Miðbæjarsvæðið í Kópavogi mun umbreytast með þeim áformum sem samþykkt hafa verið í bæjarstjórn. Skiptar skoðanir eru um ágæti skipulagsins.
Ekki á döfinni að taka upp nýlega samþykkt skipulag í miðbæ Kópavogs
Skoðanakönnun sem félagið Vinir Kópavogs lét gera sýnir að svipað mörgum líst illa og vel á samþykkt skipulag í miðbæ Kópavogs. Sama könnun sýndi að 17,4 prósent íbúa gætu hugsað sér að kjósa sérframboð Vina Kópavogs í vor – og félagið skoðar nú málin.
Kjarninn 18. febrúar 2022
Mikið af verðmætasköpuninni sem átti sér stað í fyrra var vegna verðhækkunar á málmum.
Útflutningstekjur jukust um 2,6 prósent af VLF vegna verðhækkana
Verðhækkanir á áli og öðrum málmum leiddu til mikillar aukningar í útflutningsverðmætum á síðustu mánuðum. Alls námu þær 2,6 prósentum af landsframleiðslu ársins 2020.
Kjarninn 18. febrúar 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans, og Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Fjarskiptaforstjórar hækka í launum samhliða bættum rekstri
Sýn og Síminn skiluðu bæði töluverðum hagnaði af starfsemi sinni í fyrra, en hann var að miklu leyti tilkominn vegna eignasölu. Forstjórar félaganna beggja hækkuðu einnig töluvert í launum á tímabilinu.
Kjarninn 17. febrúar 2022
Viðreisn er með tvo borgarfulltrúa í dag.
Sjö frambjóðendur í fyrsta prófkjöri Viðreisnar
Framboðsfrestur í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rann út á hádegi í dag. Tvær Þórdísar vilja efsta sætið á lista og fjögur keppast um 3. sætið.
Kjarninn 17. febrúar 2022
Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands.
Miðstjórn ASÍ fer fram á rannsókn á ríkisstuðningi við fyrirtæki í faraldrinum
Miðstjórn ASÍ krefst þess að meðferð opinberra fjármuna í tengslum við stuðningsúrræði til fyrirtækja vegna áhrifa faraldursins verði rannsökuð. Dæmi séu um að fyrirtæki séu „beinlínis að greiða út arð fyrir skattfé“.
Kjarninn 17. febrúar 2022
Prófkjöri Pírata í Reykjavík lýkur þann 26. febrúar.
Píratar flykkjast í framboð í Reykjavík
Rúmlega tuttugu manns taka þátt í prófkjöri Pírata í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Núverandi oddviti sækist eftir því að leiða listann áfram, en er ekki ein um að sækjast eftir efsta sætinu.
Kjarninn 17. febrúar 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Að blaðamenn séu með réttarstöðu sakbornings er „mjög þungt skref“
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir það skipta „gríðarlega miklu máli“ í lýðræðissamfélagi að fjölmiðlar séu kjarkaðir - „ekki síst þegar kemur að því að benda á spillingu“.
Kjarninn 17. febrúar 2022
Neyslugleði ferðamanna aftur í eðlilegt horf
Hver ferðamaður sem kom til Íslands á tímum faraldursins eyddi mun meiri fjármunum hérlendis en á árunum áður, samkvæmt tölum um erlenda kortaveltu. Á síðustu mánuðum hefur neysla þeirra komist aftur í svipað horf og fyrir farsóttina.
Kjarninn 17. febrúar 2022
Landsbankinn ríður á vaðið og hækkar vexti á íbúðalánum um 0,5 prósentustig
Viðbúið var að bankar landsins myndu hækka vexti á íbúðalánum í kjölfar þess að Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentustig í síðustu viku. Það hefur nú raungerst.
Kjarninn 17. febrúar 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Þurfum að „taka til hendinni“ hvað varðar samþjöppun valds og auðmagns í kvótakerfinu
Í Verbúðinni sáum við „óþægilega gott dæmi“ um það þegar stjórnmálin og viðskiptin fara í eina sæng, segir Svandís Svavarsdóttir. „Og úr því verður kjörlendi fyrir spillingu, fyrir þróun sem að verður erfið og kemur niður á öllum almenningi.“
Kjarninn 17. febrúar 2022
Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri hefur verið ráðinn fréttastjóri RÚV.
Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins
Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri RÚV úr hópi fjögurra umsækjenda. Hann hefur verið varafréttastjóri undanfarin ár og starfandi fréttastjóri frá áramótum, eftir að Rakel Þorbergsdóttir sagði starfi sínu lausu.
Kjarninn 16. febrúar 2022
Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar eru bæði til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Hagsmunasamtök vilja verðbæta viðmiðunarupphæðir styrkja
SA og SAF segja í umsögn til þingsins að það ætti að taka tillit til verðbólgu þegar verið er að ákvarða hvort fyrirtæki geti fengið viðspyrnustyrki. Einnig vilja þau sjá styrkina gilda út apríl, óhað því hvort sóttvarnareglur falli niður á næstu dögum.
Kjarninn 16. febrúar 2022
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Vonast til að hægt verði að kynna tillögur að útfærslu flýti- og umferðargjalda fljótlega
Sextíu milljarðar af þeim 120 milljörðum sem eiga að fara í samgönguframkvæmdir innan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á næsta rúma áratug eiga að koma til vegna sérstakra gjalda á umferð. Samtal um útfærslu þessara gjalda er farið af stað.
Kjarninn 16. febrúar 2022
Hverfisfljót í Skaftárhreppi.
„Umhverfisáhrif virkjunarinnar eru mjög lítil“
Himinn og haf er á milli afstöðu minni- og meirihluta Skaftárhrepps er kemur að virkjun í Hverfisfljóti sem hefði í för með sér rask á Skaftáreldahrauni. Ýmsar stofnanir hafa gert athugasemdir við fyrirætlanirnar og spyrja: Hver er hin brýna nauðsyn?
Kjarninn 16. febrúar 2022
Stjórnvöld ákváðu fyrir áratug að fólk sem hér leitaði verndar ætti rétt á ókeypis lögfræðiþjónustu. Sinni Rauði krossinn ekki því hlutverki mun annar aðili gera það.
Öllum lögfræðingum sagt upp – Rauði krossinn telur „erfitt og jafnvel ómögulegt“ að tryggja órofna þjónustu
Margra ára þekking og reynsla gæti glatast eftir að dómsmálaráðuneytið ákvað, með stuttum fyrirvara, að framlengja ekki samning við Rauða krossinn um lögbundna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Kjarninn 16. febrúar 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
„Eins og að synda í gegnum á úr skít“
Nýkjörinn formaður Eflingar sagði í sigurræðu sinni að ástandið í kosningabaráttunni væri búið að vera galið. „En okkur tókst þetta og við erum búin að vinna sigur í þessum kosningum.“
Kjarninn 16. febrúar 2022
Áhrif flöskuhálsa í alþjóðaflutningum á verðið á innfluttum vörum hafa verið takmörkuð hérlendis.
Dregur úr flöskuhálsum í Evrópu
Vísbendingar eru um að draga muni úr flöskuhálsum í framleiðslu innan Evrópusambandsins á næstunni. Í Bandaríkjunum gætir þó enn töluverðra vandræða í framboðskeðjunni, en samkvæmt markaðsaðilum gætu þau varað fram á mitt ár.
Kjarninn 16. febrúar 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna vann – Verður formaður Eflingar á ný
Þrír listar voru í framboði til stjórnar Eflingar í kosningum sem lauk í dag. Baráttulistinn, leiddur af fyrrverandi fomanninum Sólveigu Önnu Jónsdóttur, vann.
Kjarninn 15. febrúar 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: „Eru fjölmiðlamenn of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu?“
Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fréttaflutning RÚV, segir umfjöllun um rannsókn á störfum blaðamanna vera á forsendum þeirra sjálfra og spyr hvort það megi „gera þá kröfu að allir séu jafnir fyrir fjölmiðlunum líka?“
Kjarninn 15. febrúar 2022
Teitur Björn Einarsson, nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar.
Teitur Björn nýr aðstoðarmaður Jóns
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ráðið Teit Björn Einarsson, lögfræðing og varaþingmann Sjálfstæðisflokksins, sem nýjan aðstoðarmann.
Kjarninn 15. febrúar 2022
Efri röð: Hanna Katrín, Helga Vala og Þórhildur Sunna. Neðri röð: Björn Leví, Sigmar og Jóhann Páll.
