Þórdís ekki talin hafa brotið siðareglur en biðst afsökunar
Þátttaka Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í vinkonuhittingi um liðna helgi var ekki talið brot á siðareglum ráðherra. Hún segist hafa greitt uppsett verð. Ráðherrar eigi þó að haga gerðum sínum þannig að þær séu hafnar yfir vafa.
Kjarninn 18. ágúst 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Eitthvað einstaklega mannfjandsamlegt“ við andstöðu SA við hækkun atvinnuleysisbóta
Drífa Snædal forseti ASÍ segir að það sé „eitthvað einstaklega mannfjandsamlegt“ við það að Samtök atvinnulífsins „séu beinlínis í herferð gegn hækkun atvinnuleysisbóta“. Hún segist efast um að aðildarfyrirtæki SA styðji almennt þessa stefnu.
Kjarninn 18. ágúst 2020
Langur hali alþjóðasamninga bíður birtingar í Stjórnartíðindum
Síðustu 12 ár er áætlað að um 300 alþjóðasamningar hafi verið fullgiltir af íslenskum stjórnvöldum, án þess að auglýsing um fullgildingu hafi birst í Stjórnartíðindum. Utanríkisráðuneytið ætlar að vinna þetta upp á þremur árum.
Kjarninn 18. ágúst 2020
Icelandair fær ríkisábyrgð á lánalínu upp á 16,5 milljarða
Samkomulag hefur náðst um að Icelandair fái ríkisábyrgð á lánum frá ríkisbönkum. Alþingi þarf að samþykkja ábyrgðina.
Kjarninn 18. ágúst 2020
Íslendingar hafa verið að ferðast innanlands í sumar. Og eyða umtalsverðum fjármunum.
Landsmenn settu Íslandsmet í eyðslu í júlí – Kortavelta aldrei verið hærri
Íslendingar settu met í eyðslu í síðasta mánuði, þegar fjölmargir þeirra ferðuðust innanlands og eyddu fjármunum þar sem alla jafna hefur verið eytt erlendis. Verslun í mánuðinum var á pari við það sem gerist í desember.
Kjarninn 18. ágúst 2020
Tæplega 400 sýni voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær.
Þrjú innanlandssmit greindust í gær
Þrjú ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, en alls voru 383 sýni tekin til greiningar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Fjöldi fólks í sóttkví er kominn undir 500.
Kjarninn 18. ágúst 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair lækkað um 42 prósent í morgun – Verðið nú við vænt útboðsgengi
Virði hlutabréfa í Icelandair hefur hríðfallið í morgun í kjölfar þess að félagið opinberaði að það ætlaði sér að selja nýtt hlutafé á eina krónu á hlut, eða langt undir gengi sínu við lok dags í gær.
Kjarninn 18. ágúst 2020
Vínbúð ÁTVR í Borgartúni.
Engin áform um að láta ÁTVR aðgreina tóbak og áfengi frekar í reikningum sínum
Fjármálaráðuneytið hefur engin áform um að skylda ÁTVR til þess að breyta framlagningu ársreikninga sinna, en skoðar þó hvernig mætti auka gagnsæi í rekstri stofnunarinnar, sem sögð hefur verið niðurgreiða áfengissölu með tóbakssölu.
Kjarninn 18. ágúst 2020
Icelandair hyggur á nýtt flugtak. Til þess þarf félagið að safna nýju hlutafé.
Icelandair frestar hlutafjárútboði fram í september – Gengið verður ein króna á hlut
Icelandair Group hefur lækkað þá upphæð sem félagið ætlar sér að sækja í verðandi hlutafjárútboði í 20 milljarða króna. Selja á hlutina á genginu ein króna á hlut.
Kjarninn 17. ágúst 2020
Þórdís: Myndatakan ekki brot á reglum en var óþarfi og það hefði ekki átt að taka hana
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir að hún hafi talið sig vera að fylgja reglum um nálægðartakmarkanir þegar hún var mynduð í mikilli nálægð með vinkonum sínum. Henni þykir leitt að myndatakan hafi átt sér stað.
Kjarninn 17. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðisráðuneytið: Öllum á að vera ljóst að tveggja metra reglan er mikilvæg
Heilbrigðisráðuneytið segir að öllum ætti að vera að ljóst að tveggja metra reglan sé mjög mikilvæg sóttvarnaaðgerð, en einnig að hún sé ekki ótvíræð skylda á milli einstaklinga af mismunandi heimilum, samkvæmt gildandi auglýsingu um takmörkun á samkomum.
Kjarninn 17. ágúst 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Telur rétt að skoða hvort stofna eigi vettvang til að vakta íslenskar kosningar
Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra er ekki kunnugt um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á íslenskar kosningar með beinum hætti, en telur að rétt sé að skoða hvort stofna eigi vettvang til að vakta kosningar hér á landi.
