Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi inn fyrstu viðskipti með bankann í íslensku kauphöllinni í fyrrasumar.
Íslandsbanki græddi 23,7 milljarða í fyrra – Ætlar að skila yfir 50 milljörðum til hluthafa
Íslandsbanki ætlar að greiða hluthöfum sínum 11,9 milljarða króna í arð vegna síðasta árs. Stjórn bankans vill auk þess greiða út 40 milljarða króna til viðbótar til hluthafa á næstu einu til tveimur árum.
Kjarninn 10. febrúar 2022
Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks og aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.
Aðstoðarmaður ráðherra segir enga þjóð „í svona rugli eins og við“ í útlendingamálum
„Þetta er orðið stjórnlaust hér, við komum ekki einu sinni fólki úr landi sem er búið að fá höfnun,“ segir Brynjar Níelsson aðstoðarmaður dómsmálaráðherra um stöðuna í verndarkerfinu. Hann segir nýtt frumvarp gera það mögulegt að framfylgja lögum.
Kjarninn 10. febrúar 2022
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
„Ekki nóg að vera með fögur orð“
Formaður Samfylkingarinnar spurði mennta- og barnamálaráðherra hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera vegna þess „bráða vanda sem er að skapast vegna hárrar verðbólgu og hækkandi vaxta“. Ráðherrann sagði m.a. að stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða.
Kjarninn 10. febrúar 2022
Yfir þúsund umsóknir bárust um 34 lóðir í Vesturbergi í Þorlákshöfn í desember. Úthlutunin fór fram milli jóla og nýárs, um þremur vikum seinna en til stóð.
Kæra gjaldtöku vegna lóðaúthlutunar í Þorlákshöfn
Innviðaráðuneytinu hefur borist kæra vegna gjaldtöku sveitarfélagsins Ölfuss á umsóknum um byggingarlóðir. Úthlutunarferlið sjálft er einnig gagnrýnt fyrir pólitísk hagsmunatengsl og er ráðuneytið hvatt til að taka ferlið til rannsóknar.
Kjarninn 10. febrúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir.
Ráðherra segir banka eiga að nota „ofurhagnað“ til að lækka vexti
Lilja Alfreðsdóttir segir að ef bankarnir útfæri ekki sjálfir leið til að nota mikinn hagnað sinn til að styðja við heimili og fyrirtæki í landinu komi til greina að hækka bankaskatt að nýju.
Kjarninn 10. febrúar 2022
Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins greiddu sér 21,5 millj­arða króna í arð árið 2020.
Meirihluti landsmanna andvígur kvótakerfinu
Rúm 60 prósent landsmanna segjast í nýrri könnun vera frekar eða mjög andvíg núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. „Fólki misbýður sérhagsmunagæslan,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 10. febrúar 2022
Rachel Reeves, þingmaður breska Verkamannaflokksins og skuggaráðherra fjármála.
Kalla eftir „hvalrekaskatti“ á orkufyrirtæki
Tveir breskir stjórnmálaflokkar kalla nú eftir sérstökum eingreiðsluskatti á orkufyrirtæki þar í landi sem hafa hagnast mikið á skörpum hækkunum á orkuverði. Skattinn mætti nota til að fjármagna stuðningsaðgerðir fyrir tekjulág heimili.
Kjarninn 9. febrúar 2022
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki hagnaðist um 28,6 milljarða og borgar 1,6 milljarð í bónusa
Hluthafa Arion banka fá yfir 58 milljarða króna í arðgreiðslur eða vegna endurkaupa hlutabréfa frá byrjun síðasta árs. Starfsmenn fá vænan bónus og kaupréttir þeirra tryggja þeim tvöföldun á fjárfestingu sinni að óbreyttu.
Kjarninn 9. febrúar 2022
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
„Hagfræðisnilldin fæddist ekki í heilabúum snjallra manna í fundarherbergi í Valhöll“
Þingmenn gerðu vaxtahækkun Seðlabankans að umræðuefni á Alþingi í dag. Sigmar Guðmundsson gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn m.a. fyrir að hafa trommað áfram möntruna um að Ísland væri skyndilega orðið að einhverri vaxtaparadís.
Kjarninn 9. febrúar 2022
Með aukinni rafbílanotkun mun hlutfall samgangna sem gengur á endurnýjanlegum orkugjöfum hækka hér á landi.
