Nýr aðstoðarmaður dómsmálaráðherra glímir við ólæknandi krabbamein
Einar Hannesson nýr aðstoðamaður Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra glímir við fjórða stigs krabbameina í lungum og lifur. Hefur haldið óskertri starfsorku og segist ekki hafa getað skorast undan þegar kallið kom.
Kjarninn 5. febrúar 2018
Auður Jónsdóttir eftir uppkvaðningu dómsins.
Þórarinn áfrýjar dómi í meiðyrðamáli
Þór­ar­inn Jónas­son, eig­andi Lax­ness hesta­leigu í Mos­fells­dal, mun áfrýja dómi héraðsdóms í meiðyrðamáli hans á hend­ur Auði Jóns­dótt­ur rit­höf­undi.
Kjarninn 5. febrúar 2018
Einar Hannesson aðstoðar Sigríði Andersen
Einar Hannesson lögmaður hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Aðstoð­ar­menn ráð­herra eru með Einari 21 tals­ins, að með töldum upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar.
Kjarninn 5. febrúar 2018
Reykjavíkurborg bregst við stöðu kvenna að erlendum uppruna
Höfuðborgin ætlar að vinna að uppbyggingu þekkingar um þjónustu við innflytjendur, hælisleitendur og flóttafólk með sérstakri fræðslu. Þá verður gert átak í því að koma öllum verkferlum vegna áreitni og ofbeldis á vinnustöðum á erlend tungumál.
Kjarninn 5. febrúar 2018
Öllu tjaldað til hjá Justin Timberlake - Stjörnum prýddar auglýsingar
Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake var með hálfsleiksatriði í leiknum um Ofurskálina í NFL í Bandaríkjunum í nótt. Auglýsingarnar vöktu athygli, eins og svo oft áður.
Kjarninn 5. febrúar 2018
Landsréttur
Lögmaður vill að dómari víki sæti úr Landsrétti
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður, lagði fram kröfu í Landsrétti á föstudag um að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við dómstólinn, víki sæti úr dómsmáli sem henni hafði verið úhlutað vegna vanhæfis.
Kjarninn 4. febrúar 2018
11 manns bjóða sig fram í forvali VG í borginni
Framboðsfrestur í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar 28. maí næstkomandi rann út á miðnætti 3. febrúar.
Kjarninn 4. febrúar 2018
Kjarninn verður á Framadögum
Framadagar 2018 fara fram næstkomandi fimmtudag. Tilgangur þeirra er að gefa ungu fólki tækifæri til þess að komast í kynni við íslenskt atvinnulíf.
Kjarninn 3. febrúar 2018
Er tími lágrar verðbólgu að líða undir lok?
Aðalhagfræðingur Kviku skrifaði grein í Vísbendingu um verðbólguhorfur.
Kjarninn 3. febrúar 2018
Mikil niðursveifla á alþjóðamörkuðum
Hræðsla við hækkun vaxta muni er sögð meginorsökin að baki óvenjulega mikillar lækkunar á hlutabréfum í dag, segir Wall Street Journal.
Kjarninn 2. febrúar 2018
Eigið fé bankanna ofmetið um 50 prósent 2007 - Heimatilbúið hrun
Endurskoðendurnir Stefán Svavarsson og Jón H. Stefánsson segja í grein á vef Viðskiptablaðsins að gömlu bankarnir hafi verið kolólöglegir löngu fyrir formlegt fall þeirra haustið 2008.
Kjarninn 2. febrúar 2018
Ingvar Vigur Halldórsson og Sólveig Anna Jónsdóttir
Tveir framboðslistar samþykktir - Valið stendur á milli Sólveigar og Ingvars
Listar Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Ingvars Vigurs Halldórssonar voru samþykktir af kjörstjórn Eflingar í morgun.
Kjarninn 2. febrúar 2018
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar eftir dómsuppkvaðninguna í héraðsdómi í dag.
Ekki búið að taka ákvörðun hvort lögbannsdómi verði áfrýjað
Lögbann á umfjöllun Stundarinnar er í gildi þar til að ákvörðun hefur verið tekin um hvort dómi héraðsdóms verði áfrýjað eða ekki. Verði dómnum áfrýjað mun lögbannið gilda að minnsta kosti fram að niðurstöðu æðri dómstóls.
Kjarninn 2. febrúar 2018
Unnur Brá Konráðsdóttir var áður forseti Alþingis.
Unnur Brá leiðir stjórnarskrárvinnu
Forsætisráðherra hefur falið Unni Brá Konráðsdóttur að vera verkefnisstjóri við endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Kjarninn 2. febrúar 2018
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar við dómsuppkvaðninguna í héraðsdómi í dag.
Hafnaði lögbanni á Stundina
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað staðfestingu á lögbanni Glitnis HoldCo á fréttaflutning Stundarinnar.
Kjarninn 2. febrúar 2018
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.
Samherji þarf að selja sig út úr færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum
Samherji hefur sjö ár til að selja sig út úr færeysku útgerðarfyrirtæki eftir að ný lög sem banna eign útlendinga á slíkum tók gildi þar í landi. Lagabreytingin gæti þýtt uppsögn á fríverslunarsamningi Íslands og Færeyja.
