Theresa May forsætisráðherra Bretlands og Donald Trump Bandaríkjaforseti
Pundið fellur eftir ummæli Trump
Ummæli Trump um engan fríverslunarsamning milli Bandaríkjanna og Bretlands leiddi til mikillar veikingar pundsins gagnvart Bandaríkjadal í morgun.
Kjarninn 13. júlí 2018
Samkvæmt Boston Consulting eru umhverfismál hvergi jafngóð og á Íslandi.
Umhverfismál hvergi betri en á Íslandi
Ísland vermir þriðja sætið af 152 löndum í mælikvarða um velsæld landa, en þar erum við sterkust í umhverfismálum og slökust í efnahagslegum stöðugleika.
Kjarninn 13. júlí 2018
Höfuðstöðvar TM í Síðumúla
TM með þriðju afkomuviðvörunina í Kauphöllinni
TM gerir ráð fyrir 200 milljóna króna tapi á öðrum ársfjórðungi 2018, en það er 700 milljónum króna lægri spá en áður var talið. Afkomuviðvörun félagsins er sú þriðja í Kauphöllinni í vikunni.
Kjarninn 12. júlí 2018
Flestir hlynntra vildu sameiningu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fleiri hlynntir sameiningu
Meirihluti borgarbúa 18 ára og eldri eru hlynntir sameiningu sveitarfélaganna, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Kjarninn 12. júlí 2018
Yfirvinnuverkfall ljósmæðra hefst í næstu viku
Yfirvinnuverkfall ljósmæðra hefst á miðnætti 18. júlí að öllu óbreyttu eftir að ekki náðist saman á fundi samninganefndar ríkisins og ljósmæðra í gær. Formaður samninganefndar ljósmæðra gefur lítið fyrir áhrif samninga við ljósmæður á stöðugleika.
Kjarninn 12. júlí 2018
Trump hefur löngum gagnrýnt útgjöld NATO-ríkja til varnarmála.
Trump sigri hrósandi þrátt fyrir mótsögn
Bandaríkjaforseti sagðiNATO-ríki hafa samþykkt skilyrði hans um hraðari útgjaldahækkun aðildarríkja, þrátt fyrir að hafa skrifað undir yfirlýsingu um hið gagnstæða.
Kjarninn 12. júlí 2018
Svo virðist sem umfang fjármálastarfsemi hefur stórlækkað frá hruni í lægri launum, annað hvort í hlutfallslega færri störfum eða lægri launum.
Umfang fjármálastarfsemi hefur stórlækkað
Hlutdeild fjármála-og vátryggingastarfsemi af heildarlaunum Íslendinga hefur stórlækkað á síðustu tíu árum, á sama tíma og hlutdeild gisti-og veitingareksturs hefur aukist töluvert.
Kjarninn 12. júlí 2018
Kylie Jenner, eigandi Kylie Cosmetics.
Kylie Cosmetics nær tvöfalt verðmætara en Icelandair
Fyrirtæki tvítugu raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner er metið á tæplega 86 milljarða íslenskra króna, en það er nær tvöfalt meira en markaðsvirði Icelandair.
Kjarninn 12. júlí 2018
Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik HM
Króatar unnu frækinn sigur á sterku liði Englendinga í seinni undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Gríðarleg vonbrigði á Englandi en Króatarnir hafa farið löngu leiðina í öllum útsláttarleikjunum, með framlengingu í hverjum leik.
Kjarninn 11. júlí 2018
EFTA-dómstóllinn.
ESA lokar máli um endurskipulagningu lánastofnana
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lokað máli sem það hafði til skoðunar varðandi endurskipulagningu íslenskra lánastofnana. Eftirlitsstofnunin telur Ísland hafa gert viðeigandi lagabreytingar varðandi endurskipulagningu lánastofnana.
Kjarninn 11. júlí 2018
Fer fótboltinn „heim“ til Englands eða eru allir að vanmeta Króatana?
England mætir Króatíu í dag seinni undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins. Frakkar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gær með 1-0 sigri á Belgíu.
Kjarninn 11. júlí 2018
Gagnrýna gjafabréf Icelandair og WOW
Neytendasamtökin gagnrýna alltof stuttan gildistíma gjafabréfa sem keypt eru hjá íslensku flugfélögunum Icelandair og WOW air. Samtökin telja eðlilegt að gildistími slíkra bréfa sé fjögur ár, sem er almennur fyrningarfrestur á kröfum.
