Vilhjálmur segir Drífu hafa lagt fram tillögu um að fresta öllum launahækkunum
Fráfarandi varaforseti ASÍ segir að forseti sambandsins hafi lagt fram tillögu á föstudag um að taka tímabundnar launahækkanir af fólki en hafi hafnað því að lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð í sex mánuði hið minnsta.
Kjarninn 1. apríl 2020
Frá COVID-19 göngudeildinni á Landspítala. Alls eru ríflega 40 manns á spítala vegna sýkingar, þar af tólf á gjörgæsludeild.
Tólf manns á gjörgæslu vegna COVID-19 sýkingar
Áttatíu og fimm ný smit COVID-19 greindust hér á landi í gær og er heildarfjöldi staðfestra smita því orðinn 1.220. 236 manns hafa jafnað sig af sjúkdómnum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Vilhjálmur Birgisson segir af sér sem varaforseti ASÍ
Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur sagt af sér embætti varaforseta Alþýðusambands Íslands.
Kjarninn 1. apríl 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
ASÍ hafnar beiðni Samtaka atvinnulífsins um að lækka launakostnað fyrirtækja tímabundið
Samtök atvinnulífsins vildu að mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði starfsmanna yrði lækkað um 3,5 prósentustig vegna yfirstandandi efnahagsvanda og báru fyrir sig að launakostnaður muni hækka um fjóra milljarða á mánuði með launahækkunum í dag.
Kjarninn 1. apríl 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Vonsvikin að upphæðin hafi ekki orðið hærri
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að þau hjá bandalaginu séu auðvitað ánægð með að öryrkjar fái sérstaka eingreiðslu vegna COVID-19 en að þau séu vonsvikin að upphæðin hafi ekki orðið hærri. Margir séu í vanda.
Kjarninn 1. apríl 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitir undanþágurnar.
MS, útgerðir og álver á meðal fyrirtækja sem fá undanþágu frá samkomubanni
Fyrirtæki sem teljast „kerfislega og efnahagslega mikilvæg“ hafa fengið undanþágu frá takmörkunum samkomubanns fyrir starfsemi sína.
Kjarninn 1. apríl 2020
Guðmundur Kristjánsson.
Brim ætlar að greiða 1,9 milljarða í arð og ráðast í endurkaup á bréfum
Stjórn sjávarútvegsrisans Brims, sem skráður er í Kauphöll Íslands, samþykkti í gær að halda arðgreiðsluáformum til streitu. Guðmundur Kristjánsson forstjóri var kjörinn í stjórn félagsins.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Enginn losnað úr öndunarvél enn sem komið er
Sóttvarnalæknir furðar sig á þeim fjölda beiðna um undanþágur frá sóttkví og samkomubanni sem berast. Ekki sé hægt að veita mörgum undanþágu einfaldlega af því að þá eykst hættan á því að smitum fjölgi hratt.
Kjarninn 31. mars 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019 en settist aftur í hann nýverið.
Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip
Samherji þarf ekki að taka yfir Eimskip þrátt fyrir að hafa skapað yfirtökuskyldu. Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að að vegna COVID-19 eigi að veita undanþágu frá yfirtökuskyldunni.
Kjarninn 31. mars 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
„Það er vond hugmynd“ að ferðast um páskana – „Ekki gera það“
Það þarf að sýna „þolgæði“ og „biðlund“ til að ljúka faraldrinum. Alls ekki er ráðlegt að Íslendingar leggist í ferðalög um páskana. Það skapar óteljandi vandamál sem hægt er að komast hjá með því að vera heima.
Kjarninn 31. mars 2020
Tobba Marinós ráðin nýr ritstjóri DV
DV á að verða miðill sem umfram allt verður með „vönduð efnistök“. Hlé verður gert á pappírsútgáfu miðilsins.
Kjarninn 31. mars 2020
Aðeins tvö ný smit staðfest hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag hafa 17.904 sýni verið tekin frá upphafi faraldursins. Síðasta sólarhringinn voru 910 sýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu og 510 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Aðeins tvö ný smit greindust hjá ÍE.
Kjarninn 31. mars 2020
Ásmundur óskar eftir lausn úr Landsrétti og fær nýja skipun
Dómsmálaráðherra greindi frá því að dómari við Landsrétt hefði fengið lausn frá embætti á ríkisstjórnarfundi í dag. Á sama fundi var tekin fyrir ný skipun dómara við Landsrétt. Sá sem fékk lausn og sá sem var skipaður eru sami maðurinn.
Kjarninn 31. mars 2020
Sameina starfsemi Air Iceland Connect og Icelandair
Staða framkvæmdastjóra Air Iceland Connect verður lögð niður og starfsemi margra sviða þess sameinuð Icelandair.
