Það var ekki ástæða fyrir íslenska eigendur erlendra hlutabréfa að grípa oft um ennið á árinu 2020.
186 íslenskar fjölskyldur fengu 8,4 milljarða í arð vegna erlendra hlutabréfa
Innlend hlutabréfaeign jókst á árinu 2020 en arðgreiðslur vegna hennar drógust saman og söluhagnaður sömuleiðis líka. Ástæður þess má leita í kórónuveirufaraldrinum. Þær fáu íslensku fjölskyldur sem áttu erlend hlutabréf tóku hins vegar út mikinn arð.
Kjarninn 12. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir öll rök hníga að því að bólusetning barna sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi.
Bólusetning barna nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi að mati sóttvarnalæknis
Öll rök hníga að því að bólusetning barna sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi að sögn sóttvarnalæknis. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni á spítala með COVID-19. Sóttvarnalæknir mun mögulega leggja til harðari aðgerðir á næstu dögum.
Kjarninn 12. janúar 2022
Tímasetning frá bólusetningu að sýkingu gæti skipt sköpum
Ný rannsókn bendir til þess að lengri tími milli bólusetningar og sýkingar af völdum kórónuveirunnar sé betri en styttri.
Kjarninn 12. janúar 2022
Guðbrandur Einarsson er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Óttast „verulegan ófrið“ verði kísilver Arion banka ræst að nýju
„Íbúar í Reykjanesbæ munu aldrei sættast á að rekstur þessarar verksmiðju fari í gang aftur og ég óttast að verulegur ófriður verði nái þetta fram að ganga,“ segir forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um áform Arion banka að endurræsa kísilverið.
Kjarninn 12. janúar 2022
Ólöf Helga formannsefni A-lista uppstillingarnefndar Eflingar – Guðmundur leggur fram eigin lista
„Það er ekki þú? Við erum bara þrjú hérna og ég get sagt að það er ekki ég. Þannig að það ert bara þú, Ólöf Helga.“ Uppljóstrað var í Rauða borðinu, þætti Gunnars Smára Egilssonar, hvert formannsefni uppstillingarnefndar Eflingar er.
Kjarninn 12. janúar 2022
Fyrir utan höfuðstöðvar Alþjóðabankans í Washington
Alþjóðabankinn svartsýnni í nýrri hagspá
Hagvaxtarhorfur á heimsvísu hafa versnað frá síðasta sumri, samkvæmt nýrri hagspá Alþjóðabankans. Bankinn býst við að núverandi kreppa muni leiða til meiri ójafnaðar á milli ríkra og fátækra landa.
Kjarninn 11. janúar 2022
Spáir svipaðri verðbólgu út árið
Ekki er talið að umvandanir stjórnmálamanna til verkalýðsforystunnar muni skila sér í lægri verðbólgu í nýrri verðspá Hagfræðistofnunar HÍ. Stofnunin spáir stöðugri verðbólgu næstu mánuðina og minnkandi atvinnuleysi á seinni hluta ársins.
Kjarninn 11. janúar 2022
Bankastarfsemi Revolut fer fram í gegnum snjallsímaforrit.
Íslensku bankarnir fá erlenda samkeppni
Fjártæknifyrirtækið Revolut, sem hefur 18 milljón viðskiptavini um allan heim, hóf bankastarfsemi í tíu nýjum löndum í dag. Ísland var eitt þeirra.
Kjarninn 11. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Viðreisn blæs til prófkjörs í Reykjavík – þess fyrsta í sögu flokksins
Viðreisn hefur ákveðið að halda prófkjör fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Fólk þarf að hafa verið skráð í Viðreisn þremur dögum fyrir prófkjörið til að hafa atkvæðisrétt.
Kjarninn 11. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór að ráðum sóttvarnalæknis í minnisblaði sem barst honum í gær og framlengdi gildandi sóttvarnareglur um þrjár vikur.
Sóttvarnareglur framlengdar um þrjár vikur
Núgildandi sóttvarnareglur, sem gilda til 12. janúar, verða framlengdar um þrjár vikur. Ríkisstjórnin ræddi nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á fundi sínum fyrir hádegi og féllst á tillögur hans um framlengingu aðgerða.
Kjarninn 11. janúar 2022
Bók Jareds kom út í Bretlandi í upphafi októbermánaðar.
