Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
„Þetta er mál sem við hefðum kannski þurft að hafa augun meira á“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var spurður á þingi í dag m.a. hverjar hugmyndir hans væru um virka samkeppni þegar stjórnvöld flyttu þúsundir viðskiptavina til eins fyrirtækis á samkeppnismarkaði.
Kjarninn 3. febrúar 2022
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Bankastjóri Landsbankans með 4,5 milljónir á mánuði í laun og mótframlag í lífeyrissjóð
Greiðslur til bankastjóra og formanns bankaráðs Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins, hækkuðu á milli ára. Bankinn skilaði 28,9 milljarða króna hagnaði á síðasta ári og ætlar að greiða eiganda sínum að minnsta kosti 14,4 milljarða króna í arð.
Kjarninn 3. febrúar 2022
Dregur framboðið til baka – „Unnið að því leynt og ljóst að safna glóðum elds að höfði mér úr mínu einkalífi“
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að draga framboð sitt til formennsku í SÁÁ til baka. Hún og Kári Stefánsson segja sig jafnframt úr aðalstjórn samtakanna.
Kjarninn 3. febrúar 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson.
Sólveig og Viðar telja sótt að sér með ósannindum í vinnustaðaúttekt hjá Eflingu
Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Eflingar, fengu ófagra umsögn í vinnustaðaúttekt hjá stéttarfélaginu. Viðar hafnar ásökunum um kvenfyrirlitningu og einelti, sem á hann eru bornar.
Kjarninn 3. febrúar 2022
Höfuðstöðvar Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 29 milljarða og ætlar að greiða 14,4 milljarða í arð
Þóknanatekjur Landsbankans jukust um 25 prósent milli ára og vaxtamunur hans var 2,3 prósent í fyrra. Kostnaðarhlutfall hans var 43,2 prósent á síðasta ári og bankinn náði markmiði sínu um arðsemi eigin fjár, sem var að hún yrði yfir tíu prósent.
Kjarninn 3. febrúar 2022
Skrifstofa Alþingis birti í gær minnisblað um álitaefni vegna skipunar Skúla Eggerts Þórðarsonar fv. ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra.
Ekkert í lögum girði fyrir flutning embættismanna á milli greina ríkisvaldsins
Skrifstofa Alþingis segir ekkert í lögum girða fyrir flutning ríkisendurskoðanda í stöðu ráðuneytisstjóra. Ekki er tekin þó afstaða til þess hvort heppilegt sé að flytja embættismann sem kjörinn er af þinginu í embætti sem heyri undir ráðherra.
Kjarninn 3. febrúar 2022
Björgvin Páll Gústafsson er best þekktur sem handboltamarkvörður, en hann hefur einnig beitt sér í málefnum barna með ADHD í skólakerfinu á undanförnum árum.
Björgvin Páll gefur til kynna að hann íhugi framboð fyrir Framsókn í Reykjavík
Landsliðsmarkvörður í handbolta viðrar framboð til borgarstjórnar í Reykjavík í dag og segir að „X við B fyrir Björgvin og börnin“ hljómi vel.
Kjarninn 3. febrúar 2022
Landsbankinn og Íslandsbanki spá 75 punkta hækkun
Greiningardeildir tveggja stærstu viðskiptabanka landsins búast báðar við mikilli vaxtahækkun í næstu viku vegna mikillar verðbólgu, breyttra væntinga og viðspyrnu í efnahagslífinu.
Kjarninn 3. febrúar 2022
Að setja Miklubraut í stokk á að skapa pláss undir nýja byggð á svæðinu. Þessi mynd úr tillögu Yrkis arkitekta o.fl. sýnir „nýja Snorrabraut“.
Allir séu að leggjast á eitt til að Miklubrautarstokkur verði tilbúinn 2025-26
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær val á tillögum til að vinna áfram með varðandi stokka undir bæði Miklubraut og Sæbraut. Borgarstjóri boðar að Miklubrautarstokkur gæti verið tekinn í notkun ekki síðar en 2025-2026.
