Ríkari þjóðir heims hafa ekki að fullu staðið við þær skuldbindingar sínar að deila með fátækari ríkjum bóluefni gegn COVID-19
Bóluefnaframleiðsla loks að hefjast í Afríku
80 prósent af íbúum Afríku, heimsálfu þar sem yfir 1,3 milljarður manna býr, hafa ekki enn fengið einn einasta skammt af bóluefni gegn COVID-19. Loksins stefnir í að bóluefnaframleiðsla hefjist í nokkrum Afríkuríkjum í gegnum frumkvæðisverkefni WHO.
Kjarninn 26. febrúar 2022
Þorgerður gagnrýnir Lilju harðlega í færslu á Facebook.
Eitt versta dæmi um valdníðslu í íslensku stjórnkerfi í lengri tíma
Þingmaður og formaður Viðreisnar gagnrýnir Lilju Alfreðsdóttur harðlega í færslu á Facebook og segir aðför þáverandi mennta- og menningarmálaráðherrans gegn einstaklingi, konu sem leitaði réttar síns, fordæmalausa.
Kjarninn 26. febrúar 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir.
Vanda endurkjörin formaður KSÍ
Ársþing KSÍ fór fram í dag og þar var kjörinn formaður: Vanda Sigurgeirsdóttir, sem hefur gegnt starfinu frá því í fyrrahaust, sigraði Sævar Pétursson.
Kjarninn 26. febrúar 2022
Dóra Björt Guðjónsdóttir hlaut traust flokksfélaga sinna til að leiða Pírata að nýju til kosninga í Reykjavík.
Dóra Björt sigraði í prófkjöri Pírata í Reykjavík – Alexandra önnur
Núverandi borgarfulltrúar Pírata höfnuðu í tveimur efstu sætunum í prófkjöri Pírata í Reykjavík, sem lauk í dag. Magnús Davíð Norðdahl og Kristinn Jón Ólafsson gætu orðið nýir borgarfulltrúar flokksins, m.v. nýjustu fylgiskönnun Maskínu.
Kjarninn 26. febrúar 2022
Ekki hefur komið til greina af hálfu íslenskra stjórnvalda að vísa sendiherra Rússlands úr landi sökum innrásar Rússlands í Úkraínu.
Ekki komið til greina að vísa sendiherra Rússlands úr landi
Íslensk stjórnvöld hafa ekki til skoðunar að vísa sendiherra Rússlands úr landi. Í raun hefur erlendum stjórnarerindrekum aldrei verið vísað úr landi en það stóð tæpt í þorskastríðinu árið 1976 þegar Íslendingar slitu stjórnmálasambandi við Breta.
Kjarninn 26. febrúar 2022
Bensínlítrinn gæti kostað 327 krónur í sumar
JPMorgan spáir því að heimsmarkaðsverðið á einni tunnu af hráolíu muni fara upp í 125 Bandaríkjadali á næsta ársfjórðungi. Gerist það má búast við að verðið á bensínlítranum hér á landi muni nema 327 krónum.
Kjarninn 26. febrúar 2022
Vindmyllur eru sífellt að hækka. Þær nýjustu eru um 200 metra háar.
Vilja reisa 40-50 vindmyllur í nágrenni Stuðlagils
Um 40-50 vindmyllur munu rísa í landi Klaustursels í Jökuldal gangi áform Zephyr Iceland eftir. Vindorkuverið yrði í nálægð við Kárahnjúkavirkjun og þar með flutningsnet raforku en einnig í grennd við hinn geysivinsæla ferðamannastað, Stuðlagil.
Kjarninn 26. febrúar 2022
Hlutabréfamarkaðurinn stöðvaður vegna tæknilegra vandræða
Tæknilegir örðugleikar ollu því að Kauphöllin birti rangt dagslokaverð fyrir daginn í gær. Kauphöllin biðst velvirðingar á mistökunum og segist líta þetta mjög alvarlegum augum.
Kjarninn 25. febrúar 2022
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra.
Hafdís Helga: Sært stolt Lilju „dýru verði keypt fyrir skattgreiðendur“
Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri segir að málshöfðun Lilju Alfreðsdóttur á hendur sér sé dæmi um valdbeitingu á kostnað skattgreiðenda sem aldrei megi endurtaka sig.
