Íslandsstofa ekki undanþegin upplýsingalögum
Meirihluti utanríkismálanefndar vill að upplýsingalögin gildi áfram um starfsemi Íslandsstofu. Í frumvarpi utanríkisráðherra átti starfsemin að vera undanþegin ákvæðum upplýsinga- og samkeppnislaga og laga um opinber innkaup.
Kjarninn 11. júní 2018
Nargizu Salimova
Rannsaka hvort um mansal hafi verið að ræða
Nargiza Salimova bíður nú eftir svari frá kærunefnd útlendingamála hvort fallast eigi á beiðni hennar um endurupptöku í máli hennar. Hún fór í skýrslutöku í gær en hugsanlega er Nargiza fórnarlamb mansals. Til stendur að vísa henni úr landi í nótt.
Kjarninn 11. júní 2018
Nýjar sveitarstjórnir taka formlega við í dag
Nýkjörnar sveitarstjórnir taka við alls staðar í íslenskum sveitarfélögum í dag, 15 dögum eftir kjördag.
Kjarninn 11. júní 2018
Reglugerð um útlendinga óbreytt eftir fund ráðherranna
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Sigríði Andersen dómsmálaráðherra vegna reglugerðar um útlendingamál sem þrengir að rétti hælisleitenda og Rauði krossinn lýsti áhyggjum yfir. Engar upplýsingar fást um niðurstöðu fundarins.
Kjarninn 11. júní 2018
Meirihlutinn í Reykjavík að slípast saman
Líklega verður nýr meirihluti í Reykjavík kynntur í vikunni.
Kjarninn 11. júní 2018
Kjararáð neitar að afhenda gögn
Fréttablaðið hefur kært kjararáð fyrir að neita að afhenda fundargerðir og gögn sem beðið hefur verið um.
Kjarninn 11. júní 2018
Jeff Bezos hefur aukið eignir sínar um 530 milljarða á mánuði í eitt ár
Forstjóri og stofnandi Amazon hefur hagnast ævintýralega á uppgangi fyrirtækisins.
Kjarninn 10. júní 2018
Gera ráð fyrir bættum skattskilum og sektum á heimagistingu fyrir tugi milljóna
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu, líkt og Airbnb. Gera ráð fyrir að að sektargreiðslur geti numið 50 milljónum og að bætt skattskil muni skila fjárfestingunni til baka.
Kjarninn 10. júní 2018
Píratar: Mörgum spurningum ósvarað enn
Píratar segja stjórnvöld þurfa að svara mörgum spurningum er varða mál barnavernda og forstjóra Barnaverndarstofu.
Kjarninn 9. júní 2018
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Nefnd um endurskoðun laga um Seðlabankann á að ljúka störfum í janúar 2019
Forsætisráðherra ætlar að skipa nefnd um endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands sem á að skila af sér á næsta ári. Starf nefndarinnar byggir m.a. á skýrslu um endurskoðun peningastefnu Íslands.
Kjarninn 9. júní 2018
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins.
Ekki hægt að horfa á íslenska landsliðið á RÚV erlendis
Vegna samninga getur RÚV ekki boðið upp á að Íslendingar, sem staddir eru erlendis, horfi á landsliðið keppa á komandi heimsmeistaramóti.
Kjarninn 9. júní 2018
Spá veikingu krónunnar á næstu þremur árum
S&P lánshæfismatsfyrirtækið spáir því að gengi krónunnar muni veikjast vegna kólnunar í hagkerfinu.
Kjarninn 9. júní 2018
Horfurnar stöðugar en gert ráð fyrir „kólnun“
S & P Global og Fitch lánshæfismatsfyrirtækin segja horfur stöðugar á Íslandi og staðfestu A einkunn.
Kjarninn 8. júní 2018
Kröftugri hagvöxtur í byrjun árs en reiknað var með
Hagvöxtur á fyrstu mánuðum ársins mældist 5,4 prósent, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.
Kjarninn 8. júní 2018
Hafliði Helgason nýr upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins
45 sóttu um stöðu upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins. Fyrrverandi ritstjóri Markaðarins ráðinn í starfið.
Kjarninn 8. júní 2018
Heimavellir voru skráðir á markað í síðasta mánuði.
Fasteignamat eigna Heimavalla hækkar um 14 milljarða milli ára
Heimavellir gera ráð fyrir að leigutekjur aukist um 1,2 milljarð króna á næstu árum þrátt fyrir að íbúðum í eigu félagsins muni fækka. Það telur fermetraverð á eignum sínum vera hóflegt.
Kjarninn 8. júní 2018
Kjartan Bjarni Björgvinsson og Bragi Guðbrandsson.
