Norðmenn vilja afglæpavæða fíkniefnaneyslu
Polítísk samstaða er í Noregi um að auka við stuðning við fíkla og horfa þá sérstaklega til þess að hjálpa þeim í gegnum heilbrigðiskerfið. Liður í þessu er að afglæpavæða neysluna.
Kjarninn 14. desember 2017
Nordic Style Magazine semur við Barnes & Noble
Norræn hönnun er í hávegum höfð hjá fyrirtækinu Nordic Style Magazine. Fyrirtækið gefur út samnefnt tímarit og hefur útgáfan vaxið jafnt og þétt frá stofnun árið 2012.
Kjarninn 14. desember 2017
Ferðaþjónustan og byggingariðnaður soga til sín starfsfólk
Uppgangurinn í efnahagslífinu kemur vel fram í tölum Hagstofu Íslands um þróun á vinnumarkaði. Flest störfin verða til í byggingariðnaði og ferðaþjónustu.
Kjarninn 13. desember 2017
Gerðardómur ákveður verð í viðskiptum Landsvirkjunar og Elkem
Um 8 prósent af seldri raforku Landsvirkjunar er vegna viðskipta við Elkem.
Kjarninn 13. desember 2017
Lára Björg nýr upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ráðið sér upplýsingafulltrúa.
Kjarninn 13. desember 2017
Pressan tekin til gjaldþrotaskipta
Fjölmiðlafyrirtækið Pressan ehf. hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta.
Kjarninn 13. desember 2017
Áætlað er að sjávarútvegur dragi úr eldsneytisnotkun um 134 þúsund tonn á tímabilinu 1990 til 2030.
Umhverfisstofnun fagnar minnkandi eldsneytisnotkun í sjávarútvegi
Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur í heild minnkað um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 til ársins 2016. Umhverfisstofnun segir þetta mikilvægt skref í rétta átt til að standast alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.
Kjarninn 13. desember 2017
Frumkvæðið að mörg hundruð milljóna bónusum kom frá vogunarsjóði
Klakki ætlar að borga nokkrum lykilstarfsmönnum og stjórn allt að 550 milljónir í bónusa fyrir að selja eignir félagsins. Í tilkynningu kemur fram að greiðslurnar gætu orðið lægri og jafnvel engar.
Kjarninn 13. desember 2017
Stjórnendur og stjórn Klakka geta fengið 550 milljóna króna bónus
Stjórnin lagði sjálf fram tillögu um kaupaaukakerfið.
Kjarninn 13. desember 2017
Demókratinn Doug Jones vann í Alabama
Repúblikaninn Roy Moore naut stuðnings Donalds Trumps Bandaríkjaforseta en það dugði ekki til.
Kjarninn 13. desember 2017
Ferðamenn strauja kortið næstum jafn mikið og fólk eyðir í íbúðir
Umfang kortaveltu ferðamanna á fyrstu átta mánuðum ársins slagar upp meðaltalsveltu á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðsins á mánuði. Áframhaldandi vöxtur í kortunum.
Kjarninn 12. desember 2017
Áætlað er að sjávarútvegur dragi úr eldsneytisnotkun um 134 þúsund tonn á tímabilinu 1990 til 2030.
Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi farið minnkandi síðan 1997
Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur í heild minnkað um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 til ársins 2016 og áætlað er að sjávarútvegur dragi úr eldsneytisnotkun um 134 þúsund tonn á tímabilinu 1990 til 2030.
Kjarninn 12. desember 2017
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Túristi: Halldór kemur til greina sem næsti ferðamálastjóri
Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson, er einn þriggja umsækjenda sem koma til greina í embætti ferðamálastjóra.
Kjarninn 12. desember 2017
Ferðamenn strauja kortið fyrir 23,5 milljarða á mánuði
Kortavelta erlendra ferðamanna á Íslandi hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Fátt bendir til annars en að vöxturinn haldi áfram í ferðaþjónustunni.
Kjarninn 12. desember 2017
Það er á ábyrgð vinnuveitanda að uppræta áreitni á vinnustað
Samtök atvinnulífsins segja að vinnuveitendur verði að taka ábyrga afstöðu og láta brotaþola alltaf njóta vafans.
Kjarninn 12. desember 2017
Þagnarmúrinn heldur áfram að molna - Flugfreyjur segja sögu sína
Flugfreyjur á Íslandi hafa safnað undirskriftum tæplega sex hundruð félagsmanna, þar sem þær hafna kynferðislegri áreitni og mismunun. Hér koma sögur þeirra.
Kjarninn 11. desember 2017
238 fjölmiðlakonur rísa upp - Birta 72 sögur og segja ástandið ekki boðlegt
Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér áskorun vegna þeirrar áreitni og þess kynferðislega ofbeldis sem þrifist hefur í stéttinni. Þær segja að núverandi ástand sé ekki lengur boðlegt. 238 núverandi og fyrrverandi fjölmiðlakonur skrifa undir og segja 72 sögur.
Kjarninn 11. desember 2017
Helga Arnardóttir ráðin yfirritstjóri Birtíngs
Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur verið ráðin yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út fríblaðið Mannlíf og tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna.
