Fjögur ný smit staðfest
Staðfest virk smit af kórónuveirunni eru nú orðin 28 hér á landi. 187 eru komnir í sóttkví. Öll nýju tilfellin eru innanlandssmit.
Kjarninn 29. júlí 2020
Gashitarar heyra brátt sögunni til á útisvæðum franskra kaffihúsa.
Útisvæði franskra kaffihúsa kólna á næsta ári
Ein af nýjustu aðgerðum Frakka í loftslagsmálum er að banna upphitun útisvæða á kaffihúsum og börum. Ekki má heldur setja upp nýja kola- eða olíuofna til húshitunar.
Kjarninn 29. júlí 2020
Þegar faraldurinn stóð sem hæst í vetur lágu margir inni á gjörgæslu í einu. Þeir sem sýktir eru núna eru ekki alvarlega veikir.
Neyðarstig virkjað í vetur er fyrstu innanlandssmitin greindust
Daginn sem fyrstu innanlandssmitin voru staðfest hér á landi í vetur var viðbúnaður vegna faraldursins færður af hættustigi á neyðarstig. Undanfarið hafa fjórtán innanlandssmit verið staðfest og enn er viðbúnaður á hættustigi.
Kjarninn 29. júlí 2020
Frá upplýsingafundi almannavarna og landlæknisembættisins í dag.
Til skoðunar að taka upp tveggja metra regluna á ný og þá sem „reglu“ en ekki tilmæli
Á fundi heilbrigðisráðherra með almannavörnum, landlækni, sóttvarnalækni og ríkislögreglustjóra síðdegis í dag var rætt hvort herða þyrfti gildandi samkomutakmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvarðanir verða teknar á morgun.
Kjarninn 28. júlí 2020
Nú þegar margir vilja ekki nota almenningssamgöngur vegna smithættu hefur breska stjórnin gengið á lagið og boðar umfangsmikla uppbyggingu hjólastíga í borgum og bæjum landsins.
Boris Johnson boðar róttæka hjólreiðabyltingu í Bretlandi
Breska ríkisstjórnin kynnti í gær stórhuga áform um lagningu hágæða hjólastíga í borgum og bæjum. Boris Johnson forsætisráðherra segir að allir græði á því er einn hjóli, líka þeir sem eru á bílum.
Kjarninn 28. júlí 2020
Ný spá alþjóðasamtaka flugfélaga um áhrif veirufaraldurins á fluggeirann var kynnt í dag. Útlitið er dekkra en gert var ráð fyrir í apríl.
Búast ekki við fullum bata flugbransans fyrr en árið 2024
Alþjóðasamtök flugfélaga hafa gefið út nýja spá um batahorfur í fluggeiranum eftir kórónuveirufaraldurinn. Hún lítur verr út en spá samtakanna frá því í apríl. Ekki er búist við því að jafn margir setjist upp í flugvél og fyrir COVID fyrr en árið 2023.
Kjarninn 28. júlí 2020
Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur til Emmy-verðlauna.
Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir þemalag sitt í sjónvarpsþáttunum Defending Jacob. Verðlaunin verða veitt 20. september næstkomandi.
Kjarninn 28. júlí 2020
Flutningaskipið Mykines við bryggju í Þorlákshöfn.
Ný siglingaleið skapi aukin tækifæri í Þorlákshöfn
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi greinir frá því á vef sínum að Smyril Line ætli að bæta við sig skipi og hefja fraktsiglingar á milli Noregs og Hollands. Nýtt skip tekur við siglingum á milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku.
Kjarninn 28. júlí 2020
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
„Þessir fundir eru bara á hættutímum og við erum á hættulegu augnabliki“
Til skoðunar er að breyta samfélagsaðgerðum vegna fjölgunar sýkinga af COVID-19 hér á landi síðustu daga. Þá er einnig til skoðunar að hækka viðbúnað aftur á hættustig.Það var alvarlegur tónn í fulltrúum yfirvalda á upplýsingafundi í dag.
Kjarninn 28. júlí 2020
Icelandair Group býst við að sækja tæpa 3,3 milljarða í uppsagnastyrki frá ríkinu
Samkvæmt uppgjöri Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung ráðgerir fyrirtækið að sækja um tæplega 3,3 milljarða styrk í ríkissjóð til þess að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti. Ekki er loku fyrir það skotið að upphæðin verði enn hærri.
