Áttunda hvert heimili í slæmu húsnæði
Þröngbýlt er á einu af hverjum tólf heimilum hérlendis, auk þess sem áttunda hvert heimili er í slæmu ásigkomulagi. Nokkuð dró úr þröngbýlinu í fyrra, en það náði hámarki á tímabilinu 2018-2020.
Kjarninn 15. mars 2022
Þeir sem eiga húsnæði hafa það gott, en margir hinna lifa við skort og ná ekki endum saman
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum Hagstofu Íslands fækkaði þeim heimilum sem áttu erfitt með að ná endum saman í fyrra og þau hafa hlutfallslega aldrei mælst færri. Tæplega 19 prósent þjóðarinnar segir að húsnæðiskostnaður sé þung fjárhagsleg byrði.
Kjarninn 15. mars 2022
Frá Yantian-höfninni í Shenzhen.
Framboðshökt væntanlegt vegna smitbylgju í Kína
Kínverska ríkisstjórnin hefur sett á sjö daga útgöngubann í hafnarborginni Shenzhen vegna nýrrar smitbylgju af kórónuveirunni. Bannið, ásamt öðrum sóttvarnaraðgerðum í landinu, gæti haft töluverð áhrif á vöruflutninga á heimsvísu.
Kjarninn 15. mars 2022
Tveir mánuðir eru í dag þar til sveitarstjórnarkosningar fara fram.
Samfylking tapar, Sjálfstæðisflokkur stærstur en meirihlutinn í heild bætir við sig
Ný könnun Gallup um fylgi flokka í Reykjavík sýnir Sjálfstæðisflokk stærri en Samfylkingu, en um 5 prósentustiga tap beggja flokka frá borgarstjórnarkosningum árið 2018. Píratar, VG og Framsókn bæta mikið við sig á móti.
Kjarninn 14. mars 2022
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
„Snýst ekkert um að við þurfum meiri orku“ – heldur hvernig við forgangsröðum
Þingflokksformaður Pírata og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra voru ekki sammála um ágæti nýrrar skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum á þingi í dag.
Kjarninn 14. mars 2022
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og Gerard Sławomir Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi.
Íslenskt sendiráð verður opnað í Póllandi
Til stendur að opna íslenskt sendiráð í Varsjá, höfuðborg Póllands, í haust. Stofnun sendiráðs í Varsjá var á meðal tillagna sem lagðar voru til í skýrslu sem kom út síðasta haust um samskipti Íslands og Póllands.
Kjarninn 14. mars 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Fallið frá því að heimila dómstólasýslunni að velja dómara í dómnefnd um dómaraskipanir
Vegna athugasemda sem fram komu við frumvarpsdrög um ýmsar breytingar á lögum sem snerta dómstóla hefur verið ákveðið að falla ekki frá skilyrði sem nú er í lögum um að dómstólasýslan skuli ekki tilnefna dómara í dómnefnd um hæfni dómaraefna.
Kjarninn 14. mars 2022
Neyslugleði rússneskra ferðamanna mun minni en áður
Fyrir níu árum síðan eyddi hver rússneskur ferðamaður um helmingi meiri pening en ferðamaður frá öðrum þjóðernum. Á síðustu árum hefur hins vegar dregið hratt úr neyslu þeirra og eyða þeir nú minna en aðrir hérlendis.
Kjarninn 14. mars 2022
Margir virðast á því máli á að mældar sviptingar í afstöðu Íslendinga til ESB-aðildar megi rekja til hernaðarbrölts Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu.
Öfugt við Íslendinga mælist lítill ESB-hugur í Norðmönnum
Í fyrsta sinn síðan árið 2009 mælist nú meiri stuðningur við aðild að Evrópusambandinu en andstaða, samkvæmt nýlegri könnun. Í Noregi er hið sama alls ekki uppi á teningnum.
Kjarninn 14. mars 2022
Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum.
Segir nýja lotu í hinum alþjóðlega peningaleik hafna
Innrás Rússlands í Úkraínu og viðbrögðin við henni hafa breytt alþjóðlega fjármálakerfinu, segir doktor í fjármálum. Hann segir helstu vonina í fjármálastríðinu á milli austurs og vesturs liggja í þéttu samstarfi Evrópulanda.
