Blikastaðalandið er stærsta óbyggða svæðið innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins.
3.500-3.700 nýjar íbúðir verði byggðar á Blikastaðalandinu í Mosfellsbæ
Samningar voru í dag undirritaðir um mikla húsnæðisuppbyggingu á Blikastaðalandinu, sem er í endanlegri eigu Arion banka, og Mosfellsbæjar. Fjöldi þeirra íbúða sem fyrirhugaðar eru slagar langleiðina upp í þann fjölda íbúða sem eru í Mosfellsbæ í dag.
Kjarninn 5. maí 2022
Á Sprengisandsleið.
Leggja til jarðstreng um Sprengisand
Með jarðstrengi yfir Sprengisand mætti þyrma friðlýstum og verðmætum útivistarsvæðum á leið Blöndulínu 3, tengja virkjanir sunnanlands og norðan stystu leið og styrkja flutningskerfið, segja Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi.
Kjarninn 5. maí 2022
Um 7 prósent barna komast að á leikskóla að loknu fæðingarorlofi eða fyrr, 27 prósent komast inn á bilinu 12,5 til 18 mánaða og 66 prósent á bilinu 18,5 til 24 mánaða.
Sjö prósent barna komast inn á leikskóla 12 mánaða – Meðalaldur við inntöku 17,5 mánaða
Fæst sveitarfélög tryggja börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur, þegar hefðbundnu fæðingarorlofi lýkur. BSRB hvetur öll framboð til að brúa bilið með því að setja í forgang rétt barna til leikskólapláss strax að loknu fæðingarorlofi foreldra.
Kjarninn 5. maí 2022
Unnið að gerð ákæru í Lindsor-málinu í Lúxemborg – Næstum 14 ár frá málsatvikum
Lindsor var aflandsfélag sem keypti skulda­bréf á yfirverði af Kaup­­­þingi, ein­­­stökum starfs­­­mönnum þess banka og félagi í eigu vild­­­ar­við­­­skipta­vinar Kaup­­­þings sama dag og Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland.
Kjarninn 5. maí 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Hefur ekki íhugað stöðu sína vegna ummæla um Vigdísi og fann mikinn stuðning
Formaður Framsóknarflokksins segist ekki ætla að ræða ummæli sem hann lét falla um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna frekar og segir að það mál sé að baki hvað hann varði. Hann hefur verið kærður fyrir brot á siðareglum Alþingis vegna þeirra.
Kjarninn 4. maí 2022
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki hagnaðist um 5,8 milljarða og greiddi næstum 27 milljarða til hluthafa
Vaxtatekjur Arion banka hafa aukist verulega samhliða útlánaaukningu. Kostnaðarhlutfall bankans heldur áfram að lækka, arðsemi eigin fjár er áfram há og hreinn vaxtamunur bankans hefur ekki verið meiri í mörg ár.
Kjarninn 4. maí 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi leggst gegn uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði
Innviðaráðherra segir að fyrirhuguð íbúðauppbygging í Skerjafirði brjóti gegn samkomulagi ríkisins og Reykjavíkur um rannsóknir á nýju flugvallarstæði í Hvassahrauni. Hollenskir sérfræðingar sögðu flugöryggisrök ekki standa uppbyggingunni í vegi.
Kjarninn 4. maí 2022
Köttur á flótta ásamt eiganda sínum. Þeir félagar flúðu frá Úkraínu til Berlínar.
Engin gæludýr á flótta enn komið til landsins
Matvælaráðuneytið og MAST vinna enn að útfærslu á því hvernig taka megi á móti gæludýrum frá Úkraínu hér á landi. Engin gæludýr eru því enn komin. Fólkið sem hingað hefur flúið nálgast 900.
Kjarninn 4. maí 2022
Kárahnjúkavirkjun er langstærsta virkjun á Íslandi.
87 prósent orkunnar seld til stórnotenda
Verð á kísilmálmi hækkaði um 450 prósent í fyrra miðað við árið 2020. Álverð hækkaði líka eftir að það versta í heimsfaraldrinum var yfirstaðið. Þetta er m.a. ástæða fyrir því að stóriðjan á Íslandi varð orkufrekari í fyrra.
Kjarninn 4. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Stýrivextir hækkaðir um eitt prósentustig og eru nú 3,75 prósent
Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um þrjú prósentustig frá því í maí í fyrra. Hækkunin í dag mun auka greiðslubyrði þeirra sem eru með óverðtryggð húsnæðislán umtalsvert.
