Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári leggur til að öldurhús verði lokuð um helgina
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fulla ástæðu til að herða takmarkanir innanlands vegna hraðrar fjölgunar smita síðustu sólarhringa. Sú aðgerð sem hefði mest áhrif væri líklega sú að loka öldurhúsum í landinu um helgina.
Kjarninn 17. september 2020
Thor Aspelund (t.v.) ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á upplýsingafundi almannavarna í vor.
Að minnsta kosti 19 ný smit í gær
Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að minnsta kosti 19 manns hafa greinst með COVID-19 hér á landi í gær.
Kjarninn 17. september 2020
„Tíminn er kominn til þess að skilja nýlendufortíð okkar að baki. Barbadosar vilja barbadoskan þjóðhöfðingja,“ sagði yfirlandsstjóri Barbados í stefnuræðu ríkisstjórnarinnar.
Barbadosar vilja losa sig við Elísabetu, arfleifð nýlendutímans
Ríkisstjórn Barbados ætlar sér að stofna lýðveldi fyrir lok næsta árs. Þá verður þjóðhöfðingi landsins ekki lengur Elísabet Englandsdrottning. Tími er kominn til þess að skilja nýlendufortíð eyjunnar að baki, segja leiðtogar eyríkisins.
Kjarninn 17. september 2020
Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar
Það stefnir allt í slag um varaformannsembættið í Samfylkingunni. Flokkurinn stefnir að því að mynda ríkisstjórn eftir næstu kosningar og að sú ríkisstjórn verði án Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 17. september 2020
Skipið Goðafoss, sem endaði í endurvinnslu á Indlandi.
Gömul skip Eimskips í endurvinnslu á Indlandi
Skipin Goðafoss og Laxfoss sem seld voru til fyrirtækisins GMS í fyrra enduðu í endurvinnslu á Indlandi. Eimskip segist ekki hafa tekið ákvörðun um að skipin yrðu sett í endurvinnslu.
Kjarninn 16. september 2020
Flugmálastjórnin fordæmd vegna MAX-vélanna
Skýrsla á vegum Bandaríkjaþings fordæmir flugmálastjórn Bandaríkjanna fyrir yfirsjón á göllum Boeing 737 MAX-vélanna, sem ollu tveimur mannskæðum flugslysum í fyrra. Flugmálastjórnin hyggst breyta regluverki sínu í kjölfar niðurstöðunnar.
Kjarninn 16. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Verið að nota miðstjórn ASÍ sem einhvers konar aflátsbréfa-maskínu“
Einn stjórnarmaður af fimmtán í miðstjórn ASÍ greiddi atkvæði í morgun gegn sameiginlegri yfirlýsingu ASÍ og Icelandair en nokkrir sátu hjá.
Kjarninn 16. september 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Fagnar lendingu í málum ASÍ og Icelandair – „Ekkert nema jákvætt“
Formaður VR segir að samkomulag ASÍ og Icelandair gefi færi á því að vinna á hreinni grunni þegar kemur að samskiptum við stórfyrirtæki annars vegar og Samtök atvinnulífsins hins vegar.
Kjarninn 16. september 2020
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Evrópusambandið ætlar að skipta Dyflinnarreglugerðinni út fyrir nýtt regluverk
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í dag að ESB ætlaði sér að afnema Dyflinnarreglugerðina og koma upp nýju regluverki í kringum umsóknir um alþjóðlega vernd.
Kjarninn 16. september 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Þórólfur áhyggjufullur og Kári segir líkur á nýrri bylgju innan skamms
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir smitin þrettán sem greindust innanlands í gær vera dreifð um samfélagið. Íslendingar verði að búa sig undir nýja bylgju eftir 1-2 vikur, segir Kári Stefánsson.
Kjarninn 16. september 2020
Frá skimun á Akranesi fyrr á árinu.
Þrettán ný smit og einungis einn í sóttkví
Þrettán ný kórónuveirusmit greindust hér á landi í gær, sem er mesti fjöldi smita sem hefur greinst innanlands frá 6. ágúst.