Kjarninn 28. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Tilslökunum á samkomutakmörkunum frestað
„Á undanförnum dögum hefur orðið sú breyting á faraldsfræði COVID-19 hér á landi að innflutt smit hafa greinst hér í vaxandi mæli og dreifing hefur orðið innanlands,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 28. júlí 2020
Uppsagnarfrestur um 700 flugfreyja og -þjóna klárast um mánaðamótin
Um 170 flugfreyjur og -þjónar fá endurráðningu hjá Icelandair og verða um 200 í stéttinni að störfum fyrir félagið í ágúst og september. Vegna mikillar óvissu er ekki hægt að segja til um hvort fleiri verða ráðin á næstu vikum.
Kjarninn 28. júlí 2020
Smitum fjölgar enn: 24 með virk smit og í einangrun
Í gær greindust þrjú innanlandssmit til viðbótar hér á landi. Í heild eru því 24 með virk smit á landinu.
Kjarninn 28. júlí 2020
Tíu staðreyndir um bóluefni gegn COVID-19
Hvenær má eiga von á bóluefni gegn COVID-19? Hvernig verður það búið til og hverjir munu fá það fyrstir? Heimsbyggðin bíður með krosslagða fingur eftir bóluefni gegn sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur.
Kjarninn 28. júlí 2020
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti niðurstöðuna í máli Fossa síðasta föstudag.
Fjármálaeftirlitið sektaði Fossa fyrir að klæða kaupauka í búning arðgreiðslna
Fossar markaðir fengu fyrr í sumar 10,5 milljóna króna stjórnvaldssekt frá Fjármálaeftirlitinu fyrir arðgreiðslur til hluthafa úr hópi starfsmanna, sem FME segir ólögmætar. Fossar ætla að vísa málinu til dómstóla til þess að „eyða óvissu“ um framkvæmdina.
Kjarninn 28. júlí 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Enn stefnt að því að ljúka hlutafjárútboði í ágúst
None
Kjarninn 28. júlí 2020
Verkamennirnir standa fyrir utan vinnubúðir sínar við grænmetis-  og ávaxtabýlið. Þar eru þeir allir í einangrun eða sóttkví.
Enn fleiri farandverkamenn sýktir í Þýskalandi
Að minnsta kosti 174 farandverkamenn sem vinna á ávaxtaökrum í nágrenni bæjarins Mamming í Þýskalandi hafa greinst með kórónuveirusmit. Hundruð annarra farandverkamanna sýktust í verksmiðjum í landinu fyrir nokkrum vikum.
Kjarninn 27. júlí 2020
Icelandair tapaði 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi
Kostnaður vegna kórónuveirunnar er metinn á 30 milljarða króna í bókum Icelandair.
Kjarninn 27. júlí 2020
Framlínustarfsmaður að störfum í Boston.
Framlínufólk sem sýktist við störf sín á rétt á bótum
Þúsundir opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum hafa sýkst af COVID-19. Í upphafi faraldurs var skilgreint hvaða störf væru í framlínunni og þar með hverjir væru í mestri hættu á að smitast við störf sín.
Kjarninn 27. júlí 2020
Veðurkort sem sýnir hita á norðurslóðum á laugardag.
Hlýrra á Svalbarða en í Ósló
Á laugardag mældist 21,7 stiga hiti á Svalbarða og því var hlýrra þar en í höfuðborg Noregs, Ósló. Þar með féll einnig fyrra hitamet eyjaklasans frá árinu 1979.
Kjarninn 27. júlí 2020
Ragnar Þór segir að mótlæti hafi í gegnum tíðina eflt sig.
„Ef einhver sparkar í mig þá sparka ég þrisvar á móti“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nýtti helgina í að fara yfir stöðuna með sínum lögmönnum og undirbúa varnir ef til málshöfðunar á hendur honum kemur. Von er á yfirlýsingu frá honum í dag eða á morgun.
Kjarninn 27. júlí 2020
Icelandair hefur nú náð samningum við flugstéttirnar þrjár, flugmenn, flugvirkja og flugfreyjur og -þjóna.
