Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Pólitísk ákvörðun að gefa fyrirtækjum betri meðferð en vinnandi fólki
Atvinnuleysisbætur þurfa að hækka verulega, samkvæmt Eflingu, svo fólki sé ekki refsað fyrir að hafa verið rekið í kórónuveirufaraldrinum. Stjórnvöld einfaldlega skuldi vinnuaflinu sanngjarna meðferð.
Kjarninn 9. maí 2020
Guðlaugur Þór
„Málið er einfalt, það á að birta þennan lista“
Utanríkisráðherra telur að birta eigi lista yfir fyrirtæki sem nýta sér hlutabótaleiðina.
Kjarninn 8. maí 2020
Fimm sækja um embætti landsréttardómara
Skipað verður í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum.
Kjarninn 8. maí 2020
Vinnumálastofnun mun ekki afhenda lista yfir þau fyrirtæki sem nýta hlutabótaleiðina
Vinnumálastofnun telur sig hvorki hafa heimild til að afhenda né birta lista yfir þau fyrirtæki sem gert hafa samkomulag við starfsmenn sína um minnkað starfshlutfall.
Kjarninn 8. maí 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Tók nokkrar klukkustundir að safna hámarksfjölda meðmæla
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur náð að safna hámarksfjölda meðmæla fyrir framboð sitt.
Kjarninn 8. maí 2020
Hagar eiga fjölmörg fyrirtæki, meðal annars Bónus. Þar var þó enginn starfsmaður settur í skert starfshlutfall.
Hagar ætla að endurgreiða hlutabætur
Stjórn Haga ákvað í dag að endurgreiða Vinnumálastofnun um 36 milljónir króna vegna kostnaðar sem féll til vegna nýtingar félagsins á hlutabótaúrræði stjórnvalda, en starfsmenn Zöru, Útilífs og Olís hafa verið í skertu starfshlutfalli undanfarið.
Kjarninn 8. maí 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að hætta að nýta hlutabótaleiðina
Móðurfélag Krónunnar, Elko og N1 hefur gefið út að það ætli sér ekki lengur að nýta hlutabótaúrræði stjórnvalda. Hluti starfsmanna Elko og N1 hefur verið í skertu starfshlutfalli undanfarnar vikur.
Kjarninn 8. maí 2020
Guðmundur í Brim
Krafðist þess ekki að Guðmundur léti af störfum sem forstjóri Brims
Fyrir Samkeppniseftirlitinu liggur að taka afstöðu til þess hvort breyting hafi orðið á yfirráðum í Brimi, og ef svo er, hver áhrif þeirra eru á samkeppni – en ekki að krefjast þess að Guðmundur Kristjánsson láti af störfum sem forstjóri fyrirtækisins.
Kjarninn 8. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Hægt að taka enn stærri skref í afléttingu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur óhætt að leyfa samkomur fleiri manna í lok maí en áður hafði verið gert ráð fyrir. Rætt var um að hækka fjöldamörk úr 50 manns upp í 100 manns en „við getum stigið stærri skref“.
Kjarninn 8. maí 2020
Júlíus Vífill Ingvarsson
Landsréttur staðfestir peningaþvættisdóm yfir fyrrverandi borgarfulltrúa
Júlíus Vífill Ingvarsson var í desember 2018 dæmdur í tíu mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur fyrir pen­inga­þvætti. Landsréttur hefur nú staðfest þann dóm.
Kjarninn 8. maí 2020
Allir leigubílstjórar munu geta lagt inn atvinnuleyfi sitt
Með því að leggja inn leyfið geta leigubílstjórar sparað kostnað vegna atvinnuleyfisins, skráð sig atvinnulausa og sótt um atvinnuleysisbætur.
Kjarninn 8. maí 2020
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Fyrirtæki verða beðin um að rökstyðja notkun hlutabótaleiðarinnar
Þau fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verða beðin um að sýna fram á nauðsyn þess á næstunni. Fjármálaráðherra segir „alveg óskaplega slæmt“ að fyrirtæki sem virðist ekki hafa haft þörf á að nýta úrræðið hafi gert það.
Kjarninn 8. maí 2020
Þrír sækja um embætti forstjóra Menntamálastofnunar
Núverandi forstjóri Menntamálastofnunar er einn umsækjenda.
Kjarninn 8. maí 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. safnar meðmælum á Facebook
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið rafræna söfnun á meðmælum fyrir framboð sitt í komandi forsetakosningum.
