Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Ruslaeyjan í norðurhluta Kyrrahafsins, sem staðsett er á milli Hawaii og Kaliforníu, er stærsta plasteyjan, eða plastfláki, sem flýtur um heimshöfin.
Iðnvædd sjávarútvegsríki bera ábyrgð á ruslaeyjunni í Kyrrahafi
Meirihluta af tugþúsundum tonna af plasti sem mynda „ruslaeyjuna“ á Kyrrahafinu má rekja til sjávarútvegs fimm iðnríkja. Rannsakendur segja tímabært að viðurkenna að plastmengun á hafi sé hnattrænt vandamál en ekki bundið við fátæk sjávarútvegsríki.
10. september 2022
„Við verðum að losna úr þessu hugarfari að þetta sé barátta hvers fyrir sig“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún vill sitja í mið-vinstristjórn og segir að neitunarvaldið gagnvart þeim aðgerðum sem hún telur nauðsynlegt að ráðast í liggi hjá Sjálfstæðisflokki.
10. september 2022
Varphænum hefur lengst af verið haldið í búrum en eftir að krafa var gerð um lausagöngu hafa pallakerfi tekið við.
Hyllir undir endalok búra í varphænubúskap – bringubeinsskaði gæti frekar aukist en hitt
Útlit er fyrir að búr muni „að mestu“ leggjast af á íslenskum varphænubúum um næstu áramót líkt og framlengdur frestur sem gefinn var á gildistöku reglugerðar þar um gerir ráð fyrir. Áratugur er síðan búr voru bönnuð í öðrum Evrópuríkjum.
10. september 2022
Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins beindi fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um áhrif hækkunar fasteignamats.
Næstum 2.800 manns hætta alfarið að fá vaxtabætur vegna hækkunar fasteignamats
Fasteignamat hækkar að meðaltali um 23,6 prósent um áramót og þá sömuleiðis eignastaða þeirra sem búa í eigin húsnæði. Það hefur þau áhrif að hátt í 2.800 manns hætta að fá einhverjar vaxtabætur, samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins.
9. september 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Ekki alveg svona einfalt...
9. september 2022
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er sem fyrr forvitinn um fjárfestingu hins opinbera í hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Ríkið fjármagnar 87,5 prósent samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins
Hlutur ríkisins í fjármögnun Borgarlínu og annarra uppbyggingarverkefna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins nemur 87,5 prósentum. Uppreiknað m.v. byggingavísitölu í júlí er hlutur ríkisins í kostnaðaráætlun Borgarlínu 51,7 milljarðar króna.
9. september 2022
Elísabet drotting á tíu punda seðlinum.
Hvenær fær kóngurinn Karl að prýða pundið?
Fjölmargt í daglegu lífi Breta minnir á Elísabetu drottningu eftir sjötíu ára valdatíð. Eftir andlát hennar er þegar hafinn undirbúningur að því að setja andlit hins nýja konungs, Karls III, á peningaseðla og mynt.
9. september 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Högnuðust samtals um 16,5 milljarða eftir að þau greiddu 4,4 milljarða í veiðigjöld og skatta
Útgerðarfélög að öllu leyti í eigu Samherja og Síldarvinnslan, sem Samherji á þriðjung í, greiddu um fimmtung þess sem var til skiptanna úr rekstrinum til ríkisins í formi veiðigjalda en afgangurinn rann til hluthafa.
9. september 2022
Við vorum ekki lengi að hreinsa út þessa útlensku auglýsingu af vefmiðlum, en ætlar fólk að að ganga enn lengra og sýna samstöðu með íslenskunni með því að standa með fjölmiðlum sem skrifa á íslensku.
Why the f**k do we need íslenska?
Ef við fárumst yfir fernu af haframjólk með örfáum enskum orðum á auglýsingavefborðum fréttamiðla þá hljótum við að geta sýnt íslenskunni raunverulegan stuðning með því að styrkja miðlana sem dag hvern skrifa og framleiða fréttir á hinu ástkæra ylhýra.
