Vilhjálmur Birgisson var nýlega kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins.
Gera kröfu um krónutöluhækkanir – en óljóst hve háar kröfur verða gerðar
Starfsgreinasambandið vill nálgast komandi kjarasamningsgerð með svipuðum hætti og gerð lífskjarasamninganna 2019. Vilhjálmur Birgisson segir kröfu gerða um krónutöluhækkanir – en hversu há krafan verði ráðist af lengd samnings og stöðu efnahagsmála.
Kjarninn 22. júní 2022
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eitt prósentustig – Hafa ekki verið hærri í fimm ár
Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um fjögur prósentustig frá því í maí í fyrra. Hækkunin í dag mun auka greiðslubyrði þeirra sem eru með óverðtryggð húsnæðislán umtalsvert.
Kjarninn 22. júní 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Mynd: Bára Huld Beck.
„Misskilningur“ olli því að mál 16 ára drengs rataði ekki til eftirlitsnefndar – fyrr en nú
Ríkislögreglustjóri taldi að mál 16 ára drengs væri til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu. Vegna misskilnings reyndist svo ekki vera. Málið er nú komið til nefndarinnar, tveimur mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað.
Kjarninn 22. júní 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Úttekt á bankasölunni enginn endapunktur á málinu
Rannsókn Ríkisendurskoðunar á bankasölunni reyndist ekki sú hraðleið sem ríkisstjórnin hélt fram, segir þingflokksformaður Pírata. Þingmaður Samfylkingarinnar segir seinkun á niðurstöðunni ekki koma á óvart.
Kjarninn 21. júní 2022
Fjaðrárgljúfur er vinsæll viðkomustaður ferðamanna.
Keyptu Fjaðrárgljúfur fyrir 280 milljónir króna
Félagið Hveraberg ehf. hefur keypt jörðina Heiði en innan hennar er náttúruperlan Fjaðrárgljúfur. Kaupverðið, samkvæmt kauptilboði sem Kjarninn fékk afhent, er 280 milljónir króna. Til stendur að rukka bílastæðagjald af ferðamönnum.
Kjarninn 21. júní 2022
Sérbýliseignir hafa hækkað um 25,5 prósent á síðustu 12 mánuðum, en íbúðir í fjölbýli um 23,7 prósent.
Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu ekki verið meiri frá 2006
Samkvæmt vísitölu húsnæðisverðs fyrir höfuðborgarsvæðið hefur íbúðaverð nú hækkað um 24 prósent á síðustu 12 mánuðum. Árshækkunin er nú orðin meiri en hún var nokkru sinni á hækkanaskeiðinu á árunum 2016-17.
Kjarninn 21. júní 2022
Strætisvagn númer 14 á ferðinni við Fiskislóð.
Meira en helmingur þeirra sem hafa prófað Klappið segjast óánægð með það
Rúm 53 prósent þeirra sem segjast hafa prófað Klappið, nýtt greiðslukerfi Strætó, eru ýmist mjög óánægð eða frekar óánægð með greiðslulausnina, samkvæmt könnun sem framkvæmd var fyrir Strætó. Yfir 300 milljónum hefur verið varið í innleiðingu kerfisins.
Kjarninn 21. júní 2022
Guðrún Aspelund
Guðrún Aspelund nýr sóttvarnalæknir
Yfirlæknir á sviði sóttvarna hefur verið ráðinn sóttvarnalæknir en Þórólfur Guðnason lætur af störfum í byrjun september næstkomandi.
Kjarninn 21. júní 2022
Framkvæmdarstjóri hjá Eimskip með stöðu sakbornings á Íslandi og húsleit í Danmörku
Eimskip sendi tvær tilkynningar til Kauphallar í gær. Aðra vegna húsleitar samkeppnisyfirvalda í Danmörku, hina vegna sakamálarannsóknar héraðssaksóknara hérlendis.
Kjarninn 21. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Skýrslan er gerð að hans beiðni.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um bankasöluna frestast – Ætla að reyna að klára fyrir lok júlí
Þegar Ríkisendurskoðun tók að sér að gera stjórnsýsluúttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur mánuðum ætlaði hún að skila skýrslu í júní. Nú er stefnt að því að skila henni fyrir verslunarmannahelgi.
Kjarninn 21. júní 2022
Hjónin Carrie og Boris Johnson fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum.