Kjarninn 8. maí 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Fordæma harðlega misnotkun stöndugra fyrirtækja á hlutabótaleiðinni
Stjórn BSRB hvetur fyrirtæki sem hafa nýtt sér úrræðin án þess að hafa raunverulega þörf fyrir þau til að endurgreiða Vinnumálastofnun tafarlaust og leiðrétta laun starfsmanna, hafi þau verið skert á einhvern hátt vegna þessara aðgerða.
Kjarninn 8. maí 2020
Eigendur íslenskra lífeyrissjóða er fólkið sem borgar í þá, almenningur í landinu.
Eignir lífeyrissjóða jukust í mars þrátt fyrir veirufaraldur
Íslenska lífeyrissjóðakerfið á 4.950 milljarða króna. Eignir þess jukust í mars þrátt fyrir að í þeim mánuði hafi markaðir víða um heim upplifað mikinn óstöðugleika og mörg fyrirtæki á Íslandi sem þeir eiga hluti í lent í vandræðum vegna veirunnar.
Kjarninn 8. maí 2020
Bónus er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni og stærsta dagvöruverslunarkeðja landsins.
Nýr Finnur ráðinn forstjóri Haga
Finnur Oddsson sest í forstjórastól Haga sem Finnur Árnason er nú að standa upp úr eftir 15 ára setu.
Kjarninn 7. maí 2020
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs.
Skeljungur endurgreiðir hlutabótagreiðslurnar
Skeljungur, sem greiddi hluthöfum sínum mörg hundruð milljónir króna í arð á sama tíma og fyrirtækið setti starfsmenn á hlutabótaleiðina, hefur viðurkennt að það hafi ekki verið rétt að nýta hlutabótaúrræðið.
Kjarninn 7. maí 2020
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn færði niður lán upp á rúma fimm milljarða og tapaði 3,6 milljörðum
Arðsemi eigin fjár Landsbankans var neikvæð upp á 5,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Alls nema útlán bankans til ferðaþjónustu 95,7 milljörðum króna en sá geiri hefur orðið verst úti vegna COVID-19.
Kjarninn 7. maí 2020
Eyvindarfjarðarvatn á Ófeigsfjarðarheiði. Drangajökull í baksýn.
Vesturverk segir upp starfsfólki og lokar skrifstofunni
Vesturverk, sem áformar að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum, hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Vesturverk er í meirihlutaeigu HS Orku. Til stóð að leggja vegi um fyrirhugað virkjanasvæði í sumar en því hefur verið slegið á frest.
Kjarninn 7. maí 2020
Kynnisferðir reka stóran hluta starfsemi sinnar undir merkjum Reykjavik Excursions.
Ferðaþjónusturisi verður til í miðjum faraldri
Kynnisferðir, sem nýverið sögðu upp 40 prósent starfsfólks síns og þáðu styrk frá ríkinu til að greiða starfsfólki uppsagnarfrest, hafa undirritað samkomulag um að sameinast Eldey TLH, sem er í 70 prósent eigu íslenskra lífeyrissjóða.
Kjarninn 7. maí 2020
Strætó hefur ekið eftir laugardagsáætlun sinni, sem þýðir skerta ferðatíðni, frá því að kórónuveiran fór að láta á sér kræla.
Strætó segir „ekki verjandi“ að aka tómum vögnum um göturnar
Framkvæmdastjóri Strætó segir að það sé „ekki verjandi“ að aka um með vagnana tóma. Eftirspurn eftir strætóferðum hefur hríðfallið á farsóttartímum og aukist takmarkað í þessari viku. Neytendasamtökin gagnrýna þjónustuskerðingu fyrirtækisins.
Kjarninn 7. maí 2020
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Óskandi að VG liðar hefðu kjarkinn til að standa með efasemdum sínum
Þingmaður Viðreisnar spurði dómsmálaráðherra hvort samstaða væri hjá ríkisstjórnarflokkunum þremur varðandi breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 7. maí 2020
Tvö ný smit eftir þrjá smitlausa daga í röð
Hvorugur þeirra tveggja einstaklinga sem greindust með COVID-19 smit í gær voru í sóttkví. Alls eru staðfest smit á Íslandi nú komin yfir 1.800 frá því að faraldurinn hófst, en einungis er vitað um 36 manns með virkan sjúkdóm.
Kjarninn 7. maí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Efast um raunveruleikatengingu þeirra sem vilja meira en lífskjarasamningarnir segja til um
Þingflokksformaður Pírata segir að augljóslega sé ekki í forgangsröðun hjá ríkisstjórninni að greiða þeim stéttum sem sinna ómissandi þjónustu í samfélaginu mannsæmandi laun. Fjármálaráðherra segir það þvælu.
Kjarninn 7. maí 2020
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.