9. september 2022
Það eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að draga úr notkun á rafmagni og gasi, segja hagfræðingar.
Orkuverð rýkur upp úr öllu valdi í Danmörku
Gasreikningur danskra heimila gæti fjórfaldast og rafmagnsreikningurinn tvöfaldast ef fram heldur sem horfir. Orkukreppan í Evrópu bítur ríki ESB fast.
8. september 2022
Elísabet II Englandsdrottning er látin, 96 ára að aldri.
Elísabet II Englandsdrottning látin
Elísabet II Englandsdrottning lést síðdegis, umkringd sinni nánustu fjölskyldu, í Balmoral-kastala í Skotlandi. Hún var 96 ára og var drottning í 70 ár, lengur en nokkur annar breskur þjóðhöfðingi. Karl Bretaprins tekur við krúnunni.
8. september 2022
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fékk þær upplýsingar frá skrifstofu borgarstjórnar að hún þurfi ekki að skrá hluti eiginmanns síns í félögum sem fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa.
Eignir maka ná ekki til hagsmunaskráningar borgarfulltrúa
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík leitaði til skrifstofu borgarstjórnar hvort henni bæri að skrá hlut eiginmanns síns í félögum sem fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa. Skrifstofan mat að ekki væri þörf á því.
8. september 2022
Fyrsta konan sem ráðin er forstjóri í þegar skráðu félagi frá bankahruni
Konur í forstjórastóli í Kauphöllinni orðnar þrjár, eftir að hafa verið núll árum saman. Sú fyrsta þeirra, Birna Einarsdóttir, kom inn í Kauphöllina við skráningu Íslandsbanka í fyrrasumar, önnur, Margrét Tryggvadóttir, bættist við þegar Nova var skráð.
8. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Bragðast eins og kjúklingarif 味如鸡肋
8. september 2022
Gylfi Zoega er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og situr í peningastefnunefnd Seðlabankans.
Gylfi hefði aftur kosið meiri vaxtahækkun en Ásgeir lagði til
Rétt eins og við vaxtaákvörðunina í júnímánuði hefði hagfræðiprófessorinn Gylfi Zoega viljað sjá vexti Seðlabankans hækka meira undir lok ágústmánaðar en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri lagði til og samþykkt var í peningastefnunefnd.
8. september 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri dróg fram nýlega skýrslu Jarðvísindastofnunar HÍ, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Voga, í umræðum um framtíð Reykjavíkurflugvallar í vikunni.
Dagur: Hvassahraun virðist „ein öruggasta staðsetningin“ fyrir innviði á Reykjanesskaga
Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogum, yrði mögulegt flugvallarstæði í Hvassahrauni í hverfandi hættu vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga.
8. september 2022
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur „þurfti að leita ráðgjafar með nokkur smáatriði“ vegna hagsmunaskráningar
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn vinnur að uppfærslu á hagsmunaskráningu sem borgarfulltrúi. Hún sagði sig nýverið úr stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra þar sem eiginmaður hennar situr í stjórn Sýnar.
8. september 2022
Gengið eftir járnbrautarteinum í flóðvatni í Sindh-héraði.
Úrkoman 466 prósent meiri en í meðalári
Stíflur fjallavatnanna í Pakistan eru farnar að bresta. Vötnin sem alla jafna eru lífæð fólksins á láglendinu ógna nú lífi þúsunda.
7. september 2022
Ásta S. Fjeldsted hefur tekið við sem forstjóri Festi.
Ásta tekur við sem forstjóri Festi
Ásta Sigríður Fjeldsted er nýr forstjóri Festi, sem er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtæki landsins. Frá þessu var greint í tilkynningu til Kauphallar í dag. Ásta sinnir starfi framkvæmdastjóra Krónunnar einnig þar til ráðið hefur verið í starfið
7. september 2022
Ævar Rafn Hafþórsson
Týnda kynslóðin á fasteignamarkaði – ofurvald bankanna
7. september 2022
Landvinnsla Samherja á Dalvík.
