Bill Gates var ríkasti maður heims á árunum 2010 til 2013.
Bill Gates ætlar af lista yfir ríkasta fólk heims
Stofnandi Microsoft og fyrrum ríkasti maður heims hyggst gefa stærstan hluta eigna sinna á komandi árum og áætlar að á endanum verði hann ekki lengur á lista yfir ríkasta fólk heims.
Kjarninn 16. júlí 2022
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Fréttablaðið hefur misst tvo af hverjum þremur lesendum undir fimmtugu á tólf árum
Lestur Fréttablaðsins hefur rúmlega helmingast á einum áratug. Mestur er samdrátturinn hjá yngri lesendum en lesturinn fór undir 20 prósent hjá þeim í fyrsta sinn í vor. Morgunblaðið er nú lesið af 8,4 prósent landsmanna undir fimmtugu.
Kjarninn 16. júlí 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Samherji er langstærsti einstaki eigandi hennar.
Enn engin ákvörðun tekin um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Samkeppnisyfirvöld þurfa að samþykkja kaup Síldarvinnslunnar á Vísi. Eftirlitið hefur þegar birt frummat um að Samherji og tengdir aðilar séu mögulega með yfirráð yfir útgerðarrisanum. Samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi er að aukast hratt.
Kjarninn 16. júlí 2022
Þessi maður gekk um Westminister með viftu á öxlinni fyrr í vikunni og er því væntanlega ekki einn af þeim fjölmörgu sem hafa keypt viftur í netverslun Aldi. Sala fyrirtækisins á viftum hefur rúmlega fimmtíufaldast í aðdraganda hitabylgjunnar í Bretlandi.
Metsala á rósavíni og viftum í rauðri hitaviðvörun
Líkur eru á að hitamet verði slegin í Bretlandi eftir helgina en þar hefur verið gefin út rauð veðurviðvörun vegna hita í fyrsta sinn. Nú þegar er farið að hitna þar í landi og kauphegðun Breta tekur mið af því.
Kjarninn 15. júlí 2022
Félagsstofnun stúdenta starfrækir Skuggagarða í miðbæ Reykjavíkur. Nú er stækkun í kortunum.
Stúdentagarðar stækka við sig í Skuggahverfi
Félagsstofnun stúdenta hefur fengið lóð við Vatnsstíg til að fjölga íbúðum við Skuggagarða. FS mun þurfa að flytja friðað hús af lóðinni yfir á þá næstu áður en framkvæmdir geta hafist.
Kjarninn 15. júlí 2022
Tamson „Fitty“ Hatuikulipi og Jóhannes Stefánsson
„Guð minn góður, af hverju hefði ég átt að fá greiddar mútur?“
Einn hinna ákærðu í Samherjamálinu í Namibíu segir Jóhannes Stefánsson, aðalvitni saksóknarans, hafa viljað eyðileggja fyrir Samherja með öllum ráðum og því bendlað sig við málið.
Kjarninn 15. júlí 2022
Tamson „Fitty“ Hatuikulipi.
Fitty segir milljónirnar hafa verið ráðgjafagreiðslur frá Samherja
Síðustu greiðslurnar sem Tamson „Fitty“ Hatuikulipi segist hafa fengið fyrir að veita Samherja ráðgjöf bárust honum í september 2019. Fitty sagði sína hlið á málum fyrir dómi í gær.
Kjarninn 15. júlí 2022
Árásarmennirnir komu sér þægilega fyrir í þinghúsinu.
Segja leyniþjónustuna hafa eytt skilaboðum frá 6. janúar
Þegar óskað var eftir að fá afhent textaskilaboð úr farsímum leyniþjónustumanna daginn sem árás var gerð á bandaríska þinghúsið gripu rannsakendur í tómt.
Kjarninn 15. júlí 2022
Sólarrafhlöður hylja þak á byggingu í New York.
Sólarrafhlöður enda langoftast í landfyllingum
Það er komið að endalokunum. Og spurning hvað taki þá við. Beint í landfyllingar með þær, segja sumir. Á öskuhaugana, segja aðrir. En hvaða gagn er eiginlega af endurnýjanlegri orku ef mengandi tækjum til að afla hennar er hent?
Kjarninn 14. júlí 2022
Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, á skrifstofunni.
Ragnar Þór: „Spennið sætisólarnar, kæra elíta“
Formaður VR les félögum „Harmakórsins“ pistilinn í aðsendri grein í Fréttablaðinu en hann segir peningastefnunefnd SÍ, forstjóra stórfyrirtækja, fjármagnseigendur og stjórnmála- og embættisfólk skipa kórinn. Stór hluti kjarasamninga losnar í haust.