Svíþjóð og Noregur langt á undan öðrum löndum í vistvænum samgöngum
Hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum var töluvert hærra í Svíþjóð og Noregi heldur en hér á landi, samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat.
Kjarninn 9. febrúar 2022
Yfir tíu þúsund manns eru nú í einangrun hérlendis og ríflega átta þúsund í sóttkví.
Erum við að fara að kveðja einangrun og sóttkví á föstudaginn?
Í síðasta minnisblaði sóttvarnalæknis var afnám reglna um einangrun og sóttkví á meðal þess sem lagt var til að ráðist yrði í 24. febrúar. Nú stendur til að flýta afléttingum, en óljóst er hvað felst í því að fella niður reglur um einangrun og sóttkví.
Kjarninn 9. febrúar 2022
Minna hefur verið um tónleika eftir að heimsfaraldurinn skall á.
UNESCO kallar eftir auknum stuðningi við listafólk
Heimsfaraldurinn, ásamt auknu vægi stafrænnar listar og minni fjárfestingu í menningu hefur dregið úr fjárhagslegu öryggi listafólks, segir UNESCO. Samtökin leggja til að listafólk fái lágmarkslaun og veikindadaga í nýrri skýrslu.
Kjarninn 9. febrúar 2022
Árni Pétur Jónsson var forstjóri Skeljungs þangað til fyrr í þessum mánuði þegar hann sagði af sér vegna ásakana um ósæmilega hegðun fyrir 17 árum síðan.
Skeljungur greiddi forstjóranum sínum sjö milljónir á mánuði í fyrra
Skeljungur hagnaðist um 6,9 milljarða króna á árinu 2021. Nánast allur hagnaðurinn er tilkominn vegna sölu á P/F Magn. Olíufélagið, sem verið hefur í rekstri í 93 ár, hefur verið breytt í SKEL fjárfestingafélag.
Kjarninn 9. febrúar 2022
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
„Bágt að finna það hversu veikur maður er í stjórnarandstöðu“
Inga Sæland gagnrýnir að frumvarp hennar um bann við blóðmerahaldi hafi einungis verið tekið einu sinni til umfjöllunar hjá atvinnuveganefnd. Hún segir vont að upplifa valdaleysi í stjórnarandstöðu þrátt fyrir að vinna eins og „alvöru hestur“.
Kjarninn 9. febrúar 2022
Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Gerir ráð fyrir meiri verðbólgu
Seðlabankinn telur að verðbólgan muni aukast á næstu mánuðum og hjaðna hægt. Hann segir óvissuna um framvindu efnahagsmála í náinni framtíð hafa aukist, meðal annars vegna hættu á stríðsátökum í Evrópu.
Kjarninn 9. febrúar 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri situr í peningastefnunefnd.
Stýrivextir hækkaðir um 0,75 prósentustig upp í 2,75 prósent
Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um tvö prósentustig frá því í maí í fyrra. Hækkunin í dag mun auka greiðslubyrði þeirra sem eru með óverðtryggð húsnæðislán umtalsvert.
Kjarninn 9. febrúar 2022
Icelandair Group hefur gengið í gegnum mikinn ólgusjó á síðustu árum.
Kostnaður við greiðslur til stjórnarmanna Icelandair Group jókst um þriðjung milli ára
Icelandair Group tapaði 13,7 milljörðum króna í fyrra og hefur alls tapað næstum 80 milljörðum króna á fjórum árum. Kostnaður við stjórn félagsins jókst hinsvegar um 11,3 milljónir króna á síðasta ári.
Kjarninn 9. febrúar 2022
Eldvörp eru meðal þeirra landsvæða sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar.
Rammaáætlun verður lögð fram í fjórða sinn af fjórða ráðherranum
Sautján virkjanakostir eru í nýtingarflokki tillögu að rammaáætlun sem nú hefur verið dreift á Alþingi. Þetta er sama tillaga og fyrst var lögð fram haustið 2016 fyrir utan að tíu svæði í verndarflokki hafa verið friðlýst og eru því ósnertanleg.
Kjarninn 8. febrúar 2022
Ráðherrabekkurinn í þinghúsinu var alveg galtómur í dag, er greidd voru atkvæði um styrki til veitingamanna.
Enginn ráðherra viðstaddur lokaatkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvarp
Ekki einn einasti ráðherra var viðstaddur afgreiðslu stjórnarfrumvarps um veirustyrki til veitingamanna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks skýrði frá því að ráðherrar hefðu verið boðaðir of seint til atkvæðagreiðslunnar.