Kjarninn 2. febrúar 2018
Segir VR sig úr ASÍ?
Formaður VR vill láta reyna á það hvort 33 þúsund manna stéttarfélag VR geti sagt sig úr ASÍ án þess að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram.
Kjarninn 2. febrúar 2018
Þörf á mikilli uppbyggingu húsnæðis um allt land
Félagsmálaráðherra talar fyrir því að mikil þörf sé á uppbyggingu húsnæðis. Ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig á landsbyggðinni.
Kjarninn 1. febrúar 2018
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Lífeyrissjóðurinn neitar að upplýsa um fjárfestingar í Bakkavör
Virði Bakkavarar þegar lífeyrissjóði og Arion banki seldu í Bakkavör, var 43 milljarðar. Það er nú 175 milljarðar.
Kjarninn 1. febrúar 2018
Lilja skipar Eygló Harðardóttur sem nýjan stjórnarformann LÍN
Fjórir nýir skipaðir í stjórn LÍN. Á meðal þeirra eru Eygló Harðardóttir og Teitur Björn Einarsson.
Kjarninn 1. febrúar 2018
Landspítalinn
Ísland í hópi landa með bestu batahorfur krabbameinssjúklinga
Samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í The Lancet eru horfur einstaklinga með krabbamein almennt að batna í heiminum, jafnvel hjá þeim sem glíma við erfiðustu krabbameinin eins og í lifur og lungum.
Kjarninn 1. febrúar 2018
Ekki óeðlilega margar nýskráningar fyrir prófkjörið
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir nýskráningar fyrir oddvitaprófkjör í Reykjavík hafa verið á pari við önnur prófkjör. Þátttaka í prófkjörinu mun minni en áður.
Kjarninn 1. febrúar 2018
Þingmaður Viðreisnar hefði kosið öðruvísi í Landsréttarmálinu í dag
Þegar tillaga um að lengja málsmeðferðartíma í Landsréttarmálinu var felld með einu atkvæði í júní 2017 þá var það gert með öllum atkvæðum þingmanna Viðreisnar. Jón Steindór Valdimarsson segir að nýjar upplýsingar setji stuðningin við málið í nýtt ljós.
Kjarninn 1. febrúar 2018
Dagur segir stefnu Eyþórs vera alvarlega árás
Borgarstjórinn í Reykjavík segir það „alveg galið“ að ætla að koma 70 þúsund manns fyrir í útjaðri borgarinnar, að stefna Eyþórs Arnalds sé alvarlega árás á efri byggðir og að 150 milljarða fjárfesting í mislægum gatnamótum muni ekki draga úr töfum.
Kjarninn 1. febrúar 2018
„Miðborgarálag“ á fasteignamarkaði lækkar
Heldur dregur saman með hverfum á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýjustu tölum á fasteignamarkaði.
Kjarninn 1. febrúar 2018
Helga Arnardóttir hættir hjá Birtingi
Stjórn Birtings hefur komist að samkomulagi við nýráðinn aðalritstjóra að hætta störfum.
Kjarninn 31. janúar 2018
FKA heiðraði Ernu, Hildi og Söndru
Árleg viðurkenningarhátíð FKA fór fram í dag.
Kjarninn 31. janúar 2018
Árni Páll ráðinn til Uppbyggingarsjóðs EFTA
Hann var skipaður af íslenskum stjórnvöldum.
Kjarninn 31. janúar 2018
Auður Jónsdóttir eftir uppkvaðningu dómsins í dag.
Auður Jónsdóttir sýknuð í meiðyrðamáli
Ummæli Auðar um náttúruníð ekki talin úr lausu lofti gripin heldur liður í opinberri þjóðfélagsumræðu.
Kjarninn 31. janúar 2018
Eiríkur Jónsson kjörinn deildarforseti Lagadeildar
Nýr forseti og varaforseti Lagadeildar Háskóla Íslands voru kjörin á deildarfundi í gær. Eiríkur Jónsson, sem var vikið af lista yfir þá hæfustu til að sitja í Landsrétti, er nýr deildarforseti.
Kjarninn 31. janúar 2018
FME varar almenning við Bitcoin
Fjármálaeftirlitið varar almenning við þeirri miklu áhættu sem fylgir viðskiptum með sýndarfé.
Kjarninn 31. janúar 2018
Keyptur út vegna gruns um skattalagabrot - Allt lykilstarfsfólk Sæmarks hefur sagt upp
Búið er að kaupa Sigurð Gísla Björnsson út úr fiskútflutningsfyrirtækinu Bacco Seaproducts. Ástæðan er sú að hann er grunaður um skattalagabrot. Allt lykilstarfsfólk annars fyrirtækis Sigurðar Gísla, Sæmarks, sagði upp störfum á mánudag.
Kjarninn 31. janúar 2018
127 þúsund króna munur á kostnaði við skólavist
Garðabær leggur hæstu skóladagvistunargjöldin á íbúa sína en Vestmannaeyjar þau lægstu.