Frétt um Boris og Carrie Johnson hvarf af síðum Times
Frétt um hugmyndir Borisar Johnsons, um að gera framtíðar eiginkonu sína að starfsmannastjóra utanríkisráðuneytisins árið 2018, var fjarlægð úr blaðinu Times á laugardag án nokkurra útskýringa blaðsins. Blaðamaður Times stendur þó við fréttina.
Kjarninn 20. júní 2022
Bráðnun jökla á Íslandi er ein skýrasta birtingarmynd loftslagsbreytinga sem fyrirfinnst.
Mun „háskalegri röskun“ á veðurfari en talið var kallar á hraðari aðgerðir
Loftslagsráð skorar á íslensk stjórnvöld að framfylgja af mun meiri festu þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið í loftslagsmálum. Markmið með samdrætti um losun séu óljós og ófullnægjandi.
Kjarninn 20. júní 2022
Á höfuðborgarsvæðinu mælist atvinnuleysi 4,2 prósent samanborið við 3,4 prósent á landsbyggðinni.
Dregur úr atvinnuleysi á landinu öllu
Atvinnuleysi á Íslandi helst áfram að dragast saman og mælist nú 3,9 prósent. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi muni dragast enn frekar saman í júní.
Kjarninn 20. júní 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.
Ríkislögreglustjóri segir að ekki hafi verið um bein afskipti að ræða
Að mati ríkislögreglustjóra var ekki um bein afskipti að ræða þegar lögregla fylgdi í tvígang eftir ábendingu um strokufanga sem lögregla leitaði að en reyndist vera 16 ára drengur. Í bæði skiptin. Málið er í rannsókn hjá nefnd um eftirlit með lögreglu.
Kjarninn 20. júní 2022
Veðurfréttamaður BBC fer yfir hitamet helgarinnar.
Hitabylgjan í Evrópu aðeins „forsmekkurinn að framtíðinni“
Skógareldar, vatnsskömmtun og óvenju mikið magn ósons í loftinu. Allt frá Norðursjó til Miðjarðarhafsins hefur hvert hitametið á fætur öðru fallið síðustu daga. Og sumarið er rétt að byrja.
Kjarninn 20. júní 2022
Emil B. Karlsson
Óskandi að Costco finni áfram grundvöll til rekstrar hér á landi
Fyrrum forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar fjallar um svokölluð Costco-áhrif á innlendan dagvörumarkað í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 20. júní 2022
Kim Kardashian og Pete Davidson á Met Gala í maí.
Deila um hvort Kim Kardashian hafi skemmt kjól sem var í eigu Marilyn Monroe
Í vikunni voru birtar myndir sem sýna áttu slit á sögufrægum kjól sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala. Fyrirtækið sem lánaði kjólinn segir nýja kynslóð hafa kynnst arfleifð Marilyn Monroe í kjölfar lánsins og hafnar því að hann hafi skemmst.
Kjarninn 19. júní 2022
Verkföll starfsfólk breska járnbrautarkerfisins eru fyrirhuguð á þriðjudag, fimmtudag og laugardag.
Opinbert starfsfólk í Bretlandi gæti verið á leið í stærstu verkfallshrinu í áratugi
Stefnt gæti í stærstu verkfallshrinu sem bresk stjórnvöld hafa séð síðan á áttunda áratug síðustu aldar, en opinbert starfsfólk krefst launahækkana í takti við verðbólgu.
Kjarninn 19. júní 2022
Dagur og Kristrún halda að sér spilunum
Logi Einarsson telur aðra geta gert betur en hann sem formaður Samfylkingarinnar. Líklegustu arftakar Loga, Dagur B. Eggertsson og Kristrún Frostadóttir, hafa þakkað Loga fyrir störf hans en hvorugt þeirra tjáð sig um framhaldið.
Kjarninn 19. júní 2022
Kos segir yfirvöld í Namibíu draga vagninn í rannsókn á Samherjamálinu.
Áhyggjuefni að íslensk yfirvöld dragi lappirnar í Samherjamálinu
Yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum segir það með ólíkindum að lögregluyfirvöld á Íslandi hafi spilað með Samherja og boðað blaðamenn í yfirheyrslur með réttarstöðu sakborninga.
