Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Hefja formlegar viðræður við SA
„Við getum ekki horft upp á þá skelfilegu stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði án þess að taka þetta skref og ræða þríhliða lausnir,“ segir formaður VR.
Kjarninn 27. apríl 2020
Sunnudagur án staðfestra smita: Sýnin voru einungis 25 talsins
Enginn greindist með COVID-19 á Íslandi í gær, sunnudag, en einungis 25 sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Það eru miklu færri sýni en tekin hafa verið undanfarna daga.
Kjarninn 27. apríl 2020
1. maí 2019
Fyrsta skiptið í 97 ár sem íslenskt launafólk safnast ekki saman 1. maí
Í staðinn fyrir að safnast saman þann 1. maí næstkomandi þá munu heildarsamtök launafólks standa fyrir sérstakri útsendingu frá skemmti-og baráttusamkomu sem flutt verður í Hörpu að kvöldi 1. maí og sjónvarpað á RÚV.
Kjarninn 27. apríl 2020
Stórtækur landbúnaður og kjötframleiðsla ógnar vistkerfum jarðar.
Aðeins ein dýrategund ber ábyrgð á COVID-19: Maðurinn
„Það er ein dýrategund sem ber ábyrgð á faraldri COVID-19 – við,“ skrifa nokkrir af fremstu sérfræðingum heims í líffræðilegum fjölbreytileika. Heimsfaraldrar síðustu ára eru að þeirra sögn bein afleiðing mannanna verka.
Kjarninn 27. apríl 2020
Hrun í komu ferðamanna til Íslands er ráðandi þáttur í þeim samdrætti sem Ísland mun upplifa á árinu 2020.
Ný sviðsmynd sýnir 13 prósent samdrátt á Íslandi í ár
Viðskiptaráð telur að forsendur sem það gefur sér til að reikna með næstum 13 prósent samdrætti í ár skili sviðsmynd sem sé „afar dökk en raunsæ“.
Kjarninn 27. apríl 2020
Búist við því að nokkur þúsund manns missi vinnuna hjá Icelandair
Formaður FÍA segir að viðbúið sé að um 90 prósent starfsmanna Icelandair verði sagt upp í vikunni. Í fyrra störfuðu 4.715 að meðaltali hjá félaginu. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir vill að ríkið taki þátt í að fjármagna uppsagnarfresti.
Kjarninn 27. apríl 2020
Fáir eru á ferli í Oxford-stræti, einni helstu verslunargötu Lundúna.
Tvær bylgjur dauðsfalla til viðbótar gætu skollið á Bretlandi
Breskir vísindamenn segja allt of snemmt að aflétta takmörkunum þar í landi enda deyja enn hundruð manna á degi hverjum vegna COVID-19. Utanríkisráðherrann segir dánartöluna „átakanlega“.
Kjarninn 26. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur ætlar ekki til útlanda á þessu ári
Er óhætt að bóka utanlandsferð í haust? Sóttvarnalæknir segir ekkert hægt að segja til um það á þessari stundu og að sjálfur ætli hann ekki til útlanda á þessu ári.
Kjarninn 26. apríl 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir boðar samfélagslegan sáttmála
Hvernig viljum við haga okkur í samfélaginu næstu vikur og mánuði? Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn varpar fram þeirri hugmynd að íslenska þjóðin geri með sér sáttmála um „eitthvað sem við viljum öll halda í heiðri“.
Kjarninn 26. apríl 2020
Ekkert smit í fyrradag, eitt í gær og tvö í dag
Tvö ný smt af COVID-19 voru staðfest síðasta sólarhringinn. Yfir 1.600 manns hafa náð bata af sjúkdómnum.
Kjarninn 26. apríl 2020
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðaþjónustan þarf að geta lagst í híði
Ef ferðaþjónustufyrirtæki fá ekki meiri aðstoð „erum við að taka ákvörðun um að fórna hér lífskjörum fólks inn í framtíðina,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Gjaldþrotaeldurinn brenni upp fjárfestingar, þekkingu og reynslu.
Kjarninn 26. apríl 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
„Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður“
53 þúsund manns fá nú greiðslur frá Vinnumálastofnun. Forstjórinn segist vona að toppnum í fjölda sé náð en á von á uppsögnum um næstu mánaðamót.
Kjarninn 25. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Einum kafla lokið í stríðinu við COVID
Sóttvarnalæknir segir að nú þurfi að gera upp faraldurinn og þá vinnu sem unnin hefur verið hér. Í framhaldinu gæti sú reynsla gagnast öðrum þjóðum.
