Allar flugrekstrareignir þrotabús WOW air seldar
Gengið hefur verið frá sölu á öllum eignum þrotabús WOW air tengdum flugrekstri. Fyrrverandi stjórnendur WOW air höfðu ekki aðkomu að viðskiptunum og kaupin eru einnig ótengd WAB air.
Kjarninn 12. júlí 2019
Bretland með mestu hlutdeildina
Tekjur vegna sölu þorsks á alþjóðamarkaði námu 74,7 milljörðum króna.
Kjarninn 11. júlí 2019
Landsvirkjun semur um 19 milljarða sambankalán tengt sjálfbærnimarkmiðum
Fjárhagsstaða Landsvirkjunar er sterk þessi misserin, en fyrirtækið er að öllu leyti í eigu ríkisins.
Kjarninn 11. júlí 2019
Japanskt geimfar lenti á loftsteini
Loftsteinnin er í 300 kílómetra fjarlægð frá jörðu og vonast er til að geimfarið sem er ómannað geti safnað sýnum til að varpa ljósi á þróun sólkerfisins.
Kjarninn 11. júlí 2019
Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar.
Skora á SGS að slíta viðræðum við SNS og undirbúa verkfallsaðgerðir
Stéttarfélagið Framsýn skorar á aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands að slíta viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga og hefja undirbúning að sameiginlegum verkfallsaðgerðum í haust.
Kjarninn 11. júlí 2019
Þrettán sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra
Þrettán sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þar á meðal var Páll Magnússon, bæjarritari Kópavogs og Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Kjarninn 11. júlí 2019
Útflutningsverðmæti sjávarafurða jókst um 18 prósent milli ára
Helstu útflutningslönd voru Bretland og Frakkland. Þar á eftir koma Spánn, Noregur og Bandaríkin.
Kjarninn 11. júlí 2019
Tæpum þremur milljónum safnað í Málfrelsissjóð
Söfnun í Málfrelsissjóð hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. Hildur Lilliendahl og Oddný Aradóttir munu að öllum líkindum fá fyrstu úthlutun úr sjóðnum.
Kjarninn 11. júlí 2019
Framleiðni í byggingarstarfsemi vaxið hratt
Framleiðnivöxtur í byggingarstarfsemi hér á landi hefur verið töluvert hraðari en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum síðustu árin. Íslensk fyrirtæki í byggingarstarfsemi hafa aukið framleiðni um tæp 40 prósent frá árinu 2008.
Kjarninn 11. júlí 2019
Rannsókn yfirvalda í Lúxemborg á stjórnendum Kaupþings að ljúka
Rannsókn yfirvalda í Lúxemborg á stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings í Lindsor-málinu fer senn að ljúka en rannsóknin hefur staðið yfir í áratug. Ríkissaksóknari í Lúxemborg mun taka ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út.
Kjarninn 11. júlí 2019
Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán framlengt um tvö ár
Úrræðið um ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á húsnæðislán, sem átti að renna út í lok júní 2019, hefur verið framlengt um tvö ár. Ráðstöfunin framlengist hins vegar ekki sjálfkrafa hjá þeim sem eru að nýta sér úrræðið.
Kjarninn 10. júlí 2019
Skörp lækkun á markaðsvirði Icelandair
Útlit er fyrir að kyrrsetningin á Max vélunum frá Boeing muni vera í gildi í langan tíma í viðbót.
Kjarninn 10. júlí 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
SÍN í stað LÍN
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt drög að nýjum lögum um LÍN í samráðsgátt stjórnvalda. Með frumvarpinu er lagt til að innleitt verði nýtt námsstyrkjakerfi samhliða námslánakerfi.
Kjarninn 10. júlí 2019
Laun afar mismunandi eftir atvinnugreinum
Heildarlaun allra fullvinnandi launamanna voru að meðaltali 721 þúsund krónur á mánuði. Algengustu heildarlaun Íslendinga árið 2018 voru á bilinu 550 til 600 þúsund krónur á mánuði.
Kjarninn 10. júlí 2019
Nær helmingur fyrirtækja telur mögulegt að fjölga hlutastörfum
Ein leið til að auka þátttöku þeirra sem eru skerta vinnugetu er að fjölga hlutastörfum en aðeins 23 prósent af öllum störfum á landinu eru hlutastörf. Alls sögðust 49 prósent fyrirtækja í nýrri könnun telja það mögulegt að fjölga hlutastörfum.
Kjarninn 10. júlí 2019
Vinna að því að reisa nýtt flugfélag á grunni WOW air
Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag, WAB air, á grundvelli WOW. Írskur fjárfestingarsjóður hefur skuldbundið sig til þess leggja hinu nýja flugfélagi til 5,1 milljarð króna í nýtt hlutafé.
