Helga Vala Helgadóttir er fyrsti skýrslubeiðandi.
Stjórnarandstaðan sameinast um að láta kanna loforð ráðherra í aðdraganda kosninga
Öll stjórnarandstaðan á Alþingi hefur lagt fram skýrslubeiðni til Ríkisendurskoðunar, með ósk um að skoðað verði hvernig ráðherrar úthlutu eða lofuðu fé í sumar, þegar þingið var ekki starfandi og kosningabarátta í gangi.
Kjarninn 17. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason
Flestir treysta Ásmundi Einari og fæstir Jóni Gunnarssyni
Nokkurn mun má sjá á trausti landsmanna til ráðherra eftir flokkslínum, samkvæmt könnun MMR, en ráðherrar Framsóknarflokksins njóta meira trausts og minna vantrausts en allir aðrir ráðherrar, að forsætisráðherra undanskildum.
Kjarninn 17. desember 2021
Umsækjendur um alþjóðlega vernd frá Venesúela hætta að fá skilyrðislausa vernd hér á landi
Frá og með 1. janúar næstkomandi mun Útlendingastofnun taka upp nýtt verklag þar sem lagt verður einstaklingsbundið mat á hverja umsókn sem kemur frá einstaklingum með venesúelskt ríkisfang með vísan til sjónarmiða um viðbótarvernd.
Kjarninn 17. desember 2021
Magnús Júlíusson
Magnús Júlíusson ráðinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu
Forstöðumaður orkusviðs N1 hefur verið ráðinn annar aðstoðarmaður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Kjarninn 17. desember 2021
Bólusett verður í einn dag í hverjum skóla, sautján skólum á dag.
Tryggt að foreldrar geti fylgt börnum í COVID-bólusetningu
Heilsugæslan hefur óskað eftir því að skólastarf verði fellt niður eða skert daginn sem bólusetning 5-11 ára barna fer þar fram í byrjun janúar. Það er gert vegna sóttvarnasjónarmiða „en líka til að lágmarka samanburð milli barna“.
Kjarninn 17. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
„Við erum ekki að fara að bjarga heiminum“
Nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir mikilvægt að ríkar umhverfiskröfur verði gerðar til stórnotenda á íslenskri orku sem og öðrum atvinnugreinum hérlendis í ítarlegu viðtali í jólablaði Vísbendingar.
Kjarninn 17. desember 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur með jóla- og áramóta minnisblað í smíðum
Kúrfan margumtalaða er ekki á þeirri niðurleið sem vonast var eftir með hertum innanlandsaðgerðum. Ef eitthvað er virðist hún á uppleið. Sóttvarnalæknir er að skrifa nýtt minnisblað. Í því verða tillögur að aðgerðum sem við þurfum að sæta yfir hátíðirnar.
Kjarninn 17. desember 2021
Farsímaáskriftum farið að fjölga á ný og „tæki í tæki“ áskriftir margfaldast
Í fyrra fækkaði farsímaáskrifum á íslenska fjarskiptamarkaðnum í fyrsta sinn milli ára frá 1994. Þeim hefur fjölgað á ný í ár. Fjöldi svo­kall­aðra „tæki í tæki“ áskrifta hefur farið úr 54 þúsund í byrjun síðasta árs í um 300 þúsund nú.
Kjarninn 17. desember 2021
Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmenn Pírata.
Píratar skiluðu gildum ársreikningi of seint til Ríkisendurskoðunar
Píratar skiluðu ársreikningi of seint til Ríkisendurskoðunar Allir flokkar sem eiga fulltrúa á þingi nema einn hafa skilað inn gildum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar, en frestur til þess rann út fyrir rúmum einum og hálfum mánuði.
Kjarninn 17. desember 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Vinstri græn högnuðust um 60 milljónir króna á síðasta ári
Flokkur forsætisráðherra fékk 92 prósent tekna sinna úr opinberum sjóðum á árinu 2020. Hann þáði engin framlög frá lögaðilum. Hagnaður Vinstri grænna jókst samt sem áður um 55 prósent milli ára.