Kjarninn 17. ágúst 2020
Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Segir „svikalogn sumarsins“ vera að renna sitt skeið á enda
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það „hreinan barnaskap“ að halda að ferðamenn sem dvelji að meðaltali sjö til átta nætur á landinu komi til að „dúsa innilokaðir“ megnið af ferðinni. Hún telur atvinnustig verða miklu verra en óttast var.
Kjarninn 17. ágúst 2020
„Kannski hefði mátt passa betur upp á tveggja metra regluna“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason að hann héldi að Þórdís Kolbrún hefði ekki brotið sóttvarnalög. Hann sagði það á ábyrgð hvers og eins að halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni.
Kjarninn 17. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit
Einstaklingum í einangrun og sóttkví fækkar á milli daga en nú eru 116 einstaklingar í einangrun og 528 í sóttkví. Níu einstaklingar bíða mótefnamælingar eftir sýnatöku á landamærum.
Kjarninn 17. ágúst 2020
Sigurður Erlingsson hefur störf hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga á næstu dögum.
Fyrrverandi forstjóri Íbúðalánasjóðs verður sparisjóðsstjóri
Sigurður Erlingsson hefur verið ráðinn forstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, sem er með sína aðalstarfsstöð á Laugum í Reykjadal. Hann var forstjóri Íbúðalánasjóðs á árunum eftir hrun.
Kjarninn 17. ágúst 2020
Dæmigerð veðurkort sumarsins.
Tíu staðreyndir um sumarveðrið 2020
Það hafa vissulega skipst á skin og skúrir í sumar og meðalhitinn ekki verið sérstaklega hár víðast hvar. En fleiri sólarstunda höfum við fengið að njóta en oft áður og úrkoman hefur meira að segja reynst undir meðallagi. Og ágúst lofar góðu.
Kjarninn 16. ágúst 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már hafnar ásökunum um mútugreiðslur Samherja
Engar mútur hafi verið greiddar í Namibíumálinu þótt Samherji hafi greitt einhverjar greiðslur til ráðgjafa, samkvæmt forstjóra fyrirtækisins.
Kjarninn 16. ágúst 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Segir Seðlabankann og RÚV hafa unnið saman gegn Samherja
Forstjóri Samherja telur Seðlabankann og RÚV hafa skipulagt Seðlabankamálið svokallaða gegn Samherja í þaula.
Kjarninn 16. ágúst 2020
Ekki má lengur reykja á almannafæri á Spáni nema að hægt sé að tryggja fjarlægð milli fólks. Þetta á líka við um verandir veitingastaða.
Fjölgun smita hefur kallað á ýmsar aðgerðir
Grímuskylda. Reykingabann. Lokun næturklúbba og skimun við landamæri. Eftir að tilfellum af COVID-19 hefur farið fjölgandi á ný eftir afléttingu takmarkana hafa mörg ríki gripið til harðari aðgerða.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir á fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu fyrr í ár.
Ákvörðunin „vonbrigði í sjálfu sér“
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði það skipta miklu máli að aðgerðir á landamærum væri stöðugt til endurskoðunar hjá stjórnvöldum. Hún sagði stjórnvöld vera heppin með sóttvarnayfirvöld sem hjálpi til við ákvarðanatöku.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir á fundi stjórnvalda í Safnahúsinu í apríl.
Samfélag er „ekki bara hagtölur“
„Það er svo óendanlega mikils virði að samfélagið virki þannig að okkur líði vel í því,“ sagði heilbrigðisráðherra á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Á fundinum voru kynntar hertar aðgerðir á landamærunum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Frá Keflavíkurflugvelli
Allir komufarþegar eiga að fara í skimun og 4-5 daga sóttkví
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að allir sem til Íslands koma þyrftu frá og með 19. ágúst að fara í skimun á landamærum, svo í sóttkví í 4-5 daga og að því búnu aftur í skimun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hefur aldrei verið jafn hátt
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það sem af er ári hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið nærri 30 prósentum. Fasteignamarkaðurinn er einkar líflegur nú um stundir en umsvif eru að jafnaði minni á sumrin en á öðrum árstíðum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Grand hótel í Reykjavík er eitt hótela Íslandshótela hf.
Stærsta hótelkeðja landsins biður skuldabréfaeigendur um greiðslufrystingu
Íslandshótel hefur lagt til við skuldabréfaeigendur í tæplega 2,9 milljarða skuldabréfaflokki að samþykkt verði að engar greiðslur berist vegna skuldabréfanna fyrr en seinni hluta árs 2021.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Eitt innanlandssmit og fólki í einangrun fer fækkandi
Aðeins eitt nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Átta sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 112 manns eru með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Listafólk kallar eftir tilslökunum
Listafólk kallar nú eftir undanþágum frá nálægðartakmörkunum, sambærilegum þeim sem veittar hafa verið vegna íþrótta, til að geta haldið áfram æfingum og undirbúið menningarveturinn. Takmarkanir hafa sett svip sinn á æfingar hjá stóru leikhúsunum tveimur.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Sex ný innanlandssmit – 120 með COVID-19
Sex ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Fjögur sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 120 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Í örvæntingarfullri leit að upprunanum
Þegar fyrsta nýja tilfellið af COVID-19 í meira en 100 daga greindist á Nýja-Sjálandi í vikunni vöknuðu margar spurningar en þó fyrst og fremst ein: Hvernig í ósköpunum komst veiran aftur inn í land sem hafði nær lokað sig algjörlega af fyrir umheiminum?
