Hulda Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni
Kvíði er eins og rauð viðvörun – hann varir ekki að eilífu
Það er eðlilegt að finna fyrir kvíða á þessum óvissutímum þegar miklu fleiri spurningar vakna en svör eru til við. En kvíði er bara tilfinning, segir Hulda Jónsdóttir, sálfræðingur, og allar tilfinningar líða hjá.
Kjarninn 18. mars 2020
Telja að ríkisstjórnin þurfi að móta stefnu um fæðuöryggi á Íslandi
Þingmenn Miðflokksins leggja til að ríkisstjórnin skipi starfshóp til að móta stefnu um fæðuöryggi á Íslandi.
Kjarninn 18. mars 2020
Helena Einarsdóttir hefur æft fimleika í mörg ár. Hún ætlar að halda áfram að æfa heima nú þegar íþróttahúsið er lokað.
Fimmtán ára og staðráðin í að halda rútínu
Aðgerðir vegna kórónuveirunnar hafa áhrif á okkur öll. Í Mosfellsbæ býr metnaðarfull unglingsstúlka sem hefur gert sína eigin aðgerðaáætlun. Hún miðar að því að halda rútínunni sem henni þykir sérlega mikilvæg.
Kjarninn 18. mars 2020
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Vextir lækkaðir í 1,75 prósent og sveiflujöfnunarauki afnuminn
Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti í annað sinn á viku og nú um 0,5 prósent. Auk þess hefur verið ákveðið að afnema sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki.
Kjarninn 18. mars 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn með stærsta inngrip á gjaldeyrismarkað frá hruni
Krónan hefur veikst mjög hratt það sem af er ári og Seðlabanki Íslands greip fast inn í gjaldeyrismarkaðinn í síðustu viku. Verðbólguskot er þó ekki í kortunum.
Kjarninn 18. mars 2020
Bragi Valdimar Skúlason, bjartsýnismaður.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Sérstaklega róandi að litaraða öppunum í símanum
Bjartsýnismaðurinn Bragi Valdimar Skúlason gefur landsmönnum fimm góð ráð til að viðhalda vellíðan og efla tengslin á meðan samkomubann og „faðmflótti“ er í gildi.
Kjarninn 17. mars 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín: Fleiri aðgerðir í undirbúningi
Forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni gera allt sem þau geta til að tryggja að Ísland komist í gegnum þann efnahagslega skafl sem blasir við. Tryggja á lífsafkomu, hjálpa fyrirtækjum, verja grunnstoðir og ná svo viðspyrnu.
Kjarninn 17. mars 2020
Fjölskyldan: Helga Kristjánsdóttir, Nína Huld, Leifur Guðjónsson og Ísak Orri.
„Þetta hefur nú sinn sjarma“
Frá því að Nína Huld Leifsdóttir greindist með kórónuveiruna hefur hún verið í einangrun á heimili sínu í Mosfellsbæ og aðrir í fjölskyldunni í sóttkví undir sama þaki. Faðir hennar segir þurfa „dass“ af þolinmæði við þessar aðstæður.
Kjarninn 17. mars 2020
Fimm sækja um embætti hæstaréttardómara
Vegna skyldleika við einn umsækjanda hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákveðið að víkja sæti við meðferð málsins.
Kjarninn 17. mars 2020
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton.
Síminn fellir niður áskriftargjöld að enska boltanum
Síminn hefur tekið ákvörðun um að fella niður áskriftargjöld að enska boltanum frá og með 1. apríl og þar til boltinn byrjar að rúlla á ný. „Hugsaðu frekar um eigin heilsu, vini og ættingja á þessum fordæmalausu tímum,“ segir Síminn við áskrifendur sína.
Kjarninn 17. mars 2020
Loftbrú frá Kanaríeyjum – sækja þúsundir Íslendinga
Íslenskar ferðaskrifstofur og Icelandair hafa skipulagt fjölmörg flug næstu fjóra daga til að sækja þá Íslendinga sem staddir eru á Las Palmas og Tenerife.
Kjarninn 17. mars 2020
„Fremur ólíklegt“ að COVID-19 hafi verið dánarmein ferðamannsins
Sóttvarnalæknir segir að það sé „fremur ólíklegt“, miðað við þau einkenni sem ástralskur ferðamaður sem lést á Húsavík í gær hafði, að andlát hans megi rekja beint til COVID-19. 225 smit hafa greinst á Íslandi til þessa.
