Einar Þorsteinsson hættir á RÚV
Einn aðalstjórnandi Kastljóss mun láta af störfum hjá RÚV í dag. „Um leið og ég hlakka til nýrra starfa þá á ég eftir að sakna ykkar óskaplega og ég vona að ykkur gangi vel í baráttunni,“ skrifar hann til starfsmanna RÚV.
Kjarninn 3. janúar 2022
Arnar Þór Jónsson lögmaður Samtakanna Frelsi og ábyrgð og varaþingmaður.
Krefjast þess að Lyfjastofnun afturkalli markaðsleyfi bóluefnis fyrir 5-11 ára
Samtökin Frelsi og ábyrgð hafa beint stjórnsýslukæru til heilbrigðisráðuneytisins og fara fram á að Lyfjastofnun afturkalli útgefið markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer handa 5-11 ára börnum.
Kjarninn 3. janúar 2022
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu segist hafa „tröllatrú“ á að best væri að fækka akreinum undir almenna umferð á Suðurlandsbraut.
Saknar einhver fjögurra akreina Skeiðarvogs?
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur segist hafa „tröllatrú“ á því að skynsamlegast væri að fækka akreinum fyrir almenna umferð á Suðurlandsbraut samfara uppbyggingu sérrýmis Borgarlínu. Hann segir dæmin sýna að fólk sakni ekki akreina þegar þær fara.
Kjarninn 3. janúar 2022
Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Katrín Atladóttir ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í vor
Tveir af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks hafa nú tilkynnt að þeir muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Katrín Atladóttir lýsir yfir stuðningi við Hildi Björnsdóttur.
Kjarninn 3. janúar 2022
Jóhannes Þór Skúlason
Í kjólinn eftir jólin
Kjarninn 2. janúar 2022
Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
„Beinlínis óábyrgt“ ef Seðlabankinn tekur ekki tillit til loftslagsbreytinga
Samkvæmt varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika ætti að vera óumdeilt að loftslagsmál sé viðfangsefni Seðlabankans vegna áhrifanna sem þau gætu haft á efnahagslífið og stöðugleika fjármálakerfisins.
Kjarninn 2. janúar 2022
Hundar viðraðir skammt frá kjarnorkuveri í Belgíu.
Kjarnorkuver gætu orðið „grænar fjárfestingar“
Hvað orka er sannarlega græn hefur verið deilumál ólíkra ríkja innan ESB misserum saman. Framkvæmdastjórn sambandsins áformar skilgreiningar svo flokka megi bæði kjarnorku- og jarðgasver sem grænar fjárfestingar.
Kjarninn 1. janúar 2022
Nýtt ár er hafið. Og það eru margar ástæður til bjartsýni.
Fimm fréttir sem auka bjartsýni á nýju ári
Bólusetningar og jákvæðar horfur fyrir dýrategundir sem áður voru í útrýmingarhættu ættu að auka okkur bjartsýni á árinu sem nú fer í hönd.
Kjarninn 1. janúar 2022
Lést vegna COVID-19 á gamlársdag
Kona lést á Landspítalanum á síðasta degi ársins vegna COVID-19. Sex af þeim sjö sem eru á gjörgæsludeild eru óbólusettir.
Kjarninn 1. janúar 2022
Stóran hval rak að landi í Þorlákshöfn í október.
Yfir hundrað hvali rak á land
Hernaðarbrölt, olíuleit og forvitnir ferðamenn eru meðal mögulegra skýringa á fjölda skráðra hvalreka við Ísland sem fór í hæstu hæðir á árinu 2021. Hlýnun jarðar og breyttar farleiðir þessara lífrænu kolefnisfangara koma einnig sterklega til greina.
Kjarninn 1. janúar 2022
Fjölskylda bíður í röð í verslunarmiðstöð í Panama eftir að komast í bólusetningu gegn COVID-19.
Framkvæmdastjóri WHO bjartsýnn á að faraldrinum ljúki í ár
„Nú þegar þriðja ár faraldursins er hafið er ég sannfærður um að þetta verði árið sem við bindum endi á hann – en aðeins ef við gerum það saman,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO í nýársávarpi sínu.