Kjarninn 13. ágúst 2020
Útgáfufélag DV og tengdra miðla tapaði yfir 600 milljónum á 28 mánuðum
Frjáls fjölmiðlun tapaði 21,5 milljón króna á mánuði frá því að félagið keypti DV og tengda miðla og fram að síðustu áramótum. Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar fjármagnaði tapreksturinn með vaxtalausu láni.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur fljótlega til starfa á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Búið að ráða í stöðu framkvæmdastjóra eldvarnasviðs HMS á Sauðárkróki
Stefnt er að því að eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar taki til starfa á Sauðárkróki 1. október næstkomandi. Sjö nýir starfsmenn verða ráðnir auk framkvæmdastjóra en enginn af núverandi starfsmönnum HMS á sviðinu mun flytja norður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Fyrsta bakarí Brauð og Co. opnaði á Frakkastíg í mars 2016.
Skeljungur búinn að kaupa fjórðungshlut í bæði Gló og Brauð & Co
Greint er frá því í árshlutauppgjöri Skeljungs að fyrirtækið hafi fest kaup á 25 prósent hlut í bakarískeðjunni Brauð & Co og veitingastaðakeðjunni Gló á síðasta ársfjórðungi. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverðið.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur leggur níu valkosti fyrir stjórnvöld
„Áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands að mínu mati er að skima alla farþega á landamærum, krefja þá um sóttkví í 4-6 daga og skima þá aftur að þeim tíma liðnum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Upplýsingarnar um karfaverðið sem Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman árið 2012 voru í Excel-skjali og birtust svona í Kastljósi í mars árið 2012.
Verðlagsstofa skiptaverðs staðfestir tilvist karfagagna
Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest tilvist gagna um karfaútflutning sem voru til umfjöllunar í Kastljósþætti árið 2012. Um var að ræða trúnaðargögn sem stofnunin vann og sendi á nefndarmenn í úrskurðarnefnd, en ekki „sérstaka skýrslu“.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar 14. ágúst
Hjúkrunarheimili þurfa að setja reglur um heimsóknir utanaðkomandi en nálægartakmörkun í framhalds- og háskólum og íþróttum verður rýmkuð á föstudag. Krafist verður notkunar grímum við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Þórunn Sveinbjörnsdóttir.
Reynslan af heimsóknarbanni á hjúkrunarheimili: „Fólki hrakaði“
Við verðum að finna leiðir svo að fólk fái að hittast, segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara um heimsóknartakmarkanir til eldra fólks í vetur. „Einmanaleiki er vágestur.“
Kjarninn 12. ágúst 2020
Hljómsveitin Hjaltalín gat ekki fengið bankamillifærslu frá Bretlandi vegna veru Íslands á gráa lista FATF.
Hjaltalín getur ekki fengið millifærslur frá bresku fyrirtæki vegna gráa listans
Breskt fyrirtæki sagði umboðsmanni hljómsveitarinnar Hjaltalín að Ísland væri eitt þeirra landa sem fyrirtækið ætti ekki að millifæra til, vegna aðgerða til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands
Blaðamannafélag Íslands fordæmir aðferðir Samherja
„Hefðbundnir fjölmiðlar eru hryggjarstykkið í lýðræðislegri umræðu og þegar vegið er að þeim með órökstuddum dylgjum er vegið að tjáningarfrelsinu sjálfu,“ segir í ályktun BÍ hvar félagið fordæmir aðferðir Samherja.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Samherji hefur ekki enn svarað spurningum um Namibíuskipin þrjú
Ekki hafa enn borist svör frá Samherja við fyrirspurn Kjarnans frá 25. júlí um breytta skráningu og nafnabreytingar togara sem notaðir voru í útgerð Samherjasamstæðunnar í Namibíu. Tvö skipanna sigldu þaðan fyrr á árinu, en eitt er enn kyrrsett.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Fjögur ný innanlandssmit
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Ekekrt virkt smit greindist við landamærin. 115 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Skýringarmynd af brú á Bárðardalsvegi eystri yfir frárennslisskurð við Kálfborgará miðað við virkjunartilhögun B.
Ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn röskunar eldhrauns við Skjálfandafljót
Ljóst er að með tilkomu fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar verður um að ræða inngrip í vatnafar Skjálfandafljóts sem hefur í för með sér neikvæð áhrif á fljótið á tilteknum kafla. Þetta kemur fram í áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu um virkjunina.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020