Kjarninn 8. febrúar 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Mikil skuldsetning heimila á ábyrgð stjórnvalda og vaxtasveiflur líka
Þingmaður Samfylkingar segir að stjórnvöld beri ábyrgð á mikilli viðbótarskuldsetningu almennings og þurfi nú að undirbúa mótvægisaðgerðir. Þingmaður Viðreisnar segir óeðlilegt að íslensk heimili þurfi að vera í virkri áhættustýringu með húsnæðislán sín.
Kjarninn 8. febrúar 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ sendi bréf á peningastefnunefnd og varaði við stórfelldum vaxtahækkunum
Forseti ASÍ segir að hækkun vaxta muni hafa í för með sér hreina kjaraskerðingu almennings. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir vaxtaákvörðun á morgun. Greiningaraðilar spá 0,75 prósentustiga hækkun.
Kjarninn 8. febrúar 2022
Agnieszka Ewa Ziólkowska, starfandi formaður Eflingar, býður sig fram til stjórnar Eflingar á A-listanum, sem Ólöf Helga Adolfsdóttir leiðir.
Agnieszka segir að Sólveig Anna muni einangra Eflingu verði hún formaður á ný
Starfandi formaður Eflingar, sem bauð fram með Sólveigu Önnu Jónsdóttur árið 2018, segir að Sólveig sé ekki rétta manneskjan til að leiða stéttarfélagið áfram og að hún sé orðin „málsvari sundrungar“.
Kjarninn 8. febrúar 2022
Frambjóðendur VG til forvals flokksins í Reykjavík.
Átta sækjast eftir þremur efstu sætunum á lista VG í Reykjavík
Vinstri græn munu velja sér forystufólk í Reykjavík í rafrænu forvali flokksins sem fram fer dagana 2.-5. mars. Þrjár konur keppast um að leiða listann til borgarstjórnarkosninga.
Kjarninn 8. febrúar 2022
Vélin fórst í Þingvallavatni á tólfta tímanum á fimmtudag.
Segja mikilvæg símagögn hafa borist lögreglu seinna en öðrum
Gögn sem sýndu nákvæma staðsetningu síma eins farþegans í flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni gengu manna á milli áður en lögreglan fékk þau í hendur. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Kjarninn 8. febrúar 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar, hér fyrir miðri mynd.
Velti því fyrir sér „til hvers þessi loftslagsráðherra eiginlega er“
Þingmaður Samfylkingar gerði dreifingu loftslagsmála um Stjórnarráðið að umtalsefni á Alþingi í dag, eftir að ráðherra loftslagsmála benti honum á að loftslagsaðgerð sem þingmaðurinn spurði um heyrði undir annan ráðherra.
Kjarninn 7. febrúar 2022
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra fjölmiðla vill taka RÚV af auglýsingamarkaði og innleiða fjölmiðlastefnu að danskri fyrirmynd á Íslandi.
„Þrátt fyrir að ég vilji fá handritin heim vil ég fá dönsku fjölmiðlastefnuna“
Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningar og viðskipta ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði og lýsir því yfir að hún vilji fara „dönsku leiðina“ í málefnum fjölmiðla hér á landi.
Kjarninn 7. febrúar 2022
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Icelandair segir upp 16,5 milljarða króna lánalínu með ríkisábyrgð
Vegna sterkrar fjárhagsstöðu hefur Icelandair ákveðið að segja upp möguleikann á lánveitingu til þrautavara frá ríkinu, átta mánuðum á undan áætlun.
Kjarninn 7. febrúar 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Nefndarstörf um sjávarútvegsmál skýrist fyrir enda mánaðarins
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði á þingi í dag að hún væri þeirrar skoðunar að fleiri en færri í íslensku þjóðfélagi vilji sjá meira réttlæti og aukna sanngirni í sjávarútvegskerfinu.
Kjarninn 7. febrúar 2022
Icelandair Hótel reka níu hótel um landið og eru með tæplega 200 starfsmenn í veitingaþjónustu sinni.
Flugleiðahótel vilja geta sótt um nífaldan veirustyrk fyrir veitingamenn
Ein stærsta hótelkeðja landsins biðlar nú til Alþingis um að fá að sækja um styrki, sem hugsaðir eru fyrir smærri fyrirtæki í veitingabransanum, vegna hvers og eins þeirra níu veitingastaða sem hótelkeðjan rekur.
