúi þær að fjárlagaliðnum.
Kjarninn 2. júní 2022
Skattfrjáls niðurgreiðsla á húsnæði sem „gagnast fyrst og fremst millitekjuhópum“
Frá 2014 hafa stjórnvöld fyrst og síðast miðlað beinum húsnæðisstuðningi með því að veita skattfrelsi á notkun séreignarsparnaðar til að greiða niður húsnæðislán. Frá miðju ári 2014 og til byrjun þessa árs nam stuðningurinn um 27 milljörðum króna.
Kjarninn 2. júní 2022
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Segir að Ísland sé réttarríki – en ekki ríki geðþóttavalds og lögleysu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fjallaði m.a. um gildi kristinnar trúar á Alþingi í dag og sagði að það væri sorglegt að sjá hvernig forsætisráðherra hefði upp á síðkastið mátt sitja undir „rætinni illmælgi“ af hálfu sóknarprests.
Kjarninn 1. júní 2022
Síðsutu ellefu ár, frá 2010-2021 hafði lögregla afskipti afskipti af 7.513 einstaklingum vegna vörslu neysluskammta. Flest voru tilfellin árið 2014 en fæst í fyrra.
Þeim fækkar sem lögregla hefur afskipti af vegna neysluskammta
Lögreglan hafði afskipti af 781 einstaklingi í fyrra vegna neysluskammta og hefur ekki haft afskipti af færri einstaklingum vegna vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota á síðustu tíu árum.
Kjarninn 1. júní 2022
Ríkisstjórnin kynnti ýmsar aðgerðir til að mæta afleiðingum kórónuveirufaraldursins í apríl 2020.
Helmingur fólks sem sagt var upp með hjálp uppsagnarstyrkja stjórnvalda var endurráðið
Uppsagnarstyrkir sem stjórnvöld greiddu til að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki kostuðu 12,2 milljarða króna. Ýmis skilyrði voru sett fyrir styrkjunum. Stjórnvöld hafa enn sem komið er lítið gert til að kanna hvort farið hafi verið eftir þeim.
Kjarninn 1. júní 2022
Blóðmerahópur lýkur störfum – Svandís setur reglugerð um starfsemina til þriggja ára
Starfshópur um blóðmerahald hefur lokið störfum og mun Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setja reglugerð sem heimilar blóðmerahald með auknum skilyrðum til þriggja ára. Samhliða á að velta upp siðferðilegum álitamálum og leggja mat á framhaldið.
Kjarninn 1. júní 2022
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarps fjögurra stjórnarandstöðuflokka um breytingu á lögum um útlendinga.
Frumvarpi til að koma í veg fyrir fjöldabrottvísun dreift á Alþingi
Frumvarpi fjögurra stjórnarandstöðuflokka um breytingu á útlendingalögum sem koma á í veg fyrir brottvísun tæplega 200 flóttamanna úr landi hefur verið dreift á Alþingi. Óljóst er hvort frumvarpið komist á dagskrá fyrir sumarfrí.
Kjarninn 1. júní 2022
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Hefur áhyggjur af því að rammaáætlun verði ekki afgreidd úr nefnd á þessu þingi
Einungis sex virkir þingdagar eru eftir fyrir sumarfrí samkvæmt starfsáætlun þingsins og rammaáætlun var ekki á dag­skrá umhverf­is- og sam­göngu­nefndar í morg­un.
Kjarninn 31. maí 2022
Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
„Hvar er heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins eiginlega?“
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að langt sé liðið á „fyrri hálfleik“ hjá heilbrigðisráðherra og út úr liði hans streymi „lykilleikmenn sem haldið hafa liðinu á floti“.
Kjarninn 31. maí 2022
Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 fóru tólf þúsund ferðamenn um Keflavíkurflugvöll. Á sama tímabili í ár voru þeir 245 þúsund.
Hagvöxtur 8,6 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins
Stóraukin einkaneysla, aðallega vegna eyðslu landsmanna í ferðalög og neyslu erlendis, endurkoma ferðaþjónustunnar og aukin vöruútflutningur eftir að hömlum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt knýja áfram mikinn hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi.
Kjarninn 31. maí 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, lagði fram tillöguna um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.
