Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja lækka kosningaaldur niður í 16 ár í öllum kosningum á Íslandi
Ellefu þingmenn hafa lagt fram frumvarp um að lækka kosningaaldur niður úr 18 árum í 16. 2018 kom málþóf þingmanna úr þremur flokkum i veg fyrir að greidd yrðu atkvæði um frumvarp sem hefði tryggt 16 ára kosningarétt í síðustu sveitarstjórnarkosningum.
Kjarninn 15. október 2020
Börn geta fundið fyrir kvíða og áhyggjum vegna ástandsins í samfélaginu og mikilvægt er að ræða við þau um tilfinningarnar.
Fleiri börn með áhyggjur hringja í Hjálparsímann
Aukning hefur orðið í símtölum í Hjálparsímann 1717 frá börnum og unglingum sem hafa áhyggjur og líður ekki vel. Einnig hringja töluvert fleiri vegna kvíða.
Kjarninn 15. október 2020
Árviss umræða hefur verið um flugeldamengun. Nú stendur til að stytta bæði sölu- og skottímabil flugelda.
Einungis verði leyfilegt að sprengja flugelda 22 klukkustundir á ári
Þrengja á tímabil bæði flugeldasölu og -sprenginga, samkvæmt drögum að nýrri skoteldareglugerð frá dómsmálaráðuneytinu.
Kjarninn 14. október 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Launaþjófnaður sívaxandi vandamál – „Þessu verður að linna“
Efling þrýstir nú á að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi – og hvetur félagið stjórnvöld til að standa við gefin fyrirheit.
Kjarninn 14. október 2020
Aukin samneysla skiptir Íslendinga meira máli en skattalækkanir
Samkvæmt nýrri könnun Gallup er næstum þrefalt meiri stuðningur meðal Íslendinga við aukin útgjöld til heilbrigðismála en að lækka tekjuskatt einstaklinga.
Kjarninn 14. október 2020
Skóflustunga að því sem átti að verða álver Norðuráls í Helguvík var tekin árið 2008 en framkvæmdin varð aldrei að veruleika.
Samherji staðfestir að vera að skoða laxeldi í Helguvík
Samherji fiskeldi og Norðurál hafa undirritað viljayfirlýsingu í tengslum við kaup Samherja á eignum Norðuráls í Helguvík. Þar var skóflustunga tekin að álveri árið 2008, en sá draumur varð aldrei að veruleika. Nú kannar Samherji aðstæður til laxeldis.
Kjarninn 14. október 2020
Almennt atvinnuleysi á Íslandi var 9 prósent í lok septembermánaðar. Mynd úr safni.
Á fjórða þúsund manns hafa verið meira en heilt ár í atvinnuleit
Atvinnuleysi á Íslandi var 9 prósent í lok september – og þá er ekki horft til hlutabótaleiðarinnar. Fjöldi þeirra sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá eykst í þessu ástandi. Atvinnustaðan er hlutfallslega langþyngst á Suðurnesjum.
Kjarninn 14. október 2020
Torg tekjufærði styrki til einkarekinna fjölmiðla sem voru aldrei greiddir út
Eigið fé útgáfufélags Fréttablaðsins næstum helmingaðist í fyrra og skuldir þess jukust um 55 prósent. Umtalsvert tap varð á rekstrinum og sölutekjur drógust saman um 318 milljónir króna milli ára.
Kjarninn 14. október 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja jafnt atkvæðavægi
Þingmönnum Suðvesturkjördæmis gæti fjölgað um fimm auk þess sem þingmönnum Norðvesturkjördæmis gæti fækkað um þrjá, yrði nýtt frumvarp þingmanna Viðreisnar að lögum.
Kjarninn 13. október 2020
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn
Smit komið upp hjá almannavörnum
Eitt COVID-19 smit hefur greinst hjá almannavarnadeild ríkilögreglustjóra og hafa þrír aðrir starfsmenn deildarinnar farið í sóttkví vegna þess.
Kjarninn 13. október 2020
Vegglistaverk þar sem letrað var „Hvar er nýja stjórnarskráin?“  hefur verið háþrýstiþvegið af veggnum við Skúlagötu.
