Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermarsundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Íslandsbanki var síðastur stóru bankanna þriggja til að tilkynna um vaxtabreytingar.
Breytilegir óverðtryggðir vextir upp í 4,15 prósent hjá Íslandsbanka
Allir stóru bankarnir þrír hafa nú tilkynnt um vaxtabreytingar eftir síðustu vaxtahækkun Seðlabankans. Íslandsbanki var síðastur til að tilkynna breytingar og hækkar breytilega vexti minna en bæði Landsbankinn og Arion banki gerðu í vikunni.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Við undirskriftina í nótt.
Starfsemi Alvogen í Asíu seld fyrir tugi milljarða – Sjóður Wessman kaupir og selur
CVC Capital Partners og Temasek hafa selt hluti í lyfjafyrirtækjum í Asíu sem Alvogen á. Dótturfélag stærstu skráðu fyrirtækjasamstæðu Taílands er kaupandinn ásamt fjárfestingastjóði sem stýrt er af Róberti Wessman.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór sá eini sem hlaut sæti eftir endurtalningu sem samþykkti eigið kjörbréf
Þegar talið var aftur í Norðvesturkjördæmi leiddi það til þess að fimm frambjóðendur misstu sæti sitt á þingi og fimm aðrir fengu slíkt sæti. Einungis einn þeirra sem komst inn kaus með því að endurtalningin myndi standa.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Já, sögðu 42 þingmenn er tekin var afstaða til gildis kosninganna í Norðvesturkjördæmi.
Öll kjörbréfin 63 staðfest af Alþingi
Alþingi samþykkti í kvöld með 42 atkvæðum gegn 5 að staðfesta gildi umdeildra kosninga í Norðvesturkjördæmi. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði.
Kjarninn 25. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín styður ekki uppkosningu í Norðvesturkjördæmi
Katrín Jakobsdóttir hyggst greiða atkvæði með því að öll útgefin kjörbréf verði staðfest og er ekki á sama máli og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem mælti fyrir uppkosningu í Norðvesturkjördæmi á þinginu í dag.
Kjarninn 25. nóvember 2021
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar við þingsetningu á þriðjudag.
Síðasti maðurinn sem á að ákvarða hvort Sigmar Guðmundsson verði áfram þingmaður
Þingmaðurinn Sigmar Guðmundsson segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur sé síðasti maðurinn sem eigi að hafa áhrif á það hvort Sigmar Guðmundsson skuli teljast löglega kjörinn þingmaður.
Kjarninn 25. nóvember 2021
Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar og Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Andrés Ingi: Tölurnar gefa fullt tilefni til þess að „við efumst um allt“
Þingmaður Pírata spurði formann kjörbréfanefndar hvernig meirihlutinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að fara eftir síðari talningunni í Norðvesturkjördæmi. Hann svaraði og sagði að þau hefðu enga ástæðu til að rengja þær tölur sem þar koma fram.
Kjarninn 25. nóvember 2021
Arion banki hækkar vexti um 0,4 prósentustig – Breytilegir vextir nú 4,29 prósent
Tveir af þremur stærstu bönkum landsins hafa hækkað íbúðarlánavexti í gær og í dag. Sá þriðji mun líklega fylgja á eftir fyrir vikulok. Ástæðan er stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands í síðustu viku.
Kjarninn 25. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Almenningur þurfi að geta treyst kosningaúrslitum án alls vafa
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í minnihlutaáliti sínu úr kjörbréfanefnd að það sé ekki nægjanlegt að stjórnvöld fari í reynd málefnalega að við úrlausn mála, ef það sé ekki sýnilegt öðrum.
Kjarninn 25. nóvember 2021
Alþingismenn munu í dag taka afstöðu til þess hvort þeir teljist rétt kjörnir.
