Leiguverð hækkar um 2,2 prósent milli mánaða
Meðalleiguverð á fermetra í júní var hæst í stúdíóíbúðum í Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar, 5.129 krónur.
Kjarninn 22. júlí 2020
Rio Tinto rekur álverið í Straumsvík.
Hóta lokun álversins „láti Landsvirkjun ekki af skaðlegri háttsemi sinni“
Rio Tinto lagði í dag fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins gagnvart ISAL“.
Kjarninn 22. júlí 2020
El Grillo var sökkt í Seyðisfirði í síðari heimsstyrjöldinni
Farið að leka úr öðrum tanki El Grillo
Svo virðist sem farið sé að leka úr öðrum olíutanki í flaki El Grillo en þeim sem lak í vor. Umhverfisstofnun og Landhelgisgæslan eru að meta næstu skref.
Kjarninn 22. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki ástæða til að stytta sóttkví og einangrun
„Það eru engar umræður uppi hér um að breyta leiðbeiningum um einangrun og sóttkví,“ segir sóttvarnalæknir. „Ég tel að þessar tvær aðgerðir hafi vegið þungt í að ráða niðurlögum faraldursins hér og tel að veigamikil rök þurfi til að breyta því.“
Kjarninn 22. júlí 2020
Icelandair segir stutt í samkomulag við hagaðila
Tekjur Icelandair á öðrum ársfjórðungi voru 60 milljónir dala samanborið við 400 milljónir á sama tíma í fyrra. Viðræður við hlutaðeigandi aðila eru langt komnar vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í ágúst.
Kjarninn 22. júlí 2020
Stakksberg áformar að ræsa ljósbogaofn kísilversins í Helguvík og stækka það.
Talsvert neikvæð áhrif myndu fylgja endurræsingu og stækkun kísilversins
Loftgæði: Talsvert neikvæð og mögulega verulega neikvæð. Lyktarmengun: Talsvert neikvæð. Vatnafar: Talsvert neikvæð. Ásýnd: Talsvert neikvæð. Umhverfisstofnun hefur skilað umsögn sinni um áformaða endurræsingu og stækkun kísilversins í Helguvík.
Kjarninn 22. júlí 2020
Gjögur í Árneshreppi.
Tæp 6 prósent landsmanna búa í strjálbýli
Tíu staðir sem flokkast sem strjálbýli höfðu í upphafi árs innan við 100 íbúa hver og samanlagt bjuggu þar 705 manns.
Kjarninn 22. júlí 2020
Einangrun getur reynt á þolrifin.
Stytta einangrun smitaðra úr 14 dögum í tíu
Þeir sem greinast með kórónuveiruna í Bandaríkjunum þurfa ekki lengur allir að dvelja í einangrun í fjórtán daga heldur aðeins tíu. Er breytingin sögð byggja á nýjustu þekkingu á smithættu.
Kjarninn 22. júlí 2020
Ásókn í ferðir leigubíla hrundi þegar Covid-faraldurinn kom en nokkuð hefur glæðst undanfarið eftir að flugferðum fjölgaði.
Helmingi færri taka leigubíla
Leigubílstjórar finna verulega fyrir fækkun ferðamanna og minni ferðalögum Íslendinga til útlanda. Notkun á leigubílum í júlí er aðeins um helmingur á við það sem hún var á sama tíma á síðasta ári.
Kjarninn 21. júlí 2020
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 3,8 prósent síðasta árið
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2 prósent milli mánaða og mælist nú 649,0 stig.
Kjarninn 21. júlí 2020
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.
Skimunargeta veirufræðideildarinnar hefur fimmtánfaldast
Með því að keyra saman fimm sýni í einu hefur afkastageta veirufræðideildarinnar margfaldast frá því sem áður var.
Kjarninn 21. júlí 2020
Þurfum að læra að lifa með faraldrinum
Á fundi Almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason að við þyrftum að hugsa til langs tíma í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Þrátt fyrir að innanlandssmit sé lítið sem ekkert er faraldurinn ekki á undanhaldi úti í heimi.
Kjarninn 21. júlí 2020
Macron og Merkel töluðu fyrir því að bróðurpartur björgunarpakkans yrði greiddur út í styrkjaformi.
„Evrópusambandið er bara ein risastór málamiðlunarfabrikka“
Björgunarpakki upp á 750 milljarða evra var samþykktur í morgunsárið eftir einar lengstu viðræður Evrópusambandsins. Öxull Þýskalands og Frakklands er orðinn skýrari innan ESB, nú þegar Bretar hafa stigið af sviðinu að mati prófessors í stjórnmálafræði.