Bók um íslenska hrunið fær glimrandi umsögn í Financial Times
Blaðamaðurinn Ian Fraser ritaði bókadóm um nýlega bók Jareds Bibler fyrir Financial Times og segir bókina stórkostlega lesningu, sem feli í sér varnaðarorð um stöðu eftirlits með fjármálakerfinu á heimsvísu.
Kjarninn 11. janúar 2022
Minni hlutabréf og meiri húsnæðislán
Virði hlutabréfa í eigu íslensku lífeyrissjóðanna dróst mikið saman í nóvember, á meðan þeir juku við sig í skuldabréfum. Ásókn í húsnæðislán hjá sjóðunum jókst sömuleiðis í mánuðinum, í fyrsta skipti frá því í maí 2020.
Kjarninn 10. janúar 2022
Frá undirritun nýs stjórnarsáttmála 28. nóvember síðastliðinn. Með honum fjölgar ráðuneytum úr 10 í 12 og fjöldi mála færist milli ráðuneyta.
Flestar athugasemdir við breytta skipan ráðuneyta snúa að menntamálum
Menntamálastofnun og stjórnendur framhaldsskóla eru meðal þeirra sem lýsa yfir áhyggjum með breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þá lýsir Rauði krossinn yfir áhyggjum á tilfærslu þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Kjarninn 10. janúar 2022
Vanesa Hoti, sérfræðingur í eignastýringu Arctica Finance.
Kynslóðabreyting knýr áfram sjálfbærni í fjármálageiranum
Með auknum fjölda yngri fjárfesta mun áhuginn á samfélagslega ábyrgum fjárfestingum líklega aukast til muna. Þá verður mikilvægt að koma í veg fyrir grænþvott fyrirtækja með gagnsærri upplýsingagjöf, segir sérfræðingur hjá Arctica Finance.
Kjarninn 10. janúar 2022
Gríðarleg ásókn er í PCR-próf í Ísrael og hafa yfirvöld orðið að breyta viðmiðum sínum. Enn myndast þá langar raðir bílar daglega við sýnatökustaði.
Óttast „flensu fárviðri“ samhliða „ómíkron-flóðbylgju“
Hún er óvenju brött, kúrfan sem sýnir COVID-smitin í Ísrael. Bólusettasta þjóð heims er ekki í rónni þrátt fyrir að ómíkron sé mildara afbrigði enda er hún einnig að fást við delta og svo inflúensuna ofan á allt saman.
Kjarninn 10. janúar 2022
Verð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum.
Eigið fé landsmanna í húsnæði dróst saman í fyrsta sinn frá árinu 2010
Húsnæði á Íslandi var metið á 5.941 milljarða króna í árslok 2020. Á tíunda áratugnum dugðu tvöfaldar heildartekjur landsmanna til að kaupa upp allar fasteignir og lóðir í landinu. Í lok árs 2020 hefði þurft þrefaldar tekjur þeirra til að gera slíkt.
Kjarninn 10. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur ætlar að bjóða sig aftur fram
Dagur B. Eggertsson ætlar að gefa kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Þessu greindi hann frá í viðtali á Rás 2 í morgun.
Kjarninn 10. janúar 2022
Þeir valkostir sem verða til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum ásamt athugunarsvæði. Nýi valkosturinn, 4b, er gula línan.
Bætt við valkosti án jarðganga vegna fjölda athugasemda
Vegagerðin hefur bætt við nýjum valkosti áformaðrar færslu hringvegarins í Mýrdal. Sá liggur samhliða núverandi vegi og norðan við Víkurþorp og gerir því ekki ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall.
Kjarninn 10. janúar 2022
Ari Edwald
Ari Edwald rekinn frá Ísey
Einn þeirra þriggja valdamanna úr atvinnulífinu sem hefur verið sakaður um að hafa beitt unga konu kynferðisofbeldi hefur verið sagt upp störfum. Hann hafði áður verið settur í tímabundið leyfi.
Kjarninn 9. janúar 2022
Leia getur ekki beðið eftir að byrja í skólanum aftur.
Loksins í skólann eftir 95 vikna lokun
Hvergi í heiminum hafa skólar verið lengur lokaðir vegna faraldursins en í Úganda. Nú er loks komið að því að dyr þeirra verði opnaðar en ljóst þykir að mörg börn munu ekki skila sér. Blaðamaður Kjarnans hitti Leiu sem hlakkar til að hefja nám.
