Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu
Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.
Kjarninn 25. maí 2020
Fámennt er á grískum ströndum um þessar mundir.
Möguleikar á ferðalögum milli landa aukast hratt
Í varfærnum skrefum er hvert landið á fætur öðru að aflétta takmörkunum á ferðalögum í þeirri von að lokka til sín erlenda gesti. Enginn býst þó við því að fjöldinn verði sá sami og fyrir ári.
Kjarninn 24. maí 2020
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.
„Við erum með efniviðinn í annan faraldur“
Út frá faraldsfræðilegu sjónarmiði ætti ekki að opna landið. En það er ekki raunhæft. Hagsmunamat er nú sett á vogarskálarnar á móti heilsufarslegum ávinningi.
Kjarninn 24. maí 2020
Carlsberg ætlar að selja pilsner í pappaflöskum sem að innan eru húðaðar með plastlíku efni úr plöntum.
Carlsberg og Coca Cola vilja nota „plastflöskur“ úr plöntum
Á meðan plastflöskum skolar upp í fjörur um allan heim og valda skaða á lífríki er hollenskt fyrirtæki að reyna að finna umhverfisvæna lausn fyrir drykkjarvöruframleiðendur.
Kjarninn 23. maí 2020
Hafa viku til að fara yfir meðmælalista
Tveir skiluðu inn framboði til forseta í gær en framboðsfrestur rann út á miðnætti. Yfirkjörstjórn hefur viku til að fara yfir meðmælalista.
Kjarninn 23. maí 2020
Möguleg útfærsla  fyrir mislæg vegamót við Norðlingavað.
Þrenn mislæg gatnamót á 5,3 kílómetra kafla
Vegagerðin áformar að tvöfalda Suðurlandsveg frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur, um 5,3 kílómetra leið. Byggð verða þrenn mislæg gatnamót og fyllingar settar í Rauðavatn. Framkvæmdasvæðið liggur um friðlýst svæði, fólkvanginn Rauðhóla.
Kjarninn 23. maí 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson
Vill endurskoða lög um loftferðir
Núgildandi lög um loftferðir eru komin til ára sinna og þrátt fyrir fjölda breytinga er talið tímabært að yfirfara þau heildstætt, samkvæmt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.
Kjarninn 22. maí 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Vinnumálastofnun birtir lista yfir hluta þeirra fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina
Búið er að birta lista yfir öll þau fyrirtæki sem settu sex eða fleiri starfsmenn á hlutabótaleiðina svökölluðu. Hægt er að lesa listann í heild sinni hér.
Kjarninn 22. maí 2020
Flugmenn Icelandair samþykkja kjarasamning með miklum meirihluta
Yfir 95 prósent þeirra sem svöruðu samþykktu kjarasamninginn.
Kjarninn 22. maí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Svona er þetta, sagan eldgamla og endalausa, tvískinnungurinn og hræsnin eru ótrúleg“
Formaður Eflingar skýtur föstum skotum að formanni Samtaka atvinnulífsins. „Eyjólfur segðu mér, af hverju ert þú svona miklu meira virði en fólkið sem vinnur vinnuna sem býr til hagnaðinn?“ spyr hún.
Kjarninn 22. maí 2020
Íslendingar voru flestir fljótir að temja sér tveggja metra regluna. Ennþá skal gera þeim sem það kjósa að halda tveggja metra fjarlægð.
Svona er nýja tveggja metra reglan
Hvernig verður tveggja metra reglan útfærð þegar 200 í stað 50 mega koma saman eftir helgi þegar þriðja og stærsta skrefið í afléttingu takmarkana á samkomum verður tekið?
Kjarninn 22. maí 2020
Líkamsræktarstöðvar og krár opna á mánudaginn
Hvatt er í nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra til þess að viðhalda tveggja metra nálægðarmörkum eftir því sem kostur er.
Kjarninn 22. maí 2020
Borgarlínan mun liggja um sérakreinar og fá forgang á umferðarljósum til að greiða fyrir umferð og lágmarka tafir.