Kjarninn 10. júlí 2019
Félögum í Siðmennt fjölgað um fjórðung
Skráningum í Siðmennt hefur fjölgað um tæplega 25 prósent frá því í desember 2017 og eru nú yfir 3000 manns skráð í félagið. Um 13 prósent þeirra sem fermdust í ár fermdumst borgarlega á vegum Siðmenntar.
Kjarninn 9. júlí 2019
Kaupþing selur 20 prósent hlut í Arion banka fyrir 27,4 milljarða
Kaupþing hefur selt allan tuttugu prósenta hlut sinn í Arion banka. Sölu­verðið var 27,4 milljarðar og tæplega tíu milljarðar króna af söluandvirðinu fellur í skaut ríkissjóðs.
Kjarninn 9. júlí 2019
Kókaínframleiðsla í mikilli sókn í Kólumbíu
Þrátt fyrir að það sé vitað með frekar mikilli nákvæmni, hvaðan kókaínið í heiminum kemur til landa heimsins, þá gengur lítið að hefta framleiðsluna. Dauðsföllum vegna ofneyslu hefur farið fjölgandi.
Kjarninn 9. júlí 2019
Airbnb-íbúðir virðast ekki rata í auknum mæli á fasteignamarkað
Þrátt fyrir 29 prósent samdrátt í gistingu erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb þá eru ekki sérstakar vísbendingar um að Airbnb-íbúðir séu að rata í auknum mæli inn á fasteigna- eða langtímaleigumarkaðinn.
Kjarninn 9. júlí 2019
Segir bankana söluvænlegri nú en áður
Formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins segir að unnið sé eftir þeirri áætlun að söluferli á hlutum í ríkisbönkum geti hafist á þessu ári.
Kjarninn 9. júlí 2019
Þriðjungi fleiri sótt um greiðsluaðlögun
Það sem af er ári hafa borist 258 umsóknir um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara. Mikil fjölgun hefur orðið í umsóknum um greiðsluaðlögun hjá yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára, en umsækjendur úr þeim hópi voru 27 prósent allra umsækjenda í fyrra.
Kjarninn 8. júlí 2019
Deutsche Bank hagræðir og segir upp þúsundum starfsmanna
Þýski bankinn Deutsche Bank mun minnka umtalsvert og draga saman seglin í fjárfestingabankastarfsemi á öllum helstu starfsstöðvum sínum. Liður í þessum aðgerðum verður að segja upp þúsundum starfsmanna.
Kjarninn 8. júlí 2019
Ásgeir H. Reykfjörð ráðinn aðstoðarbankastjóri Arion banka
Nýr aðstoðarbankastjóri kemur frá Kviku.
Kjarninn 8. júlí 2019
Rúmlega 90 prósent ungs fólks með áskrift að Netflix
Um þrír af hverjum fjórum Íslendingum hafa aðgengi að Netflix. Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að hafa aðgengi að streymisveitunni en kjósendur Vinstri-grænna ólíklegastir.
Kjarninn 8. júlí 2019
Ríflega 92 milljóna króna munur í bónusgreiðslum á milli kynja í bandarískum fótbolta
Bandaríska karlalandsliðið gæti að hámarki hlotið 1.114.429 Bandaríkjadali í bónusgreiðslur miðað við 260.869 Bandaríkjadali hjá konum.
Kjarninn 8. júlí 2019
Verulega dregur úr umsvifum á fasteignamarkaði
Kaupsamningar í júní voru mun færri en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 8. júlí 2019
Leggja til bann við mismunun í netviðskiptum innan EES
Atvinnuvegaráðuneytið stefnir að því að leggja reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES fyrir Alþingi næsta vor. Formaður Neytendasamtakanna segir reglugerðina mikla réttarbót fyrir Íslendinga.
Kjarninn 8. júlí 2019
Hrókeringar í valdamestu opinberu embættum í fjármálageiranum
Eftir að Christine Lagarde varð fyrir valinu sem næsti yfirmaður Seðlabanka Evrópu, losnaði um stöðu hennar sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 7. júlí 2019
Greta Thunberg er helsta ógn olíufyrirtækja
Hin sextán ára Greta Thunberg segist taka titlinum sem helsta ógn olíufyrirtækja sem stærsta hrósi sem hún hafi hlotið.
Kjarninn 7. júlí 2019
Dögg Pálsdóttir, lögmaður Læknafélags Íslands.
Minnir á rétt lækna til að skorast undan störfum í ljósi nýrra laga um þungunarrof
Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur Læknafélags Íslands og fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikilvægt að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn þekki rétt sinn, gagnvart framkvæmd þungunarrofs, til fylgja samvisku sinni og sannfæringu.