Samherji Ísland hagnaðist um fjóra milljarða eftir að hafa greitt 470 milljónir í veiðigjöld
Útgerðarfélag í eigu Samherjasamstæðunnar, sem heldur á rúmlega átta prósentum af öllum úthlutuðum kvóta, hagnaðist um rúman milljarð króna á kvótaleigu í fyrra. Veiðigjöldin sem félagið greiddi náðu ekki að vera helmingur þeirrar upphæðar.
7. september 2022
Tölvukubbar eru bráðnauðsynlegir í langflest raftæki, stór og smá. Bandaríkin ætla að setja mikið fé í að auka framleiðslu á þeim innanlands.
Bandaríkin munu girða fyrir fjárfestingar styrkþega í Kína
Bandarísk yfirvöld munu veita tugum milljarða dollara í að niðurgreiða framleiðslu á tölvukubbum á næstu árum. Fyrirtækin sem hljóta styrki mega á sama tíma ekki opna nýjar hátækniverksmiðjur á kínverskri grundu, samkvæmt viðskiptaráðherra landsins.
7. september 2022
Virði útgerðarfélaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur aukist gríðarlega frá því í september í fyrra.
Lífeyrissjóðir bæta við sig í útgerðarfélögum – Kaupverðið á Vísi hækkað um 4,5 milljarða
Virði skráðra félaga í Kauphöll Íslands dróst saman að nýju í ágúst eftir að hafa hækkað í júlí. Stórir lífeyrissjóðir eru að bæta við sig hlutum í skráðum sjávarútvegsfélögum, en virði þeirra hefur aukist gríðarlega á tæpu ári.
7. september 2022
Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í fjármálum.
Seðlabankarnir í stríðsham
Doktor í fjármálum segir að samhæfð frysting rússneskra eigna í mörgum helstu seðlabönkum heims hafi náð „að færa vígvöllinn inn á svið reikningsskila, lögfræði og bókhalds inni í seðlabönkunum“. Hann ræddi þessi mál í hlaðvarpsþættinum Ekon.
7. september 2022
Boris Johnson hélt sína síðustu ræðu sem forsætisráðherra í morgun.
Hvað verður um Boris Johnson?
Boris Johnson var forsætisráðherra Bretlands í 1.139 daga. Röð hneykslismála leiddi til afsagnar hans en framtíð hans í stjórnmálum er óljós. Í lokaræðu sinni líkti hann sér við eldflaug sem væri nú tilbúin til „mjúklegrar brotlendingar“.
6. september 2022
Krónunum í hirslum íslenskra lífeyrissjóða fjölgaði umtalsvert í júlímánuði.
Eignir lífeyrissjóða aldrei vaxið jafn mikið í einum mánuði og í júlí, eða um 237 milljarða
Eignir lífeyrissjóðakerfisins lækkuðu um 361 milljarð króna á fyrri hluta ársins 2022, vegna styrkingar krónunnar og fallandi hlutabréfaverðs. Í júlí varð mikill viðsnúningur.
6. september 2022
Suðurleið færi yfir skóglendi sem nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.
Vilja suðurleið og þungaumferð út fyrir bæinn – „Umhverfisslys í einstöku náttúruvætti“ segir fulltrúi Miðflokks
Meirihluti umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings samþykkir aðalvalkost Vegagerðarinnar um veglínu að áformuðum Fjarðarheiðargöngum. Ráðið felldi tillögu fulltrúa Miðflokksins um íbúafund.
6. september 2022
Höfuðstöðvar Íslandsbanka
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka „á lokametrunum“
Ríkisendurskoðun er að klára að skrifa skýrslu sína um sölu á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka til 207 fjárfesta í lokuðu útboði með afslætti. Þegar því er lokið á eftir að rýna hana og senda í umsagnarferli. Upphaflega átti að skila skýrslunni í júní.