Kjarninn 31. janúar 2018
Hæstiréttur í Bretlandi leitar nú leiða til að auka fjölbreytni meðal dómara.
Hæstiréttur Bretlands vill auka fjölbreytni dómara
Dómstóllinn telur mikilvægt að dómarar séu fjölbreyttari hópur sem spegli samfélagsgerðina betur. Langflestir dómarar eru og hafa verið hvítir karlmenn úr einkaskólum.
Kjarninn 31. janúar 2018
Þóttist vera verkefnastjóri hjá seljanda bræðsluofnsins
Magnúsi Garðarssyni hefur verið stefnt vegna meintra lögbrota í starfsemi hjá United Silicon.
Kjarninn 31. janúar 2018
Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á 23 milljarða
Íslenska ríkið á 13 prósent hlut í Arion banka, en bókfært virði bankans er 223 milljarðar króna.
Kjarninn 31. janúar 2018
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Ráðuneytisstjórinn varaði Sigríði Andersen við
Ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins bauð fram aðstoð starfsmanna ráðuneytisins við að leggja mat á umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt til að bæta við rökstuðning ráðherra. Frekari rannsókn á hæfi umsækjendanna fór ekki fram.
Kjarninn 30. janúar 2018
Engin efnahagsleg tækifæri í Brexit fyrir Breta
Í skjölum frá breskum stjórnvöldum sem lekið var til BuzzFeed kemur fram að Brexit verði efnahagslega erfitt fyrir Breta, hvernig sem samið verður um útgöngu landsins.
Kjarninn 30. janúar 2018
86 missa vinnuna hjá Odda
Miklar breytingar er fyrirhugaðar hjá Odda á næstu mánuðum. Innlendri framleiðslu plast- og bylgjuumbúða verður hætt og áhersla lögð á innflutning umbúða og eflingu prentverks og öskjuframleiðslu.
Kjarninn 30. janúar 2018
Félagsvísindastofnun komin með drög að skýrslu Hannesar
Rúmlega 300 blaðsíðna löng skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins hefur verið afhent Félagsvísindastofnun. Skýrslan er á ensku. Enn liggur ekki fyrir hvenær sambærileg skýrsla Seðlabankans verður birt.
Kjarninn 30. janúar 2018
Stuðningur við ríkisstjórnina dalar
Sjálfstæðisflokkurinn missir 3,5 prósenta fylgi en Vinstri græn bæta við sig 3,4 prósentustigum.
Kjarninn 30. janúar 2018
Framlag vegna útgjalda við fermingu og tannréttingar verði lögfest
Búið er að leggja fram frumvarp á Alþingi en til stendur að lögum um almannatryggingar verði breytt. Fólk sem misst hefur maka sína og er með börn á umönnunaraldri hefur gagnrýnt kerfið og það misrétti sem því finnst það vera beitt.
Kjarninn 30. janúar 2018
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Fast skotið í verkalýðsbaráttunni
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR svarar Sigurði Bessasyni fráfarandi formanni Eflingar fullum hálsi eftir að Sigurður blandaði Sósíalistaflokknum í baráttuna um Eflingu.
Kjarninn 30. janúar 2018
Rúmur þriðjungur háskólanema með þunglyndiseinkenni
Háskólinn í Reykjavík ætlar að veita háskólanemum sálfræðiaðstoð þeim að kostnaðarlausu.
Kjarninn 30. janúar 2018
Rauður dagur í kauphöllinni - Er dýfa framundan?
Greinandi hjá Goldman Sachs bankanum segir að meðaltals leiðréttingin á markaði, sem er með bólgin eignaverð, sé um 13 prósent á fjórum mánuðum.
Kjarninn 29. janúar 2018
Verðbólgudraugurinn vaknaður?
Verðbólga mældist mun meiri á ársgrundvelli en flestar spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 29. janúar 2018
Fríða Björk Ingvarsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands.
Sviðslistanemendur LHÍ fara í skólagjaldaverkfall
Nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands ætla ekki að greiða skólagjöld vorannar í ár vegna bágrar aðstöðu og þjónustu. Myglað, lekandi og óeinangrað húsnæði meðal umkvörtunarefna.
Kjarninn 29. janúar 2018
Samkeppniseftirlitið andmælir samruna Haga og Olís
Samkeppniseftirlitið andmælir samruna Haga og Olís í skjali sem eftirlitið sendi á Olís á þeim forsendum að samruninn raski samkeppni og verði ekki samþykktur án skilyrða.
Kjarninn 29. janúar 2018
Oddviti Vinstri grænna spyr hvort að almenningur eigi að kaupa hlut Eyþórs í Árvakri
Líf Magneudóttir spyr hvort að það eigi ekki að fara af stað með söfnun meðal almennings til að kaupa hlut Eyþórs Arnalds í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 29. janúar 2018
Spennan magnast innan verkalýðshreyfingarinnar
Sólveig Anna Jónsdóttir nýtur stuðnings formanns VR í embætti formanns Eflingar.
Kjarninn 29. janúar 2018