Lambhagafossar í Hverfisfljóti. Reisa á virkjun rétt undir 10 MW í ánni og mun rennsli í fossunum skerðast.
Í landi sem er „sprúðlandi af náttúrugæðum“ þarf að einblína á fleira en orkuskipti
„Við verndum ekki og virkjum sama fossinn,“ segir forstjóri Skipulagsstofnunar. „Þegar við ákveðum að fórna náttúruperlu í þágu orkuframleiðslu, hlýtur að vera forgangsatriði að sú ákvörðun skili samfélaginu sem bestri nýtingu viðkomandi orkulindar.“
Kjarninn 14. maí 2022
Vík í Mýrdal.
Sveitarfélagið sé vísvitandi að útiloka ákveðna valkosti
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps slær nokkra valkosti á færslu hringvegarins út af borðinu með vísan til nýrra hverfa sem áformuð eru í Vík. Samtök íbúa segja stjórnina vísvitandi beita sér fyrir ákveðnum valkosti framkvæmdarinnar.
Kjarninn 14. maí 2022
Kattakona, hornleikari, galdrakona, fuglaathugandi og knattspyrnukona eru meðal frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningunum.
Fjósamaður, fjöllistakona og frú í framboði
Rúmlega 70 lögfræðingar og lögmenn eru á lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Tæpur þriðjungur er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sjö fangaverðir eiga sæti á listum og ein göldrótt tónlistarkona. Tvær Stellur eru í framboði.
Kjarninn 14. maí 2022
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Telur nauðsynlegt að vextir Seðlabankans verði hærri en verðbólgan á næstu mánuðum
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í grein í Vísbendingu að það sé nauðsynlegt að raunvextir á Íslandi verði jákvæðir á næstu mánuðum. Hann segir einnig að nú sé tími til sátta á vinnumarkaði.
Kjarninn 14. maí 2022
Auglýsingar frá Betri borg voru birtar í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun.
Meintur nafnlaus kosningaáróður reyndist hafa ábyrgðarmann
Áhöld voru um hvort auglýsingar frá Betri borg sem birtar voru í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í morgun væru nafnlaus kosningaáróður. Í ljós kom að nafn ábyrgðarmanns var rtiað með svo smáu letri að starfsfólk stjórnmálaflokka tók ekki eftir því.
Kjarninn 13. maí 2022
Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu aldrei verið styttri
Mikil ásókn er í íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu en í mars seldust yfir 60 prósent íbúða yfir ásettu verði miðað við þriggja mán­aða með­al­tal.
Kjarninn 13. maí 2022
Fjarskiptastofa leggur áherslu á að koma upp 10 megabæta farneti á þjóðvegum landsins.
„Langþráður draumur“ um gagnkvæmt reiki milli fjarskiptafyrirtækja í augsýn
Áhersla verður lögð á að stoppa upp í þau göt þar sem ekki er netsamband og setja upp 10 megabæta internet á öllum þjóðvegum landsins. 24 af 31 tíðniheimildum falla úr gildi á næsta ári og verða endurnýjaðar til 20 ára. Fyrir þær fást 750 milljónir.
Kjarninn 13. maí 2022
Hið mikla landbrot sem varð í fjörunni við Vík í Mýrdal í vetur er greinilegt á þessari mynd sem tekin var 17. mars.
Landrof við Vík yfir 50 metrar eftir veturinn – „Suðvestanáttin étur úr þessari fjöru“
Mikið landbrot hefur orðið í fjörunni við Vík í Mýrdal frá áramótum og stefnir Vegagerðin á að hækka flóðvarnargarða sem liggja meðfram Víkurþorpi. Hin óstöðuga strönd er meðal þess sem varað hefur verið við verði hringvegurinn færður niður að fjörunni.
Kjarninn 13. maí 2022
Ísland færist upp um fimm sæti á Regnbogakorti ársins 2022.
Ísland ekki lengur neðst Norðurlandanna á Regnbogakortinu
Ísland er komið í topp tíu á Regnbogakorti ILGA-Europe, sem er mælikvarði á lagalega stöðu hinsegin fólks í alls 49 ríkjum Evrópu. Stefnan er að fara enn hærra, með frekari réttarbótum til handa hinsegin fólki á Íslandi.
Kjarninn 12. maí 2022
Kosið verður á 23 stöðum í Reykjavíkurborg.
