Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður SKEL.
Frjálsi og Birta samþykktu ekki kauprétt nýrra stjórnenda SKEL
Næstum tveggja milljarða króna kaupréttur nýrra stjórnenda SKEL voru ekki samþykktir af lífeyrissjóðunum Frjálsa og Birtu, sem eru á meðal stærstu hluthafa félagsins. Samkvæmt sjóðunum var kauprétturinn óljós og meiri en almennt gerist á markaði.
Kjarninn 8. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Bankasýslan segist ekki hafa selt hlut í banka í andstöðu við lög
Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, telur að lög hafi verið brotin við sölu á 22,5 prósent hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði og vill rifta viðskiptunum. Forsvarsmenn Bankasýslu ríkisins vísa þessu á bug.
Kjarninn 8. apríl 2022
Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Þingmenn óska eftir því að gert verði hlé á þingfundi – „Við verðum að taka þetta alvarlega“
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar, ásamt öðrum þingmönnum, hefur óskað eftir því að formenn flokka á þingi setjist niður og taki ákvörðun um það að fram fari fagleg rannsókn á sölunni á Íslandsbanka í ljósi orða Sigríðar Benediktsdóttur.
Kjarninn 8. apríl 2022
Sigríður Benediktsdóttir.
Telur lög hafa verið brotin við sölu á hlut í Íslandsbanka og vill láta rifta hluta viðskipta
Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, segir að sala á hlutum í Íslandsbanka til lítilla fjárfesta í lokuðu útboði brjóti í bága við lög um sölumeðferð eignarhluta ríkis í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 8. apríl 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjáflstæðisflokksins.
Nagar sig í handarbökin fyrir að hafa ekki spurt spurninga í fjárlaganefnd
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd segist vera svekkt út af lista yfir kaupendur Íslandsbanka. Hún stóð í þeirri meiningu að verið væri fyrst og fremst að leita eftir stórum og öflugum fjárfestum.
Kjarninn 8. apríl 2022
Kynningarefni fyrir Ísey skyr í Rússlandi.
Kaupfélag Skagfirðinga og MS kúpla sig út úr skyrævintýrinu í Rússlandi
Kaupfélag Skagfirðinga hefur selt sig út úr IcePro, fyrirtæki sem stóð að framleiðslu Ísey skyrs í Rússlandi. Ísey útflutningur, systurfélag MS, hefur sömuleiðis rift leyfissamningi við rússneska fyrirtækið.
Kjarninn 8. apríl 2022
Mynd af aðstæðunum þar sem Sigurður Ingi lét rasísk ummæli falla dreift víða á netinu
Þegar farið var fram á að formaður Framsóknarflokksins myndi taka þátt í því að halda á framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands á mynd á hann að hafa sagt: „á að mynda mig með þeirri svörtu“. Aðstoðarmaður hans er ekki sjáanleg á myndinni.
Kjarninn 8. apríl 2022
Síðustu vikur hafa einkennst af gríðarlegum rigningarveðrum í Sydney.
Yfirgáfu heimili sín í þriðja skipti á innan við mánuði
Hundruð íbúa í Sydney yfirgáfu heimili sín í dag og margir í þriðja skiptið á einum mánuði. Nú bíða þeir milli vonar og ótta um hvort árnar Hawkesbury og Nepean flæði aftur yfir bakka sína líkt og þær gerðu í mars og þar áður árið 1988.
Kjarninn 7. apríl 2022
Í áfalli eftir að hafa verið sagt upp hjá Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun sagði upp fimm konum í lok mars síðastliðins og segja þær að uppsagnirnar hafi verið óvæntar og framkoma stjórnenda ofbeldiskennd, ógnandi og niðurlægjandi í þeirra garð. Forstjóri stofnunarinnar segist ekki geta tjáð sig um einstök mál.
Kjarninn 7. apríl 2022
Erlendu sjóðirnir sem seldu sig hratt út eftir skráningu voru valdir til að kaupa aftur
Á lista yfir þá 207 aðila sem valdir voru til að fá að kaupa hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur vikum er að finna nokkra erlendra sjóði. Flestir þeirra tóku líka þátt í almenna útboðinu í fyrra, og seldu sig hratt út í kjölfarið.
