Helgi Björnsson er borgarlistamaður Reykjavíkur 2020
Maðurinn sem fann upp frasann „Eru ekki allir sexý!“ og söng sig enn á ný inn í hjört landsmanna með Heima-tónleikaröðinni á meðan að samkomubannið stóð yfir, hefur verið útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur.
Kjarninn 17. júní 2020
Þríeykið fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2020
Hapa
Ríki og borg samtals búin að leggja Hörpu til 12,5 milljarða króna
Eigendur Hörpu, sem eru annars vegar íslenska ríkið og hins vegar Reykjavíkurborg, lögðu 1,6 milljarða króna til hússins í fyrra.
Kjarninn 17. júní 2020
Rúmt er um gesti Dals á útisvæði kaffihússins.
Farfuglaheimilið í Laugardal opnar kaffihús
Sú hugmynd að opna kaffihús í Farfuglaheimilinu í Laugardal hefur lengi blundað með starfsfólki en nú gafst tækifæri til þess að koma því á koppinn. Framkvæmdastjóri gerir ekki ráð fyrir mörgum Íslendingum í gistingu í sumar.
Kjarninn 17. júní 2020
Guðrún Johnsen.
Búið að vinna stríðið við veiruna og komið að stjórnmálamönnum að vinna friðinn
Doktor í hagræði segir að þrátt fyrir langan lista af ýmiskonar opinberum úrræðum vegna COVID-19 séu engin áform um að byggja sæmilega brú fyrir atvinnurekendur og launþega. Aðgerðirnar séu mun frekar annað hvort reipi eða róla.
Kjarninn 16. júní 2020
Þorvaldur Gylfason
Félag prófessora við ríkisháskóla mótmælir harðlega pólitískum afskiptum fjármála- og efnahagsráðuneytisins
Félags prófessora við ríkisháskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ráðningar ritstjóra fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review.
Kjarninn 16. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Segir suma þingmenn fela sig á bak við trúnað og lokaðar dyr
Þingmaður Pírata hvetur þingmenn sem hafa orðið vitni af ofbeldi að segja frá því. „Ofbeldi þrífst í þögn þegar gerendur fá að komast upp með hegðun sína í skjóli þess að aðrir annað hvort þegi eða skilji ekki hvað sé í gangi.“
Kjarninn 16. júní 2020
Arnfríður metin hæfust til að sitja í Landsrétti
Dómnefnd um hæfi umsækjenda um lausa stöðu í Landsrétti telur að sitjandi dómari við réttinn standi öðrum umsækjendum framar og sé hæfust til að gegna embætti dómara við hann. Dómarinn hefur ekki starfað við réttinn frá því í mars í fyrra.
Kjarninn 16. júní 2020
Hlutur ferðaþjónustunnar stóð í stað síðustu fjögur ár
Samkvæmt Hagstofunni drógust heildarútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi saman milli áranna 2018 og 2019 en jukust hjá innlendum ferðamönnum.
Kjarninn 16. júní 2020
Calmfors segir Dagens Nyheter að málið gæti skaðað trúverðugleika NEPR
Sænska blaðið Dagens Nyheter fjallar um ráðningarmál Þorvalds Gylfasonar á vef sínum í kvöld og hefur eftir sænska hagfræðiprófessornum Lars Calmfors að málið gæti rýrt trúverðugleika fræðatímaritsins NEPR.
Kjarninn 15. júní 2020
Sums staðar þarf ekki einu sinni að fara út úr bílnum fyrir skimun.
Fjöldi greindra COVID-19 smita eykst hratt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna
Um 2,1 milljón hafa smitast af COVID-19 í Bandaríkjunum. Gestir á kosningafundi Donalds Trumps, sem haldinn verður á laugardag, munu þurfa að skrifa undir samkomulag þess efnis að lögsækja ekki framboð Trumps ef þeir veikjast í kjölfar fundarins.