Fyrstu tölur í Reykjavík birtar um miðnætti
Beint streymi verður frá talningu atkvæða í borgarstjórnarkosningunum á laugardagskvöld. Ráðgert er að fyrstu tölur verði opinberar um miðnætti og að lokatölur liggi fyrir kl. 4.30 um nóttina. Utankjörfundaratkvæði verða talin síðust.
Kjarninn 12. maí 2022
Guðni Elísson
Verðum að endurskoða afstöðu okkar til hins góða og eftirsóknarverða
Guðni Elísson fjallaði um manninn sem dýr sem raskaði jafnvægi í erindi sínu á loftslagsdeginum.
Kjarninn 12. maí 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þarf að huga betur að mér sjálfum og minni fjölskyldu“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alveg óljóst hvað taki við hjá sér er hann láti af störfum sóttvarnalæknis í haust. Bæði faglegar og persónulegar ástæður séu fyrir ákvörðuninni.
Kjarninn 12. maí 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir upp störfum
Sóttvarnalæknir hefur formlega sagt upp störfum af persónulegum og faglegum ástæðum. Embætti landlæknis mun á næstu dögum auglýsa starfið.
Kjarninn 12. maí 2022
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi.
Ætla að tryggja að „Beergate“ endi ekki eins og „Partygate“
Leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi fékk sér bjór með vinnufélögum í apríl í fyrra. Lögregla rannsakar uppákomuna en Verkamannaflokkurinn segir gögn sýna fram á að sóttvarnareglur hafi ekki verið brotnar eins og í tilfelli forsætisráðherra.
Kjarninn 11. maí 2022
Hátt í helmingur svarenda segist treysta ríkisstjórninni til þess að takast á við efnahagsleg áhrif veirufaraldurs. Hlutfall þeirra sem treystra ríkisstjórninni fyrir verkefninu hefur aldrei verið jafn lágt.
Traust á ríkisstjórninni til að takast á við COVID-krísuna aldrei jafn lágt
Kvíði vegna kórónuveirufaraldursins hefur aldrei mælst minni samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Galllup. Kjósendur Sjálfstæðisflokks treysta ríkisstjórninni áberandi best til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins en traustið hefur almennt dalað.
Kjarninn 11. maí 2022
Vindmyllugarðar munu þekja um eitt prósent af norsku hafsvæði eftir um 20 ár, alls um 1.500 vindmyllur, samkvæmt áætlun stjórnvalda. Þessi vindmyllugarður á myndinni er við strendur Belgíu.
Ætla að næstum tvöfalda raforkuframleiðslu Noregs með vindmyllum úti á sjó
Stjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins í Noregi kynnti í dag áform um stórtæka uppbyggingu vindorkuvera á hafi úti. Uppsett afl 1.500 vindmylla á að geta orðið 30 gígavött, sem er um tífalt samanlagt afl allra virkjana á Íslandi, árið 2040.
Kjarninn 11. maí 2022
Jóhannes Loftsson, oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík.
„Af hverju þarf að fækka bílum?“
Oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík sér enga ástæðu til að fækka bílum á höfuðborgarsvæðinu. Hann vill auka umferðarflæði í borginni til að minnka mengun og innleiða „Viðeyjarleið“ sem tengir byggðir borgarinnar saman.
Kjarninn 11. maí 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Alls 34 prósent vilja sjá Dag áfram sem borgarstjóra – 16 prósent nefna Hildi
Þeim fjölgar milli kannana sem vilja sjá núverandi borgarstjóra áfram í embættinu, en fækkar sem vilja sjá oddvita stærsta minnihlutaflokksins taka við því.
Kjarninn 11. maí 2022
Guðmundur Árni Stefánsson.
Meirihlutinn í Hafnarfirði fallinn og Samfylkingin tvöfaldar fjölda bæjarfulltrúa
Mikil spenna er í sveitarstjórnarmálum í Hafnarfirði. Sitjandi meirihluti bætir við sig einu prósentustigi af fylgi en fellur samt. Samfylkingin bætir miklu við sig frá 2018 og flestir bæjarbúar vilja sjá oddvita hennar sem bæjarstjóra.
Kjarninn 11. maí 2022
Alexandra kveðst ánægð með meirihlutasamstarfið í borginni.
