57 ný innanlandssmit
Í gær greindust 57 með COVID-19 hér á landi. Tæplega helmingur var í sóttkví við greiningu. Nýgengi innanlandssmita er því komið upp í 83,2.
Kjarninn 23. september 2020
Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum dróst saman milli ára
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum losunar gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands fyrir árið 2019 dróst losun frá vegasamgöngum saman um 2 prósent milli áranna 2018 og 2019.
Kjarninn 23. september 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Horfur í efnahagslífinu hafa versnað frá því í júlí og baráttan verður langdregnari
Seðlabankinn segir að heimili og fyrirtækið verði að vera undir það búin að aðhald verði hert á ný þegar efnahagslífið tekur við sér í kjölfar COVID-19 faraldursins. Það getur til að mynda þýtt hækkun vaxta.
Kjarninn 23. september 2020
Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Eigandi Chelsea styrkti landnemasamtök í Jerúsalem og átti fótboltamenn í aflandsfélagi
Rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich hefur styrkt samtök sem hafa þrengt að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem um yfir 100 milljónir dala. Einnig átti hann hlut í fótboltamönnum á laun, samkvæmt umfjöllunum upp úr FinCEN-skjölunum.
Kjarninn 22. september 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu
Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.
Kjarninn 22. september 2020
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Tæknifyrirtæki orðin verðmætari en bankar í Evrópu
Lánaafskriftir og vaxtalækkanir samhliða aukinni eftirpurn eftir tæknilausnum hafa leitt til þess að markaðsvirði evrópskra tæknifyrirtækja er meira en hjá bönkum í álfunni.
Kjarninn 22. september 2020
Frá Akureyri.
Allir flokkar mynda saman meirihluta á Akureyri
Allir sex flokkarnir í bæjarstjórn Akureyrar hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta út kjörtímabilið. Þetta er gert vegna erfiðleika í rekstri bæjarins vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 22. september 2020
Yfir 4.300 sýni tekin í gær
Alls greindust 38 ný tilfelli af COVID-19 í gær en tæplega 2.300 manns eru í sóttkví.
Kjarninn 22. september 2020
Eftirspurn eftir vinnu iðnaðarmanna hefur aukist vegna hækkunar á endurgreiðsluhlutfalli virðisaukaskatts af vinnu þeirra.
Búið að endurgreiða um tólf milljarða króna vegna „Allir vinna“
Ein af neyðaraðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 var að hækka endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu ýmissa iðnaðarmanna úr 60 í 100 prósent. Það hefur skilað því að endurgreiðsluumsóknir hafa meira en fjórfaldast.
Kjarninn 21. september 2020
Börnin fjögur.
Ríkislögreglustjóri lýsir formlega eftir egypsku fjölskyldunni
Sex manna fjölskylda sem vísa átti úr landi á miðvikudag í síðustu viku hefur verið í felum síðan þá. Nú hefur Ríkislögreglustjóri lýst formlega eftir henni.
Kjarninn 21. september 2020
Deutsche Bank er sá banki sem er fyrirferðamestur í þeim gögnum sem BuzzFeed áskotnaðist.
FinCEN-skjölin: Aumar peningaþvættisvarnir afhjúpaðar
Gagnaleki frá FinCEN, eftirlitsstofnun innan bandaríska fjármálaráðuneytisins, sýnir fram á að ýmsir stærstu bankar Vesturlanda vita að mýmargar millifærslur sem hjá þeim eru gerðar þola ekki dagsljósið, en aðhafast bæði seint og lítið.
Kjarninn 21. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fjölgun smita áhyggjuefni – fólk með einkenni gengur fyrir
Gríðarleg ásókn er í sýnatökur vegna kórónuveirunnar og biðlar landlæknir til þeirra sem eru einkennalausir að bóka ekki tíma. Þeir sem eru með einkenni verði að ganga fyrir.
Kjarninn 21. september 2020
Greindum smitum af kórónuveirunni hefur fjölgað umtalsvert síðustu daga.