Þrír valkostir þingsins
Rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðsla er á dagskrá Alþingis í dag. Fjögur nefndarálit koma út úr kjörbréfanefnd, sem fela í sér þrjá ólíka valkosti um hvernig leyst verði úr kosningaklúðrinu í Norðvesturkjördæmi.
Kjarninn 25. nóvember 2021
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sá ráðherra sem bar ábyrgð á framkvæmd Ferðagjafarinnar.
Ráðuneyti braut gegn persónuverndarlögum með framkvæmd Ferðagjafar og fékk sekt
Smáforritið sem notað var til að dreifa ferðagjöf stjórnvalda sótti um tíma, án vitneskju eigenda símtækja, aðgang að „myndavél til þess að taka ljósmyndir og myndbönd, svo og að hljóðnema til að taka upp hljóð og breyta hátalarastillingum símtækis.“
Kjarninn 25. nóvember 2021
Vilhjálmur Bretaprins á Tusk-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi.
Vilhjálmur prins fær á baukinn – „Líttu í eigin barm“
Forréttindapési sem býr í höll og á þrjú börn ætti ekki að kenna fólksfjölgun í Afríku um hnignun vistkerfa í álfunni, segja þeir sem gagnrýna Vilhjálm prins fyrir ummæli sem hann lét falla.
Kjarninn 24. nóvember 2021
Höfuðstöðvar Landsbankans.
Stærsti bankinn ríður á vaðið og hækkar vexti á íbúðalánum í kjölfar stýrivaxtahækkunar
Stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósent í síðustu viku. Fyrir liggur að íbúðalánaveitendur munu hækka óverðtryggðra vexti sína í kjölfarið. Sá fyrsti, Landsbankinn, gerði slíkt í dag. Um helmingur allra íbúðalána er nú óverðtryggður.
Kjarninn 24. nóvember 2021
Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmaður Pírata.
Kærir oddvita yfirkjörstjórnar til lögreglu fyrir „mögulegt kosningasvindl“
Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur beint kæru til lögreglu og fer fram á að það verði rannsakað hvort nægar líkur séu á því að Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í NV-kjördæmi hafi „vísvitandi rangfært atkvæðagreiðslu.“
Kjarninn 24. nóvember 2021
Á þessari mynd sjást valkostirnir tveir sem hafa verið rýndir að beiðni Kópavogsbæjar.
Heppilegasta leið Borgarlínu frá Hamraborg í Smáralind liggi um íþróttasvæði Breiðabliks
Samkvæmt minnisblaði frá verkefnastofu Borgarlínu er heppilegra að Borgarlína fari um Hafnarfjarðarveg og Fífuhvammsveg en að leið hennar komi til með liggja um Digranesveg og Dalveg.
Kjarninn 24. nóvember 2021
Þegar mest var komu 2,3 milljónir ferðamanna til Íslands á einu ári. Nú er reiknað með að fjöldi þeirra í ár verði rúmur fimmtungur af þeim fjölda.
Spá því að fjöldi ferðamanna verði 720 þúsund í ár – Svipaður fjöldi og kom árið 2012
Samkvæmt spá Seðlabankans verður framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar jákvætt í fyrsta sinn síðan árið 2019 á næsta ári. Þar telur að bankinn reiknar með rúmlega tvöföldun ferðamanna en mestu skipta auknar loðnuveiðar.
Kjarninn 24. nóvember 2021
Bókahúsið iðar af lífi
Fimmti þáttur hlaðvarpsins Bókahúsið er kominn út en í honum ræðir Sverrir Norland við Eirík Bergmann stjórnmálafræðing um nýútkomna bók hans Þjóðarávarpið. Þá er rætt við Margréti Tryggvadóttur rithöfund og Lindu Ólafsdóttur teiknara um þeirra samstarf.
Kjarninn 24. nóvember 2021
Börnin voru tekin frá foreldrum sínum og áttu að verða ný tegund Grænlendinga.
