Sjálfstæðismenn, eldra fólk, tekjuhærri og landsbyggðin ánægðust með nýja ríkisstjórn
Ný könnun sýnir að varla nokkur kjósandi Sjálfstæðisflokks er óánægður með nýja ríkisstjórn en að rúmlega fimmti hver kjósandi Vinstri grænna sé það. Ánægja með stjórnina mælist minnst hjá yngstu kjósendunum en mest hjá þeim elstu.
Kjarninn 15. desember 2021
Býfluga safnar safa úr blómum í Hyde Park.
Vilja endurheimta náttúru- og dýralíf Lundúna
Gangi metnaðarfull áform borgarstjóra Lundúna eftir gæti almenningsgarðurinn Hyde Park orðið heimkynni villtra dýra á borð við bjóra og förufálka á ný.
Kjarninn 14. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín: Er hér farið vel með skattfé almennings?
Þingmaður Viðreisnar spyr hvort kaup ríkisins á Hótel Sögu sé „hagstæður gjörningur fyrir hið opinbera“.
Kjarninn 14. desember 2021
Jódís Skúladóttir nýr þingmaður VG.
„Ég sé og ég heyri“
Nýr þingmaður VG segist þekkja fátækt af eigin raun og að hún myndi hjálpa öllum þeim sem leitað hafa til hennar með ákall um aðstoð ef hún gæti.
Kjarninn 14. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Leita lausna svo nota þurfi sem „allra minnst“ af olíu á vertíðinni
Notkun olíu sem varaafl til raforkuframleiðslu gengur þvert á bæði aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem og aðgerðaráætlun orkustefnu Íslands, segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Kjarninn 14. desember 2021
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Ríkisendurskoðun segir að gjalda þurfi varhug vegna lána ríkissjóðs til Betri samgangna
Ríkissjóður fær heimild til að lána félagi sem stofnað var utan um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu fjóra milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Ríkisendurskoðun minnir á það sem gerðist með fjármögnun Vaðlaheiðarganga.
Kjarninn 14. desember 2021
Landspítalann vantar 1,8 milljarð til að geta staðið undir óbreyttum rekstri og þróun
Landspítalinn á að fá um 82,5 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það er ekki nóg að mati starfandi forstjóra. Hún segir alls vanta tæplega 1,6 milljarða króna til að standa undir óbreyttum rekstri.
Kjarninn 14. desember 2021
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði vegna kaupa á Hótel Sögu og Mið-Fossum
Ríkissjóður borgar milljarða króna til að kaupa Hótel Sögu fyrir Háskóla Íslands, og mun eiga 73 prósent í byggingunni eftir kaupin á móti Félagsstofnun stúdenta. Byggingaréttur á lóðinni fylgir með.
Kjarninn 14. desember 2021
Gunnar Einarsson.
Gunnar Einarsson hættir sem bæjarstjóri í Garðabæ
Nýr bæjarstjóri mun taka við stjórninni í Garðabæ að loknum sveitarstjórnarkosningum í maí 2022. Sá sem hefur gegnt starfinu síðastliðinn 17 ár hefur tilkynnt að hann sé að hætta.
Kjarninn 13. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
„Ég mun ekki ná að leysa loftslagsvandann fyrir þessi jól“
Formaður Viðreisnar spurði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á þingi í dag hvað hann ætlaði sjálfur að gera til að tryggja raforkuflutning fyrir jólin.
Kjarninn 13. desember 2021
Heilbrigðisráðherra ræður Björn Zoëga sem ráðgjafa við breytingar á Landspítalanum
Fyrrverandi forstjóri Landspítalans, og núverandi forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn sem ráðgjafi heilbrigðisráðherra vegna breytinga á rekstri og yfirstjórn Landspítalans.
Kjarninn 13. desember 2021
Inga spyr forsætisráðherra: „Ætlarðu að reyna að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin?“
Formaður Flokks fólksins segir að desemberuppbót til öryrkja sé bjarnargreiði sem geri ekkert fyrir fátækasta fólkið í landinu. Hún spurði forsætisráðherrann á þingi hvort hún ætlaði að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin.