„Háþrýstiþvo burt sannleikann um vanvirðingu þeirra við þjóðarviljann“
Þingmenn Pírata gagnrýndu á Alþingi í dag þá ákvörðun stjórnvalda að háþrýstiþvo vegginn rétt hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem nýbúið var að rita með stórum stöfum: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“
Kjarninn 13. október 2020
Ungt fólk, á aldrinum 18-29 ára, er líklegast til þess að telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá, samkvæmt nýrri könnun MMR.
Tæp 60 prósent landsmanna telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu
Hlutfall þeirra sem telja mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu er nú 40 prósent, eykst um 8 prósentustig á milli kannana MMR og hefur aldrei áður mælst jafn hátt. Ungu fólki finnst málið mun mikilvægara en í síðustu könnun.
Kjarninn 13. október 2020
Sjókvíar á Vestfjörðum
Gildi kaupir fyrir 3,3 milljarða í Arnarlaxi
Mikil sókn er í laxeldi hér á landi, en umfang þess hefur tífaldast á síðustu fimm árum. Lífeyrissjóðurinn Gildi tilkynnti í dag fyrirhugaða fjárfestingu í stærsta laxeldisfyrirtæki landsins upp á 3,3 milljarða.
Kjarninn 13. október 2020
Launakostnaður var um 90 prósent af hreinum rekstrartekjum GAMMA í fyrra
Þóknanatekjur GAMMA voru yfir tveir milljarðar króna árið 2017. Í fyrra voru þær 575 milljónir króna. Rekstrargjöld voru um 380 milljónum krónum hærri en hreinar rekstrartekjur. Tap fyrir skatta var 379 milljónir króna.
Kjarninn 13. október 2020
Uppdráttur sem sýnir afstöðu Sundabrautar og friðlýsingarsvæðisins.
Vegagerðin leggst gegn friðlýsingu Minjastofnunar á vegstæði Sundabrautar
Átök um legu Sundabrautar hafa tekið á sig harðari mynd. Vegagerðin hefur nú lagst gegn friðlýsingu Minjastofnunar og segir ljóst að allir valkostir Sundabrautar muni setja fornminjar í hættu. Mótvægisaðgerðir gætu náð fram sömu markmiðum.
Kjarninn 13. október 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Tekur upp þráðinn í málum hælisleitenda – eftir að hafa viljað halda friðinn
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur undanfarnar vikur birt tölur yfir einstaklinga sem lent hafa á Keflavíkurflugvelli og sótt um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki greina frá því hvaðan hann fær tölurnar.
Kjarninn 12. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Búið að móta úttekt FAO sem ríkisstjórnin ákvað að kosta í kjölfar Samherjamálsins
Atvinnuvegaráðuneytið er enn að ganga frá samningum við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) um úttekt á viðskiptaháttum útgerða, sem ríkisstjórnin boðaði í kjölfar Samherjamálsins í nóvember í fyrra.
Kjarninn 12. október 2020
Ef 10 prósent þjóðarinnar myndi sýkjast á stuttum tíma gætu 90-350 manns þurft á öndunarvél að halda.
Allt að 200 gætu látist ef veirunni yrði sleppt lausri
Ef tíu prósent þjóðarinnar myndu smitast af kórónuveirunni á skömmum tíma myndu milli 110 og 600 manns þurfa að leggjast inn á gjörgæslu. Allt að 200 gætu látist ef miðað er við þá reynslu sem fengist hefur af faraldrinum til þessa.
Kjarninn 12. október 2020
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Þörf fyrir kristinfræðikennslu í skólum meðal annars rökstudd með fjölgun innflytjenda
Þingflokkur Miðflokksins, ásamt tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks, vilja að kristinfræði verði aftur kennd í skólum. Þeir telja að þekking á kristni sé „forsenda skilnings á vestrænni menningu og samfélagi“.
Kjarninn 12. október 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín fór í golf utan höfuðborgarsvæðisins þvert á tilmæli GSÍ
Formaður Viðreisnar fór í golf í Hveragerði þrátt fyrir tilmæli Golfsambands Íslands til kylfinga á höfuðborgarsvæðinu að virða takmarkanir og leita þannig ekki til golfvalla utan höfuðborgarsvæðisins. „Þetta voru mistök sem ég mun læra af,“ segir hún.
