Plast brotnar í óteljandi búta í hafinu og skolar svo upp í fjörur. Þessir plastbútar tilheyra ógrynni af plastrusli sem tínt var í fjörum í Árneshreppi á Ströndum í sumar.
Hver íbúi á Íslandi notar líklega um 110-120 kíló af plasti á ári
Talið er að aðeins 5 prósent af öðru plasti en plastumbúðum skili sér endurvinnslu hér á landi. Í áætlun sem umhverfisráðherra hefur kynnt er að finna átján aðgerðir sem ætlað er að hafa áhrif á hegðun fólks í þeim tilgangi að draga úr notkun plasts.
Kjarninn 8. september 2020
Norwegian í samtali við norska ríkið um meiri ríkisstuðning
Norska lággjaldaflugfélagið mun funda við samgönguráðherra Noregs seinna í mánuðinum, þar sem rætt verður um frekari stuðning frá hinu opinbera.
Kjarninn 8. september 2020
Meintar ásakanir Kveiks, samkvæmt myndbandi Samherja. Ekkert af þessu þrennu er fullyrt í þætti Kveiks.
Samherji leiðréttir „ásakanir“ Kveiks sem aldrei voru settar fram
Samherji hefur birt nýtt myndband á YouTube, þar sem fyrirtækið hafnar þremur ásökunum sem það segir hafa verið settar fram af hálfu Kveiks í nóvember í fyrra. Kveikur fullyrti þó ekkert af því sem Samherji svarar fyrir.
Kjarninn 8. september 2020
Erla Björg
Erla Björg nýr fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar
Erla Björg Gunnarsdóttir hefur tekið við af Hrund Þórsdóttur sem fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Breytingar voru kynntar í morgun en meðal annars verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 um helgar styttur.
Kjarninn 8. september 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin og Viðreisn bæta við sig – Vinstri græn dala
Sjálfstæðisflokkurinn er að venju stærsti flokkur landsins. Þar á eftir koma hins vegar þrír stjórnarandstöðuflokkar: Samfylking, Píratar og Viðreisn. Þeir eru einu flokkarnir á þingi sem mælast með stuðning yfir kjörfylgi.
Kjarninn 8. september 2020
Veitingageirinn í betri málum en í ESB
Fallið í ferðaþjónustu og veitingasölu á Íslandi í byrjun COVID-19 faraldursins í vor var nokkuð minna en í Evrópusambandinu, ef tölur Eurostat og Hagstofu eru bornar saman.
Kjarninn 8. september 2020
Kolbrún Halldórsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir.
RÚV braut ekki jafnréttislög við ráðningu á útvarpsstjóra
Tvær konur sem sóttust eftir því að verða ráðnar í starf útvarpsstjóra RÚV kærðu niðurstöðu ráðningarferilsins til kærunefndar jafnréttismála. Hún hefur komist að þeirri niðurstöðu að þeim hafi ekki verið mismunað þegar Stefán Eiríksson var ráðinn.
Kjarninn 7. september 2020
Ferðamenn í Leifsstöð.
Segir aðkomu ríkisins vera „lykilatriði“ í rekstri Icelandair og Keflavíkurflugvallar
Fyrrum ráðgjafi hjá Schiphol-flugvelli segir mikilvægt af hinu opinbera að vera tilbúið til að verja alþjóðaflugvelli og þjóðarflugfélög falli í kreppum.
Kjarninn 7. september 2020
Félög í eigu Icelandair Group hafa fengið á fjórða milljarð króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði.
Skatturinn birtir lista yfir uppsagnarstyrki til fyrirtækja
Stærstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins raða sér efst á lista sem Skatturinn hefur birt á vef sínum yfir svokallaða uppsagnarstyrki.
Kjarninn 7. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Unnið að tæknilegri útfærslu á styttri sóttkví
Verið er að vinna í tæknilegri útfærslu á styttri sóttkví, þannig að þeir sem verði útsettir fyrir kórónuveirusmiti þurfi ekki að vera 14 daga í sóttkví. Mögulega yrði tekið sýni úr fólki á sjöunda degi, segir sóttvarnalæknir.