Kjarninn 6. júlí 2019
Virði banka gæti rýrnað - Beðið eftir Bankasýslunni
Áhugi á því að kaupa ríkisbankanna, Íslandsbanka og Landsbankann, er lítill sem enginn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 6. júlí 2019
Margrét Vilborg hlaut aðalverðlaun kvenfrumkvöðla
Sprotafyrirtækið PayAnalytics er í örum vexti þessi misserin.
Kjarninn 5. júlí 2019
Rúmlega fimm þúsund heimili fengu fjárhagsaðstoð árið 2018
Rúmlega fjörtíu prósent heimila sem hlutu fjárhagsaðstoð árið 2018 voru heimili barnlausra einstæðra karla.
Kjarninn 5. júlí 2019
Engin lög eða reglugerðir sem skilgreina hvað sé kolefnisjöfnun
CarbFix er vissulega kolefnisbinding, en hvort það teljist sem kolefnisjöfnun er flóknara að mati Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 5. júlí 2019
Nýir hluthafar bætast við hluthafahóp Kjarnans
Nýir hluthafar hafa keypt hluti af Kjarnanum miðlum í Kjarnanum miðlum.
Kjarninn 5. júlí 2019
Morgunblaðið braut gegn siðareglum
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að blaðamaður og ritstjórn Morgunblaðsins hafi brotið gegn siðareglum og að brotið sé ámælisvert.
Kjarninn 5. júlí 2019
Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO
Náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs þykir einstök fyrir mannkynnið.
Kjarninn 5. júlí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: Ítök atvinnurekenda innan lífeyrissjóðanna engan vegin ásættanleg
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki eiga von á að vera formaður lengi en segist meðal annars vilja berjast gegn „spillingunni“ sem á sér stað innan lífeyrissjóðakerfisins á meðan hann er enn við störf.
Kjarninn 5. júlí 2019
30 prósent stjórnenda sjá fram á fækkun starfsmanna
63 prósent stjórnenda sjá fram á samdrátt í íslensku hagkerfi samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 5. júlí 2019
Öðru hverju rúmi á einni bráðageðdeild lokað í fjórar vikur
Frá og með deg­in­um í dag verður þjón­usta verulega skert á einni af þremur bráðageðdeildum Landspít­al­ans. Um helm­ingi rúm­anna á deild­inni, 15 af 31 rúmi, verður lokað og munu þau standa lokuð fram yfir verslunarmannahelgi.
Kjarninn 5. júlí 2019
Vöruviðskipti óhagstæð um 22,8 milljarða króna í júní 2019
Bráðabirgðatölur Hagstofunnar gefa til kynna að vöruviðskipti eru óhagstæðari en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 4. júlí 2019
Efling styður forystu VR í lífeyrissjóðsmálinu
Umdeild ákvörðun forystu VR, um að afturkalla umboð stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verslunarmanna, nýtur stuðnings Eflingar.
Kjarninn 4. júlí 2019
Vilja kaupa eignir Rio Tinto á Íslandi
Glencore Aluminum og Trimet Aluminum hafa áhuga á að kaupa eignir Rio Tinto á Íslandi, samkvæmt heimildum The New York Times. Eignirnar eru metnar á allt að 350 milljónir Bandaríkjadala.
Kjarninn 4. júlí 2019
3,8 milljarða stjórnvaldssekt lögð á þrotabú WOW air
Umhverfisstofnun hefur lagt um 3,8 milljarða stjórnvaldssekt á þrotabú WOW Air vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. Um er að ræða langhæstu sekt sem Umhverfisstofnun hefur lagt á.
Kjarninn 4. júlí 2019
Flóttafólk mótmælir þann 13. febrúar 2019
Afgönsku fjölskyldunum tveimur ekki vísað úr landi í þessari viku
Sarwary og Safari fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í þessari viku.
Kjarninn 4. júlí 2019
Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson sýknaðir í CLN-málinu
Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson voru allir sýknaðir í CLN-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Kjarninn 4. júlí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór segir dreifibréf FME staðfesta að engin lög hafi verið brotin
Formaður VR segir gott að fá það staðfest af Fjármálaeftirlitinu að engar reglur eða lög hafi verið brotin þegar VR afturkallaði umboð stjórnarmanna sinna í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og vísar þar til dreifibréfs FME frá því í gær.
Kjarninn 4. júlí 2019
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmála-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Óskar eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar þar sem hann óskar eftir fundi hið fyrsta til að fara yfir mál barna sem endursenda á til Grikklands þar sem fjölskyldunum hefur verið veitt alþjóðleg vernd.
Kjarninn 4. júlí 2019
Tæplega fjörutíu þúsund færri ferðamenn
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 195 þúsund í júnímánuði eða um 39 þúsund færri en í júní í fyrra. Fækkun milli ára nemur 16,7 prósentum.
Kjarninn 4. júlí 2019