Aðalbygging Landspítalans
Raunframlög til Landspítalans á hvern íbúa hafa minnkað
Framlög ríkissjóðs til Landspítalans hafa ekki haldist í takt við verð- og mannfjöldaþróun í ár og munu líklega ekki gera það á næsta ári heldur, ef miðað er við árið 2019.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Rannsóknin byggir á gögnum sem safnað var við Kauptún í Garðabæ.
Nagladekk virðast hafa langmest áhrif á svifryksmyndun
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að nagladekk séu lang veigamesti þátturinn í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin vakti athygli á niðurstöðunum á vef sínum í vikunni.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra leggur fram frumvarp til að binda enda á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar
Samstaða er í ríkisstjórninni um að leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Úr 11 í 20 – smitum fjölgar á ný
Tuttugu manns greindust með COVID-19 innanlands í gær og er það mikil fjölgun frá því í fyrradag þegar smitin voru ellefu. 176 eru nú í einangrun með sjúkdóminn.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Halldór Gunnarsson í Holti.
Segir eiginkonur Miðflokksmanna ekki kjósa flokkinn vegna Gunnars Braga Sveinssonar
Flokksráðsfulltrúi í Miðflokknum segir bæði konur og bændur ólíklegri til að kjósa Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig áfram fram fyrir flokkinn. Hann gagnrýnir tilgang aukalandsþings sem haldið var um liðna helgi.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi mun ekki bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir að hækka heimild ríkissjóð til að taka lán í erlendri mynt í 360 milljarða króna
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili
Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir
Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn ekki endurgreitt styrki eins og til stóð
Styrkir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að endurgreiða fyrir árið 2018 hafa ekki enn verið greiddir. Kjarninn fékk sama svar frá framkvæmdastjóra flokksins nú og fyrir ári síðan.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Fjallið Namsan  í Seúl í Suður-Kóreu milli daga þar sem mengun í borginni er mikil og lítil.
COVID-19 leysir ekki loftslagsvanda en sýnir hvað hægt er að gera
Þó að samkomu- og ferðatakmarkanir hafi orðið til þess að losun koltvíoxíðs hefur dregist saman á heimsvísu í ár hefur það lítil sem engin áhrif á uppsöfnun lofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. En það má margt læra af faraldrinum.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Segir ekki hægt að treysta hagnaðardrifnum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir velferð þjóðar
Þingmaður Miðflokksins og sjávarútvegsráðherra tókust á á Alþingi í dag og ræddu sölu á óunnum afla til útlanda. Þingmaðurinn sagði það pólitíska ákvörðun að sem mestur afli væri unninn hér heima sem Sjálfstæðismenn væru hræddir við að taka.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ófullnægjandi aðbúnað og aðstæður til umönnunar pólitíska ákvörðun
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að kórónuveiran sjálf sé algert skaðræði og í eðli sínu eins og náttúruhamfarir en ófullnægjandi aðbúnaður og aðstæður til umönnunar séu pólitísk ákvörðun.
Kjarninn 22. nóvember 2020
Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Miðflokkurinn krefst „taf­ar­lausra úrbóta í með­ferð umsókna hæl­is­leit­enda“
Miðflokkurinn vill að dyflinarreglugerð verði fylgt á Íslandi og umsóknir hælisleitenda afgreiddar í því Evrópulandi sem umsækjandinn kemur fyrst til. Ísland taki upp eigið „landamæraeftirlit meðan skikki er komið á málaflokkinn“.
Kjarninn 22. nóvember 2020
Vísindamennirnir stinga upp á því að kröfur í loftslagsmálum verði innbyggðar í björgunarpakka til flugfélaga.
Örsmár forréttindahópur mengar mest
Ný rannsókn sýnir að um 1 prósent mannkyns, sem flýgur mjög oft, ber ábyrgð á um helmingi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda frá flugi.
Kjarninn 21. nóvember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Spegillinn segir orð dómsmálaráðherra tilhæfulaus
Spegillinn hafnar því algerlega að í pistli þáttarins hafi verið lýst yfir pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir. Ráðherra hefur ekki sent fréttastofu RÚV formlega athugasemd vegna pistilsins.
Kjarninn 21. nóvember 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
„Öfgar til hægri og vinstri eru eins og hver önnur tískusveifla“
Formaður Framsóknarflokksins segir að framtíðin ráðist á miðjunni. Það viti framsóknarfólk og telur hann að flestir Íslendingar viti það innst inni.
Kjarninn 21. nóvember 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
„Búið að markaðsvæða þátttöku í frístundastarfi“
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að frístundakortin taki ekki tillit til undirliggjandi þátta á borð við fátækt og skort. Hún segir að frístundaheimilin ættu að vera gjaldfrjáls.
Kjarninn 21. nóvember 2020
Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra út í pólitíska stefnumörkun ríkisstjórnarinnar varðandi endursendingar flóttafólks til Grikklands.
Vonaðist eftir skýrara svari um endursendingar flóttafólks til Grikklands
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir öfugsnúið að Ísland sendi fólk sem hefur stöðu flóttafólks í Grikklandi aftur þangað, á sama tíma og boðað hefur verið að taka eigi við sýrlenskum flóttamönnum frá Grikklandi.