Kjarninn 7. apríl 2022
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
„Eigum við ekki að ræða um orðspor?“
Þingmaður Viðreisnar var harðorður á Alþingi í morgun þegar hann spurði fjármálaráðherra hvort hægt væri að tala um traust og heilbrigt eignarhald eftir atburðarásina í kringum útboð á hlut Íslandsbanka.
Kjarninn 7. apríl 2022
Kristrún sagði ekkert að marka í tilsvörum Bjarna um sölu Íslandsbanka.
Einhver verði dreginn til ábyrgðar fyrir stjórnlaust útboð á ríkiseign
Kristrún Frostadóttir sakar fjármálaráðherra um að vera á sjálfsstýringu í kjölfar þess sem hún kallar stjórnlaust útboð á ríkiseign og segir hann eiga að hleypa öðrum að, hafi hann ekki áhuga á því að taka pólitíska forystu í málinu.
Kjarninn 7. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Vill fá Ríkisendurskoðun til að skoða Íslandsbankasöluna
Fjármálaráðherra leggur til að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið á hlut í Íslands­banka. Þingflokksformaður Pírata spyr af hverju ætti að leyfa ráðherranum að halda áfram að skipta sér af ríkissjóði þegar föður hans tókst að kaupa hlut í bankanum.
Kjarninn 7. apríl 2022
Ásgeir hættir hjá Arion banka og verður forstjóri SKEL
Aðstoðarbankastjóri Arion banka hyggst láta af störfum þar á næstu dögum, en hann hefur verið ráðinn forstjóri SKEL fjárfestingarfélags.
Kjarninn 7. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segist ekki hafa vitað af þátttöku föður síns í útboðinu
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að hann hafi ekki komið að ákvörðun um út­hlut­un til ein­stakra aðila í útboði Bankasýslu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. „Banka­sýsl­an er sjálf­stæð stofn­un sem út­fær­ir söl­una í sam­ræmi við lög sem gilda.“
Kjarninn 7. apríl 2022
Donald Trump á fjöldafundi í Suður-Karólínu í síðasta mánuði. Samfélagsmiðill hans, Truth Social, hefur ekki gengið eins vel og forsetinn fyrrverandi vonaðist til.
„Sannleikssamfélagi“ Trump lýst sem hörmung
Samfélagsmiðill Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur ekki gengið sem skyldi frá því að hann var gefinn út í febrúar. Tveir reynslumiklir frumkvöðlar í tæknigeiranum hafa sagt skilið við Truth Social og Trump er ævareiður.
Kjarninn 6. apríl 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er meirihlutaeigandi í Eignarhaldsfélaginu Steini.
Þorsteinn Már, faðir Bjarna og gamlir bankaeigendur á meðal kaupenda í bankanum
Búið er að birta listann yfir þá sem fengu að taka þátt í lokuðu útboði á hlutum í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur vikum. Þar bauðst „hæfum fjárfestum“ að kaupa hluti í banka af ríkinu með afslætti.
Kjarninn 6. apríl 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Búið að birta listann yfir kaupendur í Íslandsbanka – Lestu hann í heild sinni hér
Bankasýsla ríkisins lagðist gegn því að listi yfir þá 207 aðila sem fengu að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur vikum með afslætti yrði birtur. Fjármálaráðuneytið taldi málið ekki falla undir bankaleynd og hefur birt listann.
Kjarninn 6. apríl 2022
„Við viljum ekki að sagan end­ur­taki sig“
Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins gerðu sölu Íslandsbanka að umtalsefni á þinginu í dag. Allir vilja þeir að upplýst verði hverjir keyptu og að gagnsæi ríki um söluna.
Kjarninn 6. apríl 2022
Jón Þór Þorvaldsson, sem tekið hefur sæti á þingi fyrir Miðflokkinn, er formaður FÍA.
Stéttarfélag flugmanna „fordæmir viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl“
Félag íslenskra atvinnuflugmanna fordæmir að ríkisstjórnin, í umboði íslenskra skattgreiðenda, stundi viðskipti við flugfélagið Bláfugl. Stéttarfélagið segir flugfélagið hafa stundað félagsleg undirboð og gerviverktöku.
Kjarninn 6. apríl 2022
Eggjahús með varpkerfi á pöllum.
Vilja þúsundir varphæna í viðbót að Vallá
Um 65-75.000 varphænur og 10-20.000 yngri hænur verða í búi Stjörnueggja að Vallá hverju sinni ef ráðgerðar breytingar og stækkun raungerast. Hönum er fargað þegar þeir klekjast úr eggi og hænunum um eins og hálfs árs aldurinn.