Tæplega 200 smit á sex dögum
Í gær greindust þrjátíu ný tilfelli af COVID-19 hér á landi og hafa því 196 smit verið greind á sex dögum. Um helgina voru vínveitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu lokaðir til að reyna að hægja á útbreiðslu faraldursins.
Kjarninn 21. september 2020
Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator
Novator selur hlut sinn í Play
Fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur ákveðið að selja fjarskiptafyrirtækið Play, sem félagið stofnaði árið 2005.
Kjarninn 21. september 2020
Fjölgun smita í Bretlandi er uggvænleg og stjórnvöld vilja bregðast við án þess að grípa til sömu hörðu aðgerðanna og gert var síðasta vetur.
„Við erum komin á hættuslóðir“
Fólk verður að fylgja reglunum, segja forsætis- og heilbrigðisráðherra Bretlands. Fólk verður skikkað í einangrun og sóttkví með lögum og brjóti það þau verður háum fjársektum beitt. Varnaðarorðin líkjast flóðbylgjuviðvörun í annarri bylgju faraldursins.
Kjarninn 21. september 2020
Kerfið á Vestfjörðum er viðkvæmt fyrir veðri og vindum.
Telur „jó-jó tímabili“ vegna Hvalárvirkjunar lokið
Vandamálin í raforkukerfinu á Vestfjörðum snúast ekki um orkuskort heldur afhendingaröryggi. Um þetta eru verkefnisstjóri hjá Landsneti og fulltrúi Jarðstrengja sammála. Sá síðarnefndi telur „jó-jó tímabili“ sem fylgdi Hvalárvirkjun lokið.
Kjarninn 21. september 2020
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Víðir Reynisson var viðmælandi hjá Rás 2 nýverið. Starfsmaður útvarpsstöðvarinnar hefur greinst með COVID-19 og Víðir er kominn í sóttkví.
Starfsmaður Rásar 2 greindist með kórónuveirusmit og sendi Víði í sóttkví
Sex starfsmenn Rásar 2 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður útvarpsstöðvarinnar greindist með COVID-19 í gærkvöldi.
Kjarninn 20. september 2020
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Andersen segir til umhugsunar hvort Vinstri græn séu stjórntækur flokkur
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið horft í forundran á það innan Sjálfstæðisflokks að hluti þingmanna samstarfsflokks styddu ekki ríkisstjórnina. Þeir væru oft með óbragð í munni vegna ýmissa mála sem hafi samt fengið framgang.
Kjarninn 20. september 2020
Smitum fækkar á milli daga – 38 greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fimm daga hafa 166 smit greinst inn­an­lands. Mun færri sýni voru tekin í gær en daginn áður.
Kjarninn 20. september 2020
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Ruth Bader Ginsburg.
Ruth Bader Ginsburg er látin – Trump mun tilnefna nýjan dómara
Ruth Bader Ginsburg hefur verið lykildómari í frjálslynda hluta Hæstaréttar Bandaríkjanna allt frá því að hún var skipuð árið 1993. Þar greiddi hún atkvæði með mörgum stærstu mannréttindaúrbótum sem rétturinn hefur fellt dóma um. Ginsberg lést í gær.
Kjarninn 19. september 2020
Júní og júlí voru metmánuðir í útgáfu nýrra húsnæðislána
Skuldir heimila aukast
Íslensk heimili urðu skuldsettari í fyrra, en skuldsetning þeirra hefur ekki aukist jafnhratt síðan í góðærinu fyrir hrun. Vaxandi útlán banka og lífeyrissjóða gefur til kynna að skuldsetningin hafi aukist enn meira í ár.
Kjarninn 18. september 2020
Þeim sem fara akandi í vinnuna fækkar á milli kannana, en í júní sögðust 63,3 prósent svarenda oftast fara keyrandi á einkabíl og 8 prósent sögðu að þeim væri skutlað í vinnuna.