Kjarninn 17. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og nú fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Hreinn Loftsson hættur sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar eftir tvær vikur í starfi
Annar aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur ákveðið að hætta. Tilkynnt var um ráðningu hans 1. desember síðastliðinn.
Kjarninn 16. desember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Eigið fé Framsóknar enn neikvætt en staðan batnaði verulega á síðasta kjörtímabili
Í árslok 2018 var eigið fé Framsóknarflokksins neikvætt um 56 milljónir króna og skuldir hans 239 milljónir króna. Stóraukin framlög úr ríkissjóði hafa lagað stöðuna og eigið féð um síðustu áramót var neikvætt um einungis 233 þúsund krónur.
Kjarninn 16. desember 2021
Sala tveggja flutningaskipa í brotajárn til Alang í Indlandi er ástæða þess að héraðssaksóknari hefur fengið húsleitarheimild hjá Eimskip.
Héraðssaksóknari ræðst í húsleit hjá Eimskip vegna skipanna sem enduðu í Indlandi
Héraðssaksóknara hefur verið veitt heimild til húsleitar á starfsstöðvum Eimskips á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Húsleitin tengist rannsókn á meintum brotum á lögum sem tengjast sölu tveggja flutningaskipa í brotajárn til Indlands.
Kjarninn 16. desember 2021
„Falsfréttir“ eru hugtak sem hefur rutt sér til rúms á undanförnum árum. Fólk virðist þó setja margt ólíkt undir þann hatt.
Pólitískar staðhæfingar stundum taldar til „falsfrétta“ og „rangra upplýsinga“
„Konan þarna í Viðreisn,“ sagði einn þátttakandi í spurningakönnun einfaldlega, er hann var beðinn um að nefna „falsfrétt“ eða „rangar upplýsingar“ sem hann hefði séð fyrir kosningar. Innan við helmingur sagðist hafa séð „falsfrétt“ í aðdraganda kosninga.
Kjarninn 16. desember 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsingakostnaður Viðreisnar rúmlega áttfaldaðist á árinu 2020
Greidd félagsgjöld til Viðreisnar á síðasta ári voru 15 þúsund krónur. Rekstrarkostnaður jókst umtalsvert og hagnaður flokksins dróst saman um 20 milljónir króna milli ára. Framlög til flokka úr ríkissjóði voru stóraukin á síðasta kjörtímabili.
Kjarninn 16. desember 2021
Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur.
Fleiri kjósendur Viðreisnar ánægðir með stjórn sem flokkurinn er ekki í en óánægðir
Eftir því sem fólk er eldra og er með hærri tekjur, því ánægðari er það með nýskipaða ríkisstjórn. Stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna eru allir mun ánægðari en ekki. Einungis fjögur prósent Sjálfstæðismanna eru ósáttir.
Kjarninn 16. desember 2021
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Börn bíða þess óttaslegin að vera send aftur á flótta á meðan við hin njótum „gjafa, matar, friðar og öryggis“
Þingmaður Pírata hvetur Alþingi og innanríkisráðherra að veita börnum á flótta og fjölskyldum þeirra þá jólagjöf að fá tafarlaust hæli hér á landi af mannúðarástæðum.
Kjarninn 16. desember 2021
Rauði kross Íslands sinnir hagsmunagæslu og annarri þjónustu við hælisleitendur á meðan þeir bíða úrlausn sinna mála í stjórnkerfinu.
Samningur um hagsmunagæslu hælisleitenda í óvissu
Eftir að málefnum útlendinga var skipt á milli tveggja ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn lítur dómsmálaráðuneytið svo á að forsendur fyrir framlengingu samnings við Rauða krossinn um þjónustu og aðstoð við hælisleitendur séu brostnar.
Kjarninn 16. desember 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn hagnaðist um 140 milljónir á þremur árum – Þorri tekna úr ríkissjóði
Launakostnaður Miðflokksins jókst um 125 prósent í fyrra og flokkurinn keypti sé fasteign. Tekjur flokksins, sem koma að uppistöðu úr ríkissjóði, munu dragast verulega saman eftir afhroð hans í síðustu kosningum.