Kjarninn 6. apríl 2022
Borgarstjóri segir forstjóra ÁTVR hafa lofað því að það verði áfram Vínbúð í miðborginni
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hann og Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR hafi handsalað það á fundi að jafnvel þótt Vínbúðin í Austurstræti myndi loka yrði auglýst eftir 1-2 nýjum staðsetningum fyrir Vínbúðir í miðborg Reykjavíkur.
Kjarninn 6. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Bankasýslan telur sér ekki fært að birta lista yfir kaupendur að hlut ríkisins í Íslandsbanka
Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins ber fyrir sig bankaleynd og að það sé óþekkt erlendis að upplýst sé um kaupendur og hvað keypt sé í útboðum. Hann telur að ekki sé hægt að birta lista yfir kaupendur.
Kjarninn 6. apríl 2022
Elísa Arna Hilmarsdóttir, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði.
Vill efla menntakerfið til að koma í veg fyrir starfamissi
Mörg störf sem hurfu í heimsfaraldrinum munu ekki koma aftur vegna aukinnar sjálfvirknivæðingar. Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði segir menntakerfið leika lykilhlutverki í að lágmarka starfsmissinn vegna tæknibreytinga framtíðar.
Kjarninn 6. apríl 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni hefur beðið um lista yfir þá sem keyptu í Íslandsbanka og vonast til að geta birt hann
209 aðilar fengu að kaupa í Íslandsbanka í lokuðu útboði. 85 prósent þeirra voru innlendir, og þar af fengu 140 einkafjárfestar að kaupa hlut með afslætti upp á næstum 700 milljónir króna. Alls 59 fjárfestar keyptu fyrir minna en 30 milljónir króna.
Kjarninn 5. apríl 2022
Daníel E. Arnarsson
„Mikil er ábyrgð kvenna sem þurfa bara að vera duglegri að láta ekki nauðga sér“
Varaþingmaður Vinstri grænna segir að Íslendingar þurfi femíníska byltingu. „Við þurfum að grípa til róttækra umfangsmikilla aðgerða á öllum sviðum.“
Kjarninn 5. apríl 2022
Páll Magnússon skipar efsta sætið á lista Fyrir Heimaey í maí.
Páll fer fram gegn Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum
Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks mun leiða lista bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri verður áfram bæjarstjóraefni framboðsins.
Kjarninn 5. apríl 2022
Kannski munu glæpamenn nýta sér Borgarlínuna. Eða bara halda áfram að nota einkabílinn.
Bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ óttast að Borgarlínan færi glæpi út í úthverfin
Oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ vísar til Reykjavíkur sem höfuðborgar „sem ræður ekki við glæpi og vill kerfi sem dreifir þeim betur um höfuðborgarsvæðið“ – og á þar við hina fyrirhuguðu Borgarlínu.
Kjarninn 5. apríl 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Vilja að ráðherrann geri hreint fyrir sínum dyrum
Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna óskuðu eftir því á þingi í dag við forseta Alþingis að fá að ræða rasísk ummæli Sigurðar Inga en forseti stóð keikur og hélt fyrirfram gefinni dagskrá.
Kjarninn 5. apríl 2022
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB gæti bannað innflutning rússneskrar olíu
Evrópusambandið vinnur nú að tillögu um innflutningsbann á allri rússneskri olíu í kjölfar frétta af voðaverkum Rússa í Úkraínu. Þó er óvíst hvort öll aðildarríkin samþykki hana, en óeining hefur verið innan sambandsins um refsiaðgerðir gegn Rússlandi.
Kjarninn 5. apríl 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Utanríkisráðuneytið hefur ekki framkvæmt sjálfstæða rannsókn vegna Moshensky
Utanríkisráðherra segir ráðuneytið hafa ítrekað óskað eftir gögnum og upplýsingum sem ESB kynni að búa yfir og rökstyddu hvers vegna kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi ætti mögulega að vera á refsilista. Engin gögn hafi hins vegar borist.
Kjarninn 5. apríl 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Íslensk skattayfirvöld sóttu 250 milljónir af fénu sem Samherji greiddi til Færeyja
Síðasta vor greiddi Samherji færeyskum skattayfirvöldum á fjórða hundrað milljóna íslenskra króna, vegna þess sem félagið kallaði „mistök“ við skráningu sjómanna. Skatturinn á Íslandi hefur nú óskað eftir og fengið jafnvirði 250 milljóna af fénu til sín.