„Tilraunabörnin“ krefja ríkið um bætur
Árið 1951 voru 22 grænlensk börn tekin frá fjölskyldum sínum í tilraun sem hafði það að markmiði að gera þau „dönsk“. Sex þeirra krefja nú danska ríkið um bætur fyrir meðferðina.
Kjarninn 23. nóvember 2021
Birgir Ármannson þingmaður Sjálfstæðisflokksins leiðir kjörbréfanefndina.
Allir nefndarmenn sammála um að „fyrri talning“ geti ekki gilt
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa slær möguleikann á því að láta „fyrri talninguna“ í Borgarnesi gilda út af borðinu í greinargerð sinni í dag. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata stendur ekki að greinargerðinni.
Kjarninn 23. nóvember 2021
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands
Forsetinn segir þingið þurfa að ræða hvort betra væri að kjósa að vori næst
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagðist í ræðu sinni við þingsetningu vonast til að þingið gæti rætt stjórnarskrárbreytingar í vetur, nokkuð sem ekki náðist að taka efnislega umræðu um á síðasta þingi.
Kjarninn 23. nóvember 2021
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Samkeppniseftirlitið samþykkir sölu á innviðum Sýnar
Sýn hefur nú fengið vilyrði frá Samkeppniseftirlitinu um sölu á fjarskiptainnviðum sínum til erlendra fjárfesta.
Kjarninn 23. nóvember 2021
Alls 156 hleðslustöðvar á vegum Orku náttúrunnar verða á ný virkar síðar í vikunni.
ON fékk úrskurði hnekkt og opnar hleðslustöðvar sínar á ný
Orka náttúrunnar fékk í dag úrskurði kærunefndar útboðsmála hnekkt í Héraðsdómi Reykjavíkur og getur því opnað á ný á annað hundrað hleðslustöðva sem hafa verið rafmagnslausar frá í júní.
Kjarninn 23. nóvember 2021
Útgjöld til rannsókna og þróunar enn lítil
Samkvæmt tölum Hagstofu hafa útgjöld til rannsókna og þróunar aukist töluvert á síðustu sjö árum sem hlutfall af landsframleiðslu. Hins vegar teljast þau lítil ef litið er lengur aftur í tímann og ef útgjöldin eru borin saman við hin Norðurlöndin.
Kjarninn 23. nóvember 2021
Tæplega 100 þúsund manns á Íslandi hafa nú fengið örvunarbólusetningu.
Skilgreining á „fullri bólusetningu“ ekki breyst – ennþá
Ertu fullbólusett? Eða þarftu örvunarskammt til að falla undir þá skilgreiningu? Kjarninn leitaði svara við þessari spurningu sem farin er að brenna á mörgum Evrópubúum.
Kjarninn 23. nóvember 2021
Suleiman Al Masri hefur dvalið á Íslandi í ár. Hann er 26 ára Palestínumaður sem leitar hér verndar.
„Vonin hefur aftur verið tekin frá mér“
Kærunefnd útlendingamála hefur komist að misjafnri niðurstöðu í málum Palestínumanna sem hér hafa dvalið í ár. Sumir fá mál sín tekin til efnislegrar meðferðar en aðrir ekki. „Hvernig getur þetta verið mannúðlegt?“ spyr einn þeirra.
Kjarninn 23. nóvember 2021
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur
OR græddi 7,8 milljarða á álverðstengingu
Miklar álverðshækkanir á síðustu tveimur árum hafa komið sér vel fyrir Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem hluti orkunnar sem hún selur er verðlögð í samræmi við heimsmarkaðsverð á áli.
Kjarninn 22. nóvember 2021
Stóll forseta Íslands
Alþingi undirbýr þingsetningu – Stóll forseta kominn í salinn
Stóll forseta Íslands er kominn á sinn stað í þingsal Alþingis en þingsetning fer fram á morgun. Fjölmiðlafólk og ljósmyndarar þurfa að fara í hraðpróf fyrir þingsetninguna.