Kjarninn 10. október 2020
Samkvæmt hagfræðikenningum ætti hlutfall erlendra fjárfestinga lífeyrissjóðanna að vera hærra en það er núna
Erlendar eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að aukast
Rúmur þriðjungur allra eigna lífeyrissjóðanna er bundinn í erlendri mynt og hefur það hlutfall aldrei verið jafnhátt. Hagfræðingar hafa bent á að ákjósanlegt hlutfall væri að lágmarki 40 til 50 prósent hér á landi.
Kjarninn 10. október 2020
Mótmælendur hengdu upp plaköt til stuðnings Assange.
„Það á að slátra manni fyrir að upplýsa um grimmdarverk og glæpi“
Ritstjóri Wikileaks segist hafa orðið vitni að skefjalausri grimmd við réttarhöld yfir Julian Assange.
Kjarninn 10. október 2020
Makríllinn er dæmi um fisk sem hefur komið í miklum mæli inn í íslenska lögsögu á þessari öld. Hitabreytingar í hafinu snerta fiskana mismikið og sumir myndu sennilega láta sig hverfa héðan ef hitastigið hækkaði mjög.
Fiskar sem gerast loftslagsflóttamenn
Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun sýnir að stór hluti fisktegunda á Íslandsmiðum er viðkvæmur fyrir hækkandi hitastigi sjávar. Hækkun sjávarhita um 2-3 gráður virðist líkleg til að valda stórfelldum útbreiðslubreytingum.
Kjarninn 10. október 2020
Þorsteinn Már sestur aftur í stól stjórnarformanns Síldarvinnslunnar
Forstjóri Samherja steig til hliðar sem formaður stjórnar Síldarvinnslunnar, sem Samherjasamstæðan á 49,9 prósent hlut í, eftir að Samherjamálið var opinberað í nóvember 2019. Hann er nú tekinn aftur við því starfi.
Kjarninn 9. október 2020
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Þingmaðurinn ekki svo illa innrættur að hann skilji ekki áhyggjur fólks“
Brynjar Níelsson svarar yfirlækni á COVID-göngudeildinni og segir að hann velti fyrir sér heildarhagsmunum til lengri tíma litið – og að það sé löngu tímabært að sú umræða sé tekin.
Kjarninn 9. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Lokunarstyrkir þriðju bylgjunnar verði allt að 120 milljónir á hvert fyrirtæki
Ríkið ætlar sér að greiða allt að 600 þúsund krónur á mánaðargrundvelli með hverjum starfsmanni þeirra fyrirtækja sem þurfa að loka dyrum sínum í þessari bylgju faraldursins. Heildarkostnaður er áætlaður á bilinu 300-400 milljónir, m.v. 2 vikna lokun.
Kjarninn 9. október 2020
Borgarlínukerfið eins og ráðgert er að það verði orðið árið 2034. Í þessu félagshagfræðilega mati er þó einungis fyrsta lota Borgarlínu undir.
Fyrsta lota Borgarlínu skili 25,6 milljarða samfélagsábata á næstu 30 árum
Borgarlína er þjóðhagslega arðbært verkefni sem áætlað er að skili miklum samfélagslegum ábata næstu 30 árin, helst í formi styttri ferðatíma með almenningssamgöngum, samkvæmt nýrri félagshagfræðilegri greiningu frá COWI og Mannviti.
Kjarninn 9. október 2020
Nýgengið vel yfir 200 – 24 á sjúkrahúsi með COVID-19
Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er nú 213. Það fór hæst í 267 í fyrstu bylgju faraldursins í byrjun apríl. 24 liggja á Landspítala með COVID-19.
Kjarninn 9. október 2020
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm Valsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, mun taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs 1. desember næstkomandi.
Kjarninn 9. október 2020
Mjög skiptar skoðanir eru á nýju frumvarpi um fæðingar- og foreldraorlof, ef marka má umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.