Kjarninn 25. febrúar 2022
Guðmundur Andri Thorsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Vilja nýtt starfsheiti ráðherra – Það ávarpar enginn biskup „herra Agnes“
Þingmenn úr þremur flokkum vilja að forsætisráðherra skipi nefnd sem finni nýtt orð yfir ráðherrastarfið sem endurspegli betur veruleika dagsins. Sambærileg tillaga var flutt fyrir næstum 15 árum en hlaut ekki brautargengi.
Kjarninn 25. febrúar 2022
Jökulsárnar í Skagafirði eiga upptök í Hofsjökli og vatnasvið þeirra er lítt raskað.
Vilja virkjanir í Skagafirði úr vernd í biðflokk
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill að Alþingi færi fjóra virkjanakosti í jökulám í Skagafirði úr verndarflokki í biðflokk er kemur að afgreiðslu rammaáætlunar. Virkjanirnar yrðu í óbyggðu víðerni og í ám sem eru vinsælar til flúðasiglinga.
Kjarninn 25. febrúar 2022
Mjólk, ostur og egg eru nú 7 prósentum dýrari en í fyrra.
Verðbólgan komin upp í 6,2 prósent
Bensínverð hefur hækkað um 20 prósent og verðið á húsgögnum hefur hækkað um 12,6 prósent á milli ára. Nú er verðbólgan komin upp fyrir sex prósent, í fyrsta skiptið í tæp tíu ár.
Kjarninn 25. febrúar 2022
Að grafa eftir rafmyntum er orkufrek starfsemi sem þarfnast öflugra tölva sem uppfæra og endurnýja þarf oft.
Engar upplýsingar fást um hve mikil orka fer í rafmyntagröft
Hvorki stjórnvöld, orkufyrirtækin né Orkustofnun vita eða vilja upplýsa hversu mikil raforka er nýtt til vinnslu rafmynta hér á landi. Upplýsingarnar liggja hjá gagnaverunum en eru ekki látnar af hendi vegna samkeppnissjónarmiða.
Kjarninn 25. febrúar 2022
Sprengjuregn yfir úthverfi Kænugarðs.
Sprengjur lýstu upp morgunhimininn í Kænugarði
Forseti Úkraínu segist vera helsta skotmark Rússa sem sækja nú að höfuðborginni Kænugarði. „Við stöndum ein í því að verja land okkar. Hver mun berjast við hlið okkar? Ég verð að vera hreinskilinn, ég sé engan gera það.“
Kjarninn 25. febrúar 2022
Jón Gunnarsson og Helga Vala Helgadóttir
Dómsmálaráðherra: Tryggt að ekki verði rof á þjónustu við hælisleitendur
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að tilkynnt verði í þessari viku eða næstu hvernig fyrirkomulag á lögbundinni talsmannaþjónustu við hælisleitendur verði háttað. Ráðuneytið ákvað að endurnýja ekki samning við Rauða krossinn um þjónustuna.
Kjarninn 24. febrúar 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Fasteignahluti Þjóðskrár færður til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
Öll verkefni tengd fasteignaskrá og fasteignamati verða flutt frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Engar uppsagnir fylgja þessari uppstokkun, samkvæmt tilkynningu innviðaráðuneytisins.
Kjarninn 24. febrúar 2022
Upplýsingar um að Úkraína sé talin öruggt upprunaríki voru teknar af heimasíðu Útlendingastofnunar strax í morgun í ljósi frétta næturinnar.
Úkraína tekin af lista yfir örugg ríki snemma í morgun
Útlendingastofnun tók þá ákvörðun að taka Úkraínu af lista öruggra ríkja í morgun eftir að ljóst var að innrás Rússa í landið væri hafin.
Kjarninn 24. febrúar 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Spyr hvort ríkisstjórnin reyni að knýja fram samþjöppun í ferðaþjónustu
Minnihluti efnahags- og viðskiptanefndar gagnrýnir skeytingarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart smærri rekstraraðilum í ferðaþjónustu. Nefndin spyr hvort það sé óorðuð stefna hennar að reyna að fækka fyrirtækjum í greininni.
Kjarninn 24. febrúar 2022
Frá mótmælum gagnvart aðgerðum Rússa í Berlín í dag.