„Hér skautar lögreglustjórinn fyrir norðan á afar þunnum ís“
Þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka hafa gagnrýnt lögregluna á Norðurlandi á samfélagsmiðlum síðasta sólarhring vegna yfirheyrsla yfir blaðamönnum.
Kjarninn 15. febrúar 2022
Þessi mynd sýnir mismunandi áfanga Borgarlínu og þau þróunarsvæði í Reykjavík og Kópavogi sem eru undir í framkvæmdum á næstu árum.
Svör ekki komin fram um hvernig tryggt verði að það „lokist ekki á allt hjá okkur“
Það verður nóg um að vera í samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin. Vegagerðin vinnur nú að greiningum á því hvernig allir ferðamátar eigi að komast leiðar sinnar á framkvæmdatímanum, en hefur engin góð svör við því sem stendur.
Kjarninn 15. febrúar 2022
Félag fréttamanna, stéttarfélag fréttamanna á RÚV, lýsir áhyggjum og undrun yfir því að fjórir blaða- og fréttamenn skuli hafa réttarstöðu grunaðra fyrir það eitt að sinna störfum sínum.
Lýsa yfir áhyggjum og undrun yfir því að blaða- og fréttamenn fái stöðu sakborninga vegna starfa sinna
Félag fréttamanna lýsir yfir stuðningi við fjóra blaðamenn sem hafa fengið stöðu sak­born­ings við rann­sókn lög­regl­unnar á Norð­ur­landi fyrir að hafa skrifað fréttir um „skæru­liða­deild Sam­herja“ upp úr sam­skipta­gögn­um.
Kjarninn 15. febrúar 2022
Höfuðstöðvar DNB í Osló, Noregi.
Mikill hagnaður hjá norsku bönkunum í fyrra
Líkt og íslensku bankarnir skiluðu norskir bankar miklum hagnaði af starfsemi sinni í fyrra. Búist er við áframhaldandi hagnaði samhliða hærri vöxtum.
Kjarninn 15. febrúar 2022
Birgitte Nyborg tekst á við stór verkefni í nýjustu þáttaröðinni af Borgen.
Komdu fagnandi, Birgitte Nyborg!
Hún er mætt aftur, hin metnaðarfulla og sjarmerandi stjórnmálakona Birgitte Nyborg í fjórðu þáttaröðinni af Borgen. Nú er það Grænland sem er í brennidepli og baráttan um norðurslóðir.
Kjarninn 14. febrúar 2022
Blaðamenn með stöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir um „skæruliðadeild Samherja“
Lögreglan á Norðurlandi hefur boðað að minnsta kosti þrjá blaðamenn í yfirheyrslu fyrir meint brot á lögum um friðhelgi einkalífsins.
Kjarninn 14. febrúar 2022
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Vill samvinnu á vinnumarkaði til að viðhalda verðstöðugleika
Gylfi Zoega segir COVID-kreppunni nú vera lokið, en að helsta markmið hagstjórnar væri nú að halda verðbólgunni í skefjum. Til þess segir hann að gott samspil þurfi á milli Seðlabankans, ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins.
Kjarninn 14. febrúar 2022
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra gagnrýnir skipan Hæstaréttar í makrílmálum
Jón Bjarnason segir það „kyndugt“ að fyrrverandi ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu hafi fengið að sitja sem dómari í Hæstarétti í málum sem vörðuðu kröfur útgerða um skaðabætur vegna fyrirkomulags makrílúthlutunar sem Jón sjálfur kom á.
Kjarninn 14. febrúar 2022
Ný lagagrein „skref í átt að lögregluríki“
Með nýrri grein í frumvarpi að útlendingalögum um að hægt sé að skylda útlendinga í læknisrannsókn er „verið að nota heilbrigðisstarfsfólk í pólitískum tilgangi til að brjóta mannréttindi jaðarsetts hóps,“ segir hjúkrunarfræðingur og aðjúnkt.
Kjarninn 14. febrúar 2022
Kauphöllin eldrauð – evrópskir fjárfestar óttast innrás
Nær öll skráðu félögin í Kauphöllinni lækkuðu í verði skömmu eftir opnun markaða í morgun. Hlutabréfaverð í Evrópu og Asíu hefur einnig hrunið eftir því sem óttinn um innrás Rússa í Úkraínu hefur aukist og olíuverð hefur hækkað.