Kjarninn 15. júní 2020
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Hann situr einnig í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Segir Þórhildi Sunnu hafa viljað breyta nefndinni í „pólitískan rannsóknarrétt“
Óli Björn Kárason bókaði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í þessum mánuði að þáverandi formaður nefndarinnar, sem sagði af sér í dag, hefði það markmið að „nýta trúnaðar- og valdastöðu til að koma höggi á pólitíska mótherja.“
Kjarninn 15. júní 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Vill opinbera rannsókn á máli Rúmenanna
Formaður Flokks fólksins segir að íslensk stjórnvöld viti ekki hvort „þau séu að koma eða fara“.
Kjarninn 15. júní 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna segir af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Þingmaður Pírata segir meirihlutann í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa sýnt af sér valdníðslu. Hún segir hann sífellt draga persónu hennar niður í svaðið og nota hana sem blóraböggul. Hún sagði af sér formennsku í nefndinni í dag.
Kjarninn 15. júní 2020
Bjarni Benediktsson sat fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun og var meðal annars spurður út í gagnrýni fyrrverandi ritstjóra NEPR um afstöðuna sem sett var fram í garð Þorvalds Gylfasonar
Mögulega hafi „gamla góða kunningjasamfélagið“ ætlað að ráða för
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að mögulega megi skýra hörð viðbrögð sænska prófessorsins Lars Calmfors við því að Ísland lagðist gegn ráðningu Þorvaldar Gylfasonar með því að þeir séu kunningjar frá fornu fari.
Kjarninn 15. júní 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Segir stórvirka fræðimenn sem fella dóma valda sér sjálfsskaða
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að fræðimenn sem fella stóra dóma um einstaklinga og stjórnmálaflokka gefi færi á því að tekið sé „á móti“. Þá séu menn komnir inn á nýtt svið sem hafi „ekkert endilega með akademíuna“ að gera.
Kjarninn 15. júní 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun.
Bjarni: Ekkert annað á ferðinni en frumhlaup starfsmanns stýrinefndarinnar
Fjármála- og efnahagsráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að ræða ráðningu ritstjóra tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.
Kjarninn 15. júní 2020
45 prósent af nýskráðum bílum það sem af er ári eru raf- eða tengiltvinnbílar.
Rafbílaeigendur geti búist við miklu álagi á hleðslustöðvum í sumar
Aukin rafbílaeign og hugur fólks til ferðalaga í sumar mun líklega hafa þau áhrif að þétt verður setið um hleðslustöðvar landsins á ferðahelgum. Mikilvægt sé að sýna þolinmæði og að skipuleggja ferðalög með tilliti til hleðslustöðva.
Kjarninn 15. júní 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Lífeyrissjóðirnir samþykkja að fara ekki út með peninga fyrr en í september
Samkomulag milli Seðlabanka Íslands og íslensku lífeyrissjóðanna um að hinir síðarnefndu kaupi ekki gjaldeyri til erlendra fjárfestinga hefur verið framlengt um þrjá mánuði. Það mun því gilda í sex mánuði hið minnsta.
Kjarninn 15. júní 2020
Margir erlendir ríkisborgarar sem hafa komið hingað til lands á síðustu árum hafa starfað í ferðaþjónustu eða byggingaiðnaði.
Alls 39 prósent atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar
Atvinnuleysi er mun meira á meðal erlendra ríkisborgara sem hér búa en á meðal þeirra sem eru íslenskir ríkisborgarar.
Kjarninn 14. júní 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans skrapp saman um 66 milljarða
Seðlabankinn seldi gjaldeyri í mars og apríl til að draga úr veikingu íslensku krónunnar. Í maí fór hún hins vegar að styrkjast hratt, sem leiddi til þess að bankinn hóf að kaupa gjaldeyri til að draga úr þeirri styrkingu.
Kjarninn 14. júní 2020
Síðasti maðurinn sem lýst var eftir. Hann fannst síðdegis á sunnudag.
Búið að finna alla eftirlýstu mennina
Allir sex rúmensku ríkisborgararnir sem komu til landsins fyrir fimm dögum hafa verið handteknir. Að minnsta kosti tveir þeirra reyndust með virkt COVID-19 smit og smita því aðra.
