Volker Türk, framkvæmdastjóri mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna
Stórefast um að smyglarar láti segjast – Rúandaleiðin líkleg til að mistakast
Að gera samning við Rúanda um að taka við fólki sem leitar hælis í Bretlandi er ekki heilbrigð skynsemi líkt og forsætisráðherrann vill meina, segir framkvæmdastjóri mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 22. desember 2022
Flestir þeirra sem undirrituðu samninganna 12. desember síðastliðinn fyrir hönd félagsmanna stilltu sér upp í myndatöku í kjölfarið. Á myndina vantar hins vegar Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, sem sagðist ekki hafa haft geð í að láta mynda sig.
VR búið að samþykkja kjarasamninga – 82 prósent sögðu já
Kosningu um nýjan skammtímakjarasamning stærsta stéttarfélags landsins lauk í hádeginu í dag. Hann var samþykktur með afgerandi hætti. Búið er að samþykkja samninga fyrir um 80 prósent af almenna vinnumarkaðnum.
Kjarninn 21. desember 2022
Diljá Ragnarsdóttir.
Kosningastjóri Samfylkingarinnar nýr aðstoðarmaður borgarstjóra
Aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar síðan 2014 hefur ráðið sig til starfa hjá dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Við aðstoðarmannastarfinu tekur Diljá Ragnarsdóttir.
Kjarninn 21. desember 2022
Kosningaþátttaka í síðustu alþingiskosningum var mest á meðal kosningabærra einstaklinga sem hafa engan erlendan bakgrunn, 83 prósent, en minnst meðal innflytjenda, 42,1 prósent.
42,1 prósent innflytjenda greiddu atkvæði í síðustu alþingiskosningum
Kosningaþátttaka innflytjenda í síðustu alþingiskosningum var 42,1 prósent, um helmingi minni en kosningaþátttaka í heildina, sem var 80,1 prósent. Enginn innflytjandi á sæti á þingi en 3,2 prósent varaþingmanna eru innflytjendur.
Kjarninn 21. desember 2022
Maður fer í PCR-próf í bás úti á götu í Shanghaí.
Núll-stefnan loks frá og COVID-bylgja á uppleið
Eftir að hörðum aðgerðum vegna COVID-19 var loks aflétt í Kína nýverið hóf bylgja smita að rísa. Tugþúsundir gætu látist.
Kjarninn 21. desember 2022
Kjarninn og Stundin sameinast
Nýr óháður fjölmiðill í dreifðu eignarhaldi með nýju nafni mun verða til á nýju ári. Hann verður byggður á ráðandi hugmyndafræði Kjarnans og Stundarinnar. Áhersla verður lögð á rannsóknarblaðamennsku, greiningar og daglegar fréttir.
Kjarninn 21. desember 2022
Hríseyjarferjan Sævar.
Eysteinn Þórir hreppti Hríseyjarferjuna
Vegagerðin tók lægsta boði í rekstur Hríseyjarferjunnar á árunum 2023-2025. Eysteinn Þórir Yngvason bauð rúm 85 prósent af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar í reksturinn, fyrir hönd óstofnaðs félags, en hann rak Viðeyjarferjuna frá 1993 til 2008.
Kjarninn 20. desember 2022
Ríkið leggur 15 milljarða króna Keldnalandið inn í Betri samgöngur
Keldnalandið verður þróað til að samræmast áformum um þéttingu byggðar á samgöngu- og þróunarás Borgarlínu. Deiliskipulag fyrir fyrstu uppbyggingarreiti á að þróa á næsta ári. Það mun taka 20 mínútur að komast með Borgarlínu frá Keldum á Lækjartorg.
Kjarninn 20. desember 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun leggja frumvarpið fram í vor.
Stöðva á notkun félaga til að greiða lægri skatta og láta fjármagnstekjufólk borga útsvar
Frumvarp um að láta þá sem skrá laun sem fjármagnstekjur greiða útsvar og borga tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts er væntanlegt í apríl á næsta ári. ASÍ hefur áætlað að tekjur ríkissjóðs geti aukist um átta milljarða á ári við þetta.
Kjarninn 20. desember 2022
Hagnaður í sjávarútvegi var 89 milljarðar króna í fyrra.
Hagnaður sjávarútvegs þrefaldaðist milli ára en afkoma tæknifyrirtækja breyttist lítið
Tekjur íslenska viðskiptahagkerfisins, án fjármálastarfsemi og lyfjaframleiðslu, jukust um 18 prósent í fyrra og langt umfram verðbólgu, sem var 5,1 prósent. Það er þriðja mestu aukningu á tekjum hagkerfisins síðan árið 2002.