Kjarninn 25. apríl 2020
Andrés Ingi Jónsson
Ríkisstjórn með kynjasjónarmið að leiðarljósi hefði metið aðgerðir sínar út frá jafnrétti
Andrés Ingi Jónsson segir að ef ríkisstjórninni væri alvara með að hafa kynjasjónarmið að leiðarljósi þá hefði hún metið allar aðgerðir sínar vegna COVID-19 faraldursins út frá áhrifum á jafnrétti.
Kjarninn 25. apríl 2020
Eitt nýtt smit staðfest
Ekkert smit í gær. Eitt í dag. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað sagt að tala um staðfest smit gæti sveiflast nokkuð milli daga á næstunni.
Kjarninn 25. apríl 2020
Þórólfur: Vandamálið við þessa tilteknu veiru er að hún er ný og það verður að búa til ný próf.
„Við vitum ekkert um það ennþá hversu lengi mótefni mun verja okkur“
Var þetta flensa sem þú fékkst í vetur eða mögulega COVID-19? Að því er hægt að komast með mótefnamælingum en þær eru enn ekki nógu áreiðanlegar og því ekki nothæfar til að staðfesta ónæmi. Íslensk yfirvöld ætla að hefja söfnun blóðsýna fljótlega.
Kjarninn 25. apríl 2020
Lyfjafræðingur í Tórínó á Ítalíu með pakkningu af Pasquenil, nýju lyfi byggðu á hydroxychloroquine. Pasquenil hefur verið dreift í apótek og geta COVID-smitaðir fengið lyfið heim til sín.
Varað við notkun á malaríulyfjum
Engar rannsóknir hafa sýnt fram á öryggi og gagnsemi tveggja malaríulyfja í meðferð gegn COVID-19. Bandaríska lyfjaeftirlitið varar við notkun þeirra.
Kjarninn 24. apríl 2020
Ekkert nýtt smit greindist á Íslandi í gær
Í fyrsta sinn síðan 29. febrúar greindist ekkert nýtt COVID-19 smit á Íslandi í gær, hvorki á sýkla- og veirufræðideild Landspítala né hjá Íslenskri erfðagreiningu, en allt í allt voru tæplega 200 sýni tekin.
Kjarninn 24. apríl 2020
Lára Björg Björnsdóttir
Lára Björg nýr aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar á sviði jafnréttismála
Fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar tekur við starfinu af Höllu Gunnarsdóttur sem gegnir nú starfi framkvæmdastjóra ASÍ.
Kjarninn 24. apríl 2020
Icelandair hrynur í verði og stærsti eigandinn selur
Staða Icelandair, sem nú flýgur um fimm prósent af boðaðri flugáætlun, heldur áfram að versna á hverjum degi. Framundan er hlutafjáraukning þar sem félagið ætlar að sækja fé til núverandi hluthafa. Virði bréfa félagsins nálgast nú sögulegt lágmark.
Kjarninn 24. apríl 2020
Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum
Mest lesna dagblað landsins hefur ákveðið að fækka útgáfudögum sínum úr sex í fimm. Blaðið mun héðan í frá ekki koma lengur út á mánudögum.
Kjarninn 24. apríl 2020
N1 rekur flestar elsdneytisstöðvar á Íslandi.
Eldsneytissala hefur dregist saman um tugi prósenta – Verðið lækkar lítið
Í tölum sem birtar voru í dag kemur fram að dagleg sala á eldsneyti í apríl hafi verið 68 prósent minni en í fyrra.
Kjarninn 24. apríl 2020
Seðlabankinn í sérflokki þegar kemur að brotum á jafnréttislögum
Alls hafa opinberar stofnanir eða stjórnsýslueiningar brotið 25 sinnum gegn jafnréttislögum frá því að þau tóku gildi árið 2008. Seðlabanki Íslands er sú stofnun sem hefur langoftast brotið gegn lögunum.
Kjarninn 24. apríl 2020
Lánakjör landsmanna hafa verið að batna hratt á undanförnum misserum.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna lækkar verðtryggðu vextina niður fyrir tvö prósent
Stjórn eins stærsta lífeyrissjóðs landsins ákvað að festa vexti á breytilegum óverðtryggðum lánum í ágúst í fyrra. Nú munu þeir loks lækka. Hluti sjóðsfélaga nýtur hins vegar mun betri kjara og greiðir lægstu vexti á Íslandi.
