Svandís sér um kæru vegna knatthúsa FH í stað Sigurðar Inga
Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra situr í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Kæra vegna knatthúsa FH mun því verða afgreidd af Svandísi Svavarsdóttur.
Kjarninn 4. september 2018
Jón Björnsson hættur sem forstjóri Festar
Jón Björnsson er hættur sem forstjóri Festar. Samkeppniseftirlitið samþykkti í lok júlí kaup N1 á öllu hlutafé Festi hf. For­stjóri sam­einaðs fé­lags N1 og Fest­ar verður Eggert Þór Kristó­fers­son sem nú er forstjóri N1.
Kjarninn 4. september 2018
Tæplega 300 milljóna tap Morgunblaðsins
Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er erfitt um þessar mundir og það bitnar á rekstri Morgunblaðsins, segir framkvæmdastjóri Árvakurs.
Kjarninn 4. september 2018
Höfuðborgir landanna tveggja, Tokyo og Reykjavík.
Ungt fólk frá Japan og Íslandi getur nú sótt um skammtíma-dvalarleyfi
Samkomulag um gagnkvæm tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks á milli Japans og Íslands hefur tekið gildi sem gerir ungu fólki frá löndunum tveimur kleift að sækja um skammtíma-dvalarleyfi.
Kjarninn 3. september 2018
Stuðningsfólk Viðreisnar, Flokks fólksins og Pírata „snúsa“ mest
Alls „snúsar“ (e. snooze) hátt í helmingur þjóðarinnar einu sinni eða oftar, eða 48 prósent, á morgnana samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 3. september 2018
Fjölmargir innflytjendur koma til Íslands til að vinna í byggingariðnaðinum.
Rúmlega 60 prósent innflytjenda á vinnumarkaði undir fertugu
Sá hópur útlendinga sem kemur til Íslands til að vinna er mun yngri en hópurinn með íslenskan bakgrunn sem fyrir var á vinnumarkaði.
Kjarninn 3. september 2018
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 100 milljarða á sjö árum
Samherji hagnaðist um 14,4 milljarða króna í fyrra. Samstæðunni var skipt upp í innlenda og erlenda starfsemi í fyrrahaust. Félagið utan um erlendu starfsemina keypti fjórðungshlut í Eimskip í sumar.
Kjarninn 3. september 2018
Eðlilegt að spyrja hvort talsmenn stóriðjunnar hafi skipað sér í fremstu röð í deilunni
Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir misskilnings gæta um þriðja orkupakkann svokallaða frá Evrópusambandinu.
Kjarninn 3. september 2018
Ungmenni í Evrópusambandslandi.
Atvinnulausum innan ESB hefur fækkað um 1,9 milljónir á einu ári
Atvinnuástandið innan ríkja Evrópusambandsins hefur lagast ár frá ári síðastliðinn áratug. Nú er staðan sú að atvinnuleysi innan þess mælist 6,8 prósent.
Kjarninn 2. september 2018
Nær öll ný störf sem verða til á Íslandi eru mönnum með innfluttu vinnuafli. Það á sérstaklega við í ferðaþjónustu og byggingariðnaði.
Innflytjendum á vinnumarkaði hefur fjölgað um einn Mosfellsbæ frá 2017
Fjöldi innflytjenda sem starfa á Íslandi hefur tvöfaldast frá byrjun árs 2015 og er meiri en allir íbúar Kópavogs. Án innflutts vinnuafls væri engin leið að manna þau mörg þúsund störf sem verða til hér árlega, og stuðla að endurteknum hagvexti.
Kjarninn 2. september 2018
Stefán Einar ráðinn fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu
Uppsagnir voru á Morgunblaðinu nú um mánaðamótin. Nýr fréttastjóri viðskipta hefur verið ráðinn. Mikið tap var á rekstri blaðsins í fyrra.
Kjarninn 1. september 2018
Viðræðum Bandaríkjanna og Kanada lauk án niðurstöðu
Ekki tókst að ná samningi milli Bandaríkjanna og Kanada.
Kjarninn 1. september 2018
Vöruskiptahallinn 96,4 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins
Þrátt fyrir mikinn halla þá dregur úr honum milli ára.
Kjarninn 31. ágúst 2018
Verðlagsnefnd búvara hækkar heildsöluverð á smjöri um 15 prósent
Vegin meðaltalshækkun er 5,3 prósent, heilt yfir.
Kjarninn 31. ágúst 2018
Ljósmæðrafélag Íslands: Úrskurður gerðardóms mikil vonbrigði
Ljósmæður segja úrskurð gerðardóms ekki fela í sér nýtt mat á verðmæti starfs ljósmæðra, eins og væntingar hafi verið um.
Kjarninn 31. ágúst 2018
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Vilja að ársreikningar séu allir líka á íslensku
Frumvarp hefur verið lagt fram til samráðs sem felur í sér að þau íslensku fyrirtæki sem skila ársreikningum á ensku skuli láta þýða þá á íslensku. Mikilvægt sé að upplýsingar séu „á tungumáli sem meginþorri þjóðarinnar skilur.“
Kjarninn 31. ágúst 2018
Nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði fyrir lok kjörtímabilsins.