Kjarninn 14. febrúar 2022
Félög sem á almannaheillaskrá Skattsins hafa rétt á frádrætti frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga, allt að 350 þúsund krónum á ári.
216 félög á almannaheillaskrá Skattsins – Tæplega 80 umsóknir bíða samþykktar
Tæplega 300 félög hafa sótt um að komast á almannaheillaskrá Skattsins frá því að opnað var fyrir skráningu í nóvember. Félög á almannaheillaskrá eiga rétt á frádrætti á skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga, allt að 350 þúsund krónum á ári.
Kjarninn 14. febrúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiðir lista Samfylkingingarinnar í Reykjavík áfram í sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann gaf einn kost á sér í fyrsta sætið. Sitjandi borgarfulltrúar verma sex af átta efstu sætunum.
Einn nýliði á lista yfir sex efstu í flokksvali Samfylkingarinnar
Guðný Maja Riba náði sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Skúli Þór Helgason hlaut þriðja sætið og Sabine Leskopf fjórða, en engin barátta var um efstu tvö sætin.
Kjarninn 13. febrúar 2022
Vill skattleggja ofurhagnað sjávarútvegs og banka og segist hafa stuðning Framsóknar
Varaformaður Framsóknarflokks og ráðherra í ríkisstjórn Íslands vill leggja hvalrekaskatt á þá sem skila ofsagróða og nefnir sérstaklega banka og sjávarútveg. Hún segir allan þingflokk Framsóknar styðja nálgun hennar.
Kjarninn 13. febrúar 2022
Thomas Möller
„Yfirbygging okkar litla lands er orðin allt of stór“
Thomas Möller spurði á þingi hvort Íslendingar myndu byrja með því að setja á stofn 180 ríkisstofnanir og 40 ríkisfyrirtæki, 700 ráð og nefndir til að halda kerfinu gangandi ef lýðveldið yrði stofnað í dag.
Kjarninn 13. febrúar 2022
Guðmundur Árni Stefánsson.
Guðmundur Árni leiðir hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði
29 árum eftir að hann hætti sem bæjarstjóri í Hafnarfirði mun Guðmundur Árni Stefánsson leiða lista Samfylkingarinnar í sveitarfélaginu í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann tók síðast virkan þátt í pólitík árið 2005.
Kjarninn 12. febrúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Andrés Ingi: Elsku Noregur, hættu þessu rugli!
Þingmaður Pírata segir að vegna Noregs þurfi Ísland að banna olíuleit innan íslenskrar lögsögu. „Það er vegna Noregs og annarra slíkra ríkja sem við þurfum að ganga í alþjóðlegt samband ríkja sem hafa snúið baki við olíu- og gasleit.“
Kjarninn 12. febrúar 2022
Vinnuveitendur hafa borgað 39 milljarða af húsnæðislánum þeirra sem nýta séreign
Alls hefur um fimmtungur þjóðarinnar nýtt sér úrræði til að greiða niður húsnæðislán skattfrjálst um 110 milljarða króna með ráðstöfun séreignarsparnaðar. Framlag vinnuveitenda er um 35 prósent af þeirri upphæð.
Kjarninn 12. febrúar 2022
Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Litla-Sandfell mun hverfa
„Við efnistökuna mun ásýnd fellsins óhjákvæmilega breytast og að lokum mun fjallið hverfa,“ segir í matsáætlun Eden Mining um áformaða efnistöku úr Litla-Sandfelli í Þrengslum í Ölfusi. Stærstur hluti fjallsins yrði fluttur úr landi.
Kjarninn 12. febrúar 2022
Langt er síðan könnun hefur birst um fylgi flokkanna í Reykjavíkurborg. Sú sem birt var í kvöld sýnir töluverðar sviptingar.
Sjálfstæðisflokkur myndi tapa tveimur borgarfulltrúum samkvæmt nýrri könnun
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík myndi Sjálfstæðisflokkurinn missa tvo borgarfulltrúa og einungis fá tæplega 22 prósent atkvæða. Píratar myndu bæta við sig tveimur fulltrúum samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 11. febrúar 2022
Reykjavíkurborg kaupir fasteignir Nýju sendibílastöðvarinnar á lóðinni við Knarrarvog 2, sem hér er merkt í gulu, á næstum hálfan milljarð, undir legu Borgarlínu.