Kjarninn 14. júní 2020
Lýst eftir tveimur Rúmenum sem talið er að gætu verið smitaðir af COVID-19
Þrír af sex rúmenskum ríkisborgurum sem komu til landsins fyrir fimm dögum voru handteknir í gær. Tveir þeirra reyndust með virkt COVID-19 smit og smita því aðra. Lögreglan leitar af hinum þremur.
Kjarninn 14. júní 2020
OECD spáir því að atvinnuleysi á Íslandi verði 9 prósent undir lok ársins.
OECD spáir allt að ellefu prósenta samdrætti á Íslandi
Ný skýrsla OECD um horfur í efnahagsmálum kom út í vikunni. Búist er við mestum samdrætti í Bretlandi, Frakklandi, á Ítalíu og Spáni, þar á eftir kemur Ísland.
Kjarninn 13. júní 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Vonar að Katrín verði ekki búin að gleyma nýlegri grein sinni eftir næstu kosningar
Formaður Samfylkingarinnar segir að það sé ekki nóg að setja falleg orð niður á blað. Það sé algjörlega tilgangslaust nema því sé framfylgt með því að mynda þannig ríkisstjórn. Slík sé ekki við völd í augnablikinu.
Kjarninn 13. júní 2020
Í finnska fjármálaráðuneytinu er Markku Stenborg fulltrúi í stýrihópi sem sér um útgáfu ritsins NEPR. Hann myndi ekki hleypa stjórnmálamönnum þar nærri.
Finnski fulltrúinn í stýrihópnum myndi ekki hleypa stjórnmálamönnum nærri NEPR
Markku Stenborg, sem er fulltrúi finnska fjármálaráðuneytisins í stýrihópi vegna útgáfu fræðiritsins Nordic Economic Policy Review, segir að hann myndi ekki leyfa stjórnmálamönnum að hafa afskipti af stjórnun ritsins.
Kjarninn 13. júní 2020
Ferðamenn mega bóka sér gistingu í Kaupmannahöfn á mánudaginn.
Danska stjórnin skipti um skoðun eftir gagnrýni ferðaþjónustunnar
Þeim ferðamönnum sem verður leyft að fara til Danmerkur á annað borð frá og með mánudeginum verður nú einnig heimilt að gista í Kaupmannahöfn. Danska ríkisstjórnin hlustaði á háværar gagnrýnisraddir ferðaþjónustunnar.
Kjarninn 12. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ráðningarferlið snýst um að löndin komi sér saman og geta allir fjármálaráðherrarnir haft skoðun
Forsætisráðherra sagði á þingi í dag að stóra málið varðandi ráðningarferlið fyrir ritstjóra Nor­dic Economic Policy Revi­ew snerist um að Norðurlöndin kæmu sér saman og þar gætu allir fjármálaráðherrar ríkjanna haft skoðun á því hver yrði skipaður.
Kjarninn 12. júní 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni mætir á opinn nefndarfund á mánudag til að ræða mál Þorvalds Gylfasonar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Tómas Brynjólfsson skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála fjármála- og efnahagsráðuneytisins mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á mánudag.
Kjarninn 12. júní 2020
Atvinnuleysi dróst verulega saman í maí og mældist þrettán prósent
Atvinnulausum fækkaði umtalsvert í síðasta mánuði, aðallega vegna þess að þeim sem nýttu hlutabótaleiðina fækkaði gífurlega. Búist er við því að atvinnuleysið lækki enn frekar í júní en aukist aftur í ágúst.
Kjarninn 12. júní 2020
Íslenska ríkið dæmt til að greiða miskabætur vegna ómannúðlegrar meðferðar lögreglu á útlendingi
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm í máli Tyrkja sem taldi afskipti lögreglu af sér almennt hafa einkennst af tungumálaörðugleikum og fordómum gagnvart múslímum.
Kjarninn 12. júní 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra segir unnið hratt að því að gera erlendum sérfræðingum auðveldara um vik að flytjast til Íslands.
Meðvituð um að Ísland sé ekki eina landið sem ætli að reyna að sækja fjarvinnufólk
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra segir að unnið sé hratt að því þessa dagana að gera erlendum sérfræðingum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki auðveldara um vik við að setjast að hér á landi og vinna í fjarvinnu. Ýmis ljón séu þó í veginum.
