Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Mun millistéttin velja tannkremið mitt líka?
16. september 2022
Áform um að leggja útsvar á þá sem eru einvörðungu með fjármagnstekjur rataði inn í stjórnarsáttmálann. Bjarni Benediktsson mun leggja fram frumvarp þess efnis næsta vor.
Frumvarp sem lætur fjármagnseigendur borga útsvar til sveitarfélaga lagt fram í apríl
Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp á yfirstandandi þingi sem felur í sér að þeir sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar. Hingað til hefur þessi hópur ekki greitt skatta til sveitarfélaga.
16. september 2022
Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja fjögurra prósentustiga fylgisþröskuld á ríkisstyrki
Nokkrir þingmenn stærsta flokks landsins vilja að fyrirtæki og einstaklingar geti styrkt flokka um hærri fjárhæð en nú er heimilt, en enginn flokkur fær meira í styrki frá slíkum en Sjálfstæðisflokkurinn.
16. september 2022
Teitur Björn Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Hann starfaði áður sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.
Teitur Björn ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar
Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar á sviði sjálfbærni og þjóðaröryggismála. Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar eru þar með orðnir þrír talsins.
16. september 2022
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra mun leggja fram frumvarp í haust um flýti- og umferðargjöld á höfuðborgarsvæðinu.
Von á frumvarpi frá Bjarna um ný umferðargjöld á höfuðborgarsvæðinu
Ný gjaldtaka á akandi umferð á höfuðborgarsvæðinu er áformuð frá 1. janúar 2024. Fjármálaráðherra mun leggja fram frumvarp um málið á næstunni, en lítið hefur heyrst af útfærslunni á þessum gjöldum, sem eiga að skila a.m.k. 60 milljörðum á 12 árum.
16. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Héðinn Svarfdal: Að ferðast til Kína
16. september 2022
Ekki er haldið sérstaklega utan um tilkynningar um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni í framhaldsskólum.
Tilkynningar um kynferðisofbeldi í framhaldsskólum ekki skráðar sérstaklega
Mennta- og barnamálaráðuneytið heldur ekki sérstaklega utan um tilkynningar sem snúa að kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni í framhaldsskólum. Kallað hefur verið eftir bættum viðbragðsáætlunum og segir formaður starfshóps slíkar liggja fyrir.
16. september 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segist „innilega ósammála“ Kristrúnu um nýja stjórnarskrá og Evrópusambandsmál
Kristrún Frostadóttir, sem vill verða formaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að hún vilji leggja áherslu á mál sem flokkurinn geti skilað í höfn. Það sé ekki, sem stendur, þingmeirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu eða samþykkt nýrrar stjórnarskrár.
16. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Nýr iPhone, Watch Ultra og Airpods Pro 2
16. september 2022
Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Píratar vilja banna fyrirtækjum að styrkja flokka og frambjóðendur með beinum hætti
Þingflokkur Pírata telur að fyrirkomulag þar sem fyrirtækjaeigendur geti bæði styrkt flokka beint og í gegnum fyrirtæki sín sé ólíðandi í lýðræðissamfélagi. Það fari þvert gegn markmiði laga um að tryggja gagnsæi, jafnræði og að berjast gegn spillingu.
15. september 2022
Guðjón Sigurbjartsson
Lífskjör og matartollar
15. september 2022
Hér eru þau saman, Ulf Kristersson formaður Hægriflokksins (Moderatarna) og Magdalena Andersson formaður Sósíaldemókrata. Ulf mun á næstunni nær örugglega taka við embætti forsætisráðherra af Magdalenu.
Andersson biðst lausnar og segir Kristersson að hennar dyr standi ávallt opnar
Talningu atkvæða í Svíþjóð er lokið og stjórnarmyndunarviðræður hægra megin við miðjuna hafnar. Fráfarandi forsætisráðherra segir að Ulf Kristersson geti leitað til Sósíaldemókrata um samstarf ef viðræður við Svíþjóðardemókrata sigli í strand.
15. september 2022
Höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti.
Framlög til RÚV aukist um 720 milljónir á tveimur árum en aðrir fá minna á hverju ári
Lilja D. Alfreðsdóttir ætlar að framlengja líftíma rekstrarstuðnings við einkarekna fjölmiðla. Potturinn sem þeir skipta á milli sín minnkar hins vegar ár frá ári. Framlög til RÚV aukast hins vegar milli ára og verða tæplega 5,4 milljarðar króna.