Kjarninn 13. desember 2021
Enn er margt á huldu um þær afleiðingar sem ómíkron-afbrigðið gæti haft. En það þarf ekki marga alvarlega veika sjúklinga til að margfalda álag á sjúkrahús.
Ómíkron gæti kaffært heilbrigðiskerfið
Þrátt fyrir að einkenni af völdum sýkingar af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar virðist vægari en af delta gæti hröð útbreiðsla þess sligað heilbrigðiskerfi.
Kjarninn 13. desember 2021
Eliza Reid er til viðtals í Bókahúsinu.
Kvenskörungar samtímans og sveitaböll
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Eliza Reid og Benný Sif Ísleifsdóttir ræða bækur sínar við Sverri Norland í nýjasta þættinum.
Kjarninn 13. desember 2021
Katrín Ólafsdóttir, dósent við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
Rödd starfsfólks í Bandaríkjunum sterkari eftir faraldurinn
Útlit er fyrir að staða launþega á vinnumarkaði vestanhafs sé öruggari nú en fyrir faraldurinn, samkvæmt vinnumarkaðshagfræðingi og dósent við viðskiptadeild HR.
Kjarninn 13. desember 2021
Villtar kanínur eru varar um sig og forðast hvers kyns ónæði.
Hvar eru kanínurnar?
Hvað hefur orðið um kanínurnar sem ætíð mátti sjá á göngu um Öskjuhlíð? Blaðamaður Kjarnans fór í fjölda rannsóknarleiðangra og leitaði svara hjá borginni og dýraverndarsamtökum.
Kjarninn 12. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Hin ólaunaða skipulags- og tilfinningavakt vanmetin
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að verkefni svokallaðrar þriðju vaktarinnar séu vanmetin og jafnvel sé álitið sjálfsagt að konur sinni þeim verkefnum frekar en karlar. Þriðja vaktin sé enn fremur margfalt þyngri fyrir konur en karla.
Kjarninn 12. desember 2021
Dóra Björt, Hildur, Eyþór og Þórdís Lóa tókust á í Silfrinu.
Öll styðja borgarlínu en „galdrarnir og töfrarnir“ felast í málamiðlun
Menningarstríð, eðlisfræði og „genasamsetning“ Reykvíkinga er meðal þess sem borgarfulltrúar tókust á um í Silfrinu. Hætt er við að borgarlínu og einkabíl sé stillt upp sem andstæðum pólum en lausnarorðin eru valfrelsi og málamiðlanir.
Kjarninn 12. desember 2021
Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir sækjast bæði eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum.
Markmiðið „að taka yfir borgina“
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þarf að vera „opinn í báða enda“ þegar kemur að meirihluta samstarfi. Markmiðið er að „taka yfir borgina,“ segir Hildur Björnsdóttir sem sækist eftir forystusæti þar sem fyrir er „vinur hennar“, Eyþór Arnalds.
Kjarninn 12. desember 2021
Ferðaþjónusta hefur end­ur­heimt um helm­ing þeirra starfa sem töp­uð­ust í kórónuveirufaraldrinum samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands.
Atvinnuleysi óvænt óbreytt milli mánaða en langtímaatvinnuleysi enn mikið
Fjöldi þeirra sem hafa verið án vinnu í ár eða meira er 116 prósent hærri nú en hann var áður en kórónuveirufaraldurinn skall á, þrátt fyrir að atvinnuleysið sé nú nánast það sama. Rúmlega 40 prósent atvinnulausra eru erlendir atvinnuleitendur.
Kjarninn 11. desember 2021
Vatnsárið var gott austanlands og Hálslón Kárahnjúkavirkjunar fylltist í haust. Aðra sögu er að segja af vatnsbúskapnum sunnanlands.
„Engin laus orka“ í vinnslukerfi Landsvirkjunar
Landsvirkjun getur ekki tjáð sig um orkuvinnslu annarra fyrirtækja „en ef lausa orku er að finna á raforkumarkaðnum þá er hana að finna hjá einhverjum öðrum aðila en Landsvirkjun,“ segir framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun.