Vilja auðvelda aðflutning sérfræðinga utan EES til Íslands strax með lagabreytingu
Mörg þúsund sérfræðinga vantar erlendis frá til starfa í íslenskum vaxtafyrirtækjum. Samtök atvinnulífsins kalla eftir lagabreytingum til að mæta þessu. „Ísland hefur ekki mörg ár til stefnu til að bíða eftir grænbók, hvítbók og víðtæku samráði.“
Kjarninn 31. maí 2022
Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Spurði hvort Katrín stæði á bak við stefnu VG eða Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum
Forsætisráðherra sagði þegar hún var spurð út í ólíkar stefnur ríkisstjórnarflokkanna í útlendingamálum að það væri hlutverk þeirra að finna lausnir – líka þegar flokkarnir væru ekki fullkomlega sammála. „Það er bara eðli þess að sitja í ríkisstjórn.“
Kjarninn 30. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Er hægt að gera betur? Alveg örugglega“
Katrín Jakobsdóttir var spurð á þingi í dag hvort hægt væri að gera betur varðandi móttöku flóttafólks eða umsækjenda um alþjóðlega vernd en gert er hér á landi.
Kjarninn 30. maí 2022
Bækur Arnaldar Indriðasonar raða sér í tvö af þremur efstu sætunum yfir þá bókatitla sem fengið hafa hæstu endurgreiðslurnar á kostnaði úr ríkissjóði.
15 milljónir úr ríkissjóði til Forlagsins vegna bóka Arnaldar á síðustu tveimur árum
Ríkið hefur styrkt íslenska bókaútgáfu með endurgreiðslu á fjórðungi kostnaðar frá árinu 2019. Sá titill sem hefur fengið hæstu endurgreiðsluna fékk tæpar 11 milljónir. Lög um stuðning við útgáfu bóka á íslensku verða endurskoðuðu fyrir lok næsta árs.
Kjarninn 30. maí 2022
Hærra verð á matvöru í heimsfaraldri er staðreynd, en fákeppni gæti verið ástæðan ekki síður en COVID-19.
Verð á matvöru hefur hækkað um rúmlega 13 prósent á tveimur árum
Mat- og drykkjarvara hefur hækkað frá því heimsfaraldur hófst. Í grein í Vísbendingu veltir Auður Alfa Ólafsdóttir því upp hvort fákeppni á matvörumarkaði hérlendis hafi áhrif á vöruverð ekki síður en truflanir í framleiðslu vegna heimsfaraldurs COVID-19.
Kjarninn 30. maí 2022
Ríkisstjórnin ætlar að skipa vinnuhóp um greiningu á arðsemi bankanna
Hreinar þjónustu- og þóknanatekjur stóru bankanna þriggja voru 37,1 milljarður króna í fyrra. Á ríkisstjórnarfundi voru kynnt áform um að skipa vinnuhóp sem á að greina arðsemi þeirra og bera hana saman við sambærilegur tekjur hjá norrænum bönkum.
Kjarninn 30. maí 2022
Verð á flugfargjöldum lækkaði um 6,9 prósent milli mánaða. Aðrar hækkanir gerðu það hins vegar að verkum að verðbólgan hélt áfram að rísa.
Verðbólgan mælist nú 7,6 prósent – Ekki verið meiri í meira en tólf ár
Húsnæðiskostnaður, matur og drykkur, nýir bílar og bensín hækkuðu í verði í síðasta mánuði. Verð á flugfargjöldum dróst hins vegar saman. Verðbólga hefur ekki mælst jafn mikil á Íslandi frá því í apríl 2010.
Kjarninn 30. maí 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
„Í sjávarútvegi ríkir djúpstæð tilfinning meðal almennings um óréttlæti“
Svandís Svavarsdóttir telur samþjöppun veiðiheimilda á fárra hendur – tíu fyrirtæki halda á 67 prósent af úthlutuðum kvóta – og að ágóðanum af sameiginlegri auðlind sé ekki skipt á réttlátan hátt sé ástæða þess að almenningur upplifi óréttlæti.
Kjarninn 30. maí 2022
22,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur 22. mars síðastliðinn.
Ríkisendurskoðun afhendir ekki upplýsingar um afmörkun úttektar á bankasölunni
Búist er við því að úttekt Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verði gerð opinber seint í næsta mánuði, eftir fyrirhuguð þinglok. Kjarninn óskaði eftir upplýsingum um hvernig úttektin væri afmörkuð en fékk ekki.
Kjarninn 29. maí 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
Segir að reynslan í COVID megi ekki renna út í sandinn – Fastur vinnustaður ekki eina leiðin
Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvers vegna Stjórnarráðið vinni ekki eftir fjarvinnustefnu. Þannig væri hægt að laða að starfsfólk, spara í skrifstofurekstri og ferðakostnaði og auka sveigjanleika starfsfólks.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Fjármálaráðherra Bretlands Rishi Sunak var ekki sannfærður um hvalrekaskatt í fyrstu en líst nú vel á skynsamlega skattlagningu á gróða orkufyrirtækja.
