83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Af þeim 311 milljónum sem útleystar hafa verið í formi ferðagjafar hafa um 100 milljónir runnið til gististaða.
Þriðjungur ferðagjafa nýttur í gistingu
Alls hafa um 311 milljónir verið greiddar út í formi ferðagjafar ríkisstjórnarinnar. Margir hafa valið að nota ferðagjöfina sína til að kaupa skyndibita en mest hefur þó runnið til gististaða ef horft er til einstakra flokka.
Kjarninn 2. ágúst 2020
Víðir, Þórólfur og Alma á 92. upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis sem haldinn var fyrr í dag.
Smit í öllum landshlutum nema á Austurlandi
Tólf af þeim þrettán sem greindust með COVID-19 í gær voru ekki í sóttkví. Almannavarnir hafa fengið margar ábendingar um að fólk sé ekki að fylgja tveggja metra reglu.
Kjarninn 2. ágúst 2020
13 ný innanlandssmit
Af 271 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust 13 jákvæð. Alls eru nú 72 í einangrun og 569 í sóttkví.
Kjarninn 2. ágúst 2020
Neikvæðni þjóðarinnar mældist sú mesta frá því í október árið 2010 í apríl síðastliðnum, samkvæmt Væntingavísitölu Gallup.
Svartsýni þjóðarinnar jókst í júlí
Væntingavísitala Gallup hefur mælt viðhorf þjóðarinnar til stöðu og framtíðarhorfa í efnahagsmálum í nær tvo áratugi. Í apríl tók vísitalan sitt lægsta gildi frá því í október árið 2010 og í júlí lækkaði hún á ný eftir tvo mánuði aukinnar jákvæðni.
Kjarninn 1. ágúst 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á fundi dagsins
„Sökudólgurinn í þessu verkefni er veiran, ekki fólkið“
Upplýsingafundur almannavarna var í höndum þríeykisins Ölmu, Víðis og Þórólfs í dag. Víðir gerði smitskömm að umræðuefni í lokaorðum sínum á fundinum.
Kjarninn 1. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit í gær
Alls eru 58 einstaklingar í einangrun. Í sóttkví eru nú 454 einstaklingar en þeir voru 287 í gær.
Kjarninn 1. ágúst 2020
Árvakur tapaði 291 milljónum í fyrra og hefur tapað 2,5 milljarði á áratug
Samstæða útgáfufélags Morgunblaðsins skilaði tapi í fyrra. Tapið dróst saman milli ára og er það sagt vera vegna hagræðingaraðgerða sem ráðist hafi verið í. Hlutafé var aukið um 300 milljónir króna til að mæta taprekstrinum.
Kjarninn 1. ágúst 2020
Sending af nýjum stólum barst á Grund í gær. Nú taka auknar varúðarráðstafanir við þar og á öðrum hjúkrunar- og dvalarheimilum landsins.
Minna stress núna en í mars og apríl
Hjúkrunar- og dvalarheimili landsins þurfa á ný að biðja starfsmenn og aðstandendur um að gæta sérstakrar varúðar, til að forða því að smit berist inn á heimilin. Forstjóri Grundar segir minna stress núna en í mars og apríl, þar sem ógnin er þekkt.
Kjarninn 1. ágúst 2020
Icelandair búið að semja við suma kröfuhafa og segir viðræður vel á veg komnar við aðra
Icelandair segir í tilkynningu að félagið hafi undirritað samninga við flesta kröfuhafa sína og náð samkomulagi í meginatriðum við aðra. Samningarnir eru háðir því að Icelandair nái að afla nýs hlutafjár og geri samning um lánalínu með ríkisábyrgð.
Kjarninn 1. ágúst 2020
Græn risaskjaldbaka getur synt þúsundir kílómetra í leit að varpstöðvunum.
Risaskjaldbökur eru „sannarlega mestu sæfarar jarðar“
Þær snúa alltaf aftur til sömu strandar og þær sjálfar klöktust út á. Svo sækja þær ávallt í sömu ætisstöðvarnar. Grænar risaskjaldbökur rata alltaf heim þó að þær villist oft mörg hundruð kílómetra af leið.