Kjarninn 19. desember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður SGS.
Kjarasamningur SGS samþykktur hjá öllum 17 aðildarfélögunum
Yfir 85 prósent þeirra félagsmanna sem greiddu atkvæði um nýjan kjarasamning SGS og SA sögðu já. Samningurinn var samþykktur með afgerandi hætti hjá öllum þeim 17 félögum sem eiga aðild að samningnum.
Kjarninn 19. desember 2022
Elon Musk keypti Twitter í lok október.
Elon Musk að hætta sem forstjóri Twitter eftir að notendur kusu hann afgerandi burt
Í gær bauð Elon Musk, eigandi Twitter og einn ríkasti maður í heimi, notendum að kjósa um hvort hann ætti að halda áfram sem forstjóri. Niðurstaðan var afgerandi. Þær tæplega 18 milljónir sem kusu vildi Musk burt úr stólnum.
Kjarninn 19. desember 2022
Laugardalslaug og öllum öðrum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað í dag.
Nær öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins lokað vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun
Loka þarf nær öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins í dag sökum bilunar í Hellisheiðarvirkjun, sem skerðir framleiðslugetu á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins um að minnsta kosti 20 prósent.
Kjarninn 19. desember 2022
Sveitar- og bæjarfulltrúar og sveitar- og bæjarstjórar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps fóru í vettvangsferð ásamt fulltrúum KPMG í haust.
Sameinað sveitarfélag yrði „sterkari rödd frá sunnanverðum Vestfjörðum“
Óformlegar viðræður um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar eru hafnar. Samgöngubætur eru eitt helsta baráttumál beggja sveitarfélaga í dag „og stærra sveitarfélag og sterkara,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð.
Kjarninn 19. desember 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna ekki dregist jafn mikið saman í næstum tólf ár
Í fyrsta sinn síðan í lok árs 2012 og byrjun árs 2013 gerðist það í ár að kaupmáttur ráðstöfunartekna dróst saman tvo ársfjórðunga í röð. Á þriðja ársfjórðungi dróst hann saman um 6,1 prósent, sem er mesti samdráttur sem hefur mælst frá 2010.
Kjarninn 18. desember 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á þinginu í síðustu viku.
Bjarni tók upp hanskann fyrir almenningssamgöngur
Fjármála- og efnahagsráðherra sagði á þingi á dögunum að honum þætti formaður Miðflokkins tala um almenningssamgöngur eins og þær skiptu engu máli. „Ég er ekki sammála því,“ sagði Bjarni.
Kjarninn 17. desember 2022
Ríkasta 0,1 prósentið skuldaði nánast ekkert en átti eignir upp á 330 milljarða
Flestir landsmenn eiga þorra hreinnar eignar sinnar í steypu, húsnæðinu sem þeir búa í. 90 prósent þeirra skulda rúmlega helminginaf virði eigna sinna. Þannig er málum ekki háttað hjá þeim sem eiga mest.
Kjarninn 17. desember 2022
Sveitarfélögin munu geta lagt á allt að 14,74 prósenta útsvar á næsta ári.
Hámarksútsvar hækkað um 0,22 prósentustig og tekjuskattur lækkaður á móti
Fjármála- og efnahagsráðuneytið útfærði tillögur um hækkun hámarksútsvars og lækkun tekjuskatts til að koma til móts við útgjaldaaukningu sveitarfélaga vegna málaflokks fatlaðs fólks. Hámarksútsvar má verða 14,74 prósent á næsta ári.
Kjarninn 17. desember 2022
Sveitarstjóri Múlaþings segir áherslu um að taka fyrst og fremst á móti flóttafólki frá Úkraínu komna frá eigendum Eiða sem boðið hafa húsnæðið fyrir móttöku flóttafólks.
Segir Múlaþing ekki vera að útiloka flóttafólk frá öðrum ríkjum en Úkraínu
Múlaþing ætlar að leggja „sérstaka áherslu“ á móttöku flóttafólks frá Úkraínu í samningi sem sveitarfélagið gerir við stjórnvöld um samræmda móttöku flóttafólks. Sveitarstjóri segir sveitarfélagið ekki vera að útiloka flóttafólk frá öðrum ríkjum.
Kjarninn 16. desember 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Einn Héraðsdómur verði með yfirstjórn í Reykjavík en átta starfsstöðvar um landið
Starfshópur dómsmálaráðherra um sameiningu héraðsdómstólanna átta í eina stofnun leggur til að sameinaður dómstóll fái nafnið Héraðsdómur og hafi áfram starfsemi á þeim átta stöðum þar sem héraðsdómstólar starfa í dag.