Kjarninn 23. apríl 2020
Aðeins fjögur ný smit greind í gær – Yfir 1.500 náð bata
Næst fæst smit innan dags greindust í gær frá því að faraldurinn hófst. Fæst voru þau síðasta sunnudag en þá voru tekin mun færri sýni en í gær. Um 84 prósent þeirra sem hafa smitast hafa náð bata.
Kjarninn 23. apríl 2020
Bónusgreiðslur til þrjú þúsund framlínustarfsmanna verða skattskyldar
Stjórnvöld áætla að sérstakar greiðslur til framlínustarfsmanna í heilbrigðisgeiranum nái til þrjú þúsund manns. Það þýðir að meðalgreiðsla verður 333 þúsund krónur fyrir skatt.
Kjarninn 23. apríl 2020
Hér sést Guðmundur Franklín Jónsson flytja ræðu sína fyrr í dag.
Guðmundur Franklín býður sig fram til forseta og ætlar að stöðva orkupakka
Guðmundur Franklín Jónsson vill verða næsti forseti Íslands. Hann ætlar að berjast gegn orkupökkum og spillingu. Guðmundur Franklín bauð sig líka fram 2016 en dró þá framboð sitt til baka.
Kjarninn 23. apríl 2020
Senn fara sumarblómin að springa út og færa litagleði inn í líf okkar.
Sumarið verður líklega „í svalara lagi“
Við höfum þurft að þola illviðri vetrarins í ýmsum skilningi. Og nú, á sumardeginum fyrsta, er ekki úr vegi að líta til veðursins fram undan. Af þeim spám eru bæði góðar og slæmar fréttir að hafa.
Kjarninn 23. apríl 2020
Wuhan-dagbókin veldur titringi í Kína
Virtur kínverskur rithöfundur hóf að birta dagbókarfærslur um daglegt líf í heimaborg sinni Wuhan í janúar. Dagbókin vakti gríðarlega athygli en nú eru margir Kínverjar ósáttir við skrifin.
Kjarninn 22. apríl 2020
RÚV skilaði hagnaði í fyrra – Rekstrartekjur voru 6,9 milljarðar
Auglýsingatekjur RÚV drógust saman um tæplega 200 milljónir króna í fyrra. Tekjur af samkeppnisrekstri voru samt sem áður 2,2 milljarðar króna á árinu 2019.
Kjarninn 22. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun greiðir ríkinu tíu milljarða í arð
Arðgreiðslur úr Landsvirkjun til eiganda fyrirtækisins, íslenska ríkisins, hafa aldrei verið hærri en nú. Þær rúmlega tvöfaldast milli ára.
Kjarninn 22. apríl 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair boðar frekari uppsagnir
Forstjóri Icelandair segir að félagið þurfi að aðlaga starfsemi sína að þeim veruleika sem blasir við.
Kjarninn 22. apríl 2020
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hættir við 9,5 milljarða króna arðgreiðslu
Á aðalfundi Landsbankans í dag var ekki lögð fram tillaga bankaráðs um að greiða út arð vegna síðasta árs, líkt og stefnt hafði verið að.
Kjarninn 22. apríl 2020
Víðir sendir fólki heima í stofu fingurkoss.
Víðir snortinn og sendi fingurkoss
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn komst við á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann á afmæli og fékk senda afmælisköku frá framlínustarfsmönnum og íbúum hjúkrunarheimila. „Maður fær bara tár í augun,“ sagði afmælisbarnið, fullt þakklætis.
Kjarninn 22. apríl 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Ekki komið til móts við þá sem voru útundan í fyrri aðgerðapakka
Stjórn Eflingar lýsir yfir vonbrigðum með nýjan aðgerðapakka stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 22. apríl 2020
Anna Birna Jensdóttir.
Einn á viku má heimsækja ástvin
Tilslakanir verða gerðar á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum 4. maí. Tekin verða lítil skref og varlega. Einn náinn aðstandandi má koma í heimsókn til hvers og eins íbúa einu sinni í viku.
Kjarninn 22. apríl 2020
Frá kynningu á öðrum aðgerðarpakka stjórnvalda sem fór fram í gær.
Lokunarstyrkir til fyrirtækja sem gert var að hætta starfsemi tímabundið eru skattskyldir
Lítið eftirlit verður með því hvort að þær upplýsingar sem minni fyrirtæki sem sækja um lokunarstyrk eða stuðningslán frá ríkissjóði séu réttar eða ekki. Viðkomandi verður gert að staðfesta að hann uppfylli sett skilyrði.