Kjarninn 7. febrúar 2022
Björgvin Páll Gústavsson er best þekktur sem handboltamarkvörður, en hann hefur einnig beitt sér í málefnum barna með ADHD í skólakerfinu á undanförnum árum.
Björgvin Páll sækist eftir 1.-2. sæti hjá Framsókn
Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta hefur staðfest að hann gefi kost á sér í 1.-2. sæti hjá Framsókn í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Kjarninn 7. febrúar 2022
Qair Iceland áformar nokkur vindorkuver á Íslandi.
Umhverfismat vindorkuvers austan Baulu hafið
Fyrirtækið Qair Iceland ehf. áformar að reisa 13-17 vindmyllur í Norðurárdal, austan við fjallið Baulu. Fyrstu skref í umhverfismati orkuversins hafa verið tekin.
Kjarninn 7. febrúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn ætlar að endurgreiða allt sem var ofrukkað – „Við gerðum mistök“
N1 Rafmagn harmar að hafa hækkað þrautavarataxta án þess að leita fyrst annarra leiða til að veita öllum viðskiptavinum sama verð og auglýst er. Allir fá nú lægsta taxta og þeir sem borguðu of mikið fá endurgreitt.
Kjarninn 7. febrúar 2022
Nýting lítilla flugvalla svar við samkeppnishamlandi umhverfi
Lággjaldaflugfélög eiga erfitt með að fá pláss á stórum flugvöllum vegna núverandi úthlutunarkerfis á afgreiðslutímum, segir hagfræðingur í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Kerfið hefur neytt flugfélögin til að róa á önnur mið og sækja á smærri flugvelli.
Kjarninn 6. febrúar 2022
Kristín Ýr Pálmarsdóttir, sem sóttist eftir 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Mosfellsbæ, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir sigurvegara í prófkjörinu hafa smalað atkvæðum.
Kallar sigurvegara í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ trúða og segir sig úr flokknum
Frambjóðandi sem sóttist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ segir sigurvegara prófkjörsins hafa smalað atkvæðum. Hún hefur sagt skilið við flokkinn – „Ég þarf ekki lengur að starfa með þessum tveimur trúðum.“
Kjarninn 6. febrúar 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
„Þessi kreddupólitík bitnar nú allhressilega á fólkinu í landinu“
Þingmaður Samfylkingarinnar vandaði ríkisstjórninni ekki kveðjurnar á þingi í vikunni.
Kjarninn 5. febrúar 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins.
Þekkir „verkjafangelsisofbeldið“ á biðlista af eigin raun
Þingmaður Flokks fólksins segir að mannréttindi, jafnrétti og jafnræði þeirra sem veikjast hér á landi og þurfi að bíða á biðlista séu fótum troðin – og beri ríkisstjórninni „að stöðva þetta ofbeldi strax“.
Kjarninn 5. febrúar 2022
Úrræðið var kynnt 2016, af Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni, og tók gildi um mitt ár 2017.
Um ellefu milljarðar greiddir inn á lán undir hatti „Fyrstu fasteignar“ á tveimur árum
Úrræði sem stjórnvöld kynntu fyrir fyrstu fasteignakaupendur, og tryggði þeim skattfrjálsa ráðstöfun séreignar inn á húsnæðislán, fór hægt af stað. Eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á hefur nýting á því hins vegar margfaldast.
Kjarninn 5. febrúar 2022
Flugfélagið Play ætlar að hefja sig á loft til Stewart-flugvallar, sem er um hundrað kílómetrum frá Manhattan, í sumar og fram á haust.
Hvert er Play eiginlega að fara að fljúga?
Fæstir nema hörðustu flugnördar höfðu heyrt um flugvöllinn New York Stewart International er Play tilkynnti á þriðjudag að þangað ætlaði félagið að fljúga til að tengja New York við leiðakerfi sitt. Þaðan fljúga einungis tvö flugfélög í dag.
Kjarninn 5. febrúar 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Vilja að Lögbirtingablaðið verði ókeypis fyrir alla
Þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka leggja til í nýju frumvarpi að aðgengi að rafrænni útgáfu Lögbirtingablaðsins verði notendum að kostnaðarlausu.
Kjarninn 4. febrúar 2022
Árni Pétur Jónsson, fráfarandi forstjóri Skeljungs.
