Hillary Clinton hefði vafalaust frekar viljað taka þátt í Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu heldur en yfir netið.
Hillary Clinton meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga
Á mánudag hefst árlegt Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, og stendur til miðvikudags. Meðal þáttakenda þetta árið ásamt Hillary Clinton eru Svetlana Tikhanovskaya og Erna Solberg.
Kjarninn 7. nóvember 2020
Joe Biden verður 46. forseti Bandaríkjanna þegar hann tekur við embætti.
Biden staðfestur sigurvegari hjá öllum stærstu fjölmiðlunum
Eftir mikla bið hafa allir stærstu miðlarnir „kallað“ Pennsylvaníu og staðfest þar með sigur Joe Biden í forsetakosningunum.
Kjarninn 7. nóvember 2020
Frá því í sumar hafa rúmlega 200 manns á Jótlandi hafa greinst með kórónuveiruna sem rakin er til minka.
Bretar loka á komur fólks frá Danmörku vegna kórónuveirusmita á minkabúum
Nýjar sóttvarnaráðstafanir meina öllum nema breskum ríkisborgurum að koma til Bretlands frá Danmörku. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar á dönskum minkabúum.
Kjarninn 7. nóvember 2020
Höfuðstöðvar þjóðkirkjunnar.
Þorri yngra fólks er fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju og telur sig ekki eiga samleið
Aldur, menntun og stjórnmálaskoðanir er ráðandi breytur í afstöðu Íslendinga til þess hvort að aðskilja eigi ríki og kirkju. Einungis 6,4 prósent landsmanna á aldrinum 18-29 ára telur sig eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni.
Kjarninn 7. nóvember 2020
Logi í pontu á landsfundi Samfylkingarinnar í gær.
Logi vill taka ný skref til aukinnar Evrópusamvinnu
Logi Már Einarsson sagði í formannsræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar að hagsmunum Íslendinga væri best borgið með aðild að Evrópusambandinu. Þá sagði hann mikilvægt að störfum yrði fjölgað, bæði opinberum og í einkageiranum.
Kjarninn 7. nóvember 2020
Heiða Björg hefur verið varaformaður Samfylkingarinnar frá árinu 2017.
Heiða Björg endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar
Heiða Björg Hilmisdóttir hefur verið endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hlaut rúmlega 60 prósent greiddra atkvæða á rafrænum landsfundi flokksins sem nú stendur yfir.
Kjarninn 7. nóvember 2020
Borgarleikhúsið sagði upp 8 starfsmönnum um síðustu mánaðamót.
Borgin hyggst styrkja Borgarleikhúsið um allt að 78 milljónir vegna COVID-19
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í vikunni að styrkja Borgarleikhúsið og Tjarnarbíó um allt að 83 milljónir króna vegna áhrifa kórónuveirufaraldurins.
Kjarninn 7. nóvember 2020
Joe Biden mun hafa betur í Pennsylvaníu og verður því næsti forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden verður næsti forseti Bandaríkjanna
Joe Biden mun fá fleiri atkvæði en Donald Trump þegar allt verður saman talið í Pennsylvaníu-ríki og því verða næsti forseti Bandaríkjanna. Decision Desk HQ reið á vaðið og lýsti yfir sigri demókratans, sem hefur tryggt sér að minnsta kosti 273 kjörmenn.
Kjarninn 6. nóvember 2020
Þessi mynd úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Einn lögregluþjónn leystur undan starfsskyldum vegna rannsóknar á handtöku
Einn lögreglumaður hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur tímabundið undan starfskyldum sínum, en héraðssaksóknari rannsakar nú framgöngu lögreglu við handtöku í Hafnarfirði í upphafi viku.
Kjarninn 6. nóvember 2020
Stuðningsmenn forsetans fyrir utan talningarstað í Phoenix í Arizona.
„Stöðvið talninguna“ segir forseti Bandaríkjanna, eins og við mátti búast
Donald Trump virðist hafa tapað forsetakosningunum og eftir því sem fleiri atkvæði eru talin í lykilríkjum skýrist sú mynd. Í dag hefur hann lýst því yfir að stöðva eigi atkvæðatalninguna og „svindlið“ sem hann hefur verið að tala um mánuðum saman.
Kjarninn 5. nóvember 2020
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi
Hagnaður Festar minnkar
Fasteigna-olíu- og smásölufyrirtækið Festi hefur skilað hagnað af öllum flokkum starfsemi sinnar það sem af er ári. Hins vegar er hagnaðurinn nokkuð minni en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 5. nóvember 2020
Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut.
Áfram tap á fjölmiðla- og farsímarekstri hjá Sýn og hlutabréf í félaginu féllu skarpt
Sýn hefur tapað 402 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Áform eru uppi um að selja farsímainnviði félagsins fyrir árslok fyrir sex milljarða króna, og leigja þá svo aftur.
Kjarninn 5. nóvember 2020
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Ásmundur Friðriksson.