Kjarninn 13. mars 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
„Íslenska ríkið á að skila þessum peningum strax“
Þingmaður Samfylkingarinnar telur að það hafi verið bjarnargreiði fyrir öryrkja þegar stjórnvöld leyfðu fólki að taka út séreignarsparnað í COVID-faraldrinum. Hann bendir á að sér­stök fram­færslu­upp­bót­ 300 öryrkja hafi verið skert í fyrra vegna þessa.
Kjarninn 13. mars 2022
Við handtökuna tilkynnti lögreglan Arne Herløv Petersen að hann væri grunaður um njósnir fyrir Sovétríkin.
Furðulegasta njósnamál Danmerkur
Í nóvember 1981 var danskur rithöfundur handtekinn, grunaður um njósnir. Eftir þrjá daga var honum sleppt en hefur aldrei verið hreinsaður af ásökunum. Málið er nú, 41 ári síðar, komið til kasta Landsréttar.
Kjarninn 13. mars 2022
Sitjandi þingmanni sem vildi verða sveitarstjóri hafnað – Ekki á meðal sex efstu
Ásmundi Friðrikssyni, sem ætlaði sér að verða oddviti Sjálfstæðisflokks í Rangárþingi ytra, var hafnað með afgerandi hætti í prófkjöri flokksins þar sem fram fór í gær.
Kjarninn 13. mars 2022
Þetta kom fram í máli Loga á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag.
Barnaleg tiltrú Samfylkingarinnar á Vinstri-Græn hafi orðið henni að falli
Samfylkingin ætlaði sér stóra hluti fyrir síðustu alþingiskosningarnar en hafði ekki erindi sem erfiði, og fór Logi ekki leynt með vonbrigðin sem því fylgdu í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi í dag.
Kjarninn 12. mars 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Af hverju gerist ekkert á þinginu?“
Björn Leví telur að hægt sé að haga störfum þingsins með öðrum hætti en gert er í dag.
Kjarninn 11. mars 2022
Rúmlega 300 manns töldust heimilislaus í Reykjavíkurborg síðasta haust.
Þrjúhundruð manns töldust heimilislaus í Reykjavík á liðnu hausti
Samkvæmt úttekt á stöðu heimilislausra í höfuðborginni er rúmlega helmingur þeirra sem teljast heimilislausir með húsnæði. Rúm þrjátíu prósent til viðbótar nýttu sér neyðargistingu og lítill hópur býr við slæmar aðstæður á víðavangi.
Kjarninn 11. mars 2022
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Með 5,6 milljónir á mánuði og á hlut í Síldarvinnslunni sem er metinn á um milljarð
Laun Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar, hækkuðu um 18,5 prósent í fyrra. Eitt prósent hlutur félags sem hann á 60 prósent á móti tveimur öðrum í er metinn á um 1,6 milljarð króna. Þeir borguðu 32 milljónir fyrir hlutinn.
Kjarninn 11. mars 2022
Ómar Már Jónsson
Ómar Már Jónsson sækist eftir að leiða Miðflokkinn í borginni
„Það er svo margt sem má bæta hér í borginni okkar og því gat ég ekki hugsað mér að sleppa tækifærinu þegar kallið kom,“ segir Ómar Már í yfirlýsingu.
Kjarninn 11. mars 2022
Tekjur og gjöld ríkissjóðs langt umfram áætlun
Bæði skatttekjur og útgjöld ríkissjóðs í fyrra reyndust vera töluvert meiri en ríkisstjórnin gerði ráð fyrir í fjárlögum sínum. Þrátt fyrir það dróst skuldahlutfallið saman á milli ára vegna mikils hagvaxtar.
Kjarninn 11. mars 2022
Bakslag í ferðamannafjölda eftir Ómíkron
Dregið hefur verulega úr upptaktinum í ferðamannafjölda til Íslands á síðustu þremur mánuðum, eftir uppgötvun Ómíkron-afbrigðisins af kórónuveirunni. Erlendir farþegar í síðasta mánuði voru helmingi færri en í febrúar 2019.
Kjarninn 11. mars 2022
Fimm efstu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Einar leiðir lista Framsóknar í Reykjavík – Segir flokkinn „ferskan og öfgalausan valkost“
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur kynnt lista sinn fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður, er oddviti flokksins. Framsókn náði ekki inn manni í höfuðborginni 2018.