Kjarninn 3. febrúar 2022
Ánægja með áramótaskaupið ekki mælst minni síðan 2014
Kjósendum Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Sósíalistaflokks fannst skaupið minnst fyndið en kjósendur Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata hlógu mest. Ánægja með skaupið hrundi milli ára úr 85 í 45 prósent.
Kjarninn 3. febrúar 2022
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Útvegsbændur“ virki saman skóg
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að nú sé tilvalið tækifæri fyrir tímamótasamvinnu útgerðar og bænda.
Kjarninn 2. febrúar 2022
Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.
Vill afnema húsnæðisliðinn úr vísitölunni
Þingmaður Framsóknarflokksins segir að verðtrygging sé ekki óklífanlegt fjall. „Við getum nefnilega haft áhrif á gang mála. Það er nauðsynlegt að endurmeta forsendur og útreikninga verðbólgu og verðtryggingar,“ sagði hún að þingi í dag.
Kjarninn 2. febrúar 2022
Heimilin enn viðkvæm fyrir óvæntri verðbólgu og vaxtahækkunum
Þrátt fyrir að verðtryggðum lánum hafi fækkað á undanförnum árum hafa óvænt verðbólguskot enn töluverð áhrif á skuldastöðu heimila, sérstaklega ef þeim fylgja vaxtahækkanir.
Kjarninn 2. febrúar 2022
Bólusetning barna fimm ára og yngri gæti hafist í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði.
Sækja um leyfi fyrir bóluefni fyrir börn á aldrinum sex mánaða til fimm ára
Pfizer og BioNTech hafa sótt um leyfi fyrir bóluefni fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til fimm ára gegn COVID-19.
Kjarninn 2. febrúar 2022
Heiðar og Þórir á meðal umsækjenda um starf fréttastjóra RÚV
Fjórir sóttu um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins, allt karlar. Fimm sóttu um starf dagskrárstjóra RÚV
Kjarninn 2. febrúar 2022
„Ég tel að góðar vonir séu til þess að við munum ná í mark í þessari baráttu og í þessu langhlaupi í síðari hluta mars og jafnvel fyrr ef ekkert óvænt kemur upp á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir telur ástæðu til að aflétta takmörkunum hraðar
Sóttvarnalæknir segir stjórnvöld gera sitt besta til að aflétta sóttvarnatakmörkunum í öruggum skrefum og vonar að hægt verði að aflétta hraðar en kynnt var í síðustu viku.
Kjarninn 2. febrúar 2022
Stjórnarsáttmálinn var kynntur 30. nóvember síðastliðinn.
Ríkisstjórnin getur ekki svarað því hvað felst í loforði sem sett er fram í stjórnarsáttmála
Í stjórnarsáttmálanum segir að skattmatsreglur verði endurskoðaðar til að koma í „veg fyrir óeðlilega og óheilbrigða hvata til stofnunar einkahlutafélaga“. Hvorki forsætis- né fjármála- og efnahagsráðuneytið geta svarað því hvað þetta þýðir.
Kjarninn 2. febrúar 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
„Tveggja milljarða kapallinn“ snúist um að fjárfesta í Framsókn
Þingmaður Viðreisnar bar saman kostnað við fjölgun ráðuneyta við kostnað þess að reisa nýjan íþróttaleikvang á þingi í gær. Hún sagði m.a. að „tveggja milljarða kapallinn“ snerist ekki um að fjárfesta í fólki heldur að fjárfesta í Framsókn.
Kjarninn 2. febrúar 2022
Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks endurnýjaði hjúskaparheitin eftir síðustu kosningar.
Allir stjórnarflokkarnir tapað fylgi frá síðustu kosningum en mælast með meirihluta
Stjórnarandstaðan sem heild hefur bætt við sig fylgi frá síðustu kosningum. Þar munar mestu um aukningu á stuðningi við Pírata en Miðflokkurinn hefur tapað fylgi. Vinstri græn mælast nú fimmti stærsti flokkur landsins.
Kjarninn 2. febrúar 2022
Runólfur Pálsson.
Runólfur Pálsson skipaður nýr forstjóri Landspítala
Heilbrigðisráðherra hefur skipað nýjan forstjóra Landspítalans til næstu fimm ára. Nýi forstjórinn tekur við starfinu 1. mars næstkomandi.