Kjarninn 7. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Þarf að svara því hvað sé ásættanlegt að margir veikist og látist
Þórólfur Guðnason segir að þegar verið sé að vega og meta hvort ásættanlegt sé að hleypa veirunni á meiri skrið innanlands þurfi líka að svara því hvað sé ásættanlegt að margir sýkist og látist í framhaldinu. Þetta þurfi að horfast í augu við.
Kjarninn 7. september 2020
Frá Ítalíu í sumar. Raforkunotkun minnkaði einna mest í Suður-Evrópu, sérstaklega á Kýpur og Ítalíu
Rafmagnsnotkun mun minni í ESB í ár
Alls minnkuðu aðildarríki Evrópusambandsins raforkunotkun sína um níu prósent í vor og byrjun sumars, miðað við sama tímabil í fyrra.
Kjarninn 7. september 2020
Ennþá er töluverð eftirspurn eftir leigu atvinnuhúsnæðis.
Samdráttur á kaupum atvinnuhúsnæðis en ekkert hrun í leigu
Ennþá er nokkur eftirspurn eftir leigu á avinnuhúsnæði, þrátt fyrir að minna hefur verið keypt af þeim á síðustu mánuðum. Fasteignafélög segja núverandi vanda aðeins einskorðast við ferðaþjónustu og aðila í veitingageira.
Kjarninn 7. september 2020
Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot
Fyrrverandi ráðherra, sendiherra og formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Hann greinir sjálfur frá þessu í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu og kallar ásakanirnar „hreinan uppspuna“.
Kjarninn 7. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Erfiður pólitískur vetur framundan
Forseti ASÍ hefur töluverðar áhyggjur af því að einhvers konar jarðtengingu skorti við vinnandi fólk og almenning innan stjórnmálanna.
Kjarninn 6. september 2020
Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þrýstingi beitt á lífeyrissjóði sem settir hafi verið „í gjaldeyrishöft“ af ríkisstjórninni
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að sér hugnist ekki sú áhætta sem lífeyrissjóðum er ætlað að taka í hlutafjárútboði Icelandair. Bjarni Benediktsson segir að ef lífeyrissjóðir láti undan þrýstingi séu stjórnendur „ekki að standa sig í vinnunni.“
Kjarninn 6. september 2020
Donald Trump er þegar búinn að sá fræjum efa í huga almennings um lögmæti komandi kosninga. Hvað gerist ef niðurstaðan verður hreint ekki ljós á kosninganótt?
Raunhæfur möguleiki á glundroða í kjölfar forsetakosninganna
Hvernig mun bandarískt samfélag dagsins í dag bregðast við ef svo fer, eins og margt bendir til, að úrslit forsetakosninganna þar í landi muni ekki liggja ljós fyrir á kosninganótt? Óhuggulegar sviðsmyndir eru fyrir hendi.
Kjarninn 6. september 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
„Dapurlegt“ að sjá Róbert Spanó taka við nafnbót í Tyrklandi
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi forstjóra Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­stofn­unar ÖSE, þótti „dapurlegt“ að sjá Róbert Spanó, forseta MDE taka við heiðurdoktorsnafnbót í Tyrklandi á dögunum.
Kjarninn 6. september 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Búið að greiða út átta milljarða króna úr ríkissjóði í uppsagnarstyrki
Umsóknir um svokallaða uppsagnarstyrki úr ríkissjóði tóku kipp í ágúst og upphæðin sem greidd hefur verið út vegna þeirra tvöfaldaðist á skömmum tíma. Hún er þrátt fyrir það einungis 30 prósent af því sem áætlað var að styrkirnir myndu kosta.
Kjarninn 5. september 2020
Eygló Harðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra taka hér á móti flóttamönnum á Keflavíkurflugvelli í upphafi árs 2016.
Heimildarmynd um flóttamenn sem hlaut styrki frá ráðuneyti og ríkisstjórn sögð tilbúin
Heimildarmynd um móttöku og aðlögun sýrlenskra flóttamanna á Íslandi er sögð tilbúin. Gerð hennar hófst árið 2016 og átti að taka um eitt ár. Myndin fékk sex milljóna króna styrki frá æðstu stöðum í stjórnkerfinu, sem vakti athygli á sínum tíma.
