Helgi Seljan
Niðurstaða siðanefndar RÚV hefur ekki áhrif á störf Helga Seljan
Fréttastofa RÚV stendur við allan fréttaflutning af málefnum Samherja. Niðurstaða siðanefndar RÚV vegna kæru fyrirtækisins á hendur ellefu starfsmönnum fjölmiðilsins er sú að tíu þeirra hafi ekki brotið siðareglur.
Kjarninn 26. mars 2021
Nokkur ummæli Helga Seljan á samfélagsmiðlum brutu gegn siðareglum RÚV
Siðanefnd RÚV hefur komist að niðurstöðu í kærumáli þar sem Samherji taldi að ummæli alls ellefu starfsmanna fjölmiðilsins brytu gegn siðareglum hans. Þorra málatilbúnaðarins er vísað frá eða ummælin sem um ræðir ekki talin brot á reglum.
Kjarninn 26. mars 2021
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Engin hætta á ferðum en stórslys sett á svið“
Þingmaður Viðreisnar furðar sig á viðbrögðum stjórnvalda við fréttaflutningi af meintu útflutningsbanni ESB á bóluefni til Íslands. Hún segir stjórnvöld hafa „manað upp“ storm í vatnsglasi og flutt æfðar ræður um hættu sem aldrei var til staðar.
Kjarninn 26. mars 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata.
„Almenningur er ekki samansafn af börnum“
Þingmaður Pírata segir að kanna verði rækilega hvernig frumvarp um bann við nafnlausum kosningaáróðri samræmist tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og lýðræðislegum gildum. Treysta þurfi fólki til að láta ekki vitleysu á netinu heilaþvo sig.
Kjarninn 26. mars 2021
Skattsvik, reiðufjárnotkun og einkahlutafélög stærstu hætturnar
Ríkislögreglustjóri telur skattsvik og reiðufjárnotkun, auk skorts á löggjöf og eftirliti á starfsemi einkahlutafélaga, vera helstu hætturnar hérlendis vegna peningaþvættis.
Kjarninn 26. mars 2021
Hjukrunarfræðingur sinnir COVID-veikum sjúklingi á spítala í Ósló.
Norðmenn fikra sig út úr svartnættinu
Flestar tölur um faraldurinn hafa síðasta mánuðinn verið á uppleið í Noregi. Smitfjöldi. Innlagnir á sjúkrahús. Innlagnir á gjörgæslu. Eftir dumbungslegar vikur hvað þetta varðar er loks farið að birta eilítið til. Pestin mun þó líklega geisa til maíloka.
Kjarninn 25. mars 2021
Janssen er dótturfélag bandaríska stórfyrirtækisins Johnson & Johnson.
Búist við litlu magni af bóluefni Janssen í apríl en síðan vaxandi fjölda skammta
Gert er ráð fyrir því að fyrsta sending af bóluefni Janssen komi hingað til lands 16. apríl. Ekki er ljóst hve mikið magn kemur, en búist er við að það verði lítið. Norsk og dönsk yfirvöld reikna með að fá færri skammta í apríl en áður var gert ráð fyrir.
Kjarninn 25. mars 2021
Það verður sífellt dýrara, og flóknara, fyrir ungt fólk að kaupa húsnæði upp á eigin spýtur.
Húsnæðiskaupmáttur fólks á þrítugsaldri lækkaði um 46 prósent frá 2001 til 2019
Hagvöxtur á Íslandi verður sá lægsti á meðal OECD-landa á þessu ári. BHM vill að stjórnvöld mæti heimilum landsins og tryggi að þau lendi ekki skuldavandræðum vegna húsnæðiskaupa. Verð húsnæðis hafi hækkað meira hér en nánast alls staðar annarsstaðar.
Kjarninn 25. mars 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: „Að fást við svona heimsfaraldur er eins og að klífa fjall“
Fjármála- og efnahagsráðherra svarar því ekki hvort stjórnvöld hafi endurmetið væntingar um fjölda ferðamanna sem koma til landsins í ár, í ljósi atburða síðustu daga.
