Þorsteinn Már Baldvinsson situr nú í forstjórastóli Samherja ásamt Brynjólfi Jóhannssyni.
Niðurstöður rannsóknar Wikborg Rein brátt kynntar stjórn Samherja
Samherji segir að búist sé við því að stjórn fyrirtækisins fái kynningu á niðurstöðum rannsóknar norsku lögfræðistofunnar Wikborg Rein innan skamms. Í kjölfarið verði skoðað hvað úr rannsókninni verði hægt að birta og hvernig.
Kjarninn 25. júní 2020
Frá undirskrift samningsins í nótt.
Flugfreyjufélagið og Icelandair búin að skrifa undir kjarasamning
Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair undirrituðu í nótt kjarasamning sem gildir til loka september 2025. Nú eru allar lykilstéttir starfsmanna Icelandair búnar að semja. Framundan er hlutafjárútboð þar sem Icelandair reynir að sækja hátt í 30 milljarða.
Kjarninn 25. júní 2020
Skemmtiferðaskip við bryggju á Akureyri.
Reiknar ekki með neinum skemmtiferðaskipum í ár
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að hann reikni ekki með því að eitt einasta skemmtiferðaskip leggist að bryggju í Reykjavík í ár, þó mögulega gætu nokkur smærri skip komið síðar á árinu. Alls voru 189 komur bókaðar hjá Faxaflóahöfnum.
Kjarninn 24. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja höfðar mál gegn konunni sem kærunefnd jafnréttismála sagði hana hafa brotið á
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að höfða mál til að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi brotið jafnréttislög við skipun á ráðuneytisstjóra.
Kjarninn 24. júní 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ fer fram á viðræður við stjórnvöld um brostnar forsendur lífskjarasamninga
Í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands er farið fram á viðræður við stjórnvöld um brostnar forsendur lífskjarasamninganna. Miðstjórnin segir stjórnvöld ekki hafa staðið við sinn hluta þeirra.
Kjarninn 24. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Niðurstöður úr mótefnamælingum senn birtar og ýmsar afléttingar framundan
„Það er greinilegt að fólk er orðið mjög frjálslegt í fasi og framkomu hvað varðar sýkingarvarnir,“ segir sóttvarnalæknir. Handþvotturinn mikli er enn í fullu gildi.
Kjarninn 24. júní 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson svöruðu spurningum blaðamanna á fundi dagsins.
Þórólfur telur enn óráðlegt að ferðast mikið erlendis
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir misskilnings gæta í kjölfar þess að stjórnvöld hættu í gær að vara við ónauðsynlegum ferðalögum innan Evrópu. Hann segir rétt að gera greinarmun á ráðleggingum stjórnvalda og sóttvarnalæknis.
Kjarninn 24. júní 2020
Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Niðurgreiðsla sumarúrræða brýtur gegn bæði EES-samningi og lögum að mati FA
Félag atvinnurekenda hefur sent Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra erindi vegna ríkisstyrkja til sumarnáms á háskólastigi. Hluti styrkjanna fer í að niðurgreiða námskeiðahald, sem FA segir skekkja samkeppnisstöðu einkafyrirtækja.
Kjarninn 24. júní 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin bætir við sig fylgi en Framsókn og Miðflokkur mælast litlir
Ný könnun sýnir að stjórnarflokkarnir þrír eru samanlagt með 41,5 prósent fylgi en frjálslyndu miðjuflokkarnir í stjórnarandstöðunni eru með 39,5 prósent. Miðflokkurinn dalar og Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu.
Kjarninn 24. júní 2020
Neytendasamtökin og ASÍ telja meðal annars að 50.000 króna skuld sé allt of lág upphæð til að verðskulda skráningu á vanskilaskrá.
Telja almannahagsmuni standa til þess að starfsleyfi Creditinfo verði endurskoðað
Neytendasamtökin og ASÍ gera ýmsar „alvarlegar athugasemdir“ við starfsemi Creditinfo varðandi skráningu á vanskilaskrá. Samtökin segja almannahagsmuni standa til þess að starfsleyfi fyrirtækisins, sem Persónuvernd gefur út, verði endurskoðað.