15. september 2022
Andlaust fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar einstaklingshyggjunnar
None
15. september 2022
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Alþýðusambands Íslands
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tilkynnti starfsfólki félagsins á fundi í morgun að hann ætli að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins, sem fram fer dagana 10.-12. október.
15. september 2022
Samkeppniseftirlitið felst á kaup Ardian á Mílu – „Verulegar breytingar“ á heildsölusamningi
„Innkoma sjálfstæðs innviðafjárfestis inn á íslenskan markað og rof á eignatengslum Símans og Mílu er til þess fallið að treysta samkeppni ef vel er að málum staðið,“ segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
15. september 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri taldi mál 16 ára drengs í tvígang vera til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu þegar svo reyndist ekki vera. Málið komst loks til nefndarinnar í júní, tveimur mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað.
Mál 16 ára drengs enn hjá eftirlitsnefnd fimm mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað
„Misskilningur“ olli því að mál 16 ára drengs rataði ekki til nefndar um eftirlit með lögreglu fyrr en tveimur mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað. Málið hefur nú verið hjá nefndinni í tæpa þrjá mánuði, sem „vinnur að úrlausn“.
15. september 2022
Í yfir átta áratugi átti Elísabet Englandsdrottning að minnsta kosti einn, oftast fleiri, corgi-hunda.
Prins án konunglegra titla tekur við dásemdum drottningar
Hlutskipti sona Englandsdrottningar heitinnar eru ólík eftir andlát hennar. Karl er konungur en Andrés tekur við hundum drottningar sem skipuðu stóran sess í lífi hennar í yfir 80 ár.
14. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Kynjajafnrétti: Bridge klúbbur forystu kvenna á kauphallarmarkaði
14. september 2022
117,5 af hverjum 1.000 íbúum voru afgreidd þunglyndislyf árið 2012 en í fyrra fengu 162,5 af hverjum 1.000 íbúum þunglyndislyf. Fjölgunin nemur tæpum 40 prósentum.
Afgreiðslur allra geðlyfja nema róandi og kvíðastillandi lyfja aukist á tíu árum
Afgreiðslur á örvandi lyfjum hafa rúmlega tvöfaldast síðastliðin tíu ár og afgreiðsla þunglyndislyfja hefur aukist um 40 prósent. Aðeins afgreiðslum á róandi og kvíðastillandi lyfjum hefur fækkað ef mið er tekið af öllum geðlyfjum.
14. september 2022
Yfir 70 prósent landsmanna hlynnt bæði leiguþaki og leigubremsu
Samtök leigjenda létu Maskínu framkvæma skoðanakönnun um afstöðu Íslendinga til bæði leiguþaks og leigubremsu. Í ljós kom að þessar hugmyndir, til að halda aftur af leiguverði, mælast mjög vel fyrir hjá þjóðinni.
14. september 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir er ráðherra fjölmiðlamála.
Styrkur til stærstu fjölmiðlanna dregst saman en styrkur til Bændasamtakanna hækkar
Alls fá 25 fyrirtæki rekstrarstyrk úr ríkissjóði vegna fjölmiðlareksturs. Aukin fjöldi umsókna, hærri styrkir til sumra og minni heildarpottur orsakar það að flestir fréttamiðlar fá lægra hlutfall af stuðningshæfum kostnaði endurgreiddan nú en í fyrra. .
14. september 2022
Greiðslubyrði íbúðalána hefur hækkað skarpt síðustu mánuði og fólk heldur að sér höndum í fasteignaviðskiptum, ef það getur.
Greiðslubyrði 30 milljóna króna láns hækkaði um 18.600 krónur milli mánaða
Þau sem eru með óverðtryggt íbúðarlán á breytilegum vöxtum greiddu 6.200 krónum meira fyrir hverjar tíu milljónir af láninu í september en þau gerðu í ágúst. Verðtryggðu lánin verða vinsæl á ný vegna nýrra reglna Seðlabankans.
14. september 2022
Stefán Ólafsson
Ríkisstjórnin vegur að velferðarríkinu
14. september 2022
Pawel Bartoszek, varaborgarfullrúi Viðreisnar.
