Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók kipp upp á við eftir að COVID-19 faraldurinn skall á Ísland .Hann hefur hins vegar dalað á ný í síðustu könnunum.
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 6,7 prósentustigum minna fylgi en í síðustu kosningum og myndu ekki fá meirihluta atkvæða ef kosið yrði í dag. Þrír flokkar í stjórnarandstöðu mælast yfir kjörfylgi en tveir undir.
Kjarninn 2. júlí 2020
Áfram verslað með Icelandair þrátt fyrir tilkynningu um mögulega greiðslustöðvun
Grunur þarf að vera um ójafnan aðgang fjárfesta að innherjaupplýsingum til þess að viðskipti með bréf Icelandair verði stöðvuð tímabundið í Kauphöllinni. Aðilar á fjármálamarkaði furða sig sumir á því að enn sé verslað og bréfin ekki athugunarmerkt.
Kjarninn 2. júlí 2020
Jafnréttismál eru orðin hluti af sjálfsmynd Íslands – og jafnrétti að vörumerki
Jafnréttismál eru hluti af sjálfsmynd Íslands, samkvæmt nýrri rannsókn. Það lýsir sér m.a. í tilkomu Kvennalistans, kjöri Vigdísar Finnbogadóttur og valdatíð Jóhönnu Sigurðardóttur og Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 2. júlí 2020
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
Kjarninn 1. júlí 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta
„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.
Kjarninn 1. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.
Kjarninn 1. júlí 2020
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum
Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Ævar Pálmi: Búið að ná utan um hópsmitið
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir að búið sé að ná utan um hópsmitið sem hér kom upp fyrir nokkrum dögum. Teymið telur sig hafa komið öllum sem þurfa í sóttkví, alls yfir 400 manns.
Kjarninn 1. júlí 2020
Virkum smitum fækkar – fólki í sóttkví fjölgar
Töluverð hreyfing er á fjölda þeirra sem þurfa að vera í sóttkví vegna smita sem hér hafa greinst síðustu daga. Yfir tvö þúsund sýni voru tekin á Íslandi í gær.
Kjarninn 1. júlí 2020
Kvika og TM ekki í sameiningarviðræðum – Forsíðufrétt Fréttablaðsins hafnað
Í morgun var því haldið fram á forsíðu Fréttablaðsins að Kvika og TM ættu í sameiningarviðræðum. Kvika hefur sent tilkynningu til Kauphallar Íslands þar sem þessu er hafnað og sagt að viðræður séu hvorki í gangi né séu þær fyrirhugaðar.
Kjarninn 1. júlí 2020
Storytel kaupir 70 prósent í Forlaginu
Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósent hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu.
Kjarninn 1. júlí 2020
Birtingur hefur meðal annars gefið út fríblaðið Mannlíf síðastliðin þrjú ár.
Fjölmiðlafyrirtækið Birtingur selt til nýs eiganda
Birtingur útgáfufélag hefur tapað rúmum hálfum milljarði króna frá því að nýir eigendur tóku við því árið 2017. Tapið í fyrra var 236 milljónir króna. Framkvæmdastjórinn hefur keypt allt hlutafé í útgáfufélaginu.
Kjarninn 30. júní 2020
Fram kemur í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að losun frá iðnaðarferlum í stóriðju var 39 prósent af heildarlosun án landnotkunar árið 2018.
Losun á beinni ábyrgð Íslands ekki það sama og heildarlosun
Losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands mun dragast saman um 35 prósent milli áranna 2005 og 2030 samkvæmt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Inni í þeim tölum er hvorki losun sem fellur innan ETS kerfisins né losun vegna landnotkunar.
Kjarninn 30. júní 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Kalla eftir athugasemdum svo unnt sé að leiðrétta ef við á
Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir að óánægja bakvarða með lágar álagsgreiðslur hafi verið rædd á fundi framkvæmdastjórnar í dag. Var ákveðið að kalla eftir athugasemdum frá stjórnendum svo unnt væri að gera leiðréttingar ef við á.