Innheimtir fasteignaskattar í Reykjavík 9,1 milljarður á fyrri hluta árs
Þrátt fyrir að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði hafi verið lækkaðir í fyrra aukast tekjur borgarinnar af tekjustofninum. Til stendur að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á kjörtímabilinu.
Kjarninn 31. ágúst 2018
Íslandspóstur tapaði 161 milljón á fyrstu sex mánuðum ársins
Bréfasendingum á Íslandi fækkaði um 12 prósent milli ára. Ófjármagnaður kostnaður Íslandspósts við framkvæmd alþjónustu er áætlaður um 700 milljónir króna í ár. Unnið er að því í samstarfi við stjórnvöld að tryggja fjármögnun.
Kjarninn 31. ágúst 2018
Til stendur að hætta að breyta klukkunni milli sumar- og vetrartíma
Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins ætlar að leggja til að hætt verði að breyta klukkunni milli sumars og vetrar í Evrópusambandinu.
Kjarninn 31. ágúst 2018
Kandídatsgráða metin til sérnáms og nemar fá laun
Formaður samninganefndar ljósmæðra er ósátt við niðurstöðu gerðardóms.
Kjarninn 30. ágúst 2018
Björn Bjarnason
Björn Bjarnason stýrir EES-starfshóp stjórnvalda
Utanríkisráðherra hefur skipað fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins og ráðherra sem formann starfshóps sem falið verður það hlutverk að vinna skýrslu um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Kjarninn 30. ágúst 2018
Ríkið fær frest í Landsréttarmálinu
Íslenska ríkið hefur fengið frest til að skila svörum sínum við spurningum Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttarmálsins svokallaða fram í september.
Kjarninn 30. ágúst 2018
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Reykjavíkurborg skilar 9,1 milljarða króna afgangi á fyrri hluta ársins
A-hluti Reykjavíkurborgar, sem er fjármagnaður með skatttekjum, var rekinn með 3,7 milljarða króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins.
Kjarninn 30. ágúst 2018
Halldór Auðar Svansson.
Úr borgarstjórn í starf á bráðageðdeild Landsspítalans
Fyrrverandi oddviti Pírata í Reykjavík hefur brennandi áhuga á geðheilbrigði, og hefur nú fengið starf á þeim vettvangi.
Kjarninn 30. ágúst 2018
Innflytjendur tæplega 20 prósent starfandi fólks
Fjöldi erlendra ríkisborgara hefur margfaldast á undarförnum árum. Starfandi innflytjendur voru að jafnaði 37.388 á öðrum ársfjórðungi 2018 eða 18,6 prósent af öllum starfandi.
Kjarninn 30. ágúst 2018
Lögmaður Hvíta hússins hættir - Tilkynnt á Twitter
Don McGahn, lögmaður Hvíta hússins, hætti störfum innan tíðar, en Donald Trump Bandríkjaforseti tilkynnti um þetta í tísti á Twitter.
Kjarninn 30. ágúst 2018
„Óviðunandi tap“ HB Granda
Forstjórinn segir sterkt gengi krónunnar og hækkandi kostnað ráða miklu um ekki nægilega góða afkomu.
Kjarninn 30. ágúst 2018
Almenna leigufélagið hagnaðist um 401 milljón á hálfu ári
Framkvæmdastjóri eins stærsta almenna leigufélags landsins segir að félagið finni mikinn meðbyr og ánægju meðal viðskiptavina sinna.
Kjarninn 29. ágúst 2018
Sigurður Skúli Bergsson settur tollstjóri
Bjarni Benediktsson hefur sett Sigurð Skúla Bergsson tímabundið í embætti tollstjóra.
Kjarninn 29. ágúst 2018
Ánægja með göngugötur í Reykjavík
Meirihluti íbúa Reykjavíkur er verulega jákvæður gagnvart göngugötum í miðborginni. Alls segjast 71 prósent svarenda jákvæðir gagnvart göngugötunum en 11 prósent eru neikvæðir.
Kjarninn 29. ágúst 2018
Óli Björn Kárason
„Hægt en örugglega er tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi“
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir stefnu heilbrigðisyfirvalda og segir að hægt en örugglega sé tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi.
Kjarninn 29. ágúst 2018
Fimmtíu sinnum fleiri létust í Púerto Ríkó en áður var áætlað
Yfirvöld ákváðu að rannsaka ítarlega svæðin sem fóru hvað verst úr úr fellibylnum Maríu sem fór yfir eyjaklasann í fyrra.
Kjarninn 29. ágúst 2018
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Stýrivextir áfram 4,25 prósent – Hagvöxtur í ár 3,6 prósent
Stýrivextir Seðlabanka Íslands haldast enn og aftur óbreyttir.
Kjarninn 29. ágúst 2018
Benedikt tekur sæti í stjórn Arion banka
Benedikt Gíslason vann áður fyrir stjórnvöld að áætlun um afnám hafta en mun nú taka sæti, meðal annars í umboði vogunarsjóðs, í stjórn Arion banka.