Kjarninn 5. september 2020
Á meðal þeirra eigna sem Heimavellir eru nýjar íbúðir á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík.
Síðasti dagur Heimavalla í Kauphöllinni verður 11. september
Rúmum tveimur árum eftir að Heimavellir voru skráðir í íslensku Kauphöllina er félagið á leið út úr henni. Þegar næstu viku lýkur munu Heimavellir vera í einkaeigu og skráðum félögum á Íslandi fækka um eitt.
Kjarninn 4. september 2020
Minna var um erlenda ferðamenn hér á landinu í vor.
Lítill sem enginn þjónustuafgangur við útlönd
Hrun í ferðaþjónustu og farþegaflutningum hefur leitt til þess að útflutningur þjónustu er nær sá sami og innflutningur hennar í fyrsta skipti í 12 ár.
Kjarninn 4. september 2020
Bjarni Benediktsson og Jón Steindór.
Bjarni: Efnahagsstefna Viðreisnar bara tómt blað
Þingmaður Viðreisnar segir að ný og endurbætt fjármálastefna ríkisstjórnarinnar sé ekki skýr varðandi áætlanir hennar. Hann spyr hvort skref ríkisstjórnarinnar séu hreinlega ekki of lítil. Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir þessa gagnrýni.
Kjarninn 4. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson
Kallar myndbirtingu af grunuðu fólki í Samherjamálinu hefndaraðgerð RÚV
Forstjóri Samherja hefur sent starfsfólki fyrirtækisins bréf þar sem hann kvartar yfir því að myndir af starfsfólki sem er með stöðu sakbornings í sakamálarannsókn hafi verið birtar á RÚV.
Kjarninn 4. september 2020
Hvalárvirkjun yrði byggð í eyðifirðinum Ófeigsfirði og samkvæmt áformunum yrði rennsli þriggja áa á Ófeigsfjarðarheiði virkjað: Hvalár, Rjúkanda og Eyvindarfjarðarár. Byggðar yrðu fimm stíflur við heiðarvötn til að mynda þrjú miðlunarlón
Stjórnarformaður Vesturverks: Hægt að bæta afhendingaröryggi án Hvalárvirkjunar
Alls óvíst er hvenær Hvalárvirkjun verður byggð. Aðeins er nú unnið að „nauðsynlegum rannsóknum sem bæta aðstöðu okkar þegar þar að kemur til að taka ákvörðun um að byggja eða byggja ekki,“ segir stjórnarformaður Vesturverks.
Kjarninn 4. september 2020
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Hver komufarþegi kostaði samfélagið að minnsta kosti 80 þúsund krónur
Prófessor í hagfræði segir að Íslendingar hafi þurft að færa fórnir að andvirði tuga þúsunda króna með hverjum farþega sem kom til landsins í sumar.
Kjarninn 3. september 2020
Sex með réttarstöðu sakbornings í Samherjamáli – Þorsteinn Már einn þeirra
Sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Samherja hafa verið kallaðir til yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara og þeir fengið réttarstöðu sakbornings á meðan að á henni stóð.
Kjarninn 3. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sextán greinst í seinni sýnatöku – meira en Þórólfur átti von á
Hlutfall virkra smita í landamæraskimun hefur tífaldast á síðustu dögum. Sóttvarnalæknir segir að ef slakað yrði á takmörkununum myndi hann hafa áhyggjur af þróuninni. „Við erum með lítið smit innanlands út af þessum aðgerðum. Það er ástæðan.“
Kjarninn 3. september 2020
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook.
Facebook grípur til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu í kringum kosningarnar
Stofnandi Facebook greindi frá því í dag að miðillinn ætlaði að beita sér sérstaklega gegn útbreiðslu misvísandi upplýsinga í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í haust. Facebook fer í samstarf við Reuters um miðlun lokaniðurstaðna.
Kjarninn 3. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur minnkar bilið: Einn metri ásættanlegur
Sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að nálægðarreglunni verði breitt í einn metra fyrir alla. Tveggja metra reglan yrði þar með afnumin. Ástæðan er sú að rannsóknir sýna að einn metri milli fólks minnkar líkur á smiti fimmfalt.