Kjarninn 24. júní 2020
Veiran sem olli SARS átti líkt og sú sem veldur COVID-19 upptök sín í leðurblökum.
SARS-CoV: Veiran sem hvarf
Þó að veiran sem olli SARS-sjúkdómnum, frænka þeirrar sem nú veldur COVID-19, virðist hafa horfið hvílir hún „án nokkurs vafa áfram í einhverjum náttúrulegum hýsli, sennilegast leðurblökum, og gæti mögulega komið fram aftur“.
Kjarninn 24. júní 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Segir harðan vetur framundan í boði Sjálfstæðisflokksins
Formaður VR segir fjármálaráðherra þynna út stuðning og græða á neyð. Ríkisstjórnin þurfi að búa sig undir harðan verkalýðsvetur.
Kjarninn 24. júní 2020
Hlutafé í eiganda Morgunblaðsins aukið um 300 milljónir
Hlutafé í Þórsmörk, eiganda Morgunblaðsins og tengdra miðla, hefur verið aukið um 300 milljónir samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár. Eigendur útgáfufélagsins hafa lagt rekstrinum til 1,9 milljarða frá því að þeir tóku við honum 2009.
Kjarninn 24. júní 2020
Ferðagjöf stjórnvalda er nú aðgengileg, bæði í snjallsímaforriti og með strikamerki á Ísland.is
Greiða 12-15 milljónir króna fyrir hönnun og rekstur Ferðagjafar-forrits
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samdi við fyrirtækið YAY ehf. um hönnun og rekstur snjallsímaforrits utan um ferðagjöf stjórnvalda. Samkvæmt ráðuneytinu hefur fyrirtækið ekki heimild til að nýta upplýsingar sem safnast frá notendum appsins.
Kjarninn 23. júní 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála.
Allt að 4,5 milljarðar frá ríkinu í endurgreiðslu pakkaferða
Ráðgert er að allt að 4,5 milljörðum króna verði veitt úr nýjum Ferðaábyrgðarsjóði til þess að endurgreiða neytendum pakkaferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Ferðaskrifstofur hafa allt að 6 ár til að greiða ríkinu til baka.
Kjarninn 23. júní 2020
Allir níu þingmenn Miðflokksins hafa rætt mikið um samgönguáætlanir Alþingis undanfarna daga. Á myndina vantar Bergþór Ólason.
Samgönguáætlanir voru til umræðu í 43 klukkustundir
Umræðu um samgönguáætlanir Alþingis til fimm og tíu ára lauk í hádeginu, er þingmenn Miðflokksins héldu fjórar ræður. Alls var rætt um samgönguáætlunirnar í 43 klst. í annarri umræðu. Samgöngumál eru áfram á dagskrá þingsins.
Kjarninn 23. júní 2020
Einn formaður flokks tekur þátt í eldhúsdagsumræðum
Almennar stjórnmálaumræður fara fram á Alþingi í kvöld. Eini formaður stjórnmálaflokks sem tekur þátt í þeim er Inga Sæland, sem getur ekki annað þar sem flokkur hennar telur einungis tvo þingmenn. Einn ráðherra verður á meðal ræðumanna.
Kjarninn 23. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Þeir sem eiga peningalegar eignir gætu þurft að borga brúsann fyrir COVID-19
Prófessor í hagfræði segir að æskilegt væri að gerð hafi verið áætlun um hvernig og hvenær hallarekstri ríkissjóðs verði snúið við og vextir hækkaðir í takt við vaxandi hagvöxt.
Kjarninn 23. júní 2020
Ljóst er að færri ferðamenn munu aka um þjóðvegi landsins á bílaleigubílum í sumar.
Bílaleigubílum í umferð hefur fækkað um hátt í helming á milli ára
Stjórnendur tveggja af stærstu bílaleigum landsins gera ráð fyrir um 70 til 80 prósent samdrætti í útleigu í ár. Fjöldi bílaleigubíla sem ekki eru í umferð hefur rúmlega sjöfaldast á milli ára.