Kjarninn 10. mars 2022
Þrír stærstu lífeyrissjóðir Íslands, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.
Mesti samdráttur hjá lífeyrissjóðunum frá hruni
Eignir lífeyrissjóðanna drógust saman um 184 milljarða króna í byrjun ársins og hafa þær ekki minnkað jafnmikið síðan í október 2008. Rýrnunina má rekja til styrkingar á gengi krónunnar og mótvinda á hlutabréfamörkuðum hérlendis og erlendis.
Kjarninn 10. mars 2022
Gildi gerir enn og aftur athugasemd við kaupréttarkerfi skráðs félags og vill breytingar
Þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins telur að breyta þurfi tillögu um kaupréttaráætlun fyrir æðstu stjórnendur Eimskips. Það sé ekki forsenda til að umbuna stjórnendum með slíkum hætti ef hluthafar fá ekki viðunandi arðsemi á fjárfestingu í félaginu.
Kjarninn 10. mars 2022
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar. Hann sést hér hringja inn fyrstu viðskipti með bréf í félaginu eftir skráningu á markað í maí í fyrra.
Síldarvinnslan hagnaðist um 11,1 milljarða króna en borgaði 531 milljón króna í veiðigjald
Eigið fé Síldarvinnslunnar var 55 milljarðar króna um síðustu áramót og markaðsvirði félagsins er 153 milljarðar króna. Til stendur að greiða hluthöfum út 3,4 milljarða króna í arð en stærstu eigendurnir eru Samherji og Kjálkanes.
Kjarninn 10. mars 2022
Spurði forsætisráðherra út í varnarsamninginn – sem sagði þingmanninn grípa til mælskubragða
Forsætisráðherra og formaður Viðreisnar ræddu öryggis- og varnarmál Íslendinga á Alþingi í dag. Ráðherrann sagði að engin ástæða væri til að reyna að láta líta svo út að íslensk stjórn­völd væru ekki að gera allt sem í þeirra valdi stæði.
Kjarninn 10. mars 2022
Roman Abramovich er eigandi Chelsea.
Fótboltalið í frystikistu breskra stjórnvalda
Á meðal sjö rússneskra auðmanna sem bættust á refsilista breskra stjórnvalda í morgun var Roman Abramovich, aðaleigandi fótboltaliðsins Chelsea. Fyrirhuguð sala hans á liðinu er í uppnámi og liðið sjálft beitt ýmsum hömlum.
Kjarninn 10. mars 2022
Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Skeljungs.
Varð syfjaður þegar hann gekk inn á skrifstofur Skeljungs árið 2019
Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Skeljungs segir frá því í ávarpi sínu í ársskýrslu Skeljungs að honum hafi liðið eins og hann væri að mæta á fund hjá „ríkisstofnun í gamla daga“ þegar hann kom inn í Skeljung 2019. Nú séu hins vegar breyttir tímar.
Kjarninn 10. mars 2022
Í könnun Maskínu var spurt hvort fólk væri hlynnt eða andvígt lagningu Sundabrautar, óháð því hvort um brú eða göng yrði að ræða.
Rúm 66 prósent landsmanna segjast hlynnt lagningu Sundabrautar
Mældur stuðningur við Sundabraut á meðal Reykvíkinga er á pari við landsmeðaltalið, samkvæmt könnun sem Maskína framkvæmdi um afstöðu til þessarar stórframkvæmdar í febrúarmánuði.
Kjarninn 10. mars 2022
Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Gagnrýnir að lög­reglan eigi að fá auknar heim­ildir „til að njósna um fólk“
Varaþingmaður Pírata deilir fast á ný frumvarpsdrög dómsmálaráðherra og segir að ef lögreglan vill sinna öflugra eftirliti þurfi hún sjálf að sæta öflugra eftirliti.
Kjarninn 10. mars 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi horfir til þess að byggðar verði 20 þúsund íbúðir á næstu fimm árum
Innviðaráðherra boðar nýja húsnæðisstefnu fyrir Ísland til að bregðast við gríðarlegum verðhækkunum. Hann segir ljóst að ágreiningur um ábyrgð á stöðunni „mun ekki skila okkur neitt áfram og veldur óásættanlegri pattstöðu“.