Kjarninn 21. júlí 2020
Land við fellið Þorbjörn í nágrenni Grindavíkur hefur risið um tólf sentímetra frá áramótum.
Tvær skjálftaþyrpingar á Reykjanesi
Á einni viku mældust yfir1.600 jarðskjálftar á Reykjanesi. Þá var að finna í tveimur þyrpingum nærri Grindavík.
Kjarninn 21. júlí 2020
Um 50 fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa orðið gjaldþrota á fyrri helmingi ársins.
Tæplega hundrað fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í júní
Fyrirtæki sem urðu gjaldþrota á fyrri helmingi ársins voru með 1991 manns í vinnu að jafnaði árið 2019. Flest gjaldþrot urðu hjá fyrirtækjum í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 21. júlí 2020
Angela Merkel kanslari Þýskalands.
Risavaxinn björgunarpakki samþykktur
Það var tekist á af hörku á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel. Að lokum tókst þó vansvefta leiðtogunum að ná samkomulagi um umfangsmikinn björgunarpakka vegna COVID-19.
Kjarninn 21. júlí 2020
Foss ofan við Skógafoss þar sem gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls hefst. Á síðasta ári þurfti að loka hluta af Skógaheiði ofan við Skógafoss vegna ágangs um svæðið.
Áfangastaðir innanlands grænka
Náttúruperlur Íslands fá ekki frí í sumar þótt erlendum ferðamönnum hafi snarfækkað. Helstu ferðamannastaðir innan friðlýstra svæða eru þó mun betur í stakk búnir til að taka við ágangi en áður vegna uppbyggingar undanfarinna ára.
Kjarninn 21. júlí 2020
Verða ísbirnir í dýragörðum fleiri en villtir í nánustu framtíð?
Hvítabjörnum fer að fækka hratt eftir tuttugu ár
Samkvæmt nýrri rannsókn er talið mögulegt að hvítabirni verði vart að finna um næstu aldamót eða eftir um áttatíu ár. Hungur vegna bráðnun íssins mun verða til þess að birnirnir hætta að fjölga sér.
Kjarninn 20. júlí 2020
Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað frá því í desember
Pólskum ríkisborgurum sem búsettir eru hér á landi fjölgaði um 230 síðan í desember og rúmenskum um 178. Flutningsjöfnuður erlendra ríkisborgara var hins vegar neikvæður á öðrum ársfjórðungi ársins.
Kjarninn 20. júlí 2020
Færeyingum gekk mjög vel að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í vetur.
Yfir tuttugu í sóttkví í Færeyjum
Ferðamenn sem komu til Færeyja á laugardag og greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun eru komnir í einangrun í húsi sem þeir höfðu þar tekið á leigu. Yfir tuttugu þurfa í sóttkví.
Kjarninn 20. júlí 2020
Ef til vinnustöðvunar kemur á miðnætti verður hún sú þriðja í röðinni.
Reyna að leiða kjaradeilu Herjólfs og Sjómannafélagsins til lykta í dag
Meirihluti áhafnar Herjólfs boðaði til verkfalls í upphafi þessa mánaðar. Tvívegis hefur komið til vinnustöðvunar og að öðru óbreyttu hefst þriggja sólarhringa vinnustöðvun á miðnætti.
Kjarninn 20. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Flugfreyjur þurft að þola kúgun og ógnarstjórnun „milljón krónu-mannanna“
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir alla hljóta að vera hugsi eftir það sem hún kallar samstillta árás á flugfreyjur og segir ljóst að stéttaátökin fari harðnandi.
Kjarninn 20. júlí 2020
Langtímaáhrif af COVID-19 geta verið margvísleg.
Langtímaeinkenni COVID: Stutt ganga eins og klifur á Everest
COVID-19 er ekki aðeins öndunarfærasjúkdómur heldur getur hann lagst á öll líffærakerfi líkamans. Langtímaeinkenni sjúkdómsins eru farin að koma fram og þau vekja fleiri spurningar en hægt er að svara.
Kjarninn 20. júlí 2020
Fjöldi skjálfta hefur orðið á Reykjanesskaga síðustu klukkustundir.
Skjálftahrinan á Reykjanesi ótengd skjálftum á Tjörnesbrotabeltinu
Innan við sólarhring eftir að skjálfti af stærðinni 4,7 varð á Tjörnesbrotabeltinu fór jörð að skjálfa á Reykjanesi. Skjálftarnir ekki fyrirboði um eldgos þrátt fyrir að Grímsvötn séu komin á tíma að sögn jarðvísindamanns.
Kjarninn 20. júlí 2020
Fjöldi skjálfta hefur orðið á Reykjanesi síðustu klukkustundir.