Borgin borgar hátt í hálfan milljarð til að koma Borgarlínu í gegnum Knarrarvog
Reykjavíkurborg ætlar að greiða 460 milljónir fyrir fasteignir fyrirtækis við Knarrarvog 2, fyrir tengingu Borgarlínu í gegnum Vogahverfið. Borgin er einnig að semja við Barnavinafélagið Sumargjöf um landskika undir Borgarlínu handan Sæbrautar.
Kjarninn 11. febrúar 2022
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga er þriðja stærsta félagið innan vébanda Bandalags háskólamanna.
Ólga í Rúgbrauðsgerðinni
Allir þrír starfsmennirnir á skrifstofu Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga hafa sagt upp störfum hjá félaginu. Varaformaður stjórnarinnar tilkynnti í yfirlýsingu í dag að hún væri hætt í stjórninni vegna samstarfsörðugleika innan hennar.
Kjarninn 11. febrúar 2022
Útibú Arion banka á Kirkjubæjarklaustri er eina bankaútibúið á svæðinu.
Arion lokar útibúi – tugir kílómetra í næsta banka
Útibúi Arion banka á Kirkjubæjarklaustri verður að óbreyttu lokað eftir nokkra daga. Um eina bankann á svæðinu er að ræða og eftir lokunina mun fólk þurfa að fara til Hafnar eða Víkur til að komast í banka.
Kjarninn 11. febrúar 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Vill selja hluta Íslandsbanka til hæfra fjárfesta
Fjármálaráðherra segir allt benda til þess að ásættanleg skilyrði séu fyrir frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka miðað við núverandi markaðsaðstæður. Samkvæmt Bankasýslu ríkisins ætti næsti söluáfanginn að vera í útboði til hæfra fjárfesta.
Kjarninn 11. febrúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra
Sóttkví og skólareglugerð afnumin
Sóttkví hefur verið afnumin. Skólareglugerð í grunn- og framhaldsskólum fellur niður á miðnætti og fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 200. Veitinga- og skemmtistaðir mega hafa opið til miðnætti.
Kjarninn 11. febrúar 2022
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Segir stöðuna á BUGL óásættanlega
Mennta- og barnamálaráðherra segir að biðtíminn á barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) sé algjörlega óásættanlegur. Þingmaður Pírata spurði ráðherrann á þingi hvænær farsældarlögin færu að skila árangri.
Kjarninn 11. febrúar 2022
Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar er formaður samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.
Vilja að talað sé um Borgarlínu í loftslagsáætlun höfuðborgarsvæðisins
Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í samgöngu- og skipulagsráði vísuðu skýrsludrögum um loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið á ný til umsagnar – og vilja að talað sé um Borgarlínu og þéttingu byggðar í aðgerðaáætlun skýrslunnar.
Kjarninn 11. febrúar 2022
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Greiðslur til allra bankastjóra stærstu bankanna jukust í fyrra
Bankastjóri Íslandsbanka fékk sérstaka yfirvinnugreiðslu vegna undirbúnings fyrir skráningu á markað. Bankastjóri Arion banka fékk myndarlega bónusgreiðslu. Bankastjóri Landsbankans fékk hefðbundna launahækkun.
Kjarninn 11. febrúar 2022
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi.
Methagnaður hjá N1, Krónunni og ELKO
Smásölu- og orkufyrirtækin sem eru í eigu Festi skiluðu bestu rekstrarniðurstöðum sínum frá upphafi í fyrra. Á meðal ástæðna þess voru auknar tekjur frá N1 rafmagni.
Kjarninn 10. febrúar 2022
Einar Þorsteinsson.
Einar Þorsteinsson íhugar framboð fyrir Framsókn í Reykjavík
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík ætlar að stilla upp á lista fyrir komandi kosningar. Fyrrverandi stjórnandi Kastljóss á RÚV liggur undir feldi og íhugar að fara fram fyrir flokkinn.
Kjarninn 10. febrúar 2022
Icelandair vill koma upp milljarða bónuskerfi fyrir lykilstarfsmenn svo þeir fari ekki annað
Samkvæmt tillögu sem lögð verður fyrir aðalfund Icelandair Group á hópur lykilstarfsmanna að geta fengið hlutabréf í kaupauka á næstu árum. Núverandi virði þeirra hluta sem á að gefa út er um tveir milljarðar króna.
Kjarninn 10. febrúar 2022