Kjarninn 14. júlí 2022
Þau Magnús, Sigurlína og Hjörleifur koma ný inn í stjórn Festi.
Uppstokkun í stjórn Festi
Þrír nýir stjórnarmenn taka sæti í stjórn Festi eftir hluthafafund félagsins sem haldinn var í kjölfar ólgu sem geisað hefur innan félagsins. Aðstoðarmaður ráðherra er á meðal nýrra stjórnarmanna en formaður og varaformaður stjórnar halda sætum sínum.
Kjarninn 14. júlí 2022
Veðurfréttakona BBC var heldur áhyggjufull er hún flutti fréttir af hitabylgjunni.
Söguleg hitabylgja í uppsiglingu
Ein mesta hitabylgja í vel yfir 250 ár er talin vera í uppsiglingu í Evrópu. Alvarleikinn felst ekki aðeins í sögulega háu hitastigi heldur því hversu lengi sá hiti mun vara.
Kjarninn 14. júlí 2022
Borgaryfirvöld þurfi að læra á göngugötur ekki síður en íbúar
Borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði segist ætla láta skoða hvað sé hægt að gera í aðgengismálum íbúa við göngugötur. Hann var nýlega gagnrýndur í aðsendri grein fyrir að segja að fólk þyrfti „bara að læra á“ göngugötur.
Kjarninn 14. júlí 2022
Formennirnir: Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hvað segja þau um kaup Síldarvinnslunnar á Vísi?
Vaxandi tortryggni. Kraumandi gremja. Aukinn ójöfnuður. Áhyggjur af samþjöppun. Engar áhyggjur. Að minnsta kosti mjög litlar. Þetta er meðal þess sem stjórnmálamenn hafa að segja um kaup Síldarvinnslunnar á Vísi.
Kjarninn 13. júlí 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B.: „Á þetta bara að vera svona?“
„Fréttir og viðtöl af kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík er eins og sena úr Verbúðinni. Bókstaflega.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 13. júlí 2022
Starfshópinn skipa þau Hilmar Gunnlaugsson, Björt Ólafsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Hilmar, Björt og Kolbeinn skipuð í starfshóp um vindorku
Nýr starfshópur á að gera tillögur um nýtingu vindorku, hvort sérlög skuli gerð um slíka kosti og hvernig megi ná fram þeim markmiðum stjórnvalda að byggja þá upp á afmörkuðum svæðum.
Kjarninn 13. júlí 2022
Sex til tíu ára börn vörðu mun meiri tíma við skjáinn í heimsfaraldrinum en fyrir hann.
Skjátími barna rauk upp í faraldrinum
Ný alþjóðleg rannsókn leiðir í ljós að skjátími í heimsfaraldri jókst mest á meðal barna á aldrinum sex til tíu ára. Sá hópur sem fylgir í kjölfarið eru fullorðnir. Aukinn skjátími hefur áhrif á heilsu jafnt barna sem og fullorðinna að sögn rannsakenda.
Kjarninn 12. júlí 2022
Í kjölfar nýs vaxtaviðmiðs við útreikning greiðslubyrðar lækkar hámarkslánsfjárhæð kaupenda, sérstaklega þeirra sem hafa hug á að taka verðtryggt lán.
„Færri munu eiga þess kost að kaupa íbúð“
Hagdeild HMS segir aðgerðir Seðlabankans líklega eiga eftir að hafa veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn sem er „líkast til að taka stakkaskiptum um þessar mundir“. Ný vaxtaviðmið bankans takmarki aðgengi að lánsfé sem mun draga úr eftirspurn á markaði.
Kjarninn 12. júlí 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Skýrslan er gerð að hans beiðni.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu Íslandsbanka frestast aftur – Kemur í ágúst
Þegar Ríkisendurskoðun tók að sér að gera stjórnsýsluúttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur mánuðum ætlaði hún að skila skýrslu í júní. Síðan átti að skila henni fyrir verslunarmannahelgi. Nú er hún væntanleg í ágúst.
Kjarninn 12. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín vill undanþágu frá lögum um varnir gegn hagsmunaárekstrum til að skrifa sögu
Frá því að lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum tóku gildi í byrjun síðasta árs hafa tveir aðstoðarmenn, einn ráðuneytisstjóri og fjórir skrifstofustjórar beðið um undanþágu frá lögunum til að sinna öðrum störfum, með mismunandi árangri.