Annar stór skjálfti á Reykjanesi
Skjálfti sem mældist 4,6 stig varð rétt fyrir 6 í morgun á Reykjanesi, á svipuðum slóðum og stóri skjálftinn í gærkvöldi sem reyndist 5 stig. Grjóthrun varð í nágrenni upptakanna.
Kjarninn 20. júlí 2020
5 stiga skjálfti á Reykjanesi
Jarðskjálfti varð á um þriggja kílómetra dýpi norður af Fagradalsfjalli á Reykjanesi á tólfta tímanum í kvöld. Reyndist hann 5 stig að stærð.
Kjarninn 19. júlí 2020
Una Jónsdóttir
Vaxtalækkanir hafa margskonar áhrif á íbúðamarkað
Vaxtalækkanir geta haft margskonar áhrif á íbúðamarkað, að sögn hagfræðings í Hagfræðideild Landsbankans. Þær geta lækkað greiðslubyrði og bætt fjárhagsstöðu heimilanna til skemmri tíma, en aftur á móti hækkað húsnæðisverð til lengri tíma litið.
Kjarninn 19. júlí 2020
Eyja Margrét Brynjarsdóttir
Afleiðingar faraldursins afdrifaríkari í verr stöddum samfélögum
Afleiðingar COVID-19 faraldursins tengjast mörgum erfiðum álitamálum, meðal annars hvaða hagsmuna þurfi að líta til og hvað skuli gera til að lágmarka neikvæðar félagslegar afleiðingar eins og aukna áhættu fyrir þolendur heimilisofbeldis.
Kjarninn 19. júlí 2020
Kettir geta gefið eigendum sínum mikið með sinni mjúku nánd.
„Ég er tilbúin að fá mér kettling“
Facebook-síður eru troðfullar af auglýsingum frá fólki sem óskar eftir kettlingum. Viðbrögðin eru oft dræm en þau eru gríðarleg þegar auglýst er eftir heimili fyrir kisur. Rekstrarstjóri Kattholts minnir á að um ketti þarf að hugsa vel og það í 15-20 ár.
Kjarninn 19. júlí 2020
Flugfreyjufélagið og Icelandair náðu nýjum samningi
Nýi samningurinn felur í sér breytingu á tveimur umdeildum atriðum í samningnum sem FFÍ felldi fyrir skemmstu. Flugmenn munu ekki ganga í störf flugfreyja.
Kjarninn 19. júlí 2020
Mengun frá bílum kemur alls ekki aðeins frá eldsneyti.
Mengandi agnir úr dekkjum og bremsuklossum enda á afskekktum svæðum jarðar
Meira en 200 þúsund tonn af plastögnum fjúka af vegum og út í hafið ár hvert að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem leidd var af norsku loftgæðastofnuninni.
Kjarninn 18. júlí 2020
Atvinnuflugmenn ósáttir við stöðuna sem upp er komin hjá Icelandair
Atvinnuflugmenn munu sinna starfi öryggisliða um borð í vélum Icelandair frá og með mánudegi. Formaður Félags atvinnuflugmanna segir flugmenn ósátta við stöðuna en þeir séu skuldbundnir samkvæmt loftferðalögum til að tryggja öryggi um borð.
Kjarninn 18. júlí 2020
Icelandair tilkynnti í gær að samningaviðræðum við flugfreyjufélagið væri slitið og að leitað yrði annað eftir flugfreyjum.
„Icelandair vildi aldrei semja“
„Við trúum því ekki að óreyndu að flugmenn muni ganga í störf flugfreyja,“ segir Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, í samtali við Kjarnann. Hún telur það aldrei hafa verið vilja Icelandair að semja.
Kjarninn 18. júlí 2020
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta til margra ára.
Stígamót sendu átta kynferðisbrotamál til Mannréttindadómstólsins
Átta kynferðisbrotamál sem voru látin niður falla af yfirvöldum hér á landi hafa verið send til Mannréttindadómstólsins. Aðeins brot af slíkum málum rata til dómstóla á Íslandi.
Kjarninn 18. júlí 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Vill að stjórnarmenn greiði atkvæði gegn þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair
Stjórn VR beinir þeim tilmælum til þeirra stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair.
Kjarninn 17. júlí 2020
Flugfreyjufélag Íslands fordæmir óvænt og einhliða viðræðuslit
FFÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna viðræðuslita Icelandair og félagsins.
Kjarninn 17. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Ef þeir standa ekki í lappirnar er skömm þeirra mikil
Formaður Eflingar vonar að félagsmenn í Fé­lagi ís­lenskra at­vinnuflug­manna taki ekki þátt í að hjálpa Icelandair „að komast upp með svívirðilega framkomu með því að ganga í störf samstarfsfólks síns“.