Kjarninn 4. maí 2022
Það styttist í að fyrir liggi hvort ný þjóðarhöll rísi í Laugardalnum eða ekki.
Niðurstaða um þjóðarhöll kynnt á föstudag
Ríki og borg hafa komist að niðurstöðu um hvort þjóðarhöll fyrir inniíþróttir rísi í Laugardal. Hún verður kynnt í borgarráði á fimmtudag og fyrir ríkisstjórn á föstudag. Í kjölfarið fær almenningur að vita hvort ráðist verður í framkvæmdina.
Kjarninn 4. maí 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Orkan þarf að rata í orkuskiptin“
Orkuskipti eru lykilmarkmið stjórnvalda í loftslagsmálum en það er ekki þar með sagt að orkan sem framleidd er rati í orkuskiptin, segir orkumálastjóri. „Græna orkan er verðmæt, takmörkuð auðlind, olía okkar tíma, sem við verðum að vanda okkur með.“
Kjarninn 3. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Viðreisn vill sjá aukinn einkarekstur í Reykjavík og þéttari byggð
Viðreisn vill nagladekkjaskatt sem renni til sveitarfélaga, hallalausan borgarsjóð árið 2024, gjaldfrjálsan sex tíma leikskóla fyrir 5 ára börn, þéttari byggð í Reykjavík og skoða sölu á einingum Orkuveitu Reykjavíkur sem eru í samkeppnisrekstri.
Kjarninn 3. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta sinn undir 20 prósent í þjóðarpúlsi Gallup
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19,8 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og hefur aldrei farið lægra. Fyrri versta niðurstaða flokksins var í miðjum stormi bankahrunsins árið 2008, en þá mældist fylgið 20,6 prósent.
Kjarninn 3. maí 2022
Fjölskylda á flótta frá Maríupol. Þúsundir borgarbúar hafa verið þar innlyksa síðustu vikur.
Þrjátíu úkraínskir flóttamenn þegar komnir með vinnu
Um 150 atvinnurekendur hér á landi hafa sýnt því áhuga að ráða flóttafólk til starfa. Þegar hafa verið gefin út þrjátíu atvinnuleyfi til fólks frá Úkraínu og sífellt fleiri bætast við.
Kjarninn 3. maí 2022
BJarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, á ársfundinum í síðustu viku.
Ekki réttlætanlegt að virkja meira á þessu stigi
„Ætlum við að ráðast inn á óvirkjuð svæði, bæði háhitasvæði og önnur, svo ég tali nú ekki um vindinn, þar sem aðallega Norðmenn vilja reisa vindorkuver á hverjum hóli?“ spyr Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar.
Kjarninn 3. maí 2022
Útgáfufélag Morgunblaðsins skilaði 110 milljóna króna hagnaði í fyrra
Eftir að hafa tapað rúmlega 2,5 milljörðum króna á árunum 2009 til 2020 skilaði Árvakur hagnaði í fyrra. Samstæðan keypti húsnæðið sem starfsemin fer fram í á 1,6 milljarð króna.
Kjarninn 3. maí 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Breyti engu hvort einhver hafi viðrað áhyggjur – það sé niðurstaðan sem gildi
Innviðaráðherra segir að „menn hafi viðrað vangaveltur“ og „rætt efasemdir“ um aðferðafræðina í útboði Bankasýslunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka áður en hún átti sér stað en það breyti auðvitað engu því niðurstaðan varð sú sem hún varð.
Kjarninn 2. maí 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála.
Reikna með 28 prósenta samdrætti í losun til 2030 – markmið ríkisstjórnarinnar 55 prósent
Umhverfisstofnun hefur framreiknað þróun í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands m.t.t. aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum og kemst að þeirri niðurstöðu að 55 prósenta samdráttarmarkmið ríkisstjórnarinnar sé ansi langt undan.
Kjarninn 2. maí 2022
Bílastæðafjöld við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Landvernd vill lest til Keflavíkurflugvallar
Mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað við ferðir fólks til og frá Keflavíkurflugvelli og „alvarlega ætti að skoða“ að koma á rafmagnslest á milli flugvallarins og Reykjavíkur, segir Landvernd.
Kjarninn 2. maí 2022
Síðasta álit fjármálaráðs á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er nokkuð hvassara en fyrri álit þess.
