Yfir tuttugu milljarða ávinningur af starfsemi VIRK
20,5 milljarða ávinningur var af starfsemi VIRK árið 2019 og ávinningur á hvern útskrifaðan einstakling nam yfir 14 milljónum króna. Rekstrarkostnaður VIRK nam 3,4 milljörðum sama ár.
Kjarninn 4. maí 2020
Plaquenil
Hafa þurft að grípa til ráðstafana til að afstýra lyfjaskorti vegna hamsturs
Afgreiðsla malaríulyfsins Plaquenil hefur verið takmörkuð við 30 daga skammt og ávísun lyfsins bundin við tilteknar sérgreinar.
Kjarninn 4. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Árangri í sóttvarnamálum verður „ekki stefnt í hættu“ við opnun landamæra
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þjóðina í kvöld vegna tilslakana á samkomubanni og lagði áherslu á að allir yrðu að passa sig að fara ekki of geyst af stað, til þess að koma í veg fyrir að byrja þyrfti baráttuna upp á nýtt.
Kjarninn 3. maí 2020
Ólafur Ragnar Grímsson í Silfrinu í morgun.
Ólafur Ragnar telur marga vilja koma til Íslands í sóttkví
Ólafur Ragnar Grímsson telur að það verði mögulegt að lokka ferðafólk til Íslands í stórum stíl á næstu misserum, þrátt fyrir að fólk þyrfti að vera í sóttkví við komuna. Jákvæð alþjóðleg umfjöllun um veiruviðbrögðin hér á landi vinni með Íslendingum.
Kjarninn 3. maí 2020
Hugverkarisar vilja að Alþingi stigi „skrefinu lengra og ráðast þannig í stórsókn í nýsköpun“
Stærstu hugverkafyrirtæki landsins hvetja stjórnvöld til þess að hækka endurgreiðsluhlutfall og þak vegna rannsókna og þróunar enn meira en stefnt sé að. Það muni „skipta sköpum fyrir viðspyrnu íslensks atvinnulífs á þessum óvissutímum.“
Kjarninn 2. maí 2020
Joe Biden, sem verður forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins nema eitthvað mjög óvænt gerist, svaraði í gær fyrir ásakanir um kynferðislegt ofbeldi.
Biden í bobba vegna alvarlegra ásakana
Joe Biden, sem væntanlega verður forsetaframbjóðandi demókrata gegn Donald Trump í haust, svaraði í gær fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi sem hann er sakaður um að hafa beitt árið 1993. Hann þvertekur fyrir að atvikið hafi átt sér stað.
Kjarninn 2. maí 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Rekstrartap Icelandair var 26,8 milljarðar króna frá áramótum og út mars
Lausafjárstaða Icelandair Group er ekki komin undir þau viðmið sem félagið vinnur eftir, en fer þangað bráðum. Útflæði fjármagns hjá félaginu minnkar um 1,7 milljarða króna á næstu þremur mánuðum eftir að það rak stóran hluta starfsfólks.
Kjarninn 1. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Fólk og fyrirtæki geta hugsað á skapandi hátt“
Umhverfis- og auðlindaráðherra telur að hægt sé að læra af þessum skrítnu tímum sem nú eru og að fólk geti unnið meira heima á sumum vinnustöðum. Hægt sé að hugsa á skapandi hátt og skipuleggja starfið til þess að gera það mögulegt.
Kjarninn 1. maí 2020
Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis.
Alþingi ætlar að starfa til 25. júní
Búið er að bæta tveimur vikum við áður ákveðinn starfstíma Alþingis á þessu þingi. Alls hafa 50 mál verið tekin út af þingmálaskrá vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 1. maí 2020
Ragnar Þór Ingólfsson sést hér halda ræðu á baráttudegi verkalýðsins fyrir tveimur árum. Aðstæður gera honum ókleift að halda slíka í dag.