Kjarninn 17. mars 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Segir ríkið vera að bjóðast til þess að taka fólk á launaskrá
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ríkið taki með aðgerðum sínum að sér að greiða stóran hlut launa í gegnum stuðningskerfi. Það sé ekkert annað en beinn stuðningur og muni hann líka ná til einyrkja.
Kjarninn 17. mars 2020
Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.
Lífeyrissjóðir hvattir til að kaupa ekki gjaldeyri næstu þrjá mánuði
Landssamtök lífeyrissjóða hvetur aðildarsjóði sína til að styðja við íslenskt efnahagslíf og færa fjármuni ekki út úr landinu næstu þrjá mánuði. Þetta var ákveðið eftir fund með seðlabankastjóra í dag.
Kjarninn 17. mars 2020
Íslenskir landsliðsmenn á EM í Frakklandi árið 2016. Nú er ljóst að EM verður ekki haldið fyrr en árið 2021
EM 2020 fer fram árið 2021
Tekin hefur verið ákvörðun um að EM í knattspyrnu karla fari ekki fram fyrr en árið 2021.
Kjarninn 17. mars 2020
Rannsaka andlát manns sem var með COVID-19
Erlendur ferðamaður sem leitaði til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands vegna alvarlegra veikinda í gær reyndist smitaður af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 17. mars 2020
Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Bresk skýrsla brýndi Bandaríkjastjórn til harðari aðgerða
Stigvaxandi viðbrögð bandarískra stjórnvalda virðast byggð á nýrri skýrslu frá sérfræðingum við Imperial College í Lundúnum. Hvíta húsið mælist nú til þess að fólk komi ekki saman í hópum stærri en tíu einstaklinga.
Kjarninn 17. mars 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni: „Kann að hljóma mikið eins og í frumskóginum“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að nú þurfi að skapa traust á milli manna í fjármálageiranum. Ríkisstjórnin vilji styðja við það að reglur verði samræmdar á þessum fordæmalausu tímum.
Kjarninn 17. mars 2020
Grímur verða gagnslitlar þegar þær blotna í gegn.
Grímur ekki gagnslausar en geta veitt falskt öryggi
Ef fólk í áhættuhópum þarf að fara út í búð nú á tímum kórónuveirunnar, ætti það að vera með andlitsgrímur og jafnvel hanska? Grímur geta gert gagn en þær geta líka veitt falskt öryggi.
Kjarninn 17. mars 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Viðkvæmir hópar Íslendinga erlendis hvattir til að koma heim
Íslendingar yfir 60 ára sem glíma við undirliggjandi sjúkdóm, eru fjarri fjölskyldu og vinum eða eiga ekki rétt á heilbrigðisþjónustu þar sem þeir dvelja eru á meðal þeirra sem hvattir eru til að koma heim til Íslands.
Kjarninn 17. mars 2020
Láta á það reyna hvort veiran virði landamæri
Múrar eru nú reistir á milli Evrópuþjóða til þess að reyna að hefta útbreiðslu COVID-19. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill setja á ferðabann eftir að hafa gagnrýnt ferðabann Bandaríkjanna. Þessar ákvarðanir virðast pólitískar, ekki vísindalegar.
Kjarninn 16. mars 2020
Markús Sigurbjörnsson hætti störfum við Hæstarétt í fyrrahaust.
Leið eins og starf Hæstaréttardómara væri orðið 25 prósent starf
Markús Sigurbjörnsson, sem var dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung segir að honum hafi fundist botninn detta svolítið úr starfinu með tilkomu Landsréttar og tempóið minnkað. Um tíma eftir hrunið hafi hann unnið 380 klukkustundir á mánuði.
Kjarninn 16. mars 2020
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Evrópusambandið vill loka sig af og fá Ísland með
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur mælst til þess að öll ríki ESB sem og nágrannalönd sem standa utan ESB, þar á meðal Ísland, banni öll „ónauðsynleg ferðalög“ til Evrópu í 30 daga.
Kjarninn 16. mars 2020
Íslandsbanki frestar greiðslu arðs – Enginn stóru bankanna greiðir út í ár
Allir stóru bankarnir þrír eru hættir við að greiða út arð vegna fordæmalausra aðstæðna á fjármálamörkuðum sem skapast hafa vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Kjarninn 16. mars 2020
Ekki takmark yfirvalda að meirihluti þjóðarinnar smitist af veirunni
Enn bendir allt til þess að innan við eitt prósent almennings hér á landi hafi sýkst af COVID-19 og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda séu að bera árangur. „Nú gildir að vera þolinmóð, umburðarlynd og sýna kærleika,” segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 16. mars 2020
Norwegian aflýsir 85 prósent allra fluga og segir mögulega upp þúsundum
Norska lágfargjaldarflugfélagið sem flýgur meðal annars til Íslands hefur gripið til stórtækra aðgerða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og áhrifa þess á flugsamgöngur.