Kjarninn 31. mars 2020
Viðskiptaráð hvetur þá sem búa yfir upplýsingum um bótasvik að tilkynna þau
Borist hafa ábendingar til stéttarfélaganna um að starfsfólk sem fyrirtæki hefur sett á hlutabætur sé enn látið vinna fullt starf. Viðskiptaráð fordæmir slík hlutabótasvik.
Kjarninn 31. mars 2020
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur rokið upp í stuðningi síðastliðinn mánuð.
Ríkisstjórnin hefur ekki notið meiri stuðnings síðan snemma árs 2018
Ljóst er að kórónuveiran er að hafa mikil áhrif á hið pólitíska landslag. Ríkisstjórnarflokkarnir bæta allir við sig fylgi, frjálslyndu stjórnarandstöðuflokkarnir standa í stað en Miðflokkurinn tapar umtalsverðu fylgi.
Kjarninn 31. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Norðurlöndin lítið sem ekkert í það verkefni að fjarlægja veiðarfæri esm hafa týnst.
Norðurlönd leggja litla sem enga áherslu á að fjarlægja drauganet úr hafinu
Norðurlöndin hafa ófullnægjandi yfirsýn yfir það hve mikið og hvar veiðarfæri tapast. Áætlað er að um það bil 640.000 tonn veiðarfæra tapist árlega.
Kjarninn 30. mars 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
„Þurfum að fara í miklu róttækari aðgerðir gagnvart heimilum í landinu og fólkinu sjálfu“
Formaður Samfylkingarinnar segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar blikni í samanburði við björgunarpakka nágrannaríkjanna. Forsætisráðherra andmælir því.
Kjarninn 30. mars 2020
Kemur ekki til greina að greiða út arð úr Bláa lóninu á þessu ári
Forstjóri Bláa lónsins segir að um 65 prósent af arðgreiðslu fyrirtækisins í fyrra hafi skilað sér aftur óbeint til samfélagsins. Það væri óábyrgt og ekki í samræmi við siðferði ef þau fyrirtæki sem nýti sér úrræði stjórnvalda myndu fara að borga sér arð.
Kjarninn 30. mars 2020
Úr þingsal.
Stjórnarandstaðan vill 30 milljarða króna innspýtingu til viðbótar
Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar hafa náð saman um tillögur sem miða að aukinni innspýtingu vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Stjórnarandstaðan segist hafa unnið að því að mynda þverpólitíska samstöðu, en ríkisstjórnin hafi ekki sýnt vilja til þess.
Kjarninn 30. mars 2020
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur forstjóri vill setjast aftur í stjórn Brims
Forstjóri og aðaleigandi Brims vill setjast aftur í stjórn félagsins. Alls sækjast sex einstaklingar eftir fimm stjórnarsætum.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Ekki gagnlegt að nota áfengi til að takast á við erfiðar tilfinningar
Landlæknir hvetur fólk til að auka ekki áfengisneyslu sína á meðan faraldrinum stendur. Hún hafi til að mynda slæm áhrif á heilsu og svefn. Mikil aukning hefur orðið á sölu áfengis í Vínbúðunum síðan samkomubann var sett á.
Kjarninn 29. mars 2020
Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Ásta: Það sama þarf að ganga yfir alla á tímum eins og í dag
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur að íslenskt samfélag þurfi að róa saman að því markmiði að það fjármagn sem losnar fari á rétta staði.
Kjarninn 29. mars 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Fyrirtækjum sem fá brúarlán verði bannað að greiða út arð eða kaupa eigin bréf
Skipuð verður sérstök eftirlitsnefnd sem gefur ráðherra og Alþingi skýrslu um framkvæmd brúarlána sem fara í gegnum banka, að því er fram kemur í máli forsætisráðherra í dag.
Kjarninn 29. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögn stofnunarinnar.
Ríkisendurskoðun vill skýrara orðalag um endurgreiðsluskyldu á brúarlánum
Orðalagið „að tryggja eftir föngum endurgreiðslu“, getur mögulega falið í sér að skuldari sem fái brúarlán tryggt af hinu opinbera líti svo á að í lánveitingunni felist ekki fortakslaus krafa um endurgreiðslu ef greiðslufall verður hjá honum.
Kjarninn 28. mars 2020
Ráðherrar í ríkisstjórninni fá ekki launahækkun í sumar eins og til stóð að þeir myndu fá.
Frysta laun þingmanna, ráðherra og háttsettra embættismanna til áramóta
Laun forsætisráðherra verða áfram rétt yfir tvær milljónir króna, laun hefðbundins ráðherra rúmlega 1,8 milljónir króna og þingfarakaupið án ýmissa viðbótargreiðslna sem geta lagst ofan á það 1,1 milljón króna, eftir að launahækkunum þeirra var frestað.
Kjarninn 27. mars 2020
Lögreglan hefur heimild til þess að sekta fólk um allt að 500 þúsund krónur fyrir brot gegn sóttvarnaráðstöfunum.