Kjarninn 20. nóvember 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Hækka atvinnuleysisbætur næsta árs með sérstöku viðbótarálagi
Ríkisstjórnin kynnti í dag enn frekari efnahagsaðgerðir, sem ætlað er að veita fólki og fyrirtækjum meiri fyrirsjáanleika inn í veturinn. Grunnatvinnuleysisbætur næsta árs verða rúmar 307 þúsund krónur.
Kjarninn 20. nóvember 2020
Óbreytt fyrirkomulag á landamærunum út janúar 2021
Ekki stendur til að breyta sóttvarnarráðstöfunum gegn COVID-19 á næstu tveimur mánuðum.
Kjarninn 20. nóvember 2020
Þingflokkur Pírata.
Segjast ekki hafa nógu góðar upplýsingar til að leggja mat á sóttvarnastefnuna
Píratar á þingi segja að frekari upplýsingar þurfi að koma fram til að hægt sé að leggja mat á það hvort við séum á réttri leið í baráttu við veiruna. Þingmenn Viðreisnar segja kraftlitlar efnahagsaðgerðir samfara sóttvörnum skapa óvissu, sem auki kvíða.
Kjarninn 20. nóvember 2020
Úrskurður í Landsréttarmálinu verður kveðinn upp 1. desember
Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp úrskurð sinn í Landsréttarmálinu svokallaða á fullveldisdaginn.
Kjarninn 20. nóvember 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa ekki átt nein samskipti við namibíska ráðamenn frá því að Samherjamálið kom upp á yfirborðið.
Engin símtöl til Namibíu
Engir fundir eða samtöl hafa átt sér stað á milli hérlendra ráðherra og namibískra stjórnmálamanna síðan Samherjamálið kom upp á yfirborðið fyrir rösku ári síðan, samkvæmt svörum ráðuneyta við fyrirspurnum Kjarnans.
Kjarninn 20. nóvember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra sakar starfsmann RÚV um að lýsa pólitískri afstöðu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að greiðendur útvarpsgjaldsins eigi rétt á því að greint sé rétt frá. Hún gagnrýnir umfjöllun RÚV um úttekt GRECO á aðgerðum Íslands gegn spillingu.
Kjarninn 20. nóvember 2020
Frá bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudaginn.
Hart tekist á um aukin útgjöld vegna jólagjafa í Reykjanesbæ
Þegar atvinnuleysi í bæjarfélagi stendur í rúmum 20 prósentum, er þá réttlætanlegt að hækka útgjöld vegna jólagjafar bæjarstarfsmanna? Eða er það taktlaust? Tekist var á um þessar spurningar á hitafundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudaginn.
Kjarninn 19. nóvember 2020
Rafhlöðuending iPhone 12 mini ekki fyrir kröfuharða
Tæknivarpið fór yfir fréttir vikunnar en í þætti dagsins er meðal annars fjallað um uppfærslur ýmiskonar.
Kjarninn 19. nóvember 2020
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pirata.
„Spilling notuð til að byggja valdablokkir“
Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra út í nýja skýrslu GRECO á þingi í dag. Hann sagði meðal annars að spilling væri falinn skattur. Hún gerði okkur fátækari, græfi undan réttarríkinu og gerði okkur óörugg.
Kjarninn 19. nóvember 2020
Willum Þór Þórsson
Willum: Staða Framsóknarflokksins á höfuðborgarsvæðinu er alvarleg
Formaður fjárlaganefndar telur að Framsókn hafi ekki tekist að tala fyrir borgaralegum málefnum, en fylgi flokksins á höfuðborgarsvæðinu mælist nú tæplega sex prósent. Hann vill RÚV af auglýsingamarkaði og á fjárlög.
Kjarninn 19. nóvember 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra.
Vilja breyta fánalögum og afnema lögverndun hagfræðinga
Titillinn hagfræðingur, viðskiptafræðingur eða bókari myndi ekki njóta lagalegrar verndar verði nýtt frumvarp nýsköpunarráðherra samþykkt.
Kjarninn 18. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Bjarni vill verða forsætisráðherra á ný
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur metnað til að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar í september á næsta ári og leiða hana. Hann segir núverandi stjórn hafa fundið leiðir til að útkljá mál og hefði þess vegna verið nokkuð farsæl.
Kjarninn 18. nóvember 2020
Pfizer sækir um leyfi fyrir dreifingu bóluefnis á næstu dögum
Bóluefni Pfizer og BioNTech er sagt hafa 95 prósent virkni og engar alvarlegar aukaverkanir, samkvæmt nýjum niðurstöðum. Pfizer ætlar að sækja um leyfi til dreifingar í Bandaríkjunum á næstu dögum.
Kjarninn 18. nóvember 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
„Þurfum ekki að berja vaxtarófið með kaupum sisona“
Seðlabankastjóra þykir skilning skorta á peningahagfræði í litlum opnum hagkerfum í umræðum um það hvort bankinn sé að gera nóg til að lækka langtímavexti.
Kjarninn 18. nóvember 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn lækkar vexti niður í 0,75 prósent
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka meginvexti bankans um 0,25 prósentustig.
Kjarninn 18. nóvember 2020