Kremlarborg í Moskvu
Rússneska ríkisstjórnin flokkar Ísland á meðal óvinveittra þjóða
Ísland er nú komið á lista þjóða sem ríkisstjórn Rússlands telur vera óvinveittar sér. Þetta þýðir meðal annars að íslenskir aðilar munu ekki tekið ný lán í rúblum nema að fengnu vilyrði stjórnvalda.
Kjarninn 7. mars 2022
Rússneskir bankar leita til Kína eftir að VISA og Mastercard loka á þá
Kortarisarnir Visa og MasterCard tilkynntu um helgina að þeir myndu hætta öllum viðskiptum í Rússlandi vegna yfirstandandi innrásar í Úkraínu. Vegna þessa hafa margir rússneskir bankar ákveðið að styðjast við kínversk greiðslukort.
Kjarninn 7. mars 2022
Efnahagslegar refsiaðgerðir ekki beitt vopn
Forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ segir að refsiaðgerðir vestrænna ríkja muni sennilega ekki hafa mikil áhrif á stefnu ráðamanna í Rússlandi einar og sér. Þegar fram líða stundir muni Rússar geta aðlagast aðgerðunum og fundið sér nýja markaði.
Kjarninn 7. mars 2022
Hluti frambjóðenda Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum.
Þrír borgarstjórar á lista Samfylkingar fyrir komandi kosningar – Jón Gnarr í heiðurssæti
Fimm af sex efstu á lista Samfylkingarinnar eru sitjandi borgarfulltrúar. Á meðal annarra á listanum eru formaður félags eldri borgara og fyrrverandi formaður ÖBÍ.
Kjarninn 6. mars 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Salan á Íslandsbanka „algjör hörmung“
Þingmaður Pírata telur að fjármála- og efnahagsráðherra muni sleppa „örugglega alveg við að bera nokkra ábyrgð á þessu risavaxna klúðri sem sala Íslandsbanka er búin að vera fyrir ríkissjóð“.
Kjarninn 6. mars 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sigraði í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn heldur prófkjör.
Þórdís Lóa sigraði í fyrsta prófkjöri Viðreisnar – Þórdís Jóna hafnaði í 3. sæti
Niðurstöður í fyrsta prófkjöri Viðreisnar liggja fyrir. Sitjandi borgarfulltrúar höfnuðu í tveimur efstu sætunum en Þórdís Jóna Sigurðardóttir, sem sóttist eftir að leiða flokkinn, varð í þriðja sæti.
Kjarninn 5. mars 2022
Líf vann oddvitaslaginn hjá Vinstri grænum – Stefán Pálsson verður í öðru sæti
Forvali Vinstri grænna í Reykjavík lauk í dag. Þrjár konur sóttust eftir oddvitasætinu en eini sitjandi borgarfulltrúi flokksins hélt því. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur verður í þriðja sæti á lista flokksins.
Kjarninn 5. mars 2022
Einar Þorsteinsson
Einar Þorsteinsson vill leiða lista Framsóknar í Reykjavík
Fyrrverandi fréttamaðurinn Einar Þorsteinsson er kominn undan feldi og hefur hann ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.
Kjarninn 4. mars 2022
Skuldir Ísafjarðar aukast um 17 prósent vegna nýrra reikninga á lífeyrisskuldbindingum.
Skuldir sveitarfélaga stóraukast vegna nýrra útreikninga
Lífeyrisskuldbindingar nær allra sveitarfélaga jukust töluvert í fyrra, þar sem þær voru endurmetnar með tilliti til hærri meðalaldurs lífeyrisþega. Vegna þessarar breytingar aukast meðal annars skuldir Ísafjarðarbæjar um tæpan fimmtung.
Kjarninn 4. mars 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Vill tryggja að fólk fái að mótmæla fyrir framan sendiráð án truflana lögreglu
Þingmaður Pírata gerði mótmæli fyrir framan sendiráð að umtalsefni á Alþingi í vikunni. Hún hvatti alla þingmenn til að tryggja að fólk fengi áfram að mótmæla fyrir framan sendiráð án truflana lögreglu.
Kjarninn 4. mars 2022
Áslaug Arna braut gegn lögum með því að setja Ásdísi Höllu sem ráðuneytisstjóra
Umboðsmaður Alþingis segir að lögbundnar undantekningar frá því að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti lausa til umsóknar, og að setja einhvern tímabundið í embættið á þeim grundvelli sem ráðuneytið byggði á, hafi ekki átt við.