6. september 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Matreiðslubækur vinsælt lesefni hjá Dönum
6. september 2022
Matreiðslubækur vinsælt lesefni hjá Dönum – fæstir elda upp úr þeim
Danir eru miklir áhugamenn um mat og margir þeirra eru allt of þungir. Það ætti því ekki að koma á óvart að þessi mikla mat­ar­þjóð skuli hafa áhuga fyrir að lesa um mat og skoða upp­skrift­ir.
6. september 2022
Dularfull dauðsföll auðmanna sem tengdust Pútín
Einn féll út um glugga. Annar lést í meðferð hjá græðara. Sá þriðji (og reyndar sjá fjórði líka) fannst hengdur. Sá fimmti á að hafa stungið fjölskylduna og svo sjálfan sig. Undarlegar kringumstæður hafa einkennt andlát þekktra Rússa undanfarið.
6. september 2022
Týr Þórarinsson
Áskorun til barnamálaráðherra!
6. september 2022
Mary Elizabeth Truss verður nýr forsætisráðherra Bretlands og þriðja konan í sögunni sem gegnir því embætti.
Hóf ferilinn sem frjálslyndur demókrati en leiðir nú Íhaldsflokkinn
Verðandi forsætisráðherra Bretlands og nýr leiðtogi Íhaldsflokksins var frjálslyndur demókrati á námsárunum og kaus gegn útgöngu Bretlands í Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en skipti svo um skoðun. En hver er Liz Truss?
5. september 2022
Hilmar Þór Hilmarsson
Evran, ytri áföll og lýðræðið
5. september 2022
Þórrunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Nefndin aflar frekari gagna áður formleg skref vegna skipana án auglýsingar verða stigin
Skipun menningar- og viðskiptaráðherra á nýjum þjóðminjaverði án þess að starfið væri auglýst hefur vakið hörð viðbrögð. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoðar hvort hún ráðist í frumkvæðisathugun á skipun embættismanna án auglýsingar.
5. september 2022
Liz Truss er nýr forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins.
Liz Truss nýr forsætisráðherra Bretlands
Liz Truss verður nýr forsætisráðherra Bretlands eftir að hún hafði betur gegn Rishi Sunak í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Stórar áskoranir blasa við, ekki síst hækkandi orkuverð og hyggst Truss kynna áætlun sína til að bregðast við því í vikunni.
5. september 2022
Erling Braut Haaland framherji Manchester City er búinn að skora 10 mörk í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Hann kostaði City svipað mikið og veiðigjöldin sem lögð eru á útgerðir á Íslandi í ár.
Félagaskiptaglugginn í enska boltanum í íslensku samhengi
Upphæðirnar sem ensk knattspyrnufélög settu í að kaupa nokkra tugi leikmanna í sumar slá öll fyrri met. Heildareyðsla félaganna í úrvalsdeildinni var meiri en árleg útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála.
5. september 2022
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Kristján Þórður gefur ekki kost á sér í forsetaembættið
Starfandi forseti ASÍ hyggst ekki gefa kost á sér til þess að leiða sambandið á þingi ASÍ í október. Hann ætlar að einbeita sér að verkefnum Rafiðnaðarsambands Íslands, þar sem hann gegnir formennsku.
5. september 2022
Virði íbúða Félagsbústaða hefur aukist um rúmlega 20 milljarða á sex mánuðum
Í fyrra hækkaði virði íbúða í eigu Félagsbústaða um rúmlega 20 milljarða. Eignasafnið hafði aldrei hækkað jafn mikið innan árs áður og hækkunin var meiri en fjögur árin á undan. Á fyrri hluta þessa árs hækkaði virði íbúðanna aftur um 20 milljarða.
5. september 2022
Þótt stjórnin mælist fallin er staða hennar betri nú en tæpu ári eftir kosningarnar 2017
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír voru samtals með meira fylgi ellefu mánuðum eftir kosningarnar 2017 en þeir mælast með núna. Stjórnarflokkarnir mældust þá með minna sameiginlegt fylgi en þeir mælast með nú.