Segir verkalýðshreyfinguna vera að vígbúast
Formaður VR vill að almenningur sé upplýstur um hverjir séu að kaupa og selja gjaldeyri á Íslandi, að starfsmönnum verði boðið að taka yfir fyrirtæki fari þau í þrot, að fjármunir úr skattaskjólum verði ekki gjaldgengir og að fyrirtækjalýðræði komist á.
Kjarninn 1. maí 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
„Í öllum kreppum leita fjármagnseigendur tækifæra til að auka auð sinn“
Forseti ASÍ segir að eina aflið gegn græðgi fjármagnseigenda sé samstaða fólks og barátta fjöldahreyfinga. Aldrei hafi verið mikilvægara en einmitt núna að verja þau réttindi sem búið sé að semja um.
Kjarninn 1. maí 2020
1. maí í fyrra fylktist fólk í kröfugöngur til að berjast fyrir bættum kjörum. Í dag blasir önnur mynd við og engin kröfugöngur haldnar vegna COVID-19 faraldursins.
Hærri upphæð greidd í atvinnuleysisbætur í dag en var greidd allt árið 2018
Baráttudagur verkalýðsins fer fram í skugga metatvinnuleysis á Íslandi. Rúmur fjórðungur vinnumarkaðarins er atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Um tólf milljarðar verða greiddir út í bætur um mánaðamótin. Allt árið 2009 voru greiddir út 28 milljarðar.
Kjarninn 1. maí 2020
Þingmenn búnir að fá launaseðilinn – Fá greidda afturvirka launahækkun
Launahækkun alþingismanna og ráðherra er komin til framkvæmda. Hún tók gildi um liðin áramót en fyrir mistök voru viðbótarlaunin ekki greidd út síðustu mánuði. Það hefur nú verið leiðrétt og ráðamenn fengið afturvirka greiðslu.
Kjarninn 30. apríl 2020
Halla Bergþóra Björnsdóttir
Halla Bergþóra skipuð í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Höllu Bergþóru Björnsdóttur í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 11. maí næstkomandi.
Kjarninn 30. apríl 2020
Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar.
„Ofsalega mikil breyting framundan“
„Við finnum það enn betur en áður hvað er mikilvægt að tilheyra samfélagi,“ segir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Á mánudag hefst hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum. Víðir Reynisson segir framhald faraldursins í okkar höndum.
Kjarninn 30. apríl 2020
Rikisstjórnin samþykkir að skoða lánalínu til Icelandair
Ríkið mun eiga samtal um lánalínu til Icelandair Group ef fullnægjandi árangur næst í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins.
Kjarninn 30. apríl 2020
Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson nýr borgarritari
Borgarráð hefur samþykkt að ráða Þorstein Gunnarsson í starf borgarritara Reykjavíkurborgar.
Kjarninn 30. apríl 2020
Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans.
Tala um COVID-byltinguna í kennsluháttum
Skólastarfið í Tækniskólanum færðist allt yfir í fjarnám í samkomubanni en ákveðnir þættir námsins verða ekki unnir við stofuborðið þar sem skortir yfirleitt rennibekki, gufupressur og vélsagir, segir rektor skólans.
Kjarninn 30. apríl 2020
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, var meðal gesta á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Byggingar Háskóla Íslands verða loks opnar á ný
Á mánudag verða byggingar Háskóla Íslands opnaðar fyrir nemendum á ný í fyrsta skipti frá því samkomubann var sett á 16. mars. Rektor Háskóla Íslands segir þetta stóran áfanga í því að færa líf allra í eðlilegt horf.
Kjarninn 30. apríl 2020
Bónus er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni og stærsta dagvöruverslunarkeðja landsins.
Finnur hættir hjá Högum og Guðmundur yfirgefur Bónus
Tveir helstu lykilstjórnendur smásölurisans Haga hafa ákveðið að hætta störfum hjá félaginu. Þeir hafa báðir starfað þar frá því á síðustu öld.