Kjarninn 4. mars 2022
Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa vísvitandi látið stórskotahríð dynja á Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í nótt.
Evrópu allri stefnt í hættu með árás á kjarnorkuver
Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu, stærsta kjarnorkuveri Úkraínu sem og allrar Evrópu, á sitt vald. Eldur kviknaði í kjarnorkuverinu í árásinni í nótt og hafa Rússar verið sakaðir um kjarnorkuhryðjuverk.
Kjarninn 4. mars 2022
Svona mun nýtt Lækjartorg líta út.
Lækjartorg mun taka miklum breytingum
Það er einróma álit dómnefndar að tillagan sem vann hönnunarsamkeppni um Lækjartorg „uppfylli flestar áherslur samkeppnislýsingarinnar og gefi torginu og aðliggjandi gatnarýmum nýja vídd og nýtt og spennandi hlutverk í hjarta borgarinnar“.
Kjarninn 4. mars 2022
Herdís Steingrímsdóttir, hagfræðidósent við CBS, og Katrín Ólafsdóttir, hagfræðidósent við HR.
Herdís Steingrímsdóttir í peningastefnunefnd
Forsætisráðherra hefur skipað Herdísi Steingrímsdóttur í peningastefnunefnd Seðlabankans næstu fimm árin. Herdís er hagfræðidósent við Copenhagen Business School, en hún tekur sæti Katrínar Ólafsdóttur í nefndinni.
Kjarninn 4. mars 2022
Finnur Árnason stýrði smásölurisanum Högum í 15 ár.
Lagt til að Finnur Árnason verði nýr stjórnarformaður Íslandsbanka
Þrír nýir stjórnarmenn koma inn í sjö manna stjórn Íslandsbanka á komandi aðalfundi félagsins. Næsti stjórnarformaður verður að óbreyttu fyrrverandi forstjóri Haga. Til stendur að selja meira af eign ríkisins í bankanum í sumar.
Kjarninn 4. mars 2022
Landsvirkjun hyggst reisa nýja 45 MW virkjun við Skrokköldu á Sprengisandi.
Mótmæla „harðlega“ að Skrokkalda fari í nýtingarflokk
„Þessi virkjanakostur ætti að vera í verndarflokki,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar um Skrokkölduvirkjun sem áformuð er á hálendinu. Samtökin minna á mikilvægi náttúrunnar fyrir ferðaþjónustuna.
Kjarninn 4. mars 2022
Viðreisnarfólki í Reykjavík hefur fjölgað um 6-700 manns síðan ákveðið var að halda prófkjör fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt upplýsingum frá flokknum.
Viðreisnarfólki í Reykjavík fjölgaði um 6-700 í aðdraganda prófkjörs
Alls verða um 1.900 manns á kjörskránni í fyrsta prófkjöri Viðreisnar, sem hefst á morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Þórdís Jóna Sigurðardóttir bítast um efsta sætið á lista flokksins í Reykjavík.
Kjarninn 3. mars 2022
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, er á meðal þeirra sem hvatakerfið mun ná til.
Aðalfundur Icelandair Group samþykkti milljarða bónuskerfi fyrir stjórnendur
Þrátt fyrir andstöðu eins stærsta hluthafa Icelandair Group samþykkti aðalfundur félagsins að innleiða hvatakerfi fyrir lykilstarfsmenn. Félagið hefur tapað um 80 milljörðum á fjórum árum og sótt sér 33 milljarða króna í nýtt hlutafé.
Kjarninn 3. mars 2022
Flutningsmenn tillögunnar eru hlynntir laxeldi á Íslandi en telja þýðingarmikið að greinin verði ekki í eigu örfárra aðila
Þingmenn Framsóknarflokksins vilja tryggja að laxeldi verði ekki í eigu örfárra aðila
Sjö þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að takmarka samþjöppun eignarhalds á laxeldisleyfum og skoða hvort takmarka eigi eignarhald erlendra aðila á laxeldisleyfum.
Kjarninn 3. mars 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Traust til Seðlabanka Íslands hríðfellur milli ára en traust til Alþingis eykst lítillega
Traust almennings til níu stofnana dregst saman milli ára. Mest dregst það saman gagnvart Seðlabanka Íslands, alls um tíu prósentustig. Embætti forseta Íslands og heilbrigðiskerfið tapa líka töluverðu trausti en lögreglan bætir vel við sig.
Kjarninn 3. mars 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra  var til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun.