Kjarninn 11. júlí 2018
Áhrif #MeToo og #TimesUp herferðanna á vinnustaði eru enn óljós.
Nær helmingur karlmanna sagðist hafa áreitt
Tæpur helmingur karlkyns svarenda netkönnunar Harvard Business Review viðurkenndu að þeir höfðu tekið þátt í athæfi sem nú yrði skilgreint sem kynferðisleg áreitni.
Kjarninn 11. júlí 2018
Segir dómsmálaráðuneytið skreyta sig með stolnum fjöðrum
Drífa Snædal framkvæmastjóri SGS gagnrýnir harðlega tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu sem kom fram samhliða birtingu skýrslu bandarískra stjórnvalda um mansal. Segir baráttuna gegn mansali keyrða áfram af einstaklingum en ekki stjónvöldum.
Kjarninn 11. júlí 2018
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Jens Stoltenberg aðalritari Sameinuðu þjóðanna í Brussel fyrr í dag.
Trump segir Þýskaland vera „fanga Rússa“
Bandaríkjaforseti byrjaði leiðtogaráðstefnu NATO með hörðum orðum í garð Þýskalands og annarra bandalagsþjóða.
Kjarninn 11. júlí 2018
Of fáir karlar í ráðum borgarinnar
Í þremur af sex fastaráðum Reykjavíkurborgar sitja fimm konur og tveir karlar. Lög um jafna stöðu kvenna og karla kveða á um að hlutfall í ráðum og nefndum á vegum sveitarfélaga eigi að vera sem jafnast.
Kjarninn 11. júlí 2018
Lokun olíuborpalla í Noregi gæti þrýst upp heimsmarkaðsverði á olíu.
Verkfall í Noregi gæti hækkað olíuverð
Óttast er hækkunar á olíuverði vegna yfirstandandi verkfalls norskra starfsmanna á olíuborpöllum.
Kjarninn 11. júlí 2018
Höfuðstöðvar VÍS
VÍS sendir frá sér afkomuviðvörun vegna þróunar á markaði
VÍS skilar 1,1 milljarða króna lægri afkomu á öðrum ársfjórðungi en áður var spáð, en félagið segir ástæðuna vera brunatjón í Perlunni og Miðhrauni á tímabilinu auk óhagstæðrar þróunar á hlutabréfamarkaði.
Kjarninn 10. júlí 2018
Plastbann gæti haft öfug áhrif
Mögulegt bann á allri plastnotkun gæti leitt til aukinnar mengunnar og hærra neytendaverðs ef ekki er farið rétt að, samkvæmt nýrri umfjöllun BBC.
Kjarninn 10. júlí 2018
Thierry Henry og Belgar gegn Frakklandi - Grannaslagur í undanúrslitaleik HM
Fyrri undanúrslitaleikurinn á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu fer fram klukkan sex í dag og er sannkallaður nágrannaslagur þegar lið Frakklands mætir liði Belgíu.
Kjarninn 10. júlí 2018
Allir drengirnir komnir út úr hellinum
Ótrúlegu björgunarafreki í Tælandi er að mestu lokið og drengjunum tólf ásamt þjálfara þeirra hefur verið komið út úr helli þar sem þeir hafa setið fastir í átján daga.
Kjarninn 10. júlí 2018
Skuldahlutfall barnafjölskyldna er mun hærra en hlutfall barnlausra hjóna
Barnafjölskyldur og millitekjufólk með verri skuldastöðu
Skulda-og greiðslubyrði hjóna með börn og meðalháar tekjur er hærri en annarra samkvæmt nýjum tölum Hagstofu.
Kjarninn 10. júlí 2018
Meirihluti íbúðakaupenda fær aðstoð frá fjölskyldu
Þeir sem kaupa sína fyrstu íbúð hafa orðið eldri og eldri síðustu áratugi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Íbúðalánasjóðs.
Kjarninn 10. júlí 2018
Síminn hf. sakaði RÚV um að setja víkja frá lögbundinni gjaldskrá í tengslum við sýningar HM.
SE segir ekkert að sölu RÚV á auglýsingum á HM
Samkeppniseftirlitið gerir engar athugasemdir á auglýsingasölu RÚV í tengslum við yfirstandandi HM.