Kjarninn 30. apríl 2020
Núverandi meirihluti í Reykjavíkurborg tók við völdum 2018.
Afkoma A-hluta Reykjavíkurborgar 2,2 milljörðum króna undir áætlun
Reykjavíkurborg var rekin með afgangi í fyrra en hagnaður af þeim hluta rekstrar hennar sem fjármagnaður er með skatttekjum var langt undir áætlun. Á móti hækkaði matsvirði félagslegra íbúða í eigu félags borgarinnar.
Kjarninn 30. apríl 2020
Annar dagur án nýrra smita
Upp er runninn þriðji dagurinn án nýrra smita hér á landi frá upphafi faraldursins. Enginn liggur á gjörgæslu vegna COVID-19.
Kjarninn 30. apríl 2020
Guðmundur Kristjánsson er hættur sem forstjóri Brims hf.
Lætur af störfum sem forstjóri Brims hf.
Guðmundur Kristjánsson hefur látið af störfum sem forstjóri Brims hf. af persónulegum ástæðum.
Kjarninn 30. apríl 2020
Árni Sigurjónsson
Árni Sigurjónsson nýr formaður SI
Yfirlögfræðingur Marel hefur verið kjörinn nýr formaður Samtaka iðnaðarins.
Kjarninn 30. apríl 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur síðasta valkostinn ávallt vera að ríkið yrði hluthafi í fyrirtækjum
Fjármála- og efnahagsráðherra var spurður út í stöðu Icelandair á þingfundi í morgun og hvort eðlilegt væri að ráðstafa stórum upphæðum til að verja hlutafé fyrirtækis án þess að eiga nokkurn möguleika á að fá það með beinum hætti til baka.
Kjarninn 30. apríl 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni skipar eftirlitsnefnd vegna viðbótarlána
Eftirlitsnefndinni er ætlað að hafa almennt eftirlit með framkvæmd lánveitinganna til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Kjarninn 30. apríl 2020
Stórnotkun minnkaði mest hjá álverunum á síðasta ári eða um 3,4 prósent frá fyrra ári.
Orkunotkun heimila fer minnkandi og rafbílavæðingin breytir litlu
Hlýrra loftslag, loðnubrestur og rekstrarvandi álversins í Straumsvík eru meðal þeirra þátta sem urðu til þess að raforkunotkun á landinu í fyrra dróst saman frá fyrra ári.
Kjarninn 30. apríl 2020
Þröng á þingi í markaðsgötu í Malmö um síðustu helgi. Girðingar hafa verið settar upp fyrir framan sölubása til að verja sölufólkið.
Kostir og gallar sænsku leiðarinnar að koma í ljós
Eru sænsk yfirvöld farin að súpa seyðið af því að hafa sett traust sitt á almenning í stað boða og banna? Tæplega 2.500 hafa nú látist úr COVID-19 þar í landi og á meðan kúrfan fræga er á niðurleið víða virðast Svíar enn ekki hafa náð toppnum.
Kjarninn 29. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Spyr hvort hægt sé að treysta tölum frá öðrum löndum – Eitthvað sem þarf að skoða mjög vel
Sóttvarnalæknir telur að skoða þurfi tilllögu fjármála- og efnahagsráðherra mjög vel um frjálsari för ríkisborgara á milli landa.
Kjarninn 29. apríl 2020
Hjólreiðamaður á ferð í New York um liðna helgi.
Versti ársfjórðungurinn í Bandaríkjunum frá 2008 en sá næsti verður mun verri
4,8 prósent samdráttur varð í bandaríska hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýjum bráðabirgðahagtölum sem birtar voru í dag. Búist er að við að samdrátturinn verði margfalt meiri á þeim næsta.
Kjarninn 29. apríl 2020
Enginn á gjörgæslu vegna COVID-19
Sjö manns eru nú á sjúkra­húsi vegna COVID-19 sjúkdómsins en enginn þeirra er á gjör­gæslu.