Velferðarráðuneytið brást í málum Braga
Samkvæmt niðurstöðu óháðrar úttektar á málsmeðferð velferðarráðuneytisins á málum forstjóra Barnaverndarstofu samrýmdist hún ekki grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins.
Kjarninn 8. júní 2018
Formaður BSRB hættir í haust
Nýr formaður verður kjörinn á þingi BSRB í október. Elín Björg Jónsdóttir, sem hefur verið formaður bandalagsins í níu ár, mun ekki gefa áfram kost á sér.
Kjarninn 8. júní 2018
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Engin greining fór fram á hvernig lækkun veiðigjalds myndi skiptast
Stjórnvöld létu ekki greina hvernig lækkun á veiðigjöldum myndi skiptast niður á útgerðir. Stærstu útgerðir landsins myndu taka langstærstan hluta af þeim tekjum sem ríkið hefði gefið eftir.
Kjarninn 8. júní 2018
Verðmiðinn allt að 47 milljörðum lægri en þegar ríkið seldi
Verðmiðinn á Arion banka í hlutafjárútboði er töluvert lægri en þegar ríkið seldi hlut sinn í bankanum.
Kjarninn 8. júní 2018
Veiðigjöldum ekki breytt og samið um þinglok
Stjórnmálaflokkarnir hafa náð saman um hvaða málum skal ljúka fyrir þingflok.
Kjarninn 7. júní 2018
Íbúðalánasjóður skoðar Heimavelli
Íbúðalánasjóður hefur lánað Heimavöllum milljarða á grundvelli þess, að um lánveitingar til óhagnaðardrifinnar starfsemi hafi verið að ræða.
Kjarninn 7. júní 2018
Héraðsdómur hafnar kröfur um kyrrsetningu á eignum Valitors
Julian Assange er stærsti eigandi félags sem gerir háa kröfu á Valitor.
Kjarninn 7. júní 2018
Segir ekki áhuga á að setja eina einustu krónu í borgarlínu í Garðabæ
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki finna fyrir miklum áhuga á því í Garðabæ að „setja eina einustu krónu“ úr bæjarsjóði í að láta borgarlínu verða að veruleika.
Kjarninn 7. júní 2018
RÚV sýknað í eineltismáli Adolfs Inga
Ríkisútvarpið var í dag sýknað af kröfu Adolfs Inga Erlingssonar fyrrverandi íþróttafréttamanns um skaða- og miskabætur vegna meints eineltis sem hann varð fyrir af hálfu yfirmanns síns sem og vegna þess sem hann taldi vera ólögmæta uppsögn.
Kjarninn 7. júní 2018
Persónuvernd krefst úrbóta vegna Mentor
Persónuvernd hefur gefið fimm grunnskólum frest til að bæta úr öryggi við skráningur viðkvæmra persónuupplýsinga um nemendur í upplýsingakerfið Mentor. Ellegar skoðar Persónuvernd að stöðva frekari skráningu persónuupplýsinga skólanna í Mentor.
Kjarninn 7. júní 2018
Ætlað samþykki líffæragjafar orðið að lögum
Alþingi samþykkti í gær frumvarp til laga um brottnám líffæra, nánar tiltekið um svokallað ætlað samþykki, það er að segja að nema megi brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings hinn látni ekki lýst sig andvígan því.
Kjarninn 7. júní 2018
Fyrsta konan stjórnarformaður MS
Elín M. Stefánsdóttir bóndi í Fellshlíð hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Mjólkursamsölunni. Egill Sigurðsson fráfarandi stjórnarformaður mun sitja áfram í stjórn, auk þess að sitja í stjórn nýs dótturfélags MS um erlenda starfsemi.
Kjarninn 7. júní 2018
Fimm umsækjendur taldir hæfastir
Forsætisráðherra skipar í stöðu aðstoðarseðlabankastjóra.
Kjarninn 7. júní 2018
Páll Magnússon sagður rúinn trausti
Sjálfstæðismenn í Eyjum eru ósáttir við framgöngu Páls Magnússonar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.
Kjarninn 7. júní 2018
Telja Eimskip og Samskip hafa átt með sér ólöglegt samráð
Félögin er sögð hafa brotið gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 6. júní 2018
Eigum mikið undir ferðalögum Bandaríkjamanna
Nýjar tölur Ferðamálastofu sýna vel hversu mikilvægt markaðssvæði Bandaríkin er orðið fyrir íslenskt hagkerfi.
Kjarninn 6. júní 2018
Landspítalinn.
Læknafélag Íslands lýsir yfir áhyggjum vegna stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu
Stjórn LÍ hvetur heilbrigðisráðherra til að standa við skuldbindingar og samninga ríkisins. Þau hafa áhyggjur af því að án slíkra samninga um sérhæfða heilbrigðisþjónustu sé hætta á að á Íslandi þróist tvöfalt heilbrigðiskerfi og þjónustustig dali.