Kjarninn 1. janúar 2022
Yfir 1.600 greindust með kórónuveirusmit í gær
Fjöldi þeirra sem eru í einangrun eða sóttkví hefur tvöfaldast á einni viku, 20 liggja á sjúkrahúsi og sex þeirra eru á gjörgæslu. Alls eru 172 starfsmenn Landspítalans í einangrun.
Kjarninn 31. desember 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Ótvíræður meirihluti á Alþingi fyrir frekari virkjunum og breytingum í sjávarútvegi
Formaður Viðreisnar segir að andstaða Vinstri grænna gegn virkjunum og varðstaða Sjálfstæðisflokks um fiskveiðisstjórnunarkefið komi í veg fyrir að sá vilji Alþingis í þeim málum nái fram að ganga. Hún kallar eftir málamiðlun.
Kjarninn 31. desember 2021
Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin ekki mynduð til að vera „hatrammasti stjórnarandstöðuflokkurinn“
Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir að honum hafi leiðst átökin í stjórnmálunum og leikirnir kringum þau – enda alltaf verið sáttfús. Kannski of. „Ég var hins vegar reynslulítill og gerði mistök sem kostuðu mig starfið, býst ég við.“
Kjarninn 30. desember 2021
Karl Gauti sækist eftir embætti framkvæmdastjóra landskjörstjórnar
Tuttugu og tveir sóttu um embætti framkvæmdastjóra landskjörstjórnar. Þrír umsækjendur hafa dregið umsóknir sínar til baka.
Kjarninn 30. desember 2021
Kristbjörg M. Kristinsdóttir, stjórnarformaður IcelandSIF.
Hvetur hið opinbera til að setja sér félagsleg markmið í skuldabréfaútgáfu
Stjórnarformaður IcelandSIF segir tækifæri geta legið hjá ríki og sveitarfélögum í að skilgreina skýr félagsleg markmið samhliða skuldabréfaútgáfum hjá sér, rétt eins markmið í umhverfismálum eru sett fram samhliða útgáfu grænna skuldabréfa.
Kjarninn 30. desember 2021
Enginn ríkisráðsfundur á gamlársdag
Ríkisráð kemur ekki saman á síðasta degi ársins vegna smita í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í rúma þrjá áratugi sem ekki er fundað á þessum degi. Nýr fundur ríkisráðs verður boðaður eftir áramót.
Kjarninn 29. desember 2021
Straumsvík og Straumstjarnir eru á náttúruminjaskrá.
Breyta áformum og þyrma Straumstjörnum
Vegagerðin ákvað á síðustu metrum umhverfismats að endurskoða veghönnun við tvöföldun síðasta kafla Reykjanesbrautar. Straumstjörnum, sem eru einstakar á heimsvísu, verður ekki raskað.
Kjarninn 28. desember 2021
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar.
Ekki oft sem ráðuneyti vari Alþingi við hagstjórnarmistökum
Þingmaður Samfylkingar gagnrýnir að meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hafi ekki tekið tillit til varnaðarorða fjármálaráðuneytisins um framlengingu „Allir vinna“. Formaður nefndarinnar segir „ósanngjarnt“ að horfa bara á útgjaldahlið átaksins.
Kjarninn 27. desember 2021
Hallgrímur Helgason er á meðal gesta í tíunda þætti Bókahússins.
„Sextett“ af Segulfjarðarbókum?
Í tíunda þætti af hlaðvarpinu Bókahúsið er meðal annars rætt við Hallgrím Helgason rithöfund, sem segist vera að gæla við það að rita „sextett“ af Segulfjarðarbókum.
Kjarninn 27. desember 2021
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er fædd árið 2002. Hún varð í dag yngst til að taka sæti á Alþingi, 19 ára og 240 daga gömul.
Fyrst af þeim sem fæðst hafa á 21. öldinni til að taka sæti á Alþingi
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir varð í dag yngst til að taka sæti á þingi, er hún kom inn sem varaþingmaður fyrir hönd Pírata. Hún er fædd árið 2002 og er fyrsta manneskjan sem fædd er eftir aldamót til að taka sæti á Alþingi.