Kjarninn 9. janúar 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Skatturinn fékk 50 milljónir til að bæta upp tap vegna gjaldfrjálsra ársreikninga
Ársreikningar hafa verið aðgengilegir almenningi án greiðslu frá byrjun síðasta árs. Áður seldi Skatturinn reikningana til miðlara eða þeirra sem vildu ljósrit af þeim. Fjárlaganefnd ákvað að bæta stofnuninni upp tap á sértekjum vegna þessa.
Kjarninn 8. janúar 2022
Skúli Helgason er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingar.
Hætt við að borga leikskólastarfsmönnum 75 þúsund fyrir að fá vini og ættingja til starfa
Í gær var greint frá því að starfsmenn á leikskólum Reykjavíkurborgar áttu að fá 75 þúsund króna launaauka ef þeir fá vini sína eða ættingja til starfa á leikskólum. Félag leikskólakennara sagði „Tupperware píramída hvatningu“ ólíklega til árangurs.
Kjarninn 8. janúar 2022
The Athletic kom eins og stormsveipur yfir Atlantshafið til Bretlands árið 2019 og sópaði til sín mörgum af þekktustu fótboltablaðamönnum landsins.
New York Times kaupir The Athletic og nælir sér í 1,2 milljónir áskrifenda
Þrátt fyrir að The Athletic hafi aldrei náð að skila hagnaði frá stofnun miðilsins árið 2016 stendur nú til að New York Times kaupi vefmiðilinn, sem einbeitir sér að íþróttaumfjöllun á dýptina, á jafnvirði rúmlega 70 milljarða króna.
Kjarninn 8. janúar 2022
Íslenskir húseigendur borga mest allra í Evrópu
Þrátt fyrir lágt verð á hita og rafmagni var húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði mestur allra Evrópulanda hérlendis árið 2018. Húsnæðiskostnaður leigjenda hérlendis er hins vegar minna íþyngjandi heldur en í flestum öðrum Evrópulöndum.
Kjarninn 8. janúar 2022
Helgi Magnússon setur 300 milljónir í viðbót í rekstur útgáfufélags Fréttablaðsins
Hópurinn sem keypti sig inn í Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, sumarið 2019 hefur eytt 1,5 milljörðum króna í kaup á fjölmiðlafyrirtækinu og hlutafjáraukningar. Það fé hefur að uppistöðu komið frá Helga Magnússyni.
Kjarninn 8. janúar 2022
Álútflutningur hefur aldrei verið verðmætari
Nýtt met var slegið í útflutningsverðmætum áls og álafurða í síðasta mánuði, en þau hafa ekki verið meiri frá upphafi mælinga.
Kjarninn 7. janúar 2022
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Segir samkennd með Loga Bergmann ekki fela í sér afstöðu né van­trú á frá­sagn­ir þolenda
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að á erfiðum tím­um reyni hún „að sýna þeim sem standa mér nærri sam­kennd“. Verk hennar sem dómsmálaráðherra og þingmaður í málaflokknum segir meira um afstöðu hennar en nokkuð annað.
Kjarninn 7. janúar 2022
Félag leikskólakennara segir að sveitarfélög landsins verði að fara að taka varnaðarorð um of hraðan vöxt leikskólastigsins alvarlega.
Félag leikskólakennara segir „Tupperware píramída hvatningu“ ólíklega til árangurs
Félag leikskólakennara segir að verið sé að taka inn sífellt yngri börn á leikskóla án þess að hugsa málið til enda. Sveitarfélög verði að fara að taka varnaðarorð félagsins um of hraðan vöxt leikskólastigsins alvarlega.
Kjarninn 7. janúar 2022
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vís­inda-, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðherra.
Hefur gagnrýnt framgöngu annarra á samfélagsmiðlum – en „lækar“ sjálf í umdeildu máli
Spjótin beinast nú að Áslaugu Örnu fyrir að hafa „lækað“ Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann segist saklaus af þeim sökum sem á hann eru bornar. Hún hefur áður gagnrýnt vararíkissaksóknara fyrir framgöngu á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 7. janúar 2022
Útlit er fyrir að fjölga þurfi leikskólastarfsmönnum um 250-300 í borginni á næstu 3-4 árum. Ekki tekst að manna leikskólana til fulls í dag.