Kjarninn 18. júní 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Samkeppni ekki á radarnum hjá ríkisstjórninni – og fyrir vikið ráði sérhagsmunir
Formaður Viðreisnar gagnrýnir ríkisstjórnina og segir að hún kjósi að stinga höfðinu í sandinn frekar en að ræða af einhverri alvöru hvernig tryggja megi eðlilega samkeppni.
Kjarninn 18. júní 2022
Hlutfall Íslendinga sem hlynntir eru aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur ekki mælst hærra en í nýrri könnun Prósents
Nærri helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu
Tæplega helmingur Íslendinga er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu og aðeins rúmlega þriðjungur andvígur samkvæmt nýrri könnun.
Kjarninn 18. júní 2022
Ásta Dís Óladóttir hefur rannsakað kynjahalla í ráðningum forstjóra skráðra félaga á Íslandi.
Kynjakvóti í framkvæmdastjórnum gæti leiðrétt kynjahalla í ráðningum forstjóra
Konur sitja ekki við sama borð og karlar í ráðningarferli forstjóra skráðra fyrirtækja að mati Ástu Dísar Óladóttur. Hún spyr hvort ekki þurfi að auglýsa stöðurnar í stað þess að láta ráðningarfyrirtæki sjá um ráðningarferlið að stóru leyti.
Kjarninn 18. júní 2022
Logi Einarsson.
Logi hættir sem formaður Samfylkingar í haust
Það verða formannsskipti hjá Samfylkingunni á landsfundi í október. Sitjandi formaður segist sannfærður um að aðrir geti gert betur en hann í að afla flokknum meira fylgi.
Kjarninn 18. júní 2022
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Úkraína færist skrefi nær Evrópusambandsaðild
„Við viljum að þau upplifi evrópska drauminn með okkur,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, þegar hún greindi frá tillögu framkvæmdastjórnar sambandsins þess efnis að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis.
Kjarninn 17. júní 2022
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mætti vera meira af „harða hægrinu“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvetur þingmenn til að sitja á „eilífri þörf“ til að hækka skatta og gjöld þegar kreppir að og fara „einfaldlega betur“ með þær tekjur sem ríkið heimtar af fólkinu í landinu.
Kjarninn 17. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þjóðina á Austurvelli í tilefni þjóðhátíðardagsins.
„Ísland er og verður herlaus þjóð“
Forsætisráðherra segir utanríkisstefnu Íslands skýra í öldurótinu sem ríkir í alþjóðakerfinu. „Ísland er og verður herlaus þjóð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í þjóðhátíðaræðu sinni.
Kjarninn 17. júní 2022
Festi hf. er móðurfélag félaga á borð við Elko, Krónunnar og N1.
Boðað til stjórnarkjörs hjá Festi í kjölfar umdeildrar uppsagnar forstjórans
Stjórn Festi hefur ákveðið að boða til hluthafafundar 14. júlí næstkomandi þar sem stjórnarkjör er eina málið á dagskrá. Kurr hefur verið meðal hluthafa sökum þess hvernig staðið var að uppsögn forstjóra félagsins og hún tilkynnt.
Kjarninn 17. júní 2022
DNA-rannsóknir voru notaðar til að svipta hulunni af því hvar og hvenær svarti dauði kom til sögunnar.
684 ára ráðgáta um svarta dauða leyst – tennur úr fyrstu fórnarlömbum lykillinn
Í áratugi hafa vísindamenn reynt að komast að því hvar hin mjög svo mannskæða pest, svarti dauði, átti uppruna sinn. Nýjar rannsóknir benda til að faraldurinn hafi sprungið út árið 1338 á svæði sem Kirgistan er nú að finna.
Kjarninn 16. júní 2022
Fyrirspurnum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni rigndi yfir ráðherra ríkisstjórnarinnar nú undir lok þingvetrar.
„Hvernig skilgreinir ráðuneytið orðið kona?“ spyr Sigmundur Davíð
Þingmenn Miðflokksins sendu ráðherrum ríkisstjórnarinnar alls 19 fyrirspurnir á síðustu klukkustundum þingvetrarins sem lauk í nótt. Sigmundur Davið Gunnlaugsson var öllu stórtækari en Bergþór Ólason en Sigmundur Davíð sendi frá sér 16 fyrirspurnir.