Fari best á því að tala varlega
Þingmaður Pírata spurði félags- og vinnumarkaðsráðherra hvort „hundaflaututal“ dómsmálaráðherra varðandi flóttafólk fengi að viðgangast „algjörlega óáreitt“ af stjórnarliðum. Ráðherra sagði að í svona málum færi best á því að tala varlega.
Kjarninn 3. mars 2022
Sigurður Ingi og Logi Einarsson.
Sigurður Ingi: „Staðreynd að bankarnir hlustuðu eftir því sem viðskiptaráðherrann sagði“
Innviðaráðherra og formaður Samfylkingarinnar tókust á í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun en ráðherrann var m.a. spurður hvort „yfirlýsingartillögur“ varaformanns Framsóknarflokksins frá því í febrúar hefðu verið innistæðulausar.
Kjarninn 3. mars 2022
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ásdís Halla og Sigríður Auður sækja um að verða ráðuneytisstjóri hjá Áslaugu Örnu
Á meðal þeirra átta sem sóttu um starf ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti er sú sem var sett sem ráðuneytisstjóri þar nokkrum dögum áður sem staðan var auglýst og ráðuneytisstjóri í öðru ráðuneyti.
Kjarninn 3. mars 2022
Kharkiv í Úkraínu í dag.
Úkraínumenn ofarlega í hugum þingmanna – „Slava Ukraini“
Fjölmargir þingmenn ræddu innrás Rússa í Úkraínu á Alþingi í dag. „Nú þarf að standa í lapp­irn­ar. Nú þarf að standa við stóru orð­in. Við þurfum að búa okkur undir að þetta stríð standi lengi og við þurfum að standa gegn því mjög leng­i.“
Kjarninn 2. mars 2022
Birgir Ármannsson forseti Alþingis.
Þingmenn gagnrýna fjarveru ráðherra – Forseta ekki kunnugt um að „mannfall hefði orðið í ráðherraliðinu“
„Þarf ekki bara að fækka ráðherrum og þá koma fleiri ráðherrar aftur?“ spurði einn þingmaður þegar fjarvera ráðherranna var rædd á Alþingi í dag.
Kjarninn 2. mars 2022
Bjarni Halldór Janusson er nýr aðstoðarmaður formanns Viðreisnar.
Fyrrverandi yngstur á þingi ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar
Bjarni Halldór Janusson hefur tekið til starfa sem nýr aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar.
Kjarninn 2. mars 2022
Gildi mun greiða atkvæði gegn tillögu um milljarða bónuskerfi hjá Icelandair Group
Einn stærsti hluthafi Icelandair Group telur tillögu stjórnar félagsins um uppsetningu nýs hvatakerfis, sem er ætlað að halda lykilstarfsfólki, of umfangsmikla. Hann mun kjósa gegn tillögunni.
Kjarninn 2. mars 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Framsókn ekki mælst með meira fylgi í átta ár og andar ofan í hálsmál Sjálfstæðisflokks
Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa bætt við sig fylgi frá síðustu kosningum en Framsókn er eini stjórnarflokkurinn sem mælist með aukinn stuðning.
Kjarninn 2. mars 2022
Vilhjálmur Árnason, Birgir Þórarinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Ásmundur Friðriksson þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Vilja flytja Útlendingastofnun til Reykjanesbæjar
Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að færa Útlendingastofnun. Þeir segja Reykjanesbær skammt frá og því ekki sérlega íþyngjandi fyrir starfsmenn stofnunarinnar ef hún yrði flutt þangað.
Kjarninn 2. mars 2022
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti á blaðamannafundi á sunnudag að bannfæring ákveðinna rússneskra fjölmiðla yrði á meðal aðgerða sem ESB ætlaði að grípa til.
Ritskoðun og bannfæring ekki svarið við áróðursmiðlum Rússa
Evrópusamtök blaðamanna segja að rétta leiðin til þess að mæta upplýsingafölsun og áróðri Rússa sé að styðja við sterka og sjálfstæða fjölmiðla í álfunni, fremur en að banna útsendingar rússneskra miðla eins og áformað er.
Kjarninn 2. mars 2022
Kauphöll Íslands.
Markaðsvirði skráðra félaga á Íslandi rýrnað um meira en 100 milljarða á fjórum mánuðum
Eftir miklar hækkanir á hlutabréfamörkuðum frá upphafi kórónuveirufaraldurs hafa hlutabréf sem skráð eru í Kauphöll Íslands lækkað umtalsvert í virði síðustu mánuði. Lækkun var meiri í febrúar en hún hefur verið innan mánaðar frá upphafi faraldurs.