Kjarninn 11. desember 2017
Stjórnarandstaðan tekur að sér nefndaformennsku
Stjórn­ar­andstaðan mun taka að sér for­mennsku í þeim þrem­ur fasta­nefnd­um Alþingis sem rík­is­stjórn­in bauð þeim. Stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir funduðu um málið í morg­un.
Kjarninn 11. desember 2017
Ísland enn og aftur eftirbátur annarra ríkja í EES
Íslenskt stjórnvöld eiga enn eftir að innleiða reglur frá Evrópusambandinu og segir í frammistöðumati ESA að nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að grípa til aðgerða.
Kjarninn 11. desember 2017
Konurnar sem saka Trump um áreitni eiga skilið að fá áheyrn
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að allar konur sem telja á sér brotið eigi skilið að fá áheyrn, og það eigi líka við um þær sem hafa sakað Trump Bandaríkjaforseta um áreitni.
Kjarninn 11. desember 2017
Fimmtán milljarða innviðainnspýting
Stjórnarflokkarnir ætla sér að auka verulega við fjármagn til heilbrigðis- og menntakerfisins, samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins í dag.
Kjarninn 11. desember 2017
Fjölmenni og samstaða á #Metoo viðburðum
Fjölmenni er nú á #Metoo viðburði í Borgarleikhúsinu. Viðburðir eru haldir um allt land þar sem minnst er á mikilvægi byltingarinnar.
Kjarninn 10. desember 2017
Nær Ive að blása lífi í nýsköpunina hjá Apple?
Bretinn Jonathan Ive hefur tekið við stjórnun hönnunar og notendaupplifunar hjá Apple á nýjan leik. Þetta verðmætasta fyrirtæki heimsins hefur fengið á sig mikla gagnrýni að undanförnu fyrir að koma ekki fram með nægilega miklar nýjungar.
Kjarninn 10. desember 2017
Sjónvarpsþáttur Kjarnans: Fjárframlög til skattaeftirlits verða aukin
Forsætisráðherra segir að skattaeftirlit skili sér margfalt til baka. Samstaða er um það innan ríkisstjórnarinnar að auka framlög til skattaeftirlits. Hér er hægt að horfa á viðtal Þórðar Snæs Júlíussonar við Katrínu Jakobsdóttur í síðasta sjónvarpsþætti
Kjarninn 9. desember 2017
Formaður Læknafélags Íslands: Greiðslufyrirkomulag þarf að einfalda
Nýr formaður Læknafélags Íslands segir að fjármagnið sem kemur frá ríkinu inn í heilbrigðiskerfið þurfi að fylgja sjúklingnum sjálfum og með því móti endurspeglist hver hin raunverulega þörf er fyrir þjónustuna og hvar hagkvæmast er að veita hana.
Kjarninn 9. desember 2017
Obama varar við því að styrjaldartíminn geti komið aftur
Forsetinn fyrrverandi segir að fólk megi ekki búast við því að hlutirnir verði alltaf eins og þeir hafa verið. Allt í einu geti glundroði myndast í heiminum.
Kjarninn 9. desember 2017
Skeljungur kaupir hlut í Hópkaup, Heimkaup og Bland
Markaðsvirði Skeljungs nemur nú ríflega 14 milljörðum króna.
Kjarninn 8. desember 2017
Lækkandi skuldir og kröftugur hagvöxtur hækka lánshæfiseinkunn í A
Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch hefur hækkað lánshæfismatseinkunn í A, og segir horfur stöðugar. Skuldir ríkisins eru nú komnar niður fyrir 50 prósent af árlegri landsframleiðslu.
Kjarninn 8. desember 2017
Nýjar siðareglur eiga að skerpa á heilindum í störfum hjá hinu opinbera
Ríkisstjórn hefur samþykkt endurskoðun siðareglna ráðherra og hyggst skipa starfshóp sem fer yfir endurskoðun á siðareglum.
Kjarninn 8. desember 2017
Iðunn Garðarsdóttir ráðin aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra
Svandís Svavarsdóttir hefur ráðið aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu.
Kjarninn 8. desember 2017
Mynd tekin að morgni í nóvember 2017 í Nýju-Delhi á Indlandi.
Milljónir barna í hættu vegna lélegra loftgæða
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna varar við aukinni mengun en gríðarlegur fjöldi barna verður fyrir skaða af völdum hennar út um allan heim á degi hverjum.
Kjarninn 8. desember 2017
Opna vefsvæði þar sem hægt er að tilkynna um lögbrot á fjármálamarkaði
Fjármálaeftirlitið hefur opnað vefsvæði þar sem starfsmenn banka og annarra fjármálafyrirtækja geta tilkynnt um möguleg lögbrot sem þeir verða varir við í starfi sínu.
Kjarninn 8. desember 2017
Stjórnarandstaðan vill fjórar nefndir en ekki þrjár
Forystufólk stjórnarandstöðuflokkanna vill fá formennsku í fjórum nefndum Alþingis en ekki þremur, eins og ríkisstjórnarflokkarnir hafa boðið.