Kjarninn 16. desember 2022
Reykjavíkurborg dreifði 64 blaðsíðna riti um uppbyggingu íbúða í borginni í 60.500 eintökum í síðasta mánuði.
Gagnrýna 13,3 milljóna húsnæðisbækling á tímum niðurskurðar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks í borgarráði gagnrýna að borgin hafi varið 13,3 milljónum króna í útgáfu rits um húsnæðisuppbyggingu á sama tíma og samþykkt hafi verið að skera niður bókakaup grunnskóla og opnunartíma félagsmiðstöðva.
Kjarninn 16. desember 2022
Hanna Katrín Friðrikssin, þingmaður Viðreisnar.
Framkoma meirihluta fjárlaganefndar „ekkert annað en skandall“
Þingmaður Viðreisnar segir fjölmiðla sitja eftir með enn óreiðukenndari mynd af rekstrarhorfum sínum eftir tilraun meirihluta fjárlaganefndar til að veita N4 100 milljón króna styrk. Styrkveitingin getur ekki talist til ábyrgra fjármála.
Kjarninn 16. desember 2022
Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja ganga til fundar við fjölmiðla í Kaupmannahöfn í gær.
„Top-topskat“, stytting háskólanáms og venjulegur vinnudagur á kóngsbænadegi
Ný dönsk ríkisstjórn ætlar að fjölga tekjuskattsþrepunum úr tveimur í fjögur, stytta þann tíma sem stúdentar geta notið námsstyrkja og hækka laun ótilgreindra starfsstétta hjá hinu opinbera. 15 karlar og 8 konur eru í nýrri ríkisstjórn Mette Frederiksen.
Kjarninn 15. desember 2022
Íþróttafélagið ÍBV metur heildartjón sitt vegna samkomutakmarkana á yfir 300 milljónir króna. Félagið telur sig eiga inni fé hjá stjórnvöldum.
Segir aðstoðarmann Ásmundar Einars hafa „staðfest“ að ÍBV ætti að fá 100 milljóna styrk
ÍBV telur sig eiga inni 60 milljónir króna af alls 100 milljónum sem samþykkt var að úthluta til íþrótta- og æskulýðsfélaga á fjáraukalögum í fyrra. Aðstoðarmaður ráðherra er sagður hafa lofað þessari upphæð, bæði í samtölum og smáskilaboðum.
Kjarninn 15. desember 2022
Lárus Blöndal stjórnarformaður og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Leggur til að Lárus og Jón Gunnar hljóti heiðurslaun listamanna
Þrátt fyrir að einungis 25 manns geti notið heiðurslauna listamanna á hverjum tíma hefur þingmaður Pírata lagt fram tillögu á Alþingi um að forsvarsmenn Bankasýslu ríkisins bætist við sem 26. og 27. maður á lista.
Kjarninn 15. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Segir bókhaldsblekkingar ríkisstjórnarinnar við hækkun barnabóta draga úr trausti
Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina beita bókhaldsblekkingum við hækkun barnabóta. Samfylkingin dró tillögu sína um aukningu upp á þrjá milljarða króna til barnabóta á árinu 2023 til baka en ætlar nú að leggja hana aftur fram.
Kjarninn 15. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á vettvangi Evrópuráðsins fyrr á þessu ári. Ísland tók við formennsku í ráðinu í nóvember af Írum.
Það kostar hálfan milljarð að auka viðbúnað lögreglu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins
Ísland tók við formennsku í Evrópuráðinu í nóvember. Í maí á næsta ári verður haldinn fjórði leiðtogafundur þess í tæplega 74 ára sögu þess haldinn á Íslandi. Búist er við tugum þjóðarleiðtoga til landsins.
Kjarninn 15. desember 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Fjárlaganefnd dregur í land með 100 milljóna styrk til N4 „í ljósi umræðu í fjölmiðlum“
„Í ljósi umræðu í fjölmiðlum beinir meiri hlutinn því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gilda um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp.“
Kjarninn 14. desember 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Vill vita hvort tengsl þeirra sem sóttust eftir opinberu fé við nefndarmenn hafi verið metin
Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti að veita 100 milljónum úr rík­is­sjóði „vegna rekst­­urs fjöl­miðla á lands­­byggð­inni sem fram­­leiða eigið efni fyrir sjón­­varps­­stöð“ eftir að N4 bað um það. Einn nefndarmanna er mágur framkvæmdastjóra N4.