Kjarninn 16. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ og Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
ASÍ og Icelandair Group komast að samkomulagi um að ljúka deilum sínum
Í dag stendur til að birta sameiginlega yfirlýsingu ASÍ og Icelandair Group þar sem fyrirtækið gengst við því að hafa brotið „góðar samskiptareglur“ vinnumarkaðarins þegar það sagði upp flugfreyjum. Með yfirlýsingunni lýkur öllum deilum milli aðila.
Kjarninn 16. september 2020
Lögreglan finnur ekki egypsku fjölskylduna sem vísa átti á brott í morgun
Ekki er vitað um dvalarstað sex manna egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í morgun.
Kjarninn 16. september 2020
Yoshihide Suga, verðandi forsætisráðherra Japans.
Eljusamur sonur jarðarberjabænda verður arftaki Abe
Japanska þjóðþingið mun á morgun setja Yoshihide Suga, nýjan leiðtoga Frjálslynda flokksins, formlega í embætti forsætisráðherra landsins. Suga er 71 árs gamall og segist gera 200 magaæfingar á dag.
Kjarninn 15. september 2020
Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri leiðir starfshópinn
Telja tvöfalda skimun kosta þjóðarbúið allt að 20 milljarða króna
Starfshópur fjármálaráðuneytisins áætlar að þjóðarbúið verði af 13-20 milljörðum króna út árið vegna hertra aðgerða á landamærunum, en er þó óviss um eigin útreikninga.
Kjarninn 15. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki hægt að grípa til staðlaðra viðbragða við veirunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að vega og meta þurfi marga þætti þegar grípa þarf til sóttvarnaráðstafana vegna COVID-19. Sumir þeirra séu mælanlegir en aðrir huglægir.
Kjarninn 15. september 2020
Knattspyrnukonan unga kom smituð til landsins í sumar.
Siðareglur brotnar þegar smituð knattspyrnukona var nafngreind á Fótbolta.net
Að mati siðanefndar BÍ braut ritstjórn Fótbolta.net gegn siðareglum blaðamanna þegar knattspyrnukona í Breiðabliki, sem kom smituð af COVID-19 heim frá Bandaríkjunum í sumar, var nafngreind í frétt miðilsins. Brotið telst alvarlegt, að mati siðanefndar.
Kjarninn 15. september 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Jón og Ragnheiður skipuð í Landsrétt – Ástráði hafnað enn og aftur
Jón Höskuldsson hefur loks hlotið skipun í embætti dómara við Landsrétt, rúmum þremur árum eftir að hafa verið færður af lista yfir hæfustu umsækjendur. Þrír þeirra fjögurra sem færðir voru upp á listanum hafa nú verið skipaðir í annað sinn í embætti.
Kjarninn 15. september 2020
Álfheiður Ágústsdóttir hefur tekið við forstjórastöðunni hjá Elkem.
Álfheiður ráðin forstjóri Elkem á Grundartanga
Álfheiður Ágústsdóttir hefur verið ráðin forstjóri kísilsmálmverksmiðju Elkem á Grundartanga. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu frá 2006. Einar Þorsteinsson, fráfarandi forstjóri, verður nú ráðgjafi á sviði orkumála og vinnumarkaðar hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 15. september 2020
Björn og Hlédís móta landbúnaðarstefnu fyrir Ísland
Kristján Þór Júlíusson hefur skipað í verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland.
Kjarninn 15. september 2020
Börnum ekki bjóðandi að flakka á milli landa
Velferðarríki eins og Íslandi ber að tryggja vernd og réttindi barna á flótta og veita þeim tækifæri til að alast upp í öruggu umhverfi, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Félagsráðgjafafélagi Íslands.
Kjarninn 15. september 2020
Lífeyrissjóðirnir umsvifamiklir á hlutabréfamarkaði í mars
Svo virðist sem lífeyrissjóðirnir hafi fjárfest fyrir tugi milljarða króna í innlendum hlutabréfum í mars, ef eignir þeirra eru bornar saman við vísitölu Kauphallarinnar.