Telur markmið um breyttar ferðavenjur með borgarlínu „nokkuð metnaðarlaust“
Í verk- og matslýsingu á fyrstu lotu borgarlínu er reiknað með að um 58 prósent ferða á höfuðborgarsvæðinu árið 2040 verði farnar á einkabílum. Á sama tímabili er reiknað með að íbúum fjölgi um 40 prósent. Miðað við þetta mun umferðarþungi aukast.
Kjarninn 22. maí 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Harmar rangfærslur um Play
Formaður VR segist ekki vera hafinn yfir gagnrýni og eftir að hafa fundað með forsvarsmönnum Play sjái hann að það hafi verið mistök að tengja saman flugfélögin Bláfugl og Play með þeim hætti sem hann gerði fyrir nokkrum dögum.
Kjarninn 22. maí 2020
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.
Segir SA vilja stjórna því hvað fari inn í hagkerfið og hvað fari inn á aflandsreikninga
Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að fyrirtæki landsins muni eiga erfitt að standa undir samningsbundnum launahækkunum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að honum væri hollt að að kynna sér grunnatriði í hagfræði.
Kjarninn 22. maí 2020
Dæmi um áherslur í Morgunblaðinu sem Bjarni finnur ekki samleið með
Formaður Sjálfstæðisflokkurinn segir að hann upplifi það ekki að köldu andi milli hans og Davíðs Oddssonar. Það séu þó ekki mikil samskipti þeirra á milli eins og er.
Kjarninn 22. maí 2020
Heiðskírt yfir London í lok mars.
Bíllausum götum í London mun fjölga
Borgaryfirvöld í London ætla að loka stórum svæðum fyrir bílaumferð í þeirri viðleitni að tryggja öryggi og bæta lýðheilsu borgararanna. Rannsóknir sýna að mengun er mögulega stór áhættuþáttur þegar kemur að alvarleika veikinda af COVID-19 og dauðsföllum.
Kjarninn 21. maí 2020
Yfir 3.500 tilfelli greindust í Týrol-héraði í Austurríki, þar af nokkur hundruð í skíðabænum Ischgl.
Ætla að taka sýni úr hótelstarfsmönnum til að tryggja öryggi ferðamanna
Austurríkismenn komust í heimsfréttirnar þegar upp komst að rekja mátti fjölda smita í nokkrum löndum til skíðabæjarins Ischgl. Nú vilja þeir fá ferðamenn til sín á ný og ætla að skima fyrir veirunni meðal fólks sem starfar í ferðaþjónustu.
Kjarninn 21. maí 2020
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.
Hvert einasta tilvik einu tilviki of mikið
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir ýmislegt í niðurstöðum könnunar um vinnuumhverfið á Alþingi hafa slegið sig. Helmingur þingmanna sagðist þar telja að starf þeirra hefði orðið öðrum í fjölskyldu þeirra til ama.
Kjarninn 21. maí 2020
Thomas Moore með orðurnar sínar fagnar því að fá aðalstign.
Finnst nafnið sitt hljóma vel með „sir“ fyrir framan
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Breta grátt og heilbrigðiskerfið hefur átt fullt í fangi með að standast álagið. Í miðju fárviðrisins birtist hundrað ára gamall maður með göngugrind sem lyfti anda þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar.
Kjarninn 21. maí 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Vaxtaálag á fyrirtækjalánum hefur hækkað á meðan að stýrivextir hafa lækkað
Vextir á nýjum fyrirtækjalánum sem bankar veita eru nú um fimm prósentum yfir stýrivöxtum Seðlabanka Íslands. Samhliða hraðri lækkun stýrivaxta hefur álagið sem bankarnir leggja á lánin hækkað.
Kjarninn 21. maí 2020
Eftir að lögin taka gildi mun það ekki kosta útgerðirnar eina krónu, allavega ekki í stimpilgjöld hér á landi, að færa skip inn og út af íslenskri skipaskrá.