Vandi opinberra fjármála ekki tilkominn vegna faraldurs
Ríkissjóður er rekinn með kerfislægum halla, sem leiðir til meiri skuldasöfnunar næstu árin. Að mati fjármálaráðs er skuldasöfnunin ekki faraldrinum að kenna, hún á meðal annars rætur að rekja til freistni stjórnvalda að eyða öllu sem kemur í ríkiskassann
Kjarninn 2. maí 2022
Auglýsingasalar RÚV á mun hærri launum að meðaltali en aðrir starfsmenn
RÚV Sala seldi auglýsingar fyrir rúma tvo milljarða í fyrra, sem var um fjórðungi hærri upphæð en árið áður. Starfsmönnum í sölu fjölgaði 2021 á meðan að þeim fækkaði heilt yfir hjá RÚV. Laun í sölu eru að meðaltali 20 prósent hærri en annarra innan RÚV.
Kjarninn 2. maí 2022
Vladimír Pútín, forseti Rússlands
Hugmyndafræði Pútíns jafnhættuleg og fasismi Mússólínís
Ólíklegt er að Pútín léti staðar numið eftir að hafa yfirtekið Úkraínu miðað við hugmyndafræðina sem hann aðhyllist í utanríkismálum, segja Gylfi Zoega og Juan Vicente Sola.
Kjarninn 1. maí 2022
Dyrhólaós er búsvæði fjölmargra fuglategunda.
Neita því að umhverfismatið sé aðeins til málamynda
Eina raunhæfa aðgerðin sem getur komið í veg fyrir mikil og neikvæð umhverfisáhrif af færslu hringvegarins í Mýrdal er að færa hann ekki niður að strönd, segir Umhverfisstofnun.
Kjarninn 1. maí 2022
Yfir 5.000 merar voru notaðar til blóðtöku hér á landi í fyrra.
Áfram má taka 40 lítra af blóði úr hverri hryssu
Hver dýralæknir má nú ekki taka blóð úr fleiri en þremur hryssum samtímis samkvæmt endurskoðuðum skilyrðum MAST vegna blóðtöku úr fylfullum hryssum. Blóðmerahald stangast ekki á við lög um dýravelferð, segir stofnunin.
Kjarninn 1. maí 2022
Sigríður Á. Andersen.
Tilvalið að dreifa hlutum í Íslandsbanka til almennings í næsta skrefi
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokk sinn lengi hafa talað fyrir því að dreifa hlutum úr ríkisbönkum til almennings. VG og Framsókn hafi hins vegar skotið þessa hugmynd í kaf.
Kjarninn 1. maí 2022
Ómar Már Jónsson stendur í stafni fyrir lista Miðflokksins í Reykjavík.
Vilja ráðningarstopp og mögulega rukka nágrannasveitarfélög fyrir félagsþjónustu
Miðflokkurinn í Reykjavík vill hraða uppbyggingu í Úlfarsárdal, Gufunesi, Geldinganesi, Keldnalandi, Kjalarnesi og víðar, fjölga mislægum gatnamótum, fækka gönguljósum og endurskoða allan rekstur borgarinnar út frá umhverfismálum.
Kjarninn 30. apríl 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
„Erum á viðkvæmum stað þegar kemur að trausti“
Þingmaður VG segist vera tilbúinn til þess að farið verði ofan í hvern krók og kima á Íslandsbankasölunni. Hún vill í kjölfarið af rannsókn að ákvarðanir verði teknar um hvernig betur megi standa að sölu ríkiseigna.
Kjarninn 30. apríl 2022
Valkostir sem Vegagerðin kynnir í matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum hringvegar í Mýrdal. Hvíta línan er núverandi vegur og sú bleika, skipulagslína, er valkostur 1.
Fallist á matsáætlun um færslu hringvegar með ellefu skilyrðum
Mikilvægt er að forsendur færslu hringvegarins í Mýrdal séu settar fram á hlutlægan hátt og staðhæfingar studdar gögnum, segir Skipulagsstofnun sem vill nýrri gögn og nákvæmari um slysatíðni og færð á núverandi vegi.
Kjarninn 30. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar.
Stjórnarformaður Bankasýslunnar: Ráðamenn vilja beina óánægju yfir á okkur
Viðbrögð ráðamanna gætu að mati stjórnarformanns Bankasýslunnar borið þess merki að verið sé að bregðast við óánægjunni á bankasölunni í samfélaginu. „Viðbrögðin einkennast af því að það eigi að beina þeirri óánægju yfir á okkur,“ segir hann.