Flugfreyjur samþykktu nýjan samning með miklum meirihluta
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair með 83,5 prósentum greiddra atkvæða, en rafrænni kosningu lauk kl. 12 á hádegi og hafði staðið yfir frá því á miðvikudag. Samningurinn er í gildi til fimm ára.
Kjarninn 27. júlí 2020
Benedikt Bogason verður forseti Hæstaréttar
Benedikt Bogason hefur verið kjörinn forseti Hæstaréttar og Ingveldur Einarsdóttir varaforseti, en kosning fram fór á fundi dómara réttarins í dag. Þau taka við embættum sínum 1. september næstkomandi.
Kjarninn 27. júlí 2020
Tíu smitast hér á landi síðustu daga
21 einstaklingur er með virkt kórónusmit á landinu sem þýðir að viðkomandi eru smitandi og í einangrun. Tíu þeirra smituðust hér á landi. Sex smit greindust í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir gríðarlega mikilvægt að sinna persónulegum sóttvörnum.
Kjarninn 27. júlí 2020
21 einstaklingur er með staðfest smit af völdum kórónuveirunnar hér á landi.
21 staðfest smit hér á landi
Samtals er 21 með staðfest smit kórónuveirunnar hér á landi og 173 eru í sóttkví. Um ellefu aðskilin mál er að ræða samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum.
Kjarninn 27. júlí 2020
Klakksvík íFæreyjum.
Hópsmit um borð í rússneskum togara sem lagði að bryggju í Færeyjum
Virk smit af kórónuveirunni í Færeyjum urðu skyndilega 26 um helgina eftir að 23 skipverjar á rússneskum togara greindust með veiruna.
Kjarninn 27. júlí 2020
Unnið er að endurbótum á Tryggvagötu og fyrir framan mósaíkverk Gerðar Helgadóttur kemur torg.
Mósaíkverk Gerðar fær loks að njóta sín til fullnustu
Andlitslyfting er hafin á Tryggvagötunni í Reykjavík. Og í stað bílastæða beint fyrir framan stórfenglegt mósaíkverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu kemur torg svo verkið fái loks notið sín sem skyldi.
Kjarninn 26. júlí 2020
Þrír greindust með COVID-19 í gær
Þrír einstaklingar greindust með COVID-19 innanlands í gær og eru tugir nú í sóttkví. Í einu tilfellinu er um að ræða afbrigði veirunnar sem ekki hefur áður komið fram í raðgreiningum Íslenskrar erfðagreiningar.
Kjarninn 26. júlí 2020
Frá mótmælum fyrir utan Lego-verslun í Hamborg síðasta mánudag.
Lego hætti við að gefa út legóþyrlu vegna mótmæla þýskra friðarsinna
Þýskir friðarsinnar og hernaðarandstæðingar hafa knúið danska leikfangaframleiðandann Lego til þess að hætta við útgáfu á legóþyrlu. Bent var á að þyrlan, af gerðinni Osprey, væri fyrst og fremst herþyrla. Það samræmist ekki stefnu Lego.
Kjarninn 25. júlí 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín og Davíð biðja Ragnar Þór um að draga „órökstuddar dylgjur“ til baka
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA segja Ragnar Þór Ingólfsson formann VR hafa farið fram með órökstuddar dylgjur um þá og fleiri og óska eftir því að hann dragi orð sín til baka.
Kjarninn 25. júlí 2020
Heinaste heitir enn Heinaste, en tvö önnur skip sem tengdust umsvifum Samherja í Namibíu eru komin með ný nöfn án allra Íslandstenginga.
Namibíuskip Samherjasamstæðunnar komin með ný nöfn og belíska fána
Togararnir Saga og Geysir, sem sigldu frá Namibíu fyrr á árinu, heita nú Vasiliy Filippov og Galleon. Þessi skip og einnig togarinn Heinaste, sem liggur kyrrsettur í Namibíu, eru skráð með heimahöfn í mið-ameríska smáríkinu Belís.