Breyttur heimur blasir við: Eftirsjár vart í Þýskalandi
„Ég er svo reið út í okkur,“ segir fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýnin á linkind Þjóðverja og annarra Evrópuríkja gagnvart Rússum. Utanríkisráðherra landsins segir Pútín að hann muni ekki ná að drepa drauma Úkraínumanna.
Kjarninn 24. febrúar 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir nýja heimsmynd blasa við eftir innrás Rússa í Úkraínu í nótt. Til skoðunar er að taka Úkraínu af lista yfir örugg ríki.
Til skoðunar að taka Úkraínu af lista yfir örugg ríki
Dómsmálaráðherra segir innrás Rússa í Úkraínu gefa tilefni til að endurskoða að taka Úkraínu af lista yfir örugg ríki. „Þetta þarf að gerast strax í dag. Úkraína er ekki öruggt ríki,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.
Kjarninn 24. febrúar 2022
Riddarahólmurinn í Stokkhólmi í Svíþjóð.
Önnur Norðurlönd glíma einnig við lítið framboð íbúða á sölu
Rétt eins og á Íslandi hefur mikill þrýstingur verið á fasteignamarkaðnum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á síðustu mánuðum. Hratt hefur gengið á framboð á eignum til sölu í löndunum þremur, sem er í lágmarki þessa stundina.
Kjarninn 24. febrúar 2022
Sprengjuárás við borgina Kharkiv í morgun.
Sprengjuárásir hafnar í Úkraínu
Árás er hafin á nokkrar borgir í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti flutti sjónvarpsávarp snemma í morgun og sagði markmið sitt með innrás í Úkraínu vera að „aflétta hernaðaryfirráðum“ í landinu en ekki hernema það.
Kjarninn 24. febrúar 2022
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti þingmenn og stjórnvöld til að taka samtal við þjóðina um stuðning við fullveldi Úkraínu.
Sat í bílnum, hlustaði á útvarpið og var brugðið yfir stuðningi við aðgerðir Rússa
Nokkrir þingmenn lýstu yfir stuðningi við Úkraínu á Alþingi í dag. Þingmanni Sjálfstæðisflokks var brugðið er hún heyrði hlustendur hringja inn í útvarpsþátt í gær og lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Rússa.
Kjarninn 23. febrúar 2022
Fanney Rós skipuð ríkislögmaður
Forsætisráðherra skipaði Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur í embætti ríkislögmanns frá og með næstu viku, fyrst kvenna. Fanney Rós var eini umsækjandinn.
Kjarninn 23. febrúar 2022
Undirafbrigði ómíkron þykja ekki það stökkbreytt að telja megi þau sem ný afbrigði.
Mögulegt en ekki líklegt að sýkjast tvisvar af ómíkron
Að sýkjast tvisvar af tveimur undirafbrigðum ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar er mögulegt en gerist mjög sjaldan. Þetta er niðurstaða nýrrar danskrar rannsóknar.
Kjarninn 23. febrúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Öllum opinberum sóttvarnaráðstöfunum aflétt aðfaranótt föstudags
Öllum opinberum sóttvarnaráðstöfunum, bæði innanlands og á landamærum, verður að fullu aflétt aðfaranótt föstudags.
Kjarninn 23. febrúar 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Fiskistofa fái heimildir til að beita þá sem trassa skýrsluskil 30.000 króna dagsektum
Hægt verður að beita þá útgerðaraðila sem ekki skila vigtar- og ráðstöfunarskýrslum til Fiskistofu 30 þúsund króna dagsektum, sem geta að hámarki orðið 1,5 milljónir, samkvæmt nýju frumvarpi matvælaráðherra.
Kjarninn 23. febrúar 2022
Fjarvinna færðist mjög í aukana vegna faraldursins.
Tveir fjarvinnudagar í viku gætu skilað 15 milljarða króna sparnaði á ári
Samkvæmt svokölluðu samgöngumati sem unnið hefur verið af Bandalag háskólamanna í samstarfi við Mannvit gæti tveggja daga fjarvinnuheimild fyrir helming starfandi á höfuðborgarsvæðinu skilað 15 milljarða sparnaði fyrir heimili á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 23. febrúar 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Salan á eignarhlutum í Landsvirkjun var „algjört hneyksli“
Ef Reykjavíkurborg ætti enn 44,5 prósenta hlut sinn í Landsvirkjun hefði borgin fyrir skatt fengið sex til sjö milljarða króna í arð fyrir síðasta ár. Salan var „ algjört hneyksli“ segir borgarstjóri.