Kjarninn 14. desember 2022
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bergþór Ólason, segja Útlendingastofnun ekki hrósað nóg á Alþingi og bættu úr því undir störfum þingsins í dag þar sem þeir hrósuðu stofnuninni fyrir viðbrögð við jóladagatali RÚV.
Hlutverk RÚV ekki „að mála opinbera embættismenn upp sem einhverjar grýlur“
Þingmenn Miðflokksins hrósa Útlendingastofnun fyrir viðbrögð við jóladagatali RÚV þar sem meðal annars er fjallað um fólk á flótta. Formaður Miðflokksins segir stofnunina hafa orðið fyrir árásum og áróðri af hálfu annarrar ríkisstofnunar.
Kjarninn 14. desember 2022
Hækkun barnabóta kostar tvo milljarða, en ekki fimm eins og ríkisstjórnin hélt fram
Fyrir lá að skerðingar vegna launahækkana myndu skerða barnabótagreiðslur um þrjá milljarða í ár ef skerðingarmörk yrðu ekki hækkuð. Ríkisstjórnin taldi þá þrjá milljarða með þegar hún sagðist vera að efla barnabótakerfið um fimm milljarða.
Kjarninn 14. desember 2022
Biðst afsökunar á að tilkynning um 30 prósent leiguhækkun hafi ekki verið nærgætnari
Stjórnarformaður Ölmu leigufélags segir að 30 prósent hækkun á leigu leigutaka félagsins hafi verið „fullkomlega eðlileg aðlögun að gjörbreyttu markaðsverði í miðborginni.“ Það hefði þó mátt tilkynna hana með nærgætnari hætti.
Kjarninn 14. desember 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar. Hún er einn þeirra nefndarmanna stjórnarflokkanna sem stendur að því að veita N4 rekstrarstyrk. Fjölmiðlafyrirtækið er staðsett í kjördæmi Bjarkeyjar.
N4 náði fram 100 milljóna styrk úr ríkissjóði eftir að hafa einfaldlega beðið um hann
Fjölmiðillinn N4 sendi beiðni um sérstakan styrk til fjárlaganefndar. Beiðnin er rökstudd með upplýsingum sem eru að hluta til rangar. Meirihluti fjárlaganefndar ákvað að veita 100 milljón króna styrk til landsbyggðarfjölmiðla.
Kjarninn 14. desember 2022
Randalín og Mundi eru aðalsöguhetjurnar í nýju jóladagatali sem sýnt er á RÚV þessa dagana.
„Í alvörunni vinna engar gribbur hjá Útlendingastofnun“
Útlendingastofnun hefur sett upp nýjan vef, með svörum við spurningum sem gætu vaknað hjá börnum við áhorf jóladagatalsins sem sýnt er á RÚV núna á aðventunni. Þar kemur auk annars fram að í alvörunni vinni engar gribbur hjá stofnuninni.
Kjarninn 13. desember 2022
Vindorkuver á landi eru í augnablikinu ódýrari valkostur en slík ver á hafi úti. Þó eru stórtæk áform um vindorkuver í hafi í pípunum víða um heim.
Spá stökkbreyttu orkulandslagi á allra næstu árum
Innrás Rússa í Úkraínu og áhyggjur af orkuskorti hafa orðið til þess að fjölmörg ríki eru að taka risastór stökk í þá átt að virkja endurnýjanlega orkugjafa á borð við sólar- og vindorku.
Kjarninn 13. desember 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Samningurinn í gær er „draumasamningur íslenskrar auðstéttar“
Formaður Eflingar segir félagið ekki ætla að láta „láta smala okkur inn í einhverja rétt sem Samtök atvinnulífsins hafa reist til þess að þurfa einhvern veginn að gleypa það sem aðrir hafa undirritað og það sem við teljum óásættanlegt.“
Kjarninn 13. desember 2022
Stefán Ólafsson.
Sérfræðingur Eflingar segir að svo virðist sem menn hafi samið af sér í bullandi hagvexti
Kaupmáttarrýrnun ársins 2022 verður ekki bætt í samningnum sem undirritaður var í dag og kaupmáttaraukning á næsta ári verður mun minni en sú sem tryggð var í lífskjarasamningnum, segir Stefán Ólafsson.
Kjarninn 12. desember 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Félagsmálaráðherra fagnar ákvörðun héraðsdóms í máli Husseins
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra sagðist í ræðustóli Alþingis leyfa sér að fagna niðurstöðunni í máli Hussein Hussein og að hann teldi að tryggja þyrfti að umsókn hans um vernd fengi efnismeðferð hér á landi.
Kjarninn 12. desember 2022
Lögreglumenn tóku Hussein Hussien úr hjólastólnum og báru hann inn í bíl. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu var ekki heimilt að vísa honum úr landi.