Pawel pælir í lestarkerfi – „Það myndi nú stundum ekki drepa okkur að hugsa stórt“
„En hvað um neðanjarðarlestir?“ spyr Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. „Auðvitað yrðu sjálfvirkar neðanjarðarlestir frábærar í landi grænnar orku, dýrs vinnuafls og misjafnrar veðráttu.“
14. september 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 29. þáttur: Kvikspuni, kakkalakkar og svissneskir vasahnífar
14. september 2022
Hótel d‘Angleterre hefur í árafjöld verið prýtt einstaklega mörgum og fallegum jólaljósum. Nú verður breyting þar á.
Dimmir yfir Danmörku
Danir standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum um hvernig hægt sé að draga úr orkunotkun og lækka rafmagnsreikninginn. Verslanir og hótel hafa þegar riðið á vaðið og gefið út að jólaskreytingarnar verði hógværari í ár.
13. september 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Námuvinnsla skilur eftir sig spor ...
13. september 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á fundi um húsnæðismál, sem fram fór í húsakynnum HMS í dag.
HMS og sveitarfélögin semja um aukna húsnæðisuppbyggingu
Átaki stjórnvalda og sveitarfélaga um aukinn hraða uppbyggingar íbúða var hrundið af stað með upphafsfundi í dag. Næstu skref eru samningagerð HMS við sveitarfélög landsins um uppbyggingu næstu ára og gerð húsnæðisstefnu með aðgerðaáætlun.
13. september 2022
Samfylkingin var formlega stofnuð árið 2000, með samruna afla á vinstri kantinum í íslenskum stjórnmálum.
Vilja breyta nafni Samfylkingar í Jafnaðarflokkinn
Tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar munu leggja það til á landsfundi flokksins í haust að flokkurinn fái nýtt nafn, Jafnaðarflokkurinn.
13. september 2022
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR
Ragnar Þór ætlar í framboð til forseta ASÍ ef hann fær breiðan stuðning aðildarfélaga
Formaður VR ætlar að tilkynna á fimmtudag hvort hann bjóði sig fram til forseta ASÍ eða ekki. Hann segist vilja breiðan stuðning aðildarfélaga við það sem hann segir nauðsynlegar breytingar á Alþýðusambandinu.
13. september 2022
Fjárlagafrumvarpið á mannamáli
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp vegna ársins 2023 í gær. Það segir til um hvernig þjóðarheimilið er rekið.
13. september 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Margrétarskálin
13. september 2022
Margrétarskálin
Hvað er svona merkilegt við skál úr melamíni sem þótti ekki rétt að setja sjóð­andi vökva í þær og eiga ekki erindi í örbylgju­ofn­inn, og eru kjötbollurnar í alvöru besta ef þær eru hrærðar í „Margréti“?
13. september 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sigurður Ingi: Ekki unnt að fallast á fyrirhugaða byggð í Skerjafirði að óbreyttu
Innviðaráðherra segir að hann muni ekki fallast á að farið verði í uppbyggingu á næstum sjö hundruð íbúða hverfi í Nýja-Skerjafirði án þess að það verði tryggð að hún hafi ekki neikvæð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.
13. september 2022
Kóngadans á vöku SD í gærkvöldi.
Åkesson dansar kónga: Útlit fyrir umpólun í Svíþjóð
Þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða er útlit fyrir að hægt verði að mynda ríkisstjórn til hægri í Svíþjóð. Svíþjóðardemókratar ætla að reyna að fá ráðherraembætti, í krafti þess að vera stærsti flokkurinn á hægri vængnum.
12. september 2022
Vilhjálmur Árnason
Harðstjórn verðleikanna og jafnaðarstefnan
12. september 2022
Kristrún vill að aðildarviðræður að ESB verði lagðar í þjóðaratkvæðagreiðslu
Kristrún Frostadóttir segir ekkert hafa breyst í afstöðu flokks síns gagnvart Evrópusambandinu. Sjálf sé hún stuðningsmaður aðildar. Fyrsta skrefið sem þurfi að stíga sé að spyrja þjóðina hvort hún vilji fara í þetta verkefni.
12. september 2022
Í fjárlagafrumvarpinu eru kynnt fyrstu skrefin í þeirri viðleitni stjórnvalda til að stoppa í það gat sem myndast hefur í tekjustofnum ríkisins vegna innreiðar rafbíla..
Fyrstu skrefin að breyttri gjaldtöku á bíla skili hátt í 5 milljörðum í ríkissjóð
Breytingar á vörugjöldum og bifreiðagjöldum, sem eiga að koma til framkvæmda á næsta ári, munu skila 4,9 milljörðum króna í viðbótartekjur fyrir ríkissjóð ef áætlanir fjármála- og efnahagsráðuneytisins stemma.
