Rússar hafa skrúfað fyrir gas til Póllands og Búlgaríu.
Gas orðið að pólitísku og efnahagslegu vopni Pútíns
Hús í Póllandi og Búlgaríu eru ekki lengur hituð með gasi frá Síberíu. Rússnesk stjórnvöld hafa skrúfað fyrir. Og verð á gasi í Evrópu tekur stökk.
Kjarninn 27. apríl 2022
Skjáskot af meintu brottkasti sem náðist á upptöku úr flugvél Landhelgisgæslunnar árið 2019. Fiskistofa flýgur nú drónum yfir báta á miðunum. Mynd: Skjáskot/LHG
Brottkast hefur sést hjá um 40 prósentum báta sem flogið hefur verið yfir á dróna
Brottkasts hefur orðið vart hjá um 40 prósentum þeirra báta sem Fiskistofa hefur flogið yfir á drónum sínum frá því að drónaeftirlit hófst í upphafi síðasta árs. Hlutfallið er svipað óháð veiðarfærum, samkvæmt stofnuninni.
Kjarninn 27. apríl 2022
Hús atvinnulífsins í Borgartúni hýsir Samtök atvinnulífsins og flest aðildarsamtök þeirra.
Ríkisfyrirtæki greiddu yfir 200 milljónir í félagsgjöld til hagsmunasamtaka í fyrra
Félög sem ríkið á að fullu eða fer með ráðandi eignarhlut í greiddu Samtökum atvinnulífsins og aðildarsamtökum þess vel yfir 200 milljónir króna í félags- og aðildargjöld á síðasta ári.
Kjarninn 27. apríl 2022
Það er vindasamt á stjórnarheimilinu þessa dagana.
Ríkisstjórnin kolfallin og Sjálfstæðisflokkur mælist með undir 18 prósent fylgi
Samfylking og Píratar bæta við sig ellefu þingmönnum frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun en stjórnarflokkarnir tapa tólf. Samanlagt fylgi ríkistjórnarinnar mælist undir 40 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst minni í stórri könnun.
Kjarninn 27. apríl 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Engar reglur komu í veg fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar keypti hluti í Íslandsbanka
Fjármálaráðuneytið segir að ekkert í lögum og reglum hindri að ráðherrar eða nánir fjölskyldumeðlimir þeirra kaupi hlut í ríkisbönkum. Umgjörð söluferlisins hafi verið „hönnuð til þess að koma í veg fyrir að ráðherra gæti hyglað einstökum bjóðendum“.
Kjarninn 26. apríl 2022
Stjórnarráð Íslands
Dagný og Henný aðstoða ríkisstjórnina
Dagný Jónsdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar um samhæfingu mála. Hagfræðingurinn Henny Hinz mun áfram aðstoða stjórnina á sviði vinnumarkaðs-, efnahags- og loftslagsmála.
Kjarninn 26. apríl 2022
Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í Reykjavík.
Píratar vilja sex tíma gjaldfrjálsan leikskóla í Reykjavík og fá Borgarlínu fyrr
Píratar í Reykjavík segjast vilja skapa hvata til styttri dagvistunar barna með því að hafa sex tíma leikskóla gjaldfrjálsan. Flokkurinn vill líka flýta Borgarlínu, fækka bílastæðum og stækka gjaldskyldusvæðin í borginni.
Kjarninn 26. apríl 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
„Vinstri græn og Framsókn hafa gengið inn í fullmótað kerfi Sjálfstæðisflokksins“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að svo virðist sem Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn hafi afsalað sér áhrifum til Sjálfstæðisflokksins og að Katrín Jakobsdóttir sé hætt í pólitík.
Kjarninn 26. apríl 2022
Flestir aðspurðra treysta Ásmundi, en fæstir Bjarna.
Ásmundur Einar er eini ráðherrann sem meirihluti þjóðarinnar treystir
Bjarni Benediktsson hefur á undanförnum mánuðum farið frá því að vera sá ráðherra Sjálfstæðisflokks sem flestir treysta í það að skrapa botninn í trausti ásamt Jóni Gunnarssyni. Traust til leiðtoga allra stjórnarflokkanna fellur skarpt milli mælinga.
Kjarninn 26. apríl 2022
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Hafa lánað meira til fyrirtækja á þremur mánuðum en þeir gerðu allan faraldurinn
Stóru bankarnir þrír lánuðum 27,9 milljarða króna í ný útlán til fyrirtækja í mars. Þeir hafa ekki lánað meira til slíkra innan mánaðar síðan í ágúst 2018. Mest var lánað í verslun og þjónustu en lán til byggingaiðnaðarins eru líka að aukast.