Ætla að greiða starfsmönnum leikskóla 75 þúsund fyrir að fá vini eða ættingja til starfa
Starfsmenn á leikskólum Reykjavíkurborgar munu geta fengið 75 þúsund króna launaauka ef þeir fá vini sína eða ættingja til starfa á leikskólum. Ráðast á í auglýsingaherferð og frekari aðgerðir til að fá fólk til starfa á leikskólum borgarinnar.
Kjarninn 7. janúar 2022
Maður skokkar fram hjá minnisvarða um þá sem látist hafa úr COVID-19 í Bretlandi.
Er COVID orðið svipuð heilsufarsógn meðal bólusettra og inflúensa?
Þær eru farnar að hlaðast upp – vísbendingarnar um að ómíkron sé mun vægara en fyrri afbrigði. Blaðamaður New York Times segir að þar með virðist COVID-19 jafnvel minni ógn við heilsu aldraðra og bólusettra en inflúensa.
Kjarninn 7. janúar 2022
Logi Bergmann segist saklaus af þeim sökum sem á hann hafa verið bornar
„Ekkert er fjær mér en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna,“ segir Logi Bergmann Eiðsson. Hann hefur verið ásakaður um kynferðisbrot.
Kjarninn 6. janúar 2022
Logi Bergmann farinn í leyfi frá störfum
Þeir fimm menn sem Vítalía Lazareva hefur nafngreint í tengslum við kynferðisbrot sem hún segist hafa orðið fyrir hafa í dag stígið tímabundið til hliðar úr störfum sínum.
Kjarninn 6. janúar 2022
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór: Allir vissu en ekk­ert var aðhafst fyrr en málið komst í fjöl­miðla
Formaður VR segir að íslenskt samfélag sé „óþolandi meðvirkt“ og að oft sé horft framhjá alvarlegum málum ef þau komast ekki í almenna umræðu eða fara á forsíðu fréttamiðla.
Kjarninn 6. janúar 2022
Hreggviður Jónsson
Hreggviður stígur til hliðar úr stjórn Veritas eftir ásakanir um kynferðisbrot
Hreggviður Jónsson stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir að ung kona steig fram í vikunni og sakaði hann og aðra menn um kynferðisofbeldi.
Kjarninn 6. janúar 2022
Margar teikningar Helga hafa verið umdeildar í gegnum tíðina.
Helgi Sig hættur að teikna fyrir Morgunblaðið
Skopmyndateiknarinn Helgi Sig er hættur að teikna skopmyndir fyrir Morgunblaðið eftir að teikning hans þótti ekki birtingarhæf. Hann hefur teiknað fyrir blaðið í yfir 11 ár.
Kjarninn 6. janúar 2022
Þröstur Jónsson sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi og Arnar Þór Jónsson lögmaður hans og varaþingmaður.
Kjörinn fulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi firrir sig ábyrgð á bólusetningu barna
Lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ritað opið bréf fyrir hönd sveitarstjórnarmanns í Múlaþingi, þar sem varað er við bólusetningum barna á aldrinum 5-11 ára. Fulltrúinn firrir sig ábyrgð á bólusetningum barna í sveitarfélaginu.
Kjarninn 6. janúar 2022
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu ræddi um kostnað heimila og fyrirtækja af geymslu einkabíla í samtali við Kjarnann fyrir skemmstu.
Bílastæðið í kjallaranum stundum „langdýrasta herbergið í húsinu“
Gríðarlegt pláss fer undir þá bíla sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári og kostnaður við geymslu þeirra er borinn af heimilum og fyrirtækjum, sagði Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur í viðtali við Kjarnann á dögunum.
Kjarninn 5. janúar 2022
Raunverulegir eigendur félaga sem starfa hérlendis áttu árum saman auðvelt með að felast. Það á ekki lengur við.
Skatturinn fær 140 milljónir til að láta slíta félögum sem skrá ekki raunverulega eigendur
Alls hafa tæplega 1.300 félög ekki uppfyllt skráningarskyldu á raunverulegum eigendum sínum. Hluti þeirra þarf að fara í skiptameðferð, en kostnaður við hana er 350 þúsund krónur á hvern aðila. Sá kostnaður verður greiddur úr ríkissjóði.
Kjarninn 5. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur ætlar að segja frá framboðsmálum þegar hann losnar úr sóttkví
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonast til þess að geta sagt frá því hvort hann fari aftur fram í borgarstjórnarkosningunum í vor um helgina eða strax eftir helgi.
Kjarninn 5. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að komi til greina að stytta sóttkví þróbólusettra einstaklinga.