Kjarninn 25. júlí 2020
Hótanir um lokun álversins í Straumsvík ekki nýjar af nálinni
Í kjaradeilum hafa fyrirhuguð verkföll starfsmanna álversins verið sögð geta valdið því að álverið leggi upp laupana. Þar að auki var fyrirhuguð stækkun álversins sem var hafnað í kosningu sögð „forsenda þess að fyrirtækið geti haldið velli.“
Kjarninn 25. júlí 2020
Kísilverið í Helguvík var starfrækt á nokkurra mánaða tímabili á árunum 2016-2017.
Áhrif kísilvers yrðu „talsvert neikvæð“ – hvað þýðir það?
Umhverfisstofnun metur áhrif endurræsingar og stækkunar kísilversins í Helguvík talsvert neikvæð. Hvað einstaka umhverfisþætti varðar telur hún áhrifin allt frá því að vera óviss í það að geta orðið verulega neikvæð. En hvað þýða þessar vægiseinkunnir?
Kjarninn 25. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Þingkosningar verða í september á næsta ári
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að kosið verði til Alþingis í september á næsta ári.
Kjarninn 24. júlí 2020
Tölvuteiknuð mynd sem sýnir hvernig Norðurstígur mun líta út að framkvæmdum loknum.
Um 200 ára beituskúr fannst við uppgröft
Við uppgröft fornleifafræðinga á Norðurstíg í Reykjavík fundust ýmsar fornleifar, m.a. gamall beituskúr. Talið er að að minjarnar séu um 200 ára gamlar.
Kjarninn 24. júlí 2020
Töluverður munur á atvinnuleysistölum Vinnumálastofnunar og Hagstofunnar
Almennt atvinnuleysi í júní var 7,5 prósent samkvæmt Vinnumálastofnun og 9,5 prósent með tilliti til hlutabótaleiðar. Samkvæmt Hagstofunni var atvinnuleysi 3,5 prósent. Brottfallsskekkja gæti hafa leitt til vanmats á atvinnuleysi hjá Hagstofunni.
Kjarninn 24. júlí 2020
Frjálsíþróttafólk reimar á sig skóna á Akureyri um helgina þar sem Meistaramót Íslands fer fram.
Meistaramót Íslands í frjálsum haldið um helgina þrátt fyrir smit á móti um síðustu helgi
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum verður haldið á Akureyri um helgina, Covid-19 smitið á Meistaramóti unglinga í Kaplakrika um síðustu helgi breytir þeim áformum ekki en hvatt er til aukinnar aðgæslu.
Kjarninn 24. júlí 2020
Tvö ný innanlandssmit í gær
Tveir einstaklingar greindust með COVID-19 í gær. Um er að ræða innanlandssmit og hafa nokkrir tugir manna verið settir í sóttkví vegna smitanna. Smitrakningu er þó ekki lokið.
Kjarninn 24. júlí 2020
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kaupmannahöfn.
Bjóða Færeyingum að opna ræðismannsskrifstofu í Washington
Áhugi Donalds Trump á því að kaupa Grænland var ekki til umræðu á fundi Mike Pompeo í Danmörku fyrr í vikunni. Hins vegar lagði utanríkisráðherrann áherslu á að styrkja tengslin milli Danmerkur, Færeyja og Grænlands.
Kjarninn 24. júlí 2020
Gistirými á höfuðborgarsvæðinu eykst um 20 prósent
Alls eru 51 þúsund fermetrar af hótel- og gistirými í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi nær hámarki á þriðja ársfjórðungi og verður níu prósent á árinu, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands.
Kjarninn 24. júlí 2020
Frá vegaframkvæmdum í Vesturdal.
Vegur sunnan Hljóðakletta verður með „allt öðrum brag“ þegar framkvæmd lýkur
Vegagerðin segir hækkun vegarins um Vesturdal vera nauðsynlega, m.a. vegna rútuumferðar. Náttúruverndarfólk hefur harðlega gagnrýnt framkvæmdina en Vegagerðin segir hana unna í góðu samráði og samvinnu við þjóðgarðsvörð.
Kjarninn 23. júlí 2020
Lögreglan fylgist grannt með hópamyndum í miðborginni sem og annars staðar, einkum um Verslunarmannahelgina.