Kjarninn 30. apríl 2022
Engar upplýsingar um gagnaðgerðir Rússa gegn Íslendingunum níu hafa borist utanríkisráðuneytinu.
Ráðuneytið hefur engar upplýsingar um níumenningana á „svarta listanum“
Utanríkisráðuneytið hefur engar upplýsingar um níumenningana sem rússnesk stjórnvöld hafa sett á svartan lista. „Ef á reynir verður það kannað nánar.“
Kjarninn 30. apríl 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er oddviti Samfylkingarinnar.
Boða þéttingu og fjárfestingu í núverandi hverfum og lægri gjöld fyrir tekjulága
Samfylkingin vill að tekjulágar fjölskyldur í Reykjavík greiði minna fyrir leikskóla- og frístund, skoða hvort jarðgöng væru fýsilegri en Miklubrautarstokkur og leggur áherslu á uppbyggingu á svæðum eins og Ártúnshöfða, Skeifu, Múlahverfi og Mjódd.
Kjarninn 29. apríl 2022
Rússneska sendiráðið í Reykjavík.
Níu Íslendingar settir á svartan lista Rússa
Rússneska utanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að níu Íslendingar væru nú komnir á lista yfir einstaklinga sem beittir væru refsiaðgerðum vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn rússneskum borgurum.
Kjarninn 29. apríl 2022
Nýtt lagaákvæði um hæfi kjörstjórnarfólks útvíkkaði töluvert þau tengsl sem leiða til vanhæfis. Ef börn systkina maka, eða jafnvel maki barnabarns maka, er í framboði leiðir það t.d. til vanhæfis kjörstjórnarmanns, samkvæmt kosningalögum.
Tvö af fimm í landskjörstjórn þurftu að víkja vegna vanhæfis
Báðir aðalmennirnir sem Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefndi í landskjörstjórn reyndust vanhæfir til að sitja þar í komandi kosningum vegna tengsla við frambjóðendur. Er varamenn þeirra könnuðu hæfi sitt kom í ljós að þau teldust einnig vanhæf.
Kjarninn 29. apríl 2022
Icelandair heldur áfram að tapa – Tapið samtals 86 milljarðar frá byrjun árs 2018
Tap Icelandair Group á fyrsta ársfjórðungi 2021 var 65 prósent meira en það var á sama tímabili í fyrra. Gríðarlegar hækkanir á heimsmarkaðsverði á eldsneyti réðu þar miklu um en einnig hafði ómikron afbrigðið áhrif á eftirspurn.
Kjarninn 29. apríl 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Málið legið þungt á ráðherranum, fjölskyldu hans og vinum
Sigurður Ingi segist ekki ætla að ræða frekar mál er varðar rasísk ummæli sem hann viðhafði á Búnaðarþingi fyrir mánuði síðan. Hann veltir því fyrir sér hvort umfjöllun um málið snúist í raun um Framsóknarflokkinn og sveitarstjórnarkosningarnar.
Kjarninn 29. apríl 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði spurningum á opnum fundi fjárlaganefndar í morgun.
Spurði Bjarna hvort það væri samfélagslega hollt að ráðherra selji pabba sínum banka
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mætti á fund fjárlaganefndar í morgun til að svara fyrir bankasöluna. Þar var hann meðal annars spurður út í kaup föðurs síns á hlut í bankanum. Bjarni sagði að framsetning spyrjanda stæðist ekki skoðun.
Kjarninn 29. apríl 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Finnst sérfræðingarnir hafa brugðist
Innviðaráðherra segist vera svekktur út í sjálfan sig eftir Íslandsbankasöluna. Hann segir að lærdómur þeirra sem eru í pólitík sé einfaldlega sá „að fjármálamarkaðnum virðist því miður ekki vera treystandi“.
Kjarninn 29. apríl 2022
14 óformlegar ábendingar varðandi formann BHM hafa borist bandalagsins. Hluti þeirra snýr að kynbundinni áreitni.
Ábendingar um kynbundna áreitni af hendi formanns BHM borist bandalaginu
Ábendingar um kynbundna áreitni af hendi formanns BHM eru hluti af 14 óformlegum ábendingum um formann BHM sem hafa borist eftir að Friðrik Jónsson tók við sem formaður bandalagsins. Samkvæmt heimildum Kjarnans er m.a. um að ræða niðrandi ummæli um konur.