Kjarninn 17. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Ótrúleg ósvífni – Þetta verður ekki liðið!“
Forseti ASÍ segir uppsagnir hjá Icelandair vanvirðingu gagnvart starfsfólki fyrirtækisins. Þau hjá ASÍ leiti allra leiða til þess að koma í veg fyrir þetta.
Kjarninn 17. júlí 2020
Icelandair lýkur kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands
„Ljóst er að samtalið milli félaganna tveggja fer ekki lengra,“ segir forstjóri Icelandair.
Kjarninn 17. júlí 2020
Öskrað við Skógafoss. Mynd úr herferð Íslandsstofu.
Doktor í raddfræðum varar eindregið við öskurherferð
„Þetta má ekki gerast,“ segir Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, doktor í raddfræðum, um nýja auglýsingaherferð þar sem fólk er hvatt til að öskra til að losa um streitu. Öskur geti valdið raddskaða og því sé verið að leysa einn vanda en búa til annan.
Kjarninn 17. júlí 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans, og Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri GR.
Síminn leigir aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur
Ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur mun ná til 107 þúsund heimila í lok árs.
Kjarninn 17. júlí 2020
Kapphlaupið um þróun bóluefnis er hafið.
Rússar reyna að stela rannsóknargögnum um þróun bóluefna
Vísindamenn við Oxford-háskóla hafa klórað sér í höfðinu yfir þeirri staðreynd að mikil líkindi eru með þeirra nálgun á þróun bóluefnis við COVID-19 og þeirri sem kollegar þeirra í Rússlandi hafa farið. Stjórnvöld í vestrænum ríkjum saka Rússa um þjófnað.
Kjarninn 17. júlí 2020
N1 kaupir Ísey skyrbar
N1 hefur keypt rekstur Ísey skyrbar.
Kjarninn 17. júlí 2020
Alls bjuggu 366.700 manns á Íslandi við lok annars ársfjórðungs.
Íslendingar snéru heim í miðjum COVID-19 faraldri
Íslendingar sem fluttu til landsins voru tvöfalt fleiri en þeir sem fluttu erlendis á öðrum ársfjórðungi ársins. Flutningsjöfnuður erlendra ríkisborgara var neikvæður í fyrsta sinn síðan árið 2012.
Kjarninn 17. júlí 2020
UN Women hafa allt frá upphafi faraldurs COVID-19 vakið athygli á því að við slíkar aðstæður sé oftar beitt ofbeldi í nánum samböndum.
Fleiri leita til Kvennaathvarfsins vegna ofbeldis gegn börnum
Tilkynningar um heimilisofbeldi til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu voru 15 prósent fleiri fyrri hluta ársins en á sama tíma í fyrra. Fleiri hafa sótt aðstoð í Kvennaathvarfið og fleiri segja kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi gegn börnum ástæðu komunnar.
Kjarninn 17. júlí 2020
Ísland líklegast með veikustu löggjöfina á leigumarkaði
Þrátt fyrir tilefni til breytingar á lögum um leigumarkaðinn er slíkt vandmeðfarið og nauðsynlegt er að læra af reynslu annarra landa í þeim efnum.
Kjarninn 16. júlí 2020
Þeir Rögnvaldur, Þórólfur og Páll á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
Um 60 prósent farþega frá 15. júní búsettir í öruggum löndum
Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir því að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar fyrri hluta ágúst sem og opnunartími veitinga- og skemmtistaða.
Kjarninn 16. júlí 2020
5.500 óafgreiddar umsóknir um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun
Mjög mikil fjölgun umsókna um atvinnuleysisbætur auk nýrra verkefna sem Vinnumálastofnun fékk í kjölfar faraldursins hefur orðið þess valdandi að biðtími er orðinn lengri en æskilegt væri. Um fimmtungur umsóknanna er yfir tveggja mánaða gamall.
Kjarninn 16. júlí 2020
Kvika vill kaupa Netgíró
Áætlað er að ganga frá kaupsamningi innan þriggja mánaða en ef kaupin ganga í gegn mun Kvika vera eini eigandi félagsins.
Kjarninn 16. júlí 2020
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir áhrifamátt óbyggðanna ekki síst felast í þögninni
Þingmaður Samfylkingarinnar gefur lítið fyrir nýja herferð sem ætlað er að kynna landið. „Í guðanna bænum, kæra Íslandsstofa, ekki gera þetta,“ segir hann.
Kjarninn 16. júlí 2020