Kjarninn 11. desember 2021
Framlag til VIRK 200 milljónum lægra en það átti að vera vegna mistaka
Ríkið á að greiða árlegt framlag til VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs. Í fjárlagafrumvarpinu er framlagið mun lægra en lög og samningar segja til um. Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest að þetta verði leiðrétt.
Kjarninn 11. desember 2021
Sér ekki högg á vatni á eigin fé bankanna þótt þeir ætli að borga út 32,5 milljarða í arð
Þrátt fyrir að kerfislega mikilvægir bankar greiði út tugi milljarða króna í arð til eigenda sinna mun eigið fé þeirra nánast standa í stað. Fjármálastöðugleikanefnd telur bankana hafa gott svigrúm til að mæta hækkun sveiflujöfnunaraukans.
Kjarninn 11. desember 2021
Ritstjórnargrein kínverska vefmiðilsins China Reports Network er á bak og burt eftir gagnrýni á samfélagsmiðlum. Mynd úr safni.
Góðir flokksmenn ættu að eignast þrjú börn
Skilaboð í ritstjórnargrein kínversks ríkisvefmiðils um að félagar í kínverska kommúnistaflokknum ættu að eignast þrjú börn hafa fallið í grýttan jarðveg hjá kínverskum samfélagsmiðlanotendum. Ritstjórnargreinin hefur nú verið fjarlægð.
Kjarninn 10. desember 2021
Hvert nýtt ráðuneyti kostar í kringum 190 milljónir króna á ári
Þegar ríkisstjórnarsamstarfið var endurnýjað var ákveðið að fjölga ráðherrum úr ellefu í tólf en ráðuneytunum úr tíu í tólf. Kostnaður við stofnun nýs ráðuneytis er metinn á 190 milljónir króna.
Kjarninn 10. desember 2021
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Blaðamannafélagið vill að styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði hækkaðir
Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að framlag úr ríkissjóði til RÚV hækki um 430 milljónir króna, sem er 40 milljónum krónum meira en samanlagðir styrkir til annarra fjölmiðla.
Kjarninn 10. desember 2021
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Namibísk samtök boða málsókn gegn Samherja
Namibísku samtökin Affirmative Repositioning hafa boðað að þau ætli sér að höfða einkamál gegn Samherja í samvinnu við breskt fyrirtæki, til að reyna að sækja til baka meintan ólöglegan ágóða af viðskiptum Samherja í Namibíu.
Kjarninn 10. desember 2021
Julian Assange gæti orðið framseldur til Bandaríkjanna í kjölfar niðurstöðu dagsins.
Opnað á framsal Assange til Bandaríkjanna
Áfrýjunardómstóll í Bretlandi sneri í dag fyrri ákvörðun dómstóls þar í landi í máli Julians Assange. Því hefur verið opnað á að stofnandi Wikileaks verði framseldur til Bandaríkjanna.
Kjarninn 10. desember 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Seðlabankastjóri segist telja bækurnar „ákaflega ólíkar“
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur tjáð sig frekar um ásakanir á hendur honum um ritstuld. Hann segist nú hafa lesið bók Bergsveins Birgissonar og telur hana ákaflega ólíka sinni eigin, hvað varðar „nálgun, umfjöllun og niðurstöður.“
Kjarninn 10. desember 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur verður á meðal penna í sérstöku jólablaði Vísbendingar í ár.
Breyttur tónn gagnvart umhverfinu
Tímaritið Vísbending mun gefa út sérstakt jólablað í næstu viku. Þema blaðsins er sjálfbærni, loftslagsmál og grænar lausnir. Nýskipaður ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála verður í viðtali auk þess sem fjöldi sérfræðinga skrifar í blaðið.
Kjarninn 10. desember 2021
BJarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Forstjóri OR: Ill meðferð á fé og landi að virkja fyrir fiskimjölsverksmiðjur
Að halda því fram að „virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum rafmagn á bílana okkar“ var jafn rangt á meðan þrengingar voru í efnahagslífinu vegna heimsfaraldurs og það er nú, segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Kjarninn 10. desember 2021
Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sjálfstæðisflokkurinn vildi að borgin lánaði leigjendum til að kaupa félagslegar íbúðir
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vildu að leigjendum Félagsbústaða yrði gert kleift að kaupa íbúðirnar sem þeir búa í. Reykjavíkurborg átti að lána þeim fyrir útborgun. Sósíalistaflokkurinn vildi fella niður eins mánaðar leigu.