Kjarninn 30. júní 2020
Arna Rut tók fyrst 10 vaktir á níu dögum. Hún kom aftur til starfa á gjörgæsludeildinni um páskana.
Álagsgreiðsla fyrir 170 vinnustundir í miðjum faraldri „niðurlægjandi“
„Ég gaf mig alla í þetta, gekk mjög nærri sjálfri mér í vinnu við þessar þessar ótrúlega erfiðu aðstæður,“ segir svæfingarhjúkrunarfræðingur sem finnst upphæð álagsgreiðslu vegna starfa í bakvarðasveit og á gjörgæslu vanvirða hennar framlag.
Kjarninn 30. júní 2020
Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Alþingi samþykkir að móta stefnu til að efla fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu
Á Íslandi á ekki að vera „rými fyrir fordóma, mismunun á grundvelli kynþáttar né neins konar mismunun, hvort sem er vegna trúar, menningar eða annarra þátta,“ að því er fram kemur í nýsamþykktri þingsályktunartillögu.
Kjarninn 30. júní 2020
Umfangsmikil sýnataka í gær – tólf virk smit í landinu
Tvö ný smit af kórónuveirunni voru staðfest hér á landi í gær, annað hjá Íslenskri erfðagreiningu en hitt í við landamærin. Tólf einstaklingar eru nú með virk smit.
Kjarninn 30. júní 2020
Gert er ráð fyrir að turninn verði 25 hæða hár, en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Hér er hugmynd að því hvernig hann gæti litið út, samkvæmt deiliskipulagskynningunni.
Gert ráð fyrir allt að 115 metra háum turni í nýju hverfi í Kópavogi
Breytt deiliskipulag fyrir Glaðheimahverfið í Kópavogi gerir ráð fyrir því að allt að 115 metra hár turn rísi austan Reykjanesbrautar. Núgildandi skipulag sem er frá 2009 gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Húsið yrði langhæsta bygging landsins.
Kjarninn 30. júní 2020
47 hótel á Íslandi lokuð í maí
Í lok mars tóku mörg hótel á Íslandi þá ákvörðun að loka tímabundið og í apríl voru 75 hótel lokuð. Eitthvað vænkaðist hagur í maí en þá voru 47 hótel lokuð.
Kjarninn 30. júní 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Heyrir „daglega um launaþjófnað, arðrán, misbeitingu, rugl og ógeð“
Tveir af þeim þremur sem létust í brunanum voru félagsmenn Eflingar, verkafólk af erlendum uppruna sem kom hingað til lands til að vinna verkamannastörf. Hér á landi „lentu þau í gildru einstaklings“ sem leigði þeim hættulegt húsnæði í óboðlegu umhverfi.
Kjarninn 30. júní 2020
Hlutabréfaverð í Facebook féll um átta prósent á föstudag.
Stórfyrirtæki stöðva auglýsingakaup á Facebook og Instagram
Frá því um miðjan júní hefur hvert stórfyrirtækið á fætur öðru sett fram kröfur um að Facebook geri betur í aðgerðum sínum gegn hatursorðræðu. Fyrirtækin hyggjast ná sínu fram með því að auglýsa ekki á miðlum Facebook.
Kjarninn 29. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Greinilegt að menn hafa slakað mjög, mjög á“
Sóttvarnarlæknir segir að almenningur verði að taka sig taki og herða á persónulegum sóttvörnum. Hann segir ekki tímabært að ákveða hvenær næst verður slakað á fjöldatakmörkunum eða hvenær opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður.
Kjarninn 29. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Fólki verði ekki stefnt fyrir að nýta sér rétt sinn
Forsætisráðherra tjáir sig um ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra um að höfða mál gegn konunni sem kærunefnd jafnréttismála sagði hann hafa brotið á. Katrín vill ekki að framkvæmd laganna hafi kælingaráhrif á vilja fólks til að leita réttar síns.