Úrskurður kærunefndar í máli Hussein felldur úr gildi
Hussein Hussein, íraskur hælisleitandi, og fjölskyldahans komu aftur til Íslands um helgina. Héraðsdómur felldi í dag úrskurð kærunefndar útlendingamála í máli hans úr gildi.
Kjarninn 12. desember 2022
Það styttist í að húsið sem um ræðir verði fullklárað.
Borgin eignast og endurselur 19 íbúðir af 81 í nýju fjölbýli í Laugarnesi
Borgarráð hefur samþykkt kaupsamninga um 19 íbúðir í nýju fjölbýlishúsi á Kirkjusandi, auk rýmis fyrir leikskóla, sem áætlað er að fáist afhent í vor. Tíu íbúðir verða seldar til Félagsbústaða, en ekki liggur fyrir hvernig hinum níu verður ráðstafað.
Kjarninn 12. desember 2022
Setið var á fundum fram undir morgun í Karphúsinu og náðust samningar eftir fund sem hafði staðið í um 20 klukkustundir.
Samningar náðust eftir 20 klukkustunda setu í Karphúsinu
VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot iðnaðar- og tæknifólks hefur náð samningi við Samtök atvinnulífsins um nýja kjarasamninga. Ríkisstjórnin kynnir yfirlýsingu vegna kjarasamninga í dag.
Kjarninn 12. desember 2022
Róbert Wessman, verðandi forstjóri og stjórnarformaður Alvotech, og Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands.
Markaðsvirði Alvotech jókst um 68 milljarða króna á tveimur dögum
Í desember var tilkynnt um forstjóraskipti hjá Alvotech og að lyf félagsins væri komið í sölu í 16 Evrópulöndum og Kanada. Alvotech, sem tapaði 28 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, var svo fært á Aðalmarkaðinn í vikunni.
Kjarninn 11. desember 2022
Um 60 prósent alls flóttafólks sem sótt hefur um vernd á Íslandi í ár kom frá Úkraínu og var að flýja stríðið þar.
Reikna með að minnsta kosti 4.900 flóttamönnum til landsins á næsta ári
Gert er ráð fyrir að flóttafólki sem sæki um vernd á Íslandi fjölgi á næsta ári en kostnaður við þjónustu við það lækka um næstum milljarð króna. Átta af hverjum tíu koma frá Úkraínu eða Venesúela.
Kjarninn 11. desember 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Ætla að meta árangur af stórauknum styrkjum til rannsókna og þróunar á næsta ári
Fjárlaganefnd ætlar að meta árangur og skilvirkni af auknum framlögum til nýsköpunar, sem hafa hækkað um tólf milljarða á átta árum. Hækka þarf framlag til endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar um fjóra milljarða króna.
Kjarninn 11. desember 2022
Veikindi að vetri eru algeng enda þrífast og dafna margar veirur vel í kulda.
Af hverju verðum við oftar veik á veturna?
Flensur ýmis konar fylgja gjarnan vetrinum, það þekkjum við flest, og vitum að það tengist inniveru og samkomum ýmis konar yfir hátíðirnar. En nú hefur ný rannsókn bent á enn einn þáttinn sem hefur áhrif og gerir kalda vetur að flensutíð mikilli.
Kjarninn 10. desember 2022
Horft yfir vinnslusvæði Lavaconcept ofan af Fagradalshamri. Myndin er tekin á framkvæmdatíma þegar unnið var að jarðvinnu. Svæðið er rétt við þjóðveg 1 í lúpínubreiðu austan við Vík, Reynisdrangar sjást í fjarska.
Enn ein námuáformin – Vilja vinna sand við Hjörleifshöfða
Sömu íslensku aðilarnir og eiga aðkomu að áformaðri vikurvinnslu á Mýrdalssandi hafa kynnt áform um að taka sand úr fjörunni syðst á Kötlutanga, skola hann og sigta og flytja svo til Þorlákshafnar í skip. Vörubílar færu fullhlaðnir sex ferðir á dag.
Kjarninn 10. desember 2022
Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, skrifaði undir umsögn samtakanna í haust.
SÁÁ sagðist vanta 450 milljónir til að þjónusta verði ekki skert 2023 en fær 120 milljónir
Í fjárlagafrumvarpinu átti að skerða framlög til SÁÁ um 98 milljónir króna. Í umsögn samtakanna kom fram að það myndi fela í sér að 270 færri gætu lagst inn á Vog og minnst 160 sjúk­lingar myndu ekki fá lyfja­með­ferð á göngu­deild við ópíóðafíkn.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022