Kjarninn 2. mars 2022
Stefán Einar Stefánsson og Gísli Freyr Valdórsson.
Stefán Einar hættir sem fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu – Gísli Freyr tekur við
Breytingar hafa orðið á stjórnendateymi Morgunblaðsins. Stefán Einar Stefánsson víkur af viðskiptadeild blaðsins og einbeitir sér að þáttastjórnun og utanaðkomandi verkefnum. Gísli Freyr Valdórsson snýr aftur í blaðamennsku.
Kjarninn 2. mars 2022
Frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta var fyrst lagt fram á þingi haustið 2019 af Halldóru Mogensen auk átta annarra þingmanna úr þing­­flokk­um P­írata, Sam­­fylk­ing­­ar, Vinstri grænna, Við­reisnar og Flokks fólks­ins.
Embætti landlæknis styður afglæpavæðingu neysluskammta en kallar eftir heildrænni stefnu
Embætti landlæknis styður frumvarp Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta en segir í umsögn sinni um breytingarnar að það sé varhugavert að stíga þetta skref án þess að móta heildarstefnu í málaflokknum.
Kjarninn 1. mars 2022
Björgvin Páll Gústavsson er best þekktur sem handboltamarkvörður, en hann hefur einnig beitt sér í málefnum barna með ADHD í skólakerfinu á undanförnum árum.
Björgvin Páll hættur við að sækjast eftir því að leiða lista Framsóknar í Reykjavík
Landsliðsmarkvörður í handbolta ætlaði að sækjast eftir því að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er nú hættur við og segir að „á leiðinni á útivöll þá þarf maður að hafa allt liðið á bakvið sig“.
Kjarninn 1. mars 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi dómsmálaráðherra á þingi í dag og sagði það „ógeðslegt að nota stríð í Úkraínu sem átyllu fyrir því að svipta fólk á flótta mannréttindum“.
Segja dómsmálaráðherra nýta innrásina í Úkraínu til að koma nýju útlendingafrumvarpi í gegn
Þingmenn Pírata segja dómsmálaráðherra nýta stríðið í Úkraínu til að „sparka flóttafólki úr landi“ og koma nýju útlendingafrumvarpi í gegn.
Kjarninn 1. mars 2022
Geta rafmyntir bjargað Pútín frá viðskiptaþvingunum?
Ólíklegt er að Rússar komist auðveldlega hjá viðskiptaþvingunum Vesturveldanna með aukinni notkun rafmynta. Hins vegar gætu þeir aukið útflutningstekjur sínar með rafmyntavinnslu og einnig aukið fjárhagslegt sjálfstæði sitt með „rafrúblu“.
Kjarninn 1. mars 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja skylda ÁTVR til að eiga samráð við sveitarfélög um staðsetningu Vínbúða
Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa lagt fram frumvarp sem myndi gera ÁTVR skylt að hafa samráð við sveitarfélög um staðarval undir nýjar Vínbúðir. ÁTVR leist mjög illa á frumvarpið þegar það var áður lagt fram árið 2019.
Kjarninn 1. mars 2022
María Rut Kristinsdóttir.
Aðstoðarmaður formanns Viðreisnar hættir og verður kynningarstýra UN Women
Aðstoðarmaður formanns Viðreisnar til fjögurra ára hefur látið af störfum og tekur við starfi kynningarstýru UN Women á Íslandi – „Elsku Þorgerður - takk fyrir allt.“
Kjarninn 1. mars 2022
Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti.
Landsvirkjun vill virkjanir í Héraðsvötnum og Skjálfanda í biðflokk
„Óafturkræfar afleiðingar“ hljótast af verndun heilla vatnasviða í kjölfar flokkunar eins virkjanakosts í verndarflokk, segir í umsögn forstjóra Landsvirkjunar um tillögu að rammaáætlun. Raforkukerfið sé fast að því „fullselt“.
Kjarninn 1. mars 2022
Fjölskylda frá Úkraínu bíður þess að komast yfir landamærin til Póllands
Hálf milljón manna hefur flúið Úkraínu
Á sama tíma og yfir 60 kílómetra löng lest af rússneskum hertrukkum nálgast Kænugarð og loftvarnaflautur eru þandar í hverri úkraínsku borginni á fætur annarri hefur hálf milljón manna flúið landið. Og sífellt fleiri leggja af stað út í óvissuna.