Þétt byggð sem skapi grundvöll fyrir bættum almenningssamgöngum skynsamlegust
Alexandra Briem segir Pírata vilja hraða uppbyggingu Borgarlínu og bjóða upp á sex tíma ókeypis dagvistun en að gjald fyrir átta tíma vistun verði óbreytt. Píratar eru með sérstaka dýravelferðarstefnu.
Kjarninn 10. maí 2022
Kolbrún Baldursdóttir er oddviti Flokks fólksins.
Flokkur fólksins vill frítt í strætó, Sundabraut í forgang og meira landbrot
Flokkur fólksins vill sjá borgina stórauka lóðaframboð, til dæmis í suðurhlíðum Úlfarsfells og austur af núverandi byggð í Úlfarsárdal. Flokkurinn segist vilja eyða biðlistum í borginni og efla stuðning við öryrkja og aldraða.
Kjarninn 10. maí 2022
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Vill að stærri kvikmyndaverkefni fái 35 prósent endurgreiðslu kostnaðar
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórninni drög að frumvarpi þar sem lagt er til að verkefni sem uppfylla ákveðin skilyrði og teljast stærri verkefni og til lengri tíma njóti 35% hlutfalls endurgreiðslu af framleiðslukostnaði.
Kjarninn 10. maí 2022
200 metra göngugata, skrifstofur, íbúðahúsnæði og verslanir verða hluti af nýjum miðbæ Þorlákshafnar. Framkvæmdafélga í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis hefur gert drög að samningi við Ölfus um framkvæmdir á svæðinu.
Félag í eigu Björgólfs Thors byggir nýjan miðbæ í Þorlákshöfn
Arnarhvoll, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis, hefur samið við bæjaryfirvöld í Ölfusi um uppbyggingu nýs miðbæjar í Þorlákshöfn. Minnihluti bæjarstjórnar telur vinnubrögð meirihlutans ekki boðleg.
Kjarninn 10. maí 2022
„Hvað þjónar íbúunum best, er það að vera með eina sameiginlega stjórnsýslu fyrir allt höfuðborgarsvæðið?“ spyr Ómar Már Jónsson í kosningahlaðvarpi Kjarnans en hann telur það geta haft mikinn sparnað í för með sér.
Tæknilausnir og einföldun stofnæða með mislægum gatnamótum í stað Borgarlínu
Oddviti Miðflokksins í Reykjavík vill leysa húsnæðisvandann með því að flýta skipulagsmálum og byggja hraðar. Víða sé hægt að byggja til að mynda í Örfirisey, Gufunesi, á Kjalarnesi og Keldum. Hann segir flokkinn alfarið á móti Borgarlínu.
Kjarninn 10. maí 2022
„Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd, við tölum um að það þurfi að efla almenningssamgöngur en svo er bara verið að gera kerfið verra,“ segir Sanna.
Ekki á réttri leið þegar fólk upplifir að ekki sé hlustað á það
Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins segir ekki eðlilegt að þeir ríkustu greiði ekkert útsvar af tekjum sínum og vill að tekjur vegna útsvars á fjármagnstekjuskatt séu notaðar í byggingu félagsíbúða og uppbyggingu grunnþjónustu.
Kjarninn 9. maí 2022
Kalla eftir verulegri hækkun húsaleigubóta í aðdraganda fyrirséðra leiguhækkana
Hlutfall heimila sem búa íþyngjandi húsnæðiskostnað hefur aukist á síðustu árum en kostnaðurinn telst íþyngjandi ef hann fer yfir 40 prósent af ráðstöfunartekjum. Staða leigjenda er afleit að mati Eflingar en fyrirséð er að leiga hækki kröftuglega í ár.
Kjarninn 9. maí 2022
Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Framsókn vill skoða yfirbyggt Austurstræti, byggja meira og fá „skilvirka“ Borgarlínu
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík segist vilja flýta Sundabraut, endurvekja næturstrætó, byggja meira og hraðar í borginni, skoða yfirbyggingu Austurstrætis, tryggja að næturlíf raski ekki lífsgæðum miðborgarbúa og efla stafræna hæfni eldri borgara.
Kjarninn 9. maí 2022
Klemens Hjartar, meðeigandi hjá McKinsey & Co, flutti erindi á ársfundi SFS sem vakti umtal og athygli.