Kjarninn 16. júní 2022
Gott hjá Lilju að taka af skarið
Stefán Ólafsson segir tillögu menningar- og viðskiptaráðherra um afnám skerðinga góða. Hann segir þó að tillagan sé ekki róttæk og að hún ætti ekki að vera tímabundin.
Kjarninn 16. júní 2022
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Vill minnka eða „hreinlega afnema“ skerðingar vegna atvinnutekna
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að það ætti að minnka eða afnema skerðingar vegna atvinnutekna til þess að mæta skorti á starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði. „Ég veit að þetta er mjög róttækt,“ sagði ráðherrann um tillögu sína.
Kjarninn 16. júní 2022
Uhunoma Osayomore.
Uhunoma í skýjunum – orðinn íslenskur ríkisborgari
Hann kom til Íslands 2019 eftir að hafa sætt alvarlegu ofbeldi í æsku sem og á flótta sem hann lagði í til að komast undan barsmíðum föður síns. En nú er hann kominn í skjól, Uhunoma Osayomore, ungi maðurinn frá Nígeríu.
Kjarninn 16. júní 2022
Neytendur í Bandaríkjunum hafa ekki getað gengið að því vísu að fá allt á innkaupalistanum svo mánuðum skiptir.
Hökt í aðfangakeðjum hefur keðjuverkandi áhrif og veldur skorti á nauðsynjavörum
Nú eru það túrtappar, í síðasta mánuði var það þurrmjólk, í fyrra voru það raftæki og húsgögn. Bandarískir neytendur standa reglulega frammi fyrir skorti á ýmsum nauðsynjavörum og hafa gert frá því að hökta tók í aðfangakeðjum heimsins í faraldrinum.
Kjarninn 16. júní 2022
Svanberg Hreinsson varaþingmaður Flokks fólksins.
Valdi sér ekki það hlutskipti að verða öryrki – því megi alþingismenn trúa
Varaþingmaður Flokks fólksins flutti sína fyrstu ræðu á Alþingi í gær en þar greindi hann m.a. frá því að hann væri öryrki og að hann hefði um síðustu mánaðamót greitt 62 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu.
Kjarninn 15. júní 2022
Líneik Anna Sævarsdóttir er formaður velferðarnefndar.
Vilja falla frá „bragðbanninu“ sem Willum lagði til
Meirihluti velferðarnefndar telur rétt að heimila áfram sölu á nikótínvörum með bragðefnum á Íslandi. Í nefndaráliti meirihlutans segir að það bann sem lagt var til í frumvarpi heilbrigðisráðherra hafi ekki verið nægilega vel undirbyggt.
Kjarninn 15. júní 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
„Þetta er bara mjög ómerkileg framganga“
Þingmaður Samfylkingarinnar vill að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um 14.000 krónur, eða 4,6 prósent, eins og gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun fyrir árið 2022. Hann skorar á félags- og vinnumarkaðsráðherra að fylgja forsendum áætlunarinnar.
Kjarninn 15. júní 2022
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Gagnrýnir akstursgreiðslur til bæjarstjóra Kópavogs
Bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi segir að engin rök séu fyrir háum akstursgreiðslum Ásdísar Krist­jáns­dótt­ur bæjarstjóra. „Það er engin þörf fyrir bæjarstjóra Kópavogs til að keyra svona mikið vegna starfa sinna.“
Kjarninn 15. júní 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á fyrsta landsfundinn í rúm fjögur ár í nóvember
Eftir tvær frestanir vegna kórónuveirufaraldursins hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú ákveðið að næsti landsfundur fari fram í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember.
Kjarninn 15. júní 2022
Fjöldi kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið lægri í einum mánuði síðan sumarið 2014.
Eftirspurnin enn mikil þó umsvifin á fasteignamarkaði hafi dregist saman
Fjöldi kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið lægri í einum mánuði síðan 2014 og nú koma fleiri íbúðir inn á markaðinn en seljast. Met yfir stuttan sölutíma íbúða og fjölda íbúða sem selst yfir ásettu verði halda þó áfram að vera slegin.
Kjarninn 15. júní 2022
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands. Frá vinstri: Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.
Fyrstu kaupendur þurfa nú að reiða fram að minnsta kosti 15 prósent kaupverðs
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að einungis megi lána fyrstu kaupendum fyrir 85 prósentum af kaupverði fasteignar, í stað 90 prósenta áður.