Kjarninn 22. nóvember 2021
Búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd komin að þolmörkum
Dómsmálaráðherra fjallaði um erfiða stöðu í verndarkerfinu á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku.
Kjarninn 22. nóvember 2021
Forseti El Salvador, Nayib Bukele, við kynningu á fyrirhugaðri uppbyggingu Bitcoin-borgarinnar um helgina.
Vill byggja „Bitcoin-borg“ í El Salvador
Forseti El Salvador hyggst byggja nýja skattaparadís í landinu sem verður kennd við rafmyntina Bitcoin. Uppbygging borgarinnar verður fjármögnuð með skuldabréfaútboði, en stefnt er að því að virkt eldfjall verði meginorkugjafi hennar.
Kjarninn 22. nóvember 2021
Frá því að lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi síðasta sumar hefur verið hægt að fá allt að 15 prósenta uppgreiðsluafslátt hjá sjóðnum. Það hafa margir nýtt sér.
Rúmur hálfur milljarður í afslátt af námslánum frá því í fyrra
Frá því að ný lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi í fyrra hafa tæplega tvö þúsund manns fengið samtals rúman hálfan milljarð í afslátt frá ríkinu vegna uppgreiðslu námslána. Hægt er að fá allt að 15 prósent afslátt af uppgreiðslu eldri lána.
Kjarninn 22. nóvember 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Launahækkanir í kjölfar verðbólgu „eins og að pissa í skóinn sinn“
Hagfræðiprófessor segir að hætta sé á að ekki verði ráðist í aðgerðir sem bæta lífsgæði hér á landi til lengri tíma ef tímanum er varið í karp um skammtímahagsmuni og ef væntingar um launahækkanir eru óraunhæfar.
Kjarninn 21. nóvember 2021
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Hópur af fólki sem situr eftir með sárt ennið
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að ákvarðanir Seðlabankans hafi pólitískar afleiðingar – og að fasteignaverð muni ekki lækka um leið og vextir hækka.
Kjarninn 21. nóvember 2021
Nokkrar ár renna um Jadar-dalinn í Serbíu.
Óttast mengun „matarkörfunnar“ í nafni grænu byltingarinnar
Rafbílar, sólarrafhlöður og vindmyllur. Til alls þessa er nú horft sem lausnar á loftslagsvandanum. En hráefnin falla ekki af himnum ofan. Til framleiðslunnar þarf meðal annars hinn fágæta málm liþíum. Og eftir honum vill Rio Tinto grafa í Serbíu.
Kjarninn 20. nóvember 2021
Tæplega 130 þúsund umframskammtar af AstraZeneca sem Ísland hafði tryggt sér með samningum við framleiðandann hafa verið gefnir inn í COVAX-samstarfið.
Íslendingar gefa hálfa milljón bóluefnaskammta
Ísland hefur gefið alla umframskammta sína af bóluefnum AstraZeneca og Janssen inn í COVAX-samstarfið. Um 15 prósent eru þegar komin til viðtökuríkja. „Allt kapp er lagt á að umframskammtar renni inn í COVAX eins fljótt og kostur er á.“
Kjarninn 20. nóvember 2021
Segir engan ómissandi í pólitík – en það sé enn verk að vinna í borginni
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ætla að gera það upp við sig fljótlega hvort hann bjóði sig fram í komandi borgarstjórnarkosningum en sé ekki enn kominn að niðurstöðu.
Kjarninn 20. nóvember 2021
Skólfustungur var tekin af kísilverksmiðjunni í ágúst 2014. Á meðal þeirra sem tóku hana voru þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þáverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Eigandinn segir mikinn kaupáhuga á kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík
Í febrúar sagði bankastjóri Arion banka að litlar vonir væru um að kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík myndi starfa aftur. Nú segir bankinn að mikill áhugi sé á henni vegna breyttra markaðsaðstæðna og að viðræður standi yfir við áhugasama kaupendur.
Kjarninn 20. nóvember 2021