Framsækið skref sem vekur heimsathygli eða forræðishyggja aftan úr fornöld?
Alls bárust 253 umsagnir um drög að frumvarpi til nýrra fæðingarorlofslaga. Landlæknisembættið telur vinnumarkaðsáherslur of fyrirferðamiklar, en fræðafólk við HÍ telur að samþykkt frumvarpsins væri framfaraskref sem myndi vekja alþjóðaathygli.
Kjarninn 9. október 2020
Ragnar Freyr Ingvarsson er umsjónarlæknir COVID-göngudeildarinnar.
Yfirmaður COVID-göngudeildar: „Þetta gæti meira segja verið Brynjar sjálfur“
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildarinnar, gagnrýnir Brynjar Níelsson harðlega og spyr hvort það geti verið að þingmaðurinn eigi í erfiðleikum með að reikna.
Kjarninn 8. október 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Vill hækka greiðslur vegna lífeyris og atvinnuleysisbóta um rúma tíu milljarða
Þingmaður Pírata hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ársins 2021 þar sem hann leggur til að lífeyrisgreiðslur úr ríkissjóði og atvinnuleysisbætur hækki í samræmi við hækkanir á lífskjarasamningi.
Kjarninn 8. október 2020
Boeing 757-200 vél frá Icelandair.
Kaupandinn að vélum Icelandair íslenskt félag fyrir hönd bandarísks fjárfestingasjóðs
Íslenskt félag sem sérhæfir sig í að kaupa, selja og leigja út flugvélar hefur samþykkt að kaupa þrjár Boeing 757 vélar, framleiddar 1994 og 2000, af flugfélaginu. Vélarnar voru veðsettar kröfuhafa Icelandair.
Kjarninn 8. október 2020
Grunnsviðsmyndin sem lögð er til grundvallar aðgerðum er varða landbúnað byggir á væntum breytingum á fjölda búfjár samkvæmt mati Umhverfisstofnunar auk 10 prósent fækkunar sauðfjár samkvæmt búvörusamningum við sauðfjárbændur.
Stjórnvöld stígi ekki skrefinu lengra „heldur 100 skrefum lengra“
Breyta ætti styrkjakerfi svo bændur geti framleitt loftslagsvænni afurðir. Markmið um aukna grænmetisframleiðslu eru þörf en metnaðarleysi einkennir kröfur um samdrátt í losun frá landbúnaði. Kjarninn rýnir í umsagnir um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
Kjarninn 8. október 2020
Fréttamenn Kveiks eru í yfirlýsingu GMS sakaðir um upplýsingaóreiðu og falsfréttir í „illa rannsakaðri og villandi 30 mínútna heimildarmynd“ sem þjóni helst þeim tilgangi að fá háar áhorfstölur.
Milliliðurinn hraunar yfir þátt Kveiks, skoðar málsóknir og segir Eimskip hafa gert allt rétt
Fyrirtækið GMS hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kveiks um endurvinnslu fyrrum flutningaskipa Eimskips í Indlandi. Þar segir meðal annars að Kveikur hafi sleppt því að ræða við þúsundir ánægðra starfsmanna í Alang.
Kjarninn 8. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Að læknar skuli halda þessu fram finnst mér ótrúlegt
Engin þjóð er nærri því að ná hjarðónæmi. Svíar eru mjög langt frá því og Íslendingar enn lengra. Þó er álag á heilbrigðiskerfið hér mikið og á eftir að aukast á næstu dögum og vikum.
Kjarninn 8. október 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Biden og Trump yrðu ekki á sama stað í næstu kappræðum
Forsetaframbjóðendur Bandaríkjanna, Joe Biden og Donald Trump, myndu ekki vera á sama stað í næstu kappræðum þeirra, samkvæmt úrskurði kappræðunefndar þar í landi.
Kjarninn 8. október 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Sumir fjölmiðlar algerlega að visna „í skugga Ríkisútvarpsins“
Þingmaður Miðflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra ræddu RÚV og einkarekna fjölmiðla á þinginu í dag.