Kjarninn 15. júní 2022
Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Tillaga um niðurfellingu allra skólagjalda kolfelld í borgarráði
Tillaga sem Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna lagði fyrir borgarráð fyrir sveitarstjórnarkosningar var felld á fyrsta fundi nýskipaðs borgarráðs. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði tillögu Vinstri grænna popúlíska.
Kjarninn 15. júní 2022
Jökuslá Austari er á vatnasviði Héraðsvatna. Í henni er áformaður virkjunarkostur sem meirihlutinn vill færa úr vernd í biðflokk.
Fyrrverandi ráðherra VG „krefst þess“ að jökulsárnar í Skagafirði verði áfram í vernd
Jón Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna, segir flokkinn hafa verið stofnaðan um verndun jökulsánna í Skagafirði og annarra dýrmætra náttúruverðmæta. Það komi því „sorglega á óvart“ að sjá kúvendingu í málinu.
Kjarninn 15. júní 2022
Flúðasiglingar í jökulsánum í SKagafirði eru undirstaða ferðaþjónustu á svæðinu.
Lýsa vonbrigðum með að jökulsárnar í Skagafirði séu teknar úr verndarflokki
Samtök ferðaþjónustunnar skora á stjórnvöld að gera ferðaþjónustunni hærra undir höfði við hagsmunamat þegar ákveðið er hvenær og hvar eigi að virkja.
Kjarninn 14. júní 2022
Formaður allherjar- og menntamálanefndar telur líklegt að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem meirihlutinn leggur til.
Einungis verði hægt að „taka tollinn“ í brugghúsunum
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill að ráðherra verði gert að setja hömlur á það magn áfengis sem brugghús mega selja beint frá framleiðslustað, og telur rétt að miða við sama magn og kaupa má í fríhafnarverslunum.
Kjarninn 14. júní 2022
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins.
Vill listaverkið Svörtu keiluna fjarri Alþingishúsinu
Þingmaður Miðflokksins segir að það sé eitthvað „sérstaklega ónotalegt“ við það að minnisvarði um borgaralega óhlýðni sé beint fyrir framan löggjafarsamkundu þjóðarinnar.
Kjarninn 14. júní 2022
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
„Aðför að lýðræðinu“ – Vill að þingmannamál fái meiri athygli
Þingmaður Pírata skorar á formenn þingflokka og forseta Alþingis að finna leið til þess að þingmannamál fái meiri athygli og góðar hugmyndir nái fram jafnvel þó að þær komi ekki frá „lögfræðingum ráðuneytanna“.
Kjarninn 14. júní 2022
Þorbjörg Sigríður, Andrés Ingi og Þórunn Sveinbjarnardóttir standa að breytingatillögu við breytingatillögu á rammaáætlun.
Niðurstaða meirihlutans „barin fram“
Þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka, m.a. varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, leggja til að horfið verði frá því að færa fimm virkjanakosti úr verndarflokki rammaáætlunar líkt og meirihluti nefndarinnar vill.
Kjarninn 14. júní 2022
Stöðvið flugið, stendur á skilti sem mótmælendur brottflutnings fólks til Rúanda héldu á lofti í London í gær.
Framkvæmd „illkvittnu“ laganna að hefjast: Fyrsta vélin á áætlun í kvöld
Í kvöld hefur flugvél sig á loft frá Bretlandi. Um borð verður fólk sem þangað flúði í leit að betra lífi og á að baki hættuför um Ermarsundið. En stjórnvöld vilja sem minnst með þessar manneskjur hafa og ætla að senda þær úr landi. Áfangastaður: Rúanda.
Kjarninn 14. júní 2022
Bændasamtökin vilja að frumvarp fjármálaráðherra um tollaniðurfellingar til handa Úkraínu verði þrengt.
Bændasamtökin vilja takmarka niðurfellingu tolla á úkraínskar vörur
Evrópusambandið og Bretland hafa fellt niður tolla á allar vörur frá Úkraínu til þess að styðja við ríkið og fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra um hið sama. Bændasamtökin vilja þrengja frumvarpið og hafa áhyggjur af auknum innflutningi þaðan.
Kjarninn 14. júní 2022