Breytt arðgreiðslustefna hjá Landsvirkjun
Landsvirkjun hefur samþykkt nýja arðgreiðslustefnu, sem ætlað er að hámarka arðstekjur ríkissjóðs af fjármunum sem bundnir eru í fyrirtækinu og afrakstur af orkuauðlindunum. Tíu milljarða arðgreiðsla þessa árs var reiknuð í samræmi við nýju stefnuna.
Kjarninn 7. maí 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki tapaði 2,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi
Lækkun á gagnvirði hlutabréfa, virðisrýrnun lána og neikvæðar matsbreytingar á virði dótturfélaga skiluðu því að arðsemi eigin fjár Arion banka var neikvæð um 4,6 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Kjarninn 6. maí 2020
Íslandsbanki tapaði 1,4 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins
Virðisrýrnun útlána Íslandsbanka á fyrstu þremur mánuðum ársins var neikvæð um tæpa 3,5 milljarða króna og arðsemi eigin fjár hjá bankanum var neikvæð um þrjú prósent.
Kjarninn 6. maí 2020
Farþegum Icelandair í apríl fækkaði úr 318 þúsund í 1.700 milli ára
Millilandaflug Icelandair lagðist nánast af í síðasta mánuði og gríðarlegur samdráttur var einnig í innanlandsflugi. Fraktflutningar drógust hins vegar minna saman.
Kjarninn 6. maí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Telja athæfi Össurar ósiðlegt og að það ætti að vera ólöglegt
Miðstjórn ASÍ telur ákvörðun Össurar ehf. að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda örskömmu eftir að fyrirtækið hafi greitt eigendum sínum 1,2 milljarða króna í arð ósiðlega.
Kjarninn 6. maí 2020
Stefna að því að opna líkamsræktarstöðvar 25. maí
Ástæða er til að fara hraðar í afléttingar takmarkana, að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 6. maí 2020
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson eru ekki sammála um tollamálin.
Bjarni ekki hlynntur hugmyndum Sigurðar Inga um aukna tollvernd
Á fundi með Félagi atvinnurekenda í morgun sagði Bjarni Benediktsson að honum hugnaðist ekki að hækka tolla til að auka innlenda framleiðslu, en Sigurður Ingi Jóhannsson sagðist telja slíkt hyggilegt í ræðustóli á Alþingi fyrir um þremur vikum.
Kjarninn 6. maí 2020
Einungis 39 manns með virkt smit
Alls voru 318 sýni tekin til greiningar í gær en ekkert þeirra reyndist jákvætt.
Kjarninn 6. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Ísland veitir 276 milljónum til alþjóðasamvinnu vegna COVID-19
Samkvæmt áætlun sem alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofa utanríkisráðuneytisins hefur unnið verður 276 milljónum veitt til alþjóðastofnana, mannúðarsamtaka og þróunarverkefna í fyrstu viðbrögðum Íslands við COVID-19 faraldrinum.
Kjarninn 6. maí 2020
Konum hefur fjölgað við stjórnarborð íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Þær eru samt sem áður færri en lög gera ráð fyrir.
Sex árum eftir að lög um kynjakvóta tóku gildi var markmiðum þeirra enn ekki náð
Samkvæmt lögum sem tóku gildi haustið 2013 ber að tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórnum sé ekki undir 40 prósent. Um síðustu áramót var hlutfall kvenna í stjórnum stærri fyrirtækja 34,7 prósent.
Kjarninn 6. maí 2020
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og var forstjóri Brims þar til í síðustu viku.
Samkeppniseftirlitið rannsakar viðskipti stærsta eiganda Brims og tengdra aðila
Rannsakað verður hvort að tiltekin viðskipti stærsta eiganda Brims og tengdra aðila í Brimi hafi falið í sér að mögulega hafi verið framkvæmdur samruni.
Kjarninn 6. maí 2020
Bjarni Benediktsson getur brosað yfir fylgisaukningu síns flokks undanfarið.
Sjálfstæðisflokkurinn nánast kominn í kjörfylgi og VG eru jafn stór og Samfylking
Allir stjórnarflokkarnir þrír bæta við sig fylgi milli mánaða en allir stjórnarandstöðuflokkar nema Píratar, sem standa nánast í stað, tapa fylgi.
Kjarninn 5. maí 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín: Af hverju þetta skyndilega sinnuleysi gagnvart eignarréttinum?
Formaður Viðreisnar spyr af hverju ekki sé hægt að taka tillit til neytenda í aðgerðum ríkisstjórnarinnar en hún telur að leiðin sem þau fara gangi freklega gegn stjórnarskránni.