Kjarninn 1. febrúar 2022
Skúli Magnússon er Umboðsmaður Alþingis.
Umboðsmaður krefur tvo ráðherra svara um ráðuneytisstjóraráðningar
Umboðsmaður Alþingis sendi í dag bréf á ráðherrana Lilju Alfreðsdóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og óskaði eftir skýringum á skipan og setningu þeirra á æðstu embættismönnum nýrra ráðuneyta.
Kjarninn 1. febrúar 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Óboðlegt að láta eins og forseti Alþingis hafi „húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda“
„Hér hefur verið sett hættulegt fordæmi og bara ég mótmæli þessu,“ sagði þingmaður Samfylkingar á þingi í dag þegar hann ræddi skipan ráðuneytisstjóra í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur.
Kjarninn 1. febrúar 2022
Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins.
Ríkisstjórnin beri ábyrgð og geti ekki firrt sig henni
Flokkur fólksins krefst þess að ríkisstjórnin verji heimilin gegn hækkandi húsnæðiskostnaði og beiti eigendavaldi sínu á bankana – að hún grípi inn í „þessa oftöku af varnarlausum heimilum landsins sem ekki er með nokkru móti hægt að réttlæta“.
Kjarninn 1. febrúar 2022
Kísilverið í Helguvík er í eigu Stakksbergs, dótturfélags Arion banka.
Kísilverið „timburmenn sem þarf að hrista úr kerfinu“
Stóriðjudraumar síðustu ára í Helguvík hafa kostað Reykjanesbæ um 10 milljarða. Allir hafa þeir runnið út í sandinn. „Og samfélaginu blæðir,“ segir formaður bæjarráðs. Þingmaður Pírata segir kísilver í Helguvík „dreggjar“ stóriðjustefnunnar.
Kjarninn 1. febrúar 2022
Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017.
„Raunverulega ekki boðlegur kostur“ að flytja kísilverið
Fulltrúar Arion banka segja það að flytja kísilverið úr Helguvík yrði „svo óskaplegt“ að það sé „raunverulega ekki efnahagslega boðlegur kostur“. Þeir segja „engar gulrætur frá ríkinu“ fylgja sölunni.
Kjarninn 1. febrúar 2022
Engin leit að olíu er stunduð við Ísland í dag.
Kynna áform um bann við leit og vinnslu olíu við Ísland
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um niðurfellingu laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. Markmiðið er að tryggja að ekki fari fram olíuleit eða vinnsla í íslenskri efnahagslögsögu.
Kjarninn 1. febrúar 2022
Umsóknum um alþjóðlega vernd fjölgaði um 33 prósent milli ára
Heimsfaraldur COVID-19 hafði töluverð áhrif á umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi en þeim fer fjölgandi á ný. Til stendur að legggja fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum í fjórða sinn.
Kjarninn 1. febrúar 2022
Marta Guðjónsdóttir.
Marta íhugar að berjast við Hildi um fyrsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum
Sitjandi borgarfulltrúi íhugar að sækjast eftir oddvitasætinu hjá Sjálfstæðisflokknum í höfuðborginni. Hún myndi þá etja kappi við Hildi Björnsdóttur um sætið. Enn er ójóst hvernig valið verður á lista hjá flokknum en það skýrist væntanlega í lok viku.
Kjarninn 1. febrúar 2022
Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
„Yfirsýnin greinilega engin og ráðherrar þekkja illa sín málefnasvið“
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði á þingi í dag að hún hefði fullan skilning á því að það tæki ráðherra tíma að setja sig inn í embætti en það væri óheppilegt þegar þeir væru beinlínis að leggja fram frumvörp sem ekki eru á þeirra málefnasviði.
Kjarninn 31. janúar 2022
Ásdís Halla tímabundið sett ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur sett Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til næstu þriggja mánaða.
Kjarninn 31. janúar 2022
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins.
Hefur séð „líkmenn í jarðarför glaðlegri“ en ráðherra Sjálfstæðisflokksins
Þingmaður Miðflokksins telur misvísandi skilaboð hafa borist frá Sjálfstæðisflokknum varðandi sóttvarnaaðgerðir – annars vegar þau sem koma með beinum hætti frá ríkisstjórninni og hins vegar hvernig ráðherrar flokksins tjá sig þess utan.
