Einungis eitt staðfest smit af óþekktum uppruna
Samkvæmt upplýsingum á covid.is eru staðfest smit orðin 1.778 og aðeins eitt af þeim er af óþekktum uppruna. Innanlandssmit eru 1.439 og 338 eru erlend.
Kjarninn 21. apríl 2020
Aðgerðapakki númer tvö kynntur klukkan 16 í dag
Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem næsti aðgerðapakki hennar vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf verður kynntur.
Kjarninn 21. apríl 2020
Ísland heldur áfram að falla á lista yfir fjölmiðlafrelsi
Hin Norðurlöndin raða sér í fjögur efstu sætin á lista yfir þau lönd þar sem mest fjölmiðlafrelsi ríkir. Ísland hefur fallið hægt og bítandi niður listann á undanförnum árum og er nú í 15. sæti.
Kjarninn 21. apríl 2020
Donald Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í Hvíta húsinu í gær.
Trump ætlar að banna alla nýja innflytjendur
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að gefa út tilskipun sem bannar tímabundið öllum útlendingum sem vilja búa og starfa í Bandaríkjunum að gera það. Tilgangurinn er að verja bandarískt vinnuafl frá samkeppni erlendis frá.
Kjarninn 21. apríl 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Eftirlitsnefnd með brúarlánum gæti fengið útvíkkað hlutverk
Bjarni Benediktsson segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um brúarlánaveitingar séu væntanlegar. Lánin eru ætluð fyrirtækjum sem hafa upplifað mikið tekjufall og verða með ríkisábyrgð að hluta til að tryggja lægri vexti. Viðbúið er að hluti þeirra tapist.
Kjarninn 20. apríl 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi frestar því að greiða arð
Smásölurisinn sem rekur meðal annars N1 og Krónuna hefur ákveðið að fresta greiðslu á 657 milljóna króna arðgreiðslu.
Kjarninn 20. apríl 2020
Óska eftir mati Landsvirkjunar á rekstrarstöðu fyrirtækja í orkufrekum iðnaði
Fjármálaráðherra og ráðherra iðnaðarmála funduðu í síðustu viku með forstjóra og stjórnarformanni Landsvirkjunar og óskuðu þar eftir mati Landsvirkjunar á rekstrarstöðu fyrirtækja í orkufrekum iðnaði á Íslandi.
Kjarninn 20. apríl 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
„Það sem ég er orðinn leiður á að ræða þetta mál hér í þingsal“
Fjármála- og efnahagsráðherra telur einkennilegt að þingmenn geti ekki komist að samkomulagi varðandi fyrirkomulag um laun og launahækkanir þingmanna og ráðherra. Hann segir að til greina komi að frysta laun þeirra vegna ástandsins í samfélaginu.
Kjarninn 20. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Tveggja metra reglan verður felld úr gildi meðal skólabarna
Tveggja metra reglan mun ekki gilda í grunn- og leikskólum eftir að starfsemi þeirra fer í samt horf eftir 4. maí. Ástæðan er sú að nánast engin dæmi eru um það hér á landi að börn smiti aðra.
Kjarninn 20. apríl 2020
Róbert Spanó.
Róbert Spanó kjörinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu
47 ára Íslendingur er orðinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 20. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Allir sem koma til landsins þurfa að fara í sóttkví
Í minnisblaði sóttvarnalæknis sem sent hefur verið heilbrigðisráðherra er lagt til að allir sem koma til landsins þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví.
Kjarninn 20. apríl 2020
Aðeins tvö ný smit á einum sólarhring
Mun færri sýni voru tekin í gær en dagana á undan. Flest smit hafa komið upp meðal fólks á aldrinum 18-29 ára. Hundrað unglingar á aldrinum 13-17 ára hafa sýkst.
Kjarninn 20. apríl 2020
Annað andlát tengt COVID-19 á Bergi í Bolungarvík
Kona á níræðisaldri sem smitaðist af COVID-19 á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær, samkvæmt tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Tíu hafa nú látist hér á landi eftir að hafa smitast af COVID-19.
Kjarninn 20. apríl 2020
Fjögur dótturfélög Norwegian gjaldþrota
Fjögur dótturfélög Norwegian í Svíþjóð og Danmörku hafa verið lýst gjaldþrota. Um fjögur þúsund og sjöhundruð manns missa vinnuna í þessum sviptingum. Norwegian rær nú lífróður sem aldrei fyrr.
Kjarninn 20. apríl 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðsins.
