Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Verðbólgan hækkaði um 0,4 prósentustig á milli mánaða.
Verðbólgan yfir verðbólgumarkmið í fyrsta sinn frá því í nóvember
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,54 prósent í maí og verðbólgan því komin í 2,6 prósent. Seðlabanki Íslands spáir því að verðbólgan verði undir markmiði á næstunni en óvissa sé þó mikil.
Kjarninn 28. maí 2020
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Fyrirtæki sem sækja nýtt hlutafé verði undanþegin skilyrðum um arðsúthlutun
Efnahags- og viðskiptanefnd gerði nokkrar breytingartillögur á frumvarpi til laga um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfresti. Kostnaður aðgerðanna áætlaður 27 milljarðar.
Kjarninn 28. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Telur ekki eðlilegt að fjármunum sé mokað út úr sjávarútveginum
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var spurður á Alþingi í dag út í tilfærslu hlutafjár eigenda Samherja til barna sinna. Hann segir að málið hafi ekki komið inn á hans borð.
Kjarninn 28. maí 2020
Bláa lónið segir upp 403 starfsmönnum
Bláa lónið ætlar að segja upp 403 starfsmönnum um mánaðamótin. Er þetta gert til að „bregðast við miklum samdrætti og óvissu í ferðaþjónustu“.
Kjarninn 28. maí 2020
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Sláandi niðurstöður könnunar kalli á afgerandi viðbrögð af hálfu forseta Alþingis
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sú staða sem uppi er á Alþingi sé ekki eingöngu óboðleg þeim einstaklingum sem um ræðir, heldur sverti ímynd Alþingis og hafi hamlandi áhrif á getu og vilja fólks til þess að starfa á vettvangi stjórnmálanna.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020