Kjarninn 5. maí 2020
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Spyr hvar grænu efnahagsaðgerðirnar séu
Stjórnarþingmaður telur að stuðningur ríkisins verði að vera markvissari – og meira um grænar fjárfestingar, græna og sjálfbæra uppbyggingu ferðaþjónustunnar og umhverfisvænar lausnir í matvælaframleiðslu.
Kjarninn 5. maí 2020
Andrés Ingi Jónsson
Segir ríkisstjórnina leggja fram frumvarp nú þegar lítið beri á – eins og til að lauma því framhjá þjóðinni
Þingmaður utan flokka segir frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum stórhættulegt og margtuggið.
Kjarninn 5. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði út í hagsmunatengsl vegna björgunarpakka
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort ráðherrar hefðu rætt um möguleg hagsmunatengsl sín í ljósi umfangsmikilla efnahagsaðgerða sem nú er verið að grípa til vegna heimsfaraldursins.
Kjarninn 5. maí 2020
Flugsýn af tungu Skálafellsjökuls 1989 og 2019. Myndirnar byggja á ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél 1989 og flygildi 2019 og landlíkönum sem reiknuð voru á grundvelli myndanna og sýna vel lækkun yfirborðs jökulsins á 30 ára tímabili.
„Óheppileg eldgos“ auka bráðnun jöklanna
Það voru ekki aðeins hlýindin og sólríkjan sem hafði áhrif á mikla rýrnun íslensku jöklanna á síðasta ári. Eldgos síðustu ára áttu þar einnig þátt að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.
Kjarninn 5. maí 2020
Strandavegur liggur nú milli hótelsins í Djúpavík og sjávar. Áformað er að færa hann ofan byggðarinnar.
Brattar brekkur víkja en útsýnið ekki
Það segir sína sögu um Strandaveg að Vegagerðin segir hann snjóþungan „jafnvel á vestfirskan mælikvarða“. Nú á að gera nýjan og malbikaðan veg um Veiðileysuháls sem í dag einkennist af kröppum beygjum og bröttum brekkum. Og stórkostlegu útsýni.
Kjarninn 5. maí 2020
Virði Icelandair að fara undir tíu milljarða en tapið á þremur mánuðum var 31 milljarðar
Icelandair tapaði rúmlega tvisvar sinnum hærri fjárhæð á fyrstu þremur mánuðum ársins en félagið gerði samanlagt á árunum 2018 og 2019.
Kjarninn 4. maí 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Fólk megi ekki missi þakið ofan af sér – og verði að geta búið til ný tækifæri
Þingmaður Pírata telur að framkvæma þurfi „tvær mjög einfaldar aðgerðir“ sem leggi línurnar til framtíðar. Hann segir að ríkissjóður sé nú að hella ofan í ástandsholu.
Kjarninn 4. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Reiðubúin að breyta fyrri áætlun og fjalla um jöfnun atkvæða
Á upprunalegri áætlun forsætisráðherra vegna stjórnarskrárvinnu á þessu kjörtímabili var ekki á dagskrá að fjalla um jöfnun atkvæða en hún segist reiðubúin að endurskoða hana ef áhugi sé fyrir því á vettvangi formanna flokkanna.
Kjarninn 4. maí 2020
Almenningur gæti komist í sund 18. maí næstkomandi.
Stefnt að opnun sundlauga 18. maí
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra séu ásátt um að stefna á opnun sundlauga þann 18. maí, með einhverjum takmörkunum, sem ekki er búið að formfesta.
Kjarninn 4. maí 2020
Flugsýn af tungu Skálafellsjökuls 1989 og 2019. Myndirnar byggja á ljósmyndum sem teknar voru úr flugvél 1989 og flygildi 2019 og landlíkönum sem reiknuð voru á grundvelli myndanna og sýna vel lækkun yfirborðs jökulsins á 30 ára tímabili.
Rýrnun íslensku jöklanna jafnast á við tvöfalda stærð Reykjanesskagans
Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um 800 ferkílómetra síðan árið 2000 og tæplega 2.200 ferkílómetra frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Samhliða bráðnun fylgir landris og hefur hraði þess aukist síðustu ár.
Kjarninn 4. maí 2020
Tíu ný smit undanfarna tíu daga
Ekkert nýtt COVID-19 smit greindist á Íslandi í gær, sunnudag. Einungis tíu smit hafa greinst undanfarna tíu daga og bara eitt smit það sem af er maímánuði.
Kjarninn 4. maí 2020
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Þingflokksformaður Framsóknar snýr aftur eftir veikindaleyfi
Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins snýr aftur til starfa á Alþingi í dag eftir að hafa verið í veikindaleyfi vegna brjóstakrabbameins síðan í mars í fyrra. Hún segist full þakklætis fyrir góðan árangur í þeirri glímu.
Kjarninn 4. maí 2020