Kjarninn 29. júní 2020
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Smitið barst „án nokkurs vafa“ frá Bandaríkjunum
Uppruna kórónuveirunnar, sem þrír Íslendingar smituðust af, má án „nokkurs vafa“ rekja til Bandaríkjanna. Þetta er niðurstaða raðgreiningar á smitunum sem Íslensk erfðagreining hefur gert.
Kjarninn 29. júní 2020
„Kísilver United Silicon, álver í Helguvík, kísilver Thorsil og stórskipahöfnin í Helguvík hafa engum tilgangi þjónað enn nema að brenna upp fjármuni og spilla heilsu íbúa.“
„Ekki ásættanlegt að gera áframhaldandi tilraunir á íbúum“
„Á meðan rökstuddur grunur leikur á að útblástur frá kísilverinu [í Helguvík] hafi verið ástæða veikinda íbúa [...] er rík ástæða til að óttast að heilsufari íbúanna verði stefnt í hættu með því að gangsetja verksmiðjuna aftur.“
Kjarninn 29. júní 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Hlutafjárútboði Icelandair frestað fram í ágúst
Icelandair hefur ekki náð samkomulagi við helstu kröfuhafa sína líkt og stefnt var á að myndi gerast fyrir daginn í dag. Gangi frekari viðræður í júlí ekki vel mun félagið óska eftir greiðslustöðvun.
Kjarninn 29. júní 2020
Algjört stopp í komu ferðamanna er stærsta ástæðan fyrir samdrætti í íslensku atvinnulífi. Afleiðingin er mikill tekjumissir fyrirtækja og stórfelldar uppsagnir.
Mesta atvinnuleysi frá upphafi mælinga
Metatvinnuleysi verður í ár á Íslandi samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Atvinnuleysið verður áfram umtalsvert á næstu tveimur árum. Horfur eru á svipaðir stöðu og var í íslensku atvinnulífi á árunum 2009 til 2011.
Kjarninn 28. júní 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
360-370 manns þurfa í sóttkví vegna þriggja smita
Yfirmaður smitrakningarteymisins segir að 360-370 manns þurfi að fara í sóttkví vegna þriggja smita sem greinst hafa hér á landi síðustu daga. Hann segir unnið „á fullu“ að því að hafa samband við fólkið.
Kjarninn 28. júní 2020
Ef hlustað hefði verið á þá sem töldu veiruna berast út á meðal einkennalausra hefði verið hægt að bjarga mörgum mannslífum.
Vísbendingar um smit frá einkennalausum hunsaðar í tvo örlagaríka mánuði
Þegar sýkt en einkennalaust fólk er smitandi gerir það baráttuna gegn útbreiðslu smitsjúkdóms, augljóslega, erfiðari. En þegar grunur vaknaði um að þetta væri að eiga sér stað með nýju kórónuveiruna hunsuðu heilbrigðisyfirvöld það í margar vikur.
Kjarninn 28. júní 2020
Kísilver PCC á Bakka var gangsett í maí árið 2018, eftir þriggja ára framkvæmdatímabil. Stefnt er að því að slökkva á báðum ofnum þess í lok júlí.
Óviss framtíð einungis tveimur árum frá gangsetningu
Tímabundin rekstrarstöðvun er framundan hjá kísilveri PCC á Bakka við Húsavík, einungis tveimur árum eftir að verksmiðjan var gangsett. Ríkið hefur varið milljörðum króna í að verkefnið á Bakka verði að veruleika á undanförnum árum.
Kjarninn 28. júní 2020
Virku smitin enn ellefu – fækkar í sóttkví
344 eru í sóttkví og ellefu virk smit eru af kórónuveirunni í landinu. Í fyrradag voru virku smitin jafnmörg. Tvö sýni úr landamæraskimun reyndust jákvæð en hvorugur sá einstaklingur var smitandi.