Kjarninn 26. apríl 2022
Fimm fyrirtæki eru í dag með leyfi til laxeldis í sjó við Ísland.
Samþjöppun í fiskeldi: Hættuleg eða eðlileg þróun?
Smærri fiskeldisfyrirtæki taka undir með þingmönnum Framsóknarflokksins um að setja takmörk á eignarhald og frekari samþjöppun í fiskeldi. 95 prósent framleiðsluheimilda í sjókvíaeldi eru í höndum tveggja fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu Norðmanna.
Kjarninn 26. apríl 2022
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: „Hvað tekur við?“
Formaður Miðflokksins segir að svo virðist sem þrír ráðherrar í ríkisstjórn hafi hist á fundi um páskana og sagt: „Eitthvað þurfum við að gera. Þetta er eitthvað, gerum það.“ – Og í framhaldinu ákveðið að leggja Bankasýslu ríkisins niður.
Kjarninn 25. apríl 2022
Sjálfstæðisflokkurinn „holdgervingur“ eitraðs kokteils íslensks viðskiptalífs og stjórnmálalífs
Þingflokksformaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða ábyrgð hún bæri á að hafa komið Sjálfstæðisflokknum til valda og Bjarna Benediktssyni í fjármálaráðuneytið. Þær ræddu Íslandsbankasöluna í óundirbúnum fyrirspurnatíma.
Kjarninn 25. apríl 2022
Tólf sækjast eftir embætti ríkisendurskoðanda
Tólf manns gefa kost á sér til þess að taka við embætti ríkisendurskoðanda. Alþingi mun kjósa í embættið í maímánuði, eftir að forsætisnefnd Alþingis leggur fram tilnefningu sína.
Kjarninn 25. apríl 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.
Lenya og Vigdís funduðu með forsætisáðherra
Varaþingmaður Pírata og framkvæmdastjóri Bændasamtakanna ræddu við forsætisráðherra í dag um leiðir til að takast á við kynþáttafordóma og útlendingaandúð. Aðgerðir verða kynntar á næstunni.
Kjarninn 25. apríl 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Spyr forsætisráðherra hvort Bjarni hafi verið vanhæfur og hvort Lilja hafi brotið siðareglur
Þingmaður Viðreisnar vill að forsætisráðherra svari með hvaða rökum hún hafi hafnað viðvörunarorðum Lilju Alfreðsdóttur um söluna á hlut í Íslandsbanka og með hvaða rökum hún hafi fallist á þá aðferð sem Bjarni Benediktsson lagði til um hana.
Kjarninn 25. apríl 2022
Erna Bjarnadóttir er varaþingmaður Birgis Þórarinssonar. En þau eru í sitthvorum þingflokknum.
Ding, ding, ding, Erna á þing – fyrir Miðflokkinn
Erna Bjarnadóttir tekur í dag sæti sem varaþingmaður Birgis Þórarinssonar. Við þetta stækkar þingflokkur Miðflokksins um 50 prósent, en Erna fylgdi Birgi ekki yfir í Sjálfstæðisflokkinn er hann ákvað að segja skilið við Miðflokkinn eftir kosningar.
Kjarninn 25. apríl 2022
Virði íbúða í eigu Félagsbústaða jókst meira í fyrra en samanlagt fjögur árin á undan
Félagsbústaðir, sem halda utan um félagslegar íbúðir í eigu Reykjavíkur, eiga yfir þrjú þúsund íbúðir. Matsvirði þeirra hækkaði um 20,5 milljarða króna í fyrra. Frá byrjun árs 2017 og út árið 2020 hækkaði virði íbúða félagsins um 18 milljarða króna.
Kjarninn 25. apríl 2022
Fundinum hefur verið frestað fram á miðvikudag.
Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis og Bankasýslu ríkisins frestað
Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis og Bankasýslu ríkisins, þar sem Bankasýslan átti að leggja fram skýrslu um sölu Íslandsbanka, hefur verið frestað um tvo daga.
Kjarninn 24. apríl 2022
Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.
Meira framboð nauðsynlegt til að aðgerðir Seðlabankans virki
Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir aðgerðir Seðlabankans til að bregðast við verðhækkunum á íbúðamarkaði og aukinni skuldsetningu heimila ekki enn hafa haft tilætluð áhrif. Til þess þurfi aukið framboð íbúða.