Kemur til greina að stytta sóttkví hjá þríbólusettum
Stytting á sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum er til skoðunar að sögn sóttvarnalæknis. Útfærslan verður kynnt á næstu dögum. Bólusetning barna hefst í næstu viku. Samþykki beggja forsjáraðila þarf svo barn verði bólusett.
Kjarninn 5. janúar 2022
Guðmundur Jónatan Baldursson
Guðmundur Jónatan Baldursson gefur kost á sér til formennsku í Eflingu
Stjórnarmaður í Eflingu hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Eflingar. Framboðin eru nú orðin tvö.
Kjarninn 5. janúar 2022
Píratar hafa bætt við sig mestu fylgi þeirra flokka sem eru á þingi frá kosningum. Vinstri græn hafa dalað nokkuð og mælast nú nánast jafn stór og Samfylkingin.
Vinstri græn dala frá kosningum og Píratar mælast þriðji stærsti flokkur landsins
Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna hefur dregist saman frá síðustu kosningum og mælist nú minna en þeir fengu í kosningunum 2017. Miðflokkurinn heldur áfram að dala og stuðningur við flokkinn hefur aldrei mælst minni í könnunum Gallup.
Kjarninn 5. janúar 2022
Frá skráningu Íslandsbanka í Kauphöllinni í sumar.
Eignir hlutabréfasjóða nær tvöfölduðust á einu ári
Markaðsvirði heildareigna íslenskra hlutabréfasjóða hefur mælst í kringum 140 til 160 milljarða króna síðasta haust. Þetta er um tvöfalt meira en virði þeirra á haustmánuðum 2020.
Kjarninn 4. janúar 2022
Svikapóstur í nafni forseta Íslands dúkkar reglulega upp á Facebook.
Forseti Íslands ítrekað notaður í svikapóstum
Facebook-aðgangur í nafni Guðna Th. Jóhannesssonar, forseta Íslands, hefur ítrekað birst á fréttaveitum notenda. Forsetaembættið hefur gert lögreglu viðvart en færslurnar birtast alltaf aftur.
Kjarninn 4. janúar 2022
Ólöf Helga Adolfsdóttir
Ólöf Helga Adolfsdóttir býður sig fram til formanns Eflingar
Varaformaður Eflingar hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns stéttarfélagsins. Hún segist þekkja af eigin raun hversu mikilvæg öflug og skipulögð verkalýðshreyfingin sé launafólki andspænis ægivaldi fyrirtækja og samtaka atvinnurekenda.
Kjarninn 4. janúar 2022
Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason verða aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur í atvinnuvegaráðuneytinu.
Kári og Iðunn verða aðstoðarmenn Svandísar
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ráðið þau Kára Gautason og Iðunni Garðarsdóttur sem aðstoðarmenn.
Kjarninn 4. janúar 2022
Fjórði skammtur bóluefnis býðst nú öllum 60 ára og eldri í Ísrael sem og öllu heilbrigðisstarfsfólki.
Enn ein örvunarbólusetningin og alls óvíst með hjarðónæmi
Ísraelar fóru hratt af stað í bólusetningar en á vilja til þeirra hefur hægt. Fjórði skammturinn stendur nú 60 ára og eldri til boða. Einn helsti sérfræðingur landsins varar við tali um hjarðónæmi enda veiran ólíkindatól.
Kjarninn 4. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Búið að skipa blóðmerahóp
Iðunn Guðjónsdóttir frá atvinnuvegaráðuneytinu, Sigrún Björnsdóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun og Ólafur Páll Jónsson heimspekiprófessor við Háskóla Íslands hafa verið skipuð í starfshóp sem á að skoða blóðtöku úr fylfullum hryssum hér á landi.
Kjarninn 3. janúar 2022
Danir stefna á að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í innanlandsflugi fyrir 2030. Vetnisknúnar flugvélar frá Airbus gætu leitt til þess að markmiðið náist.
Danir stefna á grænt innanlandsflug fyrir 2030
Forsætisráðherra Danmerkur vill „gera flugið grænt“. Mette Frederiksen tilkynnti í nýársávarpi sínu um markmið ríkisstjórnarinnar sem felst í að ekkert jarðefnaeldsneyti verði notað í innanlandsflugi fyrir 2030. Útfærslan liggur hins vegar ekki fyrir.
Kjarninn 3. janúar 2022