Kjarninn 16. desember 2021
Hildur á móti en Eyþór með leiðtogaprófkjöri
Hildur Björnsdóttir vonast til þess að fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks samþykki að halda opið prófkjör í stað leiðtogaprófkjörs, líkt og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík samþykkti í gærkvöldi. Sitjandi oddviti er á öndverðu meiði.
Kjarninn 16. desember 2021
Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir hafa þegar tilkynnt að þau sækist eftir oddvitasætinu.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar í leiðtogaprófkjör í borginni
Ákveðið var í kvöld að viðhafa sama fyrirkomulag við val á oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og var fyrir kosningarnar 2018. Kosið verður um leiðtoga flokksins í borginni. Tveir borgarfulltrúar hafa þegar tilkynnt framboð.
Kjarninn 15. desember 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Flokkur fólksins átti 93 milljónir til ráðstöfunar um síðustu áramót
Auglýsinga- og kynningarkostnaður Flokks flokksins tæplega fimmfaldaðist í fyrra. Um 98 prósent tekna hans á síðasta ári kom úr ríkissjóði eða frá Alþingi. Framlög til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði voru stóraukin á síðasta kjörtímabili.
Kjarninn 15. desember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Eignir Sjálfstæðisflokks metnar á næstum milljarð – Ætlar að byggja 47 íbúða blokk
Rekstrarhagnaður stærsta flokks landsins var 111 milljónir króna í fyrra. Tvær af hverjum þremur krónum sem hann hafði í tekjur koma úr opinberum sjóðum og sjávarútvegsfyrirtæki eru áberandi á meðal þeirra lögaðila sem styrkja flokkinn.
Kjarninn 15. desember 2021
Gylfi Arnbjörnsson hefur verið fenginn til ráðgjafarstarfa í tengslum við mótun framtíðarskipulags mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Gylfi ráðinn sem ráðgjafi við mótun ráðuneytis Ásmundar Einars
Fyrrverandi forseti Alþýðusambandsins hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Kjarninn 15. desember 2021
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Fjölskyldum af þýskum gyðingaættum vísað frá í seinni heimsstyrjöldinni– „Þessi saga er að endurtaka sig“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar verði að sýna mannúð og samhug í verki og hjálpa barnafjölskyldum á flótta og fólki í neyð til að finna friðarhöfn og framtíð í öruggu landi.
Kjarninn 15. desember 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
„Sjálfstæðisflokkurinn kominn langt frá ábyrgum og skynsamlegum ríkisrekstri“
Þingmaður Viðreisnar spyr hvort þörf sé á öllum þeim 248 nýjum nefndum sem ríkisstjórnin stofnaði á síðasta kjörtímabili. Hún gagnrýnir enn fremur fjölgun ráðuneyta.
Kjarninn 15. desember 2021
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin hagnaðist um 40 milljónir króna í fyrra
Kostnaður við rekstur Samfylkingarinnar jókst um 50 prósent á árinu 2020. Eigið fé flokksins er rúmlega 200 milljónir króna og jókst um 120 prósent á tveimur árum. Framlög til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði voru stóraukin á síðasta kjörtímabili.
Kjarninn 15. desember 2021
Bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi samþykkti skattahækkun á fundi sínum í morgun.
Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði og útsvarið hækkar á Seltjarnarnesi
Einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi lagðist á sveif með minnihluta Samfylkingar og Viðreisnar/Neslista á bæjarstjórnarfundi í morgun. Útvarsprósentan á Seltjarnarnesi fer úr 13,7 prósentum upp í 14,09 prósent.
Kjarninn 15. desember 2021
Gríðarlegt magn af almennu sorpi er fargað með urðun í Álfsnesi.
Hagkvæmast að reisa margra milljarða sorpbrennslustöð í Álfsnesi
Urðun almenns sorps verður hætt í Álfsnesi árið 2023. Brennsla er talin betri kostur og hagkvæmast væri að staðsetja slíka stöð í Álfsnesi. Kostnaður við bygginguna yrði á bilinu 20-35 milljarðar.