Kortleggja umfang upplýsingaóreiðu hér á landi í tengslum við COVID-19
Þjóðaröryggisráð hefur komið á fót níu manna vinnuhóp til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni.
Kjarninn 20. apríl 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Búast má við rekstrarerfiðleikum á Íslandi þar til að bóluefni finnst
Prófessor í hagfræði segir í grein í nýjustu Vísbendingu að samdrátturinn nú verði svipaður og þegar síldin hvarf árið 1968 og árið 2009, eftir að fjármálakerfið hrundi. Hann kallar eftir því stjórnvöld birti áætlun um það hvernig hagkerfið verði örvað.
Kjarninn 20. apríl 2020
Jakob Ásmundsson, forstjóri Korta.
Korta selt – Verðið í samræmi við bókfært virði
Kvika banki og hópur meðfjárfesta tók yfir greiðslumiðlunarfyrirtækið Korta haustið 2017, þegar það hafði tapað öllu eigin fé sínu. Í gær var tilkynnt um sölu á fyrirtækinu til Rapyd.
Kjarninn 20. apríl 2020
Jónas Atli Gunnarsson, nýr ritstjóri Vísbendingar.
Jónas Atli nýr ritstjóri Vísbendingar
Framkvæmdastjóri Kjarnans miðla segir að aðstæður nú í þjóðfélaginu kalli á vandaða umfjöllun um efnahagsmál og viðskipti og að útgáfufélagið hafi fullan hug á að efla Vísbendingu til að bregðast við þeirri stöðu. Nýr ritstjóri tók við í síðasta mánuði.
Kjarninn 19. apríl 2020
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson.
Vinnslustöðin ætlar ekki að falla frá milljarðs skaðabótakröfu á ríkið
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir að útgerðin muni halda bótakröfu sinni á hendur ríkinu til streitu. Hann segir að Ísfélagsmenn, sem hættu við sína málsókn í vikunni, hafi ekki sagt sér satt.
Kjarninn 19. apríl 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Sanngjarnt að fresta veiðigjöldum en ekki forgangsmál að þrýsta á það
Framkvæmdastjóri SFS segir að sjávarútvegur sé ekki að horfa fram á altjón. Takmarkanir stjórnvalda hafi haft áhrif á starfsemi sumra sjávarútvegsfyrirtækja en það sé fagnaðarefni hversu lítið hlutfall þeirra hafi nýtt sér hlutabótaleiðina.
Kjarninn 19. apríl 2020
Jón Þór Þorvaldsson er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og varaþingmaður Miðflokksins.
Segja laun flugmanna Icelandair ekki vera hærri en gengur og gerist
FÍA hafnar því að laun flugmanna Icelandair séu ekki sambærileg því sem gengur og gerist hjá öðrum flugfélögum. Þrýst er á þá að lækka laun flugmanna í þeim aðgerðum sem nú standa yfir til að reyna að bjarga félaginu.
Kjarninn 18. apríl 2020
Auður leikvöllur í Barselóna. Börn landsins hafa þurft að vera inni á heimilum sínum í rúman mánuð og ekkert útlit er fyrir að það breytist alveg á næstunni.
Einu börnin í Evrópu sem mega ekki fara út
Spænsk börn eru þau einu í Evrópu sem mega ekkert fara út úr húsi. Þau hafa verið innilokuð í rúman mánuð og ýmsum finnst nóg komið, foreldrum jafnt sem sérfræðingum. Ekki er útlit fyrir að spænsk börn fái að mæta í skólann fyrr en í haust.
Kjarninn 17. apríl 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Brúarlánin geta að hámarki verið 1,2 milljarðar króna
Samkomulag hefur náðst milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Seðlabankans um framkvæmd á veitingu ábyrgðar ríkisins á svokölluðum brúarlánum.
Kjarninn 17. apríl 2020
Víðir, Þórólfur og Alma mættu til fundar í dag eins og þau hafa gert nánast daglega í meira en tvo mánuði.
Víðir: Við erum að leggja í mikla óvissuferð
Þríeykið okkar er áhyggjufullt. Þrátt fyrir að faraldurinn sé enn í rénun og álag á sjúkrahúsin hafi minnkað nálgast sá dagur þegar aflétting takmarkana á samkomum hefst í skrefum. Hætta er á að óábyrg hegðun eyðileggi allt það sem við höfum lagt á okkur.
Kjarninn 17. apríl 2020
Spyr hvernig hægt sé að komast hjá því að allt fari í „blússandi losun“ á ný
Losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda er nánast sú sama milli áranna 2017 og 2018. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir það ekki koma á óvart en veltir fyrir sér framtíðinni í ljósi COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 17. apríl 2020
Fleiri sýni voru tekin í gær en dagana þar á undan.