Kjarninn 31. janúar 2022
Yfirlitsmynd af Laugardalnum úr umfjöllun starfshópsins. Hér tákna fjólubláir reitir hugmyndir að húsum.
Laugardalurinn sem bíllaust íþrótta- og útivistarsvæði?
Starfshópur um skipulags- og mannvirkjamál í Laugardal hefur skilað af sér tillögum og hugmyndum að framtíðarskipulagi fyrir Laugardalinn. Þar er því velt upp hvort koma megi í veg fyrir gegnumakstur um Engjaveg og fækka lítið notuðum bílastæðum.
Kjarninn 31. janúar 2022
Hlutabréf gætu orðið fyrir nokkrum skelli í ár, verði boðaðar vaxtahækkanir seðlabanka víða um heim að veruleika.
Fjárfestar búa sig undir vaxtahækkanir
Búist er við lægðum á hlutabréfamörkuðum eftir því sem seðlabankar víða um heim munu líklega hækka stýrivexti sína á næstu vikum. Norski olíusjóðurinn hvatti einkafjárfesta til að halda í bréfin sín, þrátt fyrir miklar verðsveiflur.
Kjarninn 31. janúar 2022
Efnahagslegar áhyggjur vegna COVID-19 hafa aldrei verið meiri samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Efnahagslegar áhyggjur vegna faraldursins aldrei meiri en ótti við að smitast minnkar
Efnahagslegar áhyggjur vegna áhrifa COVID-19 hafa aldrei verið meiri og færri treysta ríkisstjórninni til að takast á við efnahagsleg áhrif faraldursins. Á sama tíma óttast færri að smitast af veirunni.
Kjarninn 31. janúar 2022
Þóra Kristín býður sig fram til formennsku í SÁÁ
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í SÁÁ. Hún segir að þegar upp koma erfið mál innan samtakanna eða á sjúkrastofnunum þeirra verði alltaf að taka stöðu með þolendum ofbeldis.
Kjarninn 31. janúar 2022
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Segir rangt að telja aldraða vera byrði á samfélaginu
Búast má við að kostnaður hins opinbera vegna lífeyris muni lækka á næstu áratugum, þar sem lífeyrisþegar muni fá meira greitt í eftirlaun. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir þetta sýna að aldraðir séu ekki byrði á samfélagið þegar allt er skoðað.
Kjarninn 31. janúar 2022
Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar.
Sveitarstjórnarfólk fái skammirnar fyrir það sem er á forræði ríkisins
Þingmaður Viðreisnar segir að sveitarfélaganna bíði veruleg fjárfesting í innviðum og því sé brýnt að endurskoðun á tekjustofnum þeirra gangi bæði hratt og vel fyrir sig.
Kjarninn 30. janúar 2022
Kórónuveirufaraldurinn skilaði Íslendingum aftur heim
Tvö ár í röð hafa fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt heim en burt frá landinu. Fjöldi þeirra sem það gerðu hefur ekki verið meiri síðan á níunda áratugnum. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 33 þúsund á rúmum áratug.
Kjarninn 30. janúar 2022
Ásdís Kristjánsdóttir.
Ásdís vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir ætlar að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Kópavogi.
Kjarninn 30. janúar 2022
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar
Stjórnvöld hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að koma ekki í veg fyrir brot á starfsmönnum
Þingmaður Samfylkingarinnar gerði nýlega niðurstöðu Félagsdóms í ágreiningi Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins að umtalsefni á þinginu í vikunni. Forsætisráðherra sagði að dómurinn yrði tekinn alvarlega.
Kjarninn 29. janúar 2022
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Eigendur kísilvers greiði til baka ríkisstyrki áður en þeir fjárfesti í mengandi verksmiðju
Birgir Þórarinsson gerði hugmyndir eigenda kísilversins á Bakka um kaup á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík að umtalsefni á Alþingi í vikunni.
Kjarninn 29. janúar 2022
Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi og ritari stjórnar Eflingar.