Kjarninn 15. desember 2021
Vilhjálmur Árnason og Diljá Mist Einarsdóttir eru á meðal flutningsmanna í öllum málunum.
Vilja Sundabraut í einkaframkvæmd, RÚV af auglýsingamarkaði og afnema stimpilgjöld
Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki vilja að einkaaðilar fjármagni lagningu Sundabrautar, að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði án þess að það tekjutap verði bætt og afnema 7,1 milljarða stimpilgjöld. Þá vilja þeir að heimilshjálp verði frádráttarbær.
Kjarninn 15. desember 2021
Áslaug Hulda vill verða næsti oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Nýr oddviti mun leið Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í kosningunum í vor. Um er að ræða eitt sterkasta vígi flokksins, en hann fékk 62 prósent atkvæða í sveitarfélaginu árið 2018.
Kjarninn 15. desember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjáraukalög ársins bæta samtals 61,5 milljörðum krónum við gjöld ríkissjóðs
Ný framlög til heilbrigðismála og vegna atvinnuleysisbóta vega þyngst í seinni fjáraukalagafrumvarpi ársins 2021. Afkomuhorfur ársins 2021 eru um sex milljörðum krónum lakari en gert var ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga 2022 sem lagt var fram nýverið.
Kjarninn 15. desember 2021
Sjálfstæðismenn, eldra fólk, tekjuhærri og landsbyggðin ánægðust með nýja ríkisstjórn
Ný könnun sýnir að varla nokkur kjósandi Sjálfstæðisflokks er óánægður með nýja ríkisstjórn en að rúmlega fimmti hver kjósandi Vinstri grænna sé það. Ánægja með stjórnina mælist minnst hjá yngstu kjósendunum en mest hjá þeim elstu.
Kjarninn 15. desember 2021
Býfluga safnar safa úr blómum í Hyde Park.
Vilja endurheimta náttúru- og dýralíf Lundúna
Gangi metnaðarfull áform borgarstjóra Lundúna eftir gæti almenningsgarðurinn Hyde Park orðið heimkynni villtra dýra á borð við bjóra og förufálka á ný.
Kjarninn 14. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín: Er hér farið vel með skattfé almennings?
Þingmaður Viðreisnar spyr hvort kaup ríkisins á Hótel Sögu sé „hagstæður gjörningur fyrir hið opinbera“.
Kjarninn 14. desember 2021
Jódís Skúladóttir nýr þingmaður VG.
„Ég sé og ég heyri“
Nýr þingmaður VG segist þekkja fátækt af eigin raun og að hún myndi hjálpa öllum þeim sem leitað hafa til hennar með ákall um aðstoð ef hún gæti.
Kjarninn 14. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Leita lausna svo nota þurfi sem „allra minnst“ af olíu á vertíðinni
Notkun olíu sem varaafl til raforkuframleiðslu gengur þvert á bæði aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem og aðgerðaráætlun orkustefnu Íslands, segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Kjarninn 14. desember 2021
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Ríkisendurskoðun segir að gjalda þurfi varhug vegna lána ríkissjóðs til Betri samgangna
Ríkissjóður fær heimild til að lána félagi sem stofnað var utan um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu fjóra milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Ríkisendurskoðun minnir á það sem gerðist með fjármögnun Vaðlaheiðarganga.
Kjarninn 14. desember 2021
Landspítalann vantar 1,8 milljarð til að geta staðið undir óbreyttum rekstri og þróun
Landspítalinn á að fá um 82,5 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það er ekki nóg að mati starfandi forstjóra. Hún segir alls vanta tæplega 1,6 milljarða króna til að standa undir óbreyttum rekstri.
Kjarninn 14. desember 2021
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði vegna kaupa á Hótel Sögu og Mið-Fossum
Ríkissjóður borgar milljarða króna til að kaupa Hótel Sögu fyrir Háskóla Íslands, og mun eiga 73 prósent í byggingunni eftir kaupin á móti Félagsstofnun stúdenta. Byggingaréttur á lóðinni fylgir með.