Kjarninn 27. desember 2021
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þingmaður upplifði „landsbyggðarrasisma“ við sjónvarpsáhorf á öðrum degi jóla
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins horfði á fyrsta þátt Verbúðarinnar í gærkvöldi og spurði í kjölfarið hvort það væri ekki kominn tími til að „landbyggðarrasisma menningarvitanna og Ríkisútvarpsins“ linnti.
Kjarninn 27. desember 2021
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er framsögumaður nefndarálits minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar.
Skeytingarleysi og vanvirðing gagnvart hlutverki og ábyrgð Alþingis
Stjórnarandstöðuþingmenn segja að ákvörðun ríkisstjórnar um að halda haustkosningar hafi „þjónað því markmiði að framlengja valdasetutímabil flokkanna fram yfir sumarið“. Fyrir vikið fari vinna við fjárlagafrumvarpið fram undir „gríðarlegri tímapressu.“
Kjarninn 24. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Efnahags- og viðskiptanefnd vill hækka sóknargjöld um mörg hundruð milljónir
Til stóð að taka til baka tímabundna hækkun á sóknargjöldum á fjárlögum í ár. Biskupsstofa tók það óstinnt upp og sagði trúfrelsi í landinu stefnt í hættu. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur ákveðið að hækka sóknargjöldin aftur.
Kjarninn 24. desember 2021
Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur verið viðvarandi verkefni stjórnenda Landspítala lengi.
Starfsmenn sem sinna COVID-sjúklingum fá álagsgreiðslu
Sérstakar álagsgreiðslur starfsmanna sem sinna COVID-sjúklingum sem stjórnendur Landspítala ákváðu nýlega að greiða, geta numið allt að 360 þúsund krónum á mánuði. Mönnun á smitsjúkdómadeild er tæp.
Kjarninn 24. desember 2021
Greindum smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarna daga.
Tæplega sjö þúsund manns í einangrun eða sóttkví yfir jólin
Á tveimur dögum greindust alls 982 manns með kórónuveiruna á Íslandi. Þessir tveir dagar eru langstærstu smitdagar faraldursins til þessa. Fyrir vikið munu þúsundir eyða jólunum í einangrun eða sóttkví.
Kjarninn 24. desember 2021
Katrín Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason kynntu átakið Hefjum störf á blaðamannafundi í mars síðastliðnum.
Ráðningastyrkir kosta ríkissjóð 15 milljarða á árunum 2021 og 2022
Hækka þarf framlög úr ríkissjóði vegna ráðningastyrkja um 3,4 milljarða króna frá því sem áætlað var í fjárlagafrumvarpi. Samhliða Hefjum störf átaki stjórnvalda tuttugufaldaðist ásókn atvinnurekenda í hina hefðbundnu ráðningarstyrki Vinnumálastofnunar.
Kjarninn 24. desember 2021
Kórónuveirubörnin að slá Íslandsmet hrunbarnanna
Á árunum eftir bankahrunið settu Íslendingar met í barneignum. Kórónuveirufaraldursbörnin virðast ætla að slá það met. Kostnaður vegna fæðingarorlofsgreiðslna mun fara yfir 20 milljarða króna í fyrsta sinn á næsta ári.
Kjarninn 24. desember 2021
Þjoðarleikvangar Íslands eru komnir til ára sinna og uppfylla ekki alþjóðlegar kröfur.
Tíu milljónir settar í þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir
Það kostar á bilinu 7,9 til 8,7 milljarða króna að byggja nýjan þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir og allt að 18 milljarða króna að byggja nýjan Laugardalsvöll. Hvorugt verkefnið er fjármagnað.
Kjarninn 23. desember 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Ríkissjóður greiðir 700 milljónir til bænda vegna þess að áburðarverð hækkaði
Bændasamtökin skiluðu umsögn um fjárlagafrumvarpið þar sem þau sögðu hækkanir á áburðarverði í heiminum án hliðstæðu og kölluðu eftir að ríkið gæti „gripið inn í“. Annars gæti fæðuöryggi verið ógnað.
Kjarninn 23. desember 2021
Þríeykið: Víðir, Þórólfur og Alma á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur veit af þreytunni – ekki þýði þó að „loka augum og eyrum“
Enn einn upplýsingafundurinn. 22.086 tilfellum eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist fyrir 22 mánuðum. Veiran er „sniðug og virðist alltaf ná að leika á okkur,“ segir landlæknir. „Áfram veginn,“ segir Víðir.