Kjarninn 8. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran les ekki minnisblöð og reglugerðir
„Veiran les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og ekki reglugerðir ráðuneytisins,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um gagnrýni sem fram hefur komið á misræmi tillagna hans og ákvörðunar ráðherra.
Kjarninn 8. október 2020
Tæplega hundrað innanlandssmit greindust í gær.
Enn fjölgar innlögnum vegna COVID-19: 23 á Landspítala
Yfir hundrað smit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Innanlandssmit voru 94. Innan við helmingur var í sóttkví við greiningu. 23 liggja á Landspítalanum með COVID-19.
Kjarninn 8. október 2020
Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir Svíþjóðar.
Smitum fjölgar ört í Svíþjóð
Vonir um að Svíþjóð myndi ekki verða fyrir haustbylgju kórónuveirufaraldursins í Evrópu virðast farnar, en daglegum smitum fer þar ört fjölgandi á mörgum stöðum landsins.
Kjarninn 7. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
„Veit ekki á gott fyrir íslenskan landbúnað ef þetta eru viðhorf landbúnaðarráðherra“
Þingmaður Framsóknarflokksins gagnrýnir Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra harðlega fyrir orð sem hann lét falla á þinginu í gær. Ungir Framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á ráðherrann.
Kjarninn 7. október 2020
Áhrif innkaupa bílaleiga á samsetningu bílaflotans eru veruleg þar sem bílaleigubílar eru tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi.
Óvissa um nýorkubíla eykur „gríðarlega áhættuna“ í rekstri bílaleiga
Ferðaþjónustan vill vinna með stjórnvöldum en ekki gegn þeim í umhverfismálum en þá þurfa sjónarmið þeirra þó að fara saman, segir í umsögn SAF um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
Kjarninn 7. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson mun gegna störfum heilbrigðisráðherra næstu vikurnar.
Svandís í leyfi frá störfum – Guðmundur Ingi gegnir störfum hennar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra gegnir störfum heilbrigðisráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur, sem farin er í leyfi til 15. október.
Kjarninn 7. október 2020
Fótbolti og aðrar utanhússíþróttir eru leyfilegar á höfuðborgarsvæðinu, en innanhússíþróttir ekki.
Ekki til þess fallið að efla samstöðu að leyfa fótbolta en banna annað
Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar gagnrýndu ósamræmi varðandi íþróttaiðkun í hertum reglum á höfuðborgarsvæðinu í umræðum um störf þingsins í morgun. Hanna Katrín Friðriksson segir að það verði að vera „system i galskapet“ – samræmi í vitleysunni.
Kjarninn 7. október 2020
Tæplega 90 ný smit og átján á sjúkrahúsi
Í gær greindust 87 manns til viðbótar með kórónuveiruna hér á landi. 795 manns eru í einangrun vegna COVID-19 og yfir 4.000 í sóttkví. Yfir 2.650 sýni voru tekin á landinu í gær.
Kjarninn 7. október 2020
Ólína segir forstjóra Samherja hafa beitt sér fyrir því að hún fengi ekki háskólastöðu
Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir í nýrri bók að Þorsteinn Már Baldvinsson hafi hindrað ráðningu sína sem forseta hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri árið 2013. Hana grunar að andstaðan við sig hafi verið af pólitískum toga.
Kjarninn 7. október 2020
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Stýrivextir áfram eitt prósent
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum á sama stað og þeir hafa verið frá því í maí.
Kjarninn 7. október 2020
Þær verða flestar á jörðu niðri, enn um sinn.
2.200 færri nýjar þotur á loft næsta áratuginn
Sérfræðingar Boeing segja að það muni taka farþegaflugið þrjú ár að ná sömu hæðum og það gerði árið 2019. Flugvélaframleiðandinn bandaríski spáir því að mun færri þotur verði afhentar á næstu árum en til stóð.
Kjarninn 7. október 2020
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Uppboð á aflaheimildum í Namibíu mistókst og skilaði sáralitlum tekjum
Stjórnvöld í Namibíu náðu einungis að innheimta 1,3 prósent af þeirri upphæð sem þau ætluðu sér að ná í með uppboði á aflaheimildum til að veiða meðal annars hrossamakríl.
Kjarninn 7. október 2020