Kjarninn 8. desember 2017
Brexit-samkomulag milli Evrópusambandsins og Breta í höfn
Samkomulag hefur náðst um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, og getur þá næsti hluti samningaviðræðna hafist, segir Financial Times. Þar verður vikið að því hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verður háttað.
Kjarninn 8. desember 2017
Utanríkisráðherra Þýskalands: Hlutverk Bandaríkjanna hefur varanlega breyst
Utanríkisráðherra Þýskalands segir Trump Bandaríkjaforseta hafa varanlega breytt stöðu Bandaríkjanna. Hann hafi stórskaðað alþjóðasamvinnu, og gefi út skilaboð um að þjóðir heimsins þurfi að bjarga sér sjálfar.
Kjarninn 7. desember 2017
Lagafrumvarp til að greiða fyrir ljósleiðaravæðingu á borðinu
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið undirbýr nú innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins er varðar styrkingu innviða fjarskipta-, raforku-, og veitukerfa.
Kjarninn 7. desember 2017
Símtalið var á milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde.
Dómsátt gerð í máli gegn Seðlabanka - Kjarninn fær endurrit neyðarlánasímtals
Seðlabanki Íslands og Kjarninn hafa gert með sér dómsátt sem felur í sér að bankinn afhendir endurrit af símtali Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde sem fór fram 6. október 2008. Seðlabankinn hafði áður tekið til varnar í málinu.
Kjarninn 7. desember 2017
Íslenskir unglingar dreifa frekar lyfjunum sínum
Samkvæmt nýrri rannsókn ástunda íslenskir unglingar í 10. bekk, sem hafa fengið ávísað örvandi lyfjum, frekar lyfjaflakk en þekkist erlendis.
Kjarninn 7. desember 2017
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Telja að útgjöld ríkisins hækki um 87,9 milljarða króna á ári
tök atvinnulífsins telja að framkvæmd þess sem stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kosti tæplega 90 milljarða á ári. Auk þess muni tekjur dragast saman. Forsætisráðherra segir að fjárlagafrumvarpið muni gera ráð fyrir „myndarlegum afgangi“.
Kjarninn 7. desember 2017
Kristín ráðin framkvæmdastjóri Borgarleikhússins
Auglýst var í starfið í október og sóttu 37 um það.
Kjarninn 7. desember 2017
Unnur Brá íhugar að taka slaginn í borginni
Margir hafa þrýst á Unni Brá Konráðsdóttur að bjóða sig fram til forystu Sjálfstæðisflokksins í borginni í komandi sveitarstjórnarkösningum.
Kjarninn 7. desember 2017
Neyðarfundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna framundan
Ákvörðun Donalds Trumps um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og færa bandaríska sendiráðið þangað hefur vakið hörð viðbrögð.
Kjarninn 7. desember 2017
Trump viðurkennir Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels
Þjóðarleiðtogar og forystumenn í ríkisstjórnum í mörgum ríkjum heimsins óttast að þetta geti hleypt illu blóði í friðarviðræður og jafnvel leitt til stríðsátaka.
Kjarninn 6. desember 2017
Af sem áður var - 480 milljarðar í plús á þremur og hálfu ári
Ótrúlegur viðsnúningur hefur orðið á utanríkisverslun landsins. Á meðan mikill halli er á vöruviðskiptum þá blómstrar ferðaþjónusta.
Kjarninn 6. desember 2017
Katrín: Hækkun fjármagnstekjuskatts liður í réttlátara skattkerfi
Katrín Jakobsdóttir segir að Vinstri græn hafi ekki lofað neinum skattahækkunum fyrir kosningar. Nýr forsætisráðherra þjóðarinnar er gestur Kjarnans á Hringbraut klukkan 21.
Kjarninn 6. desember 2017
Ekki mikil hefð fyrir því að ráðherrar segi af sér á Íslandi
Forsætisráðherra segir að það sé erfitt að breyta því yfir nótt að pólitísk ábyrgð sé menningarbundin. Hingað til hafi ekki tíðkast að ráðherrar segi af sér til að axla ábyrgð. Katrín Jakobsdóttir er gestur Kjarnans á Hringbraut klukkan 21.
Kjarninn 6. desember 2017
Þær sem brutu þagnarmúrinn eru persóna ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið persónu ársins frá árinu 1927 og þetta árið urðu konurnar sem greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi opinberlega fyrir valinu.
Kjarninn 6. desember 2017
Átta héraðsdómarar skipaðir í embætti í desember
Dóms­málaráðuneyt­inu bárust 41 um­sókn um 8 stöður héraðsdóm­ara sem aug­lýst­ar voru en um­sókn­ar­frest­ur rann út þann 18. sept­em­ber. Ráðherra mun skipa í embættin í þessum mánuði enda á skipun dómaranna að taka gildi 1. janúar á næsta ári.
Kjarninn 6. desember 2017
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ríkisstjórnin með byr í segl
Vinstri græn koma vel út úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Tæplega átta af hverjum tíu sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina.
Kjarninn 6. desember 2017