Kjarninn 12. júlí 2022
Hér er hún! Myndin sem sýnir okkur lengra út í geim en nokkru sinni fyrr.
Sævar Helgi um sögulega mynd: Kannski býr einhver þarna?
Þeirra hefur verið beðið með mikilli óþreyju, fyrstu mynda frá hinum magnaða Webb-geimsjónauka. Til stóð að birta þær opinberlega í dag en Bandaríkjaforseti gat ekki setið á sér. „Gullfallegar vetrarbrautir,“ segir Sævar Helgi Bragason.
Kjarninn 12. júlí 2022
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, hringir bjöllunni þegar Síldarvinnslan var skráð á markað í maí í fyrra.
Markaðsvirði Síldarvinnslunnar jókst um tólf milljarða króna á einum degi
Virði hlutar Samherja, stærsta eiganda Síldarvinnslunnar, í félaginu hækkaði um næstum fjóra milljarða króna í dag. Þau hlutabréf í Síldarvinnslunni sem systkinin í Vísi fá hækkuðu um einn milljarð króna.
Kjarninn 11. júlí 2022
Í myndbandi dýraverndunarsamtakanna mátti sjá hund glefsa í hross í gerði á bænum Lágafelli.
„Og allt í einu erum við í blóði“
Einn liður í lífsbaráttu bænda er blóðsala, „sem við vissum ekki að væri glæpasamkoma fyrr en umræða samfélagsins varð allt í einu á þá leið að þarna færu saman böðlar og bévítans glæpamenn,“ segir blóðbóndi á Suðurlandi.
Kjarninn 11. júlí 2022
Gylfi Magnússon
Sífellt stærri hluti íbúa landsins útilokaður frá þátttöku í stjórnmálum
„Hverjir stjórna Íslandi?“ spyr Gylfi Magnússon í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 11. júlí 2022
Lífeyrissjóðirnir lánuðu heimilum 40 milljarða króna óverðtryggt á sjö mánuðum
Ný óverðtryggð útlán lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sína á sjö mánaða tímabili voru tvöfalt hærri en eina og hálfa árið þar á undan. Viðskiptabankarnir eru þó enn leiðandi á íbúðalánamarkaði og markaðshlutdeild þeirra yfir 70 prósent.
Kjarninn 10. júlí 2022
Þegar samgöngusáttmálinn var settur saman árið 2019 var stefnt á að hafa breytingar á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar klár árið 2021. Það varð ekki, en nú hillir undir lausn.
Bann við vinstri beygju tekið til skoðunar en það hefði aukið umferð á öðrum stöðum
Horft er til þess að mislæg lausn verði gerð fyrir vinstri beygjur af Reykjanesbraut inn á Bústaðaveg, í tillögum sem Vegagerðin hefur unnið í samstarfi við borgina. Hugmynd um að banna vinstri beygju inn Bústaðaveg var líka skoðuð.
Kjarninn 10. júlí 2022
Virði veðsettra hlutabréfa lækkaði um 42 milljarða króna á þremur mánuðum
Samhliða því að hlutabréfaverð hefur fallið skarpt það sem af er ári hefur markaðsvirði þeirra hlutabréfa sem eru veðsett með beinum hætti lækkað. Hlutfall veðtöku af heildarmarkaðsvirði hefur hins vegar hækkað.
Kjarninn 9. júlí 2022
Mikil uppbygging stendur til á Heklureitnum.
Finna þarf jafnvægi í birtu og rými á milli húsa
Reykjavíkurborg vinnur að leiðbeiningum um birtuskilyrði og gæði á dvalarstöðum og í íbúðarhúsnæði.
Kjarninn 9. júlí 2022
Jákvæðni íslenskra kjósenda gagnavart aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur stóraukist.
Íslenskir kjósendur ekki verið hallari undir markaðshyggju síðan árið 2007
Íslenskir kjósendur eru hallari undir markaðs- og alþjóðahyggju en þeir hafa verið í meira en áratug. Raunar mælist jákvæðni gagnvart aukinni markaðshyggju sú mesta frá 2007. Á sama tíma eru vinsældir einangrunarhyggju á undanhaldi.
Kjarninn 9. júlí 2022
Um 5.400 merar hér á landi eru notaðar til blóðtöku til framleiðslu á frjósemislyfi til annarrar ræktunar á búfé til manneldis.
Áformuð reglugerð „grímulaus aðför“ að blóðmerahaldi
Búgreinin blóðmerahald varð fyrir „ímyndaráfalli“ í fyrra en ef lyfjaefnið sem framleitt er úr blóðinu myndi hverfa úr heiminum yrðu áhrifin af stærðargráðu „sem fæstir Íslendingar gera sér grein fyrir“.