Kjarninn 29. ágúst 2018
Kjararáðshækkanir deiluefni ASÍ og forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsingar ASÍ, þar sem Katrín var sögð fara með rangt mál um málefni kjararáðs.
Kjarninn 28. ágúst 2018
Toyota fjárfestir í Uber
Japanski bílaframleiðandinn Toyota mun fjárfesta fyrir 500 milljónir Bandaríkjadollara í Uber og stefna fyrirtækin á að þróa sjálfkeyrandi bíla.
Kjarninn 28. ágúst 2018
Vill gera bólusetningar barna að skilyrði fyrir inntöku í leikskóla
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að bólusetningar verði gerðar að skilyrði við inntöku í leikskóla. Bólusetningar yngstu árganganna voru lakari síðustu tvö árin en áður hefur verið samkvæmt nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis.
Kjarninn 28. ágúst 2018
Losun frá flugi jókst milli ára
Losun frá flugi til og frá Íslandi jókst – líkt og fyrri ár – milli áranna 2016 til 2017 en aukningin var 13,2 prósent.
Kjarninn 28. ágúst 2018
Björgólfur hættir sem forstjóri Icelandair Group
Afkoman verður lakari en spár og áætlanir gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 27. ágúst 2018
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Þuríður Harpa: Fjármálaráðherra úr tengslum við veruleikann sem blasir við flestum
Formaður Öryrkjabandalagsins skrifar opið bréf til Bjarna Benediktssonar. Hún segist ekki geta skilið aðgerðar- og skeytingarleysi hans á annan hátt en að hann sé algjörlega úr tengslum við veruleikann sem blasir við flestum öðrum.
Kjarninn 27. ágúst 2018
Segir stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum vera „harðlínu sósíalisma“
Formaður Miðflokksins kallar forgangsröðun stjórnvalda í heilbrigðismálum sósíalisma og segir að marxísk endurskipulagning eigi sér stað. Þar vísar hann til þess að heilbrigðisráðherra hefur ekki viljað gera samninga við einkarekin heilbrigðisfyrirtæki.
Kjarninn 27. ágúst 2018
Einstaklingar sem búa í Garðabæ og á Seltjarnanesi hafa mun hærri tekjur af fjármagni en í höfuðborginni.
Mestar fjármagnstekjur á hvern íbúa í Garðabæ og á Seltjarnarnesi
Þegar skipting fjármagnstekna milli íbúa stærstu sveitarfélaga landsins er skoðuð kemur í ljós að tvö skera sig úr. Meðaltal fjármagnstekna á hvern íbúa var 132 prósent hærra á Seltjarnarnesi en í Reykjavík.
Kjarninn 27. ágúst 2018
Upplýsingar um Icelandair fjarlægðar úr kynningu WOW Air
Samanburðarupplýsingar milli WOW Air og Icelandair, sem voru í fjárfestakynningu fyrrnefnda félagsins, hafa verið fjarlægðar úr henni þar sem þær voru ekki réttar.
Kjarninn 26. ágúst 2018
Sá hugrakki látinn
John McCain lést í nótt úr krabbameini. Hann var meðal virtustu stjórnmálamanna Bandaríkjanna.
Kjarninn 26. ágúst 2018
Kanna þyrfti hvort hagræðing í bankakerfi gæti bætt kjör til almennings
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, fjallar ítarlega um stöðu efnahagsmála og segir hugsanlegt að hagræðing í bankakerfinu gæti stuðlað að betri kjörum til neytenda.
Kjarninn 25. ágúst 2018
Guðmundur Hjaltason stefnir íslenska ríkinu
Lögmaður Guðmundar segir málið meðal annars snúast um það hversu langt sé hægt að ganga í málarekstri gegn fólki sem vann í bankageiranum.
Kjarninn 25. ágúst 2018
Skýrslan var unnin fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Skýrsla stjórnvalda segir að fleiri þættir bæti lífskjör en fjöldi króna í launaumslagi
Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir forsætisráðuneytið segir að hægt sé að auka lífsgæði með öðru en launahækkunum. Þar eru nefndar aðgerðir sem hafa áhrif á húsnæðiskostnað, vaxtastig og frítíma.
Kjarninn 24. ágúst 2018
Brynjar Níelsson.
Segir fjölmiðlamenn eins og klappstýrur ásakana um óviðeigandi hegðun
Brynjar Níelsson segir að nú þyki ekkert tiltökumál að koma fram opinberlega og saka mann og annan um hvers kyns brot eða óviðeigandi hegðun, sem áttu að vera framin fyrir árum eða áratugum síðan og með því tvístra fjölskyldum og eyðileggja líf manna.
Kjarninn 24. ágúst 2018
Heildartekjur jafn háar og árið 2007
Árið 2017 voru heildartekjur einstaklinga að meðaltali 6,4 milljónir króna á ári og mánaðartekjur að jafnaði 534 þúsund krónur. Meðaltal heildartekna var hæst í Garðabæ eins og síðustu ár.
Kjarninn 24. ágúst 2018
Dómsmálaráðherrann ætlar ekki að láta Trump valta yfir sig
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki ætla að láta ráðuneyti sitt bogna undan pólitískum þrýstingi.
Kjarninn 23. ágúst 2018