Kjarninn 3. september 2020
Frá fjölmiðlafundi Viðreisnar í morgun
Boðar 80 milljarða í flýttar fjárfestingar
Viðreisn vill verja 80 milljörðum króna í flýttum fjárfestingum hins opinbera og nefnir þar sérstaklega Borgarlínuna sem dæmi um slíka fjárfestingu.
Kjarninn 3. september 2020
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Velferðarnefnd vill framlengja hlutabótaleiðina út árið 2020
Meirihluti velferðarnefndar leggur til að sami einstaklingur sem hafi þegar nýtt hlutabótaleiðina, en verið svo endurráðinn í fullt starf, geti nýtt hana aftur ef vinnuveitandi viðkomandi er kominn aftur í rekstrarvandræði.
Kjarninn 3. september 2020
Alexei Navalní liggur enn þungt haldinn á spítala í Berlín.
Nýliði í tebolla
Taugaeitur af gerðinni novichok fæst ekki keypt úti í búð. Það er einungis talið í höndum rússneskra yfirvalda, sem nú eru krafin svara við áleitnum spurningum, eftir að leifar eitursins fundust í líkama andófsmannsins Alexei Navalnís.
Kjarninn 3. september 2020
Þögul mótmæli árið 2018 við þingsetningu til þess að minna á nýja stjórnarskrá á vegum Stjórnarskrárfélagsins.
Vandræði með skráningu á undirskriftalista – „Afhjúpandi fyrir gallað fyrirkomulag“
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og lögfesti nýju stjórnarskrána. Margir hafa lent í vandræðum með að skrá nafn sitt á listann en söfnunin fer fram á Stafrænu Íslandi.
Kjarninn 2. september 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Segir þingmenn Vinstri grænna reyna að réttlæta vanlíðan sína í stjórnarsamstarfinu
Formaður Viðreisnar benti þingmönnum Vinstri grænna á að lesa viðtal við formann Sjálfstæðisflokksins í „ríkisstyrktu blaði“ í morgun. Í kjölfarið ættu þeir að hvetja hann til að fara strax í lagningu á Borgarlínu.
Kjarninn 2. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
13 prósent Íslendinga vilja slaka á sóttvarnaraðgerðum
Almenn ánægja ríkti með sóttvarnaraðgerðir á landamærum og innanlands í ágúst. Viðhorf til innanlandsaðgerða breyttist lítið, en mikla breytingu má sjá í viðhorfum til aðgerða á landamærum.
Kjarninn 2. september 2020
ASÍ hafnar hugmyndum um frestun launahækkana
Miðstjórn ASÍ segir að kjaraskerðing ógni afkomuöryggi á krepputímum og muni bæði dýpka og lengja kreppuna. Tveir leiðtogar stjórnvalda hafa rætt um frestun samningsbundinna launahækkana á síðustu dögum.
Kjarninn 2. september 2020
Fjórðungshlutur í Sagafilm er kominn í eigu dótturfélags stærsta sjálfstæða kvikmyndafyrirtækis Evrópu.
Efni frá Sagafilm verður boðið víðar í kjölfar erlendrar fjárfestingar
Dótturfélag stærsta sjálfstæða kvikmyndafyrirtækis Evrópu hefur keypt 25 prósent hlut í Sagafilm. Kaupverðið er trúnaðarmál, en forstjóri Sagafilm segir kaupin staðfesta að áætlanir fyrirtækisins undanfarin misseri hafi gengið.
Kjarninn 2. september 2020
Stefán Óli Jónsson, nýr aðstoðarmaður þingflokks Pírata.
Rúmlega 200 sóttu um starf aðstoðarmanns hjá Pírötum
Fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður þingflokks Pírata. Rúmlega 200 umsækjendur sóttu um starfið.
Kjarninn 2. september 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Vinstri græn bæta við sig en ríkisstjórnarflokkarnir allir undir kjörfylgi
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,8 prósent fylgi og er stærsti flokkur landsins. Þrír flokkar á þingi eru að mælast með meira fylgi en í kosningunum 2017. Þeir eru Samfylking, Píratar og Viðreisn.