12. september 2022
Fjárlagafrumvarpið reiknar með að restin af Íslandsbanka verði seld á næsta ári
Gert er ráð fyrir því að halli á ríkissjóði á næsta ári verði 89 milljarðar króna. Reiknað er með að 42,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka verði seldur á næsta ári.
12. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Kaupmáttur grunnatvinnuleysisbóta byrjaði að rýrna í júní
Grunnatvinnuleysisbætur eru 313.729 krónur. Þær voru hækkaðar um síðustu áramót í takti við spá um verðbólgu. Raunveruleg verðbólga hefur verið langt umfram spár. Atvinnuleysisbæturnar hafa ekki verið hækkaðar í takti við það.
12. september 2022
Kristrún: Það er ekki meirihluti fyrir nýju stjórnarskránni á þingi
Kristrún Frostadóttir vill ekki senda þau skilaboð að það sé ekki hægt að komast áfram í kjarna-velferðarmálum nema að Ísland fái nýja stjórnarskrá. „Ég vil ekki stunda þannig pólitík að við séum að bíða eftir einni lausn sem muni laga allt annað.“
11. september 2022
Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar.
Útgönguspá í Svíþjóð sýnir þingmeirihluta til vinstri
Útlit er fyrir að hægt verði að mynda nýja ríkisstjórn vinstra megin við miðju í Svíþjóð, undir forsæti Sósíaldemókrata, samkvæmt útgönguspá SVT sem birt var um leið og kjörstaðir lokuðu kl. 18 að íslenskum tíma.
11. september 2022
Unnið er að lengingu Suðurvarargarðs við Þorlákshöfn þessa dagana.
Heimilt að veita Þorlákshöfn ríkisstyrk, samkvæmt mati Vegagerðarinnar
Þrátt fyrir að vörugjöld af bílum og tækjum í Þorlákshöfn séu einungis 43 prósent af því sem þau eru hjá Faxaflóahöfnum telur Vegagerðin það ekki raska samkeppni né koma í veg fyrir ríkisstyrki til uppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn.
11. september 2022
Stefán Jón Hafstein
Lausn sem virkar
11. september 2022
Fossaröð í Geitdalsá í Leirudal skammt neðan við áformað miðlunarlón. Rennsli í fossunum mun skerðast með tilkomu virkjunar.
Segja „fullyrðingar“ Landverndar „ekki svaraverðar“
Stofnanir, samtök og einstaklingar vilja vita hvernig Arctic Hydro komst að þeirri niðurstöðu að áformuð Geitdalsárvirkjun yrði 9,9 MW að afli, rétt undir þeim mörkum sem kalla á ítarlega meðferð í rammaáætlun.
11. september 2022
Frá nefnd á vegum dönsku ríkisstjórnarinnar hefur komið sú tillaga að banna notkun slæðu, eða hijab, í grunnskólum landsins. Ekki eru allir á einu máli um ágæti tillögunnar.
Að bera slæðu eða ekki
Nefnd á vegum dönsku ríkisstjórnarinnar leggur til að slæður verði bannaðar í dönskum grunnskólum. Tillagan, sem enn er aðeins drög, er mjög umdeild og margir þingmenn telja útilokað að tillaga um slæðubann yrði samþykkt í danska þinginu.
11. september 2022
Drottning heimsveldis kvaddi án uppgjörs
Í sjötíu ár, sjö mánuði og tvo daga var hún drottning Bretlands og á þeim tíma einnig þjóðhöfðingi margra annarra ríkja vítt og breitt um jarðarkringluna.
10. september 2022
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason bað ráðuneyti um að skilgreina fyrir sig hamfarahlýnun
Í svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn þingmanns Miðflokksins segir að fyrirspurninni, um skilgreiningu á hugtakinu hamfarahlýnun, hefði ef til vill átt að beina til Stofnunar Árna Magnússonar, fremur en til ráðherra.
10. september 2022
Náman eins og hún er í dag.
Vilja stækka og dýpka gjallnámu í Seyðishólum – Flutningabílar ferja efnið til Þorlákshafnar
Til stendur að vinna sama magn efnis úr gjallnámu í Seyðishólum í Grímsnesi á fimmtán árum og gert hefur verið síðustu 70 árin. Meirihlutinn yrði fluttur úr landi.
10. september 2022