Kjarninn 14. desember 2021
Gunnar Einarsson.
Gunnar Einarsson hættir sem bæjarstjóri í Garðabæ
Nýr bæjarstjóri mun taka við stjórninni í Garðabæ að loknum sveitarstjórnarkosningum í maí 2022. Sá sem hefur gegnt starfinu síðastliðinn 17 ár hefur tilkynnt að hann sé að hætta.
Kjarninn 13. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
„Ég mun ekki ná að leysa loftslagsvandann fyrir þessi jól“
Formaður Viðreisnar spurði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á þingi í dag hvað hann ætlaði sjálfur að gera til að tryggja raforkuflutning fyrir jólin.
Kjarninn 13. desember 2021
Heilbrigðisráðherra ræður Björn Zoëga sem ráðgjafa við breytingar á Landspítalanum
Fyrrverandi forstjóri Landspítalans, og núverandi forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn sem ráðgjafi heilbrigðisráðherra vegna breytinga á rekstri og yfirstjórn Landspítalans.
Kjarninn 13. desember 2021
Inga spyr forsætisráðherra: „Ætlarðu að reyna að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin?“
Formaður Flokks fólksins segir að desemberuppbót til öryrkja sé bjarnargreiði sem geri ekkert fyrir fátækasta fólkið í landinu. Hún spurði forsætisráðherrann á þingi hvort hún ætlaði að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin.
Kjarninn 13. desember 2021
Enn er margt á huldu um þær afleiðingar sem ómíkron-afbrigðið gæti haft. En það þarf ekki marga alvarlega veika sjúklinga til að margfalda álag á sjúkrahús.
Ómíkron gæti kaffært heilbrigðiskerfið
Þrátt fyrir að einkenni af völdum sýkingar af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar virðist vægari en af delta gæti hröð útbreiðsla þess sligað heilbrigðiskerfi.
Kjarninn 13. desember 2021
Eliza Reid er til viðtals í Bókahúsinu.
Kvenskörungar samtímans og sveitaböll
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Eliza Reid og Benný Sif Ísleifsdóttir ræða bækur sínar við Sverri Norland í nýjasta þættinum.
Kjarninn 13. desember 2021
Katrín Ólafsdóttir, dósent við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
Rödd starfsfólks í Bandaríkjunum sterkari eftir faraldurinn
Útlit er fyrir að staða launþega á vinnumarkaði vestanhafs sé öruggari nú en fyrir faraldurinn, samkvæmt vinnumarkaðshagfræðingi og dósent við viðskiptadeild HR.
Kjarninn 13. desember 2021
Villtar kanínur eru varar um sig og forðast hvers kyns ónæði.
Hvar eru kanínurnar?
Hvað hefur orðið um kanínurnar sem ætíð mátti sjá á göngu um Öskjuhlíð? Blaðamaður Kjarnans fór í fjölda rannsóknarleiðangra og leitaði svara hjá borginni og dýraverndarsamtökum.
Kjarninn 12. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Hin ólaunaða skipulags- og tilfinningavakt vanmetin
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að verkefni svokallaðrar þriðju vaktarinnar séu vanmetin og jafnvel sé álitið sjálfsagt að konur sinni þeim verkefnum frekar en karlar. Þriðja vaktin sé enn fremur margfalt þyngri fyrir konur en karla.
Kjarninn 12. desember 2021
Dóra Björt, Hildur, Eyþór og Þórdís Lóa tókust á í Silfrinu.
Öll styðja borgarlínu en „galdrarnir og töfrarnir“ felast í málamiðlun
Menningarstríð, eðlisfræði og „genasamsetning“ Reykvíkinga er meðal þess sem borgarfulltrúar tókust á um í Silfrinu. Hætt er við að borgarlínu og einkabíl sé stillt upp sem andstæðum pólum en lausnarorðin eru valfrelsi og málamiðlanir.
Kjarninn 12. desember 2021