Smitum fjölgar lítillega tvo daga í röð
Eftir að hafa fækkað dag frá degi í tæpa viku hefur greindum smitum af kórónuveirunni fjölgað tvo daga í röð.
Kjarninn 17. apríl 2020
Flestir sem eru án atvinnu eða á hlutabótum störfuðu áður í ferðaþjónustu.
Alls 38.600 einstaklingar á atvinnuleysiskrá í lok mars
Atvinnuleysi í mars mældist 9,2 prósent í marsmánuði. Hluti þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá eru án atvinnu en fjölmargir eru líka á hlutabótum, og reiknast inn í atvinnuleysishlutfallið. Búist er við því að 6.500 fyrirtæki nýti sér hlutabótaleiðina.
Kjarninn 17. apríl 2020
Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn minni en Framsókn og Sósíalistar mælast með metfylgi
Fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins, sem mældist í síðasta mánuði, hefur gengið nær alfarið til baka. Lítil breyting er á stöðu flestra flokka en Miðflokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi í tæpt ár. Sósíalistaflokkurinn myndi ná inn á þing.
Kjarninn 17. apríl 2020
Fossinn Rjúkandi á Ófeigsfjarðarheiði.
Vesturverk: Við höldum okkar striki
Í sumar verður ekki farið í gerð vinnuvega um Ófeigsfjarðarheiði vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar að sögn Vesturverks. Fyrirtækið segir ennfremur að ekki sé hægt að tilgreina hvenær hafist verði handa við byggingu virkjunarinnar.
Kjarninn 17. apríl 2020
Lést af völdum COVID-19 á Landspítala
Einn sjúklingur lét lífið á Landspítala af völdum COVID-19 á síðasta sólarhring, samkvæmt tilkynningu frá spítalanum. Níu manns hafa nú látist hér á landi eftir að hafa smitast af nýju kórónuveirunni sem veldur COVID-19.
Kjarninn 17. apríl 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki ætlar að hætta við tíu milljarða króna arðgreiðslu
Á framhaldsaðalfundi Arion banka sem hefur verið boðaður 14. maí næstkomandi er einungis eitt mál á dagskrá, að hætta við að greiða tíu milljarða króna í arð til hluthafa.
Kjarninn 17. apríl 2020
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Lífeyrissjóður fer fram á skýringar á því að Samherji fékk að sleppa við yfirtökutilboð
Einn þeirra lífeyrissjóða sem á stóran hlut í Eimskip ætlar að krefjast þess að Fjármálaeftirlitið skýri betur ákvörðun sína um að sleppa Samherja við því að gera yfirtökutilboð í félagið. Í rökstuðningi eftirlitsins var vísað í „sérstakar aðstæður“.
Kjarninn 17. apríl 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair ætlar í hlutafjárútboð til að bjarga sér til framtíðar
Icelandair flýgur nú tíu prósent af flugáætlun sinni og ætlar að sækja nýtt hlutafé til hluthafa sinna í nánustu framtíð.
Kjarninn 17. apríl 2020
Dauðans alvara að missa vinnuna
Atvinnuleysi er að ná hæstu hæðum hérlendis og tugir þúsunda eru án atvinnu eða á hlutabótum. Neikvæð áhrif atvinnumissis eru þó ekki einskorðuð við lægri tekjur. Honum fylgja mikil neikvæð sálræn og líkamleg áhrif.
Kjarninn 17. apríl 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór ekki talinn vanhæfur í málum sem varða Síldarvinnsluna
Þótt sjávarútvegsráðherra hafi lýst því yfir að hann meti hæfi sitt í málum sem tengjast Samherja, og hann hafi vikið sæti við meðferð slíkra þá er hann talinn hæfur til að fjalla um mál tengd fyrirtæki sem Samherji á 49,9 prósent hlut í.
Kjarninn 16. apríl 2020
Segja Steingrím hafa reynt að misnota neyðarástand og ljúga í fjölmiðlum
Þingmenn Pírata segja Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, misnota neyðarástandið sem nú einkennir þingstörfin til þess að láta mál ríkisstjórnarinnar renna mjúklega í gegn. Þau ásaka hann um óheilindi og segja hann ljúga upp á stjórnarandstöðuna.