Kjarninn 31. júlí 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Veiran er sjálfri sér samkvæm
„Þessi veira er sjálfri sér samkvæm; hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 31. júlí 2020
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu á fundinum í dag.
„Óendanlega mikilvægt“ að sinna persónulegum smitvörnum
„Við þurfum að standa saman í því að hlýða þremenningunum með þrennunni; fjarlægðarmörk, handþvottur og sprittun,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Unnið verður frameftir við sýnatöku hjá heilsugæslunni í dag.
Kjarninn 31. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Aðgerðir miða ekki endilega að því að halda Íslandi veirufríu
Sóttvarnalæknir segir að hópsýking hér á landi sýni að sýkingarvarnir hafi brugðist. „Það verður ekki útbreiðsla á veirusýkingum ef við gætum að okkar einstaklingsbundnu sýkingavörnum. Það er ljóst að verulega hefur verið slakað á í þeim efnum.“
Kjarninn 31. júlí 2020
Unnið er að framkvæmdum á stígum og útsýnispalli við Gullfoss.
Skilti um afrek Sigríðar tímabundið frá vegna framkvæmda
Vegna framkvæmda við Gullfoss hafa nokkur upplýsingaskilti verið tekin niður í sumar. „Það kann að skýra þá upplifun sumra gesta að samhengi upplýsinga sé ábótavant og að Umhverfisstofnun sýni ekki ævistarfi Sigríðar þá virðingu sem hún á skilið.“
Kjarninn 31. júlí 2020
Icelandair gerir ekki ráð fyrir viðbótaráhrifum vegna hertra aðgerða
Upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið ekki gera ráð fyrir að hinar nýju og hertu sóttvarnaaðgerðir muni hafa mikil viðbótaráhrif á bókanir. Hún minnir á að faraldurinn hafi „auðvitað haft mikil áhrif á okkar starfsemi“.
Kjarninn 31. júlí 2020
Fimmtíu staðfest smit í landinu
Fimmtíu manns eru nú með staðfest virkt smit af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. 287 eru komnir í sóttkví. Slíkur fjöldi hefur ekki verið með COVID síðan í byrjun maí.
Kjarninn 31. júlí 2020
Sigríður Tómasdóttir í Brattholti er sögð hafa hótað að henda sér í Gullfoss yrði hann virkjaður.
„Það virðist full ástæða til viðbragða“
Upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir að þó hann þekki ekki forsendur textagerðar á upplýsingaskilti um Sigríði í Brattholti við Gullfoss, þar sem afreka hennar í náttúruvernd er hvergi getið, „virðist full ástæða til viðbragða“.
Kjarninn 31. júlí 2020
Íslendingar skráðir fyrir 83 prósentum af hótelgistingu í júní
Íslendingar voru skráðir fyrir 74.800 gistinóttum á hótelum í júní síðastliðnum en erlendir ferðamenn voru skráðir fyrir 15.100. Í júní voru 32 hótel enn lokuð og heildarfjöldi greiddra gistinátta dróst saman um 72 prósent.
Kjarninn 31. júlí 2020
Hugmynd Trumps um að fresta kosningunum hefur ekki fengið mikinn hljómgrunn.
Frestunarhugmynd forsetans snarlega afskrifuð af samflokksmönnum
Donald Trump viðraði í gær hugmynd um að fresta forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember. Tillögunni var fálega tekið, enda fráleit, þrátt fyrir að sumir hafi búist við henni. Áhrifamiklir samflokksmenn forsetans lýstu sig ósammála.
Kjarninn 31. júlí 2020
Ekki er mælt með notkun gríma á almannafæri. Þeim ber að henda í almennar sorptunnur eftir notkun.
Rök gríma getur aukið sýkingarhættu – aðeins skal nota hverja grímu í 4 tíma
Rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu. Einnota gríma, sem notuð er oftar en einu sinni, gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu. Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri hér á landi.