Kjarninn 23. júní 2020
Icelandair ætlar að fjölga áfangastöðum um næstu mánaðamót.
Stórum hópum og fjölskyldum með eldri börn finnst skimunargjaldið hátt
Í júní og júlí bjóða níu flugfélög ferðir milli Íslands og um 20 áfangastaða, aðallega í Evrópu. Icelandair segist finna fyrir miklum áhuga á ferðum til Íslands en að Íslendingar ætli frekar út í haust eða vetur.
Kjarninn 23. júní 2020
Vladimír Pútín, Rússlandsforseti. Hann segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta á ný árið 2024, geri stjórnarskrárbreytingar honum það kleift.
Núllstilling Pútíns
Í Rússlandi hefst í vikunni þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrárbreytingar, sem meðal annars opna á að Pútín forseti gæti setið tvö kjörtímabil í viðbót, eða allt til ársins 2036. Hann sagði í viðtali í gær að hann útilokaði ekki að bjóða sig fram á ný.
Kjarninn 22. júní 2020
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
„Hvaða fíflagangur er þetta?“
Þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd segir að meirihlutinn hafi ritstýrt fyrirvara hans við nefndarálit í morgun.
Kjarninn 22. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
350 með einkaflugi til Íslands á einni viku
Af þeim 7.000 farþegum sem hafa komið hingað til lands á einni viku hafa ellefu greinst með kórónuveiruna en virk smit voru aðeins tvö. Langflestir farþeganna komu um Keflavíkurflugvöll en 350 með einkaflugi.
Kjarninn 22. júní 2020
Telur ekki ráðlagt að ASÍ lýsi því yfir að lífskjarasamningnum verði sagt upp
Í ávarpi sínu á formannafundi ASÍ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, eitt helsta verkefni samtakanna vera það að verja það sem hefur áunnist með lífskjarasamningnum og knýja fram það sem út af stendur.
Kjarninn 22. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Spurði af hverju valdasamstarf með Sjálfstæðisflokknum væri eftirsóknarvert
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherrann á þinginu í dag af hverju það væri eftirsóknarvert að fara í valdasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún sagðist leggja mikið upp úr því að vera í stjórnmálum til að ná árangri í mikilvægum samfélagsmálum.
Kjarninn 22. júní 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Ekki eðlilegt að krefja ferðamenn um niðurstöður úr skimun
Ferðamönnum er ekki skylt að geyma niðurstöður úr landamæraskimun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Kjarnann að það sé ekki eðlilegt að þeir séu krafðir um að framvísa niðurstöðunum á veitingahúsum eða annars staðar.
Kjarninn 22. júní 2020
Á fyrstu fjórum mánuðum ársins námu ný óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum 48 milljörðum króna.
Nær öll ný húsnæðislán á árinu óverðtryggð
Heimili landsins eru að færa sig úr lánum með föstum vöxtum yfir í lán með breytilegum vöxtum samkvæmt samantekt Samtaka fjármálafyrirtækja. Auk þess hefur hlutdeild óverðtryggðra lána aldrei verið meiri.
Kjarninn 22. júní 2020
Viðra hugmynd um nýjan dómstól og telja ekki rétt að fella út íhlutunarheimild SKE
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar þingsins lagði til töluverðar breytingar á samkeppnislagafrumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ráðherra, sem bíður þess að vera tekið til 2. umræðu á Alþingi.
Kjarninn 22. júní 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Hugmyndafræðilegar pólitískar línur munu skerpast í haust
Formaður Viðreisnar segir að ríkisstjórnin hafi ekki verið undirbúin undir áfallið sem skall á fyrr á árinu – og að efnahagsþrengingar hafi þegar verið fyrirséðar. Hún telur þetta vera áhugaverða tíma til að vera í stjórnmálum.
Kjarninn 21. júní 2020
Skógareyðing, með eldum eða höggi, er meðal þess sem er að raska jafnvægi mannsins í náttúrunni.