Kjarninn 24. apríl 2022
Tekjur vegna fasteignaskatta í Reykjavík stóðu nánast í stað milli ára
Eftir mikla tekjuaukningu vegna innheimtu fasteignaskatta á árunum 2017, 2018 og 2019 hafa tekjur höfuðborgarinnar staðið nokkurn veginn í stað síðustu ár. Þær eru samt sem áður umtalsverðar, eða rúmlega 44 milljarðar króna á tveimur árum.
Kjarninn 24. apríl 2022
Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri RÚV.
Auglýsingatekjur RÚV jukust um fjórðung í fyrra og voru rúmlega tveir milljarðar
RÚV fékk 4,7 milljarða króna úr ríkissjóði á árinu 2021. Auglýsingatekjur fyrirtækisins jukust um rúmlega 400 milljónir króna milli ára. Það er hærri upphæð en allir einkareknu miðlarnir fengu samanlagt í rekstrarstyrk úr ríkissjóði.
Kjarninn 23. apríl 2022
Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Boða þéttingu byggðar í jaðri byggðar og styrki fyrir að hafa ung börn heima
Sjálfstæðisflokkurinn boðar þéttingu byggðar í Staðarhverfi, Úlfarsárdal og Kjalarnesi og segist vilja tryggja 100 þúsund króna styrki á mánuði til reykvískra foreldra sem „vilja dvelja heima með börnin sín eftir fæðingarorlof“.
Kjarninn 22. apríl 2022
Partygate-hneykslið svokallaða hefur vakið mikla reiði meðal kjósenda og talið hafa veikt stöðu forsætisráðherra sem heldur ótrauður áfram.
Til rannsóknar hvort Johnson hafi afvegaleitt þingmenn vegna partýstands
Breska þingið hefur samþykkt að sérstök rannsóknarnefnd meti hvort Boris Johnson forsætisráðherra hafi af ásettu ráði villt um fyrir þingmönnum í umræðum um veisluhöld í Downingstræti á tímum heimsfaraldurs.
Kjarninn 22. apríl 2022
Strokufanginn handtekinn í nótt ásamt fimm öðrum
Gabríel Douane Boama var handtekinn í nótt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu sem fólu meðal annars í sér húsleitir og að ökutæki voru stöðvuð.
Kjarninn 22. apríl 2022
Brynjar Níelsson aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Brynjar: Rauðhærðir og skeggjaðir lenda oft í þessu veseni
Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni á verklag lögreglu í sambandi við leit að strokufanga.
Kjarninn 22. apríl 2022
„Ekkert annað en fordómar“
Lögreglan hafði afskipti af ungum dreng í annað sinn á tveimur dögum í morgun vegna leitar að strokufanga. Móðir hans var með honum í þetta skiptið og segir í samtali við Kjarnann að þetta sé ekkert annað en áreiti. Hún tók upp atvikið sem um ræðir.
Kjarninn 21. apríl 2022
Stór hluti tekjuaukningar norska útflutningsgeirans er tilkominn vegna hækkana í orkuverði.
Norðmenn hagnast á stríði og orkukrísu
Hrávöruverð hefur hækkað hratt á síðustu mánuðum, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu og orkukrísunni sem því hefur fylgt. Norðmenn hafa hagnast mikið á þessum hækkunum, en nýtt met var sett í virði olíu-, gas-, og álútflutnings frá landinu í mars.
Kjarninn 21. apríl 2022
Lögregla hefur leitað Gabríels í rúman sólarhring. Gagnrýni á störf hennar við leitina hefur verið áberandi og hefur ríkislögreglustjóri brugðist við og hvetur til varkárni í samskiptum um málið og önnur mál sem tengjast minnihlutahópum.
Ríkislögreglustjóri ætlar að eiga „samtal við samfélagið um fordóma“
Ríkislögreglustjóri ætlar að bregðast við gagnrýni á störf lögreglu vegna leitar að ungum manni sem tilheyrir minnihlutahópi, meðal annars með „samtali við samfélagið um fordóma“. Varaþingmaður Pírata telur að auka þurfi eftirlit með lögreglu.
