Virði Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum
Icelandair Group er eina félagið í Kauphöllinni sem hækkar í virði í fyrstu viðskiptum dagsins. Arion banki, helsti lánardrottinn WOW air, lækkar mest.
Kjarninn 22. mars 2019
Silja Bára Ómarsdóttir
Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Forsætisráðherra, hefur skipað Dr. Silju Báru Ómarsdóttur, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem formann Jafnréttisráðs. Hún tekur við af Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur.
Kjarninn 22. mars 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir
Yfir 2.000 manns hófu verkföll í nótt
Sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti í nótt, en það nær til ríflega 2.000 starfsmanna á tilteknum hótelum og rútufyrirtækjum á starfssvæði félaganna.
Kjarninn 22. mars 2019
Ríkisstjórnin bindur vonir við farsæla niðurstöðu
Í tilkynningu Icelandair til kauphallar kemur fram að viðræður félagsins við WOW air fari fram í samráði við stjórnvöld.
Kjarninn 21. mars 2019
Indigo slítur viðræðum við WOW – Viðræður hafnar við Icelandair
Tilkynnt var um það í kvöld að Indigo Partners hafi slitið viðræðum sínum um aðkomu að rekstri WOW air. Viðræður eru hafnar við Icelandair í staðinn.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
ÖBÍ og ASÍ skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps ráðherra
Drög að skýrslu samráðshóps sem Ásmundur Einar Daðason skipaði fyrir tæpu ári liggja fyrir. Hvorki ÖBÍ né ASÍ, sem hafa átt fulltrúa í hópnum, ætla að skrifa undir skýrsluna.
Kjarninn 21. mars 2019
Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festi, og Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóra Íslenskrar orkumiðlunar.
Festi kaupir hlut í Íslenskri orkumiðlun
Festi hf. hefur keypt 15 prósent hlut í Íslenskri orkumiðlun. Hluthafar Íslenskrar orkumiðlunar eru Sjávarsýn ehf., Betelgás ehf., Kaupfélag Skagfirðinga svf., Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Festi hf.
Kjarninn 21. mars 2019
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands
Banna hálfsjálfvirka riffla og hríðskotariffla í Nýja Sjálandi
Nýsjálendingar ætla að banna hálfsjálfvirka riffla og hríðskotariffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch í síðustu viku. Forsætisráðherra Nýja Sjálands kynnti í nótt vopnalöggjöfina en stefnt er að nýju lögin taki gildi í apríl næstkomandi.
Kjarninn 21. mars 2019
Brynjólfur Bjarnason orðinn stjórnarformaður Arion banka
Herdís Dröfn Fjeldsted er varaformaður stjórnar.
Kjarninn 20. mars 2019
Vond staða Boeing versnar
Framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Boeing hefur verið látinn fara. Mikill titringur er innan fyrirtækisins vegna rannsóknar á flugslysum í Indónesíu í október og Kenía fyrr í mánuðinum.
Kjarninn 20. mars 2019
Segir stjórnarmeirihluta fyrir fjölmiðlafrumvarpi
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að frumvarp hennar um stuðning við einkarekna fjölmiðla sé einungis fyrsta skrefið sem þurfi að stíga í þeirri vegferð.
Kjarninn 20. mars 2019
Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Seðlabanki Íslands
Vextir Seðlabankans enn óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 20. mars 2019
WOW air óskaði eftir ríkisábyrgð á láni
Skúli Mogensen hefur leitað ásjár stjórnvalda og kannað möguleika á ríkisábyrgð á láni. Lánveitandi WOW air hefur sett ríkisábyrgð sem skilyrði fyrir lánveitingu þar sem ekki er talið að nægjanleg veð sé að hafa í rekstrarfjármunum flugfélagsins sjálf.
Kjarninn 20. mars 2019
Guðbrandur Einarsson
Segir af sér sem formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér sem formaður LÍV. Ástæðan sem hann gefur er meiningarmunur á milli hans og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð.
Kjarninn 20. mars 2019
Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Snöggkólnar á fasteignamarkaði
Kólnað hefur á fasteignamarkaði, miðað við það sem verið hefur undanfarin ár.