Kjarninn 29. apríl 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins á fjarfundinum sem Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, stýrði.
Bjarni leggur til frjálsa för fólks milli landa þar sem útbreiðslan er lítil
Bjarni Benediktsson lagði til á fundi leiðtoga íhaldsflokka Norður- og Eystrasaltslanda að þau lönd þar sem gögn sýndu að tekist hefði að ná tökum á útbreiðslu farsóttarinnar myndu skoða frjálsari för ríkisborgara sín á milli.
Kjarninn 29. apríl 2020
Nær engir ferðamenn koma lengur til landsins.
30 manns sagt upp í Fríhöfninni og hundrað manns boðið lægra starfshlutfall
Tekjur Fríhafnarinnar hafa dregist saman um 98 prósent vegna faraldursins. 130 af alls 169 starfsmönnum hefur verið sagt upp eða boðið lægra starfshlutfall.
Kjarninn 29. apríl 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Stærsti hluthafi Icelandair minnkar enn við sig – Hlutafjáraukning framundan
Virði bréfa í Icelandair hefur dregist saman um 72 prósent frá því að Par Capital Management keypti í félaginu fyrir ári síðan. Sjóðurinn, sem er stærsti hluthafi flugfélagsins, hefur nú minnkað eignarhlut sinn um 0,5 prósent á skömmum tíma.
Kjarninn 29. apríl 2020
Eitt meginhlutverk Seðlabanka Íslands er að verðbólgan sé að jafnaði sem næst 2,5 prósent verðbólgumarkmiði hans. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Verðbólgan haggast varla
Verðbólga mælist nú 2,2 prósent og hefur verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands frá því í desember í fyrra.
Kjarninn 29. apríl 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og svaraði fyrirspurninni þar sem upplýsingar um umfang kostunar hjá RÚV kom fram.
Tekjur RÚV af kostuðu efni voru 864 milljónir króna á fimm árum
Kostun á fræðsluþætti um fjármál sem Rúv Núll framleiddi er til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd. Tekjur fyrirtækisins af kostuðu efni, sem er mest íþróttaefni, stórviðburðir og leikið íslenskt efni, drógust umtalsvert saman í fyrra.
Kjarninn 29. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.
Repúblikanar hafa vaxandi áhyggjur af framgöngu Trumps
Vaxandi áhyggjur eru innan raða Repúblikanaflokksins af því að framganga Trumps, meðal annars á blaðamannafundum vegna heimsfaraldursins, gæti orðið til þess flokkurinn missi meirihluta sinn í öldungadeild þingsins í haust.
Kjarninn 28. apríl 2020
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Píratar saka ríkisstjórnina um „mótsagnakennt stefnuleysi“
Þingflokkur Pírata hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem viðbrögð ríkisstjórnarinnar við efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins eru harðlega gagnrýnd og sögð jafngilda viðbragðsleysi.
Kjarninn 28. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Allir COVID-19 sjúklingar útskrifaðir af gjörgæslu
Enginn er lengur á gjörgæslu vegna COVID-19 smits, sagði Alma Möller landlæknir á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag.
Kjarninn 28. apríl 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ í við­ræðum við stjórn­völd sem lofa samráði um útfærslu aðgerða
ASÍ telur nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin eigi aðkomu að þeim aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem gripið er til vegna COVID-19 faraldursins enda varði þær framtíð vinnandi fólks og almennings til næstu ára.
Kjarninn 28. apríl 2020
Rúmlega tvö þúsund starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair
Uppsagnirnar ná til allra hópa innan félagsins, en þær hafa þó mest áhrif á störf beintengd framleiðslu, svo sem áhafnir, viðhaldsþjónustu og starfsfólk flug- og farþegaþjónustu.