Kjarninn 25. mars 2021
Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Kristrún: „Það er ekki hægt að skera sig niður í lægra skuldahlutfall“
Ríkisstjórnin ætti ekki að ráðast í fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir innan tveggja ára á meðan búist er við háu atvinnuleysi, að mati hagfræðings og þingframbjóðanda Samfylkingarinnar.
Kjarninn 25. mars 2021
Keflavíkurflugvöllur. Farþegum þar fækkaði um 81 prósent í fyrra miðað við árið 2019.
Það er flókið að reka flugvelli í heimsfaraldri
Tap Isavia eftir skatta nam 13,2 milljörðum árið 2020. Tekjusamdrátturinn á þessu ári faraldurs nam 62 prósentum og forstjórinn segir faraldurinn hreinlega hafa tekið völdin af stjórnendum opinbera hlutafélagsins.
Kjarninn 25. mars 2021
Alma Möller, landlæknir.
Búa Landspítala undir að taka við COVID-veikum börnum
Styrkja á getu Landspítalans til að taka við börnum sem veikst hafa af COVID. Reynslan frá Norðurlöndunum sýnir að 1,5 sinnum fleiri smitaðra þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna hins breska afbrigðis veirunnar.
Kjarninn 25. mars 2021
Stöðugur straumur fólks var í sýnatöku við Suðurlandsbraut 34 er Kjarninn leit þar við í morgun.
Átta smit greindust innanlands
Allir sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, en alls voru rúmlega 2.000 sýni tekin. Fimm smit greindust í landamæraskimun.
Kjarninn 25. mars 2021
Brúneggjamálið vakti mikla athygli síðla árs 2016. Fyrirtækið fór í þrot í kjölfar þess.
Eigendur Brúneggja stefna vegna fjögurra ára gamallar umfjöllunar
Meira en fjórum árum eftir að verðlaunaumfjöllun um Brúnegg birtist hefur þeim sem stóðu að umfjölluninni verið stefnt. Ritstjóri Kveiks segir að tilraunir Samherja til að sverta mannorð blaðamanna séu til skoðunar hjá alþjóðasamtökum blaðamanna.
Kjarninn 25. mars 2021
Georg Lúðvíksson forstjóri og meðstofnandi Meniga.
Meniga fær 1,5 milljarða króna fjármögnun
Meniga hyggst nýta féð til þess að efla sölu- og markaðsteymi sitt og leggja áherslu á vöruþróun og nýsköpun.
Kjarninn 25. mars 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Nýjar reglur ESB muni ekki hafa áhrif á Ísland
Stjórnvöld segja forsætisráðherra hafa fengið „skýr skilaboð“ í dag frá forseta framkvæmdastjórnar ESB um að nýjar reglur ESB um útflutningshömlur á bóluefnum muni ekki hafa áhrif á afhendingu bóluefna til Íslands.
Kjarninn 24. mars 2021
Svona var umhorfs í miðborg Reykjavíkur í upphafi samkomubannsins sem sett var á í mars í fyrra.
Það sem Þórólfur vildi og það sem Svandís gerði
Heilbrigðisráðherra fer í flestu að tillögum sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir innanlands. Þó er vikið frá þeim í tengslum við trúarsamkomur og veitingastaði.
Kjarninn 24. mars 2021
Ellefu börn í einum grunnskóla greindust með veiruna í gær.
Þrjár hópsýkingar – allar af völdum breska afbrigðisins
Breska afbrigði veirunnar er til muna meira smitandi en flest önnur og norskar rannsóknir sýna að spítalainnlagnir eru meira en tvöfalt algengari hjá öllum aldurshópum, einnig hjá börnum eldri en sex ára.
Kjarninn 24. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk „sannarlega“ hvatt til að vera sem minnst á ferðinni
Sama nálgun verður notuð á ferðalög fólks á næstu vikum og gert var í fyrravetur. Fólk verður „sannarlega“ hvatt til að „vera sem minnst á ferðinni,“ segir sóttvarnalæknir.Örfáir dagar eru til páska.
Kjarninn 24. mars 2021
Katrín Jakobsdóttir á fundinum í dag.