Kjarninn 16. mars 2020
Að njóta fallegs sólarlags er gott fyrir andlegu heilsuna.
Hvernig skal haga sér í sóttkví: Lítil hætta á að smita aðra í gönguferð
Farðu út á svalir og dragðu djúpt að þér andann. Farðu út í garð, hlustaðu á fuglasönginn og athugaðu með vorlaukana. Farðu í gönguferð eða bíltúr. Það að vera í sóttkví þýðir ekki að þú þurfir að loka þig af svo lengi sem þú ferð að öllu með gát.
Kjarninn 16. mars 2020
Hópurinn var á Tenerife í skemmtiferð.
Skemmtiferð sjávarútvegsfyrirtækis endar í sóttkví
Sjötíu manns frá Patreksfirði, yfir 10 prósent bæjarbúa, þurfa að fara í 14 daga sóttkví eftir ferð til Tenerife. Um er að ræða hóp frá fiskvinnslufyrirtæki, starfsmenn þess til lands og sjávar og maka þeirra.
Kjarninn 16. mars 2020
Markaðir víða um heim eru í niðursveiflu.
Mikil lækkun við opnun viðskipta hjá íslensku Kauphöllinni – Icelandair fellur mest
Allir hlutabréfamarkaðir sem opnað hafa eru í miklum öldudal. Íslenska úrvalsvísitalan hefur þegar lækkað um rúmlega sex prósent. Icelandair féll mest í fyrstu viðskiptum, um 13,8 prósent.
Kjarninn 16. mars 2020
Markúsartorgið í Feneyjum er nær mannlaust.
Aldraðir Bretar beðnir að halda sig til hlés næstu mánuði
Feneyjar virðast mannlausar og gondólarnir liggja bundnir við bryggjur. Ásýnd New York-borgar mun taka miklum breytingum í dag þegar fólk getur ekki lengur farið inn á veitingastaði og bari. Skólum þar hefur einnig verið aflýst.
Kjarninn 16. mars 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Launafólki mestur greiði gerður með því að vernda fyrirtækin frá þroti
Viðskiptabankar og stjórnvöld þurfa að gera sitt besta til að hjálpa fyrirtækjum sem verða fyrir áföllum yfir hjallann sem blasir við. Það er hægt með því að fresta innheimtu skatta, fella þá niður eða veita niðurgreidd lán, segir Gylfi Zoega.
Kjarninn 16. mars 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðuneytið telur að afnám stimpilgjalda „raski í engu launakerfi sjómanna“
Hagsmunasamtök sjómanna telja að stimpilgjöld á fiskiskip hafi verið nauð­syn­legur hem­ill til að vernda störf íslenskra sjó­manna. Ráðuneyti sjávarútvegsmála telur það hins vegar mögulega fela í sér tækifæri fyrir íslenska sjómenn.
Kjarninn 16. mars 2020
Icelandair vinnur með stéttarfélögum að því að lækka launakostnað
Á síðustu dögum hefur dregið úr flugframboði hjá Icelandair um 30 prósent og félagið gerir ráð fyrir því að flugframboð yfir háannartíma muni að minnsta kosti dragast saman um fjórðung.
Kjarninn 15. mars 2020
Forsvarsmenn norsku ríkisstjórnarinnar kynntu aðgerðirnar í kvöld.
Norska ríkisstjórnin kynnti 1.340 milljarða björgunarpakka
Norska ríkisstjórnin hefur sett saman risapakka til að styðja annars vegar við stórfyrirtæki með kaupum á skuldabréfum þeirra og hins vegar með því að veita ábyrgðir fyrir lánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Kjarninn 15. mars 2020
Arnar Þór Ingólfsson
Arnar Þór ráðinn til Kjarnans
Nýr blaðamaður hóf störf hjá Kjarnanum í byrjun liðinnar viku.
Kjarninn 15. mars 2020
Sjálfboðaliðar keyra út matvæli og nauðsynjavörur til fólks sem á þarf að halda
Hópur sjálfboðaliða hefur komið sér saman og í samvinnu við Fjölskylduhjálp Íslands hefur hann ákveðið að koma matvælum og nauðsynjum til fjölskyldna og einstaklinga sem reiða sig á matarúthlutanir í hverjum mánuði.
