Sigurður Skúli Bergsson settur tollstjóri
Bjarni Benediktsson hefur sett Sigurð Skúla Bergsson tímabundið í embætti tollstjóra.
Kjarninn 29. ágúst 2018
Ánægja með göngugötur í Reykjavík
Meirihluti íbúa Reykjavíkur er verulega jákvæður gagnvart göngugötum í miðborginni. Alls segjast 71 prósent svarenda jákvæðir gagnvart göngugötunum en 11 prósent eru neikvæðir.
Kjarninn 29. ágúst 2018
Óli Björn Kárason
„Hægt en örugglega er tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi“
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir stefnu heilbrigðisyfirvalda og segir að hægt en örugglega sé tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi.
Kjarninn 29. ágúst 2018
Fimmtíu sinnum fleiri létust í Púerto Ríkó en áður var áætlað
Yfirvöld ákváðu að rannsaka ítarlega svæðin sem fóru hvað verst úr úr fellibylnum Maríu sem fór yfir eyjaklasann í fyrra.
Kjarninn 29. ágúst 2018
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Stýrivextir áfram 4,25 prósent – Hagvöxtur í ár 3,6 prósent
Stýrivextir Seðlabanka Íslands haldast enn og aftur óbreyttir.
Kjarninn 29. ágúst 2018
Benedikt tekur sæti í stjórn Arion banka
Benedikt Gíslason vann áður fyrir stjórnvöld að áætlun um afnám hafta en mun nú taka sæti, meðal annars í umboði vogunarsjóðs, í stjórn Arion banka.
Kjarninn 29. ágúst 2018
Kjararáðshækkanir deiluefni ASÍ og forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsingar ASÍ, þar sem Katrín var sögð fara með rangt mál um málefni kjararáðs.
Kjarninn 28. ágúst 2018
Toyota fjárfestir í Uber
Japanski bílaframleiðandinn Toyota mun fjárfesta fyrir 500 milljónir Bandaríkjadollara í Uber og stefna fyrirtækin á að þróa sjálfkeyrandi bíla.
Kjarninn 28. ágúst 2018
Vill gera bólusetningar barna að skilyrði fyrir inntöku í leikskóla
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að bólusetningar verði gerðar að skilyrði við inntöku í leikskóla. Bólusetningar yngstu árganganna voru lakari síðustu tvö árin en áður hefur verið samkvæmt nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis.
Kjarninn 28. ágúst 2018
Losun frá flugi jókst milli ára
Losun frá flugi til og frá Íslandi jókst – líkt og fyrri ár – milli áranna 2016 til 2017 en aukningin var 13,2 prósent.
Kjarninn 28. ágúst 2018
Björgólfur hættir sem forstjóri Icelandair Group
Afkoman verður lakari en spár og áætlanir gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 27. ágúst 2018
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Þuríður Harpa: Fjármálaráðherra úr tengslum við veruleikann sem blasir við flestum
Formaður Öryrkjabandalagsins skrifar opið bréf til Bjarna Benediktssonar. Hún segist ekki geta skilið aðgerðar- og skeytingarleysi hans á annan hátt en að hann sé algjörlega úr tengslum við veruleikann sem blasir við flestum öðrum.
Kjarninn 27. ágúst 2018
Segir stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum vera „harðlínu sósíalisma“
Formaður Miðflokksins kallar forgangsröðun stjórnvalda í heilbrigðismálum sósíalisma og segir að marxísk endurskipulagning eigi sér stað. Þar vísar hann til þess að heilbrigðisráðherra hefur ekki viljað gera samninga við einkarekin heilbrigðisfyrirtæki.
Kjarninn 27. ágúst 2018
Einstaklingar sem búa í Garðabæ og á Seltjarnanesi hafa mun hærri tekjur af fjármagni en í höfuðborginni.
Mestar fjármagnstekjur á hvern íbúa í Garðabæ og á Seltjarnarnesi
Þegar skipting fjármagnstekna milli íbúa stærstu sveitarfélaga landsins er skoðuð kemur í ljós að tvö skera sig úr. Meðaltal fjármagnstekna á hvern íbúa var 132 prósent hærra á Seltjarnarnesi en í Reykjavík.
Kjarninn 27. ágúst 2018
Upplýsingar um Icelandair fjarlægðar úr kynningu WOW Air
Samanburðarupplýsingar milli WOW Air og Icelandair, sem voru í fjárfestakynningu fyrrnefnda félagsins, hafa verið fjarlægðar úr henni þar sem þær voru ekki réttar.
Kjarninn 26. ágúst 2018
Sá hugrakki látinn
John McCain lést í nótt úr krabbameini. Hann var meðal virtustu stjórnmálamanna Bandaríkjanna.