Kjarninn 20. apríl 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Óteljandi spurningum enn ósvarað
Þingmaður Samfylkingarinnar spyr hvers vegna fjármálaráðherra hafi ekki leiðrétt þær upplýsingar sem Alþingi fékk frá Bankasýslunni um að hann yrði „upplýstur að fullu leyti um hverja sölu“ ef hann ætlaði sér alltaf að samþykkja söluna með „lokuð augun“.
Kjarninn 20. apríl 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Ótrúlegt hvað þessir stjórnarliðar leita langt til þess að snúa öllu á hvolf“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar halda áfram að gagnrýna viðbrögð ríkisstjórnarinnar við vendingum vikunnar varðandi Íslandsbankasöluna.
Kjarninn 20. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir málflutning stjórnarandstæðinga beinlínis rangan
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það skipti máli að horfa á heildarmyndina varðandi söluna á Íslandsbanka og segir það rangt að hann hafi þurft að fara yfir hvert og eitt tilboð í útboðinu.
Kjarninn 20. apríl 2022
Vilhjálmur Birgisson var nýlega kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins og er einnig formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur kallar uppsagnirnar hjá Eflingu „mistök“ sem hægt hefði verið að komast hjá
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins kallar hópuppsögnina hjá Eflingu „mistök“ í pistli sem hann ritar á vef Verkalýðsfélags Akraness í dag.
Kjarninn 20. apríl 2022
Netflix missir óvænt flugið
Mettun markaðar, verðbólga, verðhækkanir, aukin samkeppni og stríð eru þættir sem Netflix gat átt von á en ekki að þeir yrðu á dagskrá allir á sama tíma.
Kjarninn 20. apríl 2022
Margrét Tryggvadóttir er forstjóri Nova.
Nova stefnir á markað í byrjun sumars – Nýir hluthafar eignast 36 prósent
Nýir hluthafar hafa eignast um 36 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu Nova, sem ætlar sér inn á aðalmarkað Kauphallar fyrir mitt ár. Trúnaður ríkir um verðið sem greitt var fyrir rúmlega þriðjungshlut í félaginu.
Kjarninn 20. apríl 2022
Það gustar um ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um þessar mundir.
Yfir 80 prósent landsmanna óánægð með bankasöluna – Sjálfstæðismenn ánægðastir
Átta af hverjum tíu landsmenn eru óánægðir með hvernig staðið var að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði og vilja að sett verði upp rannsóknarnefnd til að rannsaka söluna. Eitt prósent kjósenda Vinstri grænna eru sátt með söluferlið.
Kjarninn 20. apríl 2022
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bað þingmenn enn einu sinni afsökunar á að hafa verið viðstaddur samkvæmi, þar á meðal eigin afmælisveislu, í Downingstræti á tímum strangra sóttvarnareglna vegna COVIID-19.
Boris biðst afsökunar – Enn á ný
Boris Johnson bað þingmenn enn á ný afsökunar í dag á því að hafa brotið sóttvarnareglur á tímum heimsfaraldurs COVID-19. Á fimmtudag verður sérstök umræða um Partygate þar sem þingmenn ákveða hvort aðkoma forsætisráðherra verði rannsökuð.
Kjarninn 19. apríl 2022
Lárus Blöndal stjórnarformaður og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Ráðherrar hafi ekki gagnrýnt eitt né neitt í ferlinu og stjórnvöld verið ítarlega upplýst
Stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar segir að framkvæmd útboðsins í Íslandsbanka hafi verið „í nánu samstarfi við stjórnvöld“, sem hafi verið „ítarlega upplýst um öll skref sem stigin voru“ og ekki komið fram með neina formlega gagnrýni.
Kjarninn 19. apríl 2022
Krefjast þess að þing komi saman
Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sent forsætisráðherra og forseta Alþingis bréf þar sem þess er krafist að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna á Íslandsbanka.
Kjarninn 19. apríl 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ekki liggi fyrir nægilegar upplýsingar til að rifta Íslandsbankasölunni
Forsætisráðherra ræðir við Kjarnann um Íslandsbankasöluna, m.a. hvort hún hafi rýrt traust almennings til stjórnmálanna og hvort fjármálaráðherra þurfi að víkja.
Kjarninn 19. apríl 2022
Lárus L. Blöndal er stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Stjórn Bankasýslunnar segir að söluþóknun verði ekki greidd ef ágallar komi fram
Þriggja manna stjórn Bankasýslu ríkisins segist vera að skoða lagalega stöðu sína gagnvart þeim fyrirtækjum sem höfðu milligöngu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Umsamdar þóknanir verði að óbreyttu ekki greiddar ef ágallar opinberist.