Kjarninn 31. júlí 2020
Allir sem fara í strætó frá og með hádegi á morgun þurfa að nota grímur. Líka þeir sem fara í nudd og á hágreiðslustofur svo dæmi séu tekin.
Ísland eitt Norðurlanda krefst notkunar gríma
Útlendingar sem heimsækja höfuðborgir Norðurlandanna furða sig á því að þar skíni í tennur vegfarenda – mjög fáir bera grímur á almannafæri. Íslensk yfirvöld krefjast notkunar þeirra við ákveðnar aðstæður frá og með hádegi á morgun.
Kjarninn 30. júlí 2020
Landsbankinn tapaði 3,3 milljörðum á fyrri hluta ársins
Í nýbirtum árshlutareikningi Landsbankans kemur fram að bankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila eins og á fyrri árshelmingi ársins. Viðskiptavinir sem eru með 16 prósent af útlánum bankans hafa nýtt sér frestun afborgana og vaxta vegna COVID-19.
Kjarninn 30. júlí 2020
Frá og með morgundeginum verður skylda að vera með grímur í almenningssamgöngum á Íslandi. Myndin er frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam.
Reglur um andlitsgrímunotkun væntanlegar frá sóttvarnalækni
Unnið er að því á skrifstofum sóttvarnalæknis að semja reglur um grímunotkun hérlendis. Frá og með hádegi á morgun mun þurfa að bera grímur í almenningssamgöngum og víðar þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk.
Kjarninn 30. júlí 2020
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Viðbúnaðarstig ekki hækkað að svo stöddu
Á fundi dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og allra lögreglustjóra í landinu í dag var ákveðið að hækka ekki viðbúnaðarstig almannavarna að svo stöddu.
Kjarninn 30. júlí 2020
Frá og með hádegi á morgun þarf fólk sem notar strætó að bera grímu fyrir vitum.
Tíu staðreyndir um hertar aðgerðir yfirvalda
Tveggja metra reglan verður skylda og það skal nota andlitsgrímur ef hana er ekki hægt að tryggja milli ótengdra einstaklinga. Frá og með hádegi á morgun mega ekki fleiri en 100 koma saman.
Kjarninn 30. júlí 2020
Frá fundi stjórnvalda í Safnahúsinu við Hverfisgötu í apríl.
Númer eitt, tvö og þrjú að ná tökum á aðstæðum
Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi á hádegi á morgun og gilda til tveggja vikna. Forsætisráðherra segir það gert til að hægt sé að fá yfirsýn yfir stöðu mála og ná tökum á þeim aðstæðum sem upp eru komnar.
Kjarninn 30. júlí 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Biðlað til íþróttahreyfingarinnar um að fresta keppnishaldi fullorðinna
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að íþróttahreyfingin í landinu hafi verið beðin um að slá öllu keppnishaldi fullorðinna á frest til 10. ágúst, vegna hertra sóttvarnaráðstafana í samfélaginu. Knattspyrnusambandið ræður ráðum sínum.
Kjarninn 30. júlí 2020
Víðir: Handþvottur og sprittun gildir núna sem aldrei fyrr.
Víðir: Verum heima með fjölskyldunni
„Þetta er auðvitað hundfúlt en samt að einhverju leyti það sem við gátum búist við,“ sagði Víðir Reynisson á blaðamannafundi dagsins. Þar með orðaði hann hugsanir okkar flestra: Frelsið var yndislegt en nú þurfum við að stíga skref aftur.
Kjarninn 30. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Einungis 100 mega koma saman og tveggja metra fjarlægð verður skylda
Frá og með hádegi á morgun mega einungis 100 manns koma saman á sama stað. Tveggja metra nándarmörk milli ótengdra einstaklinga verða nú skylda.
Kjarninn 30. júlí 2020
39 staðfest smit – aðgerðir hertar
Staðfest virk smit af kórónuveirunni eru nú orðin 39 hér á landi. Einn hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19. Tilfellum af COVID-19 hefur því fjölgað um tíu síðan í gær.