Sektir vegna brota á sóttvarnaráðstöfunum geta numið allt að hálfri milljón
Brot gegn gildandi reglum um sóttkví geta kostað fólk allt að 250 þúsund krónur og þeir sem fara gegn reglum um einangrun gætu þurft að greiða hálfa milljón í sekt, samkvæmt nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara til lögreglustjóra landsins.
Kjarninn 27. mars 2020
Þorsteinn Már sest aftur í forstjórastólinn hjá Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að setjast aftur í forstjórastólinn hjá Samherja og starfar þar við hlið Björgólfs Jóhannssonar þar til annað verður ákveðið.
Kjarninn 27. mars 2020
Fleiri vantreysta bönkunum en treysta þeim í tengslum við viðbrögð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar, samkvæmt könnun MMR.
Fáir treysta fjármálakerfinu í tengslum við viðbrögð við faraldrinum
Almannavarnir og heilbrigðisstofnanir njóta yfirgnæfandi trausts landsmanna hvað viðbrögð við kórónuveirunni varðar. Á móti segjast fleiri vantreysta fjármálakerfinu en bera til þess traust, samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 27. mars 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Segir Viðskiptaráð kasta kaldri gusu í andlit fólks sem sé að bjarga mannslífum
BSRB gagnrýnir umsögn Viðskiptaráðs um fjáraukafrumvarp harðlega, en þar kom fram vilji til að láta skerða starfshlutföll og kjaraskerðingar hjá opinberum starfsmönnum.
Kjarninn 27. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: „Komm on, það er ekki að ástæðulausu að við settum þetta bann á“
Víðir Reynisson segir að dæmi séu um að starfsemi hárgreiðslustofa hafi verið flutt í heimahús. „Það er ekkert hættuminna að gera þetta heima hjá sér en inni á hárgreiðslustofu. Við verðum bara að vera með ljóta hárgreiðslu næstu vikurnar.“
Kjarninn 27. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sýni verið tekin af um 4 prósent íslensku þjóðarinnar
Rúmlega þrettán þúsund sýni hafa verið tekin hér á landi vegna nýju kórónuveirunnar eða af um 4% íslensku þjóðarinnar. Þá eru yfir tíu þúsund manns, um 3% þjóðarinnar, í sóttkví.
Kjarninn 27. mars 2020
Meira en tíu þúsund manns í sóttkví – 88 ný smit
Staðfest smit af kórónuveirunni eru nú orðin 890 hér á landi og hefur fjölgað um 88 á einum sólarhring. Sex smit greindust hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Kjarninn 27. mars 2020
Reykjalundur er í Mosfellsbæ.
Reykjalundur verður varasjúkrahús fyrir Landspítala
Ákveðið hefur verið að Reykjalundur verði varasjúkrahús fyrir Landspítala í COVID-19 faraldrinum sem nú geisar.
Kjarninn 27. mars 2020
Tæplega tíu þúsund umsóknir borist Vinnumálastofnun vegna skerts starfshlutfalls
Alls hafa 48 fyrirtæki samið um minnkað starfshlutfall við fleiri en 20 starfsmenn. Þrjú fyrirtæki hafa samnið um minnkað starfshlutfall við 100 starfsmenn eða fleiri.
Kjarninn 27. mars 2020
Telja rétt að stórauka framlög til nýsköpunar til að mæta afleiðingum faraldursins
Þingmenn í minnihluta fjárlaganefndar telja að stórauka þurfi framlög til nýsköpunarverkefna í fjárfestingarátaki ríkisins. Sumir segja að bæta mætti auknu fé til verklegra framkvæmda, en fjármálaráðherra óttast að „troða“ of miklu fé í verktakageirann.
Kjarninn 27. mars 2020
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson greindur með COVID-19
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur greinst með nýju kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 27. mars 2020
Með öllu óviðunandi að fyrirtæki reyni að nýta sér aðstæður starfsmanna sinna
Ábendingar um að atvinnurekendur hafi lækkað starfshlutfall starfsmanna en krefjist vinnuframlags umfram hið nýja hlutfall hafa borist BHM og BSRB.
Kjarninn 27. mars 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Breytingar Áslaugar Örnu á lögum um almannavarnir verði einungis til bráðabirgða
Allsherjar- og menntamálanefnd afgreiddi í gær frumvarp um borg­ara­lega skyldu starfs­manna opin­berra aðila. Kennarasamband Íslands gagnrýndi frumvarpið harðlega í vikunni.
Kjarninn 27. mars 2020
Fækkun flugferða á eftir að koma fram af fullum krafti í verðbólgumælingum. Þrátt fyrir það lækkar hún milli mánaða.
Verðbólgan hjaðnar og mælist nú 2,1 prósent
Lækkandi olíuverð og lægra verð á flugfargjöldum voru ráðandi þættir í því að verðbólga lækkaði milli mánaða. Búist er við því að hún lækki enn frekar á þessu ári.
Kjarninn 27. mars 2020