4. september 2022
Guðmundur Egill  og Ásgeir með spilið sitt.
Nýtt íslenskt spurningaspil þar sem giskað er á hvort meðspilarar svari rétt eða rangt
Tveir áhugamenn um borðspil höfðu áhyggjur af því að vinir og fjölskyldur skiptust í tvær fylkingar varðandi spurningaspil. Sumir elska þau, en aðrir þola þau ekki. Þeir telja sig hafa leyst þetta með spili sem hægt að spila við alla.
4. september 2022
Stefán Jón Hafstein
Matvælakreppan
4. september 2022
Helga Rakel Guðrúnardóttir var hökkuð og sá sem það gerði hefur játað það fyrir henni. Samt sem áður vill lögreglan á Íslandi ekki rannsaka málið.
Upplifun af því að kæra til lögreglu brot gegn friðhelgi einkalífs var hræðileg
Kona sem var hökkuð fékk áfallastreituröskun í kjölfarið. Persónulegum upplýsingum um hana var lekið á netið og hún hefur fengið hótanir frá þeim sem frömdu brotið. Konan kærði en segir að lögreglan hafi ekki haft áhuga á að rannsaka málið.
4. september 2022
Ekki allir þjónar jafnir í dönsku guðshúsunum
Niðrandi og niðurlægjandi framkoma í garð kvenpresta er vandamál í dönsku þjóðkirkjunni og mörg dæmi um að þær hafi hrakist úr starfi. Dönsk lög um jafnrétti til starfa óháð kyni hafa til þessa undanskilið eina starfsstétt: presta.
4. september 2022
Húsnæði Sósíalistaflokks Íslands grýtt og Gunnari Smára hótað
Formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands var sagt að hugsa um fjölskyldu sína áður en hann héldi áfram starfi sínu í stjórnmálum. Hann hefur tilkynnt hótanirnar til lögreglu.
4. september 2022
Píramídarnir í Giza eru sannarlega mikið undur en smám saman eykst þekking okkar á því hvernig þeir voru byggðir.
Hafa leyst hluta ráðgátunnar um píramídana
Nýjar rannsóknir á Nílarfljóti sýna hvernig Egyptum tókst að byggja hina gríðarmiklu píramída í Giza fyrir þúsundum ára.
3. september 2022
Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata og fulltrúi borgarinnar í stjórn Strætó.
„Almenningssamgöngum er ekki ætlað að koma út í plús“
Fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Strætó bendir á það í samtali við Kjarnann að almenningssamgöngur séu fjárfesting samfélagsins, sem eigi ekki að skila hagnaði, heldur ágóða í formi minni mengunar, bættrar umferðar og þjónustu fyrir fólk.
3. september 2022
Hápunktur í starfsemi Kjarnans á árinu 2021 var þegar ritstjórn hans hlaut Blaðamannaverðlaunin fyrir umfangsmikla umfjöllun um brunann á Bræðraborgarstíg sem birtist í nóvember árið áður.
Rekstrartekjur Kjarnans hafa vaxið um 80 prósent á tveimur árum
Ársverkum hjá Kjarnanum fjölgaði um rúmlega þrjú í fyrra og vöxtur var í öllum helstu tekjustoðum miðilsins. Lesendur Kjarnans hafa aldrei verið fleiri en þeir voru á árinu 2021.
3. september 2022
Anna Heiður Oddsdóttir
Samviska á flótta
3. september 2022
Brotið innan úr kerjum í álver.
Hafa hug á að flytja inn „vandræðasaman“ spilliefnaúrgang til endurvinnslu
Áhugi er á því að endurvinna kerbrot sem falla til við starfsemi álveranna hér á landi í nýrri verksmiðju á Grundartanga. Brotin, sem eru mengandi spilliefni, hafa í fleiri ár verið urðuð við Íslandsstrendur.
3. september 2022