Kjarninn 9. júlí 2022
Svín á leið til slátrunar.
Örplast greint í nauta- og svínakjöti í fyrsta sinn
Plastagnir finnast í svína- og nautakjöti, einnig í blóði lifandi svína og nautgripa sem og fóðri þeirra samkvæmt nýrri rannsókn hollenskra vísindamanna.
Kjarninn 8. júlí 2022
Starfsævi Íslendinga sú lengsta í Evrópu
Þeir Íslendingar sem eru nú að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði geta vænst þess að verja þar 44,6 árum. Starfsævin er tæpum níu árum styttri í löndum ESB en á Íslandi samkvæmt tölum Eurostat.
Kjarninn 8. júlí 2022
Banaslys varð í Reynisfjöru í sumar sem vakti enn og aftur umræðuna um öryggismál á þessum vinsæla ferðamannstað.
Þörf á ótvíræðri lagaheimild til að loka ferðamannastöðum
Hefjast þarf handa við að áhættumeta tíu ferðamannastaði á Íslandi. Meðal þeirra eru Þingvellir og Reynisfjara. Engin miðlæg skrá er til um slys og dauðsföll ferðamanna eftir svæðum.
Kjarninn 8. júlí 2022
Jón Gunnar Jónsson formaður Bankasýslunnar.
„Þetta er í vinnslu“
Formaður Bankasýslunnar segir að ekkert liggi fyrir á þessari stundu hvað minnisblað varðar um gjafir og greidda hádegisverði í kjöl­far eða í aðdrag­anda beggja útboða sem fram hafa farið með hluti rík­is­ins í Íslands­banka.
Kjarninn 8. júlí 2022
Önnur kvennanna á tvö börn sem nú eru í Jemen. Heitasta ósk hennar er að fá börnin hingað til lands.
Voru „korteri frá brottflutningi“ en fá nú efnismeðferð
Tveimur konum frá Sómalíu sem sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi á síðasta ári verður ekki vísað frá Íslandi til Grikklands eins og til stóð og mun Útlendingastofnun taka mál þeirra efnislega fyrir á næstunni.
Kjarninn 7. júlí 2022
Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson.
Vítalía búin að gefa skýrslu hjá lögreglu
Misskilningur olli því m.a. að skýrslutaka í máli Vítalíu Laz­areva gegn þremur áhrifamiklum mönnum í samfélaginu, þeim Þórði Má Jóhannessyni, Ara Edwald og Hreggviði Jónssyni, dróst.
Kjarninn 7. júlí 2022
Vill að dýravelferðarfulltrúi verði í áhöfn hvalskipa sem taki veiðar upp á myndband
Matvælaráðuneytið hefur lagt til breytingu á reglugerð um hvalveiðar sem fela í sér að skipstjórum hvalveiðiskipa verði gert að tilnefna dýravelferðarfulltrúa sem beri ábyrgð á því að rétt verði staðið að velferð hvaða við veiðar.
Kjarninn 7. júlí 2022
Virði íslenskra hlutabréfa hefur lækkað umtalsvert það sem af er ári. Það bítur lífeyrissjóði landsins, sem eiga um helming þeirra beint eða óbeint, fast.
Eignir íslensku lífeyrissjóðanna skruppu saman um 141 milljarð á einum mánuði
Á meðan að kórónuveirufaraldurinn tröllreið heiminum jukust eignir íslenskra lífeyrissjóða um 36 prósent. Virði þeirra náði hámarki um síðustu áramót. Síðan þá hafa þær lækkað um tæp fimm prósent, eða 326 milljarða króna.
Kjarninn 7. júlí 2022
Aðgerðasinnar frá Just Stop Oil hafa meðal annars límt sig fasta við málverk víðs vegar um Bretland. Þessar myndir eru frá Royal Academy í London og Glasgow Art Gallery.
Aðgerðahópurinn sem mun valda usla þar til stjórnvöld snúa baki við olíu og gasi
„Það kann að vera lím á ramma þessa málverks en það er blóð á höndum ríkisstjórnar okkar,“ sagði einn af meðlimum Just Stop Oil er hún hafði límt sig fasta við málverk eftir Vincent van Gogh. Hópurinn hefur truflað fótboltaleiki og Formúlu 1 kappakstur.