Kjarninn 15. mars 2020
Virðist vera sem um eitt prósent Íslendinga sé með veiruna
Fyrstu niðurstöður úr skimunum Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að mun færri séu með veiruna í íslensku samfélagi en að fyrri skimanir, á fólki sem hafði verið í samskiptum við smitaða, bentu til.
Kjarninn 15. mars 2020
Trump ekki með kórónuveiruna
Forseti Bandaríkjanna hefur verið prófaður til að kanna hvort hann væri með COVID-19. Niðurstaðan er að svo er ekki.
Kjarninn 15. mars 2020
Flestir smitaðir eru á höfuðborgarsvæðinu og í kringum miðjan aldur
Á síðunni covid.is, sem embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa að, er hægt að sjá alla helstu tölfræði um útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19. Til dæmis á hvaða aldri smitaðir eru og hvar á landinu þeir búa.
Kjarninn 15. mars 2020
Allir Íslendingar sem koma frá Kanarí-eyjum munu þurfa að fara beint í sóttkví.
Spánn, Þýskaland og Frakkland teljast nú til hááhættusvæða
Allir Íslendingar sem koma frá Spáni, Frakklandi og Þýskalandi þurfa að fara í 14 daga sóttkví.
Kjarninn 14. mars 2020
Mike Pence og Donald Trump.
Bandaríkin víkka út ferðabannið – Nær núna líka yfir Bretland og Írland
Donald Trump er búin að láta skima sig og niðurstaða um hvort hann sé sýktur af COVID-19 eða ekki mun liggja fyrir á næstu tveimur sólarhringum.
Kjarninn 14. mars 2020
Kári tekur ofan fyrir Ölmu, Þórólfi og Víði í auðmýkt
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hrósar þeim sem standa í eldlínu aðgerða gegn útbreiðslu kórónuveirunnar hástert og segir þau „ekki bara flinkust heldur líka flottust og eru að leggja mikið að mörkum til þess að bjarga mannslífum“.
Kjarninn 14. mars 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Íslendingum sagt að ferðast ekki og þeir sem eru erlendis hvattir til að koma heim
Stjórnvöld telja að Íslendinga sem eru á ferðalagi erlendis eigi á hættu að verða innlyksa þar og hvetja þá til að koma heim. Gerist það liggi ekki fyrir hvers konar aðgang þeir muni hafa að heilbrigðisþjónustu.
Kjarninn 14. mars 2020
156 smitaðir og um 1.500 verða í sóttkví í lok dags
Hópar ótengdir stjórnvöldum eru að undirbúa að stíga inn og tryggja viðkvæmum hópum matargjafir. Útvarpsstjóri segir að teymið sem stýrir aðgerðum hérlendis í baráttunni við COVID-19 sé á heimsmælikvarða.
Kjarninn 14. mars 2020
Stefán Eiríksson
Ætla að aðstoða skólabörn og fjölskyldur við að ramma inn daginn
Nýr útvarpsstjóri segir að framundan séu óvenjulegri tímar með fordæmalausu samkomubanni. RÚV ætlar að bregast við aðstæðunum og meðal annars aðstoða skólabörn og fjölskyldur við að ramma inn daginn nú þegar skólahald verður takmarkað.
Kjarninn 14. mars 2020
Hvað gera bankarnir fyrir viðskiptavini sína vegna COVID-19?
Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa gefið út yfirlýsingar þar sem farið er yfir hvað stendur viðskiptavinum þeirra til boða á tímum kórónuveiru.
Kjarninn 14. mars 2020
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkir að auka atvinnuleysisbótarétt til 1. júlí
Þegar atvinnuleysisbætur verða greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda koma föst laun launamanns ekki sjálfkrafa til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta.
Kjarninn 13. mars 2020
Trump: Kemur til greina að aflétta ferðabanni á ákveðin ríki
Bandaríkjaforseti segir að Bretland gæti bæst á lista yfir þau lönd sem ferðabannið nær yfir. Það komi líka til greina að taka ríki af listanum.
Kjarninn 13. mars 2020
Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum
Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi sem hægt er að gera, til dæmis þegar farsóttir geisa. Aðgerðin veitir bandarískum stjórnvöldum aðgang að 50 milljörðum Bandaríkjadala.
Kjarninn 13. mars 2020
Skólar á höfuðborgarsvæðinu lokaðir á mánudag
Hvorki verður kennsla í leik- né grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu á mánudag, fyrsta degi samkomubanns. Stjórnendur og starfsmenn skólanna munu þá koma saman og skipuleggja aðgerðir til að geta haldið uppi skólastarfinu næstu vikurnar.
Kjarninn 13. mars 2020