Kjarninn 16. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Telur mikilvægt að reglur nái til ferðamanna
Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að einhverskonar reglur um sóttkví nái einnig til ferðamanna sem koma hingað til lands, en starfshópur mun skila af sér tillögum um hvaða reglur skuli gilda um erlenda ferðamenn öðru hvoru megin við helgina.
Kjarninn 16. apríl 2020
Víðir Reynisson á fundinum í dag.
„Það er ekki kominn 4. maí“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild sagðist knúinn til þess að minna fólk á að ekki væri kominn 4. maí, á upplýsingafundi dagsins. Yfirvöld óttast að bakslag gæti komið í faraldurinn ef fólk slakar á og fer á svig við reglur.
Kjarninn 16. apríl 2020
Íslensk erfðagreining hefur hafið mótefnamælingar – Ákveðnir hópar hafa forgang
Fyrst í stað setur Íslensk erfðagreining ákveðna hópa í forgang í mótefnamælingar. Nú er einblínt á fólk sem hefur verið með staðfesta COVID-19 sýkingu en er batnað.
Kjarninn 16. apríl 2020
Tíu börn yngri en eins árs hafa smitast
Fjöldi þeirra sem náð hafa bata af COVID-19 hér á landi er 1.144. Flest smit hafa greinst í aldurshópnum 18-29 ára.
Kjarninn 16. apríl 2020
Vilhjálmur Birgisson
Telur um stefnubreytingu að ræða hjá ASÍ
For­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness segir að áherslur hans og formanns VR hafi verið sópað undir teppið hjá ASÍ. Hann harmar „þessa stefnubreytingu“ en segir að hún hafi hins vegar ekki komið honum á óvart.
Kjarninn 16. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín: Forseti sjálfur farinn að veikja þingið
Formaður Viðreisnar gagnrýnir Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fyrir að slíta þingfundi fyrirvaralaust í morgun.
Kjarninn 16. apríl 2020
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pirata.
„Ólíðandi að bjóða lýðræðinu upp á þetta“
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi í morgun og tók út af dagskrá öll þau mál sem fjalla átti um í dag eftir gagnrýni frá þingmanni Pírata.
Kjarninn 16. apríl 2020
Guðbjörg Matthíasdóttir er aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja.
Ísfélagið segir gagnrýni ráðamanna á útgerðirnar ekki hafa haft „nein áhrif“
Stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja segir að aðaleigandi félagsins hafi verið búin að óska eftir því að hætt yrði við milljarða króna málshöfðun gegn íslenska ríkinu áður en að leiðtogar ríkisstjórnarinnar gagnrýndu þær útgerðir sem stóðu að málinu.
Kjarninn 16. apríl 2020
Forsvarsmenn helstu einkareknu fréttamiðla skora á stjórnvöld að grípa til aðgerða
Kallað er eftir aðgerðum til stuðnings fjölmiðlum byggðum á fyrirliggjandi ósamþykktu fjölmiðlafrumvarpi og að ríkisstjórnin beiti sér fyrir frekari aðgerðum, sem gætu verið tímabundnar, til að styðja einkarekna fjölmiðla vegna yfirstandandi aðstæðna.
Kjarninn 15. apríl 2020
Fimm af sjö sjávarútvegsfyrirtækjum falla frá málsókn
Fyrirtækin sem um ræðir eru Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes.
Kjarninn 15. apríl 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Krakkar, þið eruð að standa ykkur vel og eruð frábær
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, hrósar krökkum landsins sérstaklega. Hann segir krakka hafa farið eftir leiðbeiningum, mætt í skólann og staðið sig vel.
Kjarninn 15. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Valkvæðar aðgerðir hefjast fyrr en ráðgert var
„Nú virðist sem að við séum komin á lygnari sjó varðandi faraldurinn,“ segir Alma Möller landlæknir. Valkvæðar aðgerðir verði því gerðar fljótlega á ný og tilslakanir á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimili eru í vinnslu.
Kjarninn 15. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Þrjár leiðir færar í ferðalögum fólks
Sóttvarnalæknir segir að niðursveifla sé nú greinileg í faraldrinum. Á næstu vikum og mánuðum megi þó áfram búast við einstaka smitum og jafnvel hópsýkingum, „ef við gætum ekki að okkur“.
Kjarninn 15. apríl 2020
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári: Þessi veira er skringileg skepna með fullt af stökkbreytingum
Mótefnamælingar eru hafnar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári Stefánsson forstjóri sagði að íslenska rakningarteymið ætti sér ekki hliðstæðu í heiminum, svo sérstakur væri árangur þess.
Kjarninn 15. apríl 2020