Telur tillögu um aðgengi að þungunarrofi atlögu að íslensku heilbrigðiskerfi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins veltir fyrir sér kostnaði ef þingsályktunartillaga um aðgengi einstaklinga sem ferðast til Íslands að þungunarrofi verði samþykkt. Flutningsmaður tillögunnar segir þingmanninn afbaka staðreyndir í þessu máli.
Kjarninn 5. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Góð teikn á lofti en fólk hvatt til að „ferðast innanhúss“ um helgina
Sóttvarnalæknir segir góð teikn á lofti um þróun faraldursins, en lítið megi þó út af bregða, hópsmit gætu enn blossað upp. Almannavarnir hvetja fólk til að fara ekki í ferðalög um helgina. Einn einstaklingur á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær.
Kjarninn 5. nóvember 2020
ASÍ styður kröfu Öryrkjabandalagsins um hækkun á lífeyrisgreiðslum
Miðstjórn ASÍ segir að það sé ekki hægt að samþykkja að stórum hópi fólks sem býr við skerta starfsgetu sé haldið í fátækt. Það sé ekki sæmandi í landi sem kenni sig við velferð og jöfnuð.
Kjarninn 5. nóvember 2020
Biden virðist með pálmann í höndunum, nú þegar línur eru farnar að skýrast varðandi niðurstöðu forsetakosninganna.
Biden þarf einungis Pennsylvaníu á leið sinni til sigurs
Svo virðist sem Joe Biden verði næsti forseti Bandaríkjanna, nema eitthvað óvænt komi upp á lokametrum talningar atkvæða. Hann er kominn með 253-264 örugga kjörmenn samkvæmt fjölmiðlum, sem hafa verið misdjarfir í ályktunum um Arizona-ríki.
Kjarninn 5. nóvember 2020
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Þriggja milljarða stefnu Ingibjargar og Jóns Ásgeirs á hendur Sýn vísað frá
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir töldu að málshöfðun Sýn á hendur þeim hefði valdið hjónunum orðsporshnekki og sett ábatasöm viðskipti þeirra erlendis í uppnám. Þau stefndu fyrirtækinu og vildu þrjá milljarða í bætur. Héraðsdómur vísaði máliinu frá.
Kjarninn 5. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Aflands- og álandsmarkaður með gjaldeyri rennur saman í eitt
Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt drög að nýjum heildarlögum um gjaldeyrismál. Verði þau samþykkt munu aflandskrónueigendur ekki þurfa að losa fyrst eignir sínar úr landi til að geta fjárfest á Íslandi.
Kjarninn 5. nóvember 2020
Flóki úr stjórn Íslandsbanka
Flóki Halldórsson hefur sagt sig úr stjórn Íslandsbanka, nokkrum mánuðum eftir að hafa sest í hana. Ástæðan er sú að hann hefur verið ráðinn yfir skrifstofu skilavalds hjá Seðlabanka Íslands.
Kjarninn 5. nóvember 2020
Húsnæði embættis ríkisskattstjóra
Skatturinn og skattrannsóknarstjóri sameinast
Embætti skattrannsóknarstjóra mun sameinast Skattinum, verði nýtt frumvarp fjármálararáðherra að lögum.
Kjarninn 4. nóvember 2020
Logi Einarsson og Katrín Jakobsdóttir.
Spurði Katrínu hvort hún væri sammála fjármálaráðherra um málefni öryrkja
Formaður Samfylkingarinnar vísaði á þingi í orð forsætisráðherra síðan árið 2017 þar sem hún sagði að stjórnvöld ættu ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti og spurði hana hvort hún væri sammála eigin orðum í ljósi umræðu um öryrkja.
Kjarninn 4. nóvember 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er varaformaður Vinstri grænna og Katrín Jakobsdóttir formaður hans.
Vinstri græn tapa fylgi milli mánaða og Framsókn enn að mælast með lítinn stuðning
Viðreisn hefur aukið fylgi sitt um 73 prósent það sem af er kjörtímabili. Samfylking og Píratar hafa líka bætt vel við sig og Sósíalistaflokkurinn tekur sömuleiðis til sín. Aðrir flokkar mælast nú undir kjörfylgi.
Kjarninn 4. nóvember 2020
Þórunn Sveinbjörnsdóttir
„Við verðum að berj­ast“
Formaður Landssambands eldri borgara segir eldra fólk þekkja tímana tvenna. „Þegar ég var barn man ég eftir skömmtunarseðlum og ég man að mamma beið í biðröð eftir að kaupa kjólefni. Við erum ekki í neinu slíku, þrátt fyrir kreppu.“
Kjarninn 4. nóvember 2020
Boða komu nettengdra snjallúra sem geta móttekið símtöl
Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur unnið með Apple að því í meira en ár að bjóða upp á þjónustu fyrir nettengd Apple snjallúr.
Kjarninn 4. nóvember 2020
Óli Halldórsson og Kári Gautason hafa í vikunni lýst því yfir að þeir vilji vera í fararbroddi hjá VG í Norðausturkjördæmi. Óli vill leiðtogasæti listans.
Óli vill taka við forystusætinu af Steingrími í Norðausturkjördæmi
Óli Halldórsson, sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi, hefur boðað að hann vilji leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi. Kári Gautason framkvæmdastjóri þingflokks VG hefur einnig hug á sæti ofarlega á lista í þessu sterka vígi flokksins.