Kjarninn 9. júlí 2018
Brexit mestu vandræði sem breskir stjórnmálamenn hafa lent í lengi
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir að Brexit sé að reynast Theresu May forsætisráðherra Bretlands gríðarlega erfitt, eftir afsagnir þriggja ráðherra í ríkisstjórn hennar síðasta sólarhringinn.
Kjarninn 9. júlí 2018
Bandaríkjamenn tveir af hverjum fimm farþegum
Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í júní síðastliðnum voru tæplega 234 þúsund talsins. Fjölgunin nam 5,4 prósent á milli ára sem er mun minni fjölgun en hefur mælst milli ára í júní síðastliðin ár.
Kjarninn 9. júlí 2018
Boris Johnson segir af sér embætti
Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands hefur sagt af sér embætti. Johnson er þriðji ráðherrann í ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra á sólarhring sem segir af sér.
Kjarninn 9. júlí 2018
Frosnar maísbaunir eru meðal innkallaðra vara
Frosið grænmeti innkallað í Reykjavík vegna gruns um listeríu
Madsa ehf. og Heilbrigðiseftirlit Reykjavík hafa ákveðið að innkalla frosið grænmeti vegna gruns um listeríu.
Kjarninn 9. júlí 2018
Fimm talmeinafræðingar til grunnskóla borgarinnar
Reykjavíkurborg hefur ráðið fimm nýútskrifaða talmeinafræðinga til að þjónusta skóla borgarinnar. Ráðning þeirra á að stórbæta þjónustu við börn með tal- og málþroskavanda og gera hana markvissari.
Kjarninn 9. júlí 2018
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
24% lækkun á bréfum Icelandair
Verð á hlutabréfum Icelandair hefur lækkað um nær fjórðung í kjölfar lækkunar á afkomuspá félagsins í gærkvöldi.
Kjarninn 9. júlí 2018
Fleiri hlynntir en andvígir Borgarlínu
Öllu fleiri Íslendingar 18 ára og eldri eru hlynntir Borgarlínunni en andvígir. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Íbúar Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs hlynntir en í Garðabæ eru fleiri andvígir en hlynntir.
Kjarninn 9. júlí 2018
Dominic Raab, nýr ráðherra Brexit-mála í bresku ríkisstjórninni
Raab nýr ráðherra í Brexit-málum
Dominic Raab hefur tekið við sem svokallaður Brexit-ráðherra í ríkisstjórn Bretlands eftir afsögn forvera hans David Davis í gær.
Kjarninn 9. júlí 2018
Sala Brauðs & Co nær tvöfaldast
Sala í bakaríum Brauðs & co nær tvöfaldaðist frá fyrra ári og nám á síðasta ári 408 milljónum króna. Reka nú fimm bakarí og verslanir á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 9. júlí 2018
Eru tólf gjörgæslurúm á Landspítalanum nóg?
Læknir á Landspítalanum spyr sig hvort plássin fyrir sjúklinga dugi til að þjónusta þá sem á þurfa að halda en Ísland er meðal þeirra landa í Evrópu sem fæst gjörgæslurúm hafa.
Kjarninn 8. júlí 2018
Björgunaraðgerðir undirbúnar í Tham Luang-hellinum í Tælandi.
Forsætisráðherra Íslands sendir tælensku drengjunum kveðju
„Til hugrökku drengjanna og þjálfara þeirra sem fastir eru í Tham Luang-hellinum í Tælandi og fjölskyldna þeirra: Fólk er að hugsa til ykkar víða um heim og það gerum við einnig hér á Íslandi.“
Kjarninn 8. júlí 2018
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Segir hættur steðja að heimshagkerfinu
Prófessor í hagfræði bendir á ýmis hættumerki í heimsbúskanum sem gætu komið annarri kreppu af stað í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. júlí 2018
Íslenskt smáforrit í fjölskyldurými Google
Google tilkynnti nýverið að smáforritið Mussila, sem framleitt er af íslenska fyrirtæki, hafi verið valið til þess að vera kynnt í sérstöku fjölskyldurými sem Google var að opna.
Kjarninn 7. júlí 2018
Viðskiptastríð stórveldanna hafið
Verndartollar Bandaríkjanna á kínverskar vörur tóku gildi í dag. Um er að ræða refsitolla á ákveðnar kínverskar vörur og Kínverjar hafa lagt samsvarandi tolla á Bandaríkin. Sérfræðingar telja aðgerðirnar afar skaðlegar fyrir bæði löndin.