Stór hluti bílstjóra væri til í að breyta ferðavenjum sínum
Langflestir keyra til og frá vinnu á sínum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að þeim fari fækkandi á milli ára. Tæpur helmingur þeirra sem keyra væru til í að ferðast með öðrum hætti til og frá vinnu, samkvæmt nýrri ferðavenjukönnun frá Maskínu.
Kjarninn 18. september 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Blöskrar framsetning forsætisráðherra í málum hælisleitenda
Þingmaður Pírata gefur ekki mikið fyrir þær upplýsingar sem koma fram í stöðuuppfærslu forsætisráðherra varðandi mál hælisleitenda á Íslandi.
Kjarninn 18. september 2020
Henný Hinz nýr aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar
Henný mun meðal annars starfa að vinnumarkaðsmálum, þ.m.t. gerð grænbókar um vinnumarkaðsmál, auk þess að koma að stefnumótun um hagræn viðbrögð vegna loftslagsvárinnar, fjórðu iðnbyltinguna og öðrum efnahagslegum viðfangsefnum.
Kjarninn 18. september 2020
Tuttugu og eitt smit greindist innanlands í gær.
Tuttugu og eitt nýtt smit í gær, alls 53 á þremur dögum
Tuttugu og einn einstaklingur greindist með kórónuveirusmit í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Undanfarna þrjá daga hafa 53 smit greinst innanlands.
Kjarninn 18. september 2020
Svandís féllst á tillögu Þórólfs um lokun skemmtistaða og kráa
Skemmtistaðir og krár á höfuðborgarsvæðinu verða að hafa lokað yfir fram yfir helgi. Staðir með öðruvísi rekstrarleyfi, t.d. kaffihús og veitingastaðir, mega hafa opið á þeim grundvelli en kráar- og skemmtistaðastarfsemi er óheimil.
Kjarninn 18. september 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Már Guðmundsson orðinn fastur penni hjá Vísbendingu
Fyrrverandi seðlabankastjóri mun skrifa reglulega í Vísbendingu á næstu mánuðum. Í tölublaði vikunnar segir hann það hafa verið rétt ákvörðun að koma á tvöfaldri skimun.
Kjarninn 18. september 2020
Að minnsta kosti tveir austfirskir kjósendur höfðu ekki erindi sem erfiði þegar þeir gerðu sér ferð til þess að kjósa í sveitarstjórnarkosningum helgarinnar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Austfirskir kjósendur fóru í fýluferð til sýslumanns
Dómsmálaráðuneytið þurfti að minna embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á að það væru sveitarstjórnarkosningar í gangi í nýju sveitarfélagi á Austurlandi. Tveimur hið minnsta var vísað frá, er þeir reyndu að greiða atkvæði utan kjörfundar.
Kjarninn 18. september 2020
Hlutafjárútboð Icelandair, sem lauk kl. 16 í gær, gekk að óskum.
Fjárfestar skráðu sig fyrir 37,3 milljörðum í útboði Icelandair
Hlutafjárútboð Icelandair gekk að óskum og raunar var mikil umframeftirspurn eftir hlutum í félaginu. Fjöldi hluthafa í félaginu í kjölfar útboðsins verður yfir 11.000. Bogi Nils þakkar traustið.
Kjarninn 18. september 2020
Skjáskot af heimasíðu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Níu skráð sig úr VG en sex nýir bæst við
None
Kjarninn 17. september 2020
Þórólfur Guðnason greindi frá því að fjöldi fólks sem greinst hafa með veiruna voru á sama vínveitingahúsinu.
Hópsmitið var á Irishman Pub
Sjö þeirra sem greinst hafa með COVID-19 síðustu tvo sólarhringa höfðu farið á Irishman Pub á Klapparstígi 27. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra biður alla þá sem mættu á staðinn síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku.