Kjarninn 19. mars 2019
Hælisleitendur mótmæla fyrir framan Alþingishúsið
Þrír handteknir við Alþingishúsið
Þrír voru handteknir við Alþingishúsið í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna mótmæla hælisleitenda. Samtökin Refugees in Iceland segja að um friðsöm mótmæli hafi verið að ræða og að þau hafi ekki ætlað að hindra aðgengi að Alþingi.
Kjarninn 19. mars 2019
Róbert R. Spanó, lögmaður og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Telur tregðu íslenskra dómstóla að fylgja dómum MDE vera á undanhaldi
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstóll Evrópu, telur að upphafleg tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum dómstólsins sé á undanhaldi og að undanfarna áratugi hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga samstarf við dómstólinn.
Kjarninn 19. mars 2019
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA
Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.
Kjarninn 19. mars 2019
Flóttafólk mótmælir á Austurvelli. Búið er að taka tjaldið niður.
Sér ekki hvernig sérstök smithætta eigi að vera af því að fólk setji upp tjald
Sóttvarnalæknir hefur meiri áhyggjur af hreinlætisaðstöðu víðs vegar um landið fyrir ferðamenn en að flóttafólk hafi safnast saman á Austurvelli.
Kjarninn 19. mars 2019
Fast leiguverð til sjö ára
Alma er ný þjón­usta á leigu­markaði í eigu Almenna leigufélagsins þar sem leigj­end­um er gef­inn kost­ur á leigu til allt að sjö ára á föstu leigu­verði sem á ein­ung­is að vera tengt vísi­tölu neyslu­verðs.
Kjarninn 19. mars 2019
Jón Sigurðsson var sjálfur einn mesti mótmælandi Íslandssögunnar
Þingmaður Viðreisnar segir að virða eigi rétt til mótmæla.
Kjarninn 18. mars 2019
Ísland nær samningi við Breta vegna Brexit
Óbreyttar forsendur viðskipta verða fyrir hendi, fari svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings.
Kjarninn 18. mars 2019
Rannsaka ferðir hryðjuverkamanns um Ísland
Minnst er á Ísland í stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins í Nýja-Sjálandi.
Kjarninn 18. mars 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Píratar nálgast Samfylkinguna í fylgi
Samfylkingin mældist með 13,8% fylgi í nýrri MMR könnun og Píratar með 13,6%. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkaði lítillega en 41,8% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 42,8% í síðustu mælingu.
Kjarninn 18. mars 2019
Meirihluti Íslendinga hlynntur því að láglaunafólk fái meiri skattalækkun
83 prósent Íslendinga eru hlynntir því að launafólk með heildartekjur undir 500 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt fái meiri skattalækkun en aðrir.
Kjarninn 18. mars 2019
Björn Snæbjörnsson
Segir viðræðuslit vonbrigði
Formaður Starfsgreinasambandsins segir viðræðuslitin við SA vonbrigði og ef boðað verði til verkfalla verða þau ekki fyrr en seint í apríl eða byrjun maí.
Kjarninn 18. mars 2019
Starfs­greina­sam­band Íslands slítur viðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins
Starfs­greina­sam­band Íslands hef­ur slitið viðræðum sín­um við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins.
Kjarninn 18. mars 2019
Segir stjórnvöld hafa farið nokkuð geyst í fullyrðingum um málskot
Benedikt Bogason, formaður dómstólasýslunnar, segir stjórnvöld hafa farið nokkuð geyst í að fullyrða að vísa ætti dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildar hans áður en faglegt mat var lagt á slíkt.
Kjarninn 18. mars 2019
Guðni Elísson
Guðni: Þurfum að endurmóta hagkerfið og alla innviði – og það hratt
Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði, hefur rannsakað loftslagsmál til fjölda ára en hann segir að sú jörð sem bjargað verði núna verði ekkert í líkingu við þá jörð sem fólk ólst upp á.