Kjarninn 15. september 2020
Minjastofnun hafnar því að friðlýsing hindri lagningu Sundabrautar
Friðlýsing menningar- og búsetulandslags á Álfsnesi á ekki að hindra lagningu Sundabrautar að mati Minjastofnunar Íslands. Bæði Vegagerðin og Reykjavíkurborg halda hinu gagnstæða fram.
Kjarninn 15. september 2020
Skúli Skúlason, eigandi PLAY.
PLAY verður að hluta til í eigu erlendra aðila
Eignarhald lággjaldaflugfélagsins PLAY verður að hluta til erlent en félagið verður þó að langmestu leyti í eigu Íslendinga, samkvæmt núverandi eiganda.
Kjarninn 14. september 2020
Tuttugu þúsunda múrinn rofinn
„Þetta eru svo dásamlega, yndislega, sturlæðislega frábærar fréttir,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins.
Kjarninn 14. september 2020
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Rektor í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Jón Atli Benediktsson rektor og tveir aðrir starfsmenn HÍ þurfa að fara í sóttkví eftir að starfsmaður skólans greindist með COVID-19 um helgina. Rektor segir að þetta sýni að þrátt fyrir að nýsmitum fari fækkandi sé faraldrinum langt í frá lokið.
Kjarninn 14. september 2020
Stofnendur Avo, Stefanía Ólafsdóttir og Sölvi Logason.
Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki fær 419 milljónir króna í fjármögnun frá Kísildalnum
Gagnastjórnunarfyrirtækið Avo, sem stofnað var af tveimur fyrrum starfsmönnum Plain Vanilla, fékk stóra fjármögnun frá fjárfestingasjóðum úr Kísildalnum.
Kjarninn 14. september 2020
Benedikt Jóhannesson var fjármála- og efnahagsráðherra um nokkurra mánaða skeið á árinu 2017.
Benedikt vill leiða fyrir Viðreisn á Suðvesturhorninu á næsta ári
Fyrrverandi formaður Viðreisnar ætlar sér að verða oddviti flokksins í einu þriggja kjördæma höfuðborgarsvæðisins í þingkosningum eftir ár. Hann ætlar hins vegar ekki að bjóða sig fram til formanns eða varaformanns á komandi landsþingi.
Kjarninn 14. september 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Vill sjá endurskipulagningu hjá verkalýðshreyfingunni
Formaður VR segir að verkalýðshreyfingin standi vel saman þegar á reyni en hún þurfi þó að endurskipuleggja sig og nýta þann kraft sem sé í hreyfingunni.
Kjarninn 13. september 2020
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Eyþór Arnalds ræddu Sundabraut í Silfrinu á RÚV í morgun.
Hraðbraut yfir sundin er „byggð á einhverri fortíðarþrá“
Varað er við því að draga upp „gömul og rykfallin“ plön til að skapa atvinnu vegna COVID. Sundabraut sem hraðbraut er slíkt plan, segir borgarfulltrúi Pírata. Oddviti sjálfstæðismanna segir það gleymast að Reykjavík sé borgin við sundin sem þarfnist brúa.
Kjarninn 13. september 2020
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn.
Segir Eyþór enn eiga eftir að koma hreint fram varðandi tengsl við Samherja
Borgarfulltrúi Pírata segir það á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins að oddviti hans í borginni komist upp með að koma ekki hreint fram um tengsl sín við Samherja. Oddvitinn segir skítkast aldrei „mjög góða pólitík“.
Kjarninn 13. september 2020
Fjölmiðlakonurnar og karlaáreitið
Frásögn Sofie Linde í skemmtiþætti á TV2 í Danmörku af framkomu karla gagnvart henni, hefur vakið mikla athygli. Rúmlega 1.600 núverandi og fyrrverandi fjölmiðlakonur hafa í kjölfarið lýst stuðningi við Sofie Linde og hælt henni fyrir að segja frá.
Kjarninn 13. september 2020
Höfuðstöðvar Matís.
Matís endurskoðar mannauðsstefnu sína eftir ábendingu um undarlegt ákvæði
Matís er búið að fjarlægja hluta af mannauðsstefnu sinni og ætlar í heildarendurskoðun á henni. Fyrirtækinu var bent á að undarlegt væri að í henni stæði að mikilvægt væri að starfsmenn „töluðu ávallt vel um vinnustað sinn,“ bæði innan hans og utan.