Kjarninn 10. mars 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
Vill að ferðamenn beri meiri ábyrgð og að björgunarsveitir fái einkasöluleyfi fyrir flugeldum
Tómas A. Tómasson, eða Tommi eins og hann er alltaf kallaður, lagði ýmislegt til í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann vill meðal annars huggulega klukku í þingsalinn.
Kjarninn 9. mars 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Stefnt að því að rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis upp í 65 prósent
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt drög að frumvarpi sem hækkar þakið á heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis um eitt prósentustig á ári frá árinu 2024 til 2038.
Kjarninn 9. mars 2022
Stuðningurinn við aðild að Evrópusambandinu hefur stóraukist á síðustu mánuðum.
Mun fleiri hlynntir ESB-aðild heldur en mótfallnir
Tæpur helmingur landsmanna er nú hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Stuðningurinn við aðild hefur aukist um rúman helming á síðustu mánuðum, ef miðað er við nýlega könnun MMR.
Kjarninn 9. mars 2022
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins.
Vigdís Hauksdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram fyrir komandi kosningar í Reykjavík
Borgarfulltrúi Miðflokksins segir að síðasta kjörtímabil hafi verið mjög krefjandi pólitískt séð og metur það sem svo að gagnrýni hennar á rekstur borgarinnar með tillögum til úrbóta fái ekki hljómgrunn að kosningum loknum.
Kjarninn 9. mars 2022
Samtök atvinnulífsins segja að einfalda þurfi regluverk og skipulagsferla hér á landi til að hraða íbúðauppbyggingu.
Samtök atvinnulífsins leggja til sameiningu HMS og Skipulagsstofnunar
Samtök atvinnulífsins segja að stjórnvöld hafi aðallega ýtt undir eftirspurn með aðgerðum sínum í húsnæðismálum á undanförnum árum. Nú þurfi að auka framboð – og til þess að það sé hægt að byggja hratt þurfi að einfalda regluverkið í byggingariðnaðinum.
Kjarninn 9. mars 2022
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Telur að Sýn geti selt innviði fyrir sex milljarða króna á þessu ári
Forstjóri Sýnar vill selja myndlyklakerfi félagsins og fastlínukerfi þess, sem sér um hluta af gagnaflutningum. Þeim sem leigja myndlykla af Sýn hefur fækkað um þriðjung á fjórum árum.
Kjarninn 9. mars 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar.
Landvernd segir „draumóra orkugeirans“ birtast í skýrslu starfshóps um orkumál
Landvernd segir að ef skýrsla um stöðu og horfur í orkumálum, sem kynnt var í gær, verði grundvöllur ákvarðanatöku ríkisstjórnarinnar í orkumálum næstu ára sé „ljóst að náttúra Íslands á sér engan talsmann í ríkisstjórninni“.
Kjarninn 9. mars 2022
Öllum 850 veitingastöðum McDonalds í Rússlandi hefur verið lokað, að minnsta kosti um sinn. Fyrsti staðurinn opnaði í Moskvu árið 1990.
Skyndibitakeðjur og drykkjarframleiðendur láta undan þrýstingi og skella í lás í Rússlandi
McDonalds, Coca-Cola og Starbucks eru á meðal bandarískra fyrirtækja sem hafa brugðist við gagnrýni um aðgerðarleysi og hætt allri starfsemi í Rússlandi. Á sama tíma bregst Pútín við efnahagsþvingunum með hækkun lífeyris og banni á sölu gjaldeyris.
Kjarninn 9. mars 2022
Vilhjálmur Egilsson, Sigríður Mogensen og Ari Trausti Guðmundsson.
Vilja „skýra framtíðarsýn“ um framtíð orkufreks iðnaðar
Starfshópur á vegum umhverfisráðuneytisins kallar eftir „skýrri pólitískri sýn“ á framtíð orkufreks iðnaðar á Íslandi. Samkvæmt honum gæti verið að framboð á raforku muni ekki geta mætt vaxandi eftirspurn á næstu árum.
Kjarninn 9. mars 2022
Hátíðarræður skili sér ekki alltaf í aðgerðir
Ýmsir þingmenn töluðu um jafnrétti á þingi í dag í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þingmaður Pírata sagði m.a. að hátíðarræðurnar skiluðu sér ekki alltaf í aðgerðirnar sem þyrfti að grípa til í þessum málefnaflokki.