Kjarninn 28. júní 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni endurkjörinn forseti með 92,2 prósent atkvæða
Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og börn þeirra verða fjögur ár til viðbótar á Bessastöðum. Guðni var endurkjörinn forseti Íslands með 92,2 prósentum atkvæða í kosningunum sem fram fóru í gær.
Kjarninn 28. júní 2020
Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við RÚV eftir að fyrstu tölur höfðu borist.
Guðni með mikla yfirburði
Guðni Th. Jóhannesson var með rúmlega 90 prósent atkvæða í forsetakosningunum er fyrstu tölur höfðu borist úr fjórum kjördæmum. Er það í takti við nýjustu skoðanakannanir.
Kjarninn 27. júní 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Ákveðin grundvallaratriði í samfélaginu sem Íslendingar eigi að sammælast um að virða
Formanni Flokks fólksins finnst ríkisstjórnin ekki hugsa um hag hins almenna borgara, fátæks fólks og fíkla.
Kjarninn 27. júní 2020
Virkum smitum hefur fjölgað töluvert síðustu sólarhringa og eru nú orðin ellefu.
Ellefu virk smit og 379 í sóttkví
Ellefu einstaklingar hér á landi eru nú greindir með virk smit af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Í sóttkví eru 379 og mögulega mun fjölga í þeim hópi í dag vegna staðfestrar sýkingar hjá leikmanni Stjörnunnar.
Kjarninn 27. júní 2020
Kórónuveiran smitast við snertingu. Handþvottur og nándarmörk eru bestu aðferðirnar við að hindra útbreiðsluna
Nýjustu smitin „mjög harkaleg áminning“
Ekki er útilokað að leikmaður Breiðabliks hafi smitast af veirunni hér á landi þótt líklegra sé að það hafi gerst í Bandaríkjunum, segir yfirmaður smitrakningarteymisins. Samkvæmt leiðbeiningum KSÍ skulu leikmenn ekki fagna mörkum með snertingu.
Kjarninn 27. júní 2020
Lögreglan telur fullvíst að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum.
Ekki enn búið að bera kennsl á hina látnu
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í gær. Hann var íbúi í húsinu. „Öllum steinum verður velt við,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn.
Kjarninn 26. júní 2020
Bræðraborgarstígur 1 í ljósum logum í gær.
Með því óhugnanlegra sem gerst hefur síðustu ár
„Húsnæðið er í dag leigt út sem 18 herbergi og ein tveggja herbergja íbúð. Tækifæri fyrir framkvæmdaaðila að þróa eignina áfram. Laus strax.“ Þannig hljóðaði fasteignaauglýsing Bræðraborgarstígs 1 í byrjun árs. Húsið varð í gær alelda. Þrír týndu lífi.
Kjarninn 26. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Afsláttur af skimunargjaldi ef greitt er fyrirfram
Þeir sem ferðast til landsins frá1. júlí munu geta greitt fyrir skimun fyrirfram. Ef greitt er fyrirfram fæst tvö þúsund króna afsláttur af 11 þúsund króna skimunargjaldinu.
Kjarninn 26. júní 2020
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
RÚV sér fram á allt að 300 milljóna tekjusamdrátt á næsta starfsári
Útvarpsstjóri greindi starfsfólki RÚV frá því í dag að samdráttur í auglýsingatekjum fyrirtækisins á fyrri hluta ársins 2020 hafi leitt til þess að tekjur hafi verið 150 milljónum króna undir áætlun. Fyrirsjáanlegt sé að staðan muni vara um lengri tíma.
Kjarninn 26. júní 2020
Kosningaspá: 99,9 prósent líkur á því að Guðni Th. verði áfram forseti Íslands
Niðurstöður Kosningaspárinnar sýna að Guðni Th. Jóhannesson muni sigra í forsetakosningunum á morgun með yfirburðum. 100 þúsund sýndarkosningar, byggðar á síðustu könnunum, sýndu að líkur Guðmundar Franklíns Jónssonar á sigri eru 0,1 prósent.