Baráttumál útgerðanna um afnám stimpilgjalda samþykkt á Alþingi
„Þetta skaðar okkar menn,“ segir formaður Sjómannasambandsins, um frumvarp um afnám stimpilgjalda í skipaviðskiptum sem samþykkt var á Alþingi í gær. Frumvarpið lækkar skattbyrði útgerða og sjómenn óttast að það skaði atvinnuöryggi þeirra.
Kjarninn 21. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Langvarandi erfiðleikar gætu leitt af sér lýðskrumspólitík
Forsætisráðherra segist ekkert hafa hugsað um það undanfarið hvenær næstu kosningar ættu að fara fram. Hún segist aldrei kvíða kosningum en viðurkennir að yfirstandandi aðstæður hafi reynt á samstarf flokkanna í ríkisstjórn.
Kjarninn 20. maí 2020
Lýsa yfir miklum vonbrigðum með einarða og óbilgjarna afstöðu Icelandair
Flugfreyjufélag Íslands segir í yfirlýsingu að þrátt fyrir ríkan samningsvilja og ítrekuð móttilboð hafi Icelandair haldið sig að mestu við upphaflegt tilboð sitt og sýnt lítinn vilja til samninga.
Kjarninn 20. maí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur samþjöppun ekki endilega merki um að eitthvað sé að í viðskiptaumhverfinu
Fjármála- og efnahagsráðherra sagði á Alþingi í dag að skoða yrði málefni ferðaþjónustufyrirtækja út frá víðara sjónarhorni og að sérstaklega ætti að taka tillit til þess að rekstur margra smærri fyrirtækja í ferðaþjónustu hefði verið erfiður.
Kjarninn 20. maí 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Flugfreyjufélagið hafnar lokatilboði Icelandair
Forstjóri Icelandair segir það mikil vonbrigði að tilboði félagsins hafi verið hafnað. Nýr kjarasamningur er talin forsenda þess að hægt verði að ná í nýtt hlutafé inn í Icelandair.
Kjarninn 20. maí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telja Icelandair hafa notfært sér óvissu vegna faraldursins til að klekkja á flugfreyjum
Icelandair hefur að mati stjórnar Eflingar notfært sér óvissu og efnahagssamdrátt vegna kórónuveirufaraldursins til að klekkja á flugfreyjum á einkar tækifærissinnaðan og ósanngjarnan hátt.
Kjarninn 20. maí 2020
Viðskipti með fasteignir minnka til muna í COVID-19 faraldri
COVID-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á fasteignaviðskipti en þegar apríl á þessu ári er borinn saman við apríl 2019 fækkar kaupsamningum um tæp 50 prósent og velta minnkar nær um helming.
Kjarninn 20. maí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Stjórnvöld taki af öll tvímæli um að þau hyggist ekki styðja „ólögmætt og ósiðlegt athæfi Icelandair“
ASÍ mótmælir því sem komið hefur fram í fjölmiðlum um hugsanleg viðbrögð Icelandair í kjaradeilu félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Forstjóri Icelandair segir félagið ekki hafa verið í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings.
Kjarninn 20. maí 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Vextir lækkaðir myndarlega – Eru nú eitt prósent
Seðlabanki Íslands hefur lækkað stýrivexti sína um 0,75 prósentustig niður í 1,0 prósent.
Kjarninn 20. maí 2020
Jón Ásgeir Jóhannesson
Ingibjörg og Jón Ásgeir vilja milljarða í bætur vegna skaða á orðspori sínu
Eigendur 365, sem seldu ljósvakamiðla félagsins til Sýnar á um átta milljarða árið 2017, segja að stefna Sýnar á hendur sér hafi „skapað þau „hughrif að stefnendur séu aðilar sem standi ekki við gerða samninga.“ Þau vilja þrjá milljarða króna í bætur.
Kjarninn 20. maí 2020
Kalaupapa-skaginn og þorpið sem þar er enn.