Kjarninn 23. desember 2021
Baldvin Þór Bergsson
Baldvin ritstjóri nýs Kastljóss – Hættir sem dagskrárstjóri Rásar 2
Nýtt Kastljós mun hefja göngu sína á RÚV í byrjun árs 2022.
Kjarninn 23. desember 2021
Fiskimjölsverksmiðja SVN í Neskaupstað, eins og flestar aðrar fiskimjölsverksmiðjur landsins, keyrðu á olíu í upphafi árs 2016, þar sem það var hagkvæmara. Forstjóri SVN segir að það yrði ekki gert aftur.
Notuðu olíu þegar hún var ódýrari árið 2016
Árið 2016 notuðu flestar loðnubræðslur hérlendis olíu í stað rafmagns, þar sem hún var ódýrari á þeim tíma. Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að bræðslur fyrirtækisins myndu hins vegar ekki taka slíka ákvörðun núna.
Kjarninn 23. desember 2021
Kærur til lögreglu vegna kynferðisbrota orðnar 595 á árinu 2021
Lögreglan fær 200 milljónir til að efla málsmeðferð kynferðisbrota. Til stendur að beita upplýsingatækni til að ná fram bættum málshraða. Huga þurfi betur að þolendum, að þeir njóti réttlátrar málsmeðferðar og að mál séu afgreidd innan eðlilegs tíma.
Kjarninn 23. desember 2021
Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavíkur samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum.
Meirihlutinn í Reykjavík heldur en næstum þriðjungur kjósenda ekki búinn að ákveða sig
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sama fylgi og hann fékk 2018 og yrði að óbreyttu áfram stærsti flokkurinn í borginni. Miðflokkurinn tapar Vigdísi Hauksdóttir en Framsókn nær inn í staðinn. Samfylkingin missir einn borgarfulltrúa yfir til Pírata.
Kjarninn 23. desember 2021
Taka ætti spár Hagstofu um fólksfækkun eftir fimm ár með miklum fyrirvara, samkvæmt sérfræðingi hjá Hagstofu.
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir fólksflótta árið 2026
Sérfræðingur hjá Hagstofu segir að taka ætti spár stofnunarinnar um fólksfækkun vegna mikils brottflutnings eftir fimm ár með fyrirvara. Hins vegar er stuðst við þessar spár í framtíðarmati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á íbúðaþörf.
Kjarninn 22. desember 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins.
Vill að bankaskattur verði hækkaður á ný til að auka tekjur ríkissjóðs um sex milljarða
Þingmaður Flokks fólksins vill að bankaskattur verði hækkaður aftur í það sem hann var áður en ríkisstjórnin ákvað að lækka hann til að auka svigrúm banka til að takast á við kórónuveirufaraldurinn.
Kjarninn 22. desember 2021
Eggin brúnu frá Brúnegg ehf.
Máli hluthafa Brúneggja gegn RÚV og Matvælastofnun vísað frá dómi
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli vegna rúmlega fimm ára gamallar umfjöllunar Kastljóss um eggjaframleiðandann Brúnegg ehf. Fyrrverandi hluthafar Brúneggja gerðu að mati dómsins ekki skýra grein fyrir tjóni sínu vegna umfjöllunarinnar.
Kjarninn 22. desember 2021
Alls hafa 126 af 292 veittum hlutdeildarlánum verið á höfuðborgarsvæðinu.
Um 43 prósent hlutdeildarlána veitt á höfuðborgarsvæðinu
Inn í reglugerð um hlutdeildarlán er skrifuð sérstök trygging fyrir því að hið minnsta 20 prósent lánanna þurfi að vera veitt utan höfuðborgarsvæðisins. Það hefur heldur betur ekki þurft að grípa til þeirrar forgangsaðgerðar til þessa.
Kjarninn 22. desember 2021
Lilja ræður fyrrverandi aðstoðarmann sinn sem aðstoðarmann
Fyrrverandi aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem hætti í lok árs 2019, hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður hennar í nýju ráðuneyti ferðamála-, viðskipta- og menningarmála.