Kjarninn 30. júlí 2020
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala.
Sjúklingur lagður inn og Landspítali á hættustig
Einn einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítala með COVID-19. Þetta þýðir að spítalinn þarf að færa sig af viðbúnaðarstigi yfir á hættustig.
Kjarninn 30. júlí 2020
Segja Sigmund verja valdakerfi sem hygli körlum
„Sigmundur [Davíð Gunnlaugsson] er að verja valdakerfi undir formerkjum „vestrænnar siðmenningar“, sem hyglir körlum eins og honum á kostnað jaðarsetts fólks,“ segir stuðningsfólk Black Lives Matter á Íslandi.
Kjarninn 30. júlí 2020
Rósa Björk er formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og fráfarandi varaforseti þess.
Útganga Pólverja úr Istanbúlsamningnum ógni lífi og heilsu pólskra kvenna
Rósa Björk Brynjólfsdóttir ætlar að koma athugasemdum á framfæri við sendiherra Póllands á fundi þeirra á föstudag. Hún segir Istanbúlsamninginn vera eitt öflugasta tæki til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi, heimilisofbeldi og þvinguðum hjónaböndum.
Kjarninn 30. júlí 2020
Hrædd um að almenningur bíði eftir bóluefni sem töfralausn
Kate Bingham, sem leiðir starfshóp breskra stjórnvalda sem ætlað er að styðja við þróun og framleiðslu bóluefnis gegn COVID-19, segist ekki bjartsýn á það takist að þróa bóluefni sem veitir varanlegt ónæmi gegn nýju kórónuveirunni.
Kjarninn 29. júlí 2020
Rannsókn Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu er lokið
Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji greinir frá því á vef sínum í dag að rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein sé lokið og að hún hafi verið kynnt fyrir stjórn félagsins.
Kjarninn 29. júlí 2020
„Jákvæður viðsnúningur“ hjá Arion en COVID-óvissa framundan
Arion banki hagnaðist um 4,95 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 10,5 prósent á fjórðungnum, sem bankastjórinn segir sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að eiginfjárstaðan sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila.
Kjarninn 29. júlí 2020
Átta sækjast eftir tveimur lausum dómaraembættum við Hæstarétt
Átta lögfræðingar sækjast eftir tveimur lausum dómaraembættum við Hæstarétt Íslands. Í hópi umsækjenda eru fjórir dómarar við Landsrétt.
Kjarninn 29. júlí 2020
Ragnar Þór segir samantekt sína kalla á óháða rannsókn
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sendi frá sér yfirlýsingu í dag hvar hann fer yfir málefni Icelandair, Landssímareitsins og Lindarvatns. Hann segir mörgum spurningum um viðskipti félaganna ósvarað.
Kjarninn 29. júlí 2020
Jóhann Möller er nýr framkvæmdastjóri Stefnis.
Jóhann Möller ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis
Jóhann Möller hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sjóðstýringafyrirtækisins Stefnis, sem í eigu Arion banka. Fyrri framkvæmdastjóri hætti störfum í júní eftir einungis rúmt ár í starfi.
Kjarninn 29. júlí 2020
Vegagerðin hefur nú ákveðið að lækka veginn sem náttúruverndarfólk hefur m.a. gagnrýnt.
Vegagerðin stöðvar framkvæmdir við Hljóðakletta
Vegagerðin hefur ákveðið að gera hlé á vegaframkvæmdum um Vesturdal í nágrenni Ásbyrgis og Hljóðakletta. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, kærðu framkvæmdirnar í síðustu viku.
Kjarninn 29. júlí 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent fylgi, rúmum þremur prósentustigum minna en fyrir röskum mánuði.
Píratar bæta við sig en Samfylkingin dalar í nýrri könnun MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun frá MMR. Píratar mælast með 15,4 prósent og eru næst stærstir en Samfylkingin dalar á milli mánaða og mælist með 13,1 prósent. Framsókn skýst upp fyrir Miðflokkinn og Viðreisn.
Kjarninn 29. júlí 2020