Sárar minningar vakna á „holdsveiki-nýlendunni“
Enn einu sinni eru þeir einangraðir frá umheiminum, áður vegna holdsveiki en nú vegna COVID-19. Á árum áður skiptu þeir hundruðum en í dag eru þeir um tíu. Allir eru þeir aldraðir og völdu að dvelja áfram á eyjunni sem stjórnvöld neyddu þá til fara til.
Kjarninn 20. maí 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
„Hinn blákaldi veruleiki“ að hluti fyrirtækja í ferðaþjónustu munu ekki lifa af
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill að fjármunir verði frekar notaðir til að örva eftirspurn eftir ferðaþjónustu en að halda á lífi fyrirtækjum sem séu ekki lífvænleg. Það sé t.d. hægt að gera með því að skala upp hugmyndir um stafrænar ávísanir.
Kjarninn 19. maí 2020
Þingmenn segjast hafa orðið fyrir bæði einelti og kynbundinni áreitni
Á annan tug þingmanna hafa upplifað einelti og/eða kynbundið áreiti í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt, samkvæmt nýrri könnun frá Félagsvísindastofnun sem þingið lét vinna og birt var í dag. Niðurstöðurnar eru „sláandi“ að sögn forseta Alþingis.
Kjarninn 19. maí 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Þrettán fyrirtæki voru með yfir 150 starfsmenn á hlutabótaleiðinni í apríl
Um 73 prósent allra fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleið stjórnvalda í apríl voru einungis með einn til þrjá starfsmenn í skertu starfshlutfalli, en þrettán fyrirtæki voru hvert um sig með yfir 150 starfsmenn á hlutabótaleiðinni.
Kjarninn 19. maí 2020
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Segir sumargjafir eigenda Samherja til afkomenda „kannski í stærri kantinum“
Þingmaður VG segir að tilfærsla eigenda Samherja á fjármunum til afkomendanna endurspegli stórgallað kvótakerfi hér á landi.
Kjarninn 19. maí 2020
Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts.
Pósturinn nýtti hlutabótaleiðina fyrir 125 starfsmenn
Íslandspóstur, opinbert hlutafélag, nýtti hlutabótaleið stjórnvalda fyrir 125 starfsmenn í apríl. Birgir Jónsson forstjóri segir að magnminnkun í erlendum pakkasendingum og innlendum bréfum hafi leitt til þess að verkefnum fækkaði.
Kjarninn 19. maí 2020
Höfuðstöðvar Moderna eru í Norwood í Massachusetts.
Segja bóluefnið lofa góðu – Gæti orðið aðgengilegt um áramót
Bandarískt líftæknifyrirtæki mun bráðlega hefja annað stig tilraunar á bóluefni í mönnum. Fyrirtækið segir lyfið lofa góðu og ef allt gangi að óskum verði það aðgengilegt í lok árs.
Kjarninn 19. maí 2020
Eigum ekki að treysta á ferðamenn sem koma með bakpoka og niðursuðudósir
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það verði að horfast í augu við það að sum fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi ekki verið að ganga nægilega vel. Gæta þurfi að því hversu langt gengið sé í að halda lífi í þeim.
Kjarninn 18. maí 2020
Bónus er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni og stærsta dagvöruverslunarkeðja landsins.
Kostaði 314,5 milljónir króna að láta tvo yfirmenn hjá Högum hætta störfum
Stærsta smásölufyrirtæki landsins, sem rekur meðal annars Bónus, hagnaðist um 3,1 milljarð króna á síðasta rekstrarári. Enginn arður verður greiddur út vegna aðstæðna í efnahagslífinu.
Kjarninn 18. maí 2020
Erlend kortavelta hefur ekki verið minni hér á landi frá upphafi mælinga árið 2002.
Netverslun 9 prósent af allri verslun Íslendinga í samkomubanninu
Netverslun tók mikið stökk í aprílmánuði samanborið við fyrra ár og nam heilum 9 prósentum af allri verslun með íslenskum kortum. Byggingavöruverslanir virðast hafa notið góðs af breyttu neyslumynstri í samkomubanninu.