Kjarninn 10. desember 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Hvað er svona merkilegt við þessa Dranga?
Umræða um friðlýsingu eyðijarðar norður á Ströndum „í skjóli nætur“ og áhrif þess gjörnings á Hvalárvirkjun hafa bergmálað í sölum Alþingis og í fréttum. Kyrrð og ró ríkir samtímis í óbyggðum víðernum Vestfjarða sem hafa nú að hluta verið friðuð.
Kjarninn 9. desember 2021
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Spurði hvort Svandís ætlaði að brjóta upp forréttindakerfið í sjávarútvegi
Þingmaður Viðreisnar rifjaði upp fimm ára gamla ræðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem hún sagði engan vera sáttan við fiskveiðistjórnunarkerfið nema þeir sem hagnast verulega á því og þeir sem hafi „gert sér far um að verja þau forréttindi“.
Kjarninn 9. desember 2021
Halldóra Mogensen og Bjarni Benediktsson
Er Jón Gunnarsson besta dómsmálaráðherraefni Sjálfstæðisflokksins?
Þingmaður Pírata og fjármála- og efnahagsráðherra ræddu skipan dómsmálaráðherra á þingi í dag.
Kjarninn 9. desember 2021
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Sigmar: Bit- og tannlausar eftirlitsstofnanir eru lítils virði
Þingmaður Viðreisnar segir að blóðmerar og brottkast færi Íslendingum heim sanninn um að bit- og tannlausar eftirlitsstofnanir séu lítils virði. Ábyrgðin liggi hins vegar hjá þeim sem stjórna landinu.
Kjarninn 9. desember 2021
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
Kjarninn 9. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
„Hefst nú sami söngurinn um að endurskoða kerfið“
Formaður Samfylkingarinnar segir að það sé ómanneskjulegt að láta öryrkja bíða árum saman eftir endurskoðun kerfisins. Forsætisráðherra segir að mikilvægasta verkefnið sem Alþingi stendur frammi fyrir sé að ná „samstöðu um miklu réttlátara kerfi“.
Kjarninn 8. desember 2021
Hvetur til innleiðingar á óháðri innlendri greiðslulausn
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir kerfisáhættu vera vaxandi í hagkerfinu vegna hækkandi skulda og íbúðaverðs. Þó vill hún ekki breyta eiginfjárkröfum bankanna í bráð, en telur brýnt að innleiða óháða innlenda greiðslulausn sem fyrst.
Kjarninn 8. desember 2021
Stúdentagarðar.
Fermetraverðið lægra á stúdentagörðunum borið saman við íbúðir í sambærilegri stærð
Nýleg könnun sýndi að fermetraverð leiguíbúða var hæst á stúdentagörðunum. Þær íbúðir eru 48 fermetrar að jafnaði en íbúðir á öðrum samanburðarmörkuðum um 80 fermetrar. Í samanburði við sambærilegar íbúðir eru stúdentagarðar mun ódýrari kostur.
Kjarninn 8. desember 2021
Willum Þór Þórsson ásamt aðstoðarmanni sínum, Millu Ósk Magnúsdóttur, við opnun á hjúkrunardeild fyrir COVID-sjúklinga á hjúkrunarheimilinu EIR fyrr í dag.
Milla hætt að aðstoða Lilju og aðstoðar nú Willum – Margar aðstoðarmannastöður lausar
Aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar geta orðið allt að 27 miðað við núverandi fjölda ráðuneyta. Þó nokkrir ráðherrar eiga eftir að manna aðstoðarmannastöður sínar.
Kjarninn 7. desember 2021
Geti ákveðið að leikmenn sem hlotið hafa dóm – eða hafa stöðu sakbornings – komi ekki til greina í landsliðið
Úttektarnefnd ÍSÍ telur KSÍ hafa verulegt svigrúm um hvaða siðferðilegu reglur eða viðmið sambandið setur um val á leikmönnum sem spila fyrir hönd KSÍ.
Kjarninn 7. desember 2021