Fjármálaráðherra Breta tekur U-beygju í afstöðu sinni til hvalrekaskatts
Rishi Sunak áætlar að hvalrekaskattur sem leggst á hagnað breskra olíu- og gasfyrirtækja muni skila fimm milljörðum punda í ríkiskassann næsta árið. Þeir peningar munu fjármagna stuðningsaðgerðir við breskan almenning að hluta til.
Kjarninn 27. maí 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson munu að nýju starfa saman hjá Eflingu, en Viðar hefur verið ráðinn sem einn af lykilstjórnendum.
Viðar ráðinn fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar
Efling hefur ráðið til sín sex stjórnendur og lykilstarfsmenn sem taka munu til starfa á næstu vikum, en áður hafði verið tilkynnt um ráðningu framkvæmdastjóra. Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, hefur verið ráðinn í nýja stöðu.
Kjarninn 27. maí 2022
Vísa á 197 manns ú landi á næstu dögum samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Barnafjölskyldum verður ekki vísað úr landi.
Vísa á 197 manns úr landi á næstu dögum – Barnafjölskyldur verða um kyrrt
197 manns eru á lista stoðdeildar ríkislögreglustjóra sem vísa á úr landi á næstunni. 44 verður vísað til Grikklands en barnafjölskyldum verður ekki vísað úr landi.
Kjarninn 27. maí 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fer með leigubílamál í ríkisstjórninni.
Leigubílaleyfum fjölgar um 100 – Mesta fjölgun frá því að lög voru sett um starfsemina
Inniviðaráðherra hefur ákveðið að fjölga leigubílaleyfum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, þar sem alþjóðaflugvöllurinn er, um 17,2 prósent. Breytingarnar eru gerðar til að koma til móts við óskir í samfélaginu um meiri þjónustu á leigubílamarkaði.
Kjarninn 27. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson segir að samstaða sé í ríkisstjórn um verklag við brottvísun
Dómsmálaráðherra segir að enginn ráðherra hafi komið fram með formlega tillögu um það að það verði unnið eftir öðrum ferlum við brottvísun flóttamanna en þeim sem hann styðst við. Það kalli hann „samstöðu í ríkisstjórninni“.
Kjarninn 27. maí 2022
Píratar og Samfylking standa að frumvarpinu, ásamt Flokki fólksins og Viðreisn.
Fjórir flokkar leggja fram frumvarp til að koma í veg fyrir fjöldabrottvísun
Frumvarpi sem mun gera Þeim tæplega 300 flóttamönnum sem til stendur að brottvísa frá landinu kleift að dvelja hér áfram verður dreift á Alþingi á mánudag. Ekki er samstaða er um brottvísunina innan ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 27. maí 2022
Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík.
Langar að þjóðnýta kirkjuna og leggja hana síðan niður
Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að hana langi að þjóðnýta kikjuna og „leggja allt niður sem tengist henni“. Hún telur jafnframt að skrif og ummæli séra Davíðs Þórs Jónssonar séu ekki eðlileg.
Kjarninn 27. maí 2022
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Leiðarahöfundur Fréttablaðsins leggur til að Viðreisn renni inn í Samfylkinguna
Kolbrún Bergþórsdóttir segir helstu stefnumál Viðreisnar vera stefnumál Samfylkingarinnar. Eigandi Fréttablaðsins er á meðal þeirra sem komu að stofnun Viðreisnar fyrir nokkrum árum og hefur lagt flokknum til umtalsverða fjármuni í gegnum tíðina.
Kjarninn 27. maí 2022
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í kópavogi
Ásdís verður bæjarstjóri í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir tekur við bæjarstjórastólnum í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf í bæjarstjórn og kynntu málefnasamning sinn í dag.
Kjarninn 26. maí 2022
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Bæjarlistans og Miðflokksins hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta á Akureyri. Samkomulagið náðist í sumarbústað.Mynd: Aðsend
Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Bæjarlistinn mynda meirihluta á Akureyri
Bæjarlistinn, Sjálfstæðiflokkur og Miðflokkur mynda minnsta mögulega meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með sex fulltrúa af ellefu. Stefnt er að því að Ásthildur Sturludóttir verði áfram bæjarstjóri
Kjarninn 26. maí 2022