„Mjög fast“ gripið inn í með 10 manna fjöldatakmörkunum
Tíu manna fjöldatakmarkanir verða meginreglan næstu þrjár vikurnar. Margvíslegar takmarkanir verða á starfsemi í samfélaginu vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Hart er stigið niður, til að aðgerðir standi skemur, sagði forsætisráðherra.
Kjarninn 24. mars 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Segja óháða kunnáttumanninn gegna „mikilvægu hlutverki“
Samkeppniseftirlitið segir að þekkt sé að kostnaður vegna óháðra kunnáttumanna geti verið mismunandi. Lúðvík Bergvinsson, sem gegnir þeirri stöðu vegna samruna Festi við N1, hefur fengið rúmar tvær milljónir á mánuði í rúm tvö ár fyrir að gegna starfinu.
Kjarninn 24. mars 2021
Forseti Alþingis sá ástæðu til þess að gera alvarlegar athugasemdir við orðfæri Guðmundar Inga á þingi í dag en hann sagði ríkisstjórnina hafa skitið upp á bak.
Guðmundur Ingi: „Því miður hefur ríkisstjórnin skitið upp á bak“
Þingmaður Flokks fólksins segir ríkisstjórnina hafa klúðrað veiruvörnum. Hann segir formann flokksins hafa haft rétt fyrir sér þegar hún talaði fyrir sambærilegum aðgerðum í Kastljósi fyrir um ári síðan en hún hafi verið „höfð að háði og spotti fyrir.“
Kjarninn 24. mars 2021
Útflutningur á skyri minnkar þrátt fyrir aukinn kvóta
Skyrútflutningur til ESB-landa í fyrra var einungis þriðjungur af því sem hann var árið 2018, þrátt fyrir að útflutningskvótinn hafi margfaldast.
Kjarninn 24. mars 2021
Það má með sanni segja að umfjöllun BBC, undir fyrirsögn sem gæti útlagst sem „Hvernig Ísland stemmdi stigu við og hafði betur gegn veirunni“ á íslensku, hafi komið fram á óheppilegum tíma.
Staðan breytist hratt – BBC lýsti yfir sigri Íslands gegn veirunni á mánudagskvöld
Í fréttaskýringu BBC á mánudagskvöld var fyrir yfir það hvernig Íslandi hefði tekist að berja veiruna niður á ný og hvernig komist hefði verið í veg fyrir útbreiðslu breska afbrigðisins innanlands. Skjótt skipast veður í lofti.
Kjarninn 24. mars 2021
Ekki hafa fleiri greinst innanlands með veiruna á einum degi síðan í byrjun desember.
Ellefu börn greindust með COVID-19 í gær
Af þeim sautján sem greindust með smit innanlands í gær eru ellefu börn á aldrinum 6-12 ára. Smit kom upp í Laugarnesskóla og eru nú allir nemendur skólans í svokallaðri úrvinnslusóttkví sem og allir nemendur Laugalækjarskóla.
Kjarninn 24. mars 2021
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala.
Sextán smit innanlands – Tíu utan sóttkvíar
Alls greindust 16 smit innanlands í gær. Þar af voru 10 einstaklingar ekki í sóttkví.
Kjarninn 24. mars 2021
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Stýrivextir óbreyttir – Verða áfram 0,75 prósent
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir standi í stað. Ákvörðunin er í takti við spár.
Kjarninn 24. mars 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026 á mánudag.
Ekki gert ráð fyrir að setja pening úr ríkissjóði í nýja þjóðarleikvanga út árið 2026
Í fyrrahaust sendu stjórnvöld frá sér tilkynningar um byggingu nýrra þjóðarleikvanga fyrir knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Gefið var í skyn að framkvæmdir væru á næsta leiti. Ekkert er að finna um fjármögnun verkefnanna í nýrri fjármálaáætlun.
Kjarninn 24. mars 2021
Laugarnesskóli verður lokaður á morgun rétt eins og Laugalækjarskóli, en að minnsta kosti fimm smit hafa verið staðfest hjá kennara og nemendum í Laugarnesskóla.
Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví
Vegna fjölgunar smita í Laugarnesskóla hefur verið gerð krafa um að allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fari í úrvinnslusóttkví og haldi sig heima á miðvikudag.
Kjarninn 23. mars 2021
Bjórbruggun til einkaneyslu er bönnuð hér á landi.
Embætti landlæknis segir nei við heimabruggi
Í frumvarpi um breytingu á áfengislögum er lagt til að bruggun áfengis til einkaneyslu með gerjun verði heimiluð. Ekki verður hægt að fylgjast með heildardrykkju þjóðarinnar nái frumvarpið fram að ganga, segir í umsögn Embættis landlæknis um frumvarpið.
Kjarninn 23. mars 2021
Logi Einarsson og Katrín Jakobsdóttir ræddu um efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar og atvinnuleysi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Segir ríkisstjórn stefna að „sérstöku óskaskuldahlutfalli“ frekar en minnkuðu atvinnuleysi
Formaður Samfylkingar segir skuldastöðu ríkisins afleiðingu atvinnuástandsins og kallar eftir frekari aðgerðum til að minnka atvinnuleysi. Ríkisstjórnin hefur beitt sér til að milda höggið á efnahagslífið frá upphafi faraldurs að mati forsætisráðherra.
Kjarninn 23. mars 2021
Afneitun helfararinnar sögð geta leitt til uppgangs nasisma
Í umsögn Gyðingasafnaðarins á Íslandi við frumvarp um bann við afneitun helfararinnar segir að aukin menntun og fræðsla í bland við fjölbreytni og umburðarlyndi sé meðalið við fordómum. Ein umsögn um frumvarpið var send inn algjörlega svert.
Kjarninn 23. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur leggur til að bólusettir verði skimaðir við komuna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að bólusettir verði skimaðir einu sinni við komuna til landsins. Ekki hefur verið tekin afstaða til þessarar tillögu í ríkisstjórninni.
Kjarninn 23. mars 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Farþegar frá „eldrauðum“ svæðum þurfa að dvelja í sóttvarnahúsum
Ríkið ætlar að tryggja sér meira húsnæði undir sóttvarnahús. Farþegar sem koma frá þeim svæðum Evrópu þar sem nýgengi smita er hæst munu þurfa að dvelja þar á milli landamæraskimana. Sóttvarnalæknir lagði til að flestir eða allir færu í sóttvarnahús.
Kjarninn 23. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Minni framlög á vinnumarkaði næstu árin
Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að greiða 36 prósentum minna á vinnumarkaði og í atvinnuleysisbætur í ár en í fyrra, þrátt fyrir að búist sé við meira atvinnuleysi í ár.
Kjarninn 23. mars 2021
Guðmundur Gunnarsson
Guðmundur verður oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar mun leiða lista VIðreisnar í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum sem fara fram eftir sex mánuði og tvo daga.
Kjarninn 23. mars 2021
Ísland úr lofti. Alþjóðamál og tengdar öryggisógnir í hefðbundnum skilningi voru ekki ofarlega á lista, þegar svarendur voru beðnir um að nefna helstu áskoranir Íslands.
Tortryggni í garð Kína og vilji til aukins Norðurlandasamstarfs
Íslendingar voru spurðir út í afstöðu sína til alþjóðamála í nýlegri könnun á vegum Alþjóðamálastofnunar. Rúmur meirihluti vill sporna við kínverskri fjárfestingu í íslensku efnahagslífi og tæpt 41 prósent segist líta Atlantshafsbandalagið jákvæðum augum.
Kjarninn 23. mars 2021
Lúðvík Bergvinsson var skipaður sem óháður kunnáttumaður vegna sáttar Festi við Samkeppniseftirlitið.
Kostnaður Festi vegna óháðs kunnáttumanns 56 milljónir króna á rúmum tveimur árum
Festi ætlar að óska eftir breytingum á aðkomu Lúðvíks Bergvinssonar, sem skipaður var sem óháður kunnáttumaður vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Skipun Lúðvíks á að gilda fram í október 2023.