Kjarninn 5. apríl 2022
Gunnar Bragi Sveinsson tók nýverið við starfi sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um eyðimerkursamninginn (UNCCD). Framlag íslenskra stjórnvalda til stofnunarinnar nema um 77 milljónum króna til ársins 2023.
Ísland styður UNCCD með beinu fjárframlagi eftir að fyrrverandi ráðherra hóf störf
Framlag íslenskra stjórnvalda til skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um eyðimerkursamninginn (UNCCD) til ársins 2023 nemur rúmlega 77 milljónum króna. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var nýverið ráðinn til starfa hjá stofnuninni.
Kjarninn 5. apríl 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ekki sammála því að við blasi augljós spilling
Forsætisráðherra er ekki sammála formanni Samfylkingarinnar um að salan á Íslandsbanka hafi verið „augljós spilling“ en þau eru sammála um það að almenningur verði að vita hverjir keyptu bankann.
Kjarninn 4. apríl 2022
Bláfugl hefur flutt hergögn til Póllands á vegum íslenskra stjórnvalda
Undanfarnar vikur hefur Bláfugl farið nokkrar ferðir fyrir íslenska utanríkisráðuneytið með hergögn sem ætluð eru til notkunar í Úkraínu. Hergagnaflutningar flugfélagsins komust í fréttir í Toskana-héraði á Ítalíu í síðasta mánuði.
Kjarninn 4. apríl 2022
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Kallaði atburðarásina í aðdraganda afsökunarbeiðni Sigurðar Inga gaslýsingu
Aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar sagði við fjölmiðil um helgina að það væri „algjört bull“ að ráðherrann hefði viðhaft rasísk ummæli. Sigurður Ingi hefur nú gengist við þeim. Þingmaður Viðreisnar sagði viðbrögð aðstoðarmannsins vera gaslýsingu.
Kjarninn 4. apríl 2022
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
„Mun hæstvirtur forsætisráðherra fara fram á að innviðaráðherra segi af sér?“
Þingmaður Pírata sagði ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar um framkvæmdastjóra BÍ vera rasísk, niðrandi, særandi og áreitni. Hún spurði forsætisráðherra hvort hún myndi fara fram á afsögn. Forsætisráðherra sagði innviðaráðherra hafa beðist afsökunar.
Kjarninn 4. apríl 2022
Sigurður Ingi biðst afsökunar á því að látið „óviðurkvæmileg orð“ falla
Formaður Framsóknarflokksins er sagður hafa vísað til framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands sem „hinnar svörtu“. Hann segir að honum hafi orðið á og biðst afsökunar á þeim orðum sem hann lét falla.
Kjarninn 4. apríl 2022
Lífeyrissjóðir landsins, sem eiga að sjá þjóðinni fyrir áhyggjulausu ævikvöldi, vilja komast með stærri hluta eigna sinna úr landi til að forðast eignabólur og dreifa áhættu.
Lífeyrissjóðirnir fá að auka erlendar eignir sínar aðeins hraðar, en bara í þrjú ár
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt frumvarp á vef Alþingis þar sem lífeyrissjóðum verður heimilt að auka eignir sínar erlendis upp í 65 prósent af heildareignum fyrir árið 2036, í stað 2038 eins og drög höfðu gert ráð fyrir.
Kjarninn 4. apríl 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra og Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Vigdís um orð Sigurðar Inga: „Ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt“
Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir í yfirlýsingu að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hafi látið „afar særandi ummæli“ falla um sig í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing síðasta fimmtudagskvöld.
Kjarninn 4. apríl 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur siglir nokkuð lygnan sjó samkvæmt nýjustu könnun Gallup og litlar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða.
Fylgi stjórnmálaflokka hreyfist lítið – Andstaðan enn langt frá því að ógna stjórninni
Stöðugleiki mælist í fylgi flokka og þær litlu breytingar sem urðu á því milli febrúar og mars breyta ekki miklu. Tveir stjórnarflokkar mælast rétt undir kjörfylgi en einn aðeins yfir því. Þrír stjórnarandstöðuflokkar mælast yfir kjörfylgi.
Kjarninn 4. apríl 2022
Hjá Útlendingastofnun eru nú í vinnslu rúmlega 500 umsóknir um vernd frá umsækjendum sem eiga rétt á þjónustu talsmanns.