Kjarninn 26. ágúst 2018
Kanna þyrfti hvort hagræðing í bankakerfi gæti bætt kjör til almennings
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, fjallar ítarlega um stöðu efnahagsmála og segir hugsanlegt að hagræðing í bankakerfinu gæti stuðlað að betri kjörum til neytenda.
Kjarninn 25. ágúst 2018
Guðmundur Hjaltason stefnir íslenska ríkinu
Lögmaður Guðmundar segir málið meðal annars snúast um það hversu langt sé hægt að ganga í málarekstri gegn fólki sem vann í bankageiranum.
Kjarninn 25. ágúst 2018
Skýrslan var unnin fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Skýrsla stjórnvalda segir að fleiri þættir bæti lífskjör en fjöldi króna í launaumslagi
Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir forsætisráðuneytið segir að hægt sé að auka lífsgæði með öðru en launahækkunum. Þar eru nefndar aðgerðir sem hafa áhrif á húsnæðiskostnað, vaxtastig og frítíma.
Kjarninn 24. ágúst 2018
Brynjar Níelsson.
Segir fjölmiðlamenn eins og klappstýrur ásakana um óviðeigandi hegðun
Brynjar Níelsson segir að nú þyki ekkert tiltökumál að koma fram opinberlega og saka mann og annan um hvers kyns brot eða óviðeigandi hegðun, sem áttu að vera framin fyrir árum eða áratugum síðan og með því tvístra fjölskyldum og eyðileggja líf manna.
Kjarninn 24. ágúst 2018
Heildartekjur jafn háar og árið 2007
Árið 2017 voru heildartekjur einstaklinga að meðaltali 6,4 milljónir króna á ári og mánaðartekjur að jafnaði 534 þúsund krónur. Meðaltal heildartekna var hæst í Garðabæ eins og síðustu ár.
Kjarninn 24. ágúst 2018
Dómsmálaráðherrann ætlar ekki að láta Trump valta yfir sig
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki ætla að láta ráðuneyti sitt bogna undan pólitískum þrýstingi.
Kjarninn 23. ágúst 2018
Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Þrotabú United Silicon stefnir Magnúsi Garðarssyni öðru sinni
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er grunaður um að hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um yfir 600 milljóna króna fjárdrátt.
Kjarninn 23. ágúst 2018
Ármann Þorvaldsson.
„Föst laun eru mun hærri en æskilegt getur talist“
Forstjóri Kviku, Ármann Þorvaldsson, segir að íslenskar reglur um kaupauka séu mun strangari en í flestum Evrópulöndum og takmarki möguleika bankans til að aðlaga launakostnað að rekstrarárangri.
Kjarninn 23. ágúst 2018
Kjarnafæði og Norðlenska hefja samrunaviðræður
Eigendur Kjarnafæðis og Norðlenska hafa komist að samkomulagi um að hefja viðræður um samruna félaganna.
Kjarninn 23. ágúst 2018
Trump segist bera ábyrgð á greiðslunum og að þær hafi verið löglegar
Bandaríkjaforseti viðurkennir nú að hafa greitt tveimur konur samtals tæplega 300 þúsund Bandaríkjadali, til að tryggja að þær töluðu ekki um samband þeirra við forsetann.
Kjarninn 23. ágúst 2018
Menntun foreldra ræður minna um menntun barna en á hinum Norðurlöndunum
Nýleg rannsókn á menntun Íslendinga sýnir að gott aðgengi að menntastofnunum skiptir sköpum fyrir íslenskt samfélag og möguleika fólks.
Kjarninn 23. ágúst 2018
Nasrin Sotoudeh
Mannréttindalögfræðingur handtekinn
Nasrin Sotoudeh hefur verið fangelsuð fyrir það að taka að sér mál konu sem mótmælti því að þurfa að ganga með slæðu í Íran.
Kjarninn 22. ágúst 2018
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump mælir ekki með lögfræðiþjónustu Cohens
Bandaríkjaforseti segir á Twitter-reikningi sínum að ef fólk sé að leita sér að lögfræðiþjónustu þá skuli það ekki kaupa þjónustu Michael Cohens. Hann mærir aftur á móti Paul Mana­fort í annarri Twitter-færslu í dag.
Kjarninn 22. ágúst 2018
Skoða hvernig smásala lyfja hefur þróast
Velferðarráðuneytið hefur samið við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um gerð ítarlegrar úttektar á smásölu lyfja hér á landi. Áætlað er að stofnunin ljúki verkinu um næstu áramót.
Kjarninn 22. ágúst 2018
Kosningastjóri Trumps dæmdur og lögmaðurinn játar lögbrot
Óhætt er að segja að innstri hringur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sé nú í vanda.