Kjarninn 12. júní 2020
Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar um hlutdeildarlán var kynnt á fundi í húsakynnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í gær.
Skilgreiningu vantar á „nýjum hagkvæmum“ íbúðum
Frumvarp félags- og barnamálaráðherra á að auðvelda fyrstu kaupendum að koma þaki yfir höfuðið. Aðeins er lánað fyrir nýjum íbúðum sem hafa verið samþykktar af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem hagkvæmar íbúðir.
Kjarninn 12. júní 2020
Þrátt fyrir verðlækkun milli mánaða hefur fermetraverð nýbyggðra íbúða hækkað um átta prósent á síðustu tólf mánuðum.
Fermetraverð nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkar milli mánaða
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fermetraverð nýrra íbúða hafi lækkað um fjögur prósent milli mánaða. Munur á verði nýrra íbúða og eldri hefur farið vaxandi á undanförnum þremur árum.
Kjarninn 11. júní 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Reykjavíkurborg tapaði 1,3 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins
Rekstur Reykjavíkurborgar var undir áætlun á fyrsta ársfjórðungi 2020. Borgin segir lækkunina vera vegna „samdráttar í efnahagslífinu sem var þegar farinn að birtast og að einhverju leyti til heimsfaraldurs kórónuveiru COVID-19.“
Kjarninn 11. júní 2020
Lars Calmfors er prófessor við Stokkhólmsháskóla og fráfarandi ritstjóri NEPR.
Danmörk snerist á sveif með Íslandi eftir að pólitísk afstaða Íslands lá fyrir
Danska fjármálaráðuneytið lagðist, rétt eins og það íslenska, gegn því að Þorvaldur Gylfason tæki við sem ritstjóri NEPR. Sú afstaða danska ráðuneytisins var þó einungis byggð á því að Þorvaldur nyti ekki stuðnings íslenska fjármálaráðuneytisins.
Kjarninn 11. júní 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Vilji Bjarna að hvorki tilnefna né samþykkja Þorvald Gylfason sem ritstjóra
Bjarni Benediktsson segir að hann beri ábyrgð á því að Þorvaldur Gylfason hafi ekki verið tilnefndur né samþykktur sem ritstjóri hagfræðisrits. Sýn og áherslur Þorvalds í efnahagsmálum styðji ekki við stefnumótun ráðuneytis sem hann stýri.
Kjarninn 11. júní 2020
Lars Calmfors (t.v.) er prófessor við Stokkhólmsháskóla og var síðasti ritstjóri NEPR. Hann segir það hafa verið rangt af íslenska fjármálaráðuneytinu að hafna því að Þorvaldur yrði ráðinn í stöðuna.
„Ég gerði öllum ljóst að það var mjög rangt að gera þetta“
Lars Calmfors, sænskur hagfræðiprófessor sem var ritstjóri fræðatímaritsins NEPR, mótmælti afstöðu íslenska fjármálaráðuneytisins til Þorvalds Gylfasonar. Hann segir pólitískar röksemdir ekki eiga að hafa nokkur áhrif á ráðningu í stöðuna.
Kjarninn 11. júní 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
„Það eina sem raunverulega ógnar lífskjarasamningnum eru stjórnvöld sjálf“
Formaður VR segir að það standi ekki steinn yfir steini þegar kemur að efndum loforða stjórnvalda.
Kjarninn 11. júní 2020
Kadeco hafði það hlutverk að selja fasteignir sem Bandaríkjaher skildi eftir á Ásbrú.
Áform Kadeco um flugvallarborg standa
Kadeco ætlar að halda samkeppni um skipulag á landi milli Reykjanesbæjar og flugvallarins á næsta ári. Svæðið er hugsað undir flugtengda starfsemi og fyrirtæki sem reiða sig á flugsamgöngur.
Kjarninn 10. júní 2020
Félag prófessora ætlar að ræða mál Þorvalds á næsta stjórnarfundi
Félag prófessora við ríkisháskóla ætlar að ræða íhlutun fjármála- og efnaráðuneytisins í ráðningarferli Þorvalds Gylfasonar hagfræðiprófessors í ritstjórastöðu á samnorrænum vettvangi á stjórnarfundi sínum í næstu viku.