„Forkastanlegt“ að núll konur séu í 19 manna stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Klemens Hjartar, meðeigandi hjá McKinsey & Co, sagði á ársfundi SFS að kynjahallinn í stjórn sjávarútvegs myndi koma í bakið á greininni. Hann sagði líka að taka þyrfti ósættið um eignarhaldið „mjög alvarlega“. Framkvæmdastjóri SFS tók undir gagnrýnina.
Kjarninn 9. maí 2022
Dagur vill tryggja að borgarlína og þétting byggðar komist í höfn.
Maður hættir ekki við hálfklárað verk
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur áfram kost á sér í starfið til að freista þess að sigla borgarlínu, þéttingu byggðar og öðrum málum í höfn, en lítur í grunninn á pólitík sem tímabundið verkefni.
Kjarninn 9. maí 2022
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Passa verði upp á að þétting verði ekki svo mikil að hverfin hætti að ganga upp
Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að þverpólitíska sátt vera í öllum flokkum um að bæta almenningssamgöngur í Reykjavík. Það séu hins vegar óvissuþættir í borgarlínuverkefninu sem hægra fólk eins og hún hafi áhyggjur af.
Kjarninn 8. maí 2022
Birgir Birgisson
Alls konar svindl
Kjarninn 8. maí 2022
Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017.
Arion útilokar ekki aðra nýtingu innviðanna í Helguvík
Arion banki stefnir enn á að selja kísilverksmiðjuna í Helguvík og segir meginmarkmiðið að hún verði áfram starfrækt þar en útilokar ekki aðra nýtingu innviðanna. Áreiðanleikakönnun vegna mögulegra kaupa PCC stendur nú yfir.
Kjarninn 8. maí 2022
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Kallar eftir nýjum anda og meiri samvinnuhugsjón í borgarstjórn
Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir skýrt ákall eftir ferskum augum inn í borgarmálin „sem vilja ekki taka þátt í þessum leðjuslag“ sem átakastjórnmál í borgarstjórn hafa verið.
Kjarninn 8. maí 2022
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Hvorki „ofurloforð“ né „brjálæðislegar töfralausnir“
Flokkur fólksins ætlar ekki að koma sér á framfæri með „ofurloforðum og brjálæðislegum töfralausnum,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Hún gagnrýnir menninguna í borgarpólitíkinni og segir að ef hún komist í meirihluta verði hlustað á minnihlutann.
Kjarninn 7. maí 2022
Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalistaflokksins.
Vilja enga útvistun starfa hjá borginni og 3.000 nýjar félagslegar íbúðir
Sósíalistaflokkurinn vill að Reykjavíkurborg byggi þrjú þúsund félagslegar íbúðir, sérstaklega í hverfum þar sem lítið er af félagslegu húsnæði. Borgin ætti að mati flokksins ekki að útvista einu einasta starfi.
Kjarninn 7. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
„Það er enginn að fara að stýra borginni einn“
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, vill nýjar lausnir í leikskólamálum og viðurkennir að of hægt hafi gengið að nálgast það markmið að útvega öllum 12 mánaða börnum pláss.
Kjarninn 7. maí 2022
Í tillögunni sem lögð var fram í borgarráði sagði að yfirlýsingin taki af skarið um undirbúning og byggingu þjóðarhallar í Laugardal.
Viljayfirlýsing um byggingu þjóðarhallar var samþykkt einróma í borgarráði
Viljayfirlýsing ríkis og borgar um nýja þjóðarhöll er dagsett 3. maí. Hún var hins vegar ekki gerð opinber fyrr en í gær, eftir samþykkt borgarráðs á fimmtudag og ríkisstjórnar á föstudag.
Kjarninn 7. maí 2022
Gunnar H. Gunnarsson er oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar.
Gáttaður á að umhverfissinnar séu ekki að „lemja á borginni“ út af flugvellinum
Gunnar H. Gunnarsson oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, segir að flokkar sem bjóði fram á landsvísu glími við pólitískan ómöguleika er kemur að flugvellinum í Vatnsmýri, en brotthvarf flugvallarins er aðalbaráttumál framboðsins.
Kjarninn 6. maí 2022
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag.
Þjóðarhöll á að rísa í Laugardal og framkvæmdum við hana á að vera lokið 2025
Búið er að höggva á hnút milli Reykjavikurborgar og íslenska ríkisins um byggingu þjóðarhallar í Laugardal. Hún mun rísa á næstu þremur árum milli Laugardals og Suðurlandsbrautar.
Kjarninn 6. maí 2022
Volodomír Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði alþingismenn og Íslendinga á Alþingi í dag.