Kjarninn 29. apríl 2022
Vladimír Pútín, forseti Rússlands
Afarkostir Pútíns bera árangur
Sum af stærstu dreifingarfyrirtækjum á jarðgasi í Evrópu hafa ákveðið að mæta kröfum Rússlandsforseta og borga fyrir gasinnflutning frá landinu í rússneskum rúblum. Fyrirkomulagið sér til þess að gengi gjaldmiðilsins haldist stöðugt, þrátt fyrir þvinganir
Kjarninn 28. apríl 2022
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.
Stjórnendur Íslandsbanka segjast hlusta á gagnrýni og að verið sé að rýna reglur
Fjármálaeftirlitið rannsakar nú mögulega hagsmunaárekstra vegna þátttöku starfsmanna söluráðgjafa í lokuðu útboði á hlutum í Íslandsbanka. Alls átta starfsmenn bankans, eða aðilar þeim tengdir, tóku þátt.
Kjarninn 28. apríl 2022
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja: Fjármála- og efnahagsráðherra þegar byrjaður að axla ábyrgð
Viðskiptaráðherra telur að Bjarni Benediktsson sé þegar byrjaður að axla ábyrgð á sölunni á Íslandsbanka með því að óska eftir því að Ríkisendurskoðun skoði málið.
Kjarninn 28. apríl 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Var ólofaður og ógiftur þegar þetta átti sér stað“
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins hefur birt skjáskot á Twitter-síðu sinni þar sem hann skrifar til félaga síns þegar hann var staddur í Bangkok árið 2014: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust.“
Kjarninn 28. apríl 2022
Verðbólgan komin upp í 7,2 prósent
Enn heldur verðlag áfram að hækka, samkvæmt mælingum Hagstofu á vísitölu neysluverðs. Verðhækkanir á mat- og drykkjarvörum hafa vegið þungt síðasta mánuðinn, en flugfargjöld hafa einnig hækkað umtalsvert í verði.
Kjarninn 28. apríl 2022
Verðið á laxi hefur hækkað um tæp sex prósent á milli vikna síðustu tvo mánuðina.
Laxinn 60 prósentum dýrari eftir innrásina í Úkraínu
Verðið á ýmissi matvöru hefur tekið miklum hækkunum á alþjóðamörkuðum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í lok febrúar. Lax er þar engin undantekning, en kílóverð á fisknum hefur hækkað um tæp 60 prósent síðan þá.
Kjarninn 28. apríl 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, er formaður fjárlaganefndar.
Hugsi eftir fundinn með Bankasýslunni – „Við þurfum væntanlega að endurskoða lögin“
Formaður fjárlaganefndar segir það áhyggjuefni að Bankasýsla ríkisins hafi ekki getað aflað upplýsinga um fjárfesta sem gerðu tilboð í bréfin í Íslandsbanka og höfðu jafnvel skuldsett sig fyrir kaupum.
Kjarninn 27. apríl 2022
Kjartan Magnússon er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til borgarstjórnar.
Ekkert hefur gefið tilefni til sérstakrar skoðunar á fjármálum Reykjavíkurborgar
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokks og frambjóðandi til borgarstjórnar spurði að því á þingi hvort fjármál Reykjavíkurborgar hefðu verið tekin til sérstakrar skoðunar. Svarið sem barst er að lykiltölur í rekstri borgarinnar hafi ekki gefið tilefni til þess.
Kjarninn 27. apríl 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín: Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi til að selja ríkiseignir
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka sé „sannarlega dýrkeypt mistök fyrir íslenskt samfélag“. Ríkisstjórnin eigi eftir að svara því hvort afleiðingar mistakanna verði minni uppbygging innviða eða skattahækkanir.
Kjarninn 27. apríl 2022
Innviðaráðherra staðfestir ekki aðalskipulagsbreytingar vegna vindorkuvera
Ráðherra hefur hafnað aðalskipulagsbreytingum vegna þriggja vindorkuvera í Reykhólahreppi og Dalabyggð. Skipulagsstofnun hafði ítrekað bent sveitarfélögunum á atriði sem þyrfti að bæta úr.
Kjarninn 27. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar, sátu fyrir svörum á opnum fundi fjárlaganefndar í morgun.
Forstjóri Bankasýslunnar þáði vínflöskur, flugelda, konfekt og málsverði frá ráðgjöfum
Kjarninn spurði Bankasýsluna hvort stjórn eða starfsfólk hennar hefði þegið gjafir eða boðsferðir frá söluráðgjöfum fyrir 17 dögum síðan. Ekkert svar hefur borist þrátt fyrir ítrekun.
Kjarninn 27. apríl 2022