Kjarninn 12. september 2020
Dýraeftirlitsmaður í Berry Creek í Kaliforníu sinnir hesti sem var skilinn eftir er eigendurnir lögðu á flótta undan eldunum.
Loftslagsfræðingar orðlausir yfir hraða eldanna
Þó að sérfræðingar í loftslagsmálum hafi varað við því að risavaxnir skógareldar gætu blossað upp í Bandaríkjunum á mörgum stöðum í einu og á sama tíma voru þeir ekki undir það búnir að það myndi gerast núna. Þeir töldu áratugi í hamfarirnar.
Kjarninn 12. september 2020
Sjókvíaeldi hefur verið lyftistöng fyrir atvinnulífið á Vestfjörðum að sögn Einars en Jón Kaldal segir það á kostnað lífríkisins.
Bjargvættur byggða eða skaðræði í sjónum?
Á meðan annar talaði um sjókvíaeldi sem mikilvæga viðbót við atvinnulíf á Vestfjörðum talaði hinn um að litið yrði á það og annan verksmiðjubúskap sem einn versta glæp mannkyns innan fárra kynslóða.
Kjarninn 12. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Þjóð föst í viðjum vanans
Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins finnst ekki ganga nógu hratt að færa ýmsar stórar skipulagsheildir í samfélaginu til nútímahorfs. Íslendingum hafi heilt yfir mistekist að ná fram hagkvæmni í því sem verið er að gera.
Kjarninn 11. september 2020
Dagur B. Eggertsson, er borgarstjóri í Reykjavík. Umsögn borgarinnar um tilögu Minjastofnunar var lögð fram á fundi borgarráðs í gær.
Borgin vill láta kanna að falla frá friðlýsingu sem gæti hindrað lagningu Sundabrautar
Borgarlögmaður hefur sent Minjastofnun Íslands bréf þar sem óskað er eftir því að kannað verði hvort hægt sé að vernda minjar á ætluðu vegstæði Sundabrautar með öðrum hætti en friðlýsingu. Verði friðlýsingin að veruleika er lagning Sundabrautar í uppnámi.
Kjarninn 11. september 2020
Þegar nýir stjórnarmenn taka sæti í lífeyrissjóðum þurfa þeir að standast hæfismat FME. Sumir eru teknir í munnlegt hæfismat, en ekki allir.
„Ríkari kröfur“ gerðar til stjórnarmanna í stórum lífeyrissjóðum en minni
Fjármálaeftirlitið gerir „ríkari kröfur“ til þekkingar stjórnarmanna í stórum lífeyrissjóðum en minni og því er líklegra er að þeir sem taka sæti í stjórnum stórra sjóða séu kallaðir inn í munnlegt hæfismat af hálfu FME. Það er þó metið hverju sinni.
Kjarninn 11. september 2020
Donald Trump með bíblíu í hönd í Washington í sumar. Hann kann sennilega betur við þá bók en ýmsar aðrar sem nýkomnar eru út eða væntanlegar.
Skruddurnar skella á Trump
Afhjúpanir í nýrri bók Bob Woodward hafa vakið mikla athygli, en þar játar Donald Trump að hafa gert minna úr kórónuveirunni opinberlega en efni stóðu til. Bók Woodward kemur út í næstu viku og gæti reynst forsetanum þung á lokametrum kosningabaráttunnar.
Kjarninn 10. september 2020
Mikill samdráttur hefur orðið á byggingarmarkaðnum
Þrýstingur eykst á húsnæðismarkaði
Fleiri íbúðir seljast, fleiri taka lán og verð gamalla íbúða hækkar, á meðan minna er byggt af nýjum íbúðum. Saman leiða þessir þættir til aukins þrýstings á húsnæðismarkaði.
Kjarninn 10. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stefnt að frekari tilslökunum eftir 2-3 vikur
Sóttvarnalæknir segir að með sama áframhaldi sé stefnt að því að gera frekari tilslakanir á takmörkunum hér innanlands eftir um 2-3 vikur. Útbreiðsla faraldursins sé að aukast erlendis og því ekki tímabært að hans mati að losa um aðgerðir á landamærunum.