Kjarninn 28. apríl 2020
Um þrjátíu prósent virkra smita nú á norðanverðum Vestfjörðum
Þrjú ný COVID-19 smit greindust á landinu í gær, öll á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, þar sem yfir tvöhundruð sýni voru rannsökuð. Enginn af þeim 449 einstaklingum sem Íslensk erfðagreining skimaði reyndist smitaður.
Kjarninn 28. apríl 2020
Styrkir verða veittir til að greiða laun á uppsagnarfresti og hlutabótaleiðin framlengd
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lengja gildistíma hlutabótaleiðina og reglur um fjárhagslega endurskipulagningu verða einfaldaðar.
Kjarninn 28. apríl 2020
Unnið verður að ýmsum viðhaldsverkefnum á virkjunum Landsvirkjunar næstu árin.
Stórnotendur fá afslátt og framkvæmdum við Hvammsvirkjun mögulega flýtt
Viðhalds- og nýframkvæmdum Landsvirkjunar verður flýtt og stórnotendur fá tímabundna afslætti til að mæta þrengingum á mörkuðum sínum vegna kórónuveirufaraldursins sem nema um 1,5 milljörðum króna.
Kjarninn 28. apríl 2020
Þúsundir flugvéla standa nú hreyfingarlausar vegna faraldursins.
Nokkur ár í að flugferðalög nái sömu hæðum og í fyrra
„Við búumst við því að það muni taka tvö til þrjú ár þar til ferðalög verða á pari við árið 2019 og nokkur ár til viðbótar þar til vöxtur verður í greininni að nýju,“ segir forstjóri Boeing.
Kjarninn 28. apríl 2020
Tugum sagt upp hjá Eimskip
Í dag verður stöðugildum hjá Eimskip fækkað um 73. Beinar uppsagnir í heildina eru 54 talsins, þar af 39 á Íslandi. Aðgerðirnar ná til flestra starfshópa fyrirtækisins, þar með talið stjórnenda.
Kjarninn 28. apríl 2020
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögnina.
Telur að mögulega sé verið að fela einkaaðilum að fara með opinbert vald
Ríkisendurskoðun leggur til að ef banki lánar fyrirtæki stuðningslán með 100 prósent ríkisábyrgð án þess að skilyrði sett af Alþingi sú uppfyllt eigi að fella niður ábyrgðina af láninu. Leiða megi hugann að því hvort lánin standist stjórnarskrá.
Kjarninn 28. apríl 2020
Gæti Zoom-væðingin skilað betra hagkerfi en var í byrjun árs?
Ein jákvæð möguleg breyting sem gæti orðið vegna COVID-19 faraldursins er sú að viðhorf gagnvart fjarvinnuforritum gæti breyst, en notkun á slíkum búnaði hefur stóraukist síðustu vikur. Skilvirkni gæti aukist og ferðalögum fækkað mikið.
Kjarninn 27. apríl 2020
Höfuðstöðvar KSÍ eru á Laugardalsvelli.
Vilja lokunarstyrki fyrir knattspyrnufélög og hlutabótaleið fyrir leikmenn
Stjórn KSÍ vill að úrræði stjórnvalda vegna efnahagslegra áhrifa COVID-19 verði líka látin ná til íþróttahreyfingarinnar. Að óbreyttu fái hún ekki lokunarstyrki og um 70 prósent þeirra sem starfi í hreyfingunni geti ekki nýtt sér hlutabótaleiðina.
Kjarninn 27. apríl 2020
Fólk naut þess um helgina í miðbæ Reykjavíkur að sleikja sólina eftir langan vetur.
Vilja að fólk fari út, njóti lífsins og nýti veðrið
Yfirlögregluþjónn hvetur fólk enn og aftur til að fara varlega, virða tveggja metra regluna og hópast ekki saman – en fagnar því að fólk hafi notið veðurblíðunnar um helgina.
Kjarninn 27. apríl 2020