Faraldurinn til kominn vegna okkar „hættulega sambands við náttúruna“
Okkar eigin skaðlega hegðun gagnvart náttúrunni hefur sett heilsu okkar í hættu. Þetta segja sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins.
Kjarninn 21. júní 2020
John Bolton starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps í 17 mánuði.
Þjóðaröryggisráðgjafinn leysir frá skjóðunni
John Bolton sem starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps lýsir honum sem spilltum, fávísum og kærulausum í nýrri bók sinni, The Room Where it Happened sem kemur út á þriðjudag.
Kjarninn 21. júní 2020
Stærsta bensínstöðvarkeðja landsins er N1.
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra dregst saman – Hlutur ríkisins í hæstu hæðum
Innkaupaverð á bensínlítra hefur hækkað skarpt eftir að hafa náð sínum lægsta punkti í sögunni í apríl. Sá hlutur af hverjum seldum lítra sem lendir í vasa olíufélaganna hefur dregist saman um 40 prósent, en hlutur ríkisins vegna skattlagningar aukist.
Kjarninn 20. júní 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Segir að Reykjavíkurflugvöllur verði ekki lagður af fyrr en eftir „einhverja áratugi“
Formaður Framsóknarflokksins segir að samkomulag hans við borgarstjórann í Reykjavík sem gert var í vetur hafi leyst flugvallarmálið.
Kjarninn 20. júní 2020
Líneik Anna Sævarsdóttir var framsögumaður frumkvæðisathugunarmálsins í nefndinni. Hún er ein þingmannanna sem skrifa undir yfirlýsinguna
Meirihlutinn segir allt verklag sitt við könnun á hæfi Kristjáns Þórs hafa verið eðlilegt
Þeir þingmenn stjórnarflokkanna sem sitja í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu í kjölfar afsagnar Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem formanns nefndarinnar.
Kjarninn 20. júní 2020
Kári Stefánsson er forstjóri og stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári: Engar áætlanir uppi um að búa til söluvöru úr skimuninni
Kári Stefánsson segir að COVID-19 faraldurinn hafi laðað fram það besta í harðsvíruðu kapítalistunum sem stjórni lyfjaiðnaðinum. Þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar og Amgen í skimun á Íslandi snúist ekki um fjárhagslegan ávinning.
Kjarninn 20. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir munnlegt samkomulag í gildi á milli sín og Íslenskrar erfðagreiningar vegna aðkomu fyrirtækisins að landamæraskimunum.
Þórólfur samdi munnlega við Íslenska erfðagreiningu vegna landamæraskimana
„Gert er ráð fyrir því að ÍE muni senda reikning fyrir efniskostnaði og launakostnaði,“ segir í svari Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis við fyrirspurn Kjarnans, þar sem óskað var eftir upplýsingum um aðkomu ÍE að skimunum ferðafólks.
Kjarninn 19. júní 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Allt starfsfólk Landspítalans fær umbun vegna COVID
Forstjóri Landspítalans segir að allt starfsfólk spítalans fái umbun vegna COVID-19 nú um mánaðamótin. Upphæðin er þó misjöfn en þeir sem unnu við hvað mest álag fá allt að 250 þúsund krónur.
Kjarninn 19. júní 2020
Jökull H. Úlfsson.
Framkvæmdastjóri Stefnis lætur af störfum rúmu ári eftir að hafa tekið við
Framkvæmdastjóraskipti hafa orðið í stærsta sjóðsstýringarfyrirtæki landsins, sem er í eigu Arion banka.
Kjarninn 19. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ferðagjöf stjórnvalda komin í gagnið
Ferðagjöfinni er ætlað að styðja við bakið á ferðaþjónustunni og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir. Upphæð gjafarinnar er 5.000 krónur.
Kjarninn 19. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason
Átaksstörf stjórnvalda ganga ekki út
Eftirspurn námsmanna eftir sumarstörfum hefur verið töluvert minni en áætlað var. Sveitarfélög höfðu heimild til að ráða í 1.700 störf en ekki hefur tekist að ljúka ráðningu nema í tæplega 1.450.