Kjarninn 22. ágúst 2018
Hundruð sækja um íbúðir Bjargs
Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.
Kjarninn 21. ágúst 2018
155 milljónir söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 155 milljónir hafa safnast í hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram síðustu helgi. Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Hlutabréf í Skeljungi hækka
Hlutabréf í Skeljungi hækkuðu um rúm 9 prósent í rúmlega 400 milljóna króna viðskiptum í morgun.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka milli ára
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka um 15,2% milli áranna 2016 og 2017. Flutt voru út tæplega 610 þúsund tonn árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum meira en árið áður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Páfinn harmar glæpi presta gegn börnum
Prestar innan kaþólsku kirkjunnar hafa gerst sekir um að misnota þúsundir barna. Nýleg mál í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýna að yfirhylmingum var beitt til að þagga málin niður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Ráðamenn funduðu um stöðu flugfélaga
WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram. Stjórnvöld fylgjast náið með gangi mála.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Telja ekki skynsamlegt að breyta sköttum verulega á ökutæki og eldsneyti
Starfshópur telur gildandi kerfi skattlagningar ökutækja og eldsneytis í meginatriðum einfalt og haganlegt og telur ekki skynsamlegt að það taki stakkaskiptum.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Jón Pétursson
Jón Pétursson nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Formaður Miðflokksins ræður nýjan aðstoðarmann.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Sauðfjár- og kúabúum fer fækkandi
Búum með sauðfjárrækt sem aðalstarfsemi hefur fækkað um tæplega 14 prósent síðan árið 2008 og kúabúum með ræktun mjólkurkúa hefur fækkað um tæplega 11 prósent.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Ferðaþjónusta gæti „orðið fyrir áfalli“ vegna vaxandi samkeppni og kostnaðar
Gylfi Zoega telur blikur á lofti í ferðaþjónustu vegna mikillar samkeppni og mikils rekstrarkostnaðar.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Lögmaður Trumps grunaður um stórfelld fjár- og skattsvik
Yfirvöld rannsaka meðal annars hvort Michel Cohen hafi brotið gegn lögum um peningaþvætti og skattalögum.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins.
Segja handaband vera skilyrði fyrir dönskum ríkisborgararétti
Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkur Danmerkur telja rétt að neita innflytjendum um ríkisborgararétt vilji þeir ekki taka í höndina á öðrum Dönum.
Kjarninn 19. ágúst 2018
Erlent vinnuafl, sérstaklega í byggingariðnaði, er talið hafa stuðlað að mikilli uppbyggingu í kjölfar aukningar ferðamanna á síðustu árum.
ESB: Góðærið stjórnvöldum, erlendu vinnuafli og sparnaði Íslendinga að þakka
Ný skýrsla frá Evrópusambandinu um efnahagsárangur Íslands síðustu tíu ára þakkar fyrst og fremst viðbrögðum stjórnvalda við kreppunni, sveigjanleika í erlendu vinnuafli og auknum sparnaði íslenskra neytenda velgengnina.
Kjarninn 19. ágúst 2018
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Lilja Rafney telur hvalveiðar vera eðlilegar
Þingmaður Vinstri grænna leggst gegn fyrri samþykktum flokksins síns með því að verja rétt Íslendinga til hvalveiða.
Kjarninn 18. ágúst 2018
Hagnaður Landsvirkjunar tæpir 6 milljarðar á sex mánuðum
Landsvirkjun er með meira en 200 milljarða í eigin fé.
Kjarninn 17. ágúst 2018
Jón Pétur Zimsen
Jón Pétur Zimsen nýr aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra
Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur.
Kjarninn 17. ágúst 2018
Tekur við keflinu á „stærsta skemmtistað í heimi“
Nýr forstjóri Nova segir spennandi tíma framundan hjá Nova. Fráfarandi forstjóri; Liv Bergþórsdóttir, hefur stýrt félaginu um árabil. Efnahagur félagsins er traustur, en hagnaður jókst í fyrra frá árinu 2016 um tæplega 20 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2018
Embætti landlæknis varar við misnotkun lyfja
Vegna frétta undanfarið um notkun ungmenna á ávanabindandi lyfjum hefur Embætti landlæknis tekið saman upplýsingar um alvarleg áhrif og afleiðingar misnotkunar.
Kjarninn 17. ágúst 2018
Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir nýr forstjóri Nova
Stjórn Nova hefur ráðið Margréti B. Tryggvadóttur í starf forstjóra félagsins en hún var áður aðstoðarforstjóri fyrirtækisins.
Kjarninn 17. ágúst 2018