Kjarninn 10. september 2020
Tveir valkostir eru nú vegnir og metnir af starfshópi Vegagerðar, Reykjavíkur, SSH og Faxaflóahafna. Annar er jarðgöng, hinn lágbrú.
Friðlýsingaráform Minjastofnunar setja lagningu Sundabrautar í uppnám
Vegagerðin hefur sent Minjastofnun Íslands bréf og óskað eftir fundi. Ástæðan er sú að áform hennar um friðlýsingu meðal annars í Álfsnesi geta haft veruleg áhrif á lagningu Sundabrautar, þar sem svæðið er á ætluðu vegstæði Sundabrautar.
Kjarninn 10. september 2020
Ekki hefur áður komið efnislega fram hvað það var sem Seðlabankinn kærði Samherja fyrir á sínum tíma.
Ljósi varpað á hvað það var sem fólst í kæru Seðlabankans á hendur Samherja
Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabankanum í dag kom fram í fyrsta skipti fyrir hvaða efnisatriði Seðlabankinn kærði Samherja fyrir til sérstaks saksóknara árið 2013. Veigamesta kæruefnið laut að félagi á Kýpur.
Kjarninn 9. september 2020
Sunna Ósk Logadóttir er á meðal þeirra sem tilnefnd hafa verið til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Sunna Ósk tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna fyrir umfjöllun um virkjanir
Umfjöllun blaðamanns Kjarnans um virkjanamál á Íslandi er tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru.
Kjarninn 9. september 2020
Undir Loftbrú falla Vest­firðir, hluti af Norður­landi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vest­manna­eyjar.
Lægri flug­fargjöld fyrir íbúa lands­byggð­arinnar með Loftbrú
Loftbrú veitir 40 prósent afslátt af heildar­fargjaldi fyrir allar áætlunar­leiðir innan­lands til og frá höfuð­borgar­svæðinu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti verkefnið í dag en það mun kosta ríkið 600 milljónir á ári.
Kjarninn 9. september 2020
Úr dyragættinni í dómsalnum í morgun, en þar hafa blaðamenn setið í hnapp og fylgst með því sem fór fram.
Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að skila ekki 85 milljarða gjaldeyri
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að standa ekki í skil á 85 milljörðum í gjaldeyri til landsins. Seðlabankinn virðist telja að dótturfélögum Samherja hafi verið stjórnað frá Íslandi í reynd.
Kjarninn 9. september 2020
„Karlar afsakaðir og konur gerðar ábyrgar“
Kvenréttindafélag Íslands telur að mikilvægt sé að fólk átti sig á því að sú orðræða sem beinist gegn tveimur konum um þessar mundir sé ekki eingöngu skaðleg þeim persónulega heldur samfélaginu öllu.
Kjarninn 9. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í dómsal í dag.
Yfir 130 milljónir af skaðabótakröfu Samherja vegna vinnu Jóns Óttars Ólafssonar
Alls eru yfir 130 milljónir króna af 306 milljón króna skaðabótakröfu Samherja á hendur Seðlabanka Íslands vegna greiðslna sem fóru til félaga tengdum rannsóknarlögreglumanninum fyrrverandi Jóni Óttari Ólafssyni.
Kjarninn 9. september 2020
Boris Johnson forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær.
Sex verður „töfratalan“
Hendur – andlit – fjarlægð. Bretar munu vart komast hjá því að heyra og sjá þessi þrjú orð mörgum sinnum á dag á næstunni. Vonast er til að fólk fylgi þessu slagorði forsætisráðherrans Boris Johnson svo komast megi hjá allsherjar lokun samfélagsins á ný.
Kjarninn 9. september 2020
Loðdýrabændur í Hollandi fá bætur vegna lokunar búanna.
Öllum minkabúum lokað í mars
Yfir milljón minkar hafa verið drepnir í Hollandi í sumar og hræjum þeirra fargað vegna kórónuveirusmita. Ákveðið hefur verið að flýta lokun allra loðdýrabúa í landinu.
Kjarninn 9. september 2020