Kjarninn 18. maí 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
32 sóttu um stöðu forstjóra Ríkiskaupa
Fjármála- og efnahagsráðuneytið auglýsti á dögunum laust til umsóknar stöðu forstjóra Ríkiskaupa. Umsóknarfrestur rann út fyrir viku og sóttu 32 um.
Kjarninn 18. maí 2020
Frá Seljalandsfossi. Þrjátíu og sjö prósent allra starfsmanna sem nýttu hlutabótaúrræð stjórnvalda í apríl starfa í ferðaþjónustu.
Atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara er komið upp í 16 prósent
Atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara hér á landi er komið upp í um 16 prósent. Þá eru ótaldir þeir erlendu ríkisborgarar sem verið hafa í minnkuðu starfshlutfalli undanfarið, en þeir eru á níunda þúsund.
Kjarninn 18. maí 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Mun beita sér fyrir björgun Icelandair þegar réttindi og kjör starfsfólksins verða tryggð
Formaður VR segist ætla að beita sér af krafti fyrir björgun Icelandair þegar stjórnendur fyrirtækisins hafa tryggt framtíð félagsmanna VR án þess að gengið verði á réttindi þeirra og launakjör.
Kjarninn 18. maí 2020
„Hingað til hefur tekist að forðast fjármálakreppu“
Fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands segir að miklu máli hafi skipt að viðnámsþróttur banka var byggður upp með auknum eiginfjár og lausafjárkröfum eftir fjármálakreppuna 2008.
Kjarninn 18. maí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Flugfreyjur standa í stórkostlega erfiðri baráttu“ – Valdaójafnvægið hræðilegt
Formaður Eflingar segir að flugfreyjur séu í raun að taka slaginn fyrir allt vinnandi fólk. „Gangi ykkur vel, við erum sannarlega öll í þessu með ykkur.“
Kjarninn 18. maí 2020
Neysla fjölmiðla hefur breyst mikið á nokkrum árum. Mun fleiri sækja sér fréttir og afþreyingu stafrænt en mun færri gera það til prentmiðla.
Tveir fjölmiðlar taka til sín nær allar tekjur á vefmiðlamarkaði
Samkeppniseftirlitið kallaði eftir upplýsingum um tekjur fjölmiðla á tveimur mörkuðum og birti niðurstöðuna í nýlegu áliti vegna samruna sem átti sér stað á markaðnum.
Kjarninn 18. maí 2020
Svín á leið til slátrunar í flutningabíl.
Svínin kæfð eða skotin og kurluð niður
Bændur í Bandaríkjunum hafa orðið að kæfa svín sín í tugþúsundavís þar sem ekki er hægt að senda þau til slátrunar. Of þröngt er orðið í eldishúsum eftir að kjötvinnslum var lokað vegna hópsmita.
Kjarninn 17. maí 2020
Eistneskur landamæravörður í Ikla, á landamærunum við Lettland, gat ekki annað en brosað þegar hann fjarlægði í gær stöðvunarmerki á landamærastöðinni. Ferðabandalag er orðið til og þau gætu orðið fleiri.
Gætu ferðabandalög smám saman komið Evrópu í eðlilegra horf?
Fyrsta ferðabandalagið, eða ferðabúbblan, innan Evrópu er orðin að veruleika fyrir botni Eystrasaltsins. Mögulegt er að slík bandalög ríkja sem náð hafa þolanlegum tökum á heimfaraldri kórónuveiru verði fleiri í Evrópu á næstu vikum og mánuðum.
Kjarninn 16. maí 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Ábyrgðarleysi að kjósa að hausti eins og fjármálaráðherrann hefur hug á
Þingmaður Pírata telur að hreinlegast væri fyrir þingflokkana að fá endurnýjað umboð og halda kosningar að vori 2021. Það gæfi öllum heiðarlegt tækifæri til þess að koma aðgerðum af stað strax árið 2022 í stað 2023.
Kjarninn 15. maí 2020