Zelenskí ávarpaði alþingismenn og þjóðina alla á íslensku
„Að lifa í raunverulegu frjálsræði, það er menning,“ sagði Volodomír Zelenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til alþingismanna og íslensku þjóðarinnar á Alþingi í dag. Zelenskí brýndi fyrir nauðsyn þess að slíta á öll fjármálatengsl við Rússland.
Kjarninn 6. maí 2022
Mótvægisaðgerðir gegn áhrifum verðbólgu á viðkvæma hópa voru samþykktar á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
Boða um 5 milljarða mótvægisaðgerðir gegn áhrifum verðbólgu á viðkvæma hópa
Bætur almannatrygginga hækka um þrjú prósent 1. júní, húsnæðisbætur um 10 prósent og svo á að greiða 20 þúsund króna barnabótaauka til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur. Kostnaðarauki ríkisins vegna aðgerðanna á þessu ári nemur um 5 milljörðum króna.
Kjarninn 6. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín styður stækkun NATO – Í fyrsta sinn sem formaður VG gerir það
Forsætisráðherra segir að ekki sé um stefnubreytingu að ræða hjá Vinstri grænum með stuðningi íslenskra stjórnvalda við aðildarumsókn Svía og Finna í NATO. Hún muni sjálf styðja við þær ákvarðanir sem Finnland og Svíþjóð munu taka.
Kjarninn 6. maí 2022
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður SKEL
Starfslok stjórnenda kostuðu SKEL 60 milljónir á fyrstu þremur mánuðum ársins
SKEL fjárfestingarfélag hagnaðist á því að selja fasteignir til fasteignaþróunarfélags sem það á nú 18 prósent hlut. Næst stærsti eigandinn er móðurfélag stærsta eiganda SKEL, sem er stýrt af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.
Kjarninn 6. maí 2022
Katrín, Ásmundur Einar og Dagur undirrita viljayfirlýsingu um þjóðarhöll í Laugardal
Forsætisráðherra, ráðherra íþróttamála og borgarstjóri munu undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir inniíþróttir síðdegis í dag, átta dögum fyrir borgarstjórnarkosningar.
Kjarninn 6. maí 2022
Áslaug Friðriksdóttir.
Áslaug Friðriksdóttir bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna á Ísafirði
Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Reykjavík verður bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ ef flokkurinn nær að mynda meirihluta þar eftir rúma viku.
Kjarninn 6. maí 2022
Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vill að Reykjavíkurborg geti tekið lóðir til baka
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir að borgin geti haft jákvæð áhrif á óstöðugan húsnæðismarkaðinn – og að ekki sé hægt að treysta á hinn almenna markað til að redda hlutunum.
Kjarninn 6. maí 2022
Efstu þrír frambjóðendur Vinstri grænna í Reykjavík. Líf Magneudóttir, fyrir miðju, leiðir listann.
Vilja gjaldfrjálsa leikskóla, borgarlandverði, „Reykjavíkurbústaði“ og meira íbúalýðræði
Vinstri græn í Reykjavík vilja að borgin stofni sitt eigið leigufélag fyrir almennan leigumarkað, flýta Borgarlínu og nýta íbúakosningar í auknum mæli. Þá vill flokkurinn samstarf við ríkið, háskóla og einkaaðila um svokallaða „Vísindaveröld“.
Kjarninn 5. maí 2022
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka.
Högnuðust um 5,2 milljarða og eru að breyta reglum um verðbréfaviðskipti starfsmanna
Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi var 10,2 prósent, sem er yfir markmiðum bankans. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir bankann taka gagnrýni á þátttöku starfsmanna í nýlegu útboði á hlutum í bankanum alvarlega.
Kjarninn 5. maí 2022
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða en arðsemi dvínar
Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 4,7 prósent á fyrsta ársfjórðungi, sem er vel undir tíu prósenta arðsemismarkmiði bankans. Hagnaður bankans er meira en helmingi minni en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2022
Volodímír Zel­en­skí forseti Úkraínu ávarpaði Dani í gær.
Zel­en­skí mun ávarpa alþingismenn og íslensku þjóðina
Forseti Úkraínu mun ávarpa þingmenn og Íslendinga við sérstaka athöfn á morgun í gegnum fjarfundabúnað en þetta verður í fyrsta skiptið sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis.
Kjarninn 5. maí 2022