Kjarninn 26. júní 2020
Fyrsta innanlandssmitið frá því um miðjan maí
Tvö tilfelli af COVID-19 staðfest á tveimur dögum og áætlað að yfir 200 manns þurfi að fara í sóttkví. Málið er meðhöndlað sem hugsanleg hópsýking á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 26. júní 2020
ASÍ kallar eftir ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg
Vitað er um fleiri tilfelli þar sem grunur leikur á að fjöldi fólks hafist við í óviðunandi húsnæði, að því er fram kemur í yfirlýsingu ASÍ.
Kjarninn 26. júní 2020
Hagstofan spáir mesta samdrætti á lýðveldistímanum
Landsframleiðsla dregst saman um 8,4 prósent, atvinnuleysi verður að jafnaði 8,2 prósent og útflutningur dregst saman um 30 prósent á árinu 2020, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Kjarninn 26. júní 2020
Gylfi Ólafsson á skrifstofu  sinni á Ísafirði.
„Þá féll spilaborgin alveg“
Á hjúkrunarheimilinu Bergi sjást lítil ummerki um kórónuveiruna sem tuttugu íbúar og starfsmenn sýktust af. Þau sjást helst á máðum gólfum eftir stöðuga þvotta. „Þetta var náttúrlega alvarlegt. Það dó fólk og það var mikil sorg og hræðsla.“
Kjarninn 25. júní 2020
Slökkt verður á báðum ofnum verksmiðjunnar í lok júlí og stórum hluta starfsmanna sagt upp.
Slökkva á báðum ofnum PCC á Bakka í júlílok og segja stórum hluta starfsfólks upp
Stórum hluta starfsfólks kísilvers PCC á Bakka verður sagt upp og slökkt verður tímabundið á báðum ofnum verksmiðjunnar í júlílok. Rekstrarstöðvunin er að sögn fyrirtækisins tímabundin, þar til heimsmarkaður á kísilmálmi tekur við sér á ný.
Kjarninn 25. júní 2020
Rebecca Long-Bailey var skuggaráðherra menntamála í skuggaráðuneyti Starmer. Þangað til í dag.
Starmer sparkar skuggaráðherra fyrir illa ígrundað tíst
Keir Starmer formaður Verkamannaflokksins ákvað í dag að reka þingkonuna Rebeccu Long-Bailey úr skuggaráðuneyti sínu, fyrir að deila viðtali við breska leikkonu með fylgjendum sínum á Twitter.
Kjarninn 25. júní 2020
Grant Thornton var fengið til þess að skoða málefni GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags.
Hafa tilkynnt saksóknara um greiðslur fleiri en eins aðila til stjórnanda Upphafs
Endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton hefur lokið úttekt sinni á starfsemi GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags. GAMMA segist hafa látið héraðssaksóknara vita af greiðslum fleiri aðila til fyrrverandi framkvæmdastjóra fasteignafélagsins.
Kjarninn 25. júní 2020
Hanna Katrín Friðriksson.
Kallar eftir afstöðu forsætisráðherra til dómsmáls Lilju
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að mennta- og menningarmálaráðherra sé greinilega að störfum, sitji ríkisstjórnar- og þingflokksfundi, en mæti hins vegar ekki í þingsal til að svara fyrir brot sín á jafnréttislögum.
Kjarninn 25. júní 2020
Leggja fram tillögu um að innkalla kvótann á 20 árum og bjóða hann síðan upp
Allir þingmenn Pírata standa að þingsályktunartillögu um að íslenska ríkið innkalli allar úthlutaðar aflaheimildir á 20 árum og bjóði þær svo upp gegn hæsta gjaldi „sem nokkur er fús til að greiða“.
Kjarninn 25. júní 2020