Kjarninn 22. mars 2021
Heimir Már Pétursson
Heimir Már Pétursson vill verða næsti formaður Blaðamannafélags Íslands
Nýr formaður Blaðamannafélags Íslands verður kjörinn í næsta mánuði. Hjálmar Jónsson hættir þá eftir að hafa setið sem formaður og framkvæmdastjóri frá árinu 2010.
Kjarninn 22. mars 2021
Spáð 2,6 prósenta hagvexti í ár
Gera má ráð fyrir að hagkerfið vaxi um 2,6 prósent í ár, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu. Búist er við meira atvinnuleysi og hærri verðbólgu í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 22. mars 2021
Tobba Marinós hættir hjá DV
Tobba hefur stýrt DV frá því í lok mars á síðasta ári. Hún ætlar nú að einbeita sér að fjölskyldufyrirtæki sem hún á ásamt móður sinni.
Kjarninn 22. mars 2021
Félag í eigu Síldarvinnslunnar er stærsti einstaki eigandi Sjóvár.
Ætla að færa hlutinn í Sjóvá út úr Síldarvinnslunni fyrir skráningu
Eignarhlutur Síldarvinnslunnar í SVN eignafélagi, stærsta eiganda Sjóvá, verður greiddur út sem arður til eigenda hennar áður en Síldarvinnslan verður skráð á markað síðar á þessu ári. Stærstu eigendurnir eru Samherji og fjölskylda Björgólfs Jóhannssonar.
Kjarninn 22. mars 2021
Þórólfur: Samfélagslegt smit útbreiddara en áður var talið
Ellefu manns greindust með COVID-19 innanlands um helgina, þar af voru fimm í sóttkví.
Kjarninn 22. mars 2021
21 COVID-19 smit greint um helgina
Tíu skipverjar súrálsskips sem kom til Reyðarfjarðar í gær eru í einangrun um borð í skipinu eftir að hafa greinst með COVID-19. Fimm til sex einstaklingar utan sóttkvíar greindust innanlands um helgina.
Kjarninn 22. mars 2021
80 nemendur Laugarnesskóla í sóttkví eftir að COVID-19 smit greindist
Nemendur og starfsmenn skólans sem eru útsettir fyrir smiti verða sendir í sýnatöku á morgun, þriðjudag.
Kjarninn 22. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins og Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn mælist nánast jafn stór og Miðflokkurinn
Bæði Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn mælast nokkuð undir kjörfylgi en Framsókn hefur unnið á síðustu vikur. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa bætt við sig samanlagt um tíu prósentustigum og Sósíalistar mælast með 5,7 prósent fylgi.
Kjarninn 22. mars 2021
Súrálið sem skipið kom með til landsins er fyrir álver Fjarðaráls við Reyðarfjörð.
Tíu með COVID-19 smit um borð í súrálsskipi við Reyðarfjörð
Hinir smituðu eru allir í einangrun og ekki er talin hætta á að smitið dreifi sér.
Kjarninn 21. mars 2021
Um 30 prósent vinnandi Íslendinga hafa fengið 21 milljarð króna í skattaafslátt
Tæpur þriðjungur vinnandi Íslendinga notar séreignarsparnað sinn til að greiða niður húsnæðisskuldir. Það fá þeir að gera skattfrjálst og lækka þar með skattbyrði sína umfram aðra umtalsvert.
Kjarninn 21. mars 2021
Stefán Vagn Stefánsson
Stefán Vagn leiðir fyrir Framsókn í Norðvesturkjördæmi
Framsóknarflokkurinn hefur lokið við að velja á lista sinn í Norðvesturkjördæmi og eftirmaður Ásmundar Einars Daðasonar í oddvitasætið liggur fyrir. Sitjandi þingmaður, sem sóttir eftir oddvitasæti, á litla sem enga möguleika á að halda sér á þingi.
Kjarninn 20. mars 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Ýmsar ástæður fyrir því að það gæti dregist að ná fullum efnahagsbata
Már Guðmundsson segir að það sé vandrataður meðalvegur á milli skemmri tíma verndar fyrir fyrirtæki og að hamla ekki æskilegri aðlögun að nýjum aðstæðum.
Kjarninn 20. mars 2021