Kjarninn 22. desember 2021
Nýr stjórnarsáttmáli og breytt skipun stjórnarráðsins voru kynnt 28. nóvember síðastliðinn.
Fjölgun ráðuneyta og tilfærsla málaflokka kostar hálfan milljarð króna
Fjölgun ráðuneyta og ráðherra, í samræmi við stjórnarsáttmála, kostar 505 milljónir króna á næsta ári. Ráðherrar hafa aldrei verið fleiri og aðstoðarmenn þeirra eru nú 27. Launakostnaður þessara 39 einstaklinga er áætlaður 771 milljón á ári.
Kjarninn 22. desember 2021
Eldgosið í Geldingadölum stóð í námkvæmlega sex mánuði.
Líklegt að kvikuhlaup sé í gangi
4,2 stiga skjálfti varð norður af Geldingadölum í nótt. Varfærnar yfirlýsingar um endalok eldgossins voru gefnar út fyrir örfáum dögum en nú segja sérfræðingar ekki ólíklegt að kvikuhlaup sé í gangi.
Kjarninn 22. desember 2021
Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar.
Vill koma umræðu um orkuframleiðslu og náttúruvernd úr skotgröfunum
Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir leiðina að loftslagsmarkmiði ríkisstjórnarinnar ekki hafa verið nægilega varðaða. Samkvæmt henni þarf opin umræða um virkjanir og orkusparnað að eiga sér stað til að bæta úr því.
Kjarninn 21. desember 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að farþegar fari í PCR-próf við komuna til landsins og sæti sóttkví á meðan neikvæðrar niðurstöðu er beðið.
Sóttvarnalæknir vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins
Sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en komið er til landsins. Íslenskir ríkisborgarar geti farið í sýnatöku á heilsugæslustöð innan 48 klukkustunda frá heimkomu og verði í sóttkví þar til neikvæð niðurstaða berst.
Kjarninn 21. desember 2021
Engin haldbær rök fyrir að halda leikskólum opnum
Stjórnir Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla lýsa vonbrigðum sínum með það að ekki var hlustað á raddir félaganna um að loka leikskólum milli jóla og nýárs til að hemja útbreiðslu Covid-19.
Kjarninn 21. desember 2021
Alls greindust 313 smit í gær og hafa aldrei verið fleiri. 286 smit greindust innanlands og 27 á landamærunum.
20 manna samkomutakmarkanir yfir jól og áramót
Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaaðgerðir. 20 manna samkomubann verður í gildi yfir jól og áramót. Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti á morgun og gilda í þrjár vikur. Óákveðið er hvenær skólahald hefst á nýju ári.
Kjarninn 21. desember 2021
Eyþór Arnalds ætlar ekki að gefa kost á sér til borgarstjórnar í vor.
Eyþór segist hafa „tilfinningu“ fyrir 35-36 prósenta fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni í vor
Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir ákvörðun hans um að hverfa á braut úr borgarmálunum ekki byggjast á einhverjum skoðanakönnunum sem hafi verið honum eða flokknum í óhag. Þvert á móti segir hann Sjálfstæðisflokkinn standa sterkt.
Kjarninn 21. desember 2021
Erling Freyr Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ljósleiðararans.
Míla muni þurfa að auka markaðshlutdeild, hækka verð eða draga úr kostnaði
Í kynningu sem Ljósleiðarinn sendi Alþingi segir að Míla muni þurfa að auka markaðshlutdeild, hækka verð eða draga úr kostnaði til að standa undir arðsemiskröfu væntra nýrra eigenda. Ljósleiðarinn vill að Fjarskiptastofa fá heimild til að rýna kaupin.
Kjarninn 21. desember 2021
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks hér til vinstri.
Segist „fullur efasemda um harðari aðgerðir“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að honum sýnist „enn og aftur“ ekki horft til heildarhagsmuna við ákvörðunartöku varðandi sóttvarnaaðgerðir. Leiðin áfram sé að „treysta fólki til að taka ábyrgð á sjálfu sér“.
Kjarninn 21. desember 2021
Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eyþór Arnalds hættur við framboð og á leið úr stjórnmálum
Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík er hættur við að sækjast eftir því að leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann segir ástæðuna persónulega, ekki pólitíska.
Kjarninn 21. desember 2021