Næstu tvær helgar áskorun fyrir lögregluna
Lögreglan er tilbúin í þau verkefni sem í hönd fara nú þegar stærsta ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelgin, er á næsta leiti. Hann brýnir fyrir fólki að virða reglur sem gilda um hópamyndanir.
Kjarninn 23. júlí 2020
Fyrsti fundur Almannavarna vegna Covid-19 var haldinn 27. febrúar. Síðasti fundur í bili var í dag, 23. júlí.
700 milljónir myndi kosta að bólusetja fimmtung þjóðarinnar
Talið er að skammtur af bóluefni við COVID-19 komi til með að kosta um fimm þúsund krónur. Gera má ráð fyrir að kostnaður við að bólusetja 20 prósent þjóðarinnar verði um 700 milljónir, en að sögn Þórólfs Guðnasonar er von á bóluefni í lok árs 2021.
Kjarninn 23. júlí 2020
Gildandi raforkusamningur Landsvirkjunar og álversins í Straumsvík var gerður í júní 2010.
Viðeigandi að trúnaði verði aflétt af samningum við öll álverin
Rio Tinto telur viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öllum samningum Landsvirkjunar við álver, ekki aðeins samningi vegna álversins í Straumsvík, „þannig að gagnsæi ríki og hægt sé að bera saman verð“.
Kjarninn 23. júlí 2020
Komnir með stöðu grunaðra í rannsókn héraðssaksóknara á Samherjamáli
Nokkrir einstaklingar hafa verið kallaðir til yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara og þeir fengið réttarstöðu grunaðra. Samkvæmt málsgögnum sem lögð voru fyrir dómstóla í Namibíu telja rannsakendur fimm Íslendinga vera tengda málinu.
Kjarninn 23. júlí 2020
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum, segir að hinn breiði og „mjög upphækkaði“ vegur í Vesturdal sunnan Hljóðakletta, gnæfi yfir tjaldstæði og spilli landslagi.
Krefjast stöðvunar framkvæmda Vegagerðarinnar við Hljóðakletta
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi gera alvarlegar athugasemdir við verklag í kringum framkvæmdaleyfi og umhverfismat veglagningar við Hljóðakletta. Matið sé fjórtán ára gamalt og framkvæmdir Vegagerðarinnar ekki í samræmi við það.
Kjarninn 23. júlí 2020
Heimsóknir á baðstaði víða um land vega þungt í notkun á ferðagjöfinni.
4.200 baðferðir keyptar fyrir ferðagjöfina
Alls hafa 205 milljónir króna af ferðagjöf stjórnvalda verið nýttar nú þegar. Baðstaðir víða um land hafa samtals tekið við 21 milljón króna í formi ferðagjafar en ætla má að sú upphæð hafi nýst fyrir 4.200 baðferðir.
Kjarninn 23. júlí 2020
Rúmlega 217 þúsund manns á íslenskum vinnumarkaði
Samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar mældist atvinnuleysi 3,5 prósent í júní síðastliðnum sem er mikil lækkun frá fyrri mánuði en þá mældist atvinnuleysi 9,9 prósent.
Kjarninn 23. júlí 2020
Það er heldur rýmra um fólk í Leifsstöð þessa dagana enda umferð um flugvöllinn töluvert minni en áður. Nokkur flugfélög bætast við á næstunni og önnur hafa verið að bæta við ferðum.
Endurráðningar starfsfólks í flugþjónustu hafnar
Þrettán flugfélög bjóða nú ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli og fer fjölgandi. Um mánaðamótin hefur Vueling flug milli Keflavíkur og Barcelona. Hluti fólks sem starfaði við flugþjónustu á vegum Airport Associates verður endurráðið.
Kjarninn 23. júlí 2020
Strandirnar á Mallorca að lifna við.
Fuglar og friðlönd fái meiri athygli en botninn á bjórglösunum
Sumir vilja meina að í kjölfar faraldurs COVID-19 skapist tækifæri til að breyta um kúrs í ferðaþjónustu. Að núna hafi opnast gluggi til að markaðssetja svæði með sjálfbærni að leiðarljósi í stað ódýrra drykkja og diskóteka. En er slíkt hægt á Mallorca?
Kjarninn 22. júlí 2020