Kjarninn 10. júní 2020
Munur á stýrivöxtum og vöxtum á húsnæðislánum eykst
Vextir á húsnæðislánum hafa lækkað mikið á undanförnum misserum en lækkanirnar ná þó ekki að halda í við lækkun stýrivaxta.
Kjarninn 10. júní 2020
Endurnýjanlegir orkugjafar eru farnir að saxa á hlutdeild kolabrennslu víða um heim.
Tveir mánuðir án rafmagns frá kolum í Bretlandi
Endurnýjanlegir orkugjafar hafa sótt í sig veðrið í Bretlandi á undanförnum árum. Minnkandi eftirspurn eftir rafmagni í kórónuveirufaraldrinum hefur minnkað hlutdeild kolavera í orkuframleiðslu víða um lönd.
Kjarninn 10. júní 2020
Fjölbreytt námskeið standa fólki til boða í sumar og haust í endurmenntunardeildum háskólanna.
Einkafyrirtæki á fræðslumarkaði vilja aðild að sumarúrræðum stjórnvalda fyrir námsmenn
Námskeið á vegum endurmenntunardeilda háskólanna eru endurgreidd í sumar vegna sumarúrræða stjórnvalda. Forsvarsmenn tveggja einkafyrirtækja sem starfa í sama geira segjast ekki hafa tök á að keppa við verðin sem háskólarnir geta nú boðið upp á.
Kjarninn 10. júní 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Farið fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd vegna afskipta ráðuneytis af ráðningu Þorvalds
Nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vill að fjármála- og efnahagsráðherra mæti fyrir nefndina til að útskýra afskipti ráðuneytis hans að ráðningu Þorvaldar Gylfasonar sem ritstjóra norræns fræðirits.
Kjarninn 9. júní 2020
Wikipedia-síða um Þorvald Gylfason. Þangað segist ráðuneytið hafa sótt sér rangar upplýsingar, sem það byggði á þegar það sagðist ekki geta stutt Þorvald í stöðu ritstjóra fræðatímarits.
Fjármálaráðuneytið segist hafa stuðst við úrelta Wikipedia-síðu um Þorvald
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist hafa stuðst við rangar upplýsingar á Wikipedia-síðu um Þorvald Gylfason, þegar það kom rangfærslum um stjórnmálaþátttöku hans til norrænna ráðuneyta. Ráðuneytið segir að virða eigi akademískt frelsi í hvívetna.
Kjarninn 9. júní 2020
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Veltir fyrir sér þögn íslenskra stjórnvalda
„Íslenskir ráðamenn hafa líka tjáð sig með þögn um þessa miklu atburði í Bandaríkjunum en sú þögn hefur ekki verið þrungin neinu sérstöku innihaldi eða verið sérlega innihaldsrík heldur bara þögn,“ sagði þingmaður Samfylkingarinnar á þinginu í dag.
Kjarninn 9. júní 2020
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
„Takmarkanir á réttindum fólks og inngrip í einkalíf þess þarf að rökstyðja“
Þingmaður Viðreisnar gerði smitrakningarforrit heilbrigðisyfirvalda að umtalsefni á þinginu í dag. Hún velti því fyrir sér hvort nauðsynlegt væri af stjórnvöldum að notast við slíkt forrit þegar staðan væri sú að smit eru lítil sem engin í samfélaginu.
Kjarninn 9. júní 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni með 91 prósent fylgi en stuðningsmenn Trump á Íslandi styðja Guðmund Franklín
Guðmundur Franklín Jónsson nýtur meiri stuðnings hjá stuðningsmönnum Donald Trump á Íslandi en sitjandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson.
Kjarninn 9. júní 2020
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Lögmenn, hagfræðingar og aðrir sérfræðingar veigri sér við að tjá sig
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að Sjálfstæðisflokkurinn hiki ekki við að reyna að hafa störf af heiðvirðu fólki eða eftir atvikum koma í veg fyrir slíkar stöðuveitingar.
Kjarninn 9. júní 2020