Kjarninn 17. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Gagnrýna harðlega að ASÍ „hafi tekið þátt í að hvítþvo brot“ SA og Icelandair
Alþýðusamband Íslands hefur að mati stjórnar Eflingar beðið álitshnekki, að því er fram kemur í ályktun stjórnar stéttarfélagsins.
Kjarninn 17. september 2020
Michele Roosevelt Edwards, einnig þekkt sem Michele Ballarin, er bandarísk athafnakona sem keypti vörumerki WOW air og aðrar valdar eignir úr þrotabúi hins fallna félags í fyrra. Nú hefur hún skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair.
Vill ná miklum ítökum í Icelandair Group
Bandaríska athafnakonan sem keypti vörumerki WOW air eftir að flugfélagið féll skráði sig fyrir sjö milljörðum hluta í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk kl. 16 í dag.
Kjarninn 17. september 2020
Eydís Blöndal var varaþingmaður VG.
Varaþingmaður VG hefur sagt sig úr flokknum
Eydís Blöndal: Það síðasta sem ég vildi gera er að láta mál fjölskyldunnar snúast á einhvern hátt um mig, en ég vildi heldur ekki að nokkur manneskja velktist í vafa um það hvar ég stæði í málefnum útlendinga og sér í lagi flóttamanna og hælisleitenda.
Kjarninn 17. september 2020
Þórólfur Guðnason ætlar að leggja til staðbundnar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem smit síðustu daga hafa komið upp.
Appelsínugul viðvörun – Þórólfur boðar staðbundnar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu
Sóttvarnalæknir mun gera tillögur um hertar en staðbundnar aðgerðir til heilbrigðisráðherra vegna fjölgunar smita af kórónuveirunni síðustu daga. Hann nefnir vínveitingastaði sérstaklega í því sambandi. Til skoðunar er að hafa öldurhús lokuð um helgina.
Kjarninn 17. september 2020
Stefanía G. Halldórsdóttir.
Stefanía ráðin til Eyrir Venture Management
Stefanía Guðrún Halldórsdóttir hefur verið ráðin til Eyrir Venture Management til þess að leiða nýjan vísisjóð sem Eyrir er að hleypa af stokkunum, Eyrir Sprotar II.
Kjarninn 17. september 2020
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Rósa Björk segir sig úr Vinstri grænum
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt forsætisráðherra um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri grænna. Ástæðan eru nýlegir atburðir er varða brottvísun á barnafjölskyldu frá Egyptalandi.
Kjarninn 17. september 2020
PLAY og ríkisstjórnin deila um ríkisábyrgðina
PLAY telur að leyfi fyrir ríkisábyrgð á lánum Icelandair hafi verið veitt á röngum lagalegum grundvelli. Fjármálaráðuneytið heldur því hins vegar fram að leyfið hafi verið veitt á sama grundvelli og í öðrum sambærilegum málum.
Kjarninn 17. september 2020
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að komast að því hvernig starfsmenn Háskóla Íslands smituðust.
Ekki augljós tengsl milli smitaðra í Háskóla Íslands
Rektor Háskóla Íslands segir mjög mikilvægt að fleiri úr háskólasamfélaginu fari í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu til að kortleggja megi þau smit sem upp hafa komið meðal fimm starfsmanna skólans.
Kjarninn 17. september 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair og Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ, FFÍ, SA og Icelandair grafa stríðsöxina með undirritaðri yfirlýsingu
ASÍ og FFÍ munu ekki draga Icelandair Group og SA fyrir Félagsdóm eftir að síðarnefndu aðilarnir viðurkenndu að uppsagnir flugfreyja hafi ekki verið „í samræmi við þær góðu samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins vilja viðhafa.“
Kjarninn 17. september 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn greinist með COVID-19
Þingmaður Pírata greinir frá því á Facebook að hann sé með COVID-19 sjúkdóminn. Alþingi er meðvitað um stöðuna og hefur gert viðeigandi ráðstafanir.
Kjarninn 17. september 2020