Kjarninn 1. mars 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja hjá Útlendingastofnun. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir málaflutning dómsmálaráðherra með öllu óboðlegan.
„Þessi málflutningur er með öllu óboðlegur“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir dómsmálaráðherra stilla hópum flóttafólks upp á móti hvorum öðrum með óboðlegum málflutningi. Forsætisráðherra segir skipta máli hvernig talað er um hópa í viðkvæmri stöðu, líkt og flóttafólk.
Kjarninn 28. febrúar 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ).
Íslensk landslið munu neita að mæta Rússum og ekki leika í Hvíta-Rússlandi
Stjórn KSÍ hefur ákveðið, vegna innrásar Rússa í Úkraínu, að íslensk landslið muni ekki mæta rússneskum andstæðingum á meðan hernaði standi. Einnig munu íslensk landslið ekki taka þátt í kappleikjum í Hvíta-Rússlandi.
Kjarninn 28. febrúar 2022
Lenya Rún Taha Karim
Alþjóðleg viðurkenning á þjóðarmorðum geti verið lykillinn að því að réttlætisferli hefjist
Þingmenn fimm flokka vilja að Alþingi viðurkenni Anfal-herferðina, sem átti sér stað á árunum 1986 til 1989, sem þjóðarmorð á Kúrdum og glæp gegn mannkyni.
Kjarninn 28. febrúar 2022
Verði tilnefning Jackson samþykkt mun hún taka sæti Stephen G. Breyer hæstaréttardómara.
Fyrsta svarta konan tilnefnd til hæstaréttar Bandaríkjanna
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Ketanji Brown Jackson sem dómara við hæstarétt Bandaríkjanna. Verði tilnefning forsetans samþykkt verður hún fyrsta svarta konan til þess að taka sæti í réttinum.
Kjarninn 28. febrúar 2022
„Þurfum að búa okkur undir breyttan heim“
Samkvæmt nýrri skýrslu sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar býr 3,3 miljarðar manna við aðstæður sem eru mjög viðkvæmar gagnvart loftslagsbreytingum og hátt hlutfall dýrategunda er sömuleiðis viðkvæmt.
Kjarninn 28. febrúar 2022
Þyrfti að grípa inn snemma til að minnka kynjahalla í háskólum
Vinnumarkaðshagfræðingur segir minni ásókn karla í háskóla geta verið vegna staðalímynda og félagslegra viðmiða. Nauðsynlegt sé að byrja á að hjálpa drengjum að ná fótfestu á fyrri stigum skólakerfisins ef jafna á hlut karla og kvenna í háskólum.
Kjarninn 28. febrúar 2022
Sprengju var varpað á olíubirgðastöð rétt utan við Kænugarð í gær.
Segja Hvít-Rússa ætla að senda hermenn inn í Úkraínu
Áform stjórnvalda í Hvíta-Rússlandi að senda hermenn inn í Úkraínu til stuðnings rússneskum hersveitum gætu sett fyrirætlanir um viðræður milli Rússa og Úkraínumanna í uppnám. „Það er fullljóst að stjórnin í Minsk er orðin framlenging af Kreml.“
Kjarninn 28. febrúar 2022
Ursula von der Leyen hefur tilkynnt um enn frekari aðgerðir Evrópusambandsins.
Evrópusambandið herðir enn takið
Lofthelgi Evrópusambandsins hefur verið lokað fyrir umferð flugvéla skráðra í Rússlandi, rússneskar áróðursfréttir verið bannaðar innan Evrópu og hefja á þvingunaraðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi.
Kjarninn 27. febrúar 2022
Aukinn kraftur er kominn í viðskipti með atvinnuhúsnæði eftir nokkra lægð á tímum faraldursins.
Aukinn áhugi á atvinnuhúsnæði aftur
Þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði hefur fækkað umtalsvert á síðustu mánuðum, samhliða minnkandi framboði á íbúðum til sölu. Á sama tíma hefur kaupsamningum um atvinnuhúsnæði fjölgað.
Kjarninn 27. febrúar 2022
Í stuttu máli er vandi SAS sá að tekjurnar eru ekki nógu miklar en kostnaður of mikill.
Stendur SAS á bjargbrúninni?
Skandinavíska flugfélagið SAS hefur ekki farið varhluta af þeim erfiðleikum sem flugfélög víða um heim hafa mætt að undanförnu. Erfiðleikarnir hjá SAS eru ekki ný bóla, og reksturinn oft staðið tæpt. Þó kannski sjaldan eins og nú.
Kjarninn 27. febrúar 2022