Kjarninn 23. febrúar 2022
Gregory McMichael, Travis McMichael og William Bryan voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Ahmaud Arbery.
„Trúðu öllu illu“ upp á svartan mann að skokka
Karlarnir þrír sem drápu Ahmaud Arbery er hann var að skokka um hverfið þeirra gerðu það af því að hann var svartur, sögðu sækjendur í nýjum réttarhöldum yfir þremenningunum. Niðurstaðan: Morðið var hatursglæpur.
Kjarninn 22. febrúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Þrír kostir koma til greina á landamærum
Þegar núverandi aðgerðir vegna COVID-19 á landamærum Íslands falla úr gildi koma þrír kostir til greina hvað framhaldið varðar. Einn er að aflétta öllum aðgerðum.
Kjarninn 22. febrúar 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Hagstofa og innviðaráðherra takast á um húsnæðisliðinn
Innviðaráðherra skoraði á Hagstofu að mæla húsnæðisliðinn með öðrum hætti en gert er núna. Hagstofan hefur svarað að aðferðin sín sé í samræmi við alþjóðlega staðla, en bætir við að löggjafanum sé frjálst að breyta lögum um verðtryggingu.
Kjarninn 22. febrúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Ákvæði hegningarlaga misnotuð til að hafa kælingaráhrif á frjálsa fjölmiðlun
Þingmaður Pírata telur ákvæði almennra hegningarlaga, sem tóku breytingum í fyrra í þeim tilgangi að verjast stafrænu kynferðisofbeldi, vera misnotuð til að hafa kælingaráhrif á frjálsa fjölmiðlun á Íslandi.
Kjarninn 22. febrúar 2022
Vladimír Pútín Rússlandsforseti talaði niður tilvistargrundvöll Úkraínu í sögulegri ræðu í gær, viðurkenndi yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem sjálfstæði ríki og skipaði svo hermönnum sínum til friðargæslustarfa á svæðunum.
Munu Rússar láta staðar numið við víglínuna í Úkraínu?
Viðurkenning Rússa á sjálfstæði tveggja yfirráðasvæða aðskilnaðarsinna í Úkraínu hefur vakið upp hörð viðbrögð og fordæmingar vestrænna ríkja. Óljóst þykir hvort Rússar muni taka undir kröfur aðskilnaðarsinna um enn meira landsvæði í Dónetsk og Lúhansk.
Kjarninn 22. febrúar 2022
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki uppfærir starfskjarastefnu svo hægt sé að „laða að og halda í hæfa leiðtoga“
Arion banki ætlar að kaupa eigin bréf fyrir allt að 28 milljarða króna næsta rúma árið. Gangi þau áform eftir mun bankinn skila næstum 87 milljörðum króna til hluthafa frá byrjun síðasta árs. Starfslokasamningar mega ekki verðlauna mistök í starfi.
Kjarninn 22. febrúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Vinstri græn yfir kjörfylgi í fyrsta sinn frá því að ný ríkisstjórn tók við
Vinstri græn hafa bætt við sig fjórum prósentustigum frá því í desembermánuði, samkvæmt nýrri könnun frá Maskínu. Samfylkingin er þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni, en Píratar dala.
Kjarninn 22. febrúar 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Svandís Svavarsdóttir.
Heiðrún Lind: Engar vísbendingar um skaðleg áhrif samþjöppunar í sjávarútvegi
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir „örðugt að skilja hvað átt er við þegar rætt er um að samþjöppun sé jafnvel orðin of mikil í sjávarútvegi. Ef litið er til viðmiða samkeppnisréttarins telst samþjöppunin ekki skaðleg“.
Kjarninn 22. febrúar 2022
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Brugðið þegar hún heyrði af yfirheyrslum blaða- og fréttamanna
Forsætisráðherra viðurkennir að sér hafi verið brugðið vegna frétta af því að fjórir blaðamenn hafi verið kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu með réttarstöðu sakborninga. Hún vill ekki tjá sig um einstök atriði, þó að fjármálaráðherra hafi gert svo.
Kjarninn 21. febrúar 2022
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn Framsóknar vilja að ÁTVR fái heimild til að hafa opið á sunnudögum
Sex þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að áfengisútsölustöðum verði heimilt að hafa opið á helgidögum þjóðkirkjunnar. Þau telja það ekki samræmast tíðarandanum að útsölustöðum sé bannað með lögum að hafa opið.