Kjarninn 19. júní 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi ætlar að leiða Framsóknarflokkinn í næstu kosningum
Framsóknarflokkurinn mælist nú með 6,4 prósent fylgi, og hefur ekki mælst með minna fylgi á kjörtímabilinu. Formanni Framsókjnar finnst það fylgi ekki í samræmi við þá ánægju sem hann finni með verk flokksins. Hann ætlar sér að leiða Framsókn í kosningum
Kjarninn 19. júní 2020
Einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð hefur fækkað á hverju ári frá árinu 2013, þar til nú.
Heimilum sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaga hefur fjölgað
Alls fengu 5660 heimili fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum í fyrra. Fjögur prósent barna 17 ára og yngri bjuggu á heimilum sem þiggja fjárhagsaðstoð árið 2019.
Kjarninn 19. júní 2020
Arion banki, Íslandsbanki, Kvika og Landsbankinn hafa heimild til að veita brúarlán.
Enn hafa engin brúarlán verið veitt
Þann 12. maí hafði Seðlabankinn undirritað samninga við bankana fjóra um veitingu brúarlána. Lánin eru ætluð smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir tímabundnum rekstrarvanda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Kjarninn 19. júní 2020
Nuddstofum var m.a. gert að loka í samkomubanni.
Rúmlega 100 umsóknir um lokunarstyrki þegar borist
Lokunarstyrkir bjóðast þeim sem var gert að stöðva starfsemi sína eða þjónustu í sóttvarnarskyni. Yfir 100 umsóknir um styrkina hafa þegar borist.
Kjarninn 18. júní 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Yfirvofandi verkfall áhyggjuefni
Landlæknir hefur áhyggjur af áhrifum yfirvofandi verkfalls hjúkrunarfræðinga á aðgerðir vegna COVID-19. Hjúkrunarfræðingar sinna m.a. sýnatöku og smitrakningu.
Kjarninn 18. júní 2020
Prófessorar við HR taka undir hörð mótmæli kollega sinna í ríkisháskólum
Félag prófessora við Háskólann í Reykjavík og Rannsóknaráð Háskólans í Reykjavík taka undir með yfirlýsingu Félags prófessora við ríkisháskóla vegna máls Þorvalds Gylfasonar.
Kjarninn 18. júní 2020
Bjarni Benediktsson svaraði spurningum Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.
Bjarni spyr „hvers vegna í ósköpunum“ hann eigi að biðja Calmfors afsökunar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spurði Bjarna Benediktsson í óundirbúnum fyrirspurnatíma Alþingis hvort hann ætli að biðja Lars Calmfors afsökunar. Bjarni sagði Íslendinga eiga skilið afsökunarbeiðni en ekki „einhver prófessor úti í Svíþjóð.“
Kjarninn 18. júní 2020
Logi spurði hvort ekki væri kominn tími til að höggva á hnútinn í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga við ríkið.
Logi spyr hvort til greina komi að setja lög á verkfall hjúkrunarfræðinga
Logi Einarsson spurði Bjarna Benediktsson um kjaradeilu hjúkrunarfræðinga í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag. Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst að öðru óbreyttu á mánudag.
Kjarninn 18. júní 2020
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar segir hugmyndir Pírata vera „með þeim hætti“ að þeir eigi ekki að leiða nefndina
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar ekki að styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í nefndinni. Hann mun taka við eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði formennskunni af sér á mánudag.
Kjarninn 18. júní 2020
Maður stendur vörð við eftirlitsstöð í lokuðu hverfi í Peking.
Íbúar Peking óttast aðra bylgju kórónuveirufaraldursins
Rúm vika er liðin frá því að slakað var á aðgerðum sem gripið var til í Peking vegna kórónuveirunnar. Nú óttast fólk þá röskun sem gæti fylgt annarri bylgju veirunnar ef ekki tekst að hefta útbreiðsluna.
Kjarninn 17. júní 2020