Kjarninn 22. apríl 2020
Vel innan við þúsund í sóttkví
Fólki í sóttkví hér á landi fækkar nú hratt dag frá degi. Aðeins sjö ný smit voru staðfest í gær.
Kjarninn 22. apríl 2020
Almannavarnadeild hefur með auglýsingum sínum vísað fólki inn á vefsíðuna covid.is, þar sem finna má upplýsingar og leiðbeiningar um veirufaraldurinn.
Almannavarnadeild ver milljónum í auglýsingar vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varði rúmlega 4,4 milljónum, að frátöldum virðisaukaskatti, í að birta auglýsingar í fjölmiðlum vegna veirufaraldursins í marsmánuði. Nærri fjórðungi auglýsingafjárins var varið í birtingar á fréttavef mbl.is.
Kjarninn 22. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Almenningur hefur trú á sóttvarnaraðgerðum – og að þær muni skila árangri
Samkvæmt nýjum niðurstöðum könnunar á þátttöku og afstöðu Íslendinga til aðgerða almannavarna bendir allt til þess að mikill meirihluti almennings hafi fylgt tilmælum strax í upphafi.
Kjarninn 22. apríl 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna.
Enginn tími fyrir eftirlit með hlutabótaúrræðinu
Vegna álags og tímaskorts hefur Vinnumálastofnun ekki nýtt sér heimild sem hún hefur lögum samkvæmt til þess að spyrja neina atvinnurekendur af hverju þeir eru að nýta sér hlutabótaúrræði stjórnvalda.
Kjarninn 22. apríl 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 20 milljarða í maí og júní
Seðlabanki byrjar að kaupa ríkisskuldabréf í næsta mánuði. Alls mun hann kaupa slík bréf á eftirmarkaði fyrir allt að 150 milljarða króna. Tilgangurinn er að slakara taumhald peningastefnu skili sér með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 22. apríl 2020
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Leggja til að fella niður allar launahækkanir þingmanna og ráðherra út kjörtímabilið
Þrír flokkar á Alþingi hyggjast leggja fram frumvarp þess efnis að tryggt verði að laun þingmanna og ráðherra haldist óbreytt út kjörtímabilið.
Kjarninn 22. apríl 2020
Fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins ráðin til að stýra samskiptamálum hjá SA
Ólöf Skaftadóttir hætti sem ritstjóri Fréttablaðsins í október í fyrra eftir að hafa gegnt því starfi í rúmlega ár. Hún hefur nú verið ráðin samskiptastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 22. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ: Stuðningi enn á ný beint að fyrirtækjum en ekki fólki
Alþýðusamband Íslands hefur lýst yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir til að bregðast við áhrifum kórónuveirufaraldursins og segir stuðningi beint að fyrirtækjum en ekki fólki.
Kjarninn 21. apríl 2020
Krár og skemmtistaðir lokaðir til 1. júní
Skemmtistaðir, krár og spilasalir verða lokaðir til 1. júní. Sömu sögu er að segja um sundlaugar og líkamsræktarstöðvar.
Kjarninn 21. apríl 2020
Spurt og svarað um aðgerðir fyrir námsmenn
Ég er að ljúka framhaldsskóla en er ekki komin með sumarstarf. Get ég skráð mig í sumarnám? Ég er atvinnulaus og vil efla færni mína á vinnumarkaði. Hvaða nám stendur mér til boða?
Kjarninn 21. apríl 2020
Ásmundur Einar Daðason
Hundrað milljóna króna aukafjárveiting til Vinnumálastofnunar
Fjárveitingin verður nýtt til að ráða 35 einstaklinga til starfa, tímabundið til sex mánaða, en mikil þörf er fyrir aukinn mannafla hjá stofnuninni, samkvæmt félagsmálaráðuneytinu.
Kjarninn 21. apríl 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Allt íþróttastarf barna heimilt innan- og utandyra 4. maí
Öll starfsemi í leik- og grunnskólum og íþrótta- og tómstundastarfi fyrir börn verður aftur með eðlilegum hætti eftir 4. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. apríl 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Aðgerðir 2.0: Fjárstuðningur veittur til rekstraraðila sem hafa orðið fyrir höggi
Frumvarp sem á að heimila beinan fjárstuðning til rekstraraðila sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna aðgerða stjórnvalda til að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Aðgerðapakki tvö lítur dagsins ljós í dag.
Kjarninn 21. apríl 2020