Kjarninn 19. apríl 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Hvers konar viðbrögð eiga þetta eiginlega að vera?“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna ríkisstjórnina harðlega fyrir að axla ekki pólitíska ábyrgð á sölunni á Íslandsbanka.
Kjarninn 19. apríl 2022
Formenn stjórnarflokkanna þriggja.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja niður Bankasýslu ríkisins
Ríkisstjórn Íslands segir að upp hafi komið spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka sem nauðsynlegt sé að rannsaka og upplýsa almenning um.
Kjarninn 19. apríl 2022
Fjórir starfsmenn og embættismenn hafa hafnað flutningi milli ráðuneyta í kjölfar breyttrar skipunar stjórnarráðsins sem lögð var til í stjórnarsáttmála endurnýjaðs ríkisstjórnarsamstarfs í lok síðasta árs.
Tveir starfsmenn og tveir embættismenn höfnuðu flutningi milli ráðuneyta
Fjórir starfs- og embættismenn þáðu ekki boð um flutning milli ráðuneyta þegar breytt skipan ráðuneyta tók gildi í janúar. Biðlaun annars embættismannsins kosta ríkissjóð 22 milljónir króna.
Kjarninn 19. apríl 2022
Löndin við Svartahaf, þeirra á meðal Úkraína, hafa verið stórtæk í útflutningi á hveiti á síðustu árum.
Ein ríkasta fjölskyldan verður enn ríkari vegna stríðsins í Úkraínu
Systkinin James, Austen og Marianne, barnabarnabörn Wallice nokkurs Cargill, hafa skotist upp á lista yfir 500 ríkustu manneskjur veraldar vegna stríðsins í Úkraínu. Langafinn stofnaði fyrirtæki árið 1865 sem hefur fært afkomendum hans gríðarleg auðæfi.
Kjarninn 18. apríl 2022
Sýklalyfjanotkun í bandarískum landbúnaði er mikil.
Fundu sýklalyf í lífrænt vottuðu kjöti
Fjölmargar og sífellt fleiri lífrænar vottanir á dýraafurðum eru til þess fallnar að rugla neytendur, segja samtök sem fundu leifar af sýklalyfjum í kjöti sem framleitt er m.a. fyrir Whole Foods í Bandaríkjunum.
Kjarninn 18. apríl 2022
Suðurlandið, ásamt Suðurnesjum, virðist heilla marga höfuðborgarbúa.
Höfuðborgarbúar færa sig til Suðurlands og Suðurnesja
Enn flytja mun fleiri til Reykjavíkur heldur en frá henni, en á síðustu árum hefur sá aðflutningur einungis verið erlendis frá. Þeir sem búsettir eru innanlands hafa aftur á móti fært sig frá höfuðborginni og að nærliggjandi landshlutum.
Kjarninn 18. apríl 2022
Blóð sem tekið er úr hundruðum hryssa hér á landi er notað til framleiðslu á frjósemislyfi fyrir húsdýr.
Gefa út starfsleyfi fyrir Ísteka að Eirhöfða
Engar athugasemdir bárust við auglýsingu á starfsleyfistillögu Ísteka, fyrirtækis sem framleiðir hormónalyf fyrir búfénað úr merarblóði. Fyrirtækinu er heimilt að vinna lyf úr allt að 600 tonnum af blóði á ári.
Kjarninn 18. apríl 2022
Íbúðum á „Reit 13“ fækkað um tíu og samþykkt að auglýsa deiliskipulag
Skipulagsráð Kópavogsbæjar samþykkti í upphafi mánaðarins að setja í auglýsingu deiliskipulagstillögu að svokölluðum „Reit 13“ á Kárnesi. Búið er að fækka fyrirhuguðum íbúðum á reitnum um tíu frá vinnslutillögu sem kynntar var fyrr á árinu.
Kjarninn 18. apríl 2022
Bláa lónið.
Bláa lónið fékk 823 milljónir króna í stuðningsgreiðslur frá ríkinu á tveimur árum
Tap Bláa lónsins á þeim tveimur árum sem kórónuveirufaraldurinn geisaði af fullum krafti, með tilheyrandi áhrifum á rekstur fyrirtækisins, var lægra en síðasta arðgreiðsla sem greidd var út fyrirtækinu. Það er nú metið á um 60 milljarða króna.
Kjarninn 18. apríl 2022