Kjarninn 6. júlí 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sigurður Ingi lætur fyrrverandi ráðherra endurskoða beinan húsnæðisstuðning ríkissjóðs
Innviðaráðherra hefur skipað tvo starfshópa, annan til að endurskoða þann húsnæðisstuðning sem ríkissjóður veitir og sem lendir nú að uppistöðu hjá efri tekjuhópum. Hinn á að endurskoða húsaleigulög til að bæta húsnæðisöryggi leigjenda.
Kjarninn 6. júlí 2022
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Skipar starfshóp sem á að binda í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum íbúða
Menningar- og viðskiptaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem á að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Hann á að hafa hliðsjón af þingsályktunartillögu sem stjórnarandstöðuflokkar lögðu fram á síðasta kjörtímabili, og var samþykkt þvert á flokka.
Kjarninn 6. júlí 2022
Vindmyllur er ekki hægt að setja niður hvar sem er á hafi úti.
Skipar starfshóp um nýtingu vinds á hafi
Hvar er mögulegt að hafa fljótandi vindmyllur umhverfis Ísland? Hvar eru skilyrði óhagstæð vegna fiskimiða og siglingaleiða, farfugla og náttúru? Hlutverk nýs starfshóps verður að komast að þessu.
Kjarninn 6. júlí 2022
Vigdís var borgarfulltrúi Miðflokksins á síðasta kjörtímabili.
Vigdís Hauksdóttir vill verða bæjarstjóri
Fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins vill verða faglega ráðinn bæjarstjóri í Hveragerði.
Kjarninn 6. júlí 2022
Gámastæður á hafnarbakka í Þýskalandi.
20 prósent allrar losunar frá matvælaiðnaði er vegna flutninga
Matvæli eru flutt heimshorna á milli með skipum, flugvélum og með flutningabílum. Þetta losar samanlagt mikil ósköp af gróðurhúsalofttegundum. Losunin er langmest meðal efnameiri ríkja.
Kjarninn 5. júlí 2022
Guðmundur Arnar Sigmundsson framkvæmdastjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir það mikilvægt að kenna börnum snemma hvernig það eigi að umgangast netið líkt og gert er í tilfelli fræðslu um umferðaröryggi.
Vilja netöryggiskennslu inn í námskrá grunnskólanna
Aukin fræðsla í netöryggismálum á borð við kennslu á mismunandi skólastigum er eitt af langtímamarkmiðum í netöryggismálum að sögn framkvæmdastjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS. Fjöldi tilkynninga um netsvindl hefur margfaldast á undanförnum misserum.
Kjarninn 5. júlí 2022
Magnús Júlíusson aðstoðarmaður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráherra.
Mun hætta sem aðstoðarmaður ráðherra hljóti hann kjör í stjórn Festi
Aðstoðarmaður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráherra, sem sækist eftir setu í stjórn Festi, segir að slík stjórnarseta samræmist ekki nýlegum lögum um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands – það sé alveg skýrt.
Kjarninn 5. júlí 2022
Ásgeir Brynjar Torfason
Bitcoin „alls ekki nýr gjaldmiðill“ og hin svokallaða rafmynt „alls ekki heldur peningar“
Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum fjallar meðal annars um bálkakeðjur og bitcoin í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 5. júlí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður fjármálastöðugleikanefndar.
Vísir að eignabólu á íbúðamarkaði – „Varasöm“ ásókn í verðtryggð lán
Þrátt fyrir að verðbólgan, sem er nú 8,8 prósent, leggist ofan á höfuðstól verðtryggðra lána þá hefur ásókn í þau stóraukist. Fjármálastöðugleikanefnd hefur áhyggjur af þessu og telur þróunina varasama. Líkur á leiðréttingu á íbúðamarkaði hafa aukist.
Kjarninn 4. júlí 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Lítið mat lagt á losun gróðurhúsalofttegunda í framkvæmdum hins opinbera
Í svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn þingmanns Pírata segir að ekki sé tekið tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda við valkostagreiningu Framkvæmdasýslunnar. Uppbygging nýs Landspítala er ekki kolefnisjöfnuð með „beinum hætti“.
Kjarninn 4. júlí 2022
Björgólfur Jóhannsson.
Kjálkanes á eigið fé upp á 25,5 milljarða króna og borgaði tvo milljarða króna í arð
Næst stærsti eigandi Síldarvinnslunnar seldi bréf í henni fyrir 17 milljarða króna í fyrra. Félagið skuldar nánast ekkert og á eigið fé upp á 25,5 milljarða króna. Eigendur þess eru tíu einstaklingar.
Kjarninn 4. júlí 2022