Þurfa 15-20 talsmenn fyrir hælisleitendur
Útlendingastofnun telur þörf 15-20 lögfræðingum til að sinna talsmannaþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi. Þjónustan var áður hjá Rauða krossinum en stjórnvöld endurnýjuðu ekki samninginn.
Kjarninn 4. apríl 2022
Um þriðjungar starfsmanna Seðlabanka Íslands tók þátt í stofnun Listaklúbbs Seðlabankans síðastliðið haust. Fyrsta listakvöld klúbbsins var haldið nýverið þar sem fyrsta listahappdrættið fór fram og fóru nokkrir meðlimir heim með ný listaverk í farteskinu
Seðlabankinn gaf starfsmannafélagi bankans tvær milljónir við stofnun listaklúbbs
Listaklúbbur Seðlabanka Íslands var stofnaður síðastliðið haust. Ríflega hundrað starfsmenn bankans eru í klúbbnum og greiða þrjú þúsund krónur í félagsgjald mánaðarlega. Listaverkahappdrætti er haldið reglulega.
Kjarninn 4. apríl 2022
Hrafn Magnússon, Bjarni Benediktsson og Þorgeir Eyjólfsson.
Segja nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar fela í sér aðför að kjörum lífeyrisþega lífeyrissjóða
Tveir reynslumestu stjórnendur íslenska lífeyriskerfisins frá því að það var sett á fót segja að verði framlögð frumvarpsdrög að lögum muni það hafa í för með sér verulega kaupmáttarskerðingu lífeyrisþegar.
Kjarninn 4. apríl 2022
Heil 83 prósent aðspurðra í könnun Levada Center í mars sögðust sátt með störf Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.
Ánægja með störf Pútíns hefur aukist hratt eftir að stríðið í Úkraínu hófst
Í könnun á meðal rússnesks almennings sem framkvæmd var í mars sögðust 83 prósent aðspurðra sátt með störf Vladimírs Pútíns í embætti. Stríðsreksturinn í Úkraínu virðist mælast vel fyrir í Rússlandi, rétt eins og innlimun Krímskaga árið 2014.
Kjarninn 3. apríl 2022
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Vilja draga úr skaðlegum áhrifum þess að sami lífeyrissjóður eigi í samkeppnisaðilum
Samkeppniseftirlitið hefur áhyggjur af því að sami lífeyrissjóður eigi stóran eignarhlut í fleiri en einum keppinauti á sama markaði og kallar eftir umræðu um þá stöðu. Sömu sjóðir eiga oft í öllum skráðum félögum sem bjóða sambærilega eða sömu þjónustu.
Kjarninn 3. apríl 2022
Segir aðgerða þörf en dregur úr stuðningi í ýmsum málaflokkum
Nýútgefin fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir því að útgjöld hins opinbera í orku-, jafnréttis- og húsnæðismál muni dragast saman að raunvirði á næstunni. Þrátt fyrir það er fjöldi aðgerða nefndur í málaflokkunum sem hægt væri að ráðast í.
Kjarninn 3. apríl 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins.
Ríkisstjórninni til háborinnar skammar að hafa þúsundir barna í fátækt
Þingmaður Flokks fólksins segir að það eigi ekki að eiga sér stað í siðmenntuðu samfélagi þar sem mannréttindi eiga að vera í fyrirrúmi að barn fái ekki læknisþjónustu og bíði svo mánuðum eða árum skiptir á biðlista.
Kjarninn 2. apríl 2022
Stærstu hluthafarnir á bakvið 100 milljóna innspýtingu í útgáfufélag Morgunblaðsins
Sá hópur sem keypti útgáfufélag Morgunblaðsins árið 2009 hefur sett tvo milljarða króna í reksturinn og þegar afskrifað helming þeirrar upphæðar. Samanlagt tap nemur rúmlega 2,5 milljörðum króna og lestur hefur rúmlega helmingast.
Kjarninn 2. apríl 2022
Ætti Strætó að losa sig við aksturshattinn?
Strætó lét nýlega vinna fyrir sig skýrslu um útvistun á akstri. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og stjórnarformaður Strætó segir útvistun á öllum akstri hafa komið til umræðu hjá stjórn, en að engar ákvarðanir hafi verið teknar.
Kjarninn 2. apríl 2022