Kjarninn 17. mars 2019
Þarf að aftengja flokkspólitík frá skipun í stöður innan dómsvaldsins
Prófessor í stjórnmálafræði bendir á að það sé persónupólitík í Landsréttarmálinu sem hafi áhrif á stjórnarsamstarf þeirra flokka sem mynda ríkisstjórnina.
Kjarninn 17. mars 2019
Staðan í Brexit er grafalvarleg
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það sé engin lausn enn sem komið er komin fram á því hvernig sé hægt að leysa Brexit-hnútinn.
Kjarninn 16. mars 2019
Valdboðsöfl farin að teygja sig inn í sjálft dómsvaldið
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi verið að draga línu í sandinn með dómi sínum á þriðjudag. Það gangi ekki að framkvæmdavald krukki í dómsvaldi.
Kjarninn 16. mars 2019
Logi: Ísland þarf ekki jafnvægi Sjálfstæðisflokksins
Formaður Samfylkingar sagði í ræðu á flokkstjórnarfundi að jafnvægi Sjálfstæðisflokks byggi á því að örfáir sitji öðru megin á vegasaltinu með þorra gæða. Hann hafi haldið að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur væru ólíkir flokkar en haft rangt fyrir sér.
Kjarninn 16. mars 2019
Mannréttindadómstóll Evrópu
Áhrifa dóma Mannréttindadómstólsins gætir víða hér á landi
Í vikunni hefur Mannréttindadómstóll Evrópu og þýðing dóma hans fyrir íslenskt réttarkerfi verið til umræðu. Á síðustu árum hafa sífellt fleiri Íslendingar leitað réttar síns til dómstólsins en ýmsar réttarbætur hér á landi má rekja til dómstólsins.
Kjarninn 16. mars 2019
Lagt til að Brynjólfur Bjarnason verði stjórnarformaður Arion banka
Stjórnarformaður Arion banka, Eva Cederbalk, gefur ekki kost á sér áfram í stjórn Arion banka.
Kjarninn 15. mars 2019
Eimskip metur næstu skrefi í deilu um skattgreiðslur
Eimskip er ósátt við niðurstöðu yfirskattanefndar og metur næstu skref. Deilt erum skattgreiður erlendra dótturfélaga.
Kjarninn 15. mars 2019
Björgólfur stjórnarformaður Sjóvár
Erna Gísladóttir, sem verið hefur stjórnarformaður Sjóvá síðan 2011, er hætt í stjórn en tekur sæti varamanns.
Kjarninn 15. mars 2019
Félagsdómur úrskurðar örverkföll Eflingar ólögleg
Niðurstaðan er vonbrigði, segja forsvarsmenn Eflingar.
Kjarninn 15. mars 2019
Ingimundur hættir hjá Íslandspósti
Forstjóri Íslandspósts hættir eftir fjórtán ára starf.
Kjarninn 15. mars 2019
Tap Íslandspósts 293 milljónir í fyrra
Megin ástæða meira taps Íslandspósts en reiknað var með, er sú að verðbreytingar urðu ekki á grunnuþjónustu og samdráttur varð meiri í bréfasendingum en reiknað var með. Fyrirkomulag fjármögnunar grunnþjónustu verður að breytast, segir forstjórinn.
Kjarninn 15. mars 2019
Blaðamannafélagið dregur fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd
Stjórn BÍ hefur samþykkt að draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar. Ástæðan er sögð eðlisbreyting á starfi nefndarinnar að undanförnu.
Kjarninn 15. mars 2019
VR - Kröfuganga 1. maí 2018
Ný stjórn VR kosin
Sjö stjórn­ar­menn hafa nú verið kosnir í stjórn VR til tveggja ára en atkvæðagreiðslu félagsmanna VR lauk á hádegi í dag. Kosningaþátttaka var 7,88 prósent.
Kjarninn 15. mars 2019
Fundir hjá Ríkissáttasemjara undanfarnar vikur hafa ekki borið árangur.
Starfsgreinasambandið mun slíta viðræðum komi ekki fram nýjar hugmyndir
Samningaviðræðum Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins verður slitið ef það koma ekki fram nýjar hugmyndir eða viðbrögð á næstu dögum.
Kjarninn 15. mars 2019