Kjarninn 6. júlí 2018
Meðalaldur kennara fer hækkandi
Meðalaldur starfsfólks við kennslu í grunnskólum hefur farið hækkandi frá árinu 2000 og eru færri karlar og fleiri konur við kennslu en fyrir 20 árum.
Kjarninn 6. júlí 2018
Davíð Helgason
Davíð Helgason hvetur fólk til að segja skilið við Danske Bank
Frumkvöðull, búsettur í Danmörku, hættir viðskiptum við Danske bank eftir að bankinn var ásakaður um peningaþvætti.
Kjarninn 6. júlí 2018
Kári Stefánsson
Segir Bjarna ekki geta unnið störukeppni við ljósmæður
Kári Stefánsson skrifar opið bréf til fjármálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu í dag.
Kjarninn 6. júlí 2018
Íslenska skjaldamerkið.
Minnsti innleiðingarhalli Íslands síðan 2010
Umtalsvert hefur dregið úr innleiðingarhalla tilskipana og reglugerða sem falla undir EES samninginn og er hann í tilviki Íslands sá minnsti frá árinu 2010. Þetta er niðurstaða 42. frammistöðumats Eftirlitsstofnunar EFTA.
Kjarninn 6. júlí 2018
Upptök listeríunnar eru talin vera í frosnu grænmeti.
Frosið grænmeti talið valda listeríu
Maísbaunir frá Coop auk annars frosins grænmetis eru talin hafa valdið listeríufaraldri sem geisað hefur um fimm Evrópulönd á síðustu þremur árum.
Kjarninn 5. júlí 2018
Hagar hafa meðal annars lagt til að selja tvær Bónusverslanir til að koma samrunanum í gegn.
Telur Haga enn vera markaðsráðandi
Samkeppnisyfirlitið lítur svo á að innkoma Costco í fyrra hafi ekki breytt markaðsráðandi stöðu Haga á smásölumarkaði.
Kjarninn 5. júlí 2018
Ósátt við umferðarmálin í nýju skipulagi fyrir Skerjafjörð
Sjálfstæðisflokkurinn mótmælti nýju rammaskipulagi fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði við Reykjavíkurflugvöll. Ekki sé búið að framkvæma heildstæða umferðargreiningu og engar lausnir séu til að létta á fyrirsjáanlegri umferð á svæðinu.
Kjarninn 5. júlí 2018
H&M selt föt á Íslandi fyrir meira en 2,5 milljarða
Upplýsingar um sölu sænska verslunarrisans á tímabilinu mars til maí birtust í fjórðungsuppgjöri keðjunnar í síðustu viku. Salan hefur dregist saman frá opnun.
Kjarninn 5. júlí 2018
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra.
Ríkisstjórnin ver samanburð við aðrar stéttir
Fjármála- og efnahagsráðuneytið réttlætti í dag samanburð sinn á heildarlaunum ljósmæðra og annarra viðmiðunarstétta auk þess sem það sagði ekkert takmarka ljósmæður við að vinna fullt starf.
Kjarninn 4. júlí 2018
Húsnæði Danske bank hjá Holmens Kanal í Kaupmannahöfn.
Danske bank ásakaður um peningaþvætti sem nemur 890 milljörðum
Meint peningaþvætti Danske bank er metið á um 890 milljarða íslenskra króna, en það er tvöfalt meira en áður var talið.
Kjarninn 4. júlí 2018
Nýja hverfið verður milli Reykjavíkurflugvallar og Skeljaness í Skerjafirði.
1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði samþykkt
Tillaga að rammaskipulag fyrir byggð 1.200 íbúða hjá Reykjavíkurflugvelli, auk skóla, verslunar og þjónustu, hefur verið samþykkt af Borgarráði.
Kjarninn 4. júlí 2018
Brynjar Níelsson.
Brynjar svarar gagnrýni á orð hans um fjölmiðla
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir engar athugasemdir við að fréttamenn setji sínar skoðanir fram í leiðurum eða einstaka greinum en þá verði þeir að viðurkenna það og hætta að þykjast vera hlutlausir og óháðir.
Kjarninn 4. júlí 2018