Dregur sig úr framboði vegna ásakana um kynferðisofbeldi
Vararborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi í stjórn Eflingar hefur ákveðið að segja sig frá allri þátttöku í stjórnmálum og félagsstörfum, þar sem bornar hafa verið á hann ásakanir um kynferðisofbeldi.
Kjarninn 29. janúar 2022
Munur á afstöðu til umræðu um #Metoo eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk styður
Konur, ungt fólk og háskólamenntaðir eru mun jákvæðari í garð umræðunnar um #Metoo en karlar, eldra fólk og þeir sem hafa mest lokið grunnskólaprófi. Heilt yfir hefur jákvæðnin þó dregist saman síðan 2018.
Kjarninn 29. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var hlynntur því síðasta haust að leyfa ætti kórónuveirunni að ganga án sóttvarnatakmarkana. Þáverandi heilbrigðismálaráðherra var alfarið á móti því á þeim tíma.
Willum var hlynntur því að leyfa veirunni að ganga án sóttvarnatakmarkanna síðasta haust
Viðhorf fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherra um að leyfa kórónuveirunni að ganga án sóttvarnatakmarkana eru mjög ólík. Samkvæmt kosningaprófi RÚV síðastliðið haust var Svandís mótfallin því en Willum var 89 prósent sammála fullyrðingunni.
Kjarninn 28. janúar 2022
Hege Haukeland Liadal, fyrrum þingmaður norska Verkamannaflokksins, við dómsuppkvaðninguna í morgun.
Fyrrum þingmaður í fangelsi í Noregi vegna fjárdráttar
Þingrétturinn í Osló dæmdi fyrrum þingmann norska Verkamannaflokksins í sjö mánaða fangelsi í dag, þar sem upp komst að hún hafði falsað reikninga til að fá endurgreiddan ferðakostnað frá þinginu.
Kjarninn 28. janúar 2022
Verð á rafmagni tók kipp í mánuðinum.
Rafmagn og bensín hækka í verði
Verðbólga mælist nú í hæstu hæðum, en hana má að mestu leyti skýra með miklum verðhækkunum á fasteignamarkaði.Hins vegar hefur verðið á bensíni og rafmagni einnig hækkað hratt á síðustu mánuðum.
Kjarninn 28. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Öllum sóttvarnaráðstöfunum aflétt á næstu sex til átta vikum
Öllum sóttvarnaráðstöfunum verður aflétt á næstu sex til átta vikum samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda vegna COVID-19. Forsætisráðherra segir að ef allt gengur eftir megi ekki aðeins búast við hækkandi sól í mars heldur einnig eðlilegu samfélagi.
Kjarninn 28. janúar 2022
Fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins tekur við starfi forstjóra Torgs
Jón Þórisson, sem var ritstjóri Fréttablaðsins um skeið og á lítinn hlut í útgáfufélagi þess, er snúinn aftur til starfa hjá félaginu, nú sem forstjóri. Fráfarandi forstjóri sagði upp í nóvember.
Kjarninn 28. janúar 2022
Sólveig Anna: „Starfsfólk skrifstofunnar vinnur fyrir félagsfólkið, ekki öfugt“
Sólveig Anna Jónsdóttir, sem býður sig aftur fram til formanns Eflingar, segir að miðað við stemninguna og þær áherslur sem Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi kynnt telji hún að það „verði mjög mikil þörf á ríkri samstöðu verkafólks“.
Kjarninn 28. janúar 2022
Stjórnarflokkarnir bættu samanlagt við sig fylgi í síðustu kosningum þar sem Framsókn vann kosningasigur. Hinir tveir flokkarnir töpuðu fylgi milli kosninga en stjórnarsamstarfið var endurnýjað.
Stjórnarflokkarnir tapa samanlögðu fylgi og mælast í vandræðum í Reykjavík
Þeir sem eru með háskólamenntun eru líklegri til að kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn en þeir sem eru með grunnskólamenntun. Flokkarnir sem sitja saman í meirihluta í Reykjavík njóta samanlagt meiri stuðnings þar en á nokkru öðru landsvæði.
Kjarninn 27. janúar 2022