Árni Pétur segir af sér sem forstjóri Skeljungs
Árni Pétur Jónsson hefur sagt upp störfum sem forstjóri Skeljungs eftir að honum hafi verið tjáð að hann hafi gengið yfir mörk samstarfskonu sinnar.
Kjarninn 4. febrúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarsson er ráðherra orku- og umhverfismála.
Aflaukning núverandi virkjana þurfi ekki að fara í gegnum rammaáætlun
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur uppi áform um að breyta lögum þannig að tæknileg aflaukning virkjana, sem ekki feli í sér eiginlega stækkun virkjana, muni ekki lengur þurfa að fara í gegnum ferli rammaáætlunar.
Kjarninn 4. febrúar 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Nefnd forsætisráðherra segir alla þrjá umsækjendur vera hæfa til að dæma við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu og nefnd hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu allir hæfir í starfið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 4. febrúar 2022
Viðspyrnan hröð hjá konum en ungir og erlendir sitja eftir
Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka sé nú svipuð og hún var í síðustu uppsveiflu hefur samsetning vinnumarkaðarins tekið miklum breytingum á síðustu árum. Á meðan störfum kvenna hefur fjölgað hratt hafa aðrir þjóðfélagshópar ekki náð sér að fullu.
Kjarninn 4. febrúar 2022
Rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru í einangrun um þessar stundir. Einhverjir þeirra koma til með að sleppa fyrr úr einangruninni en áætlað var er ný reglugerð tekur gildi á mánudag.
Einangrun stytt í fimm daga frá og með mánudegi
Einangrun þeirra sem smitast af kórónuveirunni verður 5 dagar í stað 7 daga frá og með mánudegi, samkvæmt reglugerð frá heilbrigðisráðherra sem þá tekur gildi.
Kjarninn 4. febrúar 2022
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins (t.h.) er formaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Fjögurra prósenta sektarheimild Fjarskiptastofu verði felld á brott og frestað
Þingnefnd leggur til að ný sektarheimild Fjarskiptastofu, sem stærstu fjarskiptafyrirtæki landsins og hagsmunasamtök hafa gagnrýnt harðlega, verði felld á brott úr frumvarpi sem liggur fyrir þinginu og ákvörðun um hana frestað þar til síðar.
Kjarninn 4. febrúar 2022
Jens Stoltenberg, nýskipaður seðlabankastjóri Noregs
Jens Stoltenberg nýr seðlabankastjóri Noregs
Fyrrum forsætisráðherra Noregs og núverandi framkvæmdastjóri NATO mun setjast í stól seðlabankastjóra landsins seinna í ár. Hann verður fyrsti fyrrum stjórnmálamaðurinn til að gegna því embætti í meira en tvo áratugi.
Kjarninn 4. febrúar 2022
Bílaleigur fengu 875 milljónir í niðurfelld vörugjöld vegna bensín- og dísilbíla í fyrra
Ívilnun sem samþykkt var árið 2020, í nafni orkuskipta og aðgerðar gegn loftslagsbreytingum, hefur tryggt bílaleigum langleiðina í milljarð króna í afslátt vegna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.
Kjarninn 4. febrúar 2022
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group
Icelandair Group hefur tapað næstum 80 milljörðum á fjórum árum
Stærsta flugfélag landsins tapaði yfir 13 milljörðum króna á síðasta ári. Það skuldar yfir 30 milljarða króna í flugferðum sem búið er að borga fyrir en sem hafa ekki verið farnar.
Kjarninn 4. febrúar 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Ráðherra segir fátt rök­styðja heimild til hval­veiða
Sýna þarf fram á að það sé „efnahagslega réttlætanlegt“ að endurnýja veiðiheimildir til hvalveiða að mati Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Nú­ver­andi veiðiheim­ild­ir gilda út árið 2023.
Kjarninn 4. febrúar 2022
Hildur Björnsdóttir hefur enn sem komið er ein lýst yfir áhuga á að leiða lista Sjálfstæðisflokks í komandi borgarstjórnarkosningum.
Sjálfstæðisflokknum snýst hugur – Ætla að fara í almennt prófkjör
Í desember ákvað fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík að halda svokallað leiðtogaprófkjör fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Nú hefur því snúist hugur og ráðið ætlar að leggja til almennt prófkjör 12. mars næstkomandi.
Kjarninn 3. febrúar 2022