Kjarninn 8. mars 2022
Virkja viðbragðsáætlun á hættustig vegna yfirálags á landamærunum
353 einstaklinga hafa sótt um alþjóðlega vernd frá 1. janúar síðastliðnum. 107 manns eru með tengsl við Úkraínu og hafa sótt um slíka vernd frá því innrás Rússa hófst þar í landi.
Kjarninn 8. mars 2022
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Gildi vill breytingar á tillögu um kaupréttarkerfi æðstu stjórnenda Símans
Þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins telur að breyta þurfi tillögu um kaupréttaráætlun fyrir æðstu stjórnendur Símans. Það sé ekki forsenda til að umbuna stjórnendum með slíkum hætti ef hluthafar fá ekki viðunandi arðsemi á sína fjárfestingu í félaginu.
Kjarninn 8. mars 2022
Búrfellsvirkjun
Orkuspár fara eftir framtíð stóriðjunnar
Miklu munar á þörf fyrir aukna orkuframleiðslu hérlendis á næstu árum eftir því hvort orkufrekar útflutningsgreinar halda áfram að vaxa eða ekki, en nauðsynleg aukning gæti verið þriðjungi minni ef framleiðsla þeirra héldist óbreytt.
Kjarninn 8. mars 2022
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
„Það er ljótt að plata“
Þingmaður Viðreisnar segir að í orðum innviðaráðherra og formanns Framsóknarflokksins kristallist það viðhorf forystu flokksins að „sjálfstæðir viðskiptabankar eigi að hlusta eftir duttlungum stjórnmálamanna þegar kemur að vaxtaákvörðunum“.
Kjarninn 8. mars 2022
Húsnæðislán hafa hækkað umtalsverð í verði á síðustu vikum.
Lífeyrissjóðir hækka flestir vexti á íbúðalánum líkt og bankarnir höfðu þegar gert
Allir stóru bankarnir þrír hækkuðu vexti á íbúðalánum í kjölfar þess að Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentustig í síðasta mánuði. Nokkrir lífeyrissjóðir, sem eru stórtækir á íbúðalánamarkaði, hafa fylgt í kjölfarið.
Kjarninn 8. mars 2022
Múrmansk hefur verið hluti af svokallaðri appelsínugulri siglingaleið Eimskipafélagsins.
Eimskip hættir að koma við í Múrmansk „í ljósi stöðunnar“
Eimskipafélag Íslands hefur tekið ákvörðun um að stefna skipum sínum ekki til Múrmansk í norðvesturhluta Rússlands á næstunni, en borgin er hluti af einni siglingaleið félagsins.
Kjarninn 8. mars 2022
„Hvað getum við gert hér og nú í okkar eigin kerfi?“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að Íslendingar þurfi að spyrja sig að því hvernig þeirra eigið kerfi sé undir það búið að taka við stórauknum fjölda flóttafólks.
Kjarninn 7. mars 2022
Í dag er ekki lengur hægt að fara í PCR-próf nema í undantekningartilfellum, en hraðpróf eru notuð til að staðfesta smit með opinberum hætti.
Kostnaður við veiruskimanir að minnsta kosti 9,2 milljarðar króna
Samkvæmt skriflegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns Miðflokksins var að minnsta kosti 9,2 milljörðum króna varið í að skima landsmenn og gesti fyrir kórónuveirunni með PCR-prófum eða hraðprófum á árunum 2020 og 2021.
Kjarninn 7. mars 2022
Rúblan orðin verðminni en krónan
Virði rússnesku rúblunnar er nú í frjálsu falli og hefur lækkað um meira en fimmtung gagnvart Bandaríkjadal í dag. Gjaldmiðillinn hefur lækkað um helming frá ársbyrjun kostar nú minna en íslenska krónan.
Kjarninn 7. mars 2022
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Brim hagnaðist um ellefu milljarða króna en greiddi um 900 milljónir króna í veiðigjöld
Stærsta útgerðarfyrirtækið sem skráð er í Kauphöll greiddi um átta prósent af hagnaði sínum í veiðigjöld á síðasta ári og rúmlega fimmtung þeirrar upphæðar sem til stendur að greiða hluthöfum sínum í arð vegna ársins 2021.
Kjarninn 7. mars 2022