Kjarninn 6. júní 2018
Kristín hættir sem aðalritstjóri
Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og aðalritstjóri Fréttablaðsins stígur til hliðar. Verður áfram útgefandi og sér um rekstur blaðsins. Fjórir ritstjórar taka við blaðinu, vefnum og Markaðnum.
Kjarninn 6. júní 2018
Lítil rafmyntarfyrirtæki verða undanskilin greiðslu eftirlitskostnaðar
Frumvarp um að breyta peningaþvættislögum svo þau nái yfir þá sem stunda viðskipti með sýndarfé var afgreitt úr nefnd í gær. Samþykkja þarf frumvarpið fyrir þinglok til að hindra refsi­verðra starf­semi sem kunni að þríf­ast í skjóli þess nafn­leysis.
Kjarninn 6. júní 2018
Er Howard Schultz á leið í forsetaframboð?
Eftir rúmlega 40 ár hjá kaffihúsa- og smásölustórveldinu Starbucks hætti Schultz nokkuð óvænt. Hann segist áhugasamur um að láta gott af sér leiða í samfélaginu.
Kjarninn 6. júní 2018
13 prósent fjölgun erlendra farþega í maí
Íslensk ferðaþjónusta á mikið undir ferðalögum Bandaríkjamanna til Íslands.
Kjarninn 6. júní 2018
Grunur um umboðssvik í Skeljungssölu
Handtökur fóru fram í síðustu viku, Íslandsbanki kærði málið árið 2016.
Kjarninn 5. júní 2018
Fjögur hlé á þingstörfum dag - Samningaviðræður bak við tjöldin
Stjórn og stjórnarandstaða reyna nú að ná sáttum um meðferð veiðigjaldafrumvarpsins. Gera hefur þurft hlé á þingfundi fjórum sinnum í dag meðan fundað er um málið. Stjórnarandstaðan hyggst reyna að kæfa málið náist ekki sátt.
Kjarninn 5. júní 2018
Sanna Magdalena Mörtudóttir og Daníel Örn Arnarsson
Sósíalistaflokkurinn mun styðja valin mál í borgarstjórn
Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að þau muni styðja valin mál í borgarstjórn án tillits til þess hvaða flokkar koma sér saman um meirihlutasamstarf.
Kjarninn 5. júní 2018
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.
Meirihlutaviðræður hefjast milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi
Nýr meirihluti verður myndaður í Kópavogi eftir andstöðu þriggja bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við að vinna með BF/Viðreisn.
Kjarninn 5. júní 2018
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG.
„Mikilvæg viðbrögð við #metoo“ – Breytingar á siðareglum samþykktar
Viðbætur við siðareglur alþingismanna voru samþykktar í dag. Breytingar komu til m.a. vegna #metoo-umræðu.
Kjarninn 5. júní 2018
Veiðigjöldin aðgöngumiði að auðlindinni - ekki bara skattur
Forsætisráðherra sagðist skilja gagnrýni stjórnarandstöðunnar en átti von á meiri sátt í umræðum á þinginu. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sagði greinina vel rekna og verið væri að lækka gjöldin á þá stærstu og best stæðu.
Kjarninn 5. júní 2018
Bresk stjórnvöld vilja selja hlut í Royal Bank of Scotland
Ríkissjóður Bretlands kom bankanum til bjargar árið 2008.
Kjarninn 5. júní 2018
Katrín: Spurning um hvort álagningin verði færð nær í tíma
Hart er deilt um frumvarp um veiðigjöld.
Kjarninn 5. júní 2018
Stefna ríkisstjórnarinnar sögð „mikil vonbrigði“
Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega.
Kjarninn 4. júní 2018
Veiðigjöldin tekin fyrir á morgun
Þingmenn vonast til að þingið starfi ekki lengur en til 17. júní. Eldhúsdagsumræður verða í kvöld en mörg stór mál bíða afgreiðslu, þar á meðal veiðigjöldin, ný lög um persónuvernd og seinni umræða um fjármálaáætlun.
Kjarninn 4. júní 2018
Lítill sem enginn afgangur af viðskiptum við útlönd
Afgangur vegna þjónustuviðskipta dróst saman um tæplega 10 milljarða milli ára.
Kjarninn 4. júní 2018
Sigríður Víðis Jónsdóttir
Sigríður Víðis nýr aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra
Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kjarninn 4. júní 2018
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Píratar auka við sig fylgi
Samkvæmt nýrri könnun Gallup auka Píratar við sig fylgi en stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um 4 prósent milli mánaða.
Kjarninn 4. júní 2018