Kjarninn 2. september 2020
Sólsetur við Lagarfljót á Fljótsdalshéraði.
Allir í framboði og kynleiðrétting hjá Miðflokknum í nýju sveitarfélagi
Kjósendur í nýju sveitarfélagi á Austurlandi ganga að kjörborðinu 19. september. Fimm listar bjóða fram krafta sína, en bæði er kosið til ellefu manna sveitarstjórnar og fjögurra heimastjórna. Athygli hefur vakið hve fáar konur eru á lista Miðflokksins.
Kjarninn 2. september 2020
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
99,1 prósent Íslendinga enn berskjaldaðir fyrir veirunni
Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar sem birtist í The New England Journal of Medicine í dag benda til að 0,9 prósent Íslendinga hafi fengið COVID-19. Kári Stefánsson segir að ný bylgja myndi leggja samfélagið á hliðina.
Kjarninn 1. september 2020
Bankarnir kaupa hlutafé í Icelandair fyrir 6 milljarða króna
Icelandair Group hefur náð samkomulagi við Íslandsbanka og Landsbankann um sölutryggingu væntanlegs hlutafjárútboðs félagsins.
Kjarninn 1. september 2020
23 fjölmiðlaveitur uppfylltu þau skilyrði sem þurfti til að fá sérstakan rekstrarstuðning.
Fjölmiðlastyrkjum hefur verið úthlutað
Þrjú stærstu útgáfufélög landsins skipta með sér rúmlega 250 milljónum af þeim 400 milljónum sem ákveðið hefur verið að veita í sérstakan rekstrarstuðing við fjölmiðla vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 1. september 2020
Stefán Eiríksson
Endurskoðun siðareglna staðið yfir síðan á síðasta ári – engin siðanefnd nú starfandi
Á starfstíma siðanefndar RÚV hafa henni borist tvær kvartanir, árin 2017 og 2019. Báðum kvörtunum var vísað frá nefndinni.
Kjarninn 1. september 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Úrskurðarnefnd: Ráðherra þarf ekki að afhenda lögfræðiálitin
Mennta- og menningarmálaráðuneytið þarf ekki að afhenda lögfræðiálit sem aflað var þegar Lilja D. Alfreðsdóttir ákvað að stefna konu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
Kjarninn 1. september 2020
Læknirinn Scott Atlas á blaðamannafundi í Hvíta húsinu á dögunum.
Atlas hristir upp í ráðgjafateymi Trumps
Nýjasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta varðandi kórónuveirufaraldurinn gengur langt í frá í takt við þá sem fyrir eru í teyminu. Hann hefur viðrað þá skoðun sína að stefna eigi að hjarðónæmi með því að aflétta takmörkunum.
Kjarninn 1. september 2020
Samherji kærir ellefu frétta- og dagskrárgerðarmenn til siðanefndar RÚV
Lögmaður Samherja hefur lagt fram kæru fyrir siðanefnd Ríkisútvarpsins á hendur ellefu nafngreindum frétta- og dagskrárgerðarmönnum vegna „þátttöku þeirra í þjóðfélagsumræðu um málefni Samherja á samfélagsmiðlum“.
Kjarninn 1. september 2020
Klukkubreytingarnar hafa verið á borði forsætisráðuneytisins undanfarin tvö ár.
Ekki „nægilega sterk rök“ fyrir klukkubreytingum
Ríkisstjórn Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu „nægilega sterk rök“ fyrir því að breyta staðartíma á Íslandi. Málið hefur nú verið til lykta leitt eftir rúmlega tveggja ára umfjöllun í stjórnarráðinu.
Kjarninn 1. september 2020
Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að afmarka ríkisábyrgð til Icelandair Group við flugrekstur
Samkeppniseftirlitið segir mikilvægt að afmarka ríkisábyrgð við flugrekstur
Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að áformuð ríkisábyrgð til Icelandair Group sé afmörkuð eins og kostur er við flugrekstur félagsins, áætlunarflug til og frá landinu. Þetta segir stofnunin varða bæði hagsmuni keppinauta félagsins og almennings.
Kjarninn 1. september 2020