Kjarninn 21. febrúar 2022
Ráðherra fjölmiðlamála stefnir á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði.
Keppinautar vilja RÚV af auglýsingamarkaði en þeir sem framleiða auglýsingar alls ekki
Alþingi er þessa dagana með endurflutt frumvarp sjálfstæðismanna um auglýsingalaust RÚV til meðferðar. Keppinautar telja sumir að þjóðin fái mun betri ríkisfjölmiðil ef hann selji ekki auglýsingar, en framleiðendur auglýsinga óttast um störf í geiranum.
Kjarninn 21. febrúar 2022
„Mannréttindi útlendinga ættu ekki að vera minni en mannréttindi sakborninga á Íslandi“
Stjórnir Læknafélags Íslands og Félags læknanema telja breytingu sem boðuð er á útlendingalögum ekki samræmast siðareglum lækna.
Kjarninn 21. febrúar 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Segir pólitík Vinstri grænna spegilmynd þess sem Verbúðin fjallaði um
Formaður Viðreisnar segir Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur hafa „fórnað hugsjóninni fyrir ráðherrastóla í fjögur ár á síðasta kjörtímabili og lofað í stjórnarsáttmála að gera það í önnur fjögur ár“.
Kjarninn 21. febrúar 2022
Bankaleki opinberar reikninga einræðisherra og glæpamanna hjá Credit Suisse
Upplýsingar um 30 þúsund viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse voru opinberaðar í gærkvöldi. Þar koma meðal annars í ljós viðskipti bankans við dæmda fjársvikara, spillta stjórnmálamenn og fólk sem stundaði peningaþvætti.
Kjarninn 20. febrúar 2022
Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Tæknifyrirtækin allsráðandi á First North-markaðnum
Fjölmörg fyrirtæki sem eru í örum vexti einblína á tækniþróun með einhverjum hætti fóru í frumútboð á hlutabréfamarkað í fyrra á Norðurlöndum. Baldur Thorlacius hjá Nasdaq Iceland fer yfir stöðuna í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 20. febrúar 2022
Úlfur sem drepinn var í Noregi um síðustu helgi.
Umdeildar úlfaveiðar í Noregi heimilaðar
Innan við hundrað úlfar eru staðbundnir í Noregi og flestir þeirra eru innan friðlands. Stjórnvöld vilja halda stofninum niðri og hafa heimilað veiðar á 26 dýrum í ár.
Kjarninn 19. febrúar 2022
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar.
Yfirheyrslum yfir blaðamönnum frestað
Lögreglan hefur ákveðið að fresta yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs eftir að einn þeirra krafðist úrskurðar Héraðsdóms Norðurlands Eystra um lögmæti aðgerðanna.
Kjarninn 19. febrúar 2022
Aðalmeðferð í máli Arion banka gegn Seðlabanka og ríkinu fer fram í næsta mánuði
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumarið 2020. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Bankinn höfðaði mál og vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 19. febrúar 2022
SAS gengur í gegnum erfiða tíma þessa stundina.
Faraldurinn reynist norrænum flugfélögum erfiður
Hlutabréfaverð í skandinavísku flugfélögunum SAS og Flyr hafa lækkað töluvert á síðustu vikum og er hið fyrrnefnda sagt stefna í fjárhagslega endurskipulagningu. Norwegian, sem var á barmi gjaldþrots í fyrra, hefur hins vegar hækkað í virði.
Kjarninn 18. febrúar 2022
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun stórgræðir á álverðstengingu
Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkissjóðs nemur 15 milljörðum króna í ár, sem er helmingi meira en í fyrra. Forstjóri félagsins segir bættan rekstur vera vegna alþjóðlegra verðhækkana á áli og orkusamninga sem taka mið af því.
Kjarninn 18. febrúar 2022
Umfjöllun um blóðmerahald í útlöndum valdi íslenskri ferðaþjónustu skaða
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að einungis 7.700 ferðamenn þurfi að ákveða að koma ekki til Íslands til þess að efnahagslegur skaði af því fyrir þjóðarbúið verði meiri en ávinningurinn af blóðtöku úr fylfullum merum.
Kjarninn 18. febrúar 2022