Halli sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk þrefaldaðist á þremur árum
Rekstrarhalli íslenskra sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk þrefaldaðist á jafnmörgum árum og var tæpir 9 milljarðar árið 2020. Til stendur að skipa starfshóp um tillögur varðandi kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna málaflokksins.
7. maí 2022