Kjarninn 3. nóvember 2020
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er kominn í sóttkví.
Forseti Íslands kominn í sóttkví
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þarf að vera í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum.
Kjarninn 3. nóvember 2020
Rannsókn á mögulegu broti norska bankans DNB tengdum Samherja-málinu hefur verið vísað til saksóknaraembættisins í Ósló.
Rannsakaði fyrrverandi dótturfélag Samherja í starfi sínu fyrir PwC
Æðsti yfirmaður efnahagbrotadeildar norsku lögreglunnar segist vanhæfur til að skoða möguleg peningaþvættisbrot DNB, af því að hann var áður ráðinn til að rannsaka starfsemi fyrrverandi dótturfélags Samherja, fyrir nýja eigendur þess.
Kjarninn 3. nóvember 2020
Nýr forstjóri yfir Mjólkursamsölunni – Ari Edwald stýrir áfram útrásinni
Ákveðið hefur verið að skipta Mjólkursamsölunni upp í þrjú félög. Ari Edwald mun stýra tveimur þeirra.
Kjarninn 3. nóvember 2020
Lárus Sigurður Lárusson lögmaður.
Lárus Sigurður biðst lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna
Lögmanni hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum sínum. Hann hefur nú beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna.
Kjarninn 3. nóvember 2020
Vínbúð ÁTVR í Borgartúni.
ÁTVR bregst við aðfinnslum yfirvalda og hleypir inn 25 að hámarki
ÁTVR hefur ákveðið að hámarka fjölda viðskiptavina í stærstu verslunum sínum frekar, til að koma til móts við sóttvarnayfirvöld. Áfengi er skilgreint sem matvara í lögum og fellur því undir undanþáguákvæði í reglugerð ráðherra um samkomutakmarkanir.
Kjarninn 3. nóvember 2020
Sérstakir styrkir vegna íþrótta- og frístundastarfs barna af tekjulágum heimilum líta brátt dagsins ljós.
Tekjulág heimili eiga að geta sótt um frístundastyrki um miðjan mánuðinn
Sérstakur stuðningur við íþrótta- og tómstundaiðkun barna af tekjulágum heimilum er loks að komast til framkvæmda, en aðgerðin var kynnt í apríl. Styrkur getur numið 45 þúsund krónum á hvert barn, samkvæmt reglum sem sveitarfélög hafa birt.
Kjarninn 3. nóvember 2020
Börn fædd 2011 og síðar þurfa hvergi að nota grímur
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð sem felur í sér að börn fædd 2011 og síðar, en ekki 2015 og síðar, eru undanþegin grímuskyldu þegar hún á við. Breytingin er gerð í samráði við sóttvarnalækni.
Kjarninn 2. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Þetta er svo mikið kjaftæði að ég trúi bara ekki að við séum að takast á við þetta núna“
Yfirlögregluþjónn er harðorður í garð þeirra sem sýnt hafa starfsfólki verslana ókurteisi vegna grímuskyldu.
Kjarninn 2. nóvember 2020
Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts.
Birgir hættir sem forstjóri Íslandspósts
Íslandspóstur greinir frá því í dag að Birgir Jónsson forstjóri fyrirtækisins hafi ákveðið að hætta störfum. Í færslu á LinkedIn segist Birgir ekki finna sig nógu vel þegar „pólitískari sjónarmið“ séu farin að skipta meira máli.
Kjarninn 2. nóvember 2020
Ársreikningar stjórnmálaflokka bráðum birtir í heild í fyrsta sinn
Stjórnmálaflokkar landsins áttu að skila inn undirrituðum ársreikningum sínum í síðasta lagi á laugardag. Þegar Ríkisendurskoðun er búin að fara yfir reikninganna, og kanna hvort þeir séu í samræmi við lög, verða þeir birtir í heild sinni í fyrsta sinn.
Kjarninn 2. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Skólar áfram opnir en grímuskylda hjá eldri nemendum ef þeir geta ekki tryggt fjarlægð
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi til að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum tekur gildi á þriðjudag.
Kjarninn 1. nóvember 2020
Það styttist í að forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna takist aftur á í sjónvarpssal í aðdraganda kosninga. Hér sjáum við fulltrúa þeirra átta sem náðu inn á þing í kappræðum hjá RÚV haustið 2017.
Stjórnmálaflokkarnir átta fá 728 milljónir króna framlag úr ríkissjóði á næsta ári
Sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða.
Kjarninn 1. nóvember 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Sóttvarnalæknir hvetur rjúpnaveiðimenn til að halda sig heima
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vilja því hvetja alla að vera heima og taka þannig öll þátt í baráttunni, líka rjúpnaveiðimenn.
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Kallar eftir „ákveðni“ stjórnvalda í sóttvarnaraðgerðum
Samkvæmt útreikningum hagfræðiprófessors hefur Ísland forskot í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19, auk þess sem